Lögberg - 22.08.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.08.1940, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 22. AGCST, 1940 -----------HöBbErs---------------------- Gefi8 út hvern fimtudag af THJ£ COLUMBIA PKESS, UAUTED 605 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð »3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ur nágrenni og heimahögum i. Síðastliðinn laugardag gerðust þau tíð- indi í jámbrautarvagni í námunda við Ogdensburg í New York ríki, sem líkleg eru til söguríkra framtíðaráhrifa, og vakið hafa mikinn fögnuð hér í landi; áttu þar með sér samtalsfund þeir Roosevelt Bandáríkjafor- seti og Mackenzie King, forsætisráð'herra canadisku þjóðarinnar; umræðuefnið laut að varnarsambandi milli beggja þjóðanna, mik- ilvægi þess og nauðsyn, með hliðsjón af þeim atburðum, sem daglega hafa verið að gerast á vettvangi Norðurálfunnar, þar sem einu ríkinu af öðru hefir verið kollvarpað, og hættan þar af leiðandi færst nær ströndum Norður-Ameríku, en nokkurn hafði órað fvrir; að til ráðstafana í þessa átt hlyti fyr eða síðar að draga, varð vitaskuld ekki um- flúið, og má í rauninni teljast furðulegt, að hlutaðeigandi stjórnarvöld skyldi eigi löngu áður hefjast handa málinu til úrlausnar. Seinni part sumars 1938, var Roosevelt forseti staddur við hátíðlegt tækifæri í bæn- um Kingston í Ontario, og flutti þar ræðu, er athygli vakti vítt um heim; einkum og sér í lagi þó meðal hinna enskumælandi þjóða; komst forseti þar meðal annars þannig að orði: ‘ * Canada er mikilvægur hlekkur í kveðju þeirra systurþjóða, er mvnda veldisheildina brezku. Eg fullvissa yður um það, að Bandaríkjaþjóðin situr ekki aðgerðalaus hjá ef á Canada yrði ráðist af erlendum vald- höfum. ” Þetta mun hafa verið í fvrsta skiftið, er nokkur Bandaríkjaforseti hefir verið jafn einbeittur og berorður viðvíkjandi afstöðu hinnar amerísku þjóðar til Canada á sviði sameiginlegra landvarna, og mega umrædd ummæli hans því í raun og veru teljast for- boði þess, sem nú er komið á daginn. Að afstöðnum samtalsfundi þeirra Mr. Roosevelts og Mr. Kings, gáfu þeir út í sam- einingu svohljóðandi yfirlýsingu: “Hinn canadiski forsætisráðherra, og forseti Bandaríkjanna, hafa átt ítarlegt sam- tal um sameiginlegar landvarnir varðandi öryggi Canada og Bandaríkjanna. “Samkomulag hefir náðst um það, að báðar þjóðir komi á fót umsvifalaust, sam- eiginlegri landvarnarnefnd. “Þessi sameiginlega frambúðarnefnd, skal nú þegar hefja rannsóknir viðvíkjandi vömum á sjó og landi, og í lofti; svO og með hliðsjón af efnisbirgðam og mannavali. “Nefndin skal taka til íhugunar í víð- tækri merkingu varnir norðurhelmings Vest- urálfunnar. “Þessi sameiginlega varnarnefnd skal skipuð fjórum til fimm mönnum frá hvorri þjóð um sig, er mestmegnis skulu valdir úr hinum ýmsu deildum herþjónustunnar; það er áskilið, að' nefndin haldi sína fyrstu fundi í mjög náinni framtíð.” Mikilvægt atriði er það, að nefnd þessi skuli verða til frambúðar, en eigi aðeins skipuð til bráðabirðga vegna viðhorfsins á vettvangi stríðsins; þá er hitt og engu síður mikils um vert, hve víðtækt starfsvið nefnd- inni er ætlað; það nær til allra deilda her- varnanna jafnt, hverrar tegundar sem eru, og hvaða nafni, sem þær nefnast; en slíkt kemur að ómetanlegu gagni fyrir canadisku þjóðina; eigi aðeins í dag, heldur á morgun líka. Daginn áður en umræddur samtalsfund- ur milli þeirra Mr. King og Mr. Roosevelts hófst, lót forseti þess getið, að samningsum- leitan milli Bandaríkjastjórnar og stjórnar- innar brezku stæði yfir, er í þá átt gengi, að Bandaríkin tæki á leigu af Bretum nokkr- ar flug- og flotastöðvar í lendum þeirra í Vesturálfu heims; að þessu sé þannig háttað, staðfesti Mr. Churchill í ræðu, sem hann flutti í brezka þinginu á þriðjudaginn, þar sem hann lýsti yfir því, að slíkar ráðstaf- anir hlyti mjög að styrkja heimsfriðinn í framtíðinni; lét hann þess jafnframt getið að stöðvar þær, er um yrði að ræða, myndi leigðar verða Bandaríkjastjórn til níutíu og níu ára; talið er víst, að Newfoundland verði innifalið í þessum væntanlegu leigu- stöðvum. Vera má, að einhverjir líti þannig á, að með þessu fyrirhugaða varnarsambandi sé að einhverju leyti högg\rið nærri fullveldi, eða þjóðréttindum Canada; þó gæti slík afstaða naumlega skoðast á gildum rökum bygð, og það því síður sem vitað er, að nauð- syn brýtur oft lög. Eins og nú horfir við, ætti oss að verða það ánægjuefni, að mæta vinum vorum sunnan landamæranna, að minsta kosti á miðri leið viðvíkjandi sameiginlegu öryggi, og sameiginlegum varnarráðstöfunum. II. Canadiska þjóðin er einhuga um það, að inna fúslega af hendi hverja þá fórn, er flýta megi fyrir fullnaðarsigri þeirra lýð- ræðisþjóða, er nú eiga í heilögu frelsis og sjólfsvarnarstríði gegn eituröflum Facism- ans ítalska og Nazismans þýzka; þjóðin verður að spara alt það fé, sem hún getur, og leggja fram vegna stríðssóknarinnar alt það fé, sem hún getur; stjórn þessa lands l>arfnast að' sjálfsögðu peninga; einungis með peningum, sem fást með sköttum, lán- um, stríðs-sparimerkjum og stríðs-sparnaðar skírteinum, getur stríðssóknin að fullu náð tilgangi sínum. Og sé oss öllum í anda og sannleika umhugað um að verja frelsi vort, eða með öðrum orðum vernda Canada frá húmnótt hinnar grimmúðgustu villimensku, sem ekki verður dreglð í efa að sé ásetning- ur vo.r, verðum vér að leggjast á eitt um reglubundin kaup á hinum nýju stríðs-spari- merkjum og stríðs-sparnaðar skírteinum. Höfum það ávalt hugfast, að kornið fyllir mælirinn, og að margt smátt gerir eitt stórt! III. Menn skiftast í flokka, og þá greinir á um svo að segja alla skapaða hluti milli hímins og jarðar; þó er tiltölulega lítill á- greiningur um það, að Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti, sé einn hinn víðsýnasti og manniíðlegasti þjóðhöfðingi, sem uppi er með samtíð vorri; afskifti hans af heims- málunum eru slík, að naumast verður lengra gengið í átt til alþjóðaréttlætis; lýðræðið er pólitísk trúarjátning hans, vegna. þess að hann skilur það flestum mönnum fremur, og virðir flestum mönnum heitar þann grund- völl er það hvílir á, — sjálft einstaklings- frelsið, eða frumburðarrétt hins frjálsborna manns. Óhjákvæmilegt var það, að' styr nokkur stæði um slíkan mann, sem Mr. Roosevelt er með hinni amerísku þjóð, því slíkt öldurót hefir hann vakið með margháttuðum umbóta- nýmælum sínum; hvort þjóðin endurnýjar umboð hans við nóvemberkosningarnar, sker tíminn úr, þó vafalítið yrði það henni fyrir bezitu; en ef til þess kæmi, að hann yrði undir, færi ekki hjá því, að mannúðar- og mannrðttindastefnan í heiminum biði við það lítt bætanlegt tjón; heimsmálin mega ekki við því, og Bandaríkjaþjóðin í raun réttri ekki heldur. IV. Blaðið San Francisco Argonaut komst nýverið þannig að orði: “Þrælahald heldur innreið af nýju í mannheima. Mussolini hefir breytt hverju einas>ta ítölsku mannsbarni í ábyrgðarlausa og viljalausa vél; slíkt hið sama. hafa þeir Stalin og Hitler gert; og vér eigum innan vébanda vorra menn og stofnanir, sem stefna að sama marki; vér jafnvel kippum oss ekki upp við það, þó japanskir stjórn- málamenn láti eina móðgunina af annari dynja yfir oss, og lítilsvirði það alt, sem amerískt er; en meðan þetta viðgengst, selja iðjuhöldar vorir Japönum járn og olíu, eins og ekkert hefði í skorist, þó vitað sé, að hvorttveggja mætti seinna nota gegn oss sjálfum, til þess að hneppa oss í sömu þræla- viðjamar og Kínverjar nú verða að sætta sig við.” V. Þessa dagana hafa staddir verið í borg- inni tveir ráð'herrar sambandsstjórnar, þeir Hon. T. A. Crerar náttúrufríðindaráðgjafi og Hon.^James Gardiner stríðsþjónusturáð- gjafi; en hann hefir í undanfarin ár haft á hendi forastu landbúnaðarráðuneytisins; meðan þeir stóðu við, vitjuðu á fund þeirra ráðherrar fylkisstjórnar, sem og fulltrúar hinna ýmsu samtaka, er að búnaðinum sér- staklega standa, og voru aðstæður bænda slífrðar sem bezt var kostur á; er vonandi að sambandsstjórn bregðist skjótlega við til úr- lausnar þeir vanda, sem kornyrkjubændur horfast í augu við vegna kornhlöðuskorts; víða horfist einnig þunglega á um heybirgð- ir, og væri vel ef hlutaðeigandi stjórnarvöld kæmi skjótt til hjálpar á því sviði líka. Endurminningar frá Noregsför Þegar eg hugsa um þær hörm- ungar, sein nú hafa dunið á frændum vorum Norðmönnum, vaknar upp í huganum endur- minningin um þeirra stórfeng- lega og fagra land, eins og það kom mér fyrir sjónir í fyrsta sinn, sein eg kyntist því. En það var sumarið 1915, eða fyrir réttum 25 árum, að eg, ásamt gömlum skólabróður, fór fót- gangandi um sumar þær slóðir, sem samkvæmt dagsfréttum blaða og útvarps hafa nú verið sagðar orustusvæði og undir á- rásum flug- og landhers erlendra þjóða. — Frá þeirri ferð hefi eg aðeins bjartar endurminning- ar um landið, blikandi flöt blárra, þröngra fjarða, umgirtra himinháum fjöllum, vingjarnleg sveitaþorp, skógum klædda heiðafláka, með fögrum stöðu- vötnum og straumhörðum ám, tignarlegum fossum, seljum og fjallabýlum. En inn í hið fjöl- breytilega yfirbragð landsins kemur svo svipurinn af fólkinu sjálfu, með alúð sína og vin- semd í garð okkar, hinna tveggja farandstúdenta utan af fslandi, sem höfðu tekið sér fyrir hend- ur að fara fótgangandi þvert yfir norsku fjöllin og kynnast sveitafólkinu norska af eigin sjón og reynd. Segja má að vísu, að æskan sé tími hins fjarræna æfintýra- ljóma.. Jafnvel hversdagsleg- ustu atvik geta orðið að stórvið- burðum í huga æskumannsins. Á ferðalögum á þetta ekki sízt við. Þá opnast nýir heimar, og æskan verpur á þá dulrænum bjarma. Siðan eg fékk þessi fyrstu kynni af Noregi, hefir hann staðið mér fyrir hugskots- sjónum sem stórfenglegur töfra- heimur. Og þó að eg hafi síðar séð Noreg undir þungbúnum himni og orðið að sætta mig við úrhellisrigningu i Oslo og Bergen, þá hefir þetta ekki breytt í neinu hinni fyrstu heild- armynd. Norsku sjómennina hafði eg þekt frá því eg fyrst man eftir mér heima á Seyðis- firði. Oftast dvöldu fleiri eða færri þeirra á hverju sumri i heimahögum minum, eitt sum. arið um 300 manns frá Bodö og Lofoten, og stunduðu síld- veiði og sjóróðra. Einhver fyrsta endurminningin úr bernsku er um leit þeirra að síld í firðinum heima, er þeir um lognkyr ágústkvöld röru hægt og hljóðlega á bátum sín- um meðfram ströndinni, en eínn skygndist með sjókiki að síldartorfum. Háleygsku fiski- bátarnir, með víkingaskipslag- inu og rásiglingunni, eru enn í minnum hafðir á Austfjörðum fyrir það, hve framúrskarandi hraðskreiðir og þolnir þeir voru i beitivindi. Inni i kaupstaðn- um á Seyðisfiði var fjölmenn nýlenda Norðmanna, og sumir þeirra munu jafnan verða tald- ir í hópi atkvæðamestu stofn- enda þessa höfuðstaðar Aust. fjarða. Tugum og hundruðum saman fóru norsk fiskiskip um fjörðinn á hverju sumri. Mikið af þeirri síld, sem notuð var til beitu á Austfjörðum, var keypt úr þessum skipum. Þau lögðust oft framundan Eyrunum, og út i þau var þust til að ná í síld. Varð þá að hafa hraðann á, því viðstaðan var oft stutt og tóm lítið til kynningar. Þá gat það komið fyrir, að einn aðsópsmik- ill ungur Norðmaður snaraðist yfir síldarkösina á þilfarinu, gripi þétt í hönd hins aðkomna landkrabba og segði með svo innilegri sannfæringu “ja, vi er jo frænder, vi,” að fslendingur- inn svaraði með jafnmiklum fögnuði og sannfæringu á sinni tungu, að vísf væri hér með rétt mál farið, — og gat orðið úr vinátta, sem oft entist lengi. Það var á einu slíku norsku smágufuskipi, að eg fór mina fyrstu utanför. Að nýloknu heimspekiprófi höfðu nokkrir skólapiltar orðið samferða aust- ur með hinu nýja og ástsæla eimskipi Gullfossi, sem í fyrsta sinn sigldi inn á Reykjavikur- höfn föstudaginn 16. apríl 1915 við mikinn fögnuð landsmanna. Á leiðinni austur var um það rætt, hvort unt myndi að sjá sig eitthvað um nú, er “fílunni” (philosophian=heimspekin) væri af létt og áður en mestu sumar- annir tækju við. Þetta var í byrjun júní, en svo stóð á, að til stúdentamóts mikils hafði verið boðað á Eiðsvelli í Noregi dagana 14.—21. júlí, og ákváð- um við’ nú tveir að sækja mót þetta, ef úr rættist um farkost frá Seyðisfirði. Eg sé af göml- um dagbókarblöðum frá ferð- inni, að félagi minn hafði lagt af stað frá Seyðisfirði 27. júní með síldarskipi til Álasunds, en daginn eftir fékk eg far með öðru síldarskipi, “Sigurd,” sem einnig skyldi til Álasunds. Þaðan var svo ákveðið að leggja upp, yfir Mæri og áfram gangandi austur yfir fjöllin, með Jötun- heima á hægri hönd, en Dofra- fjöll á vinstri, en síðan með járn. braut frá Otta niður Guðbrands- dal til Oslo, sem þá hét reyndar Kristianía. Mér er enn minnisstæð sjó- ferðin ineð “Sigurði” litla frá Seyðisfirði til Álasunds og fyrstu kynni mín þar af Noregi. Skip- stjórinn, Gustav Nielsen, léði mér rúm í káetu sinni og reynd- ist allra bezti karl. En er leið á ferðina og við tókum að mæta herskipaflotum Bandamanna og jafnvel Þjóðverja, en þetta var á heimsstyrjaldarárunum, tók hann að gerast alláhyggjufullur mín vegna. “Hvað á eg að gera, ef herskip skipar okkur að nema staðar og heimtar skýringu á því, að eg hefi farþega innanborðs?” Eg bað minn ágæta, svartbrýnda síðskegg að vera alveg rólegan, eg hefði vegabréf, sem sýndi þjóðerni mitt og erindi, væri þvi öllu óhæt’t. Sannast að segja leið mér ver af sjóveikinni en af áhyggjum út af því, að herskipa- flotar stórveldanna færu að skifta sér af för minni, því þær hafði eg engar. Það mátti segja um “Sigurð” litla, að hann var ekki beinlínis fastur í rásinni, því að í tæpa þrjá sólarhringa samfleytt hoppaði hann og skoppaði á öldum Atlantshafs- ins, með öllum þeim endaveltum og hliðarskellum, sem ein bát- skel getur tekið á sæ. Þegar upp undir Noregs strendur kom, fóru skipverjar að sýna mér ýmsa staði á landi, sem nefndir eru í fornum sögum íslendinga og Norðmanna. Furðaði mig stórlega á, hve vel sumir þeirra voru að sér í sögunum og hve vel þeir að þessu leyti lifðu í fortíðinni, betur en margir land- ar, að mér fanst. Við komum til Álasunds í yndislega fögru veðri kl. 1 e. h. fimtudaginn 1. júní, eftir tveggja sólarhringa og 21 klt. ferð. Ála- sund er einhver fegursti bær í Noregi og stendur lítið að baki Molde, sem mun vera sá fegursti, einkum fyrir sinn fagra garða- gróður, enda kalla Norðmenn Molde öðru nafni “blomster- hyen.” Nú herma fregnir frá Noegi, að báðar þessar yndis- fögru borgir hafi orðið fyrir loftárásum og skemst. Álasund er í Raumsdalsamti, og liggur nokkur hluti bæjarins á eyju, en brú tengir þann hluta við megin. landið. Bærinn er miðstöð fiskveiða Norðmanna á Sunn- mæri og í miklum uppgangi. íbú- ar eru um 14,000. Hinn 23. janúar 1904 brann allur gamli hluti bæjarins, sem var bygður úr tré, og var bæjarhluti þessi reistur að nýju úr steini og í ný- tízkuistíl. Hvergi er fegurra í Álasundi en af Aalesundsakslen, sem er fjall eitt, stakt og hátt, rétt við bæinn. Er þaðan hið fegursta útsýni yfir bæinn og landið umhverfis, hafið með eyj- um og skerjum eins langt og augað eygir, fjöll, hálsa, firði og voga. Þar uppi á fjallstind- inum er ágætt veitingahús og gestkvæmt þarna í góðu veðri. í lystigarði bæjarins, Aalesunds- parken, er myndaistytta af Rollo eða Gönguhrólfi, sem íbúar Rúðuborgar (Rouen í Normandi) gáfu Álasundsbúum á 1000 ára hátíð hans. í garði þessum er einnig stytta af Vilhjálmi Þýzka- landskeisara, er hann gaf Borg- arbúum. En hann var tíður gestur í Álasundi á velmaktar- árum sínum fyrir heimsstyrj- öldina, svo tíður, að mörgum Norðmönnum þótti nóg um. Hann styrkti einnig Álasunds- búa með gjöfum eftir brunann mikla 1904, og létu þeir, að launum fyrir hjálpina, eina göt- una í hinum endurreista borgar- hluta heita í höfuð honum. f Álasundi héldum við félagar kyrru fyrir í tvo daga, nema hvað við leigðum okkur hjól og hjóluðum inn að Burgunds- kirkju, sem er einhver elzta kirkja í Noregi, og skoðuðum hana. Hún stendur á fögrum stað, um hálftíma ferð á hjóli utan við bæinn. En sunnudag- inn 4. júli, kl. 8 að morgni, lögð- um við upp frá Álasundi með fjarðarbátnum “Geiranger” inn Storfjorden og Geirangursf jörð til Meraak, fyrir botni Geirang- ursfjarðar. Er sjóleið þessi harla tilkomumikil, einkum eftir að kemur inn í hina þröngu firði, ,sem skerast inn úr Stor- fjorden. Fjöllin eru himinhá og snarbrött, en bygðin í smáþorp- um við víkur pg voga milli hinna snarbröttu fjalla. Undirlendi er ekkert nema í þessum víkum og bygð lítil. Á stöku stað gægjast fram húsgaflar í hlíð- unum, milli hárra birki- eða grenitrjáa. Er af sjó að sjá eins og þessi hús hangi utan í berg- inu og geti hrapað þá og þegar niður í undirdjúp fjarðarins fyrir neðan. Eitthvert fegursta náttúrufyrirhrigði Noregs eru “Systurnar sjö,” en það eru sjö fossar, sem falla af lóðréttri fjallsbrún Geirangursfjarðar og þráðbeint í sæ niður. Þegar siglt er inn fjörðinn, er farið fram hjá fossum þessum, og var það tilkomumikil sjón að sjá hina úðamiklu fossa falla úr þessari geysihæð niður í spegil- sléttan fjörðinn. í Meraak er náttúrufegurð mikil og stórfengleg. Eftir hina löngu og margbreytilegu sjóferð um daginn, komum við þangað klukkan 8 um kvöldið. Hafði fjarðarbáturinn komið við á 14 stöðum og það tafið ferðalagið að mun. Frá svölunum á gisti- húsinu Union í Meraak, sem stendur hátt uppi í fjallshlíðinni, var fagurt um að litast þetta kvöld. Þegar gestgjafinn heyrði, að hér væru íslendingar á ferð, vildi hann alt fyrir okkur gera og þvertók fyrir, að við færum að leggja af stað gangandi þá um kvöldið. Hann vildi fá að sýna okkur alt markvert í bæn- um, “thi jeg vil ha, at Islænderne faar et godt indtryk af Norge” bætti hann við. Þarna skoðuð- um við líka það helzta, sem var að sjá, svo sem hina víðfrægu Vinjebrú, þar sem skáldið Vinje var vanur að reika um fögur vorkvöld og sökkva sér niður í draumóra sína. En áætlunina vildum við halda, og eftir tveggja tíma viðdvöl kvöddum við hinn alúðlega gestgjafa og héldum til fjalls. Landslagið i Meraak minnir dálítið á þreng'stu fjarðarbotna Austfjarða, en fjöllin eru hærri og skógurinn teygir sig alstaðar upp eftir fjallahlíðunum, þar sem nokkur snös er til að festa rætur. Upp fjallið fyrir botni fjarðarins liggur snildarlega lagður bílvegur í ótal bugðum og hnútum, en efst á fjallinu voru mannhæðarháir skaflar beggja megin vegarins, og þegar kom í áfangastað á háfjallinu, 17 km. frá Meraak, var þar alt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.