Lögberg - 31.10.1940, Page 6
6
LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1940
Sakleysið sigrar um síðir
Þýtt úr enshu
Hilary Hilton, greifafrú af Dayle, —
fvrir fáum klukkutímum aðeins óbrotin
Hilary Marbourne — sat nú við hlið manns
síns í stórri og skrautlegri bifreið á leið frá
London til Dayle herragarðsins. Greifinn
stjórnaði bifreiðinni sjálfur. Hin fremur
lympjulega liönd hans hélt um stýrishjólið
með áberandi taugaóstyrk, sem ekki hafði
verið jafnvel brúðinni sjálfri merkjanlegur
meðan giftingar-athöfnin stóð yfir.
“Það er andstyg'gilega heitt í dag,M
urraði Dayle önuglega. Hann losaði aðra
höndina, til að gaufa eitthvað við hálskraga
sinn, og bifreiðin snerist á meðan hættulega
úr réttri rás út á vegarbrúnina.
Hilary varð hverft við. Og henni datt
nú í hug, að Ronald hefði neytt heldur mik-
ils af kampavíni. ”
“Þetta varð næstum til |)ess, að við
lentum niður í skurðinn,” sagði hún kulda-
lega. “Lofið mér að setjast við lijólið.
I»ér eruð — J>reyttur.”
Yghlur á svip herti Dayle lávarður á
bifreiðinni: •
“Eg held varla að eg kæri mig um að
láta konuna keyra með mig á sjálfan gift-
ingardaginn, þakka þér fyrir. Það myndi
líta svo út að eg væri sem fjötraður fangi
við skrautvagnshjól yðar, væri það ekki?
Eg vil, kæra mín, ekki segja neitt móðgunar-
yrði — en þetta kuldalega drembnis-bros,
sem verið hefir á andliti yðar í alian dag,
gaúi skilist svo, sem þér væruð reglulegur
fangavörður. ”
Hún reiddist þessu ákaflega, og gleymdi
alveg óttanum, sem hún hafði fundið til út
af því að hann stjórnaði bifreiðinni.
“Þér hafið enga heimild til a tala svona
við mig. Eg lét yður skilja það greinilega,
að eg myndi ekki látast bera ást í brjósti til
yðar—”
“Og að þér mvnduð aldrei bera kinnroða
vegna móður yðar. Ó-já, eg mnnist þess!”
svaraði hann og hló ruddalega. “Mér þykir
)>að slæmt, en þér verðið að læra hvort-
tveggja!”
Gremja hennar snerist nú í ofsareiði.
“Ronald! Hvemig vogið þér að segja þetta
við mig!”
Hann svaraði engu og henni virtist sem
hann skammast sín fyrir geðvonskuna, er
náð hefði sér niðri hjá honum. Hún virti
hann nánar fyrir sér — herðabreiðan, meðal-
mann á hæð, með slétt, pukurslegt andlit;
fremur kjálkabreiðan og þunnhærðan — í
stuttu máli mann helmingi eldri en hún sjálf,
sem hún ekki elskaði, og sem hún hafði geng-
ið að eiga auðs hans vegna.
Ilugsanirnar drógust nú að föður henn-
ar. Heilsu hans hafði hrakað upp á síð-
kastið. Vegna þess að læknamir höfðu talið
óhjákvæmilegt fyrir hann að taka sér langa
ferð á hendur með skipi til útlanda, varð að
flýta gifting hennar um þvínær f jórar vikur.
Á síðustu stundu hafði hann talið sér ó-
mögulegt að vera viðstaddur giftinguna og
engar fortölur hennar gátu fengið hann til
að hreyta þeim ásetningi sínum; fjarskyldur
ættingi hafði leitt hana til brúðgumans og
í þéttsetinni kirkjunni og blómum fyltum
veizlustofum frændans var ekkert andlit að
sjá, sem á föðurleifð hennay fékk mint.
3. Kapítuli.
Þau voru nú á leið sinni út á Dayle
setrið, til að eyða þar hveitibrauðsdögunum,
J)ví meðan Sir Arthur var enn að Turnum,
vildi Hilary ekki fara í ferðalag til útlanda.
“Ronald,” sagði hún alt í einu, “það
yrði ekki langt úr leið fyrir okkur að fara
um að Turnum, væri það? Mig langar svo
mikið til að koma heim — er líklega áhyggju-
full föður míns vegna. En, hreinskilnislega
sagt þá finst mér eins og eitthvað dragi mig
beinlínis þangað.”
“Já, við skulum fyrir alla muni gera
J>að, og standa við nokkrar mínútur,” sagði
Davle og var nú aftur orðinn alúðlegur.
Ofurlítið framundan stóð leiðarpóstur
við veginn og bt'nti til þorpsins, sem Hilary
hafði ætíð litið á næstum eins og sitt eigið
heimaból. En hér stanzaði lávarðurnn bif-
reiðina.
“Eg er hreint ekki viss um að við ætt-
um að fara gegnum Jtorpið. Það hlýtur að
vekja J)ar einhvern hlið, ef fólkið verður
vart ferða okkar, og hverskonar fagnaðar-
hót við okkur hér mvndi angra leignliðana
að Dayle. Ef við skljum bifreiðina hér eftir,
getum við gengið um skógargötuna heim að
Turnum. ”
Það var rétt að segja sloppið fram af
vörum henní, að hann skyldi bíða sín Jjarna
— láta sig eina hitta föður sinn. En hún
óttaðist að það myndi angra hann á ný. Auk
þess — þau voru ekki einsömul þarna.
Upp að stólpanum framan við garðs-
riðið hallaði sér maður, sem hún leit snögg-
lega til — en svo aftur ósjálfrátt. Maður-
inn var hávaxinn, og þótt yfirbragð hans
væri l.jóst, hvíldi á honum eins og óljós út-
lendingsblær, einhver kæruleysislegur prúð-
mensku yndisþokki, sem greip athygli hennar
ósjálfrátt og hélt því föstu. En það var
ekki aðeins látbragð hans, er hreif hana;
það var einnig eins og hún fyndi til hulins
máttar, er frá honum streymdi, eitthvað
karlmanidegt og ljúfrænt í senn. Þegar
ska>r og staðfesturík augu hans mættu til-
liti hennar, rétti hann skyndilega úr sér,
eins og hann kannaðist við hana. Svo bað
hann ljúfmannlega afsökunar og færði sig
ögn um set, en hún klifraðist jafnskjótt
léttilega yfir garðsriðið.
Lávarðurinn fór þar einnig yfir á eftir
henni.
“Hver er hann, þessi snáði?” urraði
Dayle.
“Það veit eg ekki,” svaraði hún vand-
ræðalega. Hún fann blóðið þjóta með ólg-
andi ofsa um allar æðar sínar og til höfuðs-
sér.
“Það leit svo út, sem þið hefðuð kynst
áður,” sagði Dayle þrályndislega.
“Við höfum ekki kynst. Eg hefi aldrei
séð hann fyrri en hér nú. ”
“Þú hefir ef til vill gleymt honum.”
“Ó-nei. Eg gæti ekki gleymt honum —
engum væri mögulegt að gleyma svona
manni. ”
Svo upptekin var hún af sínum æstu og
hraðstreymu hugsunum um þennan ókunna
mann, að hún vissi ekkert hvað hún sagði.
Vissi í sannleika varla af manninum, sem
gekk með ólundarsvip við hlið henni. Hún
hafði gleymt honum, gleymt afhöfninni, sem
fyrir aðeins örfáum klukkustundum hafði
tengt hana við hann; gleymt öllu nema
manninum við garðsriðið, er horft hafði á
hana með því augnaráði er krafðist hennar
— hún sá það! — sem sinnar eigin.
“Hilarv!” >
Þau voru komin úr augsýn inn öftir
skógargötunni, og maður hennar var að snúa
andliti hennar gagnvart sér, þar sem þau
stönzuðu; hann hafði gripið þana föstum tök-
um og hún fahn á sér að varir hans myndi
á næsta augnabliki hvíla á eigin vörum henn-
ar.
“Nei-nei!”
Með ofsafengnum umbrotum sleit hún
sig lausa frá honum. Hvað sem samningn-
um leið, Jiá gat hún ekki þolað faðmlög hans.
Andlit ókunna mannsins brosti henni enn
við augum, og Ronald með drungalega,
breiða andlitið og undirhyggju-blikuna í
augunum, var að reyna að draga hulu á
það fyrir henni. Hún fann á sér, að ef
hann reyndi að halda henni nauðugri, myndi
hún reka hnefann framan í hann.
En svo fór hún að ná sönsunum aftur.
Maðurinn við garðsriðið var henni ekkert.
Ef hún hefði verið laus, þá ef til vill — en
hún var ekki frjáls. Ilann hafði komið of
seint.
Þegar Ronald greip nú aftur um hand-
legg henni, veitti hún enga mótstöðu og lok-
aði augunum — þá linaði hiann alt í einu á
takinu.
“Einhver ósvífinn flækingur, geri eg
ráð fyrir,” muldraði Dayle.
Hún hélt hann væri enn að tala um
manninn við garðsriðið, og beit á vör sér;
en fótatak í skóginum vakti nú athygli henn-
ar.
Kvenmaður kom gangandi í hægðum
sínum til þeirra frá Turnagerðinu. Há,
grannvaxin kona, með sáraör á andiitinu,
er aflöguðu það svo hún virtist bera á því
einkennilegt hæðnisbros. Hún var svart-
klædd og yfir kambinn í hári hennar var
brugðið kniplingaskýlu. t annari hendi hélt
bún á teikningabók.
Þótt konan hefði nú augun á slóðinni,
sem hún gekk eftir, vissi Hilary að hún hefði
tekið eftir sér, ekki aðeins sem einhverri
stvilku er reika væri um í skóginum, heldur
litið sig moð áhuga sem sérstaka persónu,
hennar sjálfrar vegna. Ef hún aðeins segði
nú eitthvað! Rödd hennar, hugsaði Hilary,
hlýtur að vera yndisleg — hæglát og tignar-
leg, eins og göngulagið. Eða ríkilát eins
og svipurinn á andlitinu. f röddinni hlyti að
felast hljómfegurð og hógværð — vera rödd
er hvíslað gæti leyndarmálum — og verið
einnig skipandi rödd.
En svo — í staðinn fyrir heillandi un-
aðshljóm barst lienni til eyrna gargkend
rudda-rödd.
“Þér vitið J)að ef til vill ekki, frú, að
þér gerið yður seka um átroðning.” Hin
háværa og ruddalega rödd Ronalds virtist
bergmála um allan skóginn.
Aðkomukonan sneri sér við og horfði á
Ronald eins og hún hefði aldrei séð hann
áður, og svaraði:
“Einmitt það! Þér eruð ef til vill eig-
andinn?”
“Eg er ekki eigandinn. En—”
“Þér eruð þá—skógarvörðurinn hans?”
Röddin bar með sér öll þau sérkenni,
er Hilary hafði gert sér í hugarlund að hún
hefði. Hún var hljómfögur og hógvær; en
þegar hún tók ofan í við x-uddaskap Ronalds
virtist hún harðneskjukend. Hiláry fann
til þess með sjálfri sér, að hún gæti ekki
afborið harðneskjuhljóminn — hún yrði að
kalla aftur fram þýða rómblæinn.
“Það er sannarlega ekkert við þetta að
atliuga. Gerið svo vel að skoða sjálfa yður
ekki sem fremjandi neinn átroðning,” sagði
hún. Þótt undarlegt væri, fanst henni hún
vera eins og lítil stúlka frammi fvrir að-
komnu frúnni. “Skógurinn er eign föður
míns, Sir Arthurs Marbourne. Eg er Hilary
Marbourne — og þetta er Dayle lávarður.”
“Þökk, Miss Marbourne. Eg er Mrs.
Gondanza. ” Þýði hljómblærinn var nú aft-
ur yfir rödd frúaxánnar; en nú var hann
rofinn aftur.
“ Þú ert ekki Hilary Marboume!” urr-
aði Ronald.
“Eg bið fyrirgefningar!” flýtti Hilary
sér að segja, en afsökun hennar var beint
að ókunnu frúnni. “Bg gleymdi — það er
vissulega mjög heimskulegt af mér, en eg var
búin að gleyma þessu. Eg hefði átt að segja
Hilary Dayle. Við Dayle lávarður vorum
gefin saman í hjónaband fyrir örstuttri
stund nú í dag.”
“En í blöðunum var sagt, að þið ættuð
að giftast í næsta mánuði!” Segulmagnið
var horfið frá Mrs. Gondanza. Svipur
hennar var gjörbreyttur. Andlitið var ekki
lengur íúlegt og með sjálfstraustsblæ, og
augu hennar báru þess ljós merki að hún
væri sem lostin og yfirbuguð kona.
“Það átti að gerast í næsta mánuði —
en við flýttum J>ví vegna þess að faðir
minn—”
“Okkar einkamál geta enga þýðing haft
fyrir þessa frú,” greip Dayle fram í. Hann
hefði leitt Hilary á burt með sér, en hún
vatt sig af honum, því það sýndist eins og
líða a'tlaði yfir Mrs. Gondanza.
“Það virðist svo, Mrs. Gondana, sem
yður líði eitthvað illa?” sagði Hilary.
“Eg er bara ögn þreytt — ekki annað.
Eg hefi gengið heldur langt. ”
“Gerið svo vel að þiggja hjálp mína,”
sagði Hilary. “Finst yður að þér gætuð
gengið eins langt og til Turna? Það er
ekki löng leið og þér getið hvílt yður þar—”
“Nei, þakka yður fyrir! Eg næ mér
aftur eftir augnablikshvíld. Eg held eg ætti
að setjast á trjábolinn þarna yfir frá.”
Hilary studdi hana yfir að trjábolnum.
“E'rtu að koma?” kallaði Dayle óþolin-
móðlega; en Hilary lét sem hún heyrði ekki
til hans.
“Þér eruð mjög væn við mig, kæra frú.
En eg er hrædd um að hafa móðgað bónd-
ann yðar — með því að sýna undrun mína
á því — að hann sé yðar eiginmaður. ”
“Það gerir ekki hið minsta til eða frá,”
sagði Hilary. Orðin voru eins og hvert
ánnað siðgæðisform, en hljómurinn í rödd
hennar bar með sér að það var eins og hún
hefði sagt: ‘ ‘ Eg ætla að framfylgja samn-
ingum mínum við hann og að öðrn leyti
skiftir mig Jxað engu hvort hann er móðg-
aður eða ekki.”
“Nú, jæja þá!” flýtti Mrs. Gondanza
sér að segja, alveg eins og Hilary hefði látið
tilfinningar sínar í 1jós upphátt í orðum, og
bætti við: “Samt ættuð þér, kæra mín, ekki
að láta hann bíða lengur. Eg hvíli mig
hérna og þér þurfið ekki að hafa neinar á-
hyggjur mín vegna. Það — það var svo
fallega gert af yður að láta í ljós nokkrar
áhyggjur út af mér. ”
Mrs. Gondanza rétti henni hönd sína.
Hilary greip í hana og gaf af sér ofurlitla
hrygðarstunu um leið, eins og merki um að
hún vildi gjarnan geta hinkrað við ögn leng-
ur, en fann á sér að nú væri ætlast til að
hún yfirgæfi svartklayldu konuna.
Mrs. Gondanza festi augu á hinni yndis-
legu dóttur sinni, er óðum fjarlægðist — og
í djúpu augunum var nú skerandi angistar-
svipur.
“Gift! Og það honum!”
Hún laut höfði á höndur sér og sat
þannig hrevfingarlaus. Hún hafði sjáanlega
ekkert hreyft sig úr þeim skorðum, þegar
Philip Clemming eftir tuttugu mínútur fann
hana Jiania.
“Hilary gekk að hlið bónda síns þar
sem haun beið hennar við garðsriðið.
“Mér geðjast ekkert að kæruleysislegum
kunningsskap við ókunnugt fólk,” mælti
hann önuglega.
“Þú kýst heldur ruddaskapinn?”
Óafvitandi var Hilary að líkja eftir Mrs.
Gondanza. Að þessu hló hann með ósviknum
viðurkenningar-hreim í röddinni.
“Eg sé að við ætlum að lenda í orða-
sennu. Á móti því er ekkert að hafa, kæra
mín. Mér geðjast vel að andríkum konum.”
Dayle lávarður leit rannsakandi auga til
hennar og mælti ennfremur:
“Veiztu það, að þú ert að líkja eftir
Jiessum kvenmanni! Þú stælir rödd hennar ;
})ú lvftir augnabrúnunum til að líkjast glotti
hennar. Og — það er einkennilegt — en þu
ert vissulega fremur svipuð henni.”
Hann sagði þetta auðheyrt með ásetn-
ingi henni til óvirðingar, en Hilary lét sexn
hún tæki ekki eftir fjandskapsorðum hans.
“Og hví ekki? Ilún tylti yður áðan
laglega á rétta hyllu. Eg gæti gert margt
verra en að líkja eftir henni alla mínn
daga.”
'Þau voni nú komin upp á tröðina, sem
lá upp að framdyrunum á Turnum. Er þan
stigu upp úr illa hirtu tröppunum, stóðu þau
andspænis borðstofuglugganum; á honum
miðjum var ferhyrnt blað fest í öll horn
með heftiblaðsdreglum; á því stóð prentað:
“Marbourne Tumar til sölu á uppboði.
Messrs Brandburv hafa fengið umboð til að
selja ofannefnt —” las Hilary.
“Hvað annars í öllum bænum hefir þetta
að þýða, Ronald?” spurði hún.
“Eitthvert áform föður þíns. Þér er
bezt að spvrja hann um það,” svaraði Dayle.
Inni í forstofunni sat maður á gamalh
eikarkistu og var að skrifa í minnisbók.
Mvndskurðurinn á kistunni, liin máða prýði
austræna. gólfdúksins, og ættarskjöldurinn 1
háa glugganum myndaði alt umhverfi það
er við blasti, þar sem maðurinn með minnis-
bókina var eini skugginn. Hilary leit til
hans, en hann gaf henni engan gaum. Hún
var rétt að því komin að ávarpa hann þegar
afturdyrnar lukust upp og gamli þjónninn,
þreyttur og hnugginn, stóð frammi fyrir
henni.
“Ó, Walters! Hver —?”
“Eg geri ráð fyrir að þú viljir tala
nokkur orð við föður þinn,” greip Dayle
fram í fyrir henni.
4. K a p í t u l i.
Hilary fann föður sinn í skotfæra-her-
berginu sitjandi eins og örmagna í bríkur-
stóli.
“Ó, elsku stúlkan mín,” sagði liann í
hálfum hljóðum. “Þú hefðir ekki átt að
koma, Eg var að vona, að þú-mvndir ekki
gera það. Og það líka á giftingardaginn
þinn.”
“En auðvitað varð eg að koma við hér
og finna þig. Við erum á leið út til Dayle
setursins. Giftingarathöfnin var ljómandi.”
Auðséð var, að hann hlustaði ekkert á þetta,
sem hxxn sagði honum. “Pabbi, hvað þýðir
þessi tilkynning, sem límd er á borðstofu-
gluggann. Og hvað er maðuriixn í ganginum
að hafast að?”
Sir Arthur strauk annari hendinni um
augu sér.
“Maðurinn í ganginum er aðstoðar-
skrifari fógetans,” svaraði hann. “Tilkynn-
iixgin á glugganum er lögboðin venja,, sem
fógetaþjónninn hefir ekkert með að gera.
Þetta þýðir aðeins það, að Brandburys fe-
lagið hafi upphafið veðpantsréttinn og setli
að selja Turna.”
Hilary varð þungt um andardráttinn.
Hún hafði enga hugmynd haft um, að svona
báglega væri komið um hagi þeirra.
“En eg get greitt xxr þessari vandræða-
flækju. Ronald gerir mér það unt, sam-
kvæmt samningunum. Það var einn hluti
ráðagerðanna milli okkar. Þú ættir ekki,
elsku pabbi, að vera með hugarangur út af
Jxessu núna, rétt áður en þú leggur upp 1
ferðalag þetta.”
“Eg ætla ekki að fara neitt burtu. Eg
liefi engin efni á því.”
“Ronald er íiérna, eg skal biðja liann
að greiða fram úr þessu.”
“Þú mátt vissulega ekki gera það,’
svaraði Sir Arthur og stóð upp úr stólnum.
“Þú getur ekki, Hilary, farið að tala um
peningasakir við eiginmanninn á giftingar-
degi ykkar.”
Þessi stórlætiskend gamla mannsins var
átakanlega tengd hinu sorglega getuleysi
hans. Að baki alls hæfileikaskorts hjá hon-
um til að gera sér grein fyrir staðreyndum
lífsins, leyndist sú afsökun í í huga hans að
móðir hennar hefði eyðilagt líf lians.
“ Jú, jú, við erum ekkert skáldsagna par;
eg sagði þér J)að strax í byrjun. Ronald
er kunnugt um tilfinningar mínar gagnvart
honum. ”
Hún var rétt í J)ann veginn að kalhx til
hans, en þegar hún gekk að stofuhurðinni
til að opna hana, kom Davle sjálfur inn 1
dyrnar.
“Góðaxi daginn, Sir Arthur! Hvernifif
líður yðurí” Dayle bar lítilsvii'ðing
tengdaföður sínum, en öfundaði hann a
höfðinglegu látbragði hans. “Hilary v£Jr
yndisleg brúður. Það var afar leitt, að þer
skyldið ekki vera viðstaddur til að sja
hana.”