Lögberg - 06.03.1941, Page 4
4
liöGBEKG. FIMTU DAGINN 6. MAJíZ 1941
-----------HöglJErs---------------------
GeflP út hvern fimtudag af
THE COU MBIA PRKSS, I.IMITKD
•B5 Sargeul Ave., WinnJpeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOK Li iGBERG, B95 Sargent Ave.,
VVinnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 uin árið — Borgist fjrirfram
The "Eögberg is printed and pub ished by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wínnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Endurvakning
í jDjóðrœknismálum
Arsþing Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi er nýlega um garð gengið, og
bar heildarsvipur þess ljósan vott um end-
urvakningu á sviði þjóðræknismála vorra;
aðsókn að starfsfundum þingsins og sam-
komum þess, var meiri en áður hefir verið
venja til, og áhugi félagsmanna og gesta
mótaður styrkari viljafestu; umræðum um
ágreiningsmál betur stilt í hóf en stundum
brann við áður, og spáir slíkt góðu um sam-
stilt heildarátök í framtíð; til nýlundu mátti
})að telja, að tveir mentamenn hinnar upp-
rennandi kynslóðar Islands sóttu l»ing og
fluttu þar erindi; voru það þeir Þórhallur
Asgeirsson, er um þes^ar mundir stundar
framhaldsnám við háskóla Minnesotaríkis,
og Friðgeir Ólason læknir, er að framhalds-
námi starfar við Almenna sjúkrahósið hér í
borginni; báðir hinir hæfustu menn. Sér-
stakt fagnaðarefni var og það, að síð'asta
þingkveld var viðstödd, nýkomin til borgar-
innar, söngkonan víðfræga, ungfrú María
Markan, og var kynt þingheimi.-----
Góðir og gagnlegir læknar beita sjaldan
því meðali við sjúklinga sína til afturbata,
að dauðinn bíði þeirra á næsta leiti; miklu
fremur leitast þeir við að glæða hjá þeim
trú á heilsubót og líf. Stundum höfum vér
látið menn komast upp með það bótalaust,
að halda því að oss, að þjóðemislegt bráða-
fár væri óumflýjanlegt og næsta sporið yrði
sjálf kistulagningin. Og ósjaldan hefir það
borið við, að vér höfum meira að segja borg-
að undir menn eins og póstböggla til þess
að flytja yfir oss útfararræður. Slíkar og
þvílíkar forsendingar eiga ekkert erindi inn
í mannfélagssamtök vor Vestur-lslendinga,
og þurfa umsvifalaust að vera kveðnar nið-
ur.
Alitlegur
rekátrarhagnaður
Orkukerfi Winnipegborgar, City Hydro,
hefir síðan 1911 veitt borgarbúum ótakmark
aðan aðgang að þeirri ódýmstu raforku, sem
fáanleg er á meginlandi Norður-Ameríku;
er hér um sameignastofnun að ræða, sem
veitt hefir Winnipegbúum mikilvæg hlunn-
indi í aðra hönd, og fært svo árlega út kví-
ar, að þar komast fá fyrirtæki til jafns við.
Einn af forvígismönnum þessa nytjafyrir-
tækis, hr. Arni Eggertsson, átti um þær
mundir sæti í bæjarstjórn, og barðist þar
svo rösklega fyrir framgangi málsins, að
hann má í rauninni telja einn af “feðrum”
fyrirtækisins; verðtir liin ágæta sókn hans á
þeim vettvangi seint þökkuð sem vera ætti.
Lögbergi hefir nýverið borist í hendur
til umsagnar fjárhagsskýrsla orkukerfisins
fyrir síðastliðið ár; ber hún það með sér hve
stór risaskref stofnunin hefir tekið á árinu,
og hve giptusamlega hefir tekist til um for-
ustu hennar.
Arið, sem leið, varð rekstrarágóði orku-
kerfisins meiri en nokkru sinni fyr, og nam
$487,576.00. Næst á undan varð mestur
starfræksluhagnaður árið 1938, og hljóp
hann upp á $341,537.00.
Tekjur City Hydro á síð'astliðnu ári,
námu $3,367,772.00, og höfðu aukist um
$38,398.00 frá árinu á undan.
Starfra*kslukostnaður lækkaði á árinu
til muna, og á hreinn ágóði að miklu leyti
rót sína að rekja til þess. Útgjöld 1940 námu
$3,367,772 til móts við $3,504,285.00 yfir árið
1939; hefir því lækkun útgjalda numið $136,-
514.00. Þá íeysti og framkva,mdarstjórn inn
á liðnu ári $1,800,000.00 af skuldabréfum sín-
um í London við góðum árangri vegna hag-
stæðs gengis.
Af áminstum, hreinum ágóða af City
Hydro á árinu 1940, gengu $377,000.00 í bæj-
arsjóð til þess að létta undir með fjárhag'
borgarinnar og útiloka hækkun skatta. A
síðastliðnum þrem árum, hefir City Hydro
fengið bæjarsjóði til afnota í þessum til-
gangi, hvorki meira né minna en $839,000.00,
og má slíkt óneitanlega kallast vel að verið.
Engu skal um það spáð, hvað vfirstand-
andi ár kunni að bera í skauti sínu; en að
því er City Hydro áhrærir, eru að minsta
kosti góðar horfur á, að starfræksla þess
muni lánast hið bezta í framtíðinni. City
Ilydro er óskabarn Winnipegborgar, og Is-
lendingar í tölu hinna trúustu stúðiiings-
manna þess.
Sérélæð minningargrein
A öðrum stað hér í blaðinu birtist stór-
merk minningargrein eftir Jónas alþingis-
mann Jónsson, um stórmerkan, nýlátinn að-
alsmann í íslenkri bændastétt, Eyjólf Guð-
mundsson í Hvammi í Rangárþingi, þann, er
nm langt skeið gekk undir nafninu Eyjólfur
Landhöfðingi. Cg þó eigi væri nema vegna
baráttunnar við sandfokið, myndi æfintýri
Hvammsbóndans lengi í minnum haft; hann
markaði spor sín í sanainn með öðrum hætti,
en málvenjan segir til; hann lilóð varnar-
garð gegn þessum áleitna vágésti búandlýðs
í Landsveit, sandfokinu, og spor hans mörk-
nðust glæsilegum nýgróðri.
Um Jón Baldvinsson
Herra Sigurður Jónasson lögfræðingur,
sá, er allmargir Vestur-lslendingar kannast
að nokkru við af tvennum heimsóknum hing-
að, hefir sent Lögbergi prýðilega minning-
argrein, er hann hefir samið um Jón heit-
inn Baldvinsson, er um langt skeið var mest-
ur áhrifamaður Alþýðuflokksins á Islandi,
og um hríð forseti sameinaðs þings. Rit-
gerð þessi lýsir vel skapgerð þessa spaka
og hógvaira manns, er óx að vitsmunum
og virðingu frá ári til árs, og aflaði sér sífelt
vaxandi trausts með þjóð sinni. Jón Bald-
vinsson var maður óskólagenginn á lands-
vísu, en nam því fleira af lífinu sjálfu.
A einum stað í minningargrein sinni
kemst höf. þannig að orði:
“Jón var í eðli sínu ldédrægur maður
í bezta skilningi þess orð's. Hann sóttist
aldrei eftir völdum eða vegtyllum, en ef
hann hafði tekist einhvern slíkan vanda á
hendur, leysti liann starfið af hendi með
hinni mestu trúmensku og atorkusemi. í
helgiritinu “Bókin um veginn” er kafli með
fyrirsögninni: “Að lækka sjálfan sig,” sem
hljóðar þannig:
“Vötn og fljót ráða yfir lækjum dal-
anna, sökum þess að þau liggja lægra. Þetta
veldur fyllingu þeirra. A sama hátt setur
hinn vitri,- sem óskar að verða öðrum fremri,
sjálfan sig skör lægra, og hann dregur sig í
hlé til þess að verða foringi. Þótt hann beri
af öðrum, lætur hann menn ekki finna til
þess og þeim svíður það ekki, þótt hann sé
þeim fremri. Þessvegna þykir öllum vænt
um að hafa hann í hávegum og menn verða
ekki leiðir á honum. Og af því liann er frá-
bitinn deilum, getur engum lent saman við
hann.” Herra Sigurður Jónasson lætur
ofanskráða tilvitnan tákna forustuhæfileika
Jóns Baldvinssonar, og munu þeir, er til
þektu, eigi efast um að vel sé hitt í mark.
Sögumálið
Eins og blöðin* liafa skýrt frá er þjóð-
ræknisþingið nýafstaðið, — verður að sjálf-
sögðu greinilega skýrt frá gerðum þess áður
en 'langt um líður.
Sögumálið var það eina, sem menn virt-
ust hafa heitan áhuga fyrir, þó margt væri
þar fleira merkilegt til uinræðu og úrslita,
enda sýndist öllum koma saman um að það
sé merkasta mál, er félagið hefir nokkru
sinni haft með höndum.
Eru nú komnir allmargir dómar um
fyrsta bindið og þeir talsvert misjafnir;
sumir hrósa bókinni mjög, aðrir hafa ýmis-
legt út á hana að setja; slíkt er óhjákvæmi-
legt um allar merkar bækur. Um aðalatriðin
koma sér l>ó allir saman að því er höfundinn
snertir. Það er, að hann sé fróður, þekki
Islendinga og hagi þeirra beggja megin hafs-
ins, skrifi gott og skemtilegt mól og svo
skáldlegt að unun sé að lesa. Eg ætla mér
að skrifa stuttar athugasemdir um ritdóm-
ana síðar, minnist þeirra því ekki frekar hér.
En þeir bera það tvímælalaust með sér að
hér er bók á ferðinni, sem mikið þykir til
koma, enda hefir henni verið svo vel tekið
beggja megin hafsins, að engin eru þess
önnur dæmi í seinni tíð um bók, sem skrifuð
liafi verið vestan hafs.
Upplagið var 2000, af því voru 600 send
hingað vestur en 1400 sem heima voru, eru
löngu uppseld, 500 hafa verið endurprentuð
í annari útgáfu og stíllinn er ennþá geymd-
ur fyrir þriðju útgáfu. Þannig hefir það
gengið heima. Hér vestra er sömu sögu
að segja. Fjögur hundruð, sem hingað komu
í bandi eru öll uppseld. Talsvert hefir kom-
ið af pöntunum alveg nýlega, sem ekki hefir
verið hægt að fylla strax; er nú verið að
binda það, sem aðeins kom innheft og verðtir
því bókin send mjög bráðlega þeim, sem enn
hafa ekki fengið hana. Dráttur-
inn stafar einungis af því hversu
miklu fljótar bókin seldist en
upphaflega var búist við.
Um sögunefndina er það að
segja, að þrír höfðu gengið úr
henni: séra Jakob Jónsson flutti
alfarinn til íslands, J. K. Jónas-
son getur ekki sint störfum sök-
um fjarlægðar og séra V. J. Ey-
Jands hefir svo mörgum og inikl-
um verknm, að sinna að hann
gat ekki bæði verið ritari Þjóð-
ræknisfélagsins og formaður
Sögunefndarinnar; þótti flestum
ennþá nauðsynlegra að hann
héldi áfram ritarastöðunni, þó
hans sé mikið saknað úr sögu-
nefndinni. Þingið kaus nefnd-
ina ,aftur í einu hljóði og bætti
við þremur í stað þeirra, sem
farið höfðu. Það voru: Mrs,
Hannes J: Lindal, séra Philip
Pétursson og séra Egill Fáfnis.
Nefndin er því skipuð sem hér
segir: Prófessor Richard Beck,
séra Egill Fáfnis, séra Rúnólfur
Marteinsson (formaður), E. P.
Jónsson, ritstjóri, Soffonías
Thorkelsson, Sveinn Pálmason
(féhirðir), séra Philip Pétursson,
Mrs. Hannes J. Lindal, Sig. Júl.
Jóhannesson (ritari), séra Guð-
raundur Árnason, Dr. B. J.
Brandson og H. A. Bergman,
K.C., (þrír hinir síðasttöldu skipa
ritnefnd).
Sig. Júl. Jóhannesson.
Ríkir
Breiðfirðingar
Eftir Oscar Clausen.
Við Breiðfjörð hafa fyr og síð-
ar búið höfðingjar og ríkismenn.
Þannig var það á landnámstíð,
á miðöldum og er enn í dag. Þar
eru lika landkostir góðir og
hlunnindi mikil, veðrátta mild
og þar hafa eldgos og harðindi
aldrei náð að gera mikinn usla,
þó að í öðrum héruðum hafi
örðið a'lt að því landauðn af
þeirra völdum.
Hér skal lítillega sagt frá
nokkrum ríkustu mönnum við
Breiðafjörð á síðari öldum, en
fyrst skal þó getið Guðmundar
ríka Arasonar á Reykhólum, sem
uppi var á 15. öld og er talinn
ríkastur raanna, sem verið hafa
á landi hér, máske fyr og síðar,
að Lofti ríka Guðmundssyni ein-
um undanteknum.
Guðmundur var höfðingi mik-
ill, en yfirgangssamur og tókst
þvi að raka saman slikum auði,
sem raun varð á. Hann var af
merkum og göfugum ættum og
þá var kona hanb, Helga, dóttir
Vratnsfjarðar-Kristínar, ekki síð-
ur af góðu bergi brotin. Það
hefir því eflaust verið mikill
höfðingsbragur yfir Reykhólum
þegar þau voru í blóma sínum
og réðu þar húsum, en ógæfan
kom yfir þau fyr en varði, eins
og reiðarslag. -— Guðmundur var
sakaður um drottinssvik við
'Danakonung, sem þó aldrei urðu
sönnuð á hann, frekar en Jón
biskup Arason. — Það mál fór
þó svo, að á árinu 1446 voru all-
ar eignir Guðmundar gerðar upp.
tækar og dregnar undir konung.
Enn er til skrá yfir þessar eigur
Guðmundar og ber hún þess vott,
hve feikna mikil auðæfi þetta
voru. (Lbs. 345, 4to). Hann átti
sex höfuðból, Reykhóla, Kaldað-
arnes í Bjarnarfirði á Strönd-
um, Núp í Dýrafirði, Brjámslæk,
Bæ á Rauðasandi og Fell í Kolla-
firði. Auk þess átti hann fjölda
jarðeigna viðsvegar um landið,
en alls voru jarðir hans 175 að
tölu, sem metnar voru alls 3217
hundruð. Þessum jörðum fylgdi
svo 630 kúgildi, en auk þess átti
Guðmundur stórbú á öllum höf-
uðbólum sínum, svo að óhætt er
að telja þetta alt miljóna auð,
ef reiknað er með varðmæti
vorra tíma. —
Höfuðból Guðmundar voru öll
á vesturkjálka landsins og því
ekki langt á milli þeirra. Guð-
mundur sat til skiftis á búum
sínum og hólt sig með mikilli
rausn, en lengst dvaldi hann alt-
af á höfuðsetrinu, Reykhólum.—
Þegar hann fór á milli búa sinna
bar mikið á ferðum hans. Þar
var enginn kotungur á ferð. Með
honum voru alt að 80 sveinar
hans og riður allir í litklæðum.—
Svo hélt hann stórveislur þegar
hann kom á hú sin, og ber upp-
skriftin á lausafjármunum Guð-
mundar þess ljósan vott, að
margir hafi setið til borðs hjá
honum í einu, sem og að margt
hafi verið þar heimamanna. —
Hér skal nú sagt nokkuð frá
áhöfn og áhöldum, sem voru á
stórbúum Guðmundar og stuðst
við fyrnefnda uppskrift, en þá
geta menn séð, hversu mikið var
um að vera á stórbýlunum hér á
landi á 15. öldinni og hvernig
búnaðarhættir voru. — Á Reyk-
hólum var áhöfnin: 45 kýr, 11
uxar, 40 naut 2-3 vetra og eldri,
25 naut veturgömul og 26 kálf-
ar, en auk þess voru sjö uxar í
eyjum, en þær eru margar, sem
jörðinni fylgja. Sauðfénaðurinn
var: 180 ær, 247 fullorðnir
sauðir, 132 veturgamlir og 180
lömb, en þau voru inni í Þorska-
firði og hafa eflaust gengið þar
úti í skóglendinu. Alls voru því
739 fjár á fóðrum á Reykhólum.
Hrossin voru ótrúlega fá á þessu
stórbúi; þar voru ekki nema 9
fullorðin hross og 27 tryppi á
öllum aldri, en svo voru þar loks
8 svín fullorðin auk grísa.—
Innanbæjar var ríkmannlegt á
Reykhólum. Þar voru 53 upp-
búin rúm ineð áklæðum og
rekkjuvoðum, flest ný, en öll
“alfær,” eins og í uppskriftinni
er tiltekið. — Borðbúnaðurinn
var mikill, þar voru 32 tinföt
stór og smá, 90 tréföt og meira
en 100 borðdiskar útlenzkir, 12
stórkönnur, 16 hálfkönnur, 13
smákönnur og 68 staup. — En
svo voru þar til 17 “kostuleg”
stór drykkjaithorn, sum silfur-
búin, sem notuð voru þegar mik-
ið var haft við, og hafa þessir
kostagripir víst hafnað suður í
kongsgarði og orðið þar innlyksa.
— Eldsgögn, þ. e. a. s. katlar og
pottar voru í tugatali og þeir
sumir stórir. Þar voru 3 katlar,
sem tóku heila tunnu hver. Af
fatnaði voru uppskrifaðir 23
karlmanns alklæðnaðir úr “dýru
klæði,” og auk þess 2 stakkar
“með skarlat” og loks ein dýr-
indis flík, stakkur, sem kallaður
var “Fuglastakkurinn góði” og
má geta nærri um, að þetta hafi
verið viðhafnarfat húsbóndans á
Reykhólum. —
Á Reykhólum hefir húsum
verið þannig háttað, að þar voru
2 stofur, “stóra stofa” og “litla
stofa” og voru til tvennir bún-
ingar i þær, þ. e. reflar og vind-
ur, eða tjöld á veggi þeirra hátt
og lágt. Svo voru tvenn fortjöld
við hjónasængina og tvenn tjöld
kringum hana. Ekki er getið
um að nein húsgögn, dragkistur
eða skápar, hafi verið í stofun-
um, en svo mun þó án efa hafa
verið, og hafi þau verið að likri
gerð og húsgögn þau, sem til eru
enn á Þjóðminjasafninu frá
þessum tímum, má svo segja að
“fínt” hafi þá verið í stofunni
á Reykhóluni. — Siniðja var
auðvitað á staðnum og er henni
lýst svo, að hún sé “alfær með
öllum tölum.” — Þegar búið var
að skrifa upp alt það helzta og
verðmætasta í búi Guðmundar á
Reykhólum, segja umboðsmenn
konungsvaldsins, sem eins og
áður getur var að slá eign sinni
á þetta alt saman, að þarna séu
auk þess, sem þegar var upp-
skrifað, “öll búskaparþarfindi,
stórkeröld og smákeröld, fötur
og trog, skálar og könnur, dúkar
og diskar, borðhandklæði og alt,
sem borðbúnaði tilheyrir og öll
önnur þarfindi, er til búskapar
þarf að hafa.” — Guðmundur
var því bókstaflega rúinn inn að
skyrtunni, þar sem ekki einu
sinni íveruföt hans og rúmfatn-
aður var skilið eftir.
Þegar búið var að rupla öllu á
Reykhólum, var riðið á hin önn-
ur bú Guðmundar og alt skrifað
þar upp og tekið. Var fyrst
haldið norður að Kaldaðarnesi,
en þar var eitt stórbú hans, þó
að ekki væri það líkt þvi eins
stórt og á Reykhólum. Þar var
kvikfénaðurinn 25 kýr, og 250
fjár, og alt eftir því, en þarna
norður á Ströndunuin átti Guð-
mundur sjávarútveg, því að í
Kaldaðarnesi voru 4 bátar, tólf-
róið skip, tveir áttæringar og sex-
æringur, og hafa þessi skip eí-
laust gengið til fiskjar á vertíð-
um í einhverri veiðistöðinni á
Ströndum. Þarna norður frá
átti Guðmundur lika tvo sjö-
vetra gamla uxa, sem gengu i
Grimsey á Steingrímsfirði.
Síðan var haldið vestur að
Núpi í Dýrafirði, þar sem nú
er skólinn góði, og farið þar
höndum um allar eigur Guð-
mundar og þær skrásettar. Þar
var áhöfnin 42 kýr og 417 fjár,
auk nauta og hrossa. Þar voru
líka 5 svin gömul og 2 gyltur að
auk með 7 grísum hvor. — út-
veg átti hann þar líka, en það
voru 3 bátar, tíróið skip, áttær-
ingur og sexæringur Tjöld voru
þar einnig um alla stofuna. —
í fjörðunum vestra átti Guð-
mundur 32 jarðir, sem lágu und-
ir Núp “til byggingar,” þ. e. a. s.
að ráðsmaður hans á 'Núpi hafði
umsjón með þeim, innheimti at
þeim landskuldir og leigur og
bygði þær. En þetta fyrirkomu-
lag var hjá Guðmundi á hinum
stórbýlum hans, enda hefir hann
víst helzt mælst til þess, að eign-
ast jarðir í náinunda við höfuð-
ból sín.
Frá Núpi var haldið aftur suð-
ur yfir heiðar og að Brjámslæk,
en þar var bú Guðmundar einna
minst, þó að þar væru reyndar
23 kýr og rúm 300 fjár, en utar
á ströndinni átti Guðmundur svo,
eins og áður getur, stórbýlið Bæ
á Rauðasandi og þar var búið
nærri eins stórt og heima á
Reykhólum. — í Bæ voru innan-
stokksmunir og borðbúnaður svo
mikill, að auðsætt er, að þar
hefir Guðmundur setið langdvöl-
um með sveinum síniyn og hald-
ið þar stórveislur, enda hafa
húsakynni verið þar bæði stærri
og betri en á öðrum búum Guð-
mundar, að Reykhólum einum
undanteknum. f Bæ voru 45 kýr
og 550 fjár. Þar var líka 41 uxi
tvævetur og eldri, 9 gömul snn
og þar að auki 2 gyltur með 8
grísum hvor. Þarna voru 31
uppbúið rúm með áklæðum og
rekkjuvoðum, og 7 karlmanna
alklæðnaðir “með tilgilt klæði.”
Auk þess var “kostulegur” hús-
búningur um alla “stóru stofu”
og “litlu stofu,” en eftir því hafa
húsakynnin í Bæ verið lík og á
Reykhólum, tvær stofur, stærri
og minni, og hefir sú stærri þá
eflaust verið viðhafnarstofa, not-
uð við hátíðleg tækifæri og til
veisluhalda, en sú minni dagleg
gestastofa. — Það má telja lik-
legt, að þessi tilhögun um húsa-
kynni hafi verið á höfðingjasetr-
um hér á landi í þá daga. —
Borðbúnaður var afarmikill í Bæ.
Þar var 31 tinfat, 80 tréföt og
100 borðdiskar, 32 könnur af
ýmsum stærðum og 40 staup og
silfurbikargr. Allur þessi út-
lendi borðbúnaður mun hafa
verið keyptur frá Hollandi, því
þá voru samgöngur svo miklar
með veiðiskipum þaðan til Vest-
fjarða og mikil verzlun við
“duggarana.” — f Bæ voru 14
stór drykkjarhorn, sum búin
silfri. F'jórir borðdúkar voru
þar til og sagðir “kostulegir”, og
var hvor þeirra 13 álnir (8V2
meter) á lengd með tilheyrandi
borðhandklæðum (serviet) og er
því sýnilegt, að borðhaldið' hjá
Guðmundi hefir verið að hætli
siðaðra manna, og að margir
hafa getað matast þarna í einu.
— Loks sézt það á uppskriftinni
í Bæ, að ekki hefir húsbóndinn
ætlað gestum sínum að matast
alveg þurbrjósta, því að þarna
voru til tunnur, pipur og önnur
ölgögn, þ. e. a. s. að þar hefir
verið bruggað öl eða mjöður og
hann máske ekki alveg óáfeng-