Lögberg - 22.08.1940, Blaðsíða 8
8
Hinn nýi
undrunar
drykkur
í Winnipeg
Sun Crest 5c
Or borg og bygð
MA TREIÐSLUBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
Mr. Björn Björnson radiofræð-
ingur frá Moose Jaw, Sask., er
staddur í borginni þessa dagana
ásaint fjölskyldu í heimsókn til
Joreldra sinna Mr. og Mrs. Sig-
urður Björnson, og ömmu sinn-
ar, Mrs. Bjarni Magnússon.
♦ ♦ -♦•
Gefin saman í hjónaband af
séra H. Sigmar sunnudaginn 18.
ágúst á heimili Mrs'. önnu ís-
feld, Guðrún Anna ísfeld, Garðar,
N. D. og Brandur Theodore
Olafson, Garðar.
♦ -f -f
Dr. Tweed verður í Árborg
á fimtudaginn þann 29. þ. m.
+ + -f-
Miss Dísa Anderson frá New
York, er nýlega komin til borg-
arinnar i heimsókn til ættingja
og vina; mun hún dvelja hér
fram í lok næsta mánaðar.
+ + 4
Mr. Jóhannes Sveinsson bygg-
ingameistari frá Monrovia, Cal.,
dvelur í borginni um þessar
mundir; heimsótti hann meðal
annars Islendingadagana að
Hnausum og Gimli. Mr. Sveins-
son er bróðir Mrs. Sveinn Pálma-
son, og er þessa dagana á heim-
ili þeirra Pálmason-hjóna.
+ + -f
ÞAKKARORÐ
Við undirrituð viljum þakka
nágrönnum og vinum, fjær og
nær, af heilum hug fyrir þá
miklu hjálp, sem okkur var veitt
á svo margvíslegan hátt þegar
við mistum gripahús okkar í
bruna.
Sigfús og Emilg Johannson,
Lundar, Man.
-f -f f
Dr. A. B. Ingimundson verður
staddur í Riverton þann 27. þ.m.
-f -f f
Laugardaginn 3. ágúst fór
fram hjónavígsla á heimili
þeirra Mr. og Mrs. Hannes And-
erson, 590 Banning St. Dóttir
þeirra hjóna Guðrún Jakobína
var þá gefin Thomas Harold
Freeman, 1637 Ross Ave. Að
afstaðinni hjónavigslunni fór
fram vegleg veizla að heimili
brúðarinnar. Heimili ungu hjón-
anna verður í Winnipeg. Séra
Valdimar J. Eylands gifti.
-f -f -f
ÞAKKARORÐ
Við biðjum góðan Guð að
launa okkar mörgu og góðu vin-
um fyrir þá dýrmætu samúð og
hlýhug, sem þeir sýndu okkur
við lát okkar ástkæra eiginmanns
og föður, Vilhjálms Péturssonar,
að Baldur Man. Einnig þökkum
við minningargjafirnar og blóm-
in fögru við útförina, og önnur
vinahót okkur auðsýnd. Nöfn
þessara vina nefnum við ekki, en
til þeirra hugsum við með þvi
þakklæti sem orð fá ekki túlkað.
Baldur Man., 20. ág., 1940.
Halldóra Péturson
Pétur
Ásgeir
Bettg
Guðrún
Kristján Péturson.
-f -f f
AULINN
Aulinn flýtur meðan má,
margs þó hafi að gjalda.
Fjöldi hinna farast á
flúðum auðs og valda.
A. J. G.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. AGOST, 1940
áfram skylda allra góðra islend-
Mr. S. B. Benedictsson skáld
frá Langruth var staddur í borg-
inni nokkra daga í vikunni sem
leið; var hann í orði glaður og
gunnreifur að vanda.
f f f
We in the insurance business
often hear of freak accidents,
for instance the other day a
truck driver drove through a
plate glass window into a barber
shop; it cost the insurance com-
pany over $2000 to repair the
damage. The barber boasts that
five of his customers had had a
close shave in less than a second,
a record for his shop. — Insure
your car or truck with J. J.
Swanson & Co., Ltd.
f f f
ÞAKKARÁV ARP
Innilegasta þakklæti barna
minna tengdabarna og sjálfrar
mín, vil eg votta öllum þeim, er
á einn eða annan hátt sýndu
okkur hjálp og aðstoð í sjúk-
dómi og dauða mannsins míns
og föður okkar og tengdaföðuk
Kristjáns J. Sveinssonar. Vil eg
sérstaklega tilnefna djáknanefnd
Árdalssafnaðar í Árborg, Mr. og
Mrs. H. S. Erlendsson, Mr. og
Mrs. Hermann Von Renasse, og
Mr. B. J. Lifman, sama staðar.
Bið eg Guð að launa kærleika
og hlýhug okkur auðsýndan.
Mrs. Kristján .1. Sveinsson,
börn og tengdafólk.
Árborg, Man.
f f f
Þann 16. ágúst voru gefin
saman í hjónaband af sóknar-
presti, að Eyjólfsstöðum við
Hnausa, Man., Björgvin Ágúst
Hólm, og Ingibjörg Magnúsína
Vídalín Magnússon; brúðguminn
er sonur Sigurðar heitins Hólm
og eftirlifandi ekkju hans Guð-
rúnar Hólm, úr Framnesbygð
við Árborg.—
Brúðurin er dóttir Magnúsar
Magnússonar á Eyjólfsstöðum og
Ingibjargar Vídalín Sveinsdóttur
konu hans. Fjölmennur hópur
frændaliðs, og vina sat veglega
veizlu á hinu stóra Eyjólfsstaða
heimili; að giftingarathöfninni
aflokinni, fóru þar og fram
ræðuhöld og söngVar. Framtíð-
arheimili ungu hjónanna verður
í Framnesbygð.
f f f
Hinn 19. júlí s.l. andaðist að
heimili sonar síns við Langruth
Man. öldungurinn Jón Atli
Magnússon. Hann var fæddur á
Vesturlandi 17. júní 1855 og því
85 ára er hann lézt. Hann kom
vestur um haf til Dakota 1905,
dvaldi þar þrjú ár, flutti síðan
til Ghurchbridge, Sask., þar sem
hann nam land, en þó innan
fárra ára flutti hann til Aamar-
anth, Man., og rétt á eftir til
Marchland nýlendu milli Glad-
stone og Langruth þar sem hann
bjó, unz hann fyrir ári síðan brá
búi og flutti með syni sínum í
námunda við bæinn Langruth.
Hann var einn hinna fyrstu
bænda þar í bygðinni. Bjó mikl-
um gripabúskap, því engjar og
útibeit er þar góð. Maðurinn
Jón Atli, duglegur og atorku-
samur sem sigraðist á erfiðleik-
unum er frumbyggjanum vilja
aftra og hindra. Kona Jóns,
honum samhent og skörungur
mesti, var Guðbjörg Hjaltadóttir.
Hún lézt um 1930. Þau eignuð-
ust fimm börn: Kristín, Mrs.
Pilkington, við , Bogat, Man.;
Freda, Mrs. Hislop, Winnipeg,
Man.; Guðrún, Mrs. Wild, Lake-
land, Man.; Magnúsína, Mrs.
O. Hannesson, Langruth, Man.
og Guðmundur bóndi við Lang-
ruth. Einn bróðir, Sigurður
Magnússon er bóndi nálægt
Wynyard, Sask.
Jarðarför Jóns heitins fór
fram frá heimili og íslénzku
kirkjunni í Langruth mánudag-
inn 22. júlí, að viðstöddu nán-
asta skvldfólki og vinum. Hann
hvílir í Marshland Cemetery.
Séra E. H. F'áfnis jarðsöng.
Frá íslendingum
sunnan landamæranna
Við prófkosningarnar, sem
fram fóru í North Dakota í júni-
mánuði síðastliðnum, voru út-
nefndir til þess að vera í kjöri
fyrir ríkislögmannaembætti eftir.
greindir lögfræðingar af íslenzk-
um stofni:
Fred S. Snowfield, Pembina
County.
J. M. Snowfield, Cavalier Co.
O. Benson, Bottineau County.
Nels G. Johnson, McHenry Co.
Einar Johnson, Nelson County.
Tveir hinna síðastnefndu lög-
fræðinga eru bræður Mrs. Valdi-
mar J. Eylands í Winnipeg.
í júníhefti American Bar Asso_
ciation Journal, birtust ritgerðir
um fsland eftir þá prófessor
Sveinbjörn Johnson og Guðmund
héraðsdómara Grímsson; fara
ýms merk blöð syðra lofsamleg-
um orðum um ritgerðirnar og
höfunda þeirra.
Valgerður Thordarson
látin
Á föstudaginn þann 16. þ. m.,
lézt að heimili systurdóttur sinn-
ar, 929 Banning Street hér í
borginni, ekkjan Valgerður
'rtiordarson 68 ára að aldri, fædd
að Árnabrekku í Borgarhreppi í
Mýrasýslu 4. ágúst 1872; voru
foreldri hennar Þórður Guð-
mundsson og Bergþóra Kristín
Bergþórsdóttir. Árið 1895 giftist
Valgerður Árna Þórðarsyni ætt-
uðum úr Garði; komu þau til
Vesturheims tveim árum síðar
og bjuggu á ýmsum stöðum í
Nýja islandi, en síðast þar
nyrðra í Árborg og þar misti Val-
gerður mann sinn 1911. Skömmu
eftir það fluttist hún til Winni-
peg, og átti þar aðsetur jafnan
síðan. Valgerður lætur eftir sig
eina dóttur, Bergþóru Lilju,
gifta W. J. Brooking í Treherne-
bæ, og systkini sem hér segir:
Jóhanna Peterson, 772 Lipton
Street; Oddfríður Johnson, 1082
Downing Street; Þórður, Ingi-
mundur og Gróa Sigurðsson, öll
til heimilis að Lundar. Ein
hálfsystir Valgerðar er á íslandi,
Guðfinna Þóra Þórðardóttir í
l’latey.
Valgerður heitin var hin mesta
greindarkona eins og hún átti
kyn til; slyppi henni verk úr
hendi var hún óðara komin í
bókina; hún var Ijóðræn mjög
og unni af hjarta fslandi og ís-
lenzkum fræðum. Valgerður var
um langt skeið í þjónustu Col-
umbia Press, Limited, og rækti
jafnan starf sitt af hinni mestu
ahið; hún var vinföst kona og
híbýlaprúð.
Kveðjuathöfn til minningar
um Valgerði fór fram í Fyrstu
lútersku kirkju á þriðjudags-
morguninn þann 20. þ. m., en
jarðsett var samdægurs í Árborg,
Séra Valdimar J. Eylands ann-
aðist kveðjumál á báðum stöð-
um.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eglands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Guðsþjónustur á íslenzku kl.
7 á hverju sunnudagskvöldi. Há-
degisguðsþjónustur á ensku hefj-
ast 8. september kl. 11. Sunnu-
dagaskólinn tekur einnig til
starfa þann dag.
LÚTERSKA PRESTAKALIAÐ
i VATNABYGÐUM
Séra Carl J. Otson, B.A., B,D.
prestur
Guðsþjónustur 25. ágúst, 1940:
Foam Lake kl. 11 f. h. (ísl.)
Elfros kl. 3 e. h. (ísl.)
Hólar kl. 7.30 e. h. (ísl.)
Kristnes kl. 11 f. h. (ensk)
Westside kl. 3 e. h. (ensk)
Leslie kl. 7.30 e. h. (ensk)
C. J. O.
+ +
Áætlaðar messur í Lúterska
prestakallinu í Norður Nýja ís-
landi:
25. ágúst, Framnes, kl. 11 árd.
25. ágúst, Víðir kl. 2 síðd.; 25.
ágúst, Geysiskirkju, kl. 8.30 siðd.
Safnaðarfundur eftir messu;
hlutverk: prestkosning. Áríð-
andi að fólk fjölmenni.
1. sept., Árborg, kl. 11 árd.;
1. sept., Riverton, kl. 2 síðd.
Safnaðarfundur eftir messu;
hlutverk: prestkosning. Áríð-
andi að fólk fjölmenni.
S. ólafsson..
+ + +
LÚTERSKA KIRKJAN
/ SELKIRK
1. september, áætluð íslenzk
messa kl. 7 síðdegis.
S. ólafsson.
+ + +
MESSUR í PINEY
Guðsþjónustur verða fluttar í
Piney sunnudaginn 1. september,
kl. 2 á ensku, og kl. 7.30 á ís-
Ienzku. Ferming fer fram með
altarisgöngu við síðdegismess-
una.—V. J. E.
+ + +
Sunnudaginn 25. ágúst messar
séra H. Sigmar í Vídalínskirkju
kl. 10 f. h.; á Mountain í skemti-
garðinum stutt guðsþjónusta og
picnic kl. 2. Báðar þessar messur
á ensku. fslenzk messa í Hall-
son kl. 8 að kveldi.
+ + +
UPIIAM, N. DAK.
Sunnudaginn 25. ágúst:
fslenzk messa og sunnudaga-
skóli kl. 2 e. h.; ensk messa
kl. 8 e. h.—E. H. Fáfnis.
Bréf til
Islendingadagsins
á Hnausum 3. ág. 1940
Grand Forks, N. Dak
29. júli, 1940.
Herra SveinmE. Björnsson,
forseti fslendingadagsins
að Hnausum,
Árborg, Man.
KJæri vinur!
Þar sem eg get eigi, vegna
þátttöku í íslendingadagshaldi í
Wynyard qg þjóðræknisferða-
laga á þeim slóðum, verið við-
stadur hátíðahald ykkar, vil eg
persónulega, og sérstaklega sem
forseti Þjóðræknisfélags fslend-
inga í Vesturheimi, biðja þig, að
flytja öllum þeim, sem eiga hlut
að hátíð ykkar og sækja hana,
beztu kveðjur og velfarnaðar-
óskir. Af eigin reynd veit eg,
hversu ánægjulegt verður að
vera í ykkar hóp á Iðavöllum
þennan minningarrika dag og
treysta að nýju vina- og ættar-
bönd, við ræður, kvæðaflutning
og íslenzka söng\a. íslendinga-
dagarnir eru okkar árlegu upp-
risudagar i þjóðræknislegum
skilningi; þessvegna er það blátt
inga, að hlynna að þeim og
sækja þá. Enda sæmir það öll-
um fslendingum, sem svo eru
skapi farnir, að styðja eftir
megni alla þá viðleitni okkar á
meðal, sem stefnir að því, að
varðveita hið göfugasta og bezta
í okkar íslenzka menningararfi
og gera það sem ávaxtaríkast í
hérlendu þjóðlífi. Þar eiga alljr
af okkar stofni að vera sem eitt.
óhögguð standa enn orð vors
mikla manns: “Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum
vér!”
Með beztu kveðju.
Vinsamlegast,
Richard Beck,
forseti Þjór.fél. fsl.
í Vesturheimi.
Kveikt ljós í Leslie
i.
Þau yrðu ekki svo fá, ef talin
væru, hátíða- og tyllidagaljósin,
prívat og ytra, sem kveikt hafa
verið af þeim er land námu í
þessu héraði, fyrir góðum þreni
áratugur og lengra aftur, — á
þessu tímabili og fram á þennan
dag. Kveikt af þeim, sem
gengnir eru hinztu gönguna,
líka af þeim, sem enn eru ofar
foldu.
Um sum af þessum hátíða-
höldum, þeim hinum ytri, hefir
verið skrifað í blöðin. Á mörg
þeirra hefir aldrei verið minst.
Ef til vill lifir þó hjá einhverjum
áhorfenda eða þátttakanda fleiri
eða færri minningar frá þessum
stundum — skilgreinilega eða
sem ar í geisla frá fjarlægðinni.
Eina slíka ánægjustund áttu
fslendingar við Leslie þriðju-
daginn 5. þ. m. er Dr. Richard
Beck heimsótti þá.
Þjóðræknisdeildni “Iðunn”
stofnaði til samkomu í tilefni
þess og hafði ágætt prógram og
jafnágætar veitingar, alt á 25c.
I>r. Richard Beck flutti sköru-
legt og mjög prýðilegt erindi til
hvatningar á viðhaldi alls þess,
sem göfugt er og nytsamt í ís-
lenzku þjóðerni. Er vart annað
hægt en veita rækilegt athygli,
þegar málin eru flutt með þeirri
skarpskygni og eldlega .áhuga
sem Dr. Beck gerir. Veit eg að
margt manna, eldra og yngra,
er honum þakklátir fyrir áhuga
hans á islenzkum málum og þá
einnig fyrir þessa heimsókn.
Á skemtiskránni voru auk
heiðursgestsins: frú Sigríður
Thorsteinsson, ungfrú Guðbjörg
ólafson, Páll Magnúson og deild-
arstjórinn, er stýrði samkom.
unni: Þorsteinn Guðmundsson.
Sigríður Thorsteinsson söng ynd-
islega vel (var kölluð upp aftur)
nokkur lög eftir þá Björgvin
Guðmundsson og S. K. Hall, en
Guðbjörg ólafson aðstoðaði við
hljóðfærið. Páll Magnússon söng
gamansöng, sem gleðin og æsk-
an skinu hlæjandi út úr. Undr-
ar inann hve mikið er eftir af
hans ágætu rödd, þar sem hann
er nú nokkuð við aldur. En
prýðilega tókst þetta.
Þeim fækkar nú óðum, sem
skara að íslenzkum arineldum
hér; eiga þeir allir þakkir skilið,
sem gera það og þá vitaskuld
þetta fólk og þeir, sem að því
stóðu að fá það til þess að koma
þarna saman. Maður fagnar því,
að svo hæfur maður sem Dr.
Richard Beck skuli nú hafa tek-
ið að sér forystu Þjóðræknisfé-
lagsins; óskar maður að hann
megi skipa þá stöðu sem allra
lengst.
II.
Þrettánda desember 1917, var
af fáeinum islenzkum konum,
myndað kvenfélag hér. Það er
enn starfandi og telur allmarga
meðlimi. Það er alls ekki til-
gangur þessara lína að fara ár
fyrir ár yfir starf þess, heldur
minnast á það, að félagið hefir
rnargt gert vel á þessu tímabili.
Á stríðsárunum fyrri, gerði það
mikla vinnu og lagði fram fé í
Rauða krossinn. Á öllum árun-
um síðan það varð til, hefir það
Stefnuskrár yfirlýsing
W. H. Carter, forseti Winnipeg Electrie félagsins, lýsti
nýveriö stefnuskrá félagsins á þessa leið:
“Vér viljuin veita vinnuveitenduni
voium, fúlkinu, sem vér þjónum.
og einum gagnvait iiðrum, réttlát
viðskifti.
“I viðskiftalífi minu hefi eg fund-
ið að þeir menn, sem unnu með
mér, reyndu að veita inér dygga
þjónustu, og eg hefi ávalt leitast
við að breyta eins gagnvart þeiin.”
WINNIPEG ELECTRIC
C O M P A N Y
gert fátækum gott, árlega. Tvær
stórar samkomur hefir félagið
árlega og þó önnur sé til hags-
muna, svo sem til stendur, Þ®
er hin æfinlega meira gerð til
þess að hlúa að íslenzkum minn-
ingum, en til nokkurs annars-
Fyrri samkoman er tombóla ao
haustinu, sú síðarnefnda er sunt-
armála samkoma, á eða seffl
næst sumardeginum fyrsta að
hægt er. f vor sem leið voru
þeir séra Carl J. Olson og séra
Jakob Jónsson á skemtiskránni-
fluttu ræður og var að báðum
gerður hinn bezti rómur. YmiS'
legt fleira var til áheyrnar.
Samkomur kvenfélagsins eru
mikið fremur vel sóttar, einkum
þegar tekið er tillit til þess að
mikið hefir fækkað um íslend-
inga hér í bygð á síðari árum.
en fólk af öðrum þjóðum flutt
inn.
Veitingar hjá þessu kvenfélag*
þykja á meðal þess bezta, sem
kostur er á. Hefi eg heyrt menn,
er mæla ekki á islenzka tungu,
segja,' að íslenzku kvenfélagS'
samkomurnar væru þær beztu
samkomur sem þeir kæmu á.
Forseti kvenfélags þessa nú er
Anna Sigbjörnsson, varaforseti
Sigríður ólafsson, skrifari Sess-
elja Sigurdsson.
Með þökk og öllum heilla'
óskuin til félagsins.
—Rannveig Kristín
Guðmundsdóttir Sigbjörnsson■
Fyrsti milliríkjasáttmáli, sem
sögur fara af í heiminum, var
gerður um 1300 f. Kr. mill*
Ramses II. Egyptalandskonungs
og Ketharsar Hittakonungs.
Sáttmáli þessi er grafinn a
silfurplötu. Stórveldin, sem
hlut áttu að máli, gerðu með
sér “ekki-árásar-sáttmála” og
hernaðarbandalag. Réttindi vorU
/trygð til handa minnihlutaþjóð-
brotum og loks var svarinn eilíf'
ur friður og vinátta milli þjóð-
anna.
Þessi sáttmáli var því i inörgU
líkur nútima milliríkjasamning'
um, að einu atriði undanskildu
þó — samningurinn var haldinn.
+
“Fyrir alla lifandi muni,”
skrifaði hermaðurinn heim til
konu sinnar, “vertu ekki að
þessu sífelda rifrildi í bréfum
þínum, sem þú sendir mér til
vígstöðvanna. Eg vil fá frið til
að berjast í þessu ifjárans stríði.”
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
TIIORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jeioellers
699 SARGENT AVE., WPG.
PETERS0N BROS.
verzla með
ís og Við
Box 46
GIMLI, MAN.
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluB þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
Light Delivery Truck
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES