Lögberg - 06.03.1941, Qupperneq 8
8
LOGBERG. FIMTUPAGINN C. MARZ 1941
Úr borg og bygð
M.\ TREIÐSLUBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sled, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
f f f
Mrs. Harald Eastvold frá Can-
ton, South Dakota, er stödd i
horginni um þessar mundir.
♦ ♦ ♦
Mr. Halvdan Thorlakson, yfir-
umsjónarmaður Hudsons Bay
verzlunarinnar í Vancouver, B.C.,
er staddur í borginni þessa dag-
ana.
♦ ♦ ♦ •
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund á miðvikudagskveld-
ið þann 12. þ. m„ að fteimili
Mrs. Hannes J. Lindal 912 Jessey
Ave., kl. 8.
-f -f -f
•
It may ruin you financially to
drive your car without proper
Automobile Insurance protection.
Rates and particulars gladly
furnished.
We can also arrange the
financing of automobiles being
purchased. Consult us for rates.
J. J. SWANSON & CO.
308 Avenue Bldg. Phone 20 821
-f f f
Á Fimudagskvöldið var, voru
gefin saman í hjónaband af séra
Valdimar J. Eylands þau Lilja
Thordarson og Árni Ólafson. Er
brúðurin dóttir Kristjönu Thord-
arson ekkju Bergthors Thordar-
sonaT frá Gimli, en brúðguminn
er sonur Mrs. E. ólafson ekkju
E. ólafsonar frá Baldur. Að af-
staðinni hjónavígslunni var set-
in rausnarleg veizla á St. Regis
Hotel. Var veizlustjóri Bergthor
Emil Johnson, frændi brúðar-
innar. Ræður fluttu séra V. J.
Evlands, Dr. Lárus Sigurdson,
Lára B. Sigurdson systir brúð-
arinnar og brúðhjónin. Haf-
steinn Jónasson söng einsöngva
og Ragnar H. Ragnar spilaði
undir. Eftir rausnarlega kvöld-
máltið voru borð rudd og skemti
fþlk sér við söng og dans fram
yfir miðnætti. Um 80 vinir og
vandamenn brúðhjónanna sátu
boðið og nutu með þeim hinnar
ána-gjulegustu kvöldstundar.
f f f
Laugardaginn 22. febrúar and-
aðist að heimili systur sinnar,
Mrs. Rooney Swanson, Blaine,
Wash., Miss Lína Gíslason 41 árs
gömul. Hin síðastliðnu 4 árin
hafði hún þjáðst af innvortis
sjúkdómi, sem og leiddi hana til
dauða. — Miss Lína Gíslason út-
skrifaðist frá Blaine háskóla ár-
ið 1918, og eftir það vann hún
mest við bókhald bæði hér i
Blaine og Seattle. Hún var góð
stúlka, fáskiftin og siðavönd, þó
sérstaklega góð sinni öldruðu
níóður, sem lifir dóttur sína og
hefir búið fjölda mörg ár hér í
Blaine, Wash. -— Ásamt inóður
Línu, lifa hana tvær systur og
tveir bræður, Mrs. Rooney Swan.
son, Blaine, Wash., og Mrs. Susie
Hendrickson í Bellingham; bræð-
urnir eru William í Blaine, og
fíillie i New Westminster, B.C.—-
Hún var jarðsungin frá útfarar-
stofunni í Blaine, mánudaginn
24. febrúar, að viðstöddum vin-
um og vandamönnum. Séra
Guðm. P. Johnson jarðsöng.
KJÖRFUNDUR
Á Eimskipafélags hluthafa-
fundi Vestur-íslendinga, sem
haldinn var 27. febrúar s.l., að
910 almerston Avenue, Winni-
peg, voru tilnefndir með jöfnum
atkvæðum Mr. Árni Eggertson
og Mr. Sveinn Thorvaldsson,
M.B.E., til að vera í kjöri á næsta
ársfundi Eimskipafélagsins, sem
haldinn verður í júní n. k.
Tveggja ára kjörtimabil Mr.
Árna Eggertssonar verður j»á
útrunnið.
f f f
Herra Guðmundur Grímsson
dómari, kom með góðan gest á
Elliheimilið Getel á Gimli 20.
febr. Gesturinn var herra Þór-
hallur Ásgeirsson frá Reykjavík
á íslandi. Gott var að mæta þeim
góða dreng; viðmótið og við-
kynningin var svo innileg, eins
og maður .mætti bróður, hand-
takið viðfeldið. Hr. Ásgeirsson
fór í gegnum alla bygginguna og
talaði við fólkið í flestum her-
bergjum. Að endingu ávarpaði
hann fjöldann í fundarsal Betels
nokkrum orðum, og sagðist.vel
Th. M.
f f f
GEFIÐ í SJófí
Sumarnámskeiðs Bandalags
lúterskra kvenna:
Kvenfélag Árdalssafn., Árborg,
Aían., $10.00; Kvenfél. Minerva,
Gimli, P.O., Man., $10.00. Þess-
ar gjafir eru gefnar í minningu
um Mrs. Steinunni Pétursson,
móðir Mrs. Sig. ólafsson, sem er
forseti Bandalags lúterskra
kvenna, og eru hér viðurkendar
með þakklæti.
(Mrs. S.) Jona Sigurdson,
39 Alloway Ave., Wpg.
Féhirðir Bandalags
lúterskra kvenrta.
f f f
A FMÆLISGJA FIR TIL
BETEL 1. MARZ, 1941:
Arður af amællssamkomu
Kvenfélags Fyrsta Iúterska safn-
aðar í Winnipeg, $111.46; Mrs.
Guðbjörg Johnson, 5.00; ónefnd-
ur, $5.00; Mrs. Á. Hinriksson,
$5.00; Mrs. Jófríður Hjálmars-
son, $5.00; Mrss Margrét Vigfús-
son, $5.00; Miss Margrét Sigurð-
ardóttir, $20.00; Mr. Sigurður
Sigurðsson, $10.00; Mrs. Frið-
rikka Sigtryggsson, $5.00; The
Icelandic Good Templars of Win-
nipeg, $25.00.
Kærar þakkir frá nefndinni
fyrir þessar afmælisgjafir.
J. J. Swanson, féh.
308 Avenue Bldg., Wpg.
f f f
A LETTER OF APPRECIATION
TO ARNI G. EGGERTSON, K.C.
We greatly appreciate the
trouble you took in arranging
this matter and in seeing that
the War Savings movement was
brought to the attention of the
convention so frequently and so
offectively. We sensed that the
audience was fully behind our
efforts and we all left your
meeting with increased regard
for the Icelandic people and a
deeper appreciation of Canada’s
good fortune in having their
traditions and culture and qual-
ities added to the common stock.
Yours very turly,
Paul G. fíuval
Chairman, Greater Winnipeg
Enrolment Committee.
i War Savings.
—HAMBLEY UNGAR ÚR RAF0FNI—
Allir úr hænsnahjörð, sem stjórnin hefir vottfest, og
blóðprófaðir. Sendið pöntun snemma til þess að tryggja
skjóta afgreiðslu.
Manitoba verð— 100 50 25
White Leghorns $11.25 $ 5.90 $ 3.00
W. L. Pullets 24.00 12.50 6.25
W. L. Cockerels 3.00 1.75 1.00
Barred Rocks 12.75 6.75 3.50
B. R. Pullets 19.00 10.00 5.25
B. R. Cockerels 10.00 5.25 2.75
New Flampshires 12.75 6.75 3.50
N. Hamp. Pullets 19.00 10.00 5.25
B. Minorcas 12.75 6.75 3.50
B. Min. Pullets 24.00 12.50 6.25
Kvenungar 98% nákvæmni — 100% lifandi við móttök
J. J. H4MBLEY HATCHERIES
WINNIPEG BRANDON PORTAGE DAUPHIN
UNlTkED 1N FREEDOM’S CAUSE
In this feroup of men of the British Auxiliary Military Pioneer Corps
are represen^ttives of many nationalities: Huomanian. Syrian, Hussian,
Czech, Turk, Hungarian, Yemen, German Jew, Egyptian, Pole, Trans-
jordanian and.Austrian labor together for the common cause of freedom.
Frá Ottawa komu hingað í
heimsókn á mánudagsmorguninn
til foreldra og annara ættmenna,
Miss Ruth Benson, Miss Vera
Jóhannson og Miss Paulene
ólafsson.
f f f
The Jon Sigurdson Chapter,
Imperial Order Daughters of the
Empire, will celebrate their 25th
AnniVersary on March 25th, in
the Federated Church, Banning
St., Winnipeg, Man. Kindly keep
the date in mind. Further an-
nouncements will be made in the
next issue of the paper.
f f f
Þau Mr. og Mrs. G. F. Jónas-
son, efndu til heimboðs á hinu
veglega heimili sínu, 195 Ash
Street á sunnudaginn var, í
heiðursskyni við söngkonuna
víðfrægu, ungfrú Maríu Markan,
sem er gestur þeirra þessa dag-
ana, nýlega komin til borgarinn-
ar vestan frá Vancouver, B.C.
Var heimboð þetta auðugt af ís-
lenzkri risnu, og var það gestum
hið mesta fagnaðarefni, að eiga
þess kost, að koma til fundar við
þessa frægustu söngvadís ís-
lenzku þjóðarinnar.
f f f
TILKYNNING !
22. árgang Tímarits Þjóðrækn-
isfélags íslendinga í Vesturheimi,
er kom til afgreiðslu á nýaf-
stöðnu þjóðræknisþingi, fá allir
félagsmenn deildarinnar ‘,Frón”
ókeypis, er greiða ársgjald sitt,
$1.00, til undirritaðs fjármála-
ritara deildarinnar. Ennfremur
er keypis notkun á bókasafni
deildarinnar fyrir skuldlausa fé-
lagsmenn. Eins og að undan-
förnu verður tímaritið afgreitt
gegn ársgjaldi heim til allra
þeirra félagsmanna, er á annan
hátt eiga óþægilegt með að ná
sambandi við fjármálaritara, en
æskt er eftir samvinnu félags-
manna með að greiða ársgjöld
sín annaðhvort í bókasafnið, á
opnum fundum deildarinnar, eða
að heimili undirritaðs: 638
Alverstone St.
Winnipeg 28. febr., 1941.
Vinsamlegast,
Gunnbjörn Stefánsson.
f f f
Meðal þeirra gesta, er sóttu
þjóðræknisþing og vér urðum
varir við, voru:
Bjarni Sveinsson og Jón
Pálmason. Keéwatin; Guðmund-
ur dómari Grímsson og frú, frá
Rugby, N. I)ak.; Sveinn Thor-
valdson, Guttormur skáld og
Mrs. Melan frá Riverton; Gísli
Sigmundson frá Hnausa, Mr. og
Mrs. John Johnson, Brown; Sig-
urður Anderson, Piney; Vigfús
Guttormsson, séra Guðm. Árna-
son og Jón Einarsson, Lundar;
Thor. Marvin, Churchbridge;
Elías Elíason, Gunnar Sæmunds-
son, Dr. S. E. Björnsson og frú
G. O. Einarsson og frú, H. S. Er-
lendson og frú frá Árborg; séra
E. H. Fáfnis, G. J. Oleson og
Guðm. Lambertsen frá Glenboro;
B. S. Thorvardson, Akra; Chr.
Indriðason, Haraldur ólafsson,
Kristján Guðmundsson, Hjörfur
Hjaltalín, Mountain og S. S. Lax-
dal, Garðar, N. Dak.; frá Brown,
Jón Húnfjörð, og frá Selkirk B.
Dalman, Einar Magnússon og
Mrs. A. Einarsson, en frá Virden,
Snorri Jónsson.
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 13. þ. m.
f f f
Þeir Árni G. Eggertsson, K.C.,
og Dr. Kristján J. Austmann,
fóru suður til Minneapolis, Minn.,
seinni part fyrri viku; þeirra
mun von heiina í dag.
f f f
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar heldur fund i
samkomusal kirkjunnar kl. 2.30
e. h. á fimtudaginn þann 6. þ.m.
OPEN LETTER
To All Icelendic
Women’s Organizations.
We, the Jon Sigurdson Chap-
ter, I.O.D.E., make it our busi-
ness to supply comforts to. all
Icelandic Soldiers overseas, re-
gardless of what district they
are from. We feel certain that
in this great undertaking we
have the wholehearted spiritual
support of all Icelandic women.
You have seen from our annual
report in the papers what a
stupendous task we are shoul-
dering. We are only a small
band of workers and it would
mean a great deal to us and
give us renewed courage to re-
ceive some tangible token of your
co-operation, even if it be only
a small one, — we know full
well how everyone is over-
burdened in these tragic times.
This letter is an earnest plea
to all Icelandic women’s organ-
izations soliciting their aid,
either in the form of knitted
comforts or small cash dona-
tion. Thus may we all be weld-
ed together more closely as one
united whole.
We, of the Jon Sigurdson
Chapter wish you every success
and blessings in all your own
fields of community service.
Yours very sincerely,
Mrs. .1. R. Skaptason,
Regent
378 Maryland St„ Wpg.
Holmfríður Danielson,
Secretary
947 Garfield St„ Wpg.
Stutt viðtal við
Oscar Clausen
Oscar Clausen rithöfundur er
að stiga út i Laxfoss, er vér heft-
um för hans; hann mun vera að
halda heim til sín, vestur á Snæ7
fellsnes.
“Lítur nokkur maður í bók,
þarna úti á nesinu?” spyrjum
vér.
“Jú, fyrir kemur það,” svarar
hann, “og oftar en búasL mætti
við, svo erfitt sem það er þar að
ná í bækur. Bóksalafélagið virð-
ist vera algerlega úrelt stofnun.
í þrem sýslum, þ. e. Snæfells-
ness-, Hnappadals- og Dalasýsl-
um með alls um 5000 íbúa, svæði,
sem er um 150 km. á annan veg-
inn, en 80. km. á hinn, er ekki
nema ein einasta bóksala. Eng-
in bóksala er á Sandi né í ólafs-
vík, þorpum, sem eru með ná-
lega 500 manns hvert. Eina
bóksalan á öllu svæðinu er hjá
Kaupfélaginu í Stykkishólmi.
Bækurnar eru geymdar þar í
vandlega aflæstu herbergi í
miðju húsi, og kemur þar aldrei
inn dagsljósglæta, og verður að
Látið Kassa %
Kœliskápinn
mmmiuk
13 GoodAnytlm*
i z-glasa
flösku
kveikja þar á rafljósi í hvert
sinn, sem inn er komið. Hvað
h'aldið þér að seljist af bókum
með þessu móti? Bara sáralítið.
Með svona fyrirkomulagu er
beinlínis verið að venja íslenzku
þjóðina af því að vera bóka-
þjóð.”
Að mæltum þessum einörðu
orðum sté rithöfundurinn á
skipsfjöl.—Alþbl.
Em baettism enn
Þjóðræknisfélagsins, kosnir á
nýafstöðnu ársþingi þess, eru
sem hér segir:
Forseti, Dr. Beck; varaforseti,
Dr. S. E. Björnson; skrifari, séra
Valdimar J. Eylands; varaskrif-
ari, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson;
féhirðir, Árni Eggertsson; vara-
féhirðir, Ásm. P. Jóhannsson;
fjármálaritari, Guðmann Levy;
varafjármálaritari, Sveinn Thor-
valdson; skjalavörður, ólafur
Pétursson; endurskoðendur:
Steindór Jakobsson og Grettir
L. Jóhannson.
Messuboð /
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Simi 29 017.
Sunnudaginn 9. marz, 1941:
Ensk messa að morgninum
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h.; íslenzk messa að kvöldinu
kl. 7. + «. +
LÚTERSKA KIRKJAN
i SELKIRK
Sunnudaginn 9. marz,
2. sunnud. í föstu—
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Jslenzlc messa kl. 7 síðd.
Messur á miðvikudagskvöldum
um föstuna, á heimilum safn-
aðarfólks, í mismunandi hverf-
um bjarins. Byrja kl. 7.30 síðd.
S. ólafsson.
f f f _
Sunnudaginn 9. marz messar
séra H. Sigmar í Mountain, kl.
2.30 e. h. Messan fer fram á ís-
lenzku. Allir velkomnir.
f f f
LúTERSKA PRESTAKALLID
í VATNABYGÐUM
Scr<i Carl J. Olson, B.A., B.D.
prestur.
Sunnudaginn 9. marz, 1941:
Leslie (S.S.) kl. 2 e. h.
Foam Lake kl. 3 e. h.
f f f
GlMLl PRESTAKALL
Sunnudaginn 9. marz:
Betel, morgunmessa; Gimli, ís-
lenzk messa kl. 7 e. h.; Sunnu-
dagsskóli Gimli safnaðar kl. 1.30
eftir hádegi.
B. A. Bjarnason.
TIL ÍHUGUNAR
Þegar menn eru komnir til
valda, hætta þeir að horfa upp á
við, en taka hins vegar að skygn-
ast í kringum sig.—J. R. Lowell.
Það er jafnan varhugavert að
vera meðeigandi auðugs og vold-
ugs manns í fyrirtæki.—Phædrus.
óverðskuldað lof er dulbúin
ádeila.—Broadhurst.
Gamalt lof firnist, nema það
sé endurnýjað.—George Herbert.
Vitrustu menn eru vanir að
hafast upp við lof, jafnvel þó að
fífl eigi þar hlut að máli. —
Benjamin Disraeli.
Menn eru vanir að hrósa öðr-
um í þeim tilgangi, að þeim sé
sjálfum hrósað í staðinn. — La
Rochefoucauld.
Að hrósa öllum er sama og að
hrósa engum. — John Gag.
Skýring er altaf leiðinleg bæði
fyrir þann, sem útskýrir eitt-
hvað, og hinn, sem verður fyrir
þvi að hlusta á útskýringar. —
Benjamin Disraeli.
Allir menn eru leiðinlegir,
nema við þurfum á þeim að
halda.—O. W. Holmes.
Eg er fús til að hrósa hverj-
um þeim, sem vill hrósa mér.
—Shakespeare.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smfi.um eða
stórum verC. Hvergi sanngjarnara
Heimili : 591 SHERBURN ST. Simi 35 909
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watche*
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jewellert
699 SARGENT AVE., WPQ.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
BÆNDUR. KAUPMENN
FLUTNINGSBILASTJÓRAR
Verð hráskinna og annara tegunda,
sem við verzlum með, hafa allmjög
hækkað í verði; yður mun undra
hve hátt vér greiðum. Sendið oss
hráskinn í dag. Nákvæm vigt, og
peningaávísun send um hæl.
American Hide & Fur Co. Ltd.
167-159 RUPERT AVENUE,
WINNIPEG, MAN.
SENDIfí FATNAÐ YÐAR
TIL ÞURHREINSUNAR
TIL PERTH’S
pér sparið tíma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst að vera hið
bezta i borginni.
Símið 37
eftir ökumanni vorum
1 einkennisbúningi.
Perflís
Cleaners - Dyers - Launderers
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
AND TRANSFER
FRED BUCKLE, Manager
•
PHONE
34 555 - 34 557
SAROKNT and AGNES
For Fall and Winter Weather
Heat Your House With
HEAT GLOW BRIQUETTES
SASKATCHEWAN LIGNITE
WILDFIRE DRUMHELLER
WESTERN GEM
WINNECO CQKE
MCCURDY SUPPLY CO. Ltd.
BUILDERS SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 -23 812
1034 ARLINGTON STREET