Lögberg - 18.07.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.07.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLI, 1940 5 I bjóðrœkniserindum norður við Manitobavatn Eftir DR. RICHARD BECK, forsetn Djóðræknisfélagsins. Það hefir verið mér bæði til gæfu og gagnsemdar, að eg hefi haft tækifæri til þess að heim- S8pkja margar af bygðum fslend- Inga í landi hér, þó að enn séu eif?i allfáar þeirra, sem eg hefi eigi komið í, bæði í Canada og kandaríkjunum. En því tel eg slíkar heimsóknir hafa verið mér ‘il gæfu, að við nánari kynni af löndum mínum í íslenzkum ný- Vgðum hérlendis hefir styrkst ^já mér trúin á sigurmátt hins 'slenzka kynstofns til framsókn- ar. þó við ramman reip örðug- ieika sé að draga; en til gagn- Semdar hafa slíkar heimsóknir orðið mér með þeim hætti, að eg hefi stórum fræðst uin Iífskjör t*au» sem landar minir eiga við aÖ búa á hinum ýmsu stöðum uðr í álfu, og að sama skapi hef- lr aukist skilningur minn á að- staeðum þeirra og viðfangsefn- Uin og samúð mín með þeim í iifsbaráttu þeirra og öllu við- hnrfi. Eru slík kynni bráðnauð- syuleg hverjum þeim, sem hygst að vinna íslenzkum félagsmál- um og menningarmálum vestan hafs sem mest gagn. Fylgi hug- llr máli, þarf enginn heldur að kvíða þvi, að sú viðleitni falli e,gi 1 sæmilega frjósaman jarð- v«g, eða sú hefir að minsta kosti •uín reynd orðið. Þessar hugsanir hafa horfið Uler í hug, þegar eg hefi rent ailgum yfir nýfarna ferð mina Nieðal fslendinga austan megin Manitoba-vatns, nánar sagt i Sigluness-bygð, því að ekki vanst mér að þessu sinni tími til víðari yfirferðar. Eg hefi tvisvar sinn- um áður komið á þessar stöðvar 1 fyrirlestrarerindum, en í bæði skiftin orðið að hafa of hraðan a> nú hafði eg dálítið meiri fiuia til umráða og notaði þvi f'Vkifærið til að heimsækja eins Ularga af bygðarbúum og tími minn leyfði; þó gat eg eigi farið uVergi nærri eins viða og eg efði kosið og mér hafði verið mðið að koma. Var mér full- Unnugt um það af fyrri heim- s,)knuin inínum á þessar slóðir, uð gestrisnin íslenzka lifir þar lúmaslífi, en þessi ferð mín út nm bygðina sannfærði mig enn )eUir um þá staðreynd. Gafst Uler nú einnig í fyrsta sinni 'erulegt tækifæri til að kynnast ’ygðarbúum, starfsemi þeirra og ailllgamálum, en jafnframt kom j^er að góðu haldi, að eg hafði ynt mér all-gaumgæfilega hina róðilegu landnámsþætti þeirra ^ræðra Jóns Jónssonar frá Sleð- rJ°t og Guðmundar Jónssonar Va Húsey, í Almanaki ó. S. horgeirssonar, um bygðir fs- ^ndinga á nefndum slóðum. ylking hinna fyrstu landnema Ur er að visu orðin næsta þunn- 'Puð; þannig saknaði eg sér- S aklega að þessu sinni Hávarð- ‘ Huðmundssonar, en hann a i látist síðan eg var seinast a erð í bygðinni. Að þessu sinni var ferð min a»a]] r i. 683 8erið * erindum .Þjóf ^knisfélagsins; og er skem; a að segja, að bygðarbúar tók fr því það máli mínu jafnvel fram yfi h sem eg hafði látið inér t ugar koma; var mér þó ful uunugt um, að ræktarsemin vi s enzka menningararfleifð stem ýr traustum fótum norður þa ae mér það sérstakt ánægji Ul, að fullur helmingur þe; a •tlega hóps, sem gekk i félagii ■ar úr flokki yngri kynslóða , nar: en á hennar herðui ^ v,lír auðvitað framtiðar star emi °kkar í þjóðræknismálun lafnhliða hagaði eg svo fei h‘nni. að eg gæti, að beiði s ntaðeigenda, flutt erindi “H111 ^ ° ni 11 Lestrarfélagsir ^Werðubreið,” og var mér þa e*n ar Ijúft, bæði vegna þess, a ^ efi tvisvar áður átt þar hii um ágætustu viðtökum að fagna, og eins vegna hins, að engin íslenzk félög í landi hér eru í rauninni þjóðræknisfclög í sann- ari merkingu orðsins heldur en lestrarfélögin íslenzku, sem ára- tugum saman hafa haldið vak- andi og halda enn víðsvegar vak- andi áhuganum fyrir íslenzku máli og bókmentum. Þau eru því fyllilega verðug stuðnings frá öllum þeim, sem hlynna vilja að framhaldandi íslenzkri menn- ingarviðleitni vestur hér. í því sambandi sæmir að geta þess, að Lestrarfélagið “Herðu- breið” á einmitt á þessu ári 30 ára afmæli, því að það var stofn- að 1910. í fyrstu stjórn þess voru: Sigurgeir Pétursson, Guð- mundur Jónsson frá Húsey, Jónas Kr. Jónasson, Jón Jónsson frá Sleðbrjót, Kristinn Goodman, Stefán Eiríksson og Ragnar Johnson. Láta þeir Jónas og Guðmundur sér enn ant um fé- lagsskap þennan, ekki sízt Guð- mundur, sem óhætt má segja, að verið hafi meginstoð hans á síð- ari árum, enda er Guðmundur hinn mesti fróðleiksmaður og pennafær vel. Eftir því sem eldri mennirnir, er hlut hafa átt að þessum þarfa félagsskap, týna tölunni eða draga sig í hlé, hæfir, að hinir yngri menn komi í þeirra stað og haldi merki bók- legrar menningar hátt á lofti í bygð sinni. Vænti eg þess einn- ig, að svo reynist á þessuin slóð- um. f samkomunefndinni að þessu sinni voru þeir Magnús Jóhann- esson, fra>ndi minn, ólafur Magnússon og Jörundur Eyford. Þegar allar aðstæður eru teknar með i reikninginn, verður ekki annað sagt, en að aðsóknin væri prýðileg. Talsvert hafði rignt nóttina fyrir samkomudaginn og einnig þá um daginn; og þó að regnið væri mönnum kærkomið vegna fyrirfarandi ofþurka, dró það vafalaust úr aðsókn þeirra, sem langt áttu á samkdmustáð. Ýmsir voru þar þó frá Oak View, meðal þeirra minn gamli vinur Sigurður Sigfússon og kona hans, og Mrs. Jóhannes Johnson. Er það jafnan nokkur mælikvarði á áhuga manna fyrir hvaða mál- efni sem er, hvernig menn sækja samkomur þvi til styrktar, þó að þar komi vitanlega margar ástæður til greina. En sein sagt, samkoma þessi var hið bezta sótt, og áheyrn hlaut mál mitt að sania skapi. Gladdi það mig sér í lagi, hversu tiltölulega var þar margt af ungu fólki, og ekki sá eg á þv(í neinn óþreyju- svip, þó að það yrði að sitja undir næsta langri ræðu og dans væri í boði, þagar þeim lestri lauk. Dagana þar norður frá, sem mér urðu í reyndinni altof stutt- ir, dvaldi eg í Holti hjá Guð- mundi frá Húsey í gestvináttu þeirra Johns sonar hans og Guð- rúnar konu hans; eg eg orðinn þar vel hagavanur, því að eg hefi haft þar bækistöð mína á fyrri ferðum mínum. Annars var eg, sem fyrri, að öðrum þræði, hjá þeim Birni og Ingi- björgu Eggertson að Vogar; er Björn kaupmaður fróðleiks- hneigður mjög, svo að leit mun á meiri bókamanni ineðal yngri íslendinga vestan hafs, þeirra, er eigi hafa gert sér fræðistörf að lífsstarfi. Næstu tvo daga á eftir Lestr- arfélagssamkomunni ferðaðist eg um bygðina í þjóðrækniserind- um og til þess, að kynnast mönnum fram yfir það, sem unt er á samkomu, þvi að þar gera menn bókstaflega vart annað en “að iheilsast og kveðjast.” f þeirri för naut eg leiðsagnar og samfylgdar þeirra Johns sonar Guðmundar frá Húsey, Björns kaupmanns og Púls Johnson mágs hans (sonar Jóns frá Sleð- brjót). Guðmundur var einnig öðruhvoru með í ferðinni. Fræddu þessir leiðsagnarmenn nvínir inig um margt viðvikjandi bygðinni; stoifnun hennar, sögu, menningar og athafnalífi. Fann eg nú til þess betur en oft áður, að rétt hafði Stephán G. að mæla sem oftar, er hann kvað: Vist er gott að vera hjá vinasveit og grönnum, og kunna réttar áttir á allri bygð og mönnum. Ti/1 þessa fólks kom eg í bygð- inni (og nefni aðeins húsráð- anda), og var alúðin og gest- risnin alstaðar söm við sig: Magnúsar Jóhannessonar, Jónas- ar Kr. Jónassonar, Framars Ey- ford, Björns Johnson, ólafs Johnsons, óskars Johnson, ólafs Magnússonar, Davíðs Eggertson og Asgars Sveistrup. Á heimili DaVíðs kyntist eg ungfrú Guð- björgu Eggertson kenslukonu, systur þeirra Eggertson-bræðra, og urðuin við siðar samferða áieiðis til Winnipeg; einnig varð samférða okkur part af leiðinni einn af elstu og kunnustu mönn- um bygðarinnar, Björn Mathews. Sveistrup er, eins og kunnugt er, maður danskur að ætt og upp- runa, en bæði hvað málfar og áhugamál snertir orðinn ága'tur íslendinjgur; jafnflramt heldur hann þó ennþá fullri trygð við sitt gamla ættar- og fæðingar- land svo sem vera ber. Þá kyntist eg á heimilum barna þeirra þrem af eldri kon- um bygðarinnar, ekkjum þeirra Jóns frá Sleðbrjót, Jóhannesar Jónssonar frá Fossvöllum oig Eggerts Sigurgeirssonar. Þó að þær séir nú allar komnar á efri ár, sérstaklega hin fyrstnefnda, sem er hálf-níræð, ber fas þeirra alt og framkoma vott um festu og þrek, þá skapgerð, sem örð- ugleikar frumbýlingsáranna stæltu og göfguðu, en fengu hvorki veikt né úrkynjað.. ó- sjaldan sækir sú hugsun á mig, meðar eg les hina rituðu land- námssögu íslendinga í landi hér, að konurnar — húsfreyjurnar og mæðurnar — séu þar hinar “sungnu hetjur,” að eg bregði fyrir mig ensku orðalagi. Já, mér leist prýðisvel á mannfólkið íslenzka þarna norð- ur frá, en ekki varð mér samt svo starsýnt á það, að bygðin þeirra yrði með öllu útundan í athugun minni. Mér leist yfir- 'leitt úgætlega á hana líka, þótti hún bæði falleg og búsældarleg. Enda h'efi eg það fyrir satt, að þar búi bjargálnafólk, og sumt fram yfir það. Hið myndarlega samkomuhús að Hayland ber glöggan vott félagslegum áhuga bygðarmanna, en prýðilegt skóla- hús, miðað við stærð hennar, vitnar um umhyggju þeirra fyrir skólagöngu æskulýðsins. Einu tók eg ennfremur eftir, sem eg tel mikla góðspá um framtíð bygðarinnar, sem sé þvi, hversu margir synir búa þar á föður- leifð sinni. En ineð þvi einu móti er trygt framhald islenzkra bvgða í landi hér, að jarðir þær, sem landnemar vorir brutu og ræktuðu, hverfi eigi I hrönnum úr ættinni eða í hendur manna af öðrum þjóðflokkum. Að málslokum má svo ekki minna vera, en eg þakki löndum mínum á umræddum slóðum fyrir ágætar viðtökur, liæði fyrir isjálifan mig og fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagsins. Eg er þess einnig fullviss, að knýji eg þar hurðir áður langt líður — sem vel getur orðið — verður greið- lega til dyra gengið. Islendingadagurinn að Iðavöllum Kæru íslendingar! Enn erum við komnir að áfanganum á leiðinni, sem við köllum íslend- ingadag, og ennþá er gert ráð fyrir að mæta í vikinni breiðu þar sem feður vorir lentu þegar þeir komu heiman frá ættland- inu fræga, til þess að taka sér bólfestu og heimilisfang i þessu þá vilta og vlðáttumikla landi. Ennþá blasir við sama ströndin og jafnvel leifar af sama skóg- inuin, þó hann sé nú að mestu horfinn, eða endurreistur í un- aðslegum runnum, eins og til dæmis á Iðavöllum í Nýja ís- landi. Mannsandinn og höndin hafa umskapað að miklu leyti þessar stöðvar; þó víkin sjálf sé sú sama, túnin og akrarnir hafa tekið við af risavöxnum karga- skógum og illfærum forarflóum. Mölbornir akvegir eru nú með- fram, endilanigri ströndinni, og þvert yfir landið, þar sem áður voru aðeins Indíánagötur og vfllidýra troðningar. Einmitt í þessum breyttu kringumstæðum og hagkvæmu lífsskilyrðuin legg- ur Ijómann upp af landnámi frumbyggjanna, leggur ljómann upp af þeirra miklu baráttu, þeirri framúrskarandi þraut- seigju og hinum óbilandi ís- lenzka kjark, sem að lokum sígraði allar torfærur sem á veg- inum voru, og óefað hefir það verið hin bjarta fraintíðarsýn, sýn grænna akra og gróinna túna; framtíðarheimili afkom- endanna, fegurri og föngulegri heldur en þeirra eigin uppeldis- heimkynni voru; sem hefir ver- ið leiðarljósið í rökkurskuggum erfiðleikanna. Að þessu sinni verður fslend- ingadags hátíðin á Iðavöllum laugardaginn 3. ágúst, og verður skemtiskrá dagsins svipuð þvi sem að undanförnu. Fjallkpna daigsins verður frú Borga Magnússon frá Hnausum og Miss Canada, Olga Holm frá Víðir. Guttormur ,1. Guttormsson flytur Minni íslands, ræðuna, og verður löndum það sérstök á- nægjustund að hlusta á hann, því hann er jafn fjörugur og fyndinn sem ræðumaður eins og hann er skáld. Þ. Þ. Þ. skáld yrkir Minni íslands og eru víst fáir ramm- áslenzkari en hann hér í þessu landi. Þá hefir hinn ungi og ágæti lögfræðingur, Mr. G. S. Thorvaldsson, sonur Nýja fs- lands, lofast til þess að tala fyr- ir minni Canada, og finnum við til þess að við höfum verið sér- staklega lánsöm þar, því hann mun vera álitinn með snjöllustu mælskumönnum í Winnipegborg. Líka finst mér vert að minn- ast á, að fjölmennur söngflokk- ur bygðanna í Norður Nýja ís- landi undir stjórn Jóhannesar Pálsson frá Geysir, synigur þarna að deginum hina alkunnu is- Girnilepr drykkur GÆTID REGLUSEMI DREKKIÐ BJÓR This advertisement is not inserted by the Government Ijiquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. lenzku þjóðsöngva og margt annað ágæti, sem andinn þráir. Þessi flokkur, sem telur um 80 manns hefir verið að æfa sig um eða yfir tvö ár, hefir haldið nokkrar söngsamkomur sem hafa þótt góðar, svo menn mega vænta góðrar skemtunar úr þeirri átt. Komið til Iðavalla 3. ágúst! G. O. Einarsson. Námsfólk í Seattle Við ríkisháskólann í Seattle eru á ári hverju merkilega marg- ir nemendur af tslenzkri ætt, þegar tillit er tekið til þess hve fáment er af fólki voru á þess- um slóðum. Á þessum síðasta vetri munu seytján íslenzkir nemendur hafa verið innritaðir við háskólann. Er það sem næst einn nemandi fyrir hvert hundr- að manns af islenzkum stofni í Washingtonríki. Flestir af nem- endunum eru úr Seattle, og mun svo teljast til að þar séu tveir nemendur fyrir hvert hundrað íslenzkra íbúa. Á hverju ári út- skrifast fleiri eða færri og geta sér yfirleitt góðan orðstýr. Nokkrir hafa skarað mjög fram úr. Þrír íslenzkir nemendur munu hafa útskrifast við vor- prófin siðustu. Skal ‘þeirra nokkuð nánar getið. I Petrína Aurora ólafson er dóttir séra Krístins K. ólafsonar og seinni konu hans Friðriku Sigurgeirsdóttur Björnson. Hún hafði sem næst lokið barnaskóla- námi þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Seattle. Þar hefir hún stundað iniðskóla- og háskólanám. Við háskólann hefir aðal námsgrein hennar (major) verið enskar bókmentir, með sögu og tungumál sem minors. Var námið miðað við að leggja fyrir sig bókhlöðu- fræði (Library Science), en því mun hún sinna næsta ár Við há- skólann. Einungis þeir er hafa fengið B einkunn eða meir við námið fá inntöku í þessa deild. Petrína hefir getið sér góðan orðstír við námið. f fullnaðar- prófi í enskum bókmentum er náði vfir fjögba ára lestur, var hún ein af fimm er fengu hæztu einkunn, en á annað hundrað tóku prófið. f sögu og sálar- fræði hefir hún einnig staðið mjög framarlega. Hún hlaut lærdómstitilinn B.A. II. Margaret Thorlaksson Roller er dóttir trúboðshjónanna séra S. O. Thorlakssonar og frú Caro- linu í Japan. Dóttir þeirra er Ifædd og uppalin í Japan, en kom til Ameríku með foreldrum sínum tvivegis. Fyrir fjórum árum kom, hún til Bandaríkj- anna til náms. Var hún einn vetur við Pacific Lutheran Col- lege i Parkland, Washington, en siðan við háskólann i Seattle. Fyrir tveimur árum giftist hún hr. Roller, sem er verkfræðing- ur útskrifaður af sama háskóla. Frú Roller hélt áfram námi eftir að hún giiftist og útskrifaðist með B.A. mentastigi við vorpróf- in s/iðustu. Mun hún hafa lagt fyrir sig austurlandafræði (Ori- ental Studies) sem major. Hún er einnig sönghneigð mjög eins og hún á ætt til. Hefir hún sýnt kapp og dugnað við námið. — Framtiðarheimili þeirra hjóna mun verða á Kyrrahafsströnd- inni. III. Benedikt Tryggvi Hallgríms- son er sonur Hálfdáns heit. Hall- grímsson og fyrri konu hans, Júlíu Hallson. Hefir Benedikt stundað nám við háskólann í Ifimm ár og náð bæði B.A. mentastig og leyfi til að vera kennari í miðskólum ríkisins. Aðal námsgrein hans hefir verið tónlist (Public School Music). Hefir hann lagt fyrir sig scrstak- lega fiðluspil og söng. Er list- fengur mjög á þvi sviði. News from Seattle, Wash. July 12th, 1940. Seattle’s Icelandic Day Cele- • bration Committee announces that plans for the celebration which will be held on Sunday, August 4th, at Silver Lake, 30 miles north of Seattle, are prac- tically completed. The Celebra- tion will feature Mr. Arni Hel- gason, of Chicago, who will fly to Seattle especially to show his woúderful Moving Pictures of Iceland taken on his seven tiúps there—manly in 1934-7-8. Mr. Helgason will also show his pic- tures in Blaine on Monday, August 5th, under the sponsor- ship of the Joh Trausti Literary Society, and in Portland on Wednesday, August 7th, under the sponsorship of the Icelandic Club of Portland (Mrs. J. R. Newcombe, 602 N.E. 31st ave- nue, is the secretary). The pic- tures cover various places in both the north and south. Forty per cent. of the pictures are col- ored (Kodachrome), including scenes in Reykjavik, Akureyri, numerous mountain scenes, and various other subjects, places and people. In addition a num- ber of well-known people in Ice- land are included. These pic- tures which Mr. Helgason in- troduces with a 30 minute lec- ture require one hour to show and are explained as they are shown. Mr. Helgason has shown his pictures in practically every Icelandic community in Canada and the mid-west. In view of Iceland’s new position in the international crisis these pic- tures should be just as interest- ing to American-born Iceland- ers as they will be to their fathers and mothers. Mr. Hel- gason is one of the directors of the Chicago Transformer Cor- poration, one of the largest elec- trical concerns in that city. On June lOth, 1940, the Doctor of Science degree was conferred on Mr. Helgason by North Dakota Agricultural College. Mr. Hel gason came from Iceland in 1912 and worked at fishing on Lake Winnipeg and at farming in North Dakota. In 1924 he graduated from this same school in engineering followed in 1925 by a Master of Science from the University of Wisconsin. Every- body who has seen his pictures declare them to be the best mov- ing pictures of Iceland available in this country,surpassing by far anything shown previously. Be- cause Mr. Helgason’s duties re- quire that he spend the shortest possible time away from Chi- cago, he will fly to the coast. The Seattle program will in- clude also a talk by Mrs. Jako- bina Johnson; varied Icelandic music in charge of Mr. H. Sig- urdson Helgason who will bring a chorus from Bellingham; an unusually complete program of feports and novelty events for people of all ages, with many valuable prizes. a dance to music new and old to a good union or- chestra; recordings of the best choruses in Iceland over the loudspeaker system during the day, and free coffee from 12 to 1 and 3 to 6. Ground improve- ments include many more tables, more parking space, and a wider running track. This cele- bration with all its combined features gives those who are for- tunate enough to attend more for their money than any other Icelandic program given in Seattle during the entire year. The program will begin at 12.30 sharp. Icelanders and their firiends in the northwest are cordially invited to attend. Lincoln Johannsson, Secrefary.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.