Lögberg - 26.12.1940, Side 2

Lögberg - 26.12.1940, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGiNN 26. DESEMBER, 1940 Rödd úr Borgarfirði syðra Stóra-Kroppi 8. nóv. 1940. Kæri ritstjðri Einar P. Jónsson,— Eins og meðfylgjandi fréttabréf ber með sér, er það skrifað i flýti. Urðu því á. þvf ýms smiðalýti bæði með orða_ lag og stafsetningu, en eg vona samt að þú útskúfir þvi samt ekki fyrir þá galla, en stærstu misfellur bið eg ykk- ur að laga I hendl án þess að aðalefni raskist. Eg má ekki láta það ðgert að þakka þér sem bezt fyrir sendingu Lögbergs. sem eg fæ með beztu skilum, Vona eg að það og alt, sem ritað er á íslenzka tungu I ykkar landi megi lifa sem lengst. Með kærri. bróðurkveðju til þfn og þökk fyrir alt þar á meðal mörg þln snjöllu kvæði. Kristleifur porsteinsson. • Borgart'irði ó. nóv. 1940. Kæru Vestmenn, heilir og sælirl Beztu þakkir fyrir allar ykkar vinarkveðjur. Nú er, eftir okkar tímatali næstum hálfur mánuður af vetri, en veðráttan bendir ekk- ert í þá átt að svo sé. f dag er himininn heiður, stillilegur og ekki skurmað á polli, eftir okkar löngu nótt. Þessu lík hefir veðr- átta verið síðastaliðnar sex vik- ur. Fjöldi blómjurta standa enn með fullu lifi í skrúðgörðum þeim, sem vel hafa verið hirtir. Svona hefir veðráttan farið vel með okkur Borgfirðinga þetta haust. Og það má segja næstum alla landsmenn. f erindi, sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur flutti í útvarpið í gærkveldi, taldi hann að hin sama veður- hlíða næði yfir mikinn hluta landsins. Þó var eitthvað kald- ara á Hornströndum, eftir því sem Jóni sagðist frá. Lýsti hann því að frá Reykjavík gengi fólk á fjöll þar sem hið fegursta við- sýni væri helzt að finna, til þess að njóta hinnar beztu hressingar og heilsubótar. Fólk á öllum aldri tekur nú þátt í slíkuin fjallagöngum, alt frá sjötiu og fimm ára gamalmennum niður til fjögra ára barna. En Reykja- víkurfólk, sem er á léttasta skeiði, fer nú skíðaferðir á Langjökul, þvi snjór er nú að eins á hæztu jökulhungum. Fyrstu dagana af september í haust var svo mikill hriðarbylur á Kaldadal að bílar, sem þar voru þá á ferð, fengu hrakfarir og aftursnúning. Nú fyrir fá- um dögum fóru kennarar og nemendur frá Reykholtsskóla skemtiferð um Kaldadal til Þing- valla. Var þá heiður himinn .og logn dag og nótt. Var farið frá Reykholti að morgni dags og komið heim að kveldi. Sá ferða- fólkið ljóma íslenzkrar fjalla- auðnar í allri sinni dýrð. Verða slikar fjallaferðir ógleymanlegar íslenzkri æsku. f sumar voru flestir dagar með öðrum svip og líka minnilegir. Vorið hlýju- laust með járnköldum helliskúr- um, svo gróðri miðaði hægt. Fyrri hluta júlí bvrjaði þó slátt- ur og komu þá nokkrir þerris- dagar. Náðu þá flestir bændur nokkru inn af laufgrænni töðu. Kin frá miðjum júli hélzt hér næstum óslitinn óþerrir til slátt- arloka. Ekki sá til sólar dag eftir dag, frá morgni til kvölds. Koldimm þoka huldi alt loftið og svifaði um holt og hæðir, en annað veifið hvolfdi hún sér niður á jafnsléttu og lyfti sér ekki þaðan aftur fyr en hún hafði ýrt vatni yfir alla jörð. Endrum og sinnum létti til í bili, en aldrei nema dag og dag i senn. En þá fáu daga, sem þokan rýmdi var loftið svo kalt að frost var á fjöllum um nætur og stundum fraus í lágsveitum í ágústmánuði og er það mjög fá- títt hér i Borgarfirði. Það mátti furðu gegna að i svona veðurlagi varð grassretta að lokuin í góðu meðallagi, en með nýtingu heyja var öðru máli að gegna. Þau hröktust viku eftir viku, og voru svo hirt hálf-vot að lokum. Hey- fengur varð þó nálægt meðallagi að vöxtum, en auðsætt er að mikið af notagildi heyja hefir farið meira og minna forgörðum fyrir langvarandi óþurka. Ekki verður þess þó vart að skorið sé af heyjuin, á máli gamalla sveitabænda, en i þess stað er efnatap heyjanna bætt upp með sildarméli. Garðaávextir brugðust hér að meira og minna leyti. í upp- sveitum héraðsins eyðilagðist kartöfluuppskera með öllu sök- um næturfrosta. Veiði i áin og vötnum hefir gefið ýmsum er hana stunda góðar tekjur. Laxgengið í Hvítá bregst aldrei með öllu, en þeim, sem stunda þar netjaveiði gaf hún arð í ininna lagi meðfram vegna þess að flóð voru í ánni fram eftir veiðitímanum. b'lestar veiðiár héraðsins eru Ieigðar til stangaveiði og sækja kaupstaða- búar það fast að dvelja við árn- ar á sumrin með það fyrir aug- um að veiða lax á stangir oftar þó fremur til ánægju en arðs. Einjiver fimasti veiðimaður í Borgarfirði og þótt viðar væri leitað er Björn Blöndal bóndi í Laugarhól, nýbýli milli Bæjar og Langholts. Síðari hluta ágúst mánaðar dró hann 250 laxa á stöng úr Hvítá, fyrir Langholts- Iandi, en Björn á þá jörð. Marg- ir þeir sem næstir búa Arnar- vatnsheiði stunda þar silungs- veiðar oft með góðum áraxigri, ekki sízt nú síðan öll matvara margfaldaðist í verði. Kaup- staðabúar sækja lika ineir og meir á heiðar að sumarlagi til þess að losna við fjölmennið i bili. Eru þá veiðistangir jafnan í förinni. Fuglaveiðar, einkum rjúpna, voru hér um eitt skeið ekki lítil tekjulind, en sem er nú að mestu þorrin. Um þetta leyti árs fóru áður fyr fjöll og hálsar að verða hvitflekkóttir af rjúpum, en nú þykir það i frásögur færandi ef smalar og leitarinenn s^já eina og eina rjúpu. Er hún nú líka al- friðuð samkvæmt skipun stjórn- arvalda, með það fyrir augum að henni kynni með þvi móti fremur að fjölga. Geta þess margir. til að hinir mildu vetur, sem nú hafa verið hér óslitið um svo tugi ára, eigi sinn þátt í því að rjúpan er lögst hér frá. Refir una sér hér betur en rjúpan, það er að segja hinir viltu refir. Þótt þeim sé lógað árlega i tugatali sér ekki högg á vatni. Höggva þeir oft skarð í vorlömbin á fjallajörðunum og þó er það lítill hluti refa, sem leggst á sauðfé. Fjárkláði, bráðapest og vanki hjuggu áður fyr oft stórt skarð í fjáreign bænda, en það voru smámunir móti því tjóni, sem af mæðiveikinni leiðir. Nú er mæðiveikin næstum ein um hit- una og veldur meira tjóni en allir aðrir sauðfjársjúkdómar gerðu samanlagt meðan þeir voru í algleymingi. Nú og á undanfarandi árum er svo að segja hvert gimbrarlamb, sem lifir, sett á vetur með það fyrir augum að viðhalda því broti sem enn er eftir af sauðfjárstofnin- um. Hjá sumum dugar sú við- koma ekki til þess að viðhalda stofninum. Eru þ\d sumir bænd- ur sem harðast eru Ieiknir af þessum vágesti vonlitlir með það að geta framvegis risið undir þeim kostnaði, sem slík fjáreign hefir í för með sér. Hinir eru þó fleiri, sem vilja róa móti straumi í þeirri von að plága þessi dvíni með tíð og tíma. Þess sjást þó ennþá lítil merki. Allir eru sammála um það, að miklu meira fé farist af völdum mæðiveikinnar í ár heldur en i fyrra. Nokkur hluti þess tær- ist upp í afréttum en fleira mun þó vera sem nýtist að nokkru. Sjúkar ær koma líka oft með góða dilka, þótt þær séu sjálfar lítils eða einskisvirði. Margir hafa tekið upp þá nýbreytni, að láta gimbrar fá á fyrsta ári. Með góðu fóðri gefa þær ótrúlega væna dilka. Síðastliðin þrjú sumur hafa dilkar reynst óvenju vel, og nú í haust er verð á þeim hátt að krónulagi, en ís- lenzk króna er líka létt á metum neina ef vera kynni til þess að greiða með henni áfallnar skuldir. Á landkostajörðum hafa dilkar jafnað sig upp með 50 krónum, en það eru aðeins hrútlömb, því með gimbrarlömbunum er reynt að viðhalda þeim fjárstofni, sem enn er við lýði. Nú er öll útlend matvara, þar með talið kaffi og sykur, skömt- uð úr hnefa. Verða ríkir jafnt og snauðir að beygja sig fyrir þeim ákvæðum. En þótt það geti ekki talist neinn sultarskamtur, enn sem koinið er, reyna sveita- barndur að lifa sem mest af því sem búin gefa af sér. Nautpen- ingi og hrossuin hefir mikið ijiilgað á síðastliðnum árum. Eru því stórgripir lagðir í búin og lika er mikið af hrossum selt til slátrunar við sjávarsíðu, því sauðfé fullna'gir að litlu Ieyti eftirspurninni. Notkun fjallagrasa fer nú óð- um í vöxt, einkum í efribygðum héraðsins. Sannfærist fólk bet- ur og betur um hið mikla og heilnæma gildi þeirra bæði til næringar og matarbóta. Einkuin eru það húsfreyjur og heimasæt- ur sem ríða í hópum til heiða þar sem þessi góðu grös biða eftir þvi að þau séu virt viðlits. Ungir bændur, gamalmenni og liðléttingar á ýmsum aldri slæð- astlíka með i þessar ferðir, sem þykja margra hluta vegna eftir- sóknarverðar. Blíðar vornætur á heiðum uppi sem eru bjartar eins og dagur gleymast seint þeim, sem þær hafa lifað. Gróðurhús við hveri og laugar eru hér á ellefu bæjum. Rækt- aðir eru tómatar í þeim öllum. Spretta þeir víðast ágætlega en alstaðar sæmilega. Má heita að öll þessi. gróðurþús gefi stóran arð að frádregnum verkalaunmji sem eru líka nokkuð mikil. Tómatar eru eftirsótt vara og seljast háu verði. Hjá Jóhannesi Erlendssyni bónda á Sturlu- reykjum var reynd tvísáning í n,okkurn hluta gróðurhússins. Fyrri uppskerunni var lokið síðari hluta ágúst mánaðar og þá sett á nýjan leik. Nú er þessi síðari sáning að skila nokkuð þroskuðum tómötum, sem eiga þó enn eftir að fá sinn rauða lit en til þess þurfa þeir sólarljós stund og stund, en nú er það farið að verða hér af mjög skornum skamti þótt veðr- ið sé blítt og bjart. Refabúin, sem þutu upp eins og haugagorkúlur og áttu að hjálpa landsmönnum, með öðru fleiru, til velgengni, eru í beinni andstöðu við gróðurhúsin. Hlað- ast nú skuldabaggar, sem þyngj* ast ár frá ári á flesta, sem ætl- uðu að gera sér þessi illdýri, refina, að fóþúfu. Hafa þó sum- ir, sem með þau bú eiga, góða viðreisnarvon, en aðrir enga. Þetta ár má heita að hafi ver- ið algerð kyrstaða með húsa- byggingar og jarðabætur eru líka ríðast í smáum stíl, saman- borið við umbætur síðustu ára. Tmibur fæst nú aðeins frá Ame- ríku og er því ekkert heimatak að flytja það til landsins, enda er flutningskostnaðurinn fá- heyrður og öJlum einstaklingum ókleift að reisa hús af svo dýru efni. Síðasta íbúðarhúsið, sem reist hefir verið í uppsveitum héraðsins er á Rauðsgili í Hálsa- sveit. Það komst undir þak i fyrra sumar, en var svo fullgert síðastliðinn vetur. Á Rauðsgili búa Guðbjörn Oddson frá Dag- verðarnesi í Skorradal og kona hams Steinunn Þoþsteinsdóttir frá Húsafelli. Guðbjörn er mik- ill hagleiksmaður og hefir hann unnið að öllu leyti að smíði hússins. Á héraðsskólanum í Reykholti eru nú eitt hundrað nemendur. Eru það bæði piltar og stúlkur úr flestuin sýslum landsins. Auk bóknáms er kend þar handa- vinna í ýmsum greinum, smíð- ar, liókband og fjölbreyttur heimilisiðnaður kvenna. Smíða- kennarar eru þar Magnús Jak- obsson frá Varmalæk nú bóndi á Snældubeinsstöðum og Guð- mundur Frímann bróðir Jó- hanns Frímanns skólastjóra. Bókband kennir Bjarni Árnason frá Brennistöðum í Flókadal og söng kennir Bjarni Bjarnason bóndi á Skáney. Þar i Reyk- holti hefir líka verið undan- farna daga æfður fjórtán manna karlakórsflokkur undir stjórn Björns Jakobssonar á Stóra- Kroppi. Skólastjóri og kona hans, sem er systir Gunnars Pálssonar söngvara, syngja bæði ágætlega og styðja að eflingu sönglistarinnar. f Reykholti er líka mikið og gott bókasafn. Við það bókasafn, sem skólinn hefir aukið smátt og.smátt hefir alt hið mikla og fjölskrúðuga bókasafn, sem Tryggvi heitinn Þórhallsson átti, verið keypt handa skólanum. Má því ætla að mentagyðjan sé að ná góðri fótfestu i Reykholti, enda er hún þar ekkert nýr gestur. Nú er unnið þar af kappi og ineð miklum tilkostnaði við fram- ræslu og byggingu mikils garðs, sem nefndur verður Snorra- garður. Efst í þeim garði á myndastytta sú að gnæfa, sem Norðmenn hafa látið gera af Snorra Sturlusyni og gefið Reykholti. Á hún að öllu for- fallalausu að afhjúpast í Reyk- holti 21. sept. 1941, en þá verða liðin 7 hundruð ár frá banadegi Snorra Sturlusonar. En svo er eftir að vita hvort myndastytt- an keinst hingað til lands fyrir þann tíma, nú situr hún ennþá kyr í Noregi. Hvanneyrarskólinn er sú mentastofnun, sem að líkindum skiftir mestu máli fyrir bænda- efni landsins. Bóndastaða hefir ekki þótt eftirsóknarverð nú á siðustu árum samanborið við ýmsar aðrar atvinnugreinar. Nú er þó svo að sjá sem nokkur breyting sé að verða í þeim efn- um. Nú i haust sóttu eitt hundrað nemendur um inntöku í Hvanneyrarskóla. Skólinn starfar í tveim deildum og eru þrjátíu nemendur í hvorri deild. Urðu því sjötíu umsækjendur frá að hverfa að þessu sinni. Slíkt hefir ekki skeð þar áður. Skólastjórinn á Hvanneyri er Runólfiir Sveinsson, Skaftfell- ingur að kyni. Er hann nýgiftur Valgerði Halldórsdóttur, skóla- stjóra á Hvanneyri Vilhjálms- sonar. Halldór stýrði bænda- skólanuin á Hvanneyri í rúm þrjátíu ár, og var að allra dómi skörungur og einhver glæsileg- asti héraðshöfðingi ineðan hann lifði. Nú eru fleiri og færri bændur í öllum sveitum þessa héraðs sem numið hafa búfræði á Hvanneyri í þau fimtíu ár, sem skóli þessi hefir starfað. Þá skal getið hér ýmsra rnanna, sein látist hafa á þeim tveim missirum frá þvj eg skrif- aði síðast. Lít eg þá fyrst yfir Borgarfjarðarsýslu og fer sveit úr sveit. Síðastliðinn vetur dó í Reykjavík, eftir uppskurð, Ást- ríður Jónsd. frá Stórási í Hálsa- sveit 69 ára gömul. Ástríður átti Bjarna Daðason bónda á Uppsölum í Hálsasveit, sem lát- inn er fyrir mörgum árum. Voru þau vel efnum búin og mikil sæmdarhjón. Á Hömrum í Reykholtsdal dó Páll Sigurðsson 55 ára. Hann var þvínær sjónlaus alla æfi og mjög vanþroska að likamsburð- um, en hafði eðllsgreind, sem gat lítið þroskast vegna þess að alt útsýni skorti bæði fyrir augu og anda. Fáir veittu þessuin veikburða manni athygii, enda vildi hann fela sig og ekki verða á almannafæri, þar sem hann fór á mls við svo margt, sem öðrum var gefið. Sveið honum sárt að vera örkumla maður alla æfi og orti raunavisu um sín köldu kjör. Með þessari einu stöku sagði hann alla sina æfi- sögu í stórum dráttum. Sjaldan lengi hátt eg hlæ, helzt til gleðisnauður, iðjulaus á rúmi ræ, rétt að segja dauður. Faðir Páls, Sigurður Helgason bóndi á Refsstöðum og siðar á Hömrum, sá um þennan sjúka son alla hans æfi. Sigurður er nú 83 ára, ern, léttur á fæti og vinnufær. Guðrún Sveinsdóttir á Lundi í Lundareykjadal lézt í sumar. Guðrún var ekkja eftir Sigurð Jónsson prest á Lundi, sem lát- inn er fyrir fáum árum. Voru þau hjón gestrisin og vinsæl. Faðir Guðrúnar var Sveinn Sveinsson prests Níelssonar Gróa Símonardóttir kona Hjartar Hanssonar bónda á Grjóteyri í Andakíl dó í sumar. Þau áttu mörg og mannvænleg börn. Bræður Gróu voru Teit- ur á Grimsstöðum og Símon í Einarsnesi báðir á lífi, en hættir búskap. Nýlátin er Helga ólafsdóttir á Varmalæk komin nær áttræðu. Hún var annara hjú alla æfi og á Varmalæk í síðastliðin 52 ár. Þar hafði hún trygt sér dvalar- stað í ellinni ineð langri og trúrri þjónustu, og þótt hún væri ekki tengd fólki þar nein- um ættböndum, var hún þó metin þar sem hún væri einn hlekkurinn í því sifjaliði sem á Varmalæk hefir búið alt þetta tímabil. Var henni búin vegleg útför sem hinsti þakkarvottur fyrir þann einhug er hún sýndi í því að láta gott eitt af sér leiða. Runólfur Arason bóndi á Hálsum í Skorradal dó í Reykja- vík í sumar. Krabbamein í maga varð honum að bana. Runólfur var einn af duglegustu umbótamönnum þessa héraðs. Beitti hann með einhug og vilja- festu öllum þeim kröftum, sem hann hafði yfir að ráða til þess að auka verðmæti jarðar sinnar með grasrækt og byggingum. Kona Runólfs var Ingibjörg Pét- ursdóttir frá Ytri-Skeljabrekku. Þau áttu mörg börn og er margt af sonum þeirra afkastamiklir hagleiksmenn. Tveir aldraðir menn, sem á yngri árum ólu aldur sinn hér í uppsveitum Borgarfjarðar, hafa látist á Akranesi í sumar, ólafur Hannesson, um eitt skeið kend- ur við Húsafell og Þjóðbjörn Björnsson, alinn upp í Deildar- tungu, en síðar um langt skeið bóndi á Neðra-Skarði i Leirár- sveit. Guðný Erlingsdóttir frá Kirkjubóli í Hvítársíðu andað- ist á heimili Halldóru dóttur sinnar, Hallkelsstöðum, síðastlið- inn vetur. Guðný var kona Sigurðar Sigurðssonar frá Efsta- bæ, Vigfússonar. Bjuggu þau hjón um langt skeið á Þorvalds- stöðum í Hvítársíðu og áttu mörg börn. Guðný var mynd- arkona og hraustbygð alla æfi þar til í vetur að krabbamein varð henni að liftjóni er hún var á nitugasta aldursári. Meðal systkina Guðnýjar eru Jón á Kolslæk og Nikhildur á Hallkels- stöðum, sem bæði eru á níræðis- aldri en hraust og nokkuð vinnufær. Jón Helgason frá Ásbjarnar- stöðum, bróðir Halldórs skálds, varð bráðkvaddur i Borgarnesi síðastliðið sumar. Jón var prýðilega skáldmæltur og þjóð- hagi. Fyrir mörgum árum festist hann í mótorvél og misti fótinn eftir það slys. úr því neytti hann sín ekki á faralds- fæti en tók að stunda úrsmíðar, sem honum fórust vel úr hendi eins og hvað annað, sem hailn lagði fyrir sig. Hjálmar Guðmundsson bóndi á Háafelli í Hvítársiðu dó i haust úr lungnabólgu. Foreldrar Hjálmars voru Guðmundur Sig- urðsson og Helga Hjálmarsdótt- ir sem bjuggu til hárrar elli á Kolsstöðum í Hvítársíðu. Bræð- ur Hjálmars voru Sigurður bóndi á Kolsstöðum, Kolbeinn bóndi í Stórási og Jakob á Húsa- felli. Hjálmar átti Hróðnýju Þorvaldsdóttur frá Norðurreykj- um og lifir hún mann sinn á- samt tveim sonum. Þá vil eg að síðustu minnast eins aldraðs bónda úr Mýra- sýslu, sem lézt síðastliðinn vet- ur. Það er Sveinn Níelsson frá Grímsstöðum, bróðir séra Har- alds Nielssonar og Hallgríms á Grímsstöðum. Sveinn bjó lengi á Lambastöðum á Mýrum, en þar áður dvaldi hann nokkur ár í Ameríku. Siðustu árin var hann í Borgarnesi. Hann var bæði greindur og velmetinn og mátti teljast í flokki merkustu manna í Borgarfirði. Það skal tekið frarn að þessi mannalát, sem hér eru talin, eru gripin eftir minni sam- stundis og eg rita þessar línur, svo hér koma að líkindum ekki öll kurl til grafar. f þeim sveit- um héraðsins, sem fjærst mér liggja getur líka eitt og annað skeð, sem berst ekki mér til eyrna. Eg gat þess í minu síðasta Lögbergs-bréfi að Kristján Jóns- son, grafreitsvörður í Duluth, hefði sent Norðdælingum nokk- urn hluta bókasafns síns að gjöf ásamt 500 dala ávísun á danskan banka. Kristján er fæddur á Sveinatungu í Norður- árdal, og þar bjuggu þá foreldr- ar hans, Jón Jónsson og Kristín Pétursdóttir frá Norðtungu, systir Hjálms alþingismanns í Norðtungu og síðar á Hamri. Gjöf þessa sendi Kristján mér og kom eg henni fyrir hans orð i hendur Norðdæla, sem sendu Kristjáni aftur málverk af feg- ursta hluta Norðurárdals. Sið- astliðið vor sendi Kristján enn á ný til mín 500 dala ávísun sem hann bað mig færa Norð- dælum til viðbótar hinni fyrri gjöf. Lætur hann það fylgja sem uppbót á bókagjafir sínar, til styrktar lestrarifélagi sveitar- iilnar. Kristján er mörgum kunnur fyrir veglyndi og stór- mannlega rausn. Hann er einn af fleirum, sem hefir sent mér vinarkveðjur í ýmsum myndum vestan yfir hafið. Verða þær aldrei þakkaðar sem vert er. Ef til vill hafa aldrei fleiri vinar- kveðjur verið fluttar hingað vestan um haf heldur en þetta síðastliðna sumar. Nefni eg til þeirra mála Vestur-íslendingana fjóra, Gunnar ritstjóra Björnson, Soffonías Þorkelsson og þá góð- vini mína Árna Eggertsson og Ásmund Jóhannsson. Allir þessir þjóðkunnu menn létu til sín heyra í útvarpið í Reykja- vík og færðu íslendingum margar og hlýjar kveðjur vestan yfir hafið. Svo litu þeir Árni og Ásmundur, ásaint konum sínum, heim til mín og þakka eg þeim hérmeð fyrir það. Þá má geta þess að séra Jakob Jónsson hefir flutt nokkur fróð- leg og bráðskemtileg erindi í útvarpið þar sem hann hefir gefið hlustendum kost á því að fræðast um fjölmargt að vest- an, sem þeim var áður hulið. Lika hefir mér veizt sú ánægja að tala við hann heima hjá mér. Séra Jakob verður nú að líkind- KAUPIÐ AVALT LUMBER hj4 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.