Lögberg - 20.02.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.02.1941, Blaðsíða 4
4 LöOBEttG, FIMTUDAUINN 20. FEBRÚAR 1941 -----------Hbgtierg---------------------- QefiC út hvern fimtudag af THE COLiUMHIA PRESS, IiIMITKD «l»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERQ, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árlð — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and pub-ished by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Saga Islendinga í Veáturheimi Fyrsta bindið af Sögu Islendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, prentað í Reykjavík, barst hingað vestur um jólaleytið; bókinni hefir verið tekið vel; eftir- greind ummæli ritara Sögunefndar, Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, sem í Lögbergi birtust jiann 13. 1>. m., taka af öll tvímæli í því efni: “ Frá því hefir þegar verið skýrt hversu óvenjulega vel sala bókarinnar gangi í flest- um bvgðum fslendinga. Pantanir halda enn áfram að koma úr öllum áttum; er það ná- lega uppselt, sem að heiman kom og verður innan skamms að skrifa eftir viðbót.’’ í inngangsorðum að þessari nýju Land- námu, falla I)r. Beck orð á þessa leið: “Saga Islendinga í Vesturheimi snertir auðvitað fyrst og fremst sjálfa þá og af- komendnr jieirra, en hún er jafnframt óað- skiljanlegur þáttur sögu hinnar íslenzku jijóðar í heild sinni. Sagan sú á þessvegna engu síður erindi til heimaþjóðarinnar ís- lenzku: og frásögnin um jmð, hvernig Is- lendingum vestra liefir reitt af, getur einmitt orðið íslenzku þjóðinni lærdómsrík um margt. Hún getur jmr litið sjálfa sig í skuggsja margþættrar reynslu og harðrar baráttu á erlendum vettvangi. Enda hefir oft verið réttilega á j>að bent, að um langan veg verði að leita gleggri myndar af Islendingseðlinu heldur en einmitt í stríðs og sigursögu hans í Vesturheimi, jmr sem lmnn hefir orðið að keppa á aljijóða skeiðvelli. Saga Islendinga í Vesturheimi getur jiví orðið Islendingum hvar sem er auðug uppspretta dýrmætrar sjálfsþekkingar.” Þetta er vel og drengi- lega mælt, og J)á vitaskuld út frá jiví gengið, að svo takist til um meðferð viðfangsefna, að sagan hvergi minni á spéspegil. Landnáma j>essi hin nýja, er mikil bók fyrirferðar, og hefir óneitanlega marghátt- aðan fróðleik til brunns að bera; höfundur hennar er gáfumaður og skáld gott; bókinni er skift í tólf kafla, og verða þeir langábæri- legastir, er um raunir íslenzku þjóðarinnar fjalla af völdum elds, ísa og óstjómar; minnistæðir hljóta þeir ávalt að værða, en naumast í þeim skilningi, að þá beri að skoða sem fræðimannlegt sáluhjálparatriði þá er semja skal óhlutdrægt yfirlit yfir baráttu og j)róunarferil íslendinga í Vesturvegi. Óhjákvæmilegt var og sjálfsagt, að skil- greina í megindráttum hvernig til hagaði á íslandi um j)a*r mundir, er vesturflutningar hófust; en liitt var ójiarft í því sambandi, að seilast um öxl afturfyrir landfund þeirra (Jarðars Svavarssonar, Hrafna-Flóka, Ing- ólfs Arnarsonar og Hjörleifs Hróðmarsson- ar eftir sönnunargögnum um horfelli á Is- iandi. Fyr má nú vera' áát'ríðan.— Ein af smásögum séra Jónasar frá Hrafnagili nefnist Björn í Gerðum. Björn fór í vesturveg, og kvaddi Island með |>ess- um orðum: “Þetta er bölvað lan^.” Að Björn teljist til undantekninga, liggur í aug- um uppi; en j)á tækist illa til, ef hugir jieirra ungmenna af íslenzkum stofni vestan hafs, er fletta kynni upp í harðindakafla Land- námu hihnar nýju, vrði fremur fyrir áhrif- um frá Birni í Gerðum en þeim, sem vita og viðurkenna, að auk bókmentanna, býr Island einnig yfir margvíslegum, ágætum afkomu- skilyrðum, eins og framfara og framsóknar saga síðastliðins aklarfjórðungs hefir svo afdráttarlaust leitt í Ijós. Islenzka þjóðin er í eðli sínu sögu- og sagnaþjóð. Á tólftu og þrettándu öld nær hún liámarki í frásagnarlist; sú list er svo auðkend af hlutleysi Jieirra, er rita, að um höfunda er sjaldnast spurt; hitt talið megin atriðið, að einstaklingar og atburðir fái ó- bindrað notið sérkenna sinna; þessari gullnu reglu sýnist sjaldan fylgt í hinum síðus'tu köflum þessarar nýju Landnámu, þar sem Iiöfundur færist svo í aukana, að liann, auk sífeldra tilvitnana í sjálfan sig, eða sín fyrri rit, verður sjálfur söguhet.jan, og prent- ar og endurprentar sjálfan sig upp til agna; eitt og annað af jiví, sem í pistlum Jiessum kemur fram, er skrautlegt í formi, og getur verið góður skáldskapur, þó það eigi ekki heima í sagnfræðibók slíkrar tegundar. sem hér um ræðir.— , Um utanaðkomandi menningaráhrif með heimaþjóðinni, kemst höfundur þannig að orði á bls. 191: “íslendingar vissu það svo seint og muna það kannske ekki ennþá að eins og jörðinni er skift heyrir helmingnr landsins Vesturheimi til, l)ótt menning þeirra sé svo evrópisk, að hún dansi sig dasaða eftir hverjum úlfaþyt þaðan.” Nú er því svo háttað, að þær þjóðir, er Vesturheim byggja, eru þeirrar skoðunar, að mikið sé á sig leggjandi til þess að vernda evrópiska menningu frá glötun, svo sem menningu þeirra þjóða, er íslandi standa næst; menn ingu Breta og frændþjóðanna norrænu. Og hvert átti ísland að leita. sjálfsagðra og óum- flýjanlegra menningaráhrifa utan að, et' ekki til þeirra þjóða, er næst lágu og hægast var að ná 'íil, því lífræn menningarsambönd við Vesturheim voru af skiljanlegum ástæð- um vegna fjarlægða og örðugra samgangna fram til skamms tíma á byrjunarstigi. Höfundur hinnar nýju Landnámu hefir bersýnilega enga tröllatrú á nútímamenn ingu íslenzku þjóðarinnar, eins og ráða má af eftirgreindum ummælum hans á bls. 231: “Kjarua flests þess bezta í íslenzku þjóðlífi, sögu og bókmentum, er að finna áður en vesturfarir hefjast, og því eins mikil eign íslendingsins í vestri sem austri.” Vita- skuld voru Islendingasögur og Eddurnar ritnar fyrir þann tíma. Síðan hefir j)ó ís- lenzka þjóðin eignast ljóðsnillinga sem Einar Benediktsson, Stephan G. Stephansson og Davíð Stefánsson; leikritagerðin Jóhann Sigurjónsson, og skáldsagnagerðin þá Einar H. Kvaran, Jón Trausta og Gunnar Gunn- arsson, að eigi sé fleiri tilnefndir, auk þess sem komið hefir fram á sjónarsviðið, eða að minsta kosti náð háþroska frá Jiví, er vestur- flutningar hófus't, alfrumlegasti og alfræg- asti listamaður þjóðarinnar, Einar Jónsson frá Galtafelli. Máttarvöld íslenzkrar ný- sköpunar eru sýknt og heilagt að verki í íslenzku þjóðlífi; enda væri þá hag þjóðar- innar illa komið, ef hún ætti ekki annað en forna frægð að styðjast við. Heimaþjóðin hefir árum saman gefið út “Safn til sögn Islands.” Vestúr-íslenzkir fróðleiksménn, svo sem þeir Glafur S. Thor- geirsson og Þorleifur Jackson, söfnuðu mik- ilva:gum heimildum að Sögu Islendinga í Vesturheimi* í báðum tilfellum er hér um mikilvæga leiðarsteina að ræða fyrir sagna- ritara. Vestur-Islendingum hefir lengi legið það þungt á hjarta, að koma því í verk, að saga jxirra yrði skráð; þó ekki aðeins skráð til málamynda, heldur þánnig skráð, að til var- anlegs gildis og skilningsauka leiddi milli Is- lendinga beggja vegna hins breiða hafs.— Lögberg hefir nýlega birt ritdóma, eða Öllu heldur stutt ummæli um hina nýju Sögu Islendinga í Vesturheimi úr þremur megin- blöðunum á Islandi, Tímanum, Morgunblað- inu og Alj)ýðublaðinu; öll eru þessi ummæli, j>ó fáorð séu um bókina sjálfa, lifandi vltni um jiá auknu samúð, og j>ann glædda góð- vilja í garð jíjóðarbrotsins vestan hafs, sem verið hefir að víkka út landnám sitt í rit- undarlífi heimaþjóðarinnar síðustu áratug- ina, báðum aðiljum til gagnkvæmrar hollustu. Arsþing Þjóðræknisfélagsins •Á næstkomandi mánudag sezt á rökstóla hér í borg hið tuttugasta og annað ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, og stendur yfir í þrjá daga, og er það fyrsta júngið, sem kemur saman undir forustu Dr. Beck. Má þess vænta, að það verði með allra fjölsóttasta móti, því áhugi fyrir þjóð- ræknismálum fer á mörgum sviðum vaxandi, j)ó vitaskuld megi betur vera; að minsta kosti er það nú víst, að íslendingar leggi ekki baráttulaus't niður vopn á vettvangi starfshæfra tilrauna til verndunar íslenzkri tungu og öðrum j)jóðernislegum verðmætum. Aldrei er góð vísa of oft kveðin; aldrei verða eftirgreind drenglundarorð Dr. Jóns Bjarnasonar of oft lesin: “Vér ættum ekki að vera komnir hingað til j>ess að skjóta oss undan skyldum vorum við þá þjóð, sem Drottinn hefir tengt oss við helgum og háleitum ættjarðarböndum. Hver, sem gleymir ættjörð sinni, eða þykist yfir ]>að hafinn, að varðveita það af J)jóð- erni sínu, sem gott er og guðdómlegt, af jieirri ástæðu, að hann er staddur í framandi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst því að hann gleymi Guði. Það er stutt stig og fljótstigið frá því að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni.” Iðnaðurinn 1940 Eftir Helga H. Eiriksson. Árið 1940 byrjaði óglæsilega fyrir íslenzka iðnaðarstarfsemi. Byggingariðnaðurinn lá i kalda koli vegna efnisskorts og hækk- andi verðlags á öllu efni og vinnu, þær iðju og iðnaðargrein- ar, er nota þurftu sykur og korn- vörur til framleiðslu sinnar, urðu að draga saman seglin og minka framleiðsluna vegna nið- urskurðar matvælaskömtunar- innar. Kaupgeta almennings fór minkandi og jók viðskiftatregð- una, og atvinnuleysi meðal iðn- aðarmanna var þvi mikið út vet- urinn og fram á vor. Og þegar vorið kom og ekkert rofaði til um auknar byggingaframkvæmd- ir, ekki náðist í efni til hitaveitu Reykjavikur og útlit varð til jiess, að vinna þar mundi.stöðv- ast með haustinu eða á næsta vetri, virtist alment atvinnuleysi og eymd vera framundan fyrir flesta iðnaðarmenn. En þeim til mikils sóma reyndu margir þeirra að bjarga sér og sínum með framkvæmdum á öðrum sviðum. Sumir réðu sig til sjó- mensku, sveitavinnu eða annara starfa. Aðrir fengu sér smærri eðh stærri báta og hófu útgerð. og loks lögðu sumir í móvinslu bæði sem atvinnubót og elds- neytisframleiðslu, þar sem útlit var fyrir kolaleysi og hátt kola- verð. Hjá nokkrum iðngreinum var þó atvinna méð mesta inóti alt árið. Á það einkum við um málmiðnaðinn og skipasmíðarn- ar, og aðrar þær iðngreinar, er fengust við Uðhald og útbúnað báta og skipa. Einnig mun hafa verið góð atvinna hjá klæðsker- um og nokkrum fleiri iðngrein- u m. * * Með hernáminu 10. maí varÚ útlitið með hitaveituna verra og erfðileikar með útvegun bygg- ingaefnis meiri. Stóð svo fram eftir sumri, að ekki greiddist úr að þessu leyti. Nokkur aukin viðskifti fylgdu þó komu setu- liðsins og atvinna fyrir verka- menn, og þegar setuliðið hóf að byggja vetrarskála handa sér í ágúst í sumar, og búa um sig að öðru leyti til vetrarsetu, veittu þeir mörgum hundruðum inn- lendra iðnaðarmanna og verka- manna atvinnu við þau störf, svo að varla hefir nokkur maður úr þessum stéttum verið atvinnu- laus seinni hluta ársins, á þeim stöðum, þar sem brezki herinn hefir haft aðsetur. Það mun því óhætt mega segja, að afkoma ársins hafi orðið sæmileg fyrir allan þorra iðnaðarmanna og fyrir suma þeirra ágæt, þrátl fyrir aukna dýrtið og ýmsa erfiðleika. * * Byggingarstarfsemi var með minsta móti á landinu í ár. Utan Reykjavikur var lokið við hina vegfegu Matthíasarkirkju á Ak- ureyri, en smíði hennar hófst 1938. Á Raufarhöfn var reist ný síldarverksmiðja og stækkuð ríkisverksmiðjan á Siglufirði. Hér í Reykjavík var lokið við smíði háskólahússins, sem verið hefir í Smíðum undanfarin fjög- ur ár, eitt hið stærsta og vegleg- asta hús, sem hér hefir verið reist, og sýnir á hvert stig ís- lenzk byggingalist er koinin. Einnig voru fullgerðir nýju verkamannabústaðirnir í Rauð- arárholtinu og nokkur fleiri íbúðarhús. En seinni hluta ársins var hafin smíði steypi- siniðju fyrir Stálsmiðjuna og verkstæðis- og verzlunarhúss fyrir Slippinn, en ekki nema eins einasta ibúðarhúss. Ef þetta er borið saman við árið )939. sem verður að teljast meðal ár hér í byggingum, en þá voru bygð hér 149 hús, þar af 7fi íbúðarhús, þá sézt hver kjör byggingaiðnaðar- manna hafa verið hér fyrri hluta ársins, og hver þau hefðu orðið alt árið, ef Breta-vinnan hefði ekki bjargað þeim i bili. Nú er vitanlega alt bygginga- efni orðið tvöfalt eða margfalt dýrara en það var í vor, þegar iðnaðarmenn voru að berjast við Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd um aukinn innflutning byggingaefnis, á meðan tök voru á því að fá það og verðið var skaplegt. Er það nú greinilega komið í ljós, hve óviturlega var að verið, með stöðvun þessa inn- flutnings. Nefndin ákvað í árs- byrjun að veita sömu upphæð í þessu skini og árið áður, en við- -urkendi um leið, að sú upphæð myndi nægja fyrir helmingi minna vörumagni en það ár. Að vísu fékst örlitil viðbótarupphæð fyrir áróður iðnaðarmanna, en þó aðeins lítið af því, sem rétt og skynsamlegt hefði verið að leyfa. Þegar sýnt var, að ekki yrði unt að ná i byggingaefni að neinu ráði frá útlöndum, fóru menn að rifja upp fyrri aðferðir og tilraunir með innlent bygg- ingarefni, og athuga hvað af þeim mætti nota og að hve miklu leyti. Var rætt um brenslu kalks, múrsteins, gjallsteins (úr hrauni og leir) og fl., og hleðslu húsa úr þessum steinum, eða vikursteinum, með kalklími, og jafnvel að steypa hús úr þjapp- aðri mold og leir. En engar af þessum athugunum hafa leitt til úrlausnar á því vandamáli, sem hér um ræðir eða verklegra framkvæmda, nema moldarhús- ið. En byggingu þess er ekki lokið og full reynsla af því ekki fyrir hendi ennþá. Hafnarbætur voru með minsta móti þetta ár og því atvinna smiða þar einnig minni en venju- lega. * * Skipasmíðar og viðgerðir skipa hafa verið með mesta móti. Með hernámi Noregs og Danmerkur stöðvuðust siglingar til þessara landa, og í Englandi er erfitt að fá gert við skip, því öll ve'rk- stæði þar eru tekin í þarfir .her- gagnaiðnaðarins. Megnið af skipaviðgerðunum íluttist þvi inn í landið, auk þess, sem tals- vert hefir verið bygt af nýjum mótorskipum víða á landinu, og þar á meðal annað stærsta inn- lenda vélskipið, sem ennþá hefir verið smíðað hér á landi, vél- skipið Richard á íisafirði. Er enginn efi á því, að hér mætti smiða alla þá báta, er fslending- ar þurfa, þótt enn á þessu ári hafi verið fluttir inn vélbátar frá útlöndum. Aðstaða skipaviðgerðaverk- stæðanna í Reykjavík hefir verið erfið hingað til, en nú er unnið að því að bæta hana nokkuð, til þess að reyna eftirleiðis að halda hér þeirri vinnu, sem atvikin hafa nú flutt inn í landið. Auk þeirra síldarverksmiðja, sem getið er hér að frainan, var rækjuverksmiðjan á* fsafirði stækkuð og bætt í ár, þrjú hrað- frystihús reist við Eyjafjörð (Hrísey, Dalvík og ólafsfirði), ný beinamjölsverksmiðja reist í Þorlákshöfn, glerverksmiðjan i Reykjavík endurreist og hafinn undirbúningur undir roðasútun á Bíldudal. Þegar síldin barst svo ört að verksmiðjunum í sumar, að hvað eftir annað varð að setja á veiðibann og jafnvel að moka síld í sjóinn, urðu að sjálfsögðu miklar umræður um það, að reisa þyrfti fleiri verk- smiðjur til síldarbræðslu. Aðrir hafa haldið því fram, að nægi- legt myndi að byggja kæliþrær við þær verksmiðjur, sem þegai eru til, og lengja þannig starfs- tíma þeirra og spara stofnfé. Er þó sennilegt að hvorug leiðin sé einhlít, og að hvorttveggja þurfi með, ef vel á að vera, miklar kæliþrær og fleiri eða stærri verksmiðjur. Hitaveitu Reykjavíkur iniðaði nokkuð áfram á árinu, en stöðv- aðist í haust vegna efnisskorts. Aðeins lítið af öllum þeiin rör- um, sem i veituna þarf, er komið til landsins og erfiðleikar miklir á því, að ná því sem eftir er eða vantar. Eins og að framan getur, urðu ýmsir til þess, vegna atvinnu- Ieysis og hins háa kolaverðs, að hefja móvinslu og surtarbrands- nám. Hið síðara aðallega í Bol- ungarvík og Súgandafirði, en eltimóvinsla á Akranesi, Kjalar- nesi, ísafirði, Akureyri og víðar, auk þess sem algeng mótekja var með meira móti víða á landinu, þótt veður væri óhagstætt til mó- þurkunar. En á fleiri sviðum hefir á- standið og atvinnuleysið orðið til þess að örfa framtak í iðn- aði, auk sérstakrar framtaks- semi, einstakra manna. Má þar til nefna nýbreytni í hagnýtingu íslenzkra skinna, sem Leður- gerðin á Hverfisgötu 4 hefir tek- ið upp, með því að búa til kven- kápur, kvenjakka, karlmanna- vesti og margt fleira úr þeim. SömuJeiðis smíði flugvéla hér á landi. Hafa þeir Gunnar Jónas- son og Björn Olsen smíðað flug- vél að öllu leyti hér á landi (að undanskildum mótornum) og gerðu auk þess við flugvélina TF—örn, er hvolfdi á Skerja- firði og skemdist talsvert. Þá hefir hagnýting íslenzkrar ullar tekið framförum og aukist, enda hefir það mál átt góðar og traustar forsvarskonur og marga stuðningsmenn. * « Af sérstökum atburðum á ár- inu er rétt að geta 500 ára af- mælis höfundar prentlistarinnar. H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags fslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum i húsi félagsins í Reykjavik, laugardaginn 7. júní 1941 og hefst kl. 1 e. h. D a g s k r á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhögun- inni á yfirstandandi ári, og ástæðuin fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. desember 1940 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda,' svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tiilögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðiblöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik. Reykjavík, 6. janúar 1941. Stjórnin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.