Lögberg - 20.02.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.02.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines i%o* d L(Ulllt1\\V> ^ Service Cot.^°v and Satisfaction PIIONE 86 311 Seven Lines «ndvv-\'A^ C°x' l'lor Better Dry Cleaning and Laundry 54- ABGANGUR ♦ LOGBERG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1041 . ♦ NÚMER 8 Stríðss ókn Canada krefst þess að allir kaupi stríc % Jspar naðar skí rteini Sambandsþing tekur til starfa Síðastliðinn mánudag settist sambandsþingið á rökstóla, en Pingfundum var, eins og vitað er, frestað frá því á öndverðum Vetri til þessa tíma. Forsætis- ráðherrann, Mr. King, lýsti þegar >’fir því í þingbyrjun, að stjorn- arfrumvörpin hlyti að þessu sinni að skipa fyrirrúm fyrir frumvörpum einstakra þing- manna; taldi Mr. King horfurnar á vettvangi stríðsmálanna slíkar, iu' auðsætt væri að allra þeirra átaka yrði þörf, er þjóðin ætti yfir að ráða í því mikla frelsis- stríði, sem nú væri háð af hálfu lýðræðisþjóða.— Samkvæmt áætlun f jármálá- ráðherrans, er gert ráð fyrir $1,300,000,000 útgjöldum á fjár- hagsárinu 1941—42 vegna stríðs- sóknarinnar, en öll útgjöhl yfir l>að timabil áætluð $2,700,000,- 000. Bretar handtaka fimta kommúnistann Brezku yfirvöldin létu í gær handtaka Guðbrand Guðmunds- £°n kommúnista. Er það fimti maðurinn, sem tekinn er í sam- oandi við dreifibréfsmál þeirra koinmúnista. Guðbrandur þessi er sakaður l,ni- að hafa reynt að fá menn 16 að taka bréfið til útbreiðslu nieðal hermannanna s.l. sunnu- dag. Er Morgunblaðið spurðist fyrir llIn það á upplýsingaskrifstofu Orezka setuliðsins í gær, hvað máli kommúnistanna liði, var því svarað, að rannsókn væri nú l'omin vel á veg og mætti búast V|ð að henni yrði bráðlega lokið. Ekkert samkomulag mun enn þafa náðst um að íslenzk yfir- 'óld taki málið í sínar hendur, en eins óg áður hefir verið skýrt ’rá, hafa samkomulagsumleitanir llIn það farið fram. i fyrradag fékk ríkisstjórnin Oréf frí\ ræðismanni Breta hér, þar sem á það er dregist, að ís- leuzku stjórnarvöldin geti fengið málið í sínar hendur. En ef ■vfsingar þær, sem komi fyrir sönnuð brot, reynist að dómi oerstjórnarinnar of vægar, þá askilji hún sér rétt til að taka til s'nna ráða. Að þessurn skilyrðum igetur lslenka rikisstjórnin ekki fengið. álini rikisstjórnin hafa svarað J,vi bréfi í gær. Er liklegt að niðurstaða þess bréfs hafi verið a þá leið, að ineðan þessi eða þvílík skilyrði fylgi, þá sé það Sama sem neitun frá brezku her- sljórninni um að ríkisstjórnin taki við málinu. Mun ríkis- sljórnin hafa farið fram á að málið verði henni afhent skil- 'rðislaust. Hefir það hingað til reýnst svo, að þau mál, sem snerta öryggi hersins, hefir her- sljórnin neitað að afhenda ís- il nzkum stjórnarvöldum til með- ferðar. ^ k'l jiess að greiða fyrir þi ‘*ð þetta gæti orðið i framtí 'nni, hefir ríkisstjórnin í undi 'úningi lög um meðferð þeir mála er fslendingar brytu af s ^egn setuliðinu, svo að islem sljórnarvöld gætu frekar ha >ai' niál til rannsóknar og a Sreiðslu. En óvíst er enn, hv: 111 þeirri lagasetning verður. —Mbl. 10. ja Þessi mynd af Mr. og Mrs. Daníel Johnson, Blaine, Wash., var tekin nokkrum dögum eftir fiintíu ára giftingarafmæli þeirra. Dr. J. W. Dafoe sá, er fyrir hönd Canadastjórnai flytur inngangsmál að útvarpi íslendinga hér í borg á miðviku- dagskveldið þann 5. marz næst- komandi, kl. 8.30. Dœmisaga — Gáta! Söfnuðitr nokkur hafði í mörg ár haft það mál á prjónunum að reisa sæmilegan varða til minn- ingar um fyrstu stofnendur sína. Um þetta var rætt á hverju árs- afmæli safnaðarins og um það farið mörgum fögrum orðum hversu heilög skylda það væri. En málið hafði aldrei komist lengra. Loksins varð það úr á ein- hverri sérstakri stórhátíð safn- aðarins að samþykt var að draga þetta ekki lengur, heldur byrja tafarlaust á verkinu. Kaus nú söfnuðurinn nokkra menn í nefnd og fól henni að láta vinna umsvifalaust að smiði minnis- varðans. Þannig hittist á að einn mað- urinn i nefndinni var bæði efn- aður og höfðinglyndur. Bauðst hann til þess að flýta fyrir fram- kvæmdum verksins ineð því að lána til bráðabirgða það fé, sem þyrfti til þess að byggja undir- stöðu varðans, sem átti að vera stór og vönduð og kostaði all- inikið fé. Þetta þótti drengilega gert og var þegið með þökkum, Nú var ráðinn byggingameist- ari og undirstaða varðans bygð; var á henni sléttur kantur með þessari áletran: “Minnisvarði reistur af x-söfnuði til heiðurs fyrstu stofúendum hans.” Hverjum bar að borga kostn- aðinn við þennan minnisvarða? Var það nefndin, sem vann fyrir söfnuðinn? Var það maðurinn, sem hljóp undir bagga *og lán- aði féð til bráðabirgða? Eða var það söfnuðurinn sjálfur? Sig. Júl. Jóhannesson. Bjarni Benediktsson kosinn borgarstjóri Reykjavíkur Kosning borgarstjóra var fyrsta mál á dagskrá Bæjar- stjórnar í gær. Var Bjarni Bene- diktsson kosinn með 8 atkvæð- um. 0 seðlar voru auðir. Hefir Bjarni, sem kunnugt er, gegnt embættinu frá því i haust, að hann var settur borgarstjóri í veikindaforföllum Péturs heit- ins Halldórssonar. Kosning hans sem borgarstjóra gildir út þetta kjörtímabil. En bæjarstjórnarkosningar verða i janúar 1942. Bjarni Benediktsson er 32 ára gamall, fæddur hér í bænum 1908. Hann lauk dögfræðiprófi 1930, með hæstu einkunn, sem þá hafði verið tekin hér í lög- fræði. Sigldi hann þá til Þýzka- lands til frekara náms. Árið 1932 tók hann við prófessorsem- bætti Einars Arnórssonar, ér Einar varð hæztaréttardómari. í janúar 1934 var hann kos- inn í bæjarstjórn og í bæjarráð. Hefir hann alt frá því hann hóf afskifti sin af opinberum mál- um verið meðal áhrifamestu manna Sjálfstæðisflokksins. Ár- ið 1936 var hann kosinn í mið- stjórn flokksins og hefir átt þar sæti síðan. Bjarni er starfsmaður mikill. Hefir það komið i ljós bæði við kenslu hans í Háskólanum, rit- störf í sambandi við kensluna og í öllum afskiftum hans af opin- berum málum. Þó hann væri yngstur bæjarfulltrúa 1934, varð hann strax, er hann tók sæti í bæjarstjórn, meðal atkvæðamestu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, enda er hann maður áhuga;- samur, einbeittur og tillögugóð- ur í hverju máli. Islenzkt útvarp frá Winnipeg Á miðvikudagskveldið þann 5. marz næstkomandi, verður ís- lenzkri skemtiskrá útvarpað frá Winnipeg yfir CBC, og heyrisl yfir alt kerfið; skemtiskráin stendur yfir frá kl. 8.30 til 9.00 e. h. Central Standard Time. Dr. J. W. Dafoe, einn al' fræg- ustu blaðamönnum canadisku þjóðarinnar og kanzlari Mani- toba háskólans, flytur ávarp fyr- ir hönd Canadastjórnar í byrjun skemtiskrár. Canadiskur-fslend- ingur í herþjónustu lætur einnig til sín heyra. Karlakór íslendinga í Winni- peg undir stjórn Ragnars H. Ragnar, syngur nokkur lög með aðstoð CBC hjómsveitarinnar, er Geoffrey Waddington stjórnar. Einsöngva syngja Mrs. Lincoln Johnson og Mr. Alex Johnson. Meðspilarar verða Mr. Gunnar Erlendson og Mr. Frank Thor- olfson. Miss María Markan Nú hefir það verið ákveðið, að Miss María Markan syngi í Win- nipeg Civic Auditorium á fimtu- dagskveldið þann 6. marz næst- komandi. Margir hafa þegar orðið þeirrar eftirminnilegu á- nægju aðnjótandi, að hrusta á hina styrku og hreimfögru rödd þessarar víðfrægu söngkonu yfir Útvarpið frá Vancouver; hún hefir þegar með tóntöfrum sín- um áunnið sér fjölda aðdáenda vítt um íslenzkar nýbygðir í Vest- urvegi, og má því ganga út frá því sem gefnu, að fólk vort, jafnt utanbæjar sem innan, auðsýni henni verðsktildaða sæmd, og sjálfu sér ógleymanlega yndis- stund, með því að fjölmenna á áminsta söngskemtan hennar. Skemtiskrá verður auglýst í næsta blaði. Islendingamót “Fróns” Um mörg undanfarin ár hefir þjóðræknisdeildin “Frón” stofn- að til hátíðahalds annað kveld þjóðræknisþingsins. Hátíð þessi hefir verið nefnd með réttu “fs- lendingamót og í ár verður mót- ið i Góðtemplarahúsinu þriðju- daginn 25. febr. Til hátíðar þessarar er mjög vandað, skáld, ræðumaður og söngfólk er hafa góðfúslega lofað að skemta þetta kveld má hiklaust telja með því bezta er Vestur íslendingar eiga völ á. Auk þess verða ágætar alíslenzkar veitingar og að síð- ustu leika hinar ungu og alþektu “Melody Maids” fyrir dansinum til kl. tvö eftir miðnætti. Ræðu fiytur Þórhallur Ás- geirsson, ungur námsmaður, er stundar nám við háskólann í Minneapolis. Er hann nýlega þangað kominn frá fslandi og þó hann sé ungur að aldri hefir hann farið víða um lönd og kann frá mörgu að segja. Allir íslend- ingar kannast við ætt hans, þvi hann er sonur Ásgeirs Ásgeirs- sonar fyrv. forsætisráðherra, en dóttursonur Þórhalls biskups Bjarnasonar. Tvö skáld flytja íslendingum kvæði við þetta tækifæri. Einar P. Jónsson er löngu kunnur fyr- ir ljóðsnild og munu margir skipa honum í fremstu röð nú- lifandi íslenzkra skálda. Vigfús Guttormsson frá Lundar er ekki jafnkunnur Guttormi bróður'sín- um, en er þó skáld gott. Þá syngur og Karlakór fsl. í Winnipeg, Barnakór R. H. Ragnars og “Jlouble Quartette”. Þessir söngflokkar eru svo vin- sælir og almenningi kunnir, að ekki þarf að orðlengja um þá. Karlakórinn hefir undanfarin ár hlotið hina beztu dóma íslenzkra og enskumælandi söngdómara, verið eftirlæti margra landa, og i mörg ár ein meginstoð þjóð- rækni fslendinga hér í borg og brennipunktur islenzkrar söng- listar hér í álfu. Mrs. L. Mathews verður aftur í ár forstöðukona veitinganna og henni til aðstoðar þessar konur: Mrs. H. Jónasson, Miss S. Blon- dal, Mrs. Bína Johnson og hópur fríðra ungra meyja ér ganga um beina. Á borðum verður meðal annars hangikjöt, rúllupylsa, mysuostur, kæfa, vínarterta o. fl. Verða borðin blómum skrýdd og veitingar og framreiðsla með há- tíðarsniði. Einsöng með Karlakórnum syngur Alex Johnson, en með Barnakórnum Marion Hart. Á þessu fslendingamóti hittast frændur og vinir úr fjarlægum héruðum. Þessi hátið er aðal samkoma ársins meðal íslend- inga í Winnipegborg, helguð uppruna vorum og ættarminn- (Framh. á bls. 5) —Mbl. 10. jan. ANCIÍORED TILL THE WAR IS OVER Every day sees German prisoners of war pass through London railway stations on their way to British internment camps. This picture, ot' captured German seamen, sliows their contrasting types. Járningamaður Þótt hann sé á sjötugs árum, sveitarenda hleypa frá bændur heim til hans á klárum. Hann skal járna fyrir þá, hestum kenna hegðun rétta, hófinn unga móta, slétta, fjöður rétt i fótinn slá. Hann er aldrei innifastur, er þeir færa slíkt í tal, góðra manna greiðviknastur, gjarnan helzt er járna skal. Líkt og barn, er leikföng tekur, lífsins gleði er hug þess vekur, áhöld ber hann út úr sal. Hér er ekkert hik í máli, haldið vel á þörfum grip, markviss hönd með hvössu stáli hófnum gefur réttan svip. Er sem þaulreynd augu valti yfir hverju minsta taki, verður aldrei fum né fip. Leikni hans að haga og berja hugur undrast komumanns, igerir fljótur fjöður hverja fótarprýði reiðskjótans. Þó að aldursþunginn vitji, þó að gigt í öxlum sitji, sýndu fáir handtök hans. Hann þótt lítt við hesta gæli, hefir tök við baldið fjör. * Framkvæmd öll hans fyrirmæli fá þá stilt, þótt lund sé ör. Vonlaust þar að þrjóskast; sprikla, þekking sigrar, valdið mikla, hugur viss og hendi snör. Hollar mörgum hraustum fæti hendur voru þessa manns. Sagt er, fjölgað svo hann gæti sæmdarsporum léttfetans. Fríður hópur hefir gengið hans á leið og ungur fengið fyrstu járn við húsdyr hans. Guðm. Ingi Kristjánsson. —Freyr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.