Lögberg - 12.06.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.06.1941, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNl, 1941 Sœðið grœr og vex Ræða flutt á 60 ára afmælis- hátíð Búnaðarfélags Arnar- nesshrepps, að Reistará, i Eyjafirði sunnudaginn 16. júní 19i0. "Og hann sagði: Svo er og um guSsríki sem maður kasti sæði á jörðina, og sofi og fari á fætur nðtt og dag, og sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fult hveitikorn I axinu. En er ávöxturinn er orðinn þroskaður sendir hann þegar út kornsigðina, þvl að uppskeran er komin.”—Mark. 4, 26-29. Guðsþjónusta vor í dag er með nokkuð óvenjulegu móti. Ver erum hér fyrst og fremst til þess að minnast merkilegs þáttar í athafnalíifi þessarar sveitar um síðastliðin 60 ár. Eg get imyndað mér, að ein- hverjum virðist ef til vill, að þetta hefði verið hægt, án þess að byrja á þá leið, sem nú er gert, með því að syngja sálma og lyfta huga í hæð til guðs. En samt ætla eg ekki með einu orði að afsaka mig eða aðra, sem því hafa ráðið, að eg stend hér í umboði kirkjunnar við þetta tækifæri. Eg veit, að þess þarf í rauninni ekki og þvi siður, sem betur er ihugað. Aðeins skal eg geta þess, að sumstaðar þar, sem lík hátíða- höld og nú hér hjá oss hafa fram farið hin seinustu ár, hefir ein- mitt þótt hlýða að hefja þau með þessum hætti. Og höfum vér þannig fyrirmynd að þeirri tilhögun sem hér hefir verið valin. En að öðru leyti vil eg reyna, í sem styztu máli, að færa rök fyrir þvi, hvers vegna eg álit að vér’ eigum öllu fremur að mætast í þökk og tilbeiðslu frammi fyrir guði, slíka stund sem þessa. Þér heyrðuð eina af dæmisög- um eða líkingum Meistarans mikla um guðsríkið, en boðskap- urinn um það er, eins og allir vita, eitt aðal-efni kenningar hans. Má glögt skilja, að þar er átt við andlegt riki í þessu lífi og öðru, sem byggist annars vegar á tilveru, miskunn og elsku Guðs, og hins vegar mögu- leikum mannsins til þess að þroskast að vilja hans og vaxa stöðugt i því góða. En það er mjög athyglisvert, hve oft Jesús skýrir þessa æðstu hugsjón um samfélag guðs og manns með dæmum beint úr skauti náttúr- unnar, eða af gróðri jarðar. Hann líkir því við sáðmann- inn, sem fór út að sá, og sæðið féll í misjafnan jarðveg, sumt við götuna, annað í grýtta jörð, eða meðal þyrna, og loks sumt þar, sem það gat börið góðan ávöxt. Hann líkir því við mustarðs- kornið, sem er hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprott- ið, er þáð stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar him- insins koma og hreiðra sig í greinum þess (Sbr. Matt. 13). Vér þreytumst ekki á þvi, að virða fyrir oss þessar myndir og dást að þeim. Og einkum ættu þær að vera oss áþreifanlegar, þegar vér sjálf reynum sanngildi þeirra og sjáum þær verða að veruleika í því lífi, sem vér lif- um. Á hverju vori fer íslenzki bóndinn með hlutverk sáð- mannsins i dæmisögunni. Og þá getum vér líka öll séð litla sáðkornið, serfl sáð er í jörðu, en á fyrir sér að vaxa og þrosk- ast og e. t. v. að verða að stóru anb DR. B.'J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy St». Phone 21 834—Offlce tlmar 3-4.30 • Helmill: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfræBingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViötalsUmi — 11 tii 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslml 22 261 Heimliiaslmt 401 >91 DR. A. V. JOHNSON DentUt • 606 SOMERSET BLDQ. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 612 MEDICAL ARTS. BLDO. Stundar eingöngu Augma- Eyma-, Nef- og Háls- sjúkdúma. DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lltur eftir ðllum sjúklingum mlnum og reikning- um 1 fjærveru minni. Talslmi 23 917 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAT TaMmt 30 877 • Víötalstími 3—6 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur IðofrœtHngur • Skrlfstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Ulmukur lögfræðinour • 800 QREAT WEST PERM. Bldg Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ., WPEQ. • Fastelgnasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaöur sá besti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslml 86 607 Heimilis talsfmi 501 562 ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST., WINNIPEO • pœoileour oo róleour bústaður i mABbikl boroarinnar Herbergi 32.00 og þar yflr; meö baöklefa $2 00 og þar yfir. Agætar máltlöir 40c—60c Free Farkino for Oueeti tré með forsælu og skjól fyrir fugla himinsins. Að vísu er hægt að komast hjá því að taka eftir þessu. Það undursamlega getur oft verið furðu nærri oss, án þess að vér gefum því mikinn gaum. Og yfirleitt mun mörgum svo farið, að þeir sjá aldrei dýrð Guðs eða dásamleik lífsins í því, sem vér köllum hversdagslega hluti. En einmitt í einfaldleik þeirra bendir Kristur oss tiðast á fyrir- mynd þess ósýnilega og eilífa. Það er áberandi einkenni á boð- skap hans. Og e. t. v. líka eitt hið fagmaðarríkasta. Því þannig hjálpar hann oss til þess að finna Guð og þreifa á návist hans hvarvetna í umhverfi voru, svo að “alt ytra og innra, er augað sér, sem imgnd d-rottins skin.” Eg veit, að það er stundum erfitt að eignast slíkt sjónarmið. Aðstaða margra og æfikjör geta varnað þess. En eg fullyrði, að engum ætti það að vera auðveld- ara en þeim, sem vinna dagleg störf sín i nánu sambandi við lífið sjálft, vöxt þess, viðgang og þróun. Þeim, sem sjálfir eru sáðmennirnir í bókstaflegri merkingu og eiga alt sitt undir þeim ávexti, sem jörðin gefur. Engir ættu að hafa betri - skil- yrði en einmitt þeir til þess að veita viðtöku boðskapnum um guðsriki, eins og hann er túlk- aður í mörgum fegurstu og ó- gleymanlegustu dæmisögum og likingum Jesú Krists. Og nú kem eg að þvi, góðir til- heyrendur, sem eg vildi óska, að vér öll festum vel i minni þenn- an bjarta vorsins dag og gleymd- um aldrei til fullnustu í störf- um og annriki komandi ti.ma, hvernig sem þeir verða. En það er lexian, sem oss er ætlað að læra af litlu sögunni, sem eg valdi að sérstökum á- varpsorðum þessa minningar- stund. Mér sjálfum þykir hún fegurst af öllu því, sem Meistar- inn hefir um guðsriki sagt. “Svo er um guðsríki scm mað- ur kasti sæði á jörðina og sofi og fari á fætur nótt og dag, og sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fult hveiti- korn á axinu. En er ávöxturinn er þroskaður, sendir hann úl kornsigðina, því að uppskeran er komin.” Mér er vist óhætt að fullyrða, að svona einfalt og yndislega hefir aldrei, fyr eða síðar, verið sagt frá lífi þess manns, sem byggir afkomu sína og sinna á óhagganlegu lögmáli sáningar og uppskeru. Vér sjáum hann svo Ijóst fyr- ir oss þennan stritandi og starf- andi mann, sem ris upp í dögun og kastar sæði á jörðina, von- góður og bjartsýnn, fullur áhuga og vinnugleði. Vér þekkjum hann svo vel úr sögu þessarar þjóðár, í fortið og nútið. Vér vitum, að aðstaða hans var ekki alt af jafn auðveld, að lif hans var oft barátta við óblíð kjör og ýmsa erfiðleika. En í þúsund ár hefir islenzki bóndinn, þrátt fyrir alt, trúað á hlutverk sitt og skilið þýðingu þess. Og í þús- und ár hefir þjóðin átt meira komið undir starfi sáðmannsins og ávöxtum iðju hans en allra annara. Þetta eru viðurkend sannindi og eins hitt, að islenzk menning hefir hvergi dafnað eins og þróast á umliðnum öld- um og einmitt í skjóli þessa starfs.' Það er því engin furða þó að þeir, sem sveitirnar byggja, væru sér þess meðvitandi, að þáttur þeirra í örlögum þjóðar sinnar er hreint ekki svo litill. Enda kennir þeirrar tilfinningar allviða. Orð Jónasar Hallgrims- sonar i kvæðinu fagra standa enn í fullu gildi, er hann segir: ‘‘bóndi er bústólpi — bú er landstólpi — þvi skal hann virður vel.” Þrátt fyrir nýja tíma og breytt viðhorf i ýmsu, hefir þetta mal ekki raskast. Fjöldamörg vandamál hafa risið á þessum vettvangi og sum þeirra erfið og fórleyst. Það er öllum kunnugt, að enda þótt miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu áratugum i búnaði landsmanna, hefir jafnhliða að þessari atvinnugrein þrengt á marga vegu. Og hirði eg ekki að ræða það eða skýra nánar. En samt er það svo, að bóndinn er ennþá virður vel, og starf hans talið til mikilla nytja. Og undarlega margir sem vegna að- stöðu sinnar búa að öðru, þrá innst inni sveitalifið, og unað þess, eða a. m. k. einhverja snertingu við það, sem grær og vex. Um það vitna m. m. gróður- blettirnir, blóma- og trjáreitirnir mörgu og fögru, sem ni'i fjölgar með ári hverju við steinlögð stræti kaupstaðanna. Nú heyrir það sjálfsagt til undantekningar, ef lengur er hægt að tala um þá, “sem telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð.” Eg veit, að það er varhugavert að dæma einni stétt þjóðfélags- ins betri hlut en annari. Þýðing þess, sem vér störfum að, fer auðvitað ekki fyrst og fremsl eftir því, hvað það er, heldur hinu, hvernig það er rækt eða af hendi leyst. En fyrir oss, sem verkið vinnum, hefir það alveg ómetnlegt gildi, að það sjálft veiti oss sem mesta fullnægingu. Og að þvi leyti segi eg alveg hiklaust, að hlutskifti þeirra, sem rækta landð, yrkja jörðina, sé gott. Það, sem þannig er borið úr býtum efnislega, er ekki alt af svo ýkja eftirsóknarvert. Það er mannlegt, að hugsa líka um þá hlið. En það starf, sem byggist eingöngu á þvi, vantar göfgi og fegurð. í fornöld var sumstaðar litið á sáningu akuryrkjumannsins sem heilaga athöfn, er hefði stór- vægjlegt trúargildi. Eins og vér fnunum lika úr biblíusögunum, að frumgróðinn af ávexti jarð- arinnar var borinn sem fórn fram fyrir guð. Eg held, að enn sá einmitt talsvert eftir af þeim hugsunar- hætti, er þessum siðvenjum réð í öndverðu. Það er viss helgi, sem hvilir enn yfir störfum sáðmannsins og þeirra, sem með honum vinna að ræktun lands- ins umfram það, sem einkennir flest önnur störf. Og eg held líka, að þess vegna finni sál mannsins meiri fullnægingu og fögnuð í þeim en svo viða ann- arrsstaðar, þar sem hann leitar sér brauðs og “erfiðar í sveita sins andlitis.” Þetta er i rauninni ofur skilj- anlegt. f insta eðli hvers ein- asta andlega heilbrigðs manns er fólgin meira eða minna dulin þrá þess að ganga í lið með líf- inu sjálfu, styðja það að ein- hverju leyti til vaxtar og þroska. Þessi hvöt kemur víða fram, en það er sjálfsagt ekki ofmælt, að hvergi nýtur hún sin betur en i störfum þeirra, sem “hjálpa guði til að skapa,” eins og Þórhallur biskup á eitt sinn að hafa komist að orði um hlutverk bóndans. Eg tel það heppilegt, að vér, sem flest eignumst þenna skiln- ing og vinnum i þessum anda störf vor. En þá má oss aðeins ekki gleymast þetta, sem Meist- arinn segir i likingunni fögru um sæðið, sem grær og vex, sæðið, sem maður kastar á jörð- ina i trú á frjómátt þess og vaxt- armöguleika, og uppsker síðan sem fullvaxinn ávöxt, er gefur honum öll þau laun erfiðis hans og vinnu. “Sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti,” stend- ur í sögunni. Er það ekki svo, að um þetta atriði, sem er hið veigamesta, riki oftast furðuleg þögn? Vér lítum yfir það, sem vér höfum skapað, og sjá, það er harla gott! Vér tölum um það, sem vér höfum afrekað á þessu sviði, ræktað og prýtt. En hver gaf oss landið, sem vér byggjum, landið, sem að visu # "Attack” by A. Brenner, noted English designer, one of the British War Posters now on view in the Winnipeg Art Gallery. The collection of over 100 posters lent by the National Gallery of Canada, shows the designs in use in Great Britain at the present time. This intensely interesting show eloses on June 30 and is open free. “agar oss strangt með sin ís- köldu él,” en geymir í skauti sínu svo óendanlega mikla mögu- leika gróðurs og vaxtar fyrir oss og börn vor? Landið, sem a hverju- vori breytist i nóttlausa veröld og opnar oss dýrðarheima ósnortinnar fegurðar og heill- andi dásemda? Landið friðsæla og fagra, sem vér elskum öll og viljum svo gjarna hjálpast að til að gera enn byggilegra og betra? Hver lét grösin gróa og jörðina skrýð- ast skrúði vallarins, áður en nokkur mannsihönd kom þar nærri? Hver gefur sáðkorninu smæsta þenna undramátt, að vaxa í djúpri dauðakyrð moldar- innar og þroskast sem sjálfstæð lífsvera upp í ljósið og ylinn, unz það nær vaxtarhæð hins fullkomna og algera? Fornaldarmaðurinn, sem sáði korninu í heilagri tilbeiðslu frammi fyrir guði og fórnaði honum af ávexti jarðarinnar, átti svarið við þessum spurningum. Oss getur fundist að hann hafi farið barnalega og einfeldnislega aí? ráði sinu. Og vér tökum ekki upp óbreytta háttu hans. En vér ættum samt að muna það, sem hann hafði hugboð um fyrir þúsundum ára, að guð einn gefur vöxtinn, ræður öllu lífi, að “án hans gæzku aldrei sprytti rós,” eins og Matthías kvað. Eg held, að samtið vor þyrfti að læra þá lexíu af nýju, læra hana betur. Það er gott að hafa hæfilegt sjálfstraust og vanmeta ekki eig- in krafta. En það er jafn hættu- Iegt að byggja eingöngu á sínuiU eigin afrekum. Það er áberandi einkenni í sögu þjóðanna, eiU' mitt hina siðustu áratugi. Eftir þvi, sem hin ytri menii' ing hefir aukist, tök mannsins a efninu orðið sterkari, hefir hann smám saman sett sjálfan sig sín verk meir og meir í Guðs stað. Og enginn þarf að efast um, að þar er undirrót þess mikla böls, sem nú ógnar heim' inum svo átakanlega. Mennirnir hafa hætt að trúa * lífið í hendi guðs, hætt að vera sér þess meðvitandi, að hann er upphafið og endirinn, “faðir °fl vinur alls sem er,” og að honum ættu þeir að skapa nýja” heim og betri. Trúin á efnið of? tæknina hefir komið i staðinn- Það er sú trú, sem nú hefir fenp' ið það hlutverk að fara evðand' eldi haturs og tortimingar urn löndin. Vér horfum í fjarska 11 þann hildarleik og vonum þess og biðjum, að hann færist aldre1 hingað, í kyrð og friðsælu is' lenzkra stranda og dala. En gefum þá guði það setú guðs er. Elskum, byggjum o£ treystum á landið í hans varð' veizlu og vernd, minnug þess, a^ það er hann, líf af hans lífi, sem lætur hið smæsta sáðkorn gróa og vaxa. Að vér sköpum efcfceW nema með honum, studd af hans mætti, náð og miskunn. Að véf erum ekkert án hans, eins °£ stendoir i lofsöng þjóðarinnar- “Vér deyjum, ef þú ert ei ifó það og líf, sem lyftir oss duftif111 frá.” Margra Ara óviójafnanleg afrek, hafa veitt Massey. Harris Bindurum vióurkenningu, sem ekki verður kom- ist fram úr. Hinn nýi No. 16 Bindari ber að öllu vitni þeirri reynslu, sem Massey-Harris verkfæri hafa i starfs- hæfni og sparnaði. Grindin öll rambyggilega tengd, og heldur öllum pörtum i nákvæmu samræmi. Inniluktir gírar og rykheld hólf fyrir alla parta, tryggja góða endingu. No. 14 Power Take-off Bindari, innifelur alla viðurkenda Massey-Harris sórkosti, að viðbættum power take-off kostum. Fáið fnllar upplýainuar hjá umboOsmanni yðar eða skrifið nœsta Massey-Harris útibúi. MASSEY-HARRIS CO. Limlted | Toronto Montreal Moncton WinnApeg Brandon Regina Saskatoon | Swift Current Yorkton Calgary Edmonton Vancouver

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.