Lögberg - 16.01.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.01.1941, Blaðsíða 5
5 “historians” Iceland has fared ex- ceedingly well, and that the lamp of its literary and historic past will never go out. It is, Sir, the desire of the Ice- landic National League, that you publish this letter, at least in part, as a protest against the false and incriminating report contained in the above named issue of your paper concerning an innocent and peace- ful people, and as a correction of the historical inaccuracies contained therein. May we also express the hope, that for the sake of good- will among nations, which is at present our greatest need that you will in the future allow the truth to prevail over your desires for the exciting and the sensational in the news of the day. Sincerely yours, V. J. EYLANDS, Secretary, Icelandic National League. • 2914 Dorman Ave. South, Minne- apolis, Minn., Jan 13 1941 Editor, Time, Inc., 330 East 22nd St., Chicago, Illinois. Sir. The article in your issue, as of January 13, 1941, 0n Iceland page 23), is about the most mis- representative conglomeration of ignorant drivel that I have ever read. I arrived in Iceland about two weeks after the English came to oc- cupy the island. The English came on May 10, 1940, and I arrived there about May 23, 1940. I remained two months in Iceland and I can truth- j - ily state that while I was there n° such things happened as you as- sert in your article. I spoke to scores of English sol- diers, from private to officers of the highest rank, and they had nothing but words of praise and commenda- tion for the people of Iceland and such commercial relations as they had with them. Your intimation that the mer- chants of Iceland try to steal from the English soldiers, by short changing them, is a libel on a coun- try that for centuries has had hon- esty as one of its main assets. Your statements about Icelandic young ladies having been shorn of their hair, if found out with British soldiers, is so preposteriously wrong and malicious that no comment could do justice to the situation. I have always had a high regard f°r “Time,” but in the face of this outrage it will be difficult to re- strain contempt. Respectfully, GUNNAR B. BJORNSON. Jússúf (Saga frá Túnis) Erlendur Guðmundsson islenzkaði Eg hafði meðmælingabréf (segir Pychler Muskan fursti) frá frönsku stjórninni til land- stjórans í Algier, er eg afhenti þegar eg hafði náð mér eftir veikina. de Erlon greifi var einkar fjörugur og viðmótsþýð- ur öldungur, og bauð mér að sitja til borðs með sér. Þar sá eg í fyrsta sinn hina Vndis- fögru dóttur hans og tengda- dóttur, er var svo lik spánverskri stúlku, ennfremur Rapatel ágæt- an herforingja og de la Breto- miera sjóliðsforingja og greifa. sem sagði oss sögur frá Trafal- ger og Navarino; þar hafði hann óbeðinn á skipinu “Brezlau” ójargað rússnesku herskipi, og komist í mikla mannraun. E)g hlýddi með mestu eftirtekt á skáldlegu frásögurnar um stór- kostlegu skoteldana er Tyrkir geiðu i lok bardagans, þegar þeir kveiktu í 20—30 skipum. Fall- byssurnar höfðu hleypt af sér sjálfar, og skipin svo sprungið ' loft hvert af öðru. í samkvæmi Pessu var maður nokkur, er sér- staklega vakti eftirtekt mína. að var einkar friður Tyrki, læddur fötum úr gulli lögðu / með rauðum túrban 'efjarhött) á höfði og kross eiðursfyikingarinnar frönsku á ivf°SUnU’ ^aður þessi var sá in n ríe® Jússúf herdeildarfor- , f1 7akka í Bóna. Hann hafði inn^lii ?,lkÍna’. °g var nú kom' f„ii '''gier til að styrkjast til IU|lS. Æ-i. . J * L nans var monnum um . n ^okkrir hugðu að hon- Unga ahlri hefði verið r.ænt frá kristnum foreldrum, en aðr- ir, að hann væri sonur þræls frá Norðurálfunni og tyrkneskr- ar konu i heldri röð. Það var samt áreiðanlegt að hann hafði alist upp í kvennabúri jarlsins í Túnis, átt í ástabralli við dótt- ur hans, og svo flúið til Algier og gengið í franska þjónustu. Með því ástamál þessi og þar af leiðandi flótti er svo skáldlegt, þá læt eg söguna af því fylgja sér með eins og Jússúf sjálfur sagði mér hana nokkru seinna. Eg var — svo mælti Jússúf — hertekinn barn að aldri, og eftir það alinn upp í kvennabúri jarlsins. Eg umgekst einasta kvenfólk til þess eg var kominn á 12. ár, þá var eg búinn að fá viðkvæmustu barnaást á jarls- dóttur, sem var mér dálitið yngri. Móðir hennar kvað líka svo að orði, að enginn annar ætti að verðá maðurinn hennar Kabburhu sinnar. Þeir sem voru ákveðnir í riddarastöðuna eru teknir úr kvennabúrinu þegar þeir eru 12 ára, og upp frá því aldir upp með mestu gaumgæfni handa jarlinum sjálfum. Þeir eru jafnan hirðmenn hans og æðstu emhættismenn. Eg var einn þeirra, sem átti að verða riddari. Kvaddi eg unnustu mína með mesta harmi, en ást vorri gleymdum við ekki, og eft- ir fáein ár fórum við að geta fundist i laun á kveldin. Fór þessu fram nokkur ár að við höldum uppteknum hætti; jafn- framt steig eg i virðingu hjá jarlinum. Loksins komst grísk- ur þræll að ást okkar, hafði eg keypt hann og útvegað honiim pipustopparaembætti jarlsins. Þræll þessi kom að okkur jarls- dóttur um nótt, þar sem við vorum á einum slíkum fundi. Varð eg að kaupa þagnarheit hans geysi fjárhæð. Litlu seinna lét hann líf sitt fyrir að hafa staðið á hleri og hafa í hótun- um við okkur jarlsdóttur. . . . ó, hver getur lýst þvi hvilík himnesk vera þessi stúlka var. Hversu ómetandi dýrgripir voru ekki tilfinningar hennar, hygg- indi hennar og staðfesta, er fyltu hjarta hennar? Hversu gagn- takandi var eigi yndisleikur sá, er sveipaði sál hennar, er and- aði aðeins ást. — Jússúf þagn- aði snöggvast, eins og hann væri heillaður af endurminningunum; svo hélt hann áfram sögu sinni á þessa leið: Áður en eg skýri frá þeim ógnar umskiftum, er urðu á kjör- um okkar, a'tla eg að lýsa fyrir- komulagi í aðsetursstað jarls- ins, svo hægra verði að átta sig á því sem á eftir fer. í hirð jarlsins eru 80—100 riddarar. Þeir eru flokkaðir eftir metorðum. Eru þeir allir undir forustu eins manns, sem bá er jafnframt æðsti ráðgjafi hans, þeir eru æðstir virðingar- manna í landinu, °g hafa alt það er veröldin getur veitt fyrir • peninga, því öll auðæfi Túnis eru í höndum þeirra; þeir eiga pá fegurstu hesta, og húa í skrautlegum höllum. Vopn þeirra blika öll af gimsteinum. og þeir lifa hvern dag í dýrleg- um fögnuði. svo sem sagt er uní ríka manninn i dæmisögunni. Þó eru fjögur boðorð, sem þeim er skipað að halda: Fyrst, þeir mega ekki umgangast konur. Ekki gifta sig innan hálf fim- tugs, og þá virtir sem uppgjafa hermenn. Aldrei vera að heim- an nema í fylgd jarlsins, eður í erindum hans, og ekki neyta á- fengra drykkja eða tóbaks. Af því þeir eru lífvörður jarlsins, og eiga að gæta velferðar hans, hefir þótt ástæða til að setja þessar varúðarreglur. Oft kem- ur fyrir að hirðmennirnir brjóta þessar reglur, en komist það upp, verða þeir fyrir þungri refsingu. Eg gat þess að hirð- mennirnir hefðu ráð á miklum auðæfum, en hvað var það sem eg réði yfir, sem stýrði fjármál- unr landsins, og þurfti auk þess ekki að standa glögg skil fyrir LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 16. JAXÚAR, 1941 ráðsmenskunni, embættið var heldur ekki erfitt, því skriftir voru litlar í landinu. Með þess- um hætti og án þess beinlinis að brjóta lögin hafði' eg ráð á öllum þeim meðölum er þurfa til að framkvæma mestu stórvirki. Þrátt fyrir það varð eg jafnan að tefla á tvær hættur er eg fór að finna unnustu mína, neytti eg þá stundum hinna kynlegustu bragða til að vekja ekki grun- semd. Einu sinni til dæmis fór eg ofan í kassa, sem fullur var allskonar varningi, og öðru sinni lét eg vefja mig innan í ábreiðu, og var svo borinn fyrir augum jarlsins til dóttur hans. Þegar eg eitt sinn var hjá unnustu minni, og við sízt áttum von á, kom jarlinn alt í einu, tróð eg mér þá ofan í klukkukassa, og varð að sitja þar í tvo k 11., og kominn nær að köfnun. Loks fór svo að eg komst ekki á fund jarlsdóttur með öðrum ráðum en hér verður lýst. Undir aðsetursstað jarlsins eru stórkostlegir gangar neðan- jarðar, sem nú eru að mestu fullir af for og vatni. í göngum þessum eður hvelfingum, voru allir þeir menn teknir af, sem jarlarnir, hver eftir annan, höfðu dæmt til dauða, og líkin svo látin eiga sig á aftökustaðnum. Seinasti jarlinn hafði verið mifd- ur í stjórn sinni, og því hafði enginn verið tekinn af í langan tírfía. Því voru þar engin hálf- rotnuð lík, svo sem áður hafði verið, en þeim mun meira af beinagrindum og beinahrúgum frá timum styrjaldarinnar. Mér kom nú í hug að nota göng þessi er eg heimsótti jarlsdótt- ur. Ekki þorði eg að bera með mér ljósker, og því varð eg að setja upp merki hér og þar um göngin. og lesa mig eftir þeim í myrkrinu. útgangan úr göng- unum lá inn i ofurlitinn jurta- garð, sem jarlinn hafði látið byggja sjálfum sér; vissu glugg- arnir á aðsetursstað hans út að garðinum en öðru megin voru gluggarnir á herbergjum dóttur hans. Þó eg vissi að garðvörð- urinn og koria hans væru mér trú, þorði eg aldrei að fara út úr garðgöngunum, fyr en búið var að slökkva ljósin hjá jarl- inum; hafði eg þá stundum beðið 3—4 ldt. á mannabeina- hrúgunum í kolsvörtu undir- jarðarmyrkri. Eftir að ljósin höfðu verið slökt og eg aðgætt vandléga, hvort engir hirðmannanna lægju á grasbekkjunum til að njóta svalans í kvöldblænum. er oft kom fyrir, hjálpaði Andrés garð- vörðurinn mér að klifra upp vatnsrennu nokkra, þá hafði jarlsdóttirin stundum heðið mín fram á miðja nótt. Eg vogaði ekki að fara heimleiðis, fyr en menn höfðu verið kallaðir ti! morgunbæna úr musterunum. Vafði eg þá unnustu mína að minsta kosti tiu sinnum að brjósti mínu að skilnaði. Svona leið hált ár. Þá sendi jarlinn mig eitthvað burt í er- indum sínum. Á meðan var far- ið að gera við byggingu þá, sem við hirðmennirnir héldum til í. Þegar hliðarveggur, sem sneri að herbergjum mínum var rif- inn, kom í 1 jós Hkið af gríska þrælnum, sem eg hafði drepið og múrað inn í vegginn. Eg var jafnskjótt grunaður um verkið, og reyndist árangurslaust þó eg leitaðist við að afsaka mig í augum jarlsins. Hann virti mig ekki viðtals og var hinn reiðasti. Leið svo dagurinn til kvölds, að ekki bar fleira til tíðinda, og hjá mér lifnaði von, en þá var barið að dyrum, og höfðusmaður hirð- mannanna gekk inn. Það var sem hnifur væri rekinn í hjarta mér, því nú var mér ljóst, að á- kveðin væru örlög min, en með því að það er álitin mesta smán að tapa hugrekki sínu í lífsháska áttaði eg mig brátt, og tók að hugsa um það með mestu rósemi, að eg léti þó lífið fyrir unnustu mina. “Jússúf!” mælti höfuðsmað- urinn — “eg hefi oft ámint þig þó til einskis hafi komið. Það er alt komið upp um þig og búðust nú við dauða þínum. Láttu mig heyra þá síðustu ósk þíriá.” “Það frestar þvi enginn sem fram á að koma,” svaraði eg. “Eg er albúinn!” Eftir að við höfðum haft al- varlegt samtal alllengi, fylgdi eg höfuðsmanninum með mestu auðsveipni við örlögin. Fyrir utan dyrnar stóð þræll með ljós- bera í hendi, og eg þóttist sjá fleiri halla sér upp að múrnum. Það var svo skuggsýnt, að eg þekti þá aðeins af ritningunum. Við stigum svo niður í aftöku- göngin, og námum staðar einmitt i þeirri hvelfingunni sem eg hafði beðið lengst eftir að geta faðmað unnustu rnína. Eg fann ekkert til ótta. Það voru lög, að þegar embættismenn voru teknir af, máttu þeir þvo sér og gjöra bæn sína áður ,en aftakan færi fram. Nú kom þræll með þvottaskál úr silfri, og annar þræll breiddi niður dúk og setti ljósberann á dúkinn. Eg þvoði mér, kraup svo niður og framdi alt er trú- arbrögðin mæla fyrir. Þessi síð- asta bæn mín var nokkuð löng. Hún hafði staðið yfir i 15 mín- útur. Eftir framda bænina — segja lögin —• á að brjóta upp á það hornið á dúknum, sem mað- ur hefir gert á bæn sína. — Og nú skal maður athuga kraft ör- laganna — mælti Jússúf eftir dálitla málhvíld. Einmitt þegar eg ætlaði að kippa upp þessu horni og rétta höfuðið undir höggið, valt Ijóskerið á hliðina — af eintómri tilviljun — og ljósið slokknaði. Eg geng frá að lýsa breytingu þeirri er samstundis fór frám í sál minni. Eg varð á auga- bragði alt annar maður. Lífið sem mér fanst einskisvirði fyrir fáeinum mínútum, varð mér nú dýrmætara öllu öðru, og áður en eg hafði tekið nokkurn fastan ásetning, hafði eg þrifið ríting- inn af þrælnum, sem stóð næst- ur inér, og hlaupið af stað út í 'niðdimm göngin upp á líf og dauða. Litlu þar eftir, var eg kominn út í forarleðju, og sam- fara þvi var einnig dregið úr köllum og óhljóðum félaganna. Næst fann eg að vatn lék um mig til mittis. og seinast upp í háls. Þá fyrst nam eg staðar. Ivringum mig var hljótt sem i gröf. Þá sneri eg við til að komast á þurrari stað, en var um leið orðinn viltur. Eftir það átti eg ekki um annað að velja, en leita þurrari staða. Eg varð allshugar feginn, er eg fann stein til að hvila mig á. Aldrei vissi eg hvað tímanum leið. með- an eg var að villast um jarð- göngin og jafnvel ekki hvort fremur var dagur eða nótt. Það mun þykja ærið ótrúlegt ða eg hafi verið að ráfa um göngin í þrjá sólarhringa, og næringarlaús að undanteknum riokkurskonar gorkúlum, sem uxu á slepjuðum veggjunum og foruga vatninu. Eg var kominn að hana morg- un þess fjórða dags, þegar eg rak fótinn í langan legg úr manni, sem rotturnar höfðu dregið til. Mér kom til hugar að hvelfingin með beinagrind- unum sem átti að taka mig af í, hlyti að vera í þessari átt. Eg hafði hvað eftir annað reynt að slá eld með ritingnum en aldrei tekist, en i þetta skifti heppnað- ist það, og fáum mínútum seinna hné eg niður, mér til óumræði- legrar gleði, í beinahrúguna. Og svo kom sulturinn með þvilílyi kvalatilfinningu, er eg aldrei hafði fundið áður. Eg stóð upp með veikum burðum og fálmaði út í myrkrið er eg hélt að dyrn- ar væru út í garðinn, rak mig þá á einhvern þungan klump og heyrði að eitthvað rýtti við hlið mér; varð eg ákaflega hræddur, og rak rítinginn í þessa óþektu skepnu; fann þá að eitthvað þungt og stvnjandi féll ofan á mig og eitthvað volgt rann um mig allan. 1 sama bili lagði framan i mig ljósbirtun. Dyrahurðinni var hrundið upp, og Andrés gekk inn til að sækja asna, er hann hafði keypt kvöldið fyrir og skotið honum þarna inn yfir nóttina. Eg hfaði drepið asn- ann. “Andrés!” hrópaði eg. “f guðs nafni hjálpaðu mér. Eg er Jússúf!” Andrés var afar hjá- trúarfullur, og lá nærri «ð kall mitt kæmi mér á kaldan klaka. Hann hljóðaði upp af hræðslu og skelti hurðinni í lás svo að drundi í göngunum. Nú varð eg með öllu örvinglaður og bölvaði örlögunum. en þrátt fyrir það krafðist manneðlið réttar síns og drakk er blóðið úr asnanum. Það varð mér til láns að Andrés sagði konu sinni frá hvað fyrir hann hafði borið, og af því hún var vitibornari en hann, kom hún að stundu liðinni með hress- ingu handa mér. Hún nain stað- ar við dyrnar áður en hún þorði að ganga inn. Leið þá ekki á löngu að hún komst að því að inrii fyrir var maður með holdi og blóði, en engin forynja; svo kannaðist hún við málróminn. Andrés og kona hans áttu að þakka mér það sem í Norður- álfunni hefði verið nefndur “auður.” Þau voru mér líka þarfari en svo að eg léti þ'au bresta peninga, og í þetta skifti þurfti eg að halda á liðveizlu þeirra. Andrés bjó mér boð og fékk mér önnur klæði að fara í, en á meðan fór kona hans til jarlsdóttur, að tjá henni með hve undursamlegum hætti eg hafði bjargast frá aftökunni. Nóttina eftir fór eg á fund hennar. Það levndi sér ekki hvað hún hafði tekið mikið út af harmi, verið óhuggandi og ætlað að svelta sig í hel, Hún leyndi mér hjá sér í marga daga og tókum við sam- an ráð okkar hvernig eg mætti rétta við virðingu mina. Ættingi einn jarlsins er siðast sat að völdum hét Ali Ben Jummus. Hann hafði verið em- bættismaður í hernum, en strok- ið þaðan og til Algier. Eftir það hafði hann eflst að liði hjá fjallabúurium í Constantini, og réðist á Túnis. Tvisvar hafði hann sigrast á liði því* er jarl- inn sendi til höfuðs honum. Nú hafði hann tekið sér stöðu í góðu vígi upp i fjöllunum, gegnl þriðju hersveit jarlsins. Nú var um tva*r leiðir að velja fyrir mig; flýja til upphlaups- mannanna, eður sína af mér eitt- hvert hreystiverk, og með því vinna mér bæði Hf og grið. og sem unnusti jarlsdóttur kaus eg það síðara. Engum kom til hug- ar að, eg væri á lífi, og sizt af ölluin jarlinum. Basch höfuðs- maður hafði forðast að segja frá hvernig aftakan lyktaði, til að komast hjá refsingu. Það virtist Hka óhugsandi að eg hefði bjarg. ast úr göngunum, og alt mælti með að eg hefði neyðst til að reka mig í gegn með ritingnum, heldur en að veslast út af í hungri. Enginn hafði fengið umráð yfir eigum mínum og út- lit fyrir að jarlinn forðaðist að minnast á þenna atburð. Þetta stvrkti von okkar. Jarlsdóttir lét Rústan þjón minn vita hvernig komið var, og buðum við honum að bíða í næsta skógi um kvöldið, með hest og beztu týgi. (Framh.) Frá Vancouver, B.C. (12. janúar, 1941) MARÍA MARKAX Kl. 3 í dag fyltist Orpheum leikhúsið, hvert sæti skipað. Þá hyrjaði “The Yancouver Svni- phonv Concert”, og eins og venja er til verður víst margt skrifað um þessa frægu söngkonu, og þar eð eg hripaði fáeinar línur um “jóla-messuna” og mintist á söng hennar, þá langar mig til að votta henni kærar þakkir fyrir þessa gleðistund, Hér er ekki um að ræða krítik, en heldur að minnast hversu að- dáanlega að Maria svngur. f þetta sinn söng hún alls annars efnis en á jólunum, eins og vænta mátti. Norrænu þjóðirnar hafa eign- ast marga fræga söngvara, en mér rennur til gruns að Maria Markan skipi sess í fremstu röð þeirra, því eg hefi aldrei heyrt betri rödd en hennar meðal nor- rænna söngvara. Mér er það al- vel ofvaxið að reyna að lýsa að fullu hversu mikil og fögur er rödd hennar. Hún fer prýðis- vel með söngkrafta sína, er lát- laus en tíguleg. vingjarnleg í við- móti, al-slenzk í anda og sál. Þó öll lögin sem hún söng tækist ágætlega í alla staði, vil eg þó minnast sérstaklega á Verdi’s “Elviras Cavatina from Ernani”, sem mér þótti hámark söng- skrárinnar. Hún fór með þetta lag af aðdáanlegri snild. Svo má og segja um “Thranis” the Norwegian Echo Song, sem hún söng með töfrandi tónum. I þessu lagi er tvísöngur að hcita má þar eð flautuspil og söngur- inn gengur á víxl, og var snild- arvel gert. Munu sumir telja þetta bezta stvkkið á söng- skránni. Söngkonunni var tjáð dynjandi lófaklapp, og var köll- uð fram hvað eftir annað. Sann- arlegur sigur fvrir Mariu Markan á hennar fyrsta “concert” í Ame- ríku. fslenzka þjóðin má mikl- ast af Maríu. Hún her hátt ís- lands fána og frægð, hvar sem hún fer, með sinni prúðmann- legu framkomu, sérstakri vin- sa>ld og alúð. Allir hér virða hana og heiðra, og verðskúldar hún það fyllilega. Sérstök ánægja er að revna að greiða veg þessarar dóttur íslands, og það litla, ^r Yan- couver íslendingar gátu gjört í þá átt, var rikulega endurgoldið með stórmerkilegum sigri á sviði sönglistarinnar, sem hún vann fyrir sjálfa sig og þjóð vora. Allir eru hjartanlega hrifnir af Mariu. Þökk fyrir komuna! María Markan, árnaðaróskir og hlýhugur þinna mörgu vina í Vancouver og grend fvlgir þér ætíð. Vonandi að þú komir bráðlega aftur. Friðrik.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.