Lögberg - 06.03.1941, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1941
3
IV.
Eyjólfur Guðmundsson var
■'dkill niaður vexti, þrekinn og
rammur að afli. Hann var höf-
uðinikill. Ennið hátt. Svipur-
"in bar vott um einheitni og
sterkan vilja. Enginn nútíma-
maður líktist meir þeim Borgar-
feðgum, Skallagrími og Agli,
eins 0g þeim er lýst i fornum
sögum.
Um leið og Eyjólfur Guð-
nnindsson tók að sér að halda
við hygð í Hvammi eftir land-
i'rotið mikla, voru honum, svo
sein að sjálfsögðu, valin þrjú
viðfangsefni. Hann varð að
öjarga móður sinni. Hann varð
;*ð bjarga sveit sinni og stöðva
sandinn, sem var valdur að eyði-
leggingu hvgða rinnar. Honum
tókst alt þetta. Hann t'esti ráð
sitt. eignaðist tíu hörn, og tók
i viðbót fjögur fósturbörn. Með
óhilandi elju og dugnaði tókst
honum að verða, fyrst vel bjarg-
alna og síðar mjög efnaður
hóndi. Hann breytti litln sand-
hýli ekkjunnar i stórjörð með
viðáttumiklum túnum, reisuleg-
um byggingum og stórum trjá-
gróðri, þar sem farfuglar úr
fjarlaegum löndum gerðu hreið-
ur i haglega gerðum skýlum
undir laufkrónum hávaxinna
tijáa. Ennþá sögulegri varð
viðureign hans við foksandinn.
Eyjólfur hlóð langa og mikla
Marða úr hraungrjóti, .stundum
margar raðir, eins og skotgraf-
ir á vigvelli, þvert á móti brim-
öldu sandfoksins. Steingarður-
inn varð meginvörn í þessu
striði. Foksandurinn féll nið-
ur i skjólið bak við garðinn. Ef
meira þurfti með var önnur girð-
ing bak við varnarlínuna. Þannig
stöðvaði Eyjólfur í Hvammi á-
Kang foksandsins á bújörð sina
"g bygð. Menn greinir á, hvort
hann hafi beinlínis uppgötvað
þetta bjargráð eða orðið fyrir
áhrifum frá öðrum. En svo
mikið er víst, að í höndum Eyj-
ólfs Landhöfðingja varð þessi
aðferð áhrifamikil og landskunn.
Sandgræðsla* síðari ára byggir á
þessari aðferð með tveim mikils-
verðum viðbótum, sem aukin
ta'kni hefir borið í fang lands-
mönnum: Að friða sandlögin
með gaddavír og að sá melfræi í
hinn léttfleyga sand. Eyjólfur
Uuðmundsson varð fyrir þeirri
miklu og wrðskulduðu ánægju
:,Ó sjá sandgræðslumenn Iands-
*us friða og græða mikið af
beim auðnum, sem norðanbylur-
lr>n virtist hafa gersamlega lagt
1 eyði vorið eftir frostaveturinn
mikla.
V.
Uegar inikið reynir á, eru
menn fúsir að hlita forustu mik-
dla foringja. Landsveit var öll
1 rústum eftir harðindavorið
t882. Bændur fundu, að þá
'antaði forustu. Þeir fundu líka,
þeir áttu í sínum hóp efni i
shkan foringja. Það var sonur
ehkjunnar í Hvammi. Þeir gerðu
tmnn að oddvita sínum og hann
^egndi því starfi fyrir sveit sina
* meira en hálfa öld. í þessu
ei'fiða, vanþakkláta og nálegá
luunalausa starfi, vann Eyjólfur
Uuðmundsson eitt hið sérkenni-
'egasta uppeldisstarf, sem int
helir verið af höndum hér á
h>ndi i tíð núlifandi manna.
Hunn tók við forustu yfir liði,
sem liktist her, sem hefir beðið
marga ósigra. Hann skilaði
hessari sveit í blómlegu ástandi,
þar sem svo að segja allir bænd-
llr eiga jarðir sínar vel og mynd-
arlega húsaðar, og eru að mestu
shuldlausar.
hað var að vísu mikið þrek-
'd'ki að rétta þannig við fjárhag
t-mdsveitar. Þó er hitt öllu
merkilegra, að Eyjólfur í
vanimi setti svip sinnar sterku
s‘dar a sambygðarmenn sína.
ann tók þá ekki í skóla. Hann
lelt ekki yfir þeim langar og
•ökstuddar ræður. Hann hað þá
ekki að hlýða sér eða taka sig
1 lyririnyndar. En þeir gerðu
alt Þetta óbeðið.
^egar Eyjólfur Guðmunsson
kom á mannfundi í þinghús
sveitarinnar og bændur voru þar
í samræðum um málefni sín, datt
alt í dúnalogn um leið og odd-
vitinn í Hvammi gekk í salinn.
Það var ekki ótti, sem gagntók
hugi bændanna í Landsveit í ná-
vist þessa einkennilega foringja.
Það var traust og virðing. Þeir
beygðu sig fúsir og viljugir fyrir
yfirburðum hans eins og hann
hafði beygt sig fyrir vilja og
hetjulund móður sinnar.
Landmenn fundu, að ráð Eyj-
ólfs í Hvanimi stóðu djúpt og
gáfust vel. Hann var tryggur og
ráðhollur vinum sínum. Hann
keypti margar eyðijarðir og hálf-
eydd býli í Landsveit fyrir lágl
verð, og kom þeim í eign bænd-
anna sjálfra. Hann fór oft lang-
ar ferðir á eigin kostnað til að
reka erindi sveitarinnar eða ein-
stakra bænda, ef þeim mátti
verða það að liðsemd. Sveitung-
uin hans varð greið gata heim
að Hvammi, ef þeir þurftu góðra
ráða. Reyndin varð sú, að þaðan
fóru þeir ekki bónleiðir til búð-
ar. Vegna þeirra riku forráða,
sem Eyjólfur í Hvammi hafði í
sveit sinni, var hann í fullri al-
vöru og með fullum rétti nefnd-
ur Landshöfðingi. Það tignar-
heiti hlaut hann vegna verka
sinna.
Eyjólfur í Hvammi var sam-
tíðarmaður og jafnaldri margra
hinna beztu manna, sem fluttu
vestur um haf á árunum frá
1875—90. Mikill fjöldi þeirra
fór að eins og hann. Þeir höfðu
brent skipin að baki sér. Þeim
var ekki undankomu auðið með
að hopa. Þeir komu bláfátækir
með börn sin og guðsorðabækur
í bráðókunnugt og ónumið land.
Þeir voru sparsamir eljumenn,
heiðarlegir í öllum skiftum og
ekkert nema hjálpsemin við
landa sína, ef þeim lá á manns-
liði. Þessir menn bygðu bjálka-
hús í Ameríku, ruddu markir
og ræktuðu tún og sáðlönd. Eyj-
ólfur Guðinundsson og sveitung-
ar hans á Landi hafa gert sama
þrekvirkið. Þeir hafa líka
numið land og eflt sig á fágæt-
an hátt í þeim dygðum, sem á-
hrifamestar eru til góðra hluta í
samfélagi frjálsra manna.
VI.
Eyjólfur í Hvammi og sain-
sveitungar hans hafa ekki tekið
sér neitt kjörorð. En þeir hafa
í verki fylgt hinu forna spak-
mæli: “Sjálfur leið þú sjálfan
þig.” Þeir vilja sinna fyrir-
tækjuni sínum. Þeir vilja vera
efnalega sjálfbjarga. Þeir vilja
vera efnalega sjálfbjarga. Þeir
vilja ekki skulda öðrum og allra
sízt bregðast manni, sem hefir
treyst þeim. Þegar kreppulána-
sjóður tók til starfa, taldi Eyj-
ólfur í Hvammi^ það skipulag
sannnefndan óvin bændastéttar-
innar. Landbúar neituðu öllum
skiftum við þá stofnun. Þeir
bændur í sveitinni, sem skulduðu
öðrum fé, greiddu það skilvís-
lega. Þeim þótti það lítillækkun
að standa ekki í fylsta máta við
gefin heit í fjármálum. Áhrif
Eyjólfs á sveitungana í Land-
bygð eru alveg einstæð í sögu
síðari kynslóða. Hann varð
upphafsmaður nýstárlegra fjár-
málaskoðana. Þýðingarmesta
boðorð þessarar nýju félags-
hyggju var að vinna vel, borga
hverja réttmæta skuld, spara og
safna í sjóði til tryggingar á ó-
komnum árum. Það er mál
kunnugra manna, að allir Land-
bændur séu nálega skuldlausir
og flestir eigi innstæður í bönlt-
um eða sparisjóðuin. Samt eru
framfarir í húsagerð, ræktun og
allri aðstöðu á heimilunum engu
minni en gerist í öðrum sveitum.
En auk þess, sem einstök
heimili höfðu safnað innstæðum
vegna framtíðarþarfa, átti Land-
hreppur sinn eigin vara-sjóð.
Síðastliðið sumar spurði aðkomu-
maður í Hvammi Eyjólf bónda,
hversu mikil væri sjóðeign
hreppsins. Oddvitinn opnaði
skrifhorð sitt og sýndi gestinum
skilríki fyrir því, að sveitin átti
þá 85 þús. kr. í sameiginlegum
sjóði. Allur þessi varaforði
hafði myndast undir stjórn Eyj-
ólfs Guðmundssonar, eftir að
sveitin fór að rétta við, þegar
sandfoksharðindin voru yfir-
stigtn. Á æskuárum Eyjólfs
byrjuðu landshöfðingjar og spar-
samir þingmenn að spara fé
landsmanna í hinn svonefnda
Viðlagasjóð. í hann var lagt, þó
að hart væri i ári. Forystumenn
þjóðarinnar frá 1874 til 1900
voru skoðanabræður Eyjólfs í
Hvannni. Þeir mundu eftir fjár-
hagserfiðleikum æskuáranna.
Þeir vildu vera fjárhagslega
sjálfstæðir. Þeir vildu venja
hina ungu þjóð, sem nýtekin var
við frelsi sínu, við sparsemi og
hóflega eyðslu. Þegar innlend
stjórn byrjaði að beitast fyrir
miklum framförum eftir 1903,
var Viðlagasjóðurinn til mikils
stuðnings. Landsveit erfir nú
viðlagasjóð Eyjólfs Guðmunds-
sonar og hinnar eldri kvnslóðar.
Sá arfur er mikill og verður
væntanlega ávaxtaður á skyn-
samlegan hátt. Þó eru dýrmæt-
ari uppeldisáhrif oddvitans í
Hvammi. Hann hefir mótað
tvær kynslóðir í bygðinni í sinni
eigin mynd og líkingu.
VII.
Á þroska- og uppgangsárum
Eyjólfs Guðmundssonar var
Björn Jónsson áhrifamestur af
íslenzkum blaðamönnum og fsa-
fold þýðingarmesta stjórnmála-
blaðið. Eyjólfur í Hvammi og
Björn Jónsson bundu saman ein-
læga vináttu, sem hélzt meðan
þeir lifðu. Voru báðir þessir
menn um margt skaplíkir, mjög
einhuga í skoðunum og mála-
fylgju. Eyjólfur keypti ekki
önnur stjórnmálablöð en ísafold,
meðan Björn var ofar moldu.
Honum þótti þá miklu skifta
um landsmálataflið, og þó að
hann væri mikill elju- og bú-
sýslumaður, lét hann stundum
eftir sér um sláttinn, að fella
niður verk og koma heim til að
lesa blöðin. Eftir fráfall Björns
Jónssonar kom los á flokkaskift-
inguna í landinu, og komu fram
ýmsar nýjungar, sem ekki voru
að skapi Eyjólfs í Hvammi. Eftir
það keypti hann og las mörg
blöð, en fylgdi engum flokki.
Honum fór í stjórnmálaefnum
eins og þeim mönnum, sem unna
heitt, en ekki nema einu sinni.
Á siðari árum lét hann orð falla
við unga menn um, að bezt
hentaði í þjóðmálum að fylgja
því einu, sem bezt þætti og rétt-
ast í hvert sinn, en binda sig
ekki varanlegum, flokksböndum.
Nú er þessi mikli landshöfð-
ingi falinn í valinn. Bein hans
munu verða lögð til hvíldar að
Skarði á Landi, í bezt gerða
kirkjugarðinum á íslandi. Þar
sækir gróður landsins fram í
allar áttir, að því volduga sand-
hafi, sem var að gereyða hérað-
ið, þegar Eyjólfur Guðmundsson
gerðisf þar landvarnarmaður'
sveitar sinnar og þjóðar.
J. J.
—Tíminn 17. des.
Avarp
flutt á árshátið þjóðræknis-
dcildarinnar “Frón”
Eftir Ragnar H. Ragnar
Háttvirtu íslendingar—
Það er mér ljúft að bjóða yð-
ur velkomna í nafni “Fróns” á
þessa hátið — vort árlega íslend-
ingamót. Það er einlæg ósk fé-
lags vors að það verði til að
treysta og efla vináttu og
bræðrabönd íslendinga og a$
sameinaður styrkur vor allra
verði landi og þjóð til blessunar.
Vér viljum og að þetta kvöld
minni oss á hve inikið vér eig-
um að þakka ættlandi voru og
einnig þeim ágætu mönnum og
konum íslenzkum er námu land
og börðust baráttu hins góða i
þessari heimsálfu.
Margir er frá fslandi fluttu,
munu haifa hugsað líkt og þing-
eyski hagyrðingurinn er kvað
þessa vísu er hann leit adtland
sitt í síðasta sinn.
“Gnauðar mér um grátna kinn
gæfu mótbyr svalur;
kVeð eg þig í síðsta sinn
sveit mín, Aðaldalur.
En smám saman hafa minn-
ingarnar um erfiðleika, fátækt,
norðanhríðar, hrjóstur og eyði-
sanda máðst í hugum Vestur-
fslendinga, — en minningin um
sólskinsdaga og grónar grundir
fylt huga þeirra, þá er þeir hugsa
til fslands. Sú mynd, er dýpst
hefir greypst i huga þeirra mun
áþekk þeirri er skáldið brá upp
er hann kvað: “Skein yfir landið
sól á sumarvegi” — þannig er
landið í huguin flestra þeirra, er
heima eru fæddir og þannig
kendu íslenzkir frumherjar í
þessu landi börnum sínum að
hugsa til ísíands. Það lifir í
sálum vorum sveipað sumardýrð
og ljóma — minningin um það
lyftir oss yfir smámuni
hverfulleik hversdagslífsins. Það
er “nóttlaus voraldar veröld” þar
sem Þór veldur hamrinum til
verndar mannanna börnum —
þar fæðir Freyr landsins syni og
dætur — þar miðla þeir óðinn
og Bragi skáldum og listamönn-
um ríkulegast af speki og snilli
— þar ljær Freyja konum mesta
fegurð og yndisþokka — Þar
blundar Baldur hinn góði og þar
mun hann ríkja er heimurinn
hefir hreinsast af öllum sora i
Surtarloga hörmunganna.
Á íslandi rikja ekki hafísar,
eldgos, jarðskjálftar, hungur og
dáðleysi, ef svo væri, myndi
þjóðin löngu undir lok liðin. ís-
lendingar hafa barist við þessa
óvætti, sem Þór við hin illu tröll,
og sigrað með hreysti og mann-
viti. Það er einmitt baráttan er
hefir mannað þjóðina; i eldraun-
um þrautanna hefir hún styrkst
og göfgast. Það er ekki mótlætið
er bugar menn og þjóðir, raunir
og sorgir leggja að velli hina
veiku og dáðlausu, en sannur
maður bugast aldrei og sleppir
aldrei voninni um endanlegan
sigur. Hættulegasta fótakefli,
jafnvel beztu manna, er hóglífi
og munaður því það elur and-
varaleysi og sjálfbyrgingsskap.
Langur friðarkafli, velmegun og
hóglifi var undanfari Sturlunga-
aldarinnar er kollvarpaði 390 ára
frelsi forfeðra vorra, en úr kúg-
un, hungri og áþján 18. aldarinn-
ar reis á vorum tímum hið
frjálsa og glæsilega íslenzka ríki
þessarar aldar.
k. svörtustu tímum niðurlæg-
ingarinnar lifði hjá þjóðinni
minningin um forna dáð og sú
vissa að “öll él birta um siðir.”
Á þeim tímum lifðu sumir göf-
ugustu menn vors kynstofns. Og
trúin á sigur hins sanna og góða
rættist hjá vorri þjóð, sem hún
og ætið mun rætast hjá öllum,
er ekki gefast upp. Enginn einn
maður orkaði því Grettistaki að
leiða þjóðina úr ánauð og nið-
urlægingu, en enginn lagði fram
stærri skerf en maðurinn, er
myndin hér á veggnum er af,
Jón Sigurðsson, er hafði að ein-
kunnarorðum: “Aldrei að víkja.”
Eftir þeim orðum gætu allir góð-
ir menn breytt hvar í heimi sem
þeir búa, því það er: að víkja
aldrei frá því sein er satt og
rétt — hika aldrei og hræðast
ekkert hvað sem það kostar,
jafnvel þó það kosti lífið sjálft.
Samkvæmt þessu hafa góðir Is-
lendingar beggja inegin hafsins
leitast við að lifa og starfa. Þvi
viljum vér, menn af íslenzkum
stofni í þessu landi viðhalda og
heiðra minninguna um þjóð vora
og hennar lærdómsríku sögu og
hugsjónir, að líf hinnar íslenzku
þjóðar er lögeggjan að berjast
þar til yfir lýkur fyrir sannleik,
frelsi og réttlæti. v
Þjóðræknisstarifsemi vor mið-
ar ekki í þá átt að stofna ís-
lenzkt ríki innan þessa lands.
heldur að leitast við að kenna
þessari vorri ungu þjóð er um
ókomnar aldir skal byggja Norð-
eins
UNDRUNARVERT
er um ræðir
BRANVIN
GÆÐIN
Greiðið ekkert iðgjald fyrir gæðin.
Hið mjúka bragð og hin hressandi
efni þessa Branvin, Rauð og Hvit Vin,
kosta yður ekkert meira en algeng vín.
Jordan VVlne Company, liimited
Jordan, Canada
liíta einnig til hiO frœga Challcnge Portvín
og Sherry
JORDANS BRANVIN
^2agdeas? WINEVALUE
V A L U E
This aflvertisement is not inserted by G.L.C. Commission.
Potnmisaian ia nnt rpsnonsiblp for statements m&de
The
ur-Ameríku einkunnarorð Jóns
Sigurðssonar: “Aldrei að vikja.”
Vér viljum að hugsjónir þessara
orða séu í heiðri hafðar, vér vilj-
um að hin ágæta saga íslendinga
sé lærð og lesis — vér viljum að
hið forna goðamál er hefir geymt
þessar hugsjónir sé virt að mak-
leikurn svo að vizkan og sann-
leikurinn er það hefir varðveitt
inegi verða sein flestum til bless-
unar, því
“Tungan geymir í timans
straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðar-ljóð frá elztu þjóðuni;
heiftar-eim og ástar-bríma,
örlaga-hljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í sjóði.”
“Særi eg yður við sól og báru,
særi eg yður við líf og æru:
yðar tungu (orð þó yngist)
aldrei gleyma í Vesturheimi-
Munið að skrifa meginstöfum
manna-vit og stórhug sannan!
Andans sigur er æfistundar
eilífa lifið. Farið heilir !”
GJAFIR TIL BETEL
í FEBRÚAR 194-1
Mr. Lloyd Arnason, Edmon-
ton, Alta., .$10.00; Mrs. C. O. L.
Chiswell, Gimli, Man., Milk
Chocolate Cubes; Vinkona, Gimli,
Man., $3.00; ónefndur á Betel,
$5.00; Mrs. Helga. Runólfsson
(Betel), í minningu um mann
sinn Björn Runólfsson, $10.00;
Meðtekið fvrir hönd nefndar-
innar og innilega þakkað,
J. J. Swanson, féh.
308 Avenue Bldg., Wpg.
$itðirtcðð anb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appolntment
Only
Heimill: 5 ST. JAMES PLACE
Winnlpeg, Manitoba
AC
cAs
Caibð
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
•
Res. 114 QRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30
•
Helmili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
SérfræSingur I eyrna, augna, nef
og h&lssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
VlCtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrífstofustmi 22 251
Heimllisslmi 401 991
DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson
Dentist 806 BROADWAY
• Talsími 30 877
606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 • ViStalsttmi 3—5 e. h.
Home Telephone 27 702
DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og H&ls- sjúkdðma. ViBtalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegl Skrifstofusimi 80 887 Beimilissimi 48 651 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043
\
J. T. THORSON, K.C. * A. S. BARDAL
istenekur XögfrœOingur 848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
• \ farir. Allur útbúnaCur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
800 GREAT WEST PERM. Bldg. minnisvarSa og legstelna.
Phone 94 668 Skrifstofu talslmi 86 607
Helmllis talslmi 501 5(2
J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL
LIMITED 285 SMITH ST„ WINNIPEO
308 AVENUE BLDG., WPEG. •
pœgilegur og rólegur bústoöur
# i miObiki borgarinnar
Fasteignaaalar. Leigja hús. Út- Herbergi $2.00 og þar yfir; meS
vega peningalán og eldsábyrgS, baSkiefa $3.00 og þar yflr.
bifreiSaábyrgS o. s. frv. Agætar máltlSir 40c—(Oc
, • PHONE 26 821 Free Fartcing for Guests