Lögberg - 26.12.1940, Page 7
LÖGKBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1940
7
Hugardrif
(Framh. frá bls. 3)
Þessi reynsla opinberar þeirn
almáttuga, leiðandí og liknandi
hönd Guðs í lífi þeirra; þeir
reyna oft og einatt að þeir eru
í samstarfi með Guði, og hann
með þeim. Þeir eignast rósemi
og hugrekki og andlegan heil-
leik, sem kristindómurinn veitir
öllum, sem dirfast að lifa eftir
honum.
Presturinn Niemoller er gott
dæmi þess á hvern hátt menn
geta borið fram “tíund,” þó ekki
sé urn fjármuni að ræða.
Niemoller þjónaði söfnuði í
Berlín á Þýzkalandi; hann hcll
áfram þrátt fyrir bann Hitlers
að flytja kristilegan boðskap;
Hitler lét þá setja hann í gæzlu-
hald (Concentration camp). Áð-
ur enn hann var fluttur í gæzlu-
haldið, sagði hann að endingu
við Hitler: “Þú hefir ekkert
yfir mér að segja; Guð einn
leiðir mig.”
Niemoller er búinn að vera í
haldi nokkuð lengi. Hann ritaði
bréf um jólaleytið í fyrra. Bréf-
inu var komið til Sviss, og það
komst þaðan krókaleiðir alla
leið til Ameriku; er þetta inni-
haldið:
“Það er ekki hægt fyrir mig
að svara hundruðum af kveðj-
um, sem hafa borist mér á þess-
ari jólaföstu, en þess eins vil
eg mælast til af ykkur öllum,
það, að gefast aldrei upp og láta
ekki hugfallast. Sumir vilja
telja okkur trú um það, að hin
þungbæra reynsla kirkju vorrar
sé þess vottur, að meðlimir henn-
ar séu komnir afvega. Við svör-
um ineð hjartanlegri fullvissu,
að saga hinna fyrstu postula
Krists sanna það gagnstæða.
Þetta er okkur vel ljóst; það
gefur okkur þrek og staðfestu.
Að mjög litlu leyti aflar eigin
velliðan oss friðar við Guð í
samanburði við þjáningar, sein
við líðum fyrir hans sakir. Þessi
friður er náðargjöf hans, sem
sjálfur byrjaði að þjást í jöt-
unni í Bethlehem, og sem hann
fullkomnaði, jregar hann dó á
krossinum á Golgata. Þetta leið
hann til þess að við mættum
kallast guðsbörn. Við viljum
trúa þessum gleðiboðskap Guðs,
og með styrk þeiin, sem hann
veitir, skulum við halda leiðir
okkar — feta í fótspor hans,
sem farinn er á undan oss; láta
aldrei bugast af neinum óhróðri,
en geymum frið Krists i hjarta
og gjöldum honum lofgjörð.
Guð hjálpi oss til þessa.”
Niemoller hefir borið þjáning-
ar sínar með framúrskarandi
hugrekki. Konan hans fær að
sjá hann á tíu daga fresti; börn-
in hans mega skrifa honum til.
Margir leiðandi menn hafa æskt
þess, að Niemoller væri látinn
laus. Svar Hitlers er ávalt það
sama: “Niemoller verður í varð-
haldi þangað til hann hættir
öllum mótþróa.”
Kona Niemollers — Else Nie-
moller líður líka margskonar á-
rásir af hálfu þess opinbera.
Hún lætur ekki hugfallast, en
umber með manni sínum óút-
málanlegar þjáningar og skap-
raunir. Henni er það metnaður,
að eiginmaður hennar er einn af
þeim síðustu, sem dirfast að
standa gegn Hitler.
Heilsa Niemollers er mjög á
fallanda fæti, en honum ekki
leyft að jarðsyngja þá, sem
deyja í varðhaldi.
Niemoller er fangi Hitlers;
líklegast að hann bíði líftjón af
hans völdum, en hver þeirra
heldur velli, þegar upp er stað-
ið, það mun sagan sýna. Að bíða
líftjón af annara völdum, er í
sjálfu sér enginn ósigur. Get eg
þess, að þegar saga þessara
tveggja verður skráð, að þá
verði nafn Niemollers ritað
gullnu letri, en nafn Hitlers með
svörtu.-------
Allir þiggjuin við óverðskuld-
aðár gjafir Guðs dag frá degi —
nætur og alla daga; þær verða
aldrei metnar til gjalds að verð-
ugu. Það virðist næsta óheilt,
hættulegt og ókristilegt, að vilja
ekki eftir megni Ieitast við að
votta þakklæti sitt í orði og
verki.
Menn bera fyrir sig skuldir
eða efnaskort; víst er það sæmi-
legt að vilja gjalda skuldir sín-
ar, en þá má ekki gleyma að
gjalda þeim, sem maður skuldar
mest.
Gleðileg jól og blessað nýtt ár
öllum! S. S. C.
Magnós Ragnar
Magnússon
“Mikli 6tti allrar foldar,
endi þessa stríðs og kífs,
líknsemd holds og maðks og moldar,
mikli dauði, sár og blíður!
Klakahelsins hreini faðmur
hjarta mínu frið þinn býður,
þar sem fallið blóm og baðmur
bera fræ til annars lífs.”
Þessi fáu orð eru helguð minn-
ingu manns er skjótt og fyrir-
varalítið hefir burtkallast af
þvi tilverustigi er við dveljum
á. Hann hafði orðið fyrir slysi,
fótbrotnaði, átti stutta dvöl á
Almenna spítalanum i Winni-
peg og andaðist þar 2. sept.,
burtkallaður frá ástvinum og
önnum dagsins á bezta starfs-
aldri. Magnús var næst elztur
af hinum mörgu og mannvæn-
legu Eyjólfsstaðasystkinum. ólst
hann upp með foreldrum sín-
um, Magnúsi Magnússyni og
Ingibjörgu konu hans þar, og
gekk að venjulegum störfum.
Árum saman átti hann við van-
heilsu að stríða, og leið miklar
þjáningar; gekk hann ávalt sið-
an höllum fæti í lífsbaráttunni,
og átti torveldari afstöðu til
framsóknar en aðrir menn.
Veikindi sín og hindrandi af-
leiðingar þeirra bar hann með
fágætri hetjulund, svo margir
þeir er þektu hann dáðust að
þróttlund hans bæði fyr og sið-
ar.
Þann 24. ágúst 1927 giftist
hann Sigurborgu Oliver frá
Baldur, Man. Foreldrar hennar
eru Ólafur Jónsson Oliver og
Jakobína Oliver, bæði ættuð úr
S u ðu r-Þin geyj arsýsl u.
Fyrstu 4 árin, eftir giftingu
þeirra áttu þau heima í Win-
nipeg, en síðar á Gimli um hríð.
og nokkur siðustu árin í
Hnausa, i grend við Eyjólfsstaði,
Börn þeirra eru: ólöf Jakob-
ína, Magnús Kenneth, Helga
Yvonne og St. Clair Dunn, eru
þau öll hin efnilegustu.
Magnús var mörgum góðum
hæfileikum gæddur, u'nni öllum
fróðleik og sóttist eftir honum,
og mátti teljast að vera víðles-
inn. Sérstakt yndi og aðdáun
hafði hann af ljóðmælum, og
kunni með þau að fara. Oftast
PRinTiriG
BUSinESS UJORLD
O OTHER AID to the World of Business
equals that of the Printing Press.
Every business enterprise calls to its service one
or other of the many forms of printing.
We have been serving Western Business for over
fifty years.
We solicit a larger patronage with modesty and
confidence.
Why not contact our Winnipeg office and learn
what service we can render you.
Columbia Press Limited
COR. SARGENT AND TORONTO
Phones 86 327-8 WINNIPEG
W^?Wi^':'fiii>'ili\^>i^<'fii\''i^"iWWi^''i%':i k\:
wjmmmwmmmmwj ¥MM mwmmw'wmi m
stundaði hann fiskiveiðar með
bræðrum sínum, eða vann að
sölu fiskafurða.
Sem þegar er að vikið leið
hann þungan heilsubrest í æsku,
og beið aldrei bætur á afleið-
ingum er þar af hlutust. En alt
það bar hann með stakasta jafn-
aðarg«ði. Þó mun það sanni
nær, að þeir er líða þungt sjúk-
dómsstríð, munu trauðla bíða
fullar bætur. Það er því mikill
sigur, sem í því er fólginn að
halda velli þrátt fyrir hindran-
irnar og þess vert að bent sé á
sigurvinninga þeirra manna er
þrátt fyrir hindranirnar, gera
sitt ítrasta til að inna af hendi
fult dagsverk, eins og þeir, sem
heilir að verki ganga; og stund-
um eru slíkir menn dæmdir án
sanngirni af samtiðarmönnum
sínum. Magnús var studdur af
þrekmikilli og ágætri konu, er
stóð við hlið hans með staðfestu
og skilningi. Hann var henni
góður eiginmaður og þráði að
æta henni hvert mein. Börn-
um sínum unni hann og var
þeim umhyggj usamur og góður;
litla heimilið þeirra var bjart,
því trú og von þeirra hjóna
gerði það “hátt undir loft og
vítt til veggja”; og lýsti yfir
torfærur er stundum verða á leið
vor jarðarbarnanna. Magnús
varð fyrstur hinna mannvænlegu
og prúðu Eyjólfsstaða-bræðra,
þeirra er þroska-aldri náðu, í
val að falla, kallaður frá starfi
dagsins er það stóð hæzt, þökk-
um við honum verkin, er hann
af hendi leysti fyrir það, sem
hann var og vildi vera, og biðj-
um Guð að hugga aldraðan föð-
ur og hinn stóra hóp systkina
og ættmenna og vina, er minnast
hans með söknuði og þakklæti.
Og hún, sem eftir er skilin,
með mannvænlegan hóp hálf-
vaxinna barna, minnist þess að
höndin helga innilykur i ástar-
faðmi sínum alla þá, er sorgin
hefir heimsótt og lætur aftur
birta til, — og — “leiðir aftur
úr sorta Ijómann, sól úr nótt.”
Útför Magnúsar fór fram þann
5. sept. frá heimilinu og Breiðu-
víkurkirkju að viðstöddu marg-
menni.
Sigurður ólafsson.
Hendingar
Endur-kendir
Sú mig undrar minning mest,—
margt var stundar gaman,
þar sem undir eikum bezt
áttum fundi saman.
Heimsins slarki horfinn frá,
hreiminn larka þáði, —
inn i bjarkar börkinn þá
beggja mark eg skráði.
Skmamsýn þó er skuggans spá,
skapist ró í geði:
allir skóga-andar þá
okkar hlóu’ að gleði.—
Oft því tendrast minning min
— muna kendin lifir —
þar sem brendi eg bréfin þin
björkin stendur yfir.
Sólarlag
Út við sundin, suinars hlý
sól til grundar líður,
samt eg undrast yfir því
enn, hvað stundin býður.
Draumvisa
Frostin reyka’ mn foldar auð,
fjallsins sleikja kinnar.
Nú eru bleik og brún og rauð
blöðin eikarinnar.
Stjórnmála-gylling
Margra spillist manna sjón,
ináls við gyllinguna,
og þeir villast eins og flón
inn í hyllinguna.
—Pálmi.
BORGIÐ
LÖGBERG
Loftskeytatœkin verða
ekki tekin úr
skipunum
Deilan milli islendinga og
Breta út af öryggistækjunum í
íslenzkum skipum hefir nú verið
leyst á þann hátt, að Bretar hafa
fallið frá þeim ásetningi sínum,
að taka tækin úr skipunum, og
hafa þeir samþykt, að þau skuli
vera i þeim, en senditækin skulu
innsigluð í utanlandssiglingum
og má ekki brjóta innsiglin og
taka tækin í notkun nema hætta
setðji að.
Þannig halda öll stærri skip-
in loftseytatækjum sínum og hin
smærri talstöðvunum. Hins
vegar má ekkert skip hafa hvort-
tveggja.
Geta loftskevtamenn hlustað
á köll skipa, en engin skeyti
sent og geta skip því komið
nauðstöddum skipum til hjálpar,
en ekki látið þau vita, að þau
séu á leið til þeirra.
Mestan hluta dagsins i gær
fjallaði ríkisstjórnin um þetta
mál, og fulltrúar stéttarfélag-
anna héldu nokkra fundi og
höfðu bæði samtöl við ríkis-
stjórnina og fultrúa útgerðar
manna.
Eins og kunnugt er hafa
loftskeytatækin verið tekin úr
mörgum skipum erlendis, og
inunu tækin nú alls hafa verið
tekin úr 17 skipum.
Það var strax krafa stéttarfé-
laganna, að skipin færu ekki úr
höfn fyr en þau hefðu fengið
tækin aftur. útgerðarmenn á-
samt ríkisstjórninni, töldu þetta
sanngjarna kröfu, og munu loft-
skeytatækin verða send hingað
heirn utanlands frá með fyrstu
skipsferð. Þó munu togarar
fara á veiðar þar til tæki þeirra
koma.
Þetta mál hefir verið leyst
með samkomulagu og hefir rík-
isstjórninni tekist að halda vel
á því, þegar tillit er tekið til
alls.
Hins vegar munu þetta ekki
vera nein gleðitíðindi fyrir þá,
sem eins og kommúnistar ætluðu
sér að nota þetta viðkvæma mál
til æsinga gegn Bretum og ríkis-
stjórn okkar, en sjálfum sér til
framdráttar.—Alþbl. 1. okt.
Hermannaföt úr khakiefni
voru l'yrst notuð í uppreisninni
i Indlandi 1856. Khaki er pers-
neskt orð og þýðir sandur. Það
var nafn á þrælsterku fataelni,
sem indversku uppreisnarmenn-
irnir notuðu. Bretar sáu brátt,
hve hentugt þetta fataefni var
— mikið hentugra heldur en
rauða bómullarefnið, sem her-
mannaföt voru þá búin til úr.
Khakiliturinn varð svo vinsæll,
að hermennirnir lögðu fötin sín
í bleyti til þess að fá á þau
brúnan lit.
Innköllunar-menn
LÖGBERGS
Amaranth, Man............B. G. Kjartánson
Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvard&on
Árborg, Man.................Elias Elíasson
Árnes, Man...............Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..................O. Anderson
Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðf jörð
Bellingliam, Wash........Arni Símonarson
Blaine, Wash.............Arni Símonarson
Brown, Man......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvaldson
Cypress River, Man...........O. Anderson
Dafoe, Sask..............J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota........Páll B. Olafson
Edmonton ................................
Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask...........................
Garðar, N. Dakota..........Páll B. Olafson
Gerald, Sask................. C. PauLson
Gey^sir, Man.................Elías Elíasson
Gimli, Man. ..................O. N. Kárdal
Glenboro, Man..................O. Anderson
Hallson, N. Dakota ........Páll B. Olafson
Ilavland, P.O., Man...Magnús Jóhannesson
Hecla, Man..........................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota ...........John Norman
Ilnausa, Man................Elías Elíasson
Husavick, Man.................0. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn...........-........ B. Jones
Kandaliar, Sask...........J. G. Stephanson
Langruth, Man.........................John Valdimarson
Ijeslie, Sask.................Jón ólafsson
Lundar, Man...................Dan. Lindal
Markerville, Alta............ O. Sigurdson
Minneota, Minn...................B. Jones
Mountain, N. Dakota........Páll B. Olafson
Mozart, Sask..............................
Oakview, Man...............
Otto, Man.....................Dan. Lindal
Point Roborts, Wash...........S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................0. Sigurdson
Reykjavík, Man................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash.................J. J. Middal
Selkirk, Man...........................Th. Thorsteinsson
Siglunes P. O., Man.......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man..........
Svold, N. Dakota........B. S. Tliorvardson
Tantallon, Sask.............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..........................Eftías Elíasson
Vogar, Man.........................Magnús' Jóhannesson
Westbourne, Man..........Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach, Man.............O. N. Kárdal
Wvnvard, Sask...........J. G. Stephanson