Lögberg - 26.12.1940, Síða 8

Lögberg - 26.12.1940, Síða 8
8 LOUBEKG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBIER, 1940 Hollasti heimilis- drykkurinn. SCIENCE BUILDING, MANITOBA UNIVERSITY Or borg og bygð MA TREIÐSLUBÓK Kvenfélaga Fyrsta tliterska safn- aðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð: $1.00. Burðargjald 5c. * * * Miss Valborg Nielsen, B.A., dóttir þeirra Mr. og Mrs. Charles Nielsen, Ste. 19 Acadia Apts., kom til borgarinnar á sunnudag- inn austan frá Ottawa til hálfs- mánaðardvalar hjá foreldrum sínum. Miss Nielsen hefir fasta stöðu i Ottawa hjá samhands- stjórninni. * 4- -f -f Mr. Kári Oscar Hannesson, sonur þeirra Mr. 'og Mrs. Krist- ján Hannesson hér í borginni kom hingað flugleiðis um helg- ina í heimsókn til foreldra sinna og svstkina; heimili hans hefir til allmargra ára verið í Van- couver. H. BJARNASON TRANSFER Annast grelSleRa um alt, sem aC flutningum lýtur, smflum eCa stðrum. Hvergi sanngflarnara verC. Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími 35 909 MESSA AÐ LUNDAR Séra Bjarni A. Bjarnason mtjssar væntanlega í Lundar lútersku kirkju sunnudaginn 29. des., kl. 2.30 e. h. -f 4- -f GlMLl PRESTAKALL Nýársméssur 1. janúar: Betel, morgunmessa; Glmli, íslenzk messa kl. 3 e. h. R. A. Bjarnason. 4- 4- 4- LÚTERSKA KIRKJAN í SELKIRK Sunnud. 29. des.—íslenzk ára- móta messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson. DÁNARFREGN Stefán Sveinbjörnsson Swan- son andaðist að heimili sínu í Selkirk-bæ þann 12. des. árd., fullra 78 ára að aldri. Hann kom ungur frá íslandi fyrir 60 árum síðan, dvaldi árum saman í Winnipeg-borg og stundaði þar ýinsa atvinnu. Árið 1889 giftist hann Sigríði Bjarnadóttur, er Jifir hann ásamt 5 börnum þeirra: Nina, heima hjá móður sinni. Violct, Mrs. Stubbs, Wpg. Ruth, kenslukona, heima. Faith, Mrs. Osborne, Wpg. Alexander, heima. Auk þeirra syrgja hann 13 Hugheilar Jóla og Nýárs-óskir! J. J. SIDATISON & COM LTD. 308 AVENUE BUILDING, WINNIPEG SfMI 94 221 Aramótakveðjur Nú stendur yfir sú árstíð, er hjörtun fyllast góð- vild og þakklæti, og fólk nýtur hátíðanna í ríkum mæli. Um leið' og vér á ný árnum yður heilla, elur City Ifvdro j)á von í brjósti, að nýja árið verði ávaxtaríkt og giftusamt. CITY HYDRO ÞAtí ER EIGN YtíAR — NOTIfí IIANA! barnabörn og 2 barnabarnabörn. Stefán hafði átt heima í Sel- kirk um 40 ár. Hann var trú- fastur meðlimur og stuðnings- maður lúterska safnaðarins, en gaf sig þess utan lítið að fé- lagsmálum út á við, en inti skyldur lífs síns gagnvart eigin- konu, hörnum og heimili af hendi með stakri trúmensku og dygð, og voru heimilisböndin djúp og innileg. Hann naut trausts og virðingar samferða- manna sinna, er honum kyntust, fyrir áreiðanlegleik og skyldu- rækni í hvívetna. Lengst æfi sinnar naut hann góðrar heilsu. Um áratugi vann hann á ishús- um Selkirk-bæjar. útförin fór fram frá heimilinu og lútersku kirkjunni þann 15. des. Sigurður ólafsson. SEEDTIMEW a/yecí HARVEST- By Dr. K. W. Neatby ^ Diredor, Agricultural Department North-West Linc Elevators Association SOIL EROSION The Agricultural Department of The North-West Line Eleva- tors Association has just pub- lished a well-illustrated bulle- tin dealing with the subject of water erosion of soils. Its pur- pose is to draw attention to a problem which has, to a large extent, been overlooked by the general public. It has been easy to arouse public interest in the problem of soil drifting, and con- trol practices have met with a large measure of success. Water erosion may be quite as damaging as soil drifting on in- dividual farms, but, since the injury to the soil is often less obvious, it is apt to be neglected. The bulletin is well illustrated and written in popular style. It deals in a general way with the causes of erosion, with the losses suffered, and with con- trol measures. It contains seven excellent illustrations of fields in the Prairie Provinces which are suffering serious damage. In addition, there are four pic- tures generously supplied by the United States Soil Conser- vation Service. Since this is the only pub- lication of its kind in Canada, it should be read by every prairie farmer. All Junior Club members and high school stu- dents should secure copies, since “they shall inherit the earth,” or as much of it as is not washed or blown away! Copies may be obtained from the nearest grain buyer of any line elevator company associ- ated with the work of this De- partment, or by writing to the Agricultural Department, the North-West Line Elevators As- sociation, Winnipeg. We wish <all our readers a Happy and Prosperous New Year, and trust that it may bring “peace in our time.” Bertha von Suttner og friðarverðlaun Nobels Rétt um það leyti, sem núverandi styrjöld braust út, voru liðin 25 ár frá því hin fræga skáldkona Bertha von Suttner andaðist, og 50 ár frá því bók hennar “Niður með vopnin” kom út, bókin, sem festi nafnið “Friðar-Bertha” við skáld- konu þessa. “Friðar-Bertha” fæddist í Prag þ. 9. júní 1843. Hún var dóttir Kinsky greifa, sem var hershöfðingi, og í móðurætt var hún skyld frelsisskáldinu mikla Theodor Körner. Hún fékk á- gætt uppeldi, sem sæmdi dóttur greifa og hershöfðingja. Á unga aldri var hún mjög dáð stúlka, ekki aðeins vegna fríðleika síns, en einnig vegna gáfna sinná og mentunar. Það var mjög snemma, sem hin unga fegurðardrotning varð fyrir skáldlegum, en um leið raunalegum ástmaálum. Hún trúlofaðist Adolf prins af Witt- genstein, sem var jafnaldri hennar. Hann er sagður sagð- ur hafa verið eins ástúðlegur í umgengni eins og hún og hafði einnig áhuga fyrir hljómlist. Á ferð til Ameriku dó hann skyndi- lega um borð í skipinu og var líkinu hent útbyrðis. Eftir margra ára sorg yfir hinu skyndilega fráfalli prins- ins, trúlofaðist hin unga greifa- dóttir á ný. Foreldrar hennar voru mjög á móti þessari trú- lofun, en þrátt fyrir mótbárur þeirra, fékk hún og Grindaccar von Suttner vilja sínum fram- gengt og giftust þau, enda þótt að framtíðarhorfur þeirra væru ekki glæsilegar. Til þess að losna við ættingja sína, fluttu þau búferlum til Kákasus. Eftir mikla erfið- leika hepnaðist þeim að ná i atvinnu. Suttner starfaði sem húsasmíðameistari, en hún veitti kenslu í málum og hljóðfæra- slætti. Til þess að fá aukatekj- ur fóru þau bæði að skrifa, hann einkanlega smásögur með þáttum úr lífinu í Kákasus, og hún það sem maður nú myndi kalla “ekta kvennaskáldsögur.” Ritstörf þeirra urðu svo arð- söm, að þau gátu snúið aftur heim, og lifað þar eins og stöðu þeirra sæmdi. Hún sökti sér nú niður í að kanna nýtízku heim- spekilegar bókmentir, og varð sanntrúuð á öryggi framfaranna, eins og sézt líka í bók hennar, “Framfarafyrirlestrar á vorum timum.” Þar sézt hin • inikla hrifning hennar af hinum verk- fræðilegu framförum — en reynsla þessarar hálfrar aldar hefir sýnt að hún hefir verið of bjartsýn. Að hin ímyndaða framtíð, sem hún sá, mundi reynast sönn, var hún altaf viss um. En alvarleg- ustu fyrirstöðuna sá hún einnig, og það var stríðið. Til þess að vinna sem mest gegn styrjöld um, stofnaði hún bæði austur rískt og alþjóða friðarfélag, en starfsemi þeirra fékk mikinn stuðning af þvi, hve vel bók hennar, “Niður með vopnin var tekið, þegar hún kom út árið 1889. Hún vai* þýdd á mörg tungumál og aðeins á þýzku kom hún út í fjörutíu útgáfum, þangað til nazistar bönnuðu hana. Það sézt greinilega að aðal- persónan í bókinni “Niður með vopnin” er rithöfundurinn sjálf- ur, þótt hún hafi breytt um nafn og heiti þar Martha í stað- inn fyrir Bertha. í upphafi bók- arinnar er hún mjög óstýrilát ung stúlka af tignum ættum, greifa- og herforingjadóttir, og er þess vegna svo hugfangin af sögum um afreksverk í hernaði, að henni finst það mesta ógæfa að vera ekki karlmaður, og geta framkvæmt afreksverk fyrir keisarann og föðuriandið. Af hinum frægu kvenmönnum ver- aldarsögunnar hefir hún inestar mætur á Jeanne d’Arc. En strax í fyrsta samkvæminu sem hún tekur þátt í vaknar þó hið kven- lega eðii hennar, þegar hún sér þar laglegan liðsforingja, sein einnig verður mjög hrifinn af henni. Þau giftast nú og verða hamingjusamir foreldrar lítils drengs. Þegar ófriðurinn við Sardiníu brýst út, er faðirinn ný- búinn að gera son sinn að lið- þjálfa. Hrifning hinnar ungu konu af Jeanne d’Arc fer nú að hverfa: Hún hatar nú stríðið, sem hún í æsku sinni var vanin á að elska, vegna þess að það íekur Æiginmann hennar frá henm og stofnar honum í lífs- hættu. Þegar hann svo fellur á vígvellinum eykst hatur hennar á striðinu og hugur hennar snýst öndverður móti hinum hernaðarlegu erfikenningum for- eldranna, mannfélaginu og föð- urlandinu. Eftir að hafa verið ekkja í nokkur ár, hittir hún fjörutíu ára gamlan liðsforingja af prússneskum ættum, sem hún verður mjög hrifin af. Þau giftast svo, þrátt fyrir mótbárur frá föður hennar. Stuttu seinna er hinum nýgifta manni skipað að taka þátt í stríðinu við Dan- mörku. Þaðan kemst hann þó óskaddaður, en varla er hann kominn aftur heim, þegar prúss- nesk-austurriska stríðið brýst út árið 1866. Nú líður langur tími og Martha heyrir ekkert frá manni sinum. Að lokum fer hún sjálf út á vígvöllinn sem hjúkrunarkona, en er send heim sem sjúklingur, örvingluð af öllum þeim hörmungum, sem hún hefir orðið fyrir. Maður hennar kemur samt einnig ó- skaddaður úr þessari herför og nú alkominn, vegna þess að nú gat hann gengið úr hernum, en það gat hann ekki áður án þess að grunur vaknaði um, að hann hefði, aðeins gifst hinni ungu ekkju peninga hennar vegna. Hjónin setjast nú að í París, en þar eru þau tekin höndum í stríðinu 1870. Þau upplifa um- sátrina og hertökuna, sem kostar mann hennar lífið, vegna þess að hann var af prússneskum ættum, var hann grunaður urn njósnarstarfsemi og tekinn af lífi . . . Þetta eru aðaldrættirnir í við- burðunum í þessari skáldsögu. Þó að hana að vísu skorti til- breytingar í mannlýsingum, sem er nú krafist af skáldsagnarit- höfundum, og þó að samtölin Séu frekar eins og skrifuð heldur en töluð, er bókin samt öll skemti- leg vegna þess, hve þar er lýst mörgum mönnum frá fyrverandi höfðingjatímum, spennandi vegna hins skáldlega efnis og hinna miklu viðburða og áhrifa- mikil vegna vægðarlausrar lýs- ingar á ógnum vígvallarins. Bókin hafði mikil áhrif á einn lesandanna, og það var Alfred Nobel uppfinningamaðurinn, sem fann upp dynamitið. Hann vissi auðsjáanlega ekki fyrirfram til hvers uppfinning hans mundi verða notuð.— Hann skrifaði Berthu von Suttner: “Eg hefi nýlokið við að lesa bók yðar, sem er snildarverk. Það er sagt að til séu 2000 tungu- mál — þar af 1999 of mörg — en það er vlst að það er ekki eitt einasta, sem bók yðar ætti ekki að vera þýdd á, lesin og dáð.” Og fór síðan að lýsa friðar- verðlaunum sínum, sem nú eru orðin heimsfræg: “Eg vildi gjarnan við arf- leiðslu gefa part af auðæfum mínum, sem friðarverðlaun og ætti að veita þau fimta hvert ár, við skulum segja sex sinnum (því ef það hepnast ekki á 30 árum að endurbæta hina núver- andi stjórnarhætti, þá inunum við hreint og beint verða aftur villimenn) handa þeim, sem hefir unnið mest í þágu friðarins í Evrópu.” Þau 30 ár eru nú löngu liðin og friðarverðlaunin eru enn við lýði, þó að það land, sem hefir brent snildarverk Berthu von Suttner, hafi stranglega bannað borgurum sínum að taka á móti fé úr sjóðnum sem hinn sænski aðdáandi bókarinnar setti á stofn. (Lauslega þýtt). —Lesbók Mbl. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluB J>ér ávalt kalla upp SARGENT TAXI AND TRANSFER FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SAROENT and AQNES FARSÆLT ÁR Til vina og viðskiftamanna nær og fjæi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. WINNIPEG, MAN. For Fall and WinterWeather Heat Your House With HEAT GLOW BRIQUETTES SASKATCHEWAN LIGNITE WILDFIRE DRUMHELLER WESTERN GEM WINNECO COKE MCCURDY SUPPLY CO. LTD. BUILDERS SUPPLIES AND COAL Phones 23 811 -23 812 1034 ARLINGTON STREET

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.