Lögberg - 26.12.1940, Síða 6
r>
LÖGBEEÖ, FIMTUDAÖINN 26. DESEMBER, 1940
Sakleysið sigrar um síðir
Þýtt úr ensku
Þannig var það, að þau brutu niður
hvort annars sjálfsvörn. Hvorugt þeirra
vissi heldur greinilega hvernig J>að hafði
atvikast, að eitt augnablikið starði Philip
enn á liúmi hjúpaðan garðinn utan við
gluggann, en á hinu næsta vár hún uxnvafin
örmum hans.
“ Þetta var þeim baiði bitur og ljúf sælu-
stund — unaðsleg uppgötvan. Allur lífs-
ferill hennar leið í ljósri móðu um huga
hennar. Draumar æskunnar blönduðust end-
urminningunni um ógeðfelda samningsgerð,
sem leiddi til giftingar hennar. Allar liugs-
anir hennar um verðmæti lífsins höfðu nú
kollvarpast. Meðan Philij) hélt henni í faðmi
sér, virtist henni sem það væri afsökun sín—
en að gifting sín væri óheiðarleg.
En þegar hann hafði skilið hana eftir
eina í skotfæraklefanum, sagði hún upj)hátt
við sjálfa sig: “Eg hefi svikið Ronald.”
Hver einasta taug í Iíkamanum hrójjaði
það inn í sál hennar, að hún og Philij) Clem-
ming væri sköjmð hvort fyrir annað. En
nú væri hún eiginkona Ronalds.
“Úr þessari flækju ver'Óur ekki greitt,”
hugsaði hún og hristi höfuðið. “En eg verð
að rekja liana sundur eins vel og mér er
mögulegt.”
Xæsta sj)orið, sem hún yrði að taka, var
henni allareiðu ljóst. Hún gekk svo út úr
skotfæraklefanum og upp í viðhafnarstof-
una.
Fjórtándi Kapítuli
Uj)j)i í viðhafnarstofunni sátu þau ein,
Mrs. Gondanza og Sir Arthur.
Hún stóð upp og gekk að slaghörpunni.
“Slagharpan þessi hefir aldrei, nema
þegar stillingarnaaðurinn kemur, verið opnuð
í tuttugu og tvö ár,” sagði Sir Arthur með
sjálfum sér klökkur í liuga. “Ekki síðan
óhaj)j)ið skeði.”
Hanu sat þannig, að Mrs. Gondanza við
hljóðfærið sá á hlið honum og annan vang-
ann. Hún virti hann þannig fyrir sér ofuv-
litla stund, þegjandi. Hann hafði ætlað sér
að komast á þing, þar sem hann gæti ef til
vill hafa orðið að atkvmðamanni. En í þess
stað hafði hann kosið að ala sorgir sínar og
óhapp. Eða ef til vildi hafði hneykslismálið,
er um eiginpersónu hennar vrafðist, gert hon-
um jwlitískan lífsferil ófæran.
Þegar Mrs. Gondanza fór liöndum um
lykla hörpunnar ómuðu frá henni mjúkir
tónar, sem brátt tóku á sig fasta mynd í
ljúfu lagi, er verið hafði uj)páliald Sir
Arthurs — fyrir tuttugn og tveimur árum.
Meðan hún lék hafði hún gætur á því,
hver áhrif þetta hefði á hann. Er fyrstu
tónarnir ómuðu um stofuna ojmaði hann ó-
sjálfrátt munninn og starði með endurminn-
ingasvip út í geiminn. Svo lokuðust augu
hans og tignarlegur friðarblær birtist á and-
litinu.
“Þér hafið fært mér mjög undraverða
unaðsstund, ka*ra Mrs. Gondanza,” sagði
hann lágt með skjálfandi rödd. “Eg — er—”
Hann þagnaði snögglega, þegar Hilary
kominn í stofuna.
Mrs. Gondanza leit á stúlkuna og las út
úr andlitinu hvers hún óskaði, og sagði því
“Eg bvst við að morgundagurinn verði
mér þreytandi, svo eg ætla nú að fara í
nímið. Góða nótt, kaira! Góða nótt, Sir
Arthur!”
Hilary bar óðara fram erindi sitt.
“Faðir minn, eg þarf að fá peninga hjá
þér, ef þú vilt vera svo góður að láta mig
hafa þá.”
“Já, elskan,” svaraði hann og tók upj)
veski sitt. “Látum okkur nú sjá — eg hefi
hérna sex sterlingspund. ”
“Þú skilur þetta víst ekki, faðir minn,
en eg þarf að fá miklu meira. Eg verð að
fá hundrað og fimtíu pund til að byrja
með.” ' i ■ ' i g
Sir Arthur deplaði ögn augunum.
“Eg skal gefa þér ávísan, ka*ra dóttir,”
svaraði hann og hló ofurlítið. “Þó skrítið
sé, Hilary, þá ætlaði eg rétt að segja við þig
hve gífurleg og mér um megn slík fjárupj)-
hæð va*ri. Eíg hafði beinlínis gleymt því,
hversu mér er nú á alla lund hægara um vik,
síðan Mrs. Gondanza borgaði hið ríflega
verð fvrir landareignina.”
“Og eg er mjög hrædd um, að þú verðir
að sjá um mig nokkra stund enn, faðir minn
— þangað til eg veit hvað' skeður. Eg ætla
að láta afnema giftingar-samning minn. Eg
hefi gefið ávísan fyrir nokkru fé gegnt hon-
um. Þess vogna þarf eg að fá 150 sterlings-
jnindin nú þegar. Og þótt eg hafi hundrað
puiul enn eftir af þessu fé, þá þarf eg á þeim
að lialda til ýmissa útgjalda.”
“Gifting þin —”
“Hún reynist ómöguleg, pabbi. Það er
eins mikið mér að kenna, eins og honum.
Ef til vill fremur mér. Eg get ekki, kæri
pabbi, talað meira um það núna.”
-f ♦ ♦
Mrs. Gondanza sat í leiguvagninum,
sem stanzað hafði á einu götunni í Litla-
þorpi, meðan keyrarinn spurðist fyrir í
gistihúsinu.
“Fowlers-fólkið liætti að starfrækja
gistihúsið, þegar gamla konan dó fyrir tíu
árum, frú,” sagði keyrarinn. “En Fowler
gamli býr í smáhýsi hér ekki langt frá, með
ráðskonu er lítur eftir honum. Mér var sagt
hvar hús hans væri, og eg get farið með
vður þangað, ef þér viljið.”
“Auðvitað,!” svaraði Mrs. Gondanza,
og fimm mínútum síðar stanzaði vagninn
framan við smáhýsi með velhirtum garði um-
liverfis.
Gamall maður sat sólarmegin við hús-
ið með stóra leirskál á hnjánum fulla af
baunum, sem hann var að afhýða.
“Mr. Fowler, eg kem hingað til að
spyrja yður um það, hvort einhver meðlimur
fjölskyldu yðar heiti Dennis.”
“Það' hefir aldrei verið Dennis í okkar
fjölskyldu, frú, ” staðhæfði hann, og bætti
svo við' eftir langa þögn: “Nema sonur
minn. ’ ’
“Ef til vill er það þá yðar sonur,”
sagði Mrs. Gondanza.
“Eg vildi þá, frú, síður tala meira um
þetta. Nú eru meira en þrjátíu ár liðin
síðan hann fór að heiman. Og alt um það
er bezt í gleymskunni geymt. ”
“Sonur yðar, Mr. Fowler, er víst um
fimtugt! ”
“Mig minnir það væri eitthvað viku
eftir seytjánda afmælisdaginn hans, er hann
hljóp á stað suður til Afríku, vegna einhvers
orðróms um gullfund þar.”
“Ilafið þér alls ekkert frétt af lionum
síðan ?”
“Eg frétti af lionum gegnum stjórnar-
þjónana. Þeir sögðu að hann væri sekur,
en vitskertur. Það var alt út af hugsaninni
um gullið. Já, gullið er bölvunar-plága á
oss lögð!
“Eyrnalokkarnir voru úr gulli og það
hefði ekki átt að senda honum þá.”
Gamli maðurinn hélt áfram að afhýða
baunirnar. Hann hafði nú, að því er henni
virtist, allareiðu gleymt nærveru þeirra.
Engin von virtist því um að unt væri að ná
margbrotinni umsögn eða Vitneskju út úr
endurminning slíks manns.
Mrs. Gondanza fór svo að heimsækja
prestinn, séra James Nankervell.
‘ ‘ Mér er ant um Fowlers-f jölskylduna —
eða það sem eftir er af henni,” mælti Mrs.
Gondanza við prestinn.
“Það er mér líka,” svaraði presturinn
brosandi.
“Þér liafið þá lieyrt um Dennis Fow-
ler ? ’ ’
“Eg reyndi að leita hann uppi, þegar
eg í fyrra var á ferð suður í Afríku mér til
heilsubóitar,” svaraði presturinn.
“Sjúkrahæli í Mexicoborg, sem eg hefi
látið nokkuð til mín taka, hýsti fyrir nokkru
mann með því nafni, sem haldið er að sé um
fimtugt,” sagði Mrs. Gondanza. “Vinur
minn þaðan er nú á leið með hann hingað
heim til Englands.”
Presturinn var mjög viljugur til að láta
í té allai* þær upplýsingar um þetta er lmnn
átti ráð á, og mælti:
“Eftir að eg fyrir fimtán árum settist
hér að komst eg að ýmsum atriðum úr sögu
fólks þessa, bæði af masi þorpsbúanna, sem
eg heyrði á, og af því er Mrs. Fowler heitin
sagði mér: Dennis fór að heiman þegar
hann var seytján ára. Hann hljój) ekki bein-
línis í burtu, J>ótt hann lenti hér einu sinni
eða tvisvar í einhver vandræði. Faðir hans
lagði honum til fé fyrir fargjaldinu. Móðir
hans, sem eitthvað átti af skrautmunum,
sendi honum þá,' einn og einn í senn —
Jiangað til Mr. Fowler tók eftir því, að
horfnir voru eyrnahringar, sem hann hafði
gefið henni á tilhugalífsdögunum.
“Næstu þrjú árin komu við og við bréf
frá unglingnum Dennis, sem virðist liafa
ráfað frá einu verki til annars. Hann gat
þess eitt sinn í bréfi, að hann hefði komist
í kynni við enska fjölskyldu þar syðra, og
var mjög hugfanginn af þeirri vitneskju, að
unglingspiltur Jæss fólks, álíka gamall og
hann sjálfur, gæti líklega einhvern tíma orð-
ið ‘verulegur lávarður. ’ 1 bréfi frá Basuto-
landi segir hann frá því, að hann sé þá í
kaupskapar ferðalagi út á milli íbúanna þar
í landi. Og seinna minnist hann á listmál-
ara, er Conray nefnist.
“Svo virðist sem listamaðurinn hafi dval-
ist með ungu mönnunum tveimur eða í nám-
unda við þá úti í óbygðinni. Þá var Dennis
dæmdur sekur um rán og mannsmorð. Hafði
auðsjáanlega skotið á mann með þeim ásetn-
ingi að myrða hann og ræna. En hann misti
marks og gerði manninum í raun og veru
ekkert mein. Hann var þó fundinn sekur, en
vitskertur og komið fyrir í vitfirringahæli.
“Þegar eg á síðastliðnu ári ferðaðist til
Afríku, varð eg í raun og veru einskis vísari
um þetta, og gat engar spurnir haft af ensku
fjölskyldunni, sem Dennis hafði getið um
að væri í ætt við lávarð hér í heimalandinu.
Eg komst þó eftir því, að Dennis hefði þá
fyrir tíu árum verið látinn laus úr hælinu
sem meinleysingi og fær um að sjá sjálfum
sér farborða. Binnig var mér sagt, að hann
hefði verið góður og alúðlegur sjúklingur, en
andlegur afturkreistingur eða sljór, — að
svo virtist, sem hugsanaþróttur hans og
minni, hefði orðið fyrir algerðum hnekki, er
hann var steytján eða átján ára gamall.
“Eg gafst upp við leitina. En þá barst
mér einkennilegt bergmál af allri sögunni.
Málverkakauj)muður í Johannesburg bauð
mér til kaups dráttmyndabók, sem legið hafði
óseld um tuttugu ár í búðinni hjá honum.
Myndirnar vo.ru dregnar af Conray.
“Flestar voru J)ær af lvaffírum, eða
J»eim viðvíkjandi.
“Þó voru þar einnig nokkrar drátt-
myndir af tveimur Evrópumönnum. Hér-
umbil áreiðanlega af Dennis Fowler og unga
aðalsmannsefninu.
“Þegar eg kom hingað heim aftur, sýndi
eg Mr. Fowler myndirnar. En það hafði
lítinn árangur. Hann kannaðist fyrst við
annan manninn og svo við hinn, án þess það
vekti nokkurn áhuga hjá honum gagnvart
þeim. Eg reyndi einnig að bera myndirnar
undir eftirtekt ýmsra eldri þorpsbúanna,
með svipuðum árangri.”
jPresturinn kom svo með myndalieftið.
I því var mynd af sama skógarkofanum, sem
verið hafði á þeirri, er Dayle eyðilagði, og
af ungum manni — ekki Dayle. Þarna voru
tvær aðrar líkingar af þessum unga manni,
tvær af Dayle og þrjár af ungu mönnunum
saman.
Augun í Mrs. Gondanza skutu neistum
við að horfa á þetta og andardráttur hennar
varð tíðari og- ójafnari en eðlilegt var og
vanalegt.
“Viljið þér selja mér bókina, Mr. Nan-
kervell?” spurði hún með ofurlítið titrandi
rödd. “Við deilum ekki um verðið.”
“ Jú, við munum þrátta um verðið, Mrs.
Gondanza, ef J)ér búist við að borga einum
kojjar meira en eg galt sjálfur fyrir hana —
35 skildinga.”
Mrs. Gondanza kvaddi svo prestinn og
Litlaþorp með dráttmyndabók Conrays í eigu
sinni, sem hafa myndi örlagarík álirif um
fraíntíð fjögra lifandi mannvera — ef Mrs.
Gondanza gæti leikið sitt hlutverk með
nægilegri skarpskygni.
♦ -f
Dayle lávarður styrktist óðfluga, að lion-
um sjálfum fanst, og þrátt fyrir ráðleggingar
Philips lét hann bera sig út á traðirnar og í
hjólastól, sem Tilary svo ýtti með varkárni
um malbornar brautirnar út um setursgarð-
inn.
“Ronald!”
“Hvað J»á ? Rödd J)ín hljómar eins og
þú ætlaðir þér að lialda ræðu.”
“Eg ætla að gera það. Eg vil láta
ógilda giftingarsamningana. Eg eyddi
nokkru af peningunum, en er búin að borga
þá aftur.”
“Hvers vegna vilt þú það?”
“Af því eg hefi ekki haldið skilmálana
\ ið þig og get ekki haldið þá. Eg lofaði, að
énginn annar maður skyldi koma þar til
greina. Nú ann eg Philip Clemming. Eg
finn mér skylt að vera J)ér meira eða minna
að geði, en mér J>ætti æskilegast að yfirgefa
þig, þegar þú het'ir alveg náð J>ér aftur. Eg
verð að viðurkenna það Ronald, að eg hafi
brugðist þér. En eg vil bregðast þér eins
lítið og unt er. ”
“Hvað áttu við með því, að þú hafir
brugðist mér? Áttu við það, að þessi kunn-
ingi þinn hafi kysst þig og þú ekkert haft á
móti því?”
“ Já.”
“ Jæja, ef eg liefi ekkert á móti því held-
ur, nú J)á er þetta mál þar með útkljáð, er
það ekki?”
“En Ronald, það er ómöguleg útreið.”
“Gerðu þig ekki svona lilægilega! Eng-
inn leggur neitt upp úr kossi nú á dögum.
Þú getur ekki hlaupist á burt með honum.
Hann á ekki einn einasta tvípening, nema
það sem gamla konan ánafnar honum. Ilann
getur ekki byrjða starf sem læknir hér í landi
með hjónaskilnaðarkvörnina hangandi um
háls sér. Þú ættir að þakka þínum sæla
fyrir að eiga ekki gamaldags, afbrýðissaman
bónda, sem angrast af ofurlítilli daðurs-
girni.”
“Daðursgirni! Það er beint út hrylli-
legt hugarfar.”
“Hafir þú í höfðinu nokkra hugsun um
jhónaskilnað, þá máttu útrýma henni. Þú
ert í hjónabandi með mér og í J)eim böndum
höldum við áfram að vera. ”
“Undir eins og þú ert orðinn frískur,
Ronald, ætla eg að yfirgefa þig.”
“Haltu áfram að ímynda þér J>að, stúlka
mín. En eg segi þér að þú farir ekki. Og,
nema eg sé illa svikinn, mun ein manneskjan,
sem hvetur þig til að vera kvrra — eftir að
eg hefi talað við hana — vera hún Mrs.
Gondanza þín. 1% hefi komist á snoðir um
eitt og annað henni viðvíkjandi.”
Dayle lávarður kom niður til miðdags-
verðar þá um kvöldið. Hann var borinn
þangað. En Dr. Clemming fann að þessu.
“Þetta gerir mér ekkert til,” mælti
Dayle glottandi. “Eg er fús til að bera
ábyrgðina fyrir því. ”
“En eg vil ekki ábyrgjast afleiðingarn-
ar,” svaraði Clemming. “Þér verðið að fá
yður annan lækni á morgun.”
“Yissulega! Og nú getum við lagi til
hliðar talið um sjúkling og lækni, og farið
að kynnast nánar hvor öðrum. Við liöfum
að minsta kosti einn sameiginlegan smekk,”
bætti Dayle við með áherzlu.
Philip brá ögn, en hann afréð að svara
engu þessu meinyrð'i lávarðarins.
Meðan á máltíðinni stóð samfagnaði
Mrs. Gondanza Dayle með afturbatann og
hélt svo uíj)pi samræðunum. “Eg liefi eytt
mestum hluta þessa dags yfir í Litlaþorpi,”
sag'ði hún. “Eg var að grenslast eftir um
fjölskyldusögu skjólstæðings míns, sem er ú
leið hing'að frá Mexico. Og nú verð eg að
herða upj) hugann, Sir Arthur, til að biðja
yður bónar. Skjólstæðingur þessi er í fylgd
með góðum vini mínum, Dr. Emilio, unaðs-
legum og hámentuðum manni. Philip getur
frætt yð'ur að öllu leyti um hann.”
“Eg vona að þér bjóðið þeim báðum að
dveljast hér hjá okkur, eins lengi og J)eim
þóknast,” sagði Sir Arthur.
“Margfalda þökk!” sagði Mrs. Gon-
danza, “eg J)óttist viss um, að' þér myndið
segja þetta, Sir Arthur. E!g get ekki lofað
því, að skjólstæðingur minn verði mjög
skemtilegur, en liann liagar sér ætíð kurteis-
lega. Hann er maður eitthvað um fimtugt.”
Hún gaut hornauga til Dayles þegar hún
bætti við : “Nafn lians er Fowler — Dennis
Fowler. ’ ’
Höfðu tauganiar í kjálka Dayles stirðn-
að, eða var það bara missýning hennar?
Hún varð að meðkenna það fyrir sjálfri sér,
að rödd hans bar aðeins með sér leiðu, er
hann spurði: “Hvenær er von vina yðar
hingað, Mrs. Gondanza?”
“Þeir koma hingað eftir þrjá daga — ef
Sir Arthur hefir ekkert á móti svo skömmum
fyrirvara,” svaraði hún.
“Það er leitt, að við missum af því, að
fagna þeim,” sagði Dayle og dró seiminn.
“Við Hilary höfum komist að þeirri niður-
stöðu, að eg sé nógu frískur til að halda
ferðinni áfram. Við ætlum að fara til Dayle-
seturs á morgun. ”
15. K a p í t u l i
Þegar Dayle hafði eftir máltíðina verið
borinn aftur upp í herbergi sitt, fór Hilary
þangað á eftir honum. Hún gekk að bónda
sínum með krepta linefana.
“Er þér alvara með þetta, Ronald?”
spurði liún. “Ertu viss um að vera nógu
styrkur til að þola ferðalagið?”
“Setjum nú svo, að eg sé það ekki og
deyi á leiðinni, Hilary! Hjarta þitt myndi
springa út af því, væri ekki svo, sætan mín?”
“Og þú óskar þess, að eg fylgist með
þér! Veizt J)ó, að eg elska þig ekki?”
Þar sem hann aðeins hló að þessu, bætti
hún við; “Gott og vel! Eins og eg sagði skal
eg líta eftir með Dayle-setrinu, eins vel og
eg get, — þangað til þú ert orðinn Trískur
aftur. En eg mun liætta að gera jafnvel
J>að, ef J)ú gerir nokkrar áætlanir mér við-
komandi án JæSs ða segja mér fyrst frá því.
Þú dembdir þessu yfir mig við miðdags-
borðið og eg varð að láta svo sem mér væri
kunnugt um það.”
“Ef þú breylir hreinskilnislega og blátt
áfram gagnvart mér, myndir þú finna mig
gera hið sama við þig,” svaraði Dayle.
“Eg hefi reynt að gera það. Eg sagði
J)ér strax hreinskilnislega um Philip, ” svar-
aði hún.
“Ó-já, það ástgirnisf jas! Þú liefðir
mátt spara þér það ómak. Ilvað er með
LitlaJ)orps umstangið? Kallar þú það að
vera hrein og blátt áfram?”
“Eg veit alls ekkert um það. Hvaða
launung er tengd við Litlaþorp? Þú þauzt
upj) í ofsareiði um daginn, er eg nefndi það
á nafn. Og þegar Mrs. Gondanza var í
kvöld að minnast á það, gerðist þú svip-
Jmngur og — já, það var þá, sem þú ákvaðst
að við ætluðum að fara héðan. Cegna hvers
ertu hræddur við Litlaþorp?”