Lögberg - 16.01.1941, Blaðsíða 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN Ibl JANÚAR, 1941
A flótta um
Vígvelli Norður-
Frakklands
Frásögn Péturs Péturssonar.
Nokkru eftir að Esja kom
hingað á dögunum birtist í
Morgunblaðinu frásögn Pétur§
Péturssonar gleriðnaðarmanns,
þar sem hann skýrði frá því
helzta, er á daga hans dreif í
Belgíu og Norður-Frakklandi í
maí í vor. Hann flúði frá Ant-
werpen rétt áður en Þjóðverjar
tóku þá borg. Þeir voru þrír
saman Svíinn Gunnar Persson
skipamiðlari og Norðmaðurinn
Johansen skipstjóri. Þeir kom-
ust aldrei alla leið suður að
Somm;, því áður en þangað kom
var þýzka herliðið komið alla
leið til árósanna og allur flótti
suður fyrir Somme-vígstöðvarn-
ar útilokaður.
Frásögn Péturs í blaðinu end-
aði á því, að þeir félagar höfðu
hafst við í nokkra daga í strand-
borginni Le Toquet og dregið
þar fram lifið með mjög af-
skömtuðum brauðskamti, höfðu
séð sér út hát til þess að flýja
í yfir Ermarsund, en þýzki her-
inn tók borgina áður en þeir
kæmust á flot, og þá’ voru þau
sund lokuð.
Bílinn, sem þeir félagar höfðu
verið með og höfðu fram að
þessu getað fengið bensín á, tóku
Þjóðverjar af þeim, er þýzka
liðið kom til Le Toquet. Þeir
tóku yfirleitt öll flutningstæki,
er þeir gátu náð í. Bíllinn var
nýr 4 manna Buick-bíII. Spurði
þýzki liðsforinginn, sem fékk
augastað á honum, hvað hann
kostaði. Var honum sagt, að
hann hefði kostað 140 þús.
franka. Það sagði Þjóðverjinn
alt of hátt verð. En 80 þús.
frankar væri mátulegt. Fékk
eigandi bílsins þýzka ávisun ^
ofurstann, sem stjórnaði setu-
liðinu í Antwerpen. En ekki
hafði sú ávísun verið greidd, er
Pétur vissi síðast.
•
Pétur hefir sagt Lesbók frá
ferðalaginu til baka til Ant-
werpen. Það tók 9 daga. Það
eru 600 km„ þegar farin er styzta
leið. En þeim reiknaðist iil, að
þeir hefðu farið a. m. k. 900
km., og oft um einstigi og veg-
leysur.
l'rásögn Péturs af ferðalaginu
var á þessa leið:.
—r Er við höfðum mist bilinn
urðum við að ná okkur i eitt-
hvað annað farartæki. f Etaple
eða Le Toquet var ekki verandi.
Þar var ekki annað fyrirsjáan-
legt en sultur og vandræði. Við
fengum úthlutað 200 grömmum
af slæmu brauði á dag, og það
var alt viðurværið. Mat var ekki
hægt að kaupa hvað sem í hoði
var.
í skólanum, sem við höfðum
fengið gisting í, var uppi fótur
og fit er það frcttist að þýzkt
herlið væri komið sunnan með
ströndinni til bæjarins. Meðal
flóttafólksins, er hafðist við í
skólanum, voru allmargir her-
menn. Margir þeirra tóku nú
það ráð, að hafa fataskifti og
það sem skjótast. Reyndu þeir
að útvega sér einhverja fata-
garma til að klæðast í, og földu
hermannabúningana. Suma bún-
ingana grófu þeir í sand utan-
við skólann. En þeir, sem
komu því ekki við, hentu fötun-
um niður í þvottahús i kjallara
skólans.
En áður en fataskifti þeirra
vorai um garð gengin, komu
nokkrir þýzkir hermenn í skól-
ann. Þeir voru með skamm-
byssur og að öllu leyti vel vopn-
um búnir. Þeir söfnuðu öllum
þeim frönsku og belgisku her-
níönnum, sein þarna voru þekkj-
anlegir, og tóku þá til fanga.
Höfðu þeir fangana á brott með
sér, og féllu þá mörg tár hjá
hinni frönsku móður, er hún sá
syni sína tekna til fanga af
þýzkum hermönnum.
REIÐHJÓL TEKIN
TRA US TATAKl
Aður en Þjóðverjarnir komu
þarna höfðu franskir herinenn
safnað saman fjölda af reiðhjól-
um, sem þeir ætluðu að nota.
VToru reiðhjól þessi í haug mikl-
um á götu einni ekki langt frá
skólahúsinu. Gengum við nú í
hrúgu þessa og tókum hver sitt
hjólið, sem var hendi næst og
álitlegt til ferðalags. Er við
komum til baka til skólans, fór-
um við að búa okkur út sem
hjédreiðamenn. Eg hafði ekki
meiri farangur en svo, að eg gat
tekið hann allan með mér, með
því að binda bagga aftan við
hjólsætið og setja það í bakpoka,
sem eftir var. En félagar mínir
urðu að skilja mikið eftir af
sínum farangri, og varð þeim
aksturinn allerfiður samt. Því
þeir voru menn fullorðnir, þung-
ir á sér, og óvanir að ferðast á
reiðhjóli.
Þegar við vorum að ferðhúast
á þenna hátt, komu 5 ungir
Belgíumenn að máli við okkur
og spurðu, hvar við hefðum
fengið þessa “reiðskjóta.” Við
sögðum sem var, að við hefðum
tekið þá þar sem af miklu væri
að taka. Þeir voru ekki seinir
á «ér, og rendu sér á sama lagið.
Komu þeir að vörmu spori hver
með sitt hjól. Slóust þeir i
fylgd með okkur, svo við vorum
átta saman, er lögðum upp í
ferðina frá Le Toquet til Ant-
werpen.
FYRSTl ÁFANGINN
Það mun hafa verið 22. maí,
sem við lögðum af stað frá Le
Toquet. Fórum við ekki nema
skamt þann dag. Héldum við
upp frá ströndinni, upp með á,
er rennur til sjávar rétt hjá
þessari borg.
Flóttafólk var ekki margt á
leið okkar. Aðalbylgja flótta-
fólksins var komin lengra suður
eftir og hafði strandað þar eins
og við. En fáir höfðu haft tök
á því enn að komast þetta til
baka.
Mikið var af þýzku herliði á
öllum vegum.
Við gistum í skúr einum ná-
lægt bóndabæ um nóttina, og
þóttumst góðir að hafa þak yfir
höfuðið. Lögðum við eldsnemma
upp daginn eftir, en fengum
ofurlitla mjólk hjá bóndanum
áður en við fórum af stað. Ann-
að fékst ekki mátarkyns. Héld-
um við að alt myndi ganga
greiðlega. Þýzkir hermenn, sem
við hittum að máli við og við,
sögðu okkur að við skyldum
halda ótrauðir áfram ferð okk-
ar.
GESTRISIÐ FóLK
En kl. 10 f. h. mættum við
þýzkri varalögreglu. Leituðu þeir
í öllum farangri okkar og á okk-
ur hátt og lágt. En að skoðun
lokinni sögðu þeir, að við yrð-
um sjálfir að sjá okkur fyrir
næturstað þarna í nágrenninu,
þvi nú yrðum við að halda
kyrru fyrir. Við mættum ekki
halda áfram. Og það gæti dreg-
ist í viku eða meir, að við fengj-
um leyfi til þess að fara lengra.
En Þjóðverjar sjálfir ætluðu að
sjá Belgíumönnunum 5, ferða-
félögum okkar, fyrir næturstað.
Tóku Þjóðverjarnir þá að sér,
og eru þeir úr sögunni.
Nú fórum við að svipast um
eftir gististað í nágrenninu.
Komum við brátt auga á fornan
kastala eða herragarð og héldum
þangað. Þar var okkur ágætlega
tekið. Við fengum að sofa í
kvistherbergi í þessari ram-
bygðu, fornfálegu höll. Að vísu
var ekki nema eitt rúm í her-
berginu, og í því sváfu tveir
okkar, en einn á gólfinu. Margt
fleira flóttafólk hafði leitað
hælis þarna. Var reynt að
greiða fyrir því eins og frekast
var unt. En mat var engan hægt
að fá á heimilinu.
Morguninn eftir var okkur
visuð leið að þorpi einu skamt
þaðan, þar sem fór fram úthlut-
un á brauði. Þar fengum við
kort upp á 200 gramma brauð-
skamt og 1 liter af mjólk. Þetta
var dagskamturinn á mann
þarna. Ekki þorðum við að fara
á hjólunum í þorpið frá kastal-
anum, því við óttuðumst, að
hjólin yrðu tekin af okkur.
ÖMURLEGAR
FANGALESTIR
Með stóruin auglýsingum með-
fram öllum vegum var öll um-
ferð bönnuð eftir veginum.
Höfðu þýzku hermennirnir þess-
ar auglýsingar með þér.
Við vorum þarna um kyrt r2
daga. Báða þessa daga var
feikna mikil hermannaumferð
þýzkra fram og aftur um alla
vegi. Þar sáum við líka, sem
annarsstaðar í ferð okkar, geysi-
ljölmenna fangahópa. Það var
öinurleg sjón. Fangarnir voíh
bæði franskir, enskir og belg-
iskir hermenn. Þeir voru allir
á austurleið, á leið til Þýzka-
lands. V'arðmennirnir, sem með
þeim voru, voru á reiðhjólum.
En -fangarnir allir gangandi.
Þeir voru ákaflega illa til reika,
dauðuppgefnir, drógust áfram
af veikum mætti, sárfættir,
þyrstir og manni sýndist ekki
betur en sumir þeirra væru alveg
örvita, ringlaðir. V'íða stóð fólk
meðfram vegunum til þess að
reyna að rétta þeim hjálparhönd,
einkum til að gefa þeim að
drekka. Varðmennirnir þýzku
leyfðu það. Stundum notuðu
þeir sér líka sjálfir af þessari
hugulsemi og fengu sér að
drekka af vatni því, sem fram
var borið. En sumir fanganna
syntu ekki svaladrykknum, og
sýndist mér það vera vegna þess,
að þeir væru ekki með sjálfum
sér.
Fjöldinn allur af allskonar
bílum lágu meðfram öllum veg-
um, ýmist á hliðinni eða alveg
á hvolfi, eða á einhvern hí tw
lamasessi. Sunnr þessara biía
höfðu orðið þarna til, af því að
fólkið, sem í þeim var, hafði
verið drepið, ellegar af því að
þeim hafði í flóttamannaþvög-
unni verið ekið út af veginum,
ellegar hrint út af, eftir að þeir
voru yfirgefnir bensínlausir.
FRA M TA KSSA MIR
NÁUNGAR
Sama kvöldið, sem við konium
á herragarðinn, komu þangað
nokkrir ungir piltar frá Ant-
werpen. Þetta voru sérfræðing-
ar, sem ætluðu til Frakklands
og komast þar á vélaverkstæði.
Þeir tóku sér einn af þessum
“strönduðu” bílum, sem vantaði
ekki mikið á að fær væri til
aksturs. Þeir tíndu saman í
hann varastykki úr öðrum bíl-
um, unz bíll sá, sem þeir völdu
sér, var orðinn ferðafær. Og nú
þóttust þeir geta komist til
Belgíu. Þeir söfnuðu saman
ýmsu, bæði nauðsynlegu og ó-
nauðsynlegu, til ferðarinnar.
Einn þeirra hafði náð sér bæði
í harmoniku og vatnsleðurstíg-
vél. Eg hitti einn þessara félaga
af hendingu nokkru síðar í Ant-
werpen. Hann sagði mér, að
þeir hefðu ekki komist meira
en 40 km. í bílnum. Þá voru
þeir komnir til Arras. Þá var
bíllinn og alt þeirra hafurtask
tekið af þeim.
Er við höfðum verið um kyrt
þarna í tvo daga, ákváðuiw við
að freista að komast áfram á-
leiðis til Antwerpen.
Við kvöddum fólkið á herra-
garðinum með virktum. Það
var gömul ekkja, sem þar réði
húsum. Hún óskaði okkur góðr-
ar ferðar og góðs gengis. Hún
bauð að gefa okkur peninga í
farareyri, en mat gat hún engan
gefið okkur. En við þáðum það
ekki, enda engin ástæða til þess.
Því okkur vantaði ekki peninga
En fyrir þá var hvergi mat að
fá.
Gamla konan vissi af 10 nán-
um ættingjum sinum í herþjón-
ustu og vissi vitanlega ekkert,
hvar þeir voru eða hvort þeir
voru lífs eða liðnir. Þessa daga
höfðum við engar yfirlitsfregnir
af ófriðnum, og þó vorum við
þetta nálægt þeim stöðvum, þar
sem inest var barist, að við
heyrðum altaf skothriðina, eink-
um á næturnar.
Gersamlega öll umferð eftir
þjóðvegum var þarna útilokuð.
En við höfðum greinilega upp-
drætti með okkur og gátum átt-
að okkur á þeim. Ákváðum við
að hjóla meðfram járnbraut
einni. Stígur eða götuslóði
reyndist víðast vera meðfram
brautinni. En erfiður hjólreið-
arvegur var þetta, í steikjandi
sólarhita með mikinn farangur.
Við höfðum ekki lengi farið
með ’fram járnbrautinni, fyr en
við komum til bæjarins St. Pol.
Þar var allur farangur okkar rif-
inn upp og skoðaður. Sögðu
Þjóðverjarnir okkur, að við
skyldum halda þaðan til Arras.
En er við vorum komnir hálfa
leið þangað, mættuin við fólki,
sem varaði okkur við að fara
þangað, því þar væru öll farar-
tæki miskunnarlaust tekin af
manni.
Beygðum við því norður á
bóginn og fórum einlæga króka
og stíga. En altaf hjóluðum við
eins og við ættum Iífið að leysa.
Því altaf urðum við illilega varir
við skothrið og fallhyssukúlur.
LÁGUM ÚTI
Na*stu nótt láguin við úti. Við
vorum alveg komnir að niður-
falli af þrevtu og hungri er
kvölda tók. Þó voru félagar
mínir þreyttari en eg. En aftur
á móti voru þeir ekki eins illa
útleiknir af sólbruna eins og eg.
Andlitið á mér var að heita
inátti alt flakandi sár, og eins
handieggirnir, einkum þar sem
ermarnar strukust við þá. Þar
voru sárin dýpst.
Eina viðurværið þann daginn,
voru fáein egg, sem við stálum
úr hænsnahúsum.
Við steinsváfum fram undir
morgun, en vöknuðum þá við að
okkur var orðið hrollkalt.
Næsta dag héldum við áfram
með sama hætti, og drógum ekki
af okkur. En þann dag kom
ekkert inn fyrir okkar varir
nema plómur grænar og óþrosk
aðar, sem við fundum. Við
fengmn þrjár hver.
LIKIN í VALNUM
Á allri leið okkar þessa daga
urðu fjöldamörg herinannalík á
vegi okkar. En ekki voru þar
lik af þýzkum hermönnum. Því
Þjóðverjar jörðuðu sína menn.
Þar sem þýzkir hermenn voru
grafnir var settur kross með
númeri ellegar nafni hins fallna,
og ofan á krossinn var svo
hjálmurinn hengdur.
Eg átti erfitt með að fella mig
við að hjóla framhjá líkunum,
ekki sizt vegna þess hve af-
skræmd þau voru í andliti. Oft
fór eg af baki* af hjólinu og
fleygði einhverjum spjörum yfir
líkin. Félagar mínir vildu ekki
að slíkt tefði för okkar. En eg
gat altaf hjólað þá uppi, þó það
tefði mig nokkur augnablik.
FÆÐI OG HÚSNÆÐI
Að kvöldi þessa dags komum
við í sumarbústaðahverfi. Þar
var þýzkt herlið. Við höfðum
tal af þýku hermönnunum og
sögðum þeim af ferðum okkar.
Þeir vísuðu okkur inn í eitt hús-
ið. Það var vandað hús með
góðuin húsgögnum. í fyrstu
stofunni, sem við komum inn í,
var stórt skápborð með tveim
stórum postulíns skrautkerum.
Varð mér af rangli litið ofan í
þau. Sá eg þá, að sín skamm-
byssan var í hvoru þeirra. Þorð-
um við ekki annað en segja her- )
mönnunum frá þessu. Er við í
sögðum þeim þetta urðu þeir (
skuggalegir á svipinn og héldu !
auðsjáanlega að við myndum (
hafa verið með byssurnar. Hér (
væri einhver brögð í tafli. En s
við gátum sannfært þá um sak- •
leysi okkar og fengum að fara
aftur inn í húsið.
Nú byrjuðum við að leita þar
að mat. Við fundum tvær á-
vaxtadósir og borðuðum úr
þeim. Fengum við í ofanálag
hálft franskbrauð að gjöf hjá
dátunum og ögn af feiti með.
Síðan sváfum við í góðum
rúmum um nóttina.
Næsta dag komumst við til St.
Omer. Þá vorum við komnir
allnærri ströndinni aftur. Á
þeim slóðum var hvað mest af
hermannalíkum og hermanna-
dysum á leið okkar. Og þar
urðum við hvað eftir annað
varir við fallbyssuskothríð, sem
kom alla leið frá ströndinni,
eftir því sem við bezt vissum,
ellegar jafnvel frá herskipum,
sem voru úti á sundinu.
Þetta var um það leyti, sem
mest gekk á með flótta brezka
herliðsins frá Dunkirk yfir
sundið til Englands.
Er til St. Omer kom hittum
við þýzka hermenn með lest af
hestvögnum og voru þeir að
flytja franskbrauð til geymslu-
staðar í borginni. Það kom vatn
fram í munninn á okkur, er við
sáum brauðin, og háðum við um
að gefa okkur eitt. Var mér
rétt eitt brauðið. En við nánari
aðgæslu kom í Ijós, að það var
svo grútmyglað, að þau rauk úr
því myglan, er það var brotið.
Það var óætt, jafnvel fyrir svo
hungraða menn eins og við vor-
um. Við fengum því skift fyrir
annað, sem að vísu var myglað,
en ekki svo að það væri óætt.
Er við höfðum fengið þessa
lífsnæringu héldum við út úr
borginni, og skriðum inn í skúr
nálægt bóndabæ og gistum þar.
Næsta dag héldum við með-
fram ánni Lys áleiðis til landa-
mæraborgarinnar Menin i Belgiu.
Er að landamærunum kom var
þar vitaskuld enginn landamæra-
vörður lengur. Og í Menin gát-
um við keypt mat. Það voru ó-
gleymanleg viðhrigði, að fá al-
mennilega að borða.
Mikil eyðilegging hafði orðið
á þessum slóðum, ennþá meiri
en sunnar. í borgunum St.
Omer, Armentiéres og Menin
hafði viðureignin orðið svo
hörð, að húsin í heilum götum
voru í rústum. En þess er að
geta, að þar eru flest hús úr
múrsteini og þau þola spengjur
miktu ver en t. d. steinsteypu-
hús. Fáment var í þessum borg-
um. Flest íbúanna hafði flúið.
Á leiðinni frá Menin norður
eftir Belgíu til Antwerpen gerð-
ist fátt sögulegt.
/ ANTWERPEN
f Antwerpen höfðu ekki orð-
ið miklar skemdir á húsum, er
Þjóðverjar tóku þá horg. Skemd-
ir urðu þar meiri þegar brezku
flugvélarnar byrjuðu að gera
loftárásir á höfnina, til þess að
trufla innrásarviðbúnað Þjóð-
verja þar.
En áður en við komum til
baka þangað voru Þjóðverjar
byrjaðir að flytja þaðan mat-
vælabirgðir. Þeir notuðu 3—4
tonna bíla til þessara flutninga.
Járnbrautarsamgöngur lágu niðri
í landinu vegna þess hve brýr
höfðu verið eyðilagðar.
Þjóðverjar tæmdu vöruskemm-
ur matvælakaupmanna og fluttu
alt til Þýzkalands. Eg heyrði
sagt að þeir hefðu látið svo um
mælt, að það væri hentugra að
úthluta matvælunum frá Þýzka-
landi og þvi yrðu þau flutt
þangað. Ekki varð eg þess var,
að horgun kæmi fyrir það, sem
werpen. Sænskur skipamiðlari,
sem eg þekti, varð að horfa upp
á, að frá honum voru teknar
vörur fyrir 546 franka, án þess
hann sæi nokkra borgun fyrir.
Margar vöruskemmur i fríhöfn-
inni voru tæmdar. Danskur öl-
agent, sem æg þekti, átti þar
mikið af öli. Það var alt tekið
handa hermönnunum.
Smjör fluttist ekki til borgar-
innar. Það fór alt frá bændun-
um til Þýzkalands. En kjöt-
skamtur var 50 grömm á mann
á dag. Og alt matarkyns, sem
fékst, hækkaði ört í verði. Kart-
öfluuppskera vafð lítil. En
ýmislegt annað grænmeti fékst
meðan eg var í Antwerpen, og
var það helzta björgin. Eg fór
í ágústbyrjun til Danmerkur. En
ferðafélagi minn Person fór það-
an mánuði seinna. Eg hitti
hann í Svíþjóð á heimleiðinni
um Petsamo. Hann sagði að
matvælaskortur hefði verið orð-
inn mikið tilfinnanlegri er hann
fór þaðan.
Fyrstu dagana eftir að við
komum til Antwerpen, fór hver
herfarigahópurinn af öðrum á
austurleið um borgina. Það var
ekki síður ömurleg sjón að sjá
þá þar en suður á vegum Frakk-
lands. Hópum þessum var beint
eftir ókveðnum götum. Með-
fram götum þessum stóð fjöldi
fólks allan daginn, ungar kon-
ur, aldnir feður, gamlar mæður
og mændu á hermennina um
leið og þeir gengu framhjá, til
þess að reyna að koma auga á,
ef ske kynni að í öllum þeim
fjölda væru ástvinirnir, sem ekk-
ert hafði frézt um, þar væri
unnustinn, eiginmaðurinn, synir
eða nánir ættingjar. Fólkið stóð
þarna og starði og starði og
stundum kom það fyrir, að einn
og einn kom auga á einmitt
þann, sem hann leitaði að, og
fékk þannig vitneskju um, að
hann var ekki meðal þeirra, sem
fallið hefðu í valinn — heldur
meðal hinna, sem voru á leið til
fangabúða eða þrælkunar í
landi óvinanna.
—Lesb. Mbl.
Frá Mountain, N. Dak.
(18. desember 1940).
Kæri ritstjóri Lögbergs!
Viltu vera svo vænn að ljá
eftirfarandi línum rúm í blað-
inu, þó þær sé orðnar dálítið á
eftir tímanum.
Við gömlu hjónin Magnús
Snowfield 83 ára, og Guðbjörg
Snowfield 79 ára, höfum nú átt
samleið í hjónabandi i 54 ár;
við höfum ávalt verið hamingju-
söin; þegar við vorum að tala
saman um jólin og jólagjafirnar,
urðu þessi stef til:
Eg:—
Nú legg eg hönd um háls á
þér,
á heitar varir þrýsti kossi.—
Hún:—
Þótt gull og silfur gæfir mér,
það gæti ei jafnast sliku hnossi.
Bæði:—
Heyr þú mig, guð minn, hjálp-
aðu mér,
mitt hjarta er þrungið af sorg-
um;
hve skelfing litlu eg skila þér
í sköttum frá lífsins torgum.
Með innilegum hátíðaróskum
til þin og konu þinnar um leið
og eg brýt þennan miða saman,
og legg innan i áskriftargjald
mitt fyrir Lögberg.
þeir tóku, meðan eg var í Ant-
Virðingarfylzt,
Magnús Snowfield.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551