Lögberg - 16.01.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.01.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines á gf S -\ Cot- 5<So* Servioe and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines **55 S«*5 »í»,V'í0' CO’C- ,erers L011*1 N\C alV For Better Dry Cleaning and Laundry 5fi. ÁRGANGUB LÖGBERG, FIMTUDAGIN N 16. JANCAR, 1941 NCMER 3 Bretar herða á sókn gegn þeim hluta Frakklands, sem Hitler hefir á valdi sínu Undanfarna daga hefir flug- herinn brezki, þrátt fvrir óhag- stætt veðurfar, hert svo á sókn sinni gegn þeim hluta Frakk- lands, sem Hitler ræður vfir, að jatnvel þýzk stjórnarvöld hafa ekki hjá því komist, að viður- kenna að tjónið hafi orðið geysi- mikið; jafnvel langt inni í landi svo seni umhverfis Amiens; þá hafa og kafbátastöðvar Þjóð- verja við strendur Frakklancks orðið fvrir þungu skakkafalli, og auk þess hafa flugstöðvar i Noregi, Belgiu og Hollandi fengið að kenna á hörðu; þá hefii brezki loftflotinn heldur ekki verið mjúkhentur á iðnaðarborg- unum í Ruhrhéruðunum, þvi mælt er að sumar þeirra scu nú lítið orðið annað en aska og eiinvrja. Frá Islandi cdns og frá var skýrt í Tíman- um fyrir nokkru, er mjög lítið um rjúpur í ár, líkt og að und- anförnu. Hin síðustu ár hefir verið heimilt að skjóta rjúpur uni hálfs þriðja mánaðar skeið, I ra miðjum októbermánuði til aramóta. en aðra tiina árs eru þær alfriðaðar. Nýlega hefir rikisstjórnin auglýst, að í ár skuli rjúpur einnig friðaðar þessa seinustu mánuði ársins. Er Þvi alt rjúpnadráp bannað i haust. Að þessu ráði er horf- ið ’segna þess, hve rjúpum hefir mj°8 lækkað siðasta áratug. Að undantörnu hata tvæn' getgatur 'eiið uppi um það, hvers vegna i jupunum hafi fækkað svo mjög. Hafa sumir kent um hóflausu drápi, en aðrir staðhæft, að i'júpan fljúgi milli landa og hafi Hutt sig til Grænlands í stór- hópuin vegna milds tíðarfars undanfarin ár. Með þessari á- kvörðun hefir sú skoðun orðið °lan á, að drápi sé um að kenna, h\e rjúpum hefir farið fækkandi hér á landi hinn síðasta áratug. * * « Samkvæmt yfirliti í síðasta hefti Ægis, htefir hraðfrysting flatfiskjar aukist stórlega á þessu ári. Veldur því að nokkru fjölg- un hraðfrystihúsa. Fiskimála- nefnd tjáir, að fyrstu átta mán- uði ársins hafi verið hraðfrysl 2063 smálestir flatfiskjar. f fvrra voru aðeins frvstar 1360 smá- lestir af slíkum fiski fyrstu átta mánuði ársins. * * * Mæðiveikinefnd greip sem kunnugt er til þess ráðs í haust að fyrirskipa niðurskurð alls sauðfjár á bæjum þeim í Hóla- hreppi, Viðvíkursveit og óslands- hlíð, þar sem garnaveiki hefði orðið vart í sauðfé. Er nú senn lokið við að slátra því fé, sem til kaupstaðar verður rekið af þessum bæjum, en enn er eftir að lóga þvi, er lagt verður til heimilisnota. Alls er það um 2,000 fullorðins fjár, sem farg- að verður vegna ákvörðunarinn- ar um niðurskurðinn. f staðinn haTa kaup verið fest á 1850 lömbuin úr Eyjafirði, Fnjóska- dal, Höfðahverfi og af Svalbarðs- strönil. Lömb þessi voru flutt á bifreiðum vestur í öxnadal og rekin þaðan yfir öxnadalsheiði. Eru þau nú geymd í stórum girðingum i grend við Miklabæ i Skagafirði. Þegar lokið er slátrun heimafjárins, verða þau rekiivtil liinna væntanlegu heim- kynna sinna og að sjálfsögðu tekin i hús, er þangað kemur. Tímanuin var skýrt svo frá i gær, að þrátt fyrir flutning og langan rekstur og aðra hrakn- inga, er hin aðkeyptu lömb hefðu óhjákvæmilega orðið fyr- ir, hefði ekkert lamb drepist úr bráðapest eða öðrum kvillum, enda öll liólusett. * * * Ingólfur Daviðsson magister hefir tjáð Tímanum eftirfarandi um athuganir þær, sem gerðar voru i sumar í tilraunareitum atvinnudeildar háskólans: — Uppskeru er nýlega lokið í garð.i atvinnudeildar háskólans. Var spretta nær helmingi minni en í fyrra, enda var þá óvenjulegt góðæri. Nú var sumarið svalt og rakt með næturfrostum siðari hluta ágústmánaðar. Góð kart- öflubrigði gáfu sem svarar 200 tunnum af hektara, en þau lök- ustu aðeins 100 tunnur af hekt- ara. Sýnir þetta glöggt muninn á uppskerumagni afbrigðanna. Er þetta sumar góð þolraun fvr- ir þau. Bezt uxu Askartöflur, Akurblessun, Alpha og Ren La- mand. Einnig gáfu Gullauga. Stóri-Skoti, Rogalandsrauður, Evvindur og fleiri tegundir þol- anlega uiipskeihi. Munu þær hæfa betur norðurhluta landsins en hinar fyrnefndu, sem eru seinvaxnari. Rauðu, íslenzku kartöflurnar voru mjög smá- vaxnar nú eins og oftar og gáfu litla uppskeru. Virðist ekki á- stæða til að halda í'þær. Sunn- an lands eiga mygluhraustari afbrigði að levsa þær af hólmi. ásamt Gullauga, sem er þétt og mjölvismikil kartafla eins og þær, en gefur meiri uppskeru og er stórvaxnari. Af rófnaafbrigðum uxu haust- næpur (Petrowsky og Maalselu- næpa) bezt, mun betur en gul- rófur. Haustnæpur eru bragð- betri en venjulegar sumarnæp- ur, seinvaxnari og geymast bet- ur. Eiga þær skilið að þeim sé gaumur gefinn. Hör óx mun ver en í fvrra, en er samt not- hæfur. Haustspínat (eða silfur- lieðja) hefir verið revnt undan- farin ár og gefist vel. Blöðin má nota i spinats stað siðari hluta sumars og blaðastiklarnir eru einnig góðir til matar. —Tíininn 10. okt. Pólitískir fangar fluttir til Suður-Frakklands Frá Vichy er símað þann 8. J). m„ að stjórn Frakklands hafi skipað svo fyrir, að flytja skyldi þá Paul Reynaud fyrrum forsæt- isráðherra og Georges Mendell, fyrverandi innanríkisráðherra til Suður-Frakklands, þar til mál þeirra verður að fullu rannsak- að af dómstólum; en eins og kunnugt er, hefir Petain-stjórn- in kært menn þessa fyrir óafsak- anlegt kæruleysi meðan á strið- inu í Frakklandi stóð, og jafn- vel landráð. “Nýja skipulagið,>, Pólverjar ganga þess eigi duldir, hver sé meginsérkenni þess “nýja skipulags”, sem Hitler telur nauðsynlegt, að komið verði á fót í Evrópu, og þá jafnframt á sínum tima út um allan heim; þau eru meðal annars þessi: “Málfrelsið úti- lokað, ritfrelsi svo talcmarkað, að það er í rauninni ekkert nema nafnið, og trúarbragðafrelsi gersamlega þurkað út; þá verð- ur ekkert eftir nema Nazista ó- frelsi eða kúgun.” ORPHANED BY GERMAN BOMBS Cared for ín ^ ln a country welfare centre, these London children who have lost their parents in ■ndiscriminate air-raids on Britain, eat their food in an atmosphere of peace. Fundur milli Sambandsstjórnar og stjórna hinna einstöku fylkja hófst í Ottawa á þriðjudaginn Hefir augasiað á Búlgaríu í>ess hefir áður verið getið til, aö Hitler hefði augastað á Búlg- íiWti til þess að færa út áhrifa- sweði sitt á Balkanskaga, og það jafnframt staðhæft, að þýzkur her væri kominn inn í landið; néi hefir fréttastofa Búlgaríu- stjórnar í Sofia neitað því að svo sé, og kveður stjórnina enga 'Atiöfu hafa fengið frá nokkurri stjórn enn sem komið sé, um levfi til herflutninga yfir landið. Hugsjónir Grikkja Hinn harðsnúni og viðmenti forustumaður grisku þjóðarinn- ar, John Metaxas, lýsti hug- sjónum Grikkja með hliðsjón al' viðhorfi stríðsins nýlega á þessa leið: “Fvrir þjóð minni vakir það eitt, að vernda sjálfstæði sitt, og fá að njóta lifsins í friði; ekkert er þjóð minni fjær skapi en það, að færa út kvíar á kostn- að annara þjóða.” Austurríki skygnist til sólar Mælt er, að í Austurríki séu niáttug öfl að verki, er það markmið hafi, að reyna að los- ast sem fyrst undan ánauðar- orkinu þýzka; eru þar að sögn, margir áhrifamenn, er þykjast varir. að senn fari að greiða frá sólu, og tími sé kominn til )>ess að hefjast handa. Úr borg og bygð The Annual Silver Tea of the Grand Lodge of Manitoba I.O.G.T., to be held on the seventh floor As- sembly Hall of the T. Eaton Co., Monday, Jan. 20th, from 2.30 to 5.30 p.m. Table Convenors—Mrs. A. S. Bar- dal, Mrs. G. M. Bjarnason, Mrs. G. Johonnson, Mrs. J. T. Beck. Home Cooking—Mrs. Carr. Receiving— Mrs. J. O. Jonasson, Mrs. V. J. Eylands. Genehal Convenor—S. Eydal. ♦ + + Frábærlega gott og itarlegt erindí um land og þjóð, og her- inenn á íslandi, eins og honum kom það fyrir sjónir s.l. sumar, flutti hr. Árni Eggertson, við samkomu í kirkju Gimli lúterska safnaðar þ. 10. jan. s.l. Ýmsir sögðust hafa fræðst meira af því að hlýða á frásögn hans en af bóka og blaðalestri. Vissulega var lýsing hans lofsamlegri, og eg hygg mikið sannari, en sú sem hið víðlesna og venjulega ágæta fréttatímarit “Time” birti nýlega og grundvallar á vitnis- burði sextán magasjúkra cana- diskra hermanna. Þessir “bless- uðu strákar” voru sáróánægðir við alt á íslandi, og ekki þá sízt voru þeir gramir við islenzku yngismeyjarnar að vilja ekki líta við þeim og gefa þeim bros og koss þegar þeir hrópuðu til þeirra á strætum úti (eins og “gentlemen” auðvitað!) og það á hreinni íslenku. “stúlka!” Aftur á móti segja kunnugir menn, og þar á meðal Árni Egg- ertson, að fólki á íslandi geðj- ist miklu betur að herinönnun- um frá Englandi en frá Canada, — þeir séu kurteisari og þýðari í viðmóti. Vonandi eru þeir þó ekki margir hóparnir í herbúð- um á íslandi slíkir og þessir sextán sem (hamingjunni sé lof) eru nú komnir úr “voðalegri út- legð” magasárir og illa til reika. B. A. B. Fundur sá, er auglýst hafði verið að kvatt vrði til í Ottawa þann 14. þ. m. í tilefni af til- lögum hinnar svokölluðu Sirois- nefndar, var settur að morgni hins tiltekna dags; fundarstjórn hafði með höndum forsætisráð- herra Canada, Rt. Hon. \V. L. Mackenzie King. Eins og þegar er vitað, »eru megin uppástungur áminstrar nefndar fólgnar í því, að sam- bandsstjórn taki að sér allar fylkjaskuldir, og annist að öllu um atvinnuleysisstyrk; á hinn bóginn er til þess adlast, að sam- bandsstjórn innheimti i sínar þarfir allan tekjuskatt, og allan erfðafjárskatt. Fundarstjórinn, Mr. King, tjáðist því hlyntur, að nefndar- álitið næði framgangi; hann kvaðst sannfærður um það, að með því yrði allmjög létt undir með striðssókninni, auk þess sem hægra yrði aðstöðu í sam- bandi við viðreisn þjóðarinnar heima fyrir að striðinu loknu; lagði Mr. King, eins og hann jafnan gerir, megin áherzluna á einingu þjóðarinnar jafnt í stríði sem friði; í sama streng tók Mr. Bracken forswtisráðherra Mani- tobafvlkis. En ákveðin and- spvrna gegn nefndarálitinu kom í ljós frá þeim Hepbun' förs.æt- isráðherra i Ontario, Aberhart stjórnarformanni Albertafylkis, og Pattullo forsætisráðherra í British Columbia; kváðust þeir allir bera kvíðboga fyrir því, að ef til framkvæmda kæmi, myndi Sirois-tillögurnar fremur veikja þjóðeininguna en hitt, með því að höggvið yrði um of nærri stjórnskipulegum sérréttindum fylkjanna. Italir fara stöðugt halloka í Albaníu " Þrátt fyrir aukinn herafla. ráða ítalir hvergi nærri við sókn gríska hersins i Albaníu; að því er siðast fréttist, voru hinar grísku hersveitir innan við þrjá- tíu mílur frá hafnarborginni Valona, og er búist við að sú borg gefist upp þá og þegar. Siglingatjón þverrar Siglingaráðuneytið brezka hef- ir formlega tilkynt, að siglinga- tjón Breta í vikunni sem leið, hafi orðið margfalt minna en nokkru sinni fyr, síðan Þjóð- verjar hófu leifturstríð sitt gegn siglingaflotanum eða einungis fjórtán þúsund smálestir. Innrás á Irland Samkvæmt fregnum frá Wash- ington á mánudaginn, er líklegt talið, að næsta innrásartilraun iHitlers verði gerð á Norður ír- land; er þetta bvgt á því, að með því að ná haldi á irskum flug- höfnum, eigi Þjóðverjar hægra um vik með að ráðast á vöru- flutningaskip, sem sigla milli Bandaríkja og Bretlandseyja. Ferjumaðurinn (Eftir T. J. Oleson) [Höfundur þessa kvæðis er ungur íslendingur, sem stundar \ framhaldsnám við háskólann í Toronto. Eftir hann hafa birzt nokkur kvæði í enskum blöðum og dylzt það ekki þeim, sem kvæðin lesa að honum er að fara fram i skáld- skap og ljóðagerð. Ef hann heldur áfram að ávaxta pund sitt í þessu tilliti má vænta mikils af honum. Þetta kvæði, sem hér birtist í lausri þýðingu og ineð brevttum bragar- hætti kom út i bókmentadeíld blaðsins Free Press síðast- liðinn laugardag.—Þýðandinn.] Þó kreptar séu og hrjúfar hendur og hnýttar, eftir kaðaldrátt, þá ljóma augun bláu og blíðu ! og brosa full af von og sátt. í striti lífsins lán og gæði hann lítur alt í kringum sig:— Við ferjumanninn munt þii kannast: í myrku og björtu hann ferjar þig. Við ána í litlum, lágum kofa hann lengi hefir dvalið einn; þar húsgögn fá og ódýr á hann, en ánægðari finst ei neinn. í stórra viða skugga og skjóli, með skóginn alt í kringum sig, er forni kofinn ferjumannsins, sem ferjar oft og blessar þig. Hann stöðu sína stundað hefir með stöðuglvndi í tuttugu’ ár ; og þegar lengstar ferðir fór hann þá fór hann mílur sjö og þrjár: þvi forlög þreyttra ferðamanna i hann fann að voru tengd við sig; þó stormar æddu og öldur risu hann aldrei brást að ferja þig. 1 kofanum hans litla, lága er leynt og geymt og verndað margt : þar geymist vilji að gleðja og hugga og gera öðrum lífið bjart með engan reikning eigin launa, en allra líkn að helga sig:— því elska flestir ferjumanninn, sem ferjar bæði mig og þig. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.