Lögberg - 06.03.1941, Side 7

Lögberg - 06.03.1941, Side 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1941 7 Erindi flutt á Frónsmóti WlNNIPEG 25. FEBRÚAR, ’41. Eftir Þórhall Ásgeirsson. Ástæðan fyrir því að inér hefir verið boðið, að tala hér hjá ykk- llr í kvöld, niun vera sú að eg hefi verið heppinn með val á foreldrum. Sjálfur hefi eg ekk- ert afrekað á minni stuttu æfi t'l að verðskulda þann heiður, seni mér er hér sýndur. Eg er hara einn úr hópi þeirra íslenzku stúdenta, sem hafa komið hing- að til Ameríku í leit að aukinni nentun, eða kannske öllu frek- ar prófi til að flagga með, þegar heim kemur. Þekking mín á högum og hátt- Um ykkar Vestur-fslendinga, áður en eg koin hihgað, var ekki UPP á marga fiska, eða svona eins og gengur og gerist meðal llnglinga heima á fslandi. Eg þekti reyndar nöfn nokkurra góðra Vestur-fslendinga, hafði lesið “Vestan um haf,” og dáðsl að Stephani G. Stephanssyni og h.N. Mig rámaði í það, að eg var sem 6—7 ára stráklingur að stauta fram úr blöðunum ykkar Heimskringlu og Lögbergi. IJað voru min fyrstu kynni af '•mheiminum, og eg man eftir Pví, að eg þóttist ákaflega hreyk- 'nn af að gela lesið útíenzk blöð, °g skilið þau að inestu. Bók- stafudinn "c”, sein eg rakst stondum á, sérstaklega í aug- lýsingum, olli mér dálitum heila- hrotum, en eg gat heldur ekki búist við að skilja fullkoinlega útlenzku” án nokkurrar til- sagnar. Eg er ekki kominn hingað til að segja ykkur atriði úr minni viðburðalitlu æfi, og þið heldur ekki til að hlusta á það. Ræðan a að vera um þjóðrækni og hjóðerni, en eg hefi átt í hálf- gerðu basli með hana, því að tala um þá hluti meðal landa hér í Winnipeg, sérstaklega þá haga, sem þjóðræknisþingið stendur yfir, finst mér vera svipað því, eins og enskúrinn segir, að “flytja kol til New- castle.” En það hefir löngum Verið kærkomnasta umræðuefni °kkar fslendinga erlendis að tala um land okkar og landa, því allir hugsum við eins og seytj- an<lu aldar presturinn, sem orkti svo elskulega: Því oftlega hefir mig angrað hitl a® ísland margir hæða, en uióðurjörð er mér svo kær, n"g hefir langað, guð minn skær, að geta þess allra gæða.” Það eru sterk bönd þjóðræknis °g tungu, sem tengja okkur fs- lendinga saman, hvar sem við erum í heiminum. íslendingar sein hittast erlendis eru vinir, þó að þeir hafi aldrei sézt áður. I>að eitt er nóg, að þeir eða foreldrar heirra hafi fæðst á sama landi, 'Ueðal söinu þjóðar. “Þótt þú langförull Iegðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.” Það hefir oftast verið svo, að við höfum ekki kunnað fyllilega að meta okkar eigið land, fyr en við höfum yfirgefið það. Þá sjá- um við, hversu mikið við eigum því að þakka, og hversu margs \ið höfum þaðan að sakna. Það er gamla sagan um, að “enginn veit, hvað átt hefir fyr en mist hefir.” Það er alt annað en til- viljun að fallegustu og heitustu ættjarðarljóðin, sem við eigum, voru annaðhvort ort í Kaup- mannahöfn eða hér í Ameríku. því að hvergi var eða er ísland elskað heitara en í útlandinu, og hvergi hefi eg orðið þess betur var eða séð þess Ijósari vott en hér meðal Vestur-fslendinga. Eftir að eg kom hingað skyldi eg betur en nokkru sinni fyr, að “römin er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til.” Eg hafði að vísu heyrt menn, sem höfðu heimsótt ykkur Vlestur-íslend- inga, tala með aðdáun um hina vakandi þjóðernis-tilfinningu og föðurlands-ást, sem væri ríkj- andi meðal ykkar. En eg hafði ekki gert mér það fyllilega Ijóst fyr en eg koin hingað sjálfur og sá og heyrði hversu djúp ítök ísland á enn í hugum manna, sein fluttuist þaðan fyrir mörg- um áratugum. Það hefir líka verið mér sér- stakt gleðiefni að kynnast þeirri kynslóð, sem fædd er í þessu landi af íslenzkum foreldrum. Það hefir komið mér skemtileg- ast á óvart hér í Ameriku, hversu mikill hluti hennar talar íslenzku og þekkir fsland, þó að fæstir þeirra hafi komið þangað. Það er mín reynsla, að þetta sé regla meðal fslendinga, en undantekn- ing meðal annara þjóðflokka. Hér hefi eg hitt ramm-islenzk- ari landa en inarga i heimaland- inu — menn, sem tala kjarn- yrt mál, kunna mikið af kvæð- um, og elska hesta. Hér hefi eg líka rekið mig á gamla íslenzka siði, sem að mestu eru dánir út í heimalandinu — eins og að lesa borðbænir og að bölva Dönum. Eg hefi haft gaman af að sjá íslenzk staðarnöfn innan um ensku og Indíána nöfnin, og að heyra ]>að, að landar borði enn- þá hangikjöt, rúllupylsu og jafnvel skyr. En einna bezt fanst mér íslendingurinn koma fram í setningu, sem gamall maður sagði suður í Minnesota, þegar hann heyrði þjóðsönginn í útvarpinu, og lét sér hvergi bregða: “Þetta er eftir hann Matta.” Það er ekki aðeins trygð land- anna við gamla Iandið, sem vek- ur hrifningu okkar, sem að heiman komum, heldur lika hversu gott orð fslendingar hafa áunnið sér hér. Þeir eru ekki virtir vegna auðlegðar heldur vegna þeirra eigin mannkosta. Við sjáum að það er ennþá satt, sem Saxo Gramaticus sagði fyr- ir 800 árum um fslendinga, að þeir “láti mannvitið vega upp fá- tæktina.” Fyrir þetta stöndum við, sem að heiman komum og njótum góðs af, og einnig allir fslendingar í mikilli þakklætis- skuld við ykkur. Það er svo margt, sem við höf- um ykkur að þakka, og margt sem þið þurfið okkur að fyrir geia. Lofsöngurinn um ísland néðan að vestan mætti lengi vel daufum undirtektum í heima- landinu. Eg les í ný-útkominni sögu ykkar, að heima-landar fóru oft hörðum orðum um þá landa, sem vestur fóru. Þeir eiga að hafa kallað þá “mislukkuðu mennina” eða jafnvel föður- landssvikara. Útflutningurinn frá íslandi til Vesturheims var viðkvæmt mál á sínum tíma. Það er auðvelt að skilja þá fs- lendinga sem þótti sárt að sjá á eftir einum sjötta hluta ís- lenzku þjóðarinnar til fjarlægs lands, þegar hallæri, ísar og eld- ar steðjuðu að. En það er ennþá auðveldara að skilja ástæður vesturfaranna fyrir að flytjast frá íslandi. Hvað er eðlilegra en að meiin flýi fá- tækt og kúgun í von um að finna frelsi og fjárhagslegt sjálfstæði? En þessi skoðanamunur tilheyr- ir núna liðinni sögu, og það er aðeins ástæða til að minnast hans til þess að sjá hvernig sam- búðin milli íslendinga beggja megin hafsins á ekki að vera. Það er ástæðulaust að vera að vekja upp gamla drauga. Það sem miður hefir verið í sambúð- inni má kyrt liggja, sérstaklega þar sem enginn getur efast um viljann hjá báðum aðiljum að bæta fyrir fyrri misgerðir. Hafi verið sundrung milli þjóðarbrot- anna, sem eg efast ekki um að satt muni vera, þó að eg og mínir jafnaldrar muni ekki eftir því, þá get eg fullvissað ykkur um, að hún er nú gleymd og grafin á fslandi. Nú er það svo, að það er inóðins að standa í nánu sambandi við Vestur-íslendinga, og er ekki laust við að sumir menn metist um, hver sé þar fremstur í floklti (og er það ekki nema gott og blessað, þegar það er fyrir jafngóðum málstað). En það eru ekki aðeins nokkrir “foringjar”, sem standa að þjóð- ræknisihreyfingunni heima á fs- landi. Hún er áhugamál allrar þjóðarinnar, því að varla er sú fjölskylda til á fslandi, sem ekki á skyldfólk hérna megin hafsins. Því betur sem saga ykkar verður kunn heima á íslandi, því meir eykst skilningurinn og sam- úðin milli Vestur- og Austur-fs- lendinga. Það er ekki hægt ann- að en að fyllast hrifningu yfir þv, hvernig þetta litla þjóðar- brot, sem ekkert hafði nema trúna á sinn eiginn mátt, hefir brotist áfram í ókunnugu landi, sein nú geymir mörg fótspor og handtök fallinna frumhyggja. Það eru margar óskráðar hetju- sögur, sem hafa dáið með þeim. En það er vel, að farið er að varðveita sumar þeirra frá gleymsku með hinni myndarlegu en uindeildu sögu-útgáfu, sem nú er íarin að koma út. Þó að samvinna Vestur-fslend- inga og heima íslendinga hafi farið mjög batnandi síðustu ára- tugina, þá verður samt ekki hjá þvi komist að viðurkenna, að útlitið með áframhaldandi þjóð- ræknisstarf versnar því lengra sem líður. Þið hafið gefið okk- ur gott fordæmi um, hve lífs- seig íslenzkan, og íslenzk menn- ing er, þó að aðeins sé hún töl- uð af örlitlu þjóðarbroti. Það ætti að vera næg sönnun þess að málið okkar og menning er ekki í stórhættu, þó að nú séu jafn- margir útlenzkir hermenn á fs- landi og helmingyr þjóðarinnar. fslenzk alþýðumenning hefir staðist sína prófraun hér, og eins inun hún standast hana á ís- landi. En það þýðir ekki að loka augunum fyrir því hvert stefnir í þjóðernismálum hér. Það er ekki nema eðlilegt, að þeim fækki óðum, sem geti talað ís- lenzku, þó að það væri á hinn bóginn æskilegt, að hægt væri að halda henni við. Það má þvi ekki binda sambandið við ís- land æingöngu íslenzkunni. Ef við gerum það, hlýtur samband- ið milli Vestur- og heima fslend- inga að deyja út fyr eða síðar. Þó að íslenzkan sé mikil hjálp sem nokkurs konar tengiþráður milli þjóðarbrotanna, þá er hún ekki algjörlega nauðsynleg til þess að vinsamlegt samband haldist milli íslendinga og manna af islenzkum ættum hérna í Ameríku. Aldrei fyr hefir ensku kunnátta verið jafn almenn eins og nú er á íslandi, og eykst ört. Þetta hefir þau áhrif, að halda má uppi sambandinu mestmegnis á ensku síðar meir, sem hefði verið óhugsandi áður fyr. Þó eg voni að það dragist lengi enn að grípa verði til enskunnal' í skift- um okkar á milli, þá er það þó betra en að láta þau alveg falla niður. Eg veit, að ykkur er þetta engu síður ljóst en mér, og að þjóðræknisfélagið og kirkjufé- lögin gera alt, sem þau geta, til þess að vinna á inóti þessum tímans straumi. Starfseini þess- ara félaga hefir haft’ ómetanlegl gildi fyrir varðveizlu íslenzkunn- ar og íslenzkrar pienningar hér vestan hafs, og við sjáum á sam- komu eins og þessari, og eins á þjóðræknisþinginu, að þau starfa enn með fullu fjöri. Það er því nokkuð djarftuf fáfræðingi, eins og eg er i þessum málum, að leggja út á þann hála is að benda á nokkur atriði, sem mætti verða til að bæta samvinnuna milli Vestur- og heima íslendinga. Það er gleðilegt hvað heim- sóknir hafa farið í vöxt síðasta áratug héðan og til íslands, og líka frá íslandi og hingað. Per- sónuleg viðkynning milli landa beggja megin hafsins er þýð- ingarmeiri fyrir samvinnuna heldur en nokkuð annað. En það vantar mikið á, að þær séu enn almennar, og þar er verkefni fyrir félögin bæði hér og á fs- landi að vinna að, þó að ófrið- urinn hafi áhrif á þetta, sem alt annað í okkar lífi, þá má þó geta þess að aldrei hafi verið hetri samgöngu-möguleikar milli land- anna en einmitt núna. Sérstak- lega þýðingarmikið samfara þessum heimsóknuin eru fyrir- lestrahöld, sem varpa ljósi yfir lif og starf þjóðarbrotanna báðu megin hafsins, og mætti en auka þessa starfsemi. Við íslenzku stúdentarnir, sem eigum því láni að fagna að lesa við háskóla hér vestan hafs get- um með sanni sagt að “fátt er svo með öllu ilt, að ekki fvlgi nokkuð gott.” Við höfum ein- mitt stríðinu . að þakka, að minsta kosti flestir okkar, að við komum hingað. Ef Evrópa væri ekki lokuð, mundu flestir okkar vera þar við nám, ekki vegna þess að háskólarnir séu lætri þar heldur vegna þess, að þar er ódýrara að lifa. Canada-stjórnin sýndi mikla rausn, þegar hún veitti háa fjár- upphæð til styrktar íslenzkum stúdentum til að stunda nám hér. Eins hefir íslenzka menta- máíaráðið brugðist vel við og hækkað stúdenta-styrkinn til þess að gera að minsta kosti fjórum stúdentum kleift að stunda nám við ameríska há- skóla. Þetta kann þó að breyt- ast þegar stríðinu lýkur, hyenær sem það svo verður, og teldi eg það illa farið, ef drægi úr stú- denta-heimsóknum hingað, því að eg er trúaður á, að viðkynn- ing íslenzkra stúdenta við landa hér vestan hafs hafi góð áhrif, og eg vona einnig, að sumir land- anna sem margir þekkja aðeins fsland eins og það var fyrir aldamótin, hafi gaman af því að kynnast yngstu íslenzku kyn- slóðinni. Enn sem komið er hafa stú- denta-heimsóknirnar verið ein- hliða. Eins og eðlilegt er eru þáð smáþjóðirnar, sem venju- lega þurfa að sækja lærdóm sinn til stórþjóðanna. Samt held eg, að stúdentar af islenzkum ætl- um, sem færu heim, gætu þar ýmislegt lært. Það væri þá fyrst og fremst forn-norrænar bók- mentir og íslenzka, sem á fáum stöðum er betra að nema. Eins er lækna-nám við háskólann í Reykjavík talið fyllilega sam- bærilegt erlendum háskólum. Það kann að vera til of mikils ætlast af stúdent, sem er upp- alinn i þessu landi, en eg veit, að það yrði vel séð á íslandi, að meira yrði gert af því heldur en verið hefir.. fsland hefir getað stært sig af því að gefa út að tiltölu við fólksfjölda langflestar bækur og blöð í heimi, og það sama held eg megi segja um íslenzka þjóð- arbrotið hér vestan hafs. En bók- mentasambandinu milli íslands og Vesturheims hefir verið mjög ábótavant hin síðustu ár. Fyr mátti kenna um erfiðum flutn- ingum, en síðan íslenzku skipin fóru að sigla beina leið til New York er það engin afsökun leng- ur. Þið eigið að senda okkur heim ykkar bóka-framleiðslu og við ykkur þær bækur, sem gefn- ar eru út heima. Því að það er aðeins samband hins ritaða orðs, sem getur náð til allra íslendinga hér og heima. Ef við reynum ekki að halda þvi sambandi, má búast við að þjóðarbrotin reki Iengra og lengra hvort frá öðru. Þið munuð hafa orðið vör við eins og eg, að AmerÍKa er nú fyrst að uppgötva ísland. Ame- ríkumenn eru óðum að sjá hversu þýðingarmikið fsland er fyrir þeirra eigið öryggi. Nokk- ur hundruð mílur hafs eru ekki lengur vörn; þetta höfum við lært á eftirminnilegan hátt, þeg- ar við lesum, eins og nú á dög- unum, um loftárás á okkar litla land. Þetta sama er almenn- ingur hér i Ameríku hetur og betur að sjá. Blöðin hér hafa heiðrað eða vanheiðrað land okkar með greinum — sumum lélegum en öðrum góðum, eins og gengur. Einn blaðsnepill var það þó, sem af öðrum bar í niði og rógburði um ísland. Heimildamennirnir voru vonsviknir Canada-her- inenn, sem ekkert kvenfólk höfðu fengið á íslandi en bara kindakjöt og magaveiki. Svo láta þeir reiði sín abitna á landi okkar og þjóð. Það er búið að skrifa svo rækilega um þetta mál, að ekki er þörf að ræða það frekar, að minsta kosti ekki við íslendiinga. Þetta mál vakti réttláta reiði allra landa. og þeir voru margir, sem tóku sér vopn í hönd — pennann — og réðust á stórveldið “Time.” Eg efast um, að hið volduga og óskeikula “Time” hafi fvr eða síðar fengið jafnmörg leiðréttingar-bréf á einni grein sem það birti. Þegar á ísland er 'ráðist, eins og í þetta skifti, standa allir ís- iendingar saman sem einn inað- ur, þó að ]>eir kunni oft að eiga i heitum deilum um sín inn- byrðis félagsmál. fslendingar hafa aldrei skammast sín fyrir sinn uppruna. Þó ókunnugir hafi talað fyrirlitlega um ísland, eins og fáttkunnandi mönnum hættir við um ]iað, sem þeir ekki þekkja, þá hafa íslendingar aldrei hrugðist að verja land sitt. Þeir eru æfinlega reiðu- búnir'að tala eða skrifa um land sitt og skýra málstað þess. Þann- ig er Björnsons-fjölskyldan í Minneapolis eins og nokkurs kon- ar Titbreiðslumálaráðuneyti’ fyr- ir ísland í Minnesota og jafnvel víðar, og eins veit eg að er með marga aðra góða íslendinga, að þeir eru sívakandi og sístarfandi fyrir island án þess að geta nokkurn tíman búist við að fa verðskuldað þakklæti fyrir það. Það var líka annað en sam- heldni íslendinga sem mætti læra af “Time”-greininni. Það er, að um leið og við venjumst á að minst sé á ísland hér í blöð- unum, þá verðum við að taka þvi ‘með stillingu ]>ó að alt sé það ekki eintómur lofsöngur. Við verðum að kyngja beisku pillunum með þeim sætu. Þaö sem blöðin kunna að segja um land okkar og þjóð eru, þrátt fyrir alt, hreinustu smámunir i samanburði við það, sem nú er að gerast í heiminum. Við meguin hrósa happi yfir því, að ísland hefir, enn sein Jcomið er, sloppið tiltölulega vel við þa>r ógnir og hörmungar, sem nú þjá Evrópu. Við vitum að á úrslit- um þessa ófriðar veltur sjálf- stæði okkar og frelsi, engu sið- ur en flestra annara Evrópuþjóð- anna. fslenzka þjóðin hefir sérstök skilyrði til að skilja þá erfið- leika og raunir, 'sem að flestar smáþjóðir Evrópu eiga iui í, því það er svo stutt síðan hún varð sjálf að þola svipaðar þjáning- ar. Þessar þjóðir berjast nú, sumar leynt en aðrar ljóst, fyrir þeim verðmælum, sem fslending- ar hafa altaf metið mest — frelsi og sjálfstæði. Um leið og þeir berjast fyrir sínum eigin hags- munum og hugsunum, herjast þeir líka fyrir okkar. Þeirra vegna, og okkar vegna, óskum við einskis heitar, en að þeir muni sigra og að nýr dagur muni rísa færandi frelsi og jafnrétti fyrir allar þjóðir og alla menn. "ví að eins og Stephan G. Segir svo ineistaralega: printmq L distii distinctríe and persuasi\)e r^UBLIClTY that attracts and compels action on ^ tlie part of the customer is an important factor in the development of businesá. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us • lielp you with your printing and advertising problems. Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.