Lögberg - 12.06.1941, Side 4

Lögberg - 12.06.1941, Side 4
4 LÓGBERG. FIMTUDAGINN 12. JÚNl, 1941 -----------Hbgberg------------------------ Gefi8 út hvern fimtudag af THJK COL.UM1Í1A PKGSS, l.IMITIÚl) «95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: fiUITOR LÖGBERG, 695 Sargent A’-e., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfrain The “Liögberg" is printed _nd pub jshed by The Columbia Press, Uimited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Óhjákvœmileg þjóðeining Frá ]>ví er Sir Wilfrid Laurier leið, iiefir enginn maður af fransk-canadiskum stofni, lagt fram eins giftudrjúgan skerf til canadiskrar þjóðeiningar og Ernest La- pointe, núverandi dómsmálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar; er engan veginn víst hvernig farið hefði við byrjun yfirstandandi stríðs, og eins í síðustu sambandskosning- um, ef spakmannlegrar forustu hans hefði ekki notið við. Quebec á 65 fulltrúa í neðri málstofu sambandsþings, og er það þar af leiðandi sýnt, hver áhrif sú fulltrúafylking, standi hún á annað borð saman, eins og hún venjulegast gerir þegar mikið er í húfi, get- ur haft á stjórnarfar landsins. Ibúar Quebec-ifylkis hafa ávalt verið andvígir herskyldu, er beita mætti til þátt- töku í styrjöld utan ströngustu vébanda þjóðarinnar sjálfrar; og vegna þessarar sálfræðilegu afstöðu þeirra, hefir þeim stundum verið brugðið um skort á þegnholl- ustu gagnvart brezku krúnunni; slíkar ákúr- ur hafa verið óréttmætar, og í rauninni alveg mæltar út í hött. Quebec-menn unna Canada engu síður en þeir þjóðflokkar aðrir, er landið bvggja, og ]>eim, af skiljanlegum á- stæðum, svíður það mjög, sé tilraun til þess ger, að véfengja þegnlega hollustu þeirra; hefir Mr. Lapointe þá jafnan orðið næsta hvassyrtur, er þessháttaðar grýlur hafa skotið upp höfði; enda dylst það engum heilskygnum manni, að canadisk þjóðeining standi, eins og nú hagar til, í dýpri þakkar- skuld við Mr. Lapointe en nokkurn annan núlifandi canadiskan stjórnmálamann, að undanskildum sjálfum forsætisráðherranum, Mr. King.— Þann 15. maí síðastliðinn, flutti Mr. Lapointe ræðu yfir útvarpsstöð fylkisstjórn- arinnar í Quebec um stríðsmálin; er efni hennar slíkt, að hún á brýnt erindi ti-1 allra canadiskra manna án tillits til þjóðernislegs uppruna; hér fer á eftir nokkur kafli ræð- unnar: “Fyrir ári slepti Þýzkaland lausum öll- um undirheimaöflum sínum, og hóf leiftur- stríð gagnvart flestum þjóðum heims. Aust- urríki, Czechoslovakíu, Póllandi, Danmörku og Luxemburg, hafði þá þegar verið komið á kné. Xoregur, Holland og Belgía, héldu þá enn uppi frækilegri vörn; en þessar þjóðir komust skjótt að raun um það, að þær yrði knúðar til þess að greiða hinn bitrasta skatt vegna þess hve lengi þær töldu sér trú um að hlutleysi væri það sama og stjóm- arfarslegt öryggi; afdrif þessara þjóða eru nú löngu kunn. Frakkland, hið óhamingju- sama Frakkland, var þá í þann veginn að komast á vonarvöl, og gefast upp. Og frá þeim tíma hefir svo ein syndin boðið annari heim, að því er viðkemur samninga- og sátt- málarofum, stigamensku og hvers kyns fólsku. Það er óþarft fyrir mig að endurrekja sögu undanfarinna tólf mánaða; hún er öllum kunn; það er líka kunnugt, hve illa vér, og aðrar lýðræðisþjóðir, vorum viðbúnir þeim firnum, sem í aðsigi voru, þar sem stofnað var til fjörráða við kristna sið- menningu um gervallan heim; alt þetta stendur oss í fersku minni, þó það sé nátt- mömkent og óskemtilegt til þess að hugsa. Vér erum ekki þátttakendur í þessum ægi- lega hildarleik vegna þess að hernaðar- hrifning hefði náð valdi á sálarlífi vom; vér höfum hervæðst vegna þess, að vér sætt- um oss ekki við' það, að sömu örlög bíði vor og Póllands; vér erum staðráðnir í að berj- ast til þrautar, berjast til sigurs, því ekkert minna getur þjóð vor sætt sig við. Síðustu tólf mánuðir hafa fært oss nokkur höpp og mörg vonbrgiði. Og þó nú berjist á vora hlið nokkrar þúsundir frjáls- hugsandi Frakka, þá verður sú sta'ðrevnd eigi umflúin, að vér höfum tapað haldi á meginhluta hins franska hers, auk þess sem mikill hluti franska flotans er þannig settur, að vér getum ekki vænst af honum liðveizlu í baráttunni miklu um yfirráðin á Atlants- hafinu. En þó hmn Frakklands væri eftir- sjónarvert, þá er hitt þó engu síður viðsjár- vert, hvernig til hefir tekist um Balkanþjóð- irnar, þar sem vér, að minsta kosti um stundarsakir, höfum mist fótfestu. En þrátt fyrir alt þetta, benda þó eyktamörk til þess, að haturselfur óvina vorra, séu jafnt og þétt að grafa rætur undan drotnunarkerfi þeirra, og haldi áfram að gera það unz yfir lýkur. Framtíð vor hvílir í hendi Guðs; en af því liðna má líka margt læra; margt nyt- samt og sigurvænlegt. Eitt er það þó, öðru fremur, sem mesta aðdáun hefir vakið, og meira en vegið á móti þýzkri herfrægð; en slíkt er hin dæma- fáa vörn Englands; hin óviðjafnanlega þjóðeining, sem þar hefir hvarvetna komið í ljós; eldur hinnar óraskanlegu sjálfs- ákvörðunar; frelsisástin og fórnarandinn, sem auðkent hafa átök brezkrar þjóðar frá upphafi núverandi stríðs. Ibúatala brezku eyjanna nemur einungis 40 miljónum; þjóð- in var illa vopnuð og illa viðbúin; þó hefir hún engu að síður veitt viðnám herskörum þjóðar, sem telur að minsta kosti 120 míljón- ir, óg svo er vígbúin, að einstætt er í maiin- kynssögunni; það eru þessar litlu eyjar, sem réttilega má kalla vöggu hinnar frjálsu lýð- menningar, er haldið hafa uppi einsdæma vörn, og forðað mannkyninu fram að þess- um tíma frá því að verða nútíðar þræla- haldi að bráð. Látum oss aldrei missa sjón- ar á því, hve skuld vor við Bretland er ó- endanlega mikilvæg og mikil! Þjóðverjar halda ]>ví að oss, að þeir séu með slunkurnýtt ma nn f él ags s k i) > u 1 ag á prjónúm; trúi því hver sem vill; sannleik- urinn er sá, að hið svonefnda nýja skipu- lag, er ekkert annað en grímuklaxld, æfa- gömul, prússnesk ofbeldis- og yfirgangs- stefna, sem það hefir að markmiði, að leggja undir sig allan heiminn og hneppa mann- kynið í fjötra ævarandi áþjánar. Hvorki Fascismi né Nazismi eiga sgmleið með neinu því stjórnarfari, sem grundvallast á íhlut- unarrétti einstaklingsins í umboðsstjóm þjóðanna; báðar þessar öfgastefnur eiga róf sína að rekja til Níhilisma, sem ekkert stjórnarfar viðurkennir, og eru afkvæmi sýktra heila, er í núverandi tilfelli, styðjasi við ofurmagn vopna; þessar stefnur, hvort sem þær eru tvær eða fleiri, einkennast af skorti á mannúð, skorti á réttvísi, og viður- kenna engin ágæti önnur en sín eigin, ímynd- uðu ágæti. Barátta vor er háð fyrir viðhaldi krist- innar siðmenningar, einstaklingsfrelsi og þjóðfrelsi.” x Þeir, sem landið erfa Heillyndir menn láta sér hugarhaldið um það, að hinir ungu, eða þeir, sem landið erfa, taki við því í eins góðu ásigkomulagi og föng standa til; að landið sjálft sé bvggi- ilegra en það áður var, stjórnskipulag og stofnanir á hástigi lýðræði&legs þroska. Fólkið á landið, og landið á fólkið. Þeim, sem elska land sitt, verður vörn ]>ess ljúf, er háska ber að höndum, og stofn- að er til fjörráða við þjóðfrelsið; þá verða menn venjulegast allir eitt, þótt endrarnær greini á um margt. Kjörland vort á um þessar mundir í örlagaríku stríði; stríði, sem vér verðum að vinna, hversu miklar fómir, sem það kann að kosta í mannafla og fé; á þessum vett- vangi verða öll hin mismunandi þjóðarbrot að standa saman sem einn maður, sem ein sál; hlífð eða hlédráttur mega ekki undir neinum kringumstæðum koma þar til greina. “The Freedom We Defend” Lögbergi hefir send verið til umsagn- ar bók, með ofanskráðu heiti, eða sem nefn- ast mætti á íslenzku “Frelsið, sem vér verjum.” Þetta er að meiri hluta til mynda- bók, sem innifelur margháttaða fræðslu af vettvangi yfirstandandi styrjaldar, ásamt þó nokkru af fróðlegu lesmáli. Universal Life Assuranee félagið, sem bækistöð hefir í París byggingunni í Winnipeg, hefir bók þessa á boðstólum, og sendir haná ókeypis ]>eim, er æskja. Af bók þessari má margt læra um hin sérstæðu, og í raun og veru al- veg óviðjafnanlegu átök brezku þjóðarinnar í því leifturstríði, sem nú geysar í mann- heimurn. Roosevelt skerát í leikinn Alvarlegt verkfall hefir staðið yfir í verksmiðjum North American Aviation fé- lagsins í Inglewood í Californíu; félag þetta framleiðir hér um bil fimta part þeirra orustuflugvéla, er Bandaríldn þurfa til varna heima fyrir, auk þess hluta, sem þeim, samkva>mt “láns og leigu lögunum” ber að senda Bretum. Eftir að öll sund um sam- komulag sýndust lokuð, lét Roosevelt for- seti verksmiðjur þessar taka til starfa á mánudaginn undir umsjá hersins. Mr. Roosevelt er staðráðinn í því, að láta ekki hergagnaframleiðslu þjóðarinnar stöðvast vegna verkfalla. Það er a ia rei of seint ' Ef þér hafið ekki þegar stofnað spari-inn- stæðu, ]>á gerið það nú — og bætið við hana stöðug'lega. Peningarnir tryggir, og má taka þá út nær, sem vera vill. THE ROYAL BANK OFCANADA --------Eignir yfir $900,000,000 - Þjóðsög ur og Saga Einar Ólafur Sveinsson: Vm íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík, Hið islenzka Ilókmentafélag, 1940 8 vo. viii, 311 bls. E. ó. Sveinsson: Sturl- ungaöld. Drög um ís- lenzka menningu á þrett- ándu öld. Reykjavik, Nokkrir Reykvikingar, 8 vo. x, 164 bls. Það má tvíllaust telja þjóð- sagnasafn Jóns Árnasonar meðal hinna allramerkustu bóka, sem komu út á fslandi á nitjándu öldinni. Hún brá nýju ljósi yfir líf þjóðarinnar, hugsunarhátt hennar, ihjátrú, kreddur og frá- sagnargáfu. Auk þess sýndi hún málið eins og það hafði lifað á vörum þjóðarinnar. Nú er sú útgáfa orðin næsta sjaldgæf. Var því vel til fallið að gefa hana út aftur í sömu mynd og hefir Sögufélagið gert það, og jafn- framt aukið hana með registr- um, einu yfir nöfn og öðru yfir efni, og er það síðara mjög mik- ilsvert, því að það gefur mönn um betri skilning á efninu og meðferð þess. Það eina, sem eg hefi út á þá útgáfu að setja er að hana vantar viðeigandi titil- blöð. Titilblöðin frá 1862 og 1864 eru gefin, en ekkert titil- blað látið fylgja sem sýni, að þetta sé ný útgáfa. Siðan safn Jóns Árnasonar kom út hafa fleiri þjóðsagna- söfn verið birt. Þau hafa verið nokkuð misjöfn að efni og frá- gangi. Það lítur út fyrir, að sumum af útgefendum þeirra hafi ekki verið það fyllilega Ijóst, hvað voru þjóðsögur, en látið alt flakka sem var hjátrú- arfult og kreddukent, jafnvel það sem gerst hafði i gær eða dag. Þetta kemur af því, að svo Htið hefir verið gert að því aó skýra fyrir mönnum á fslandi, hvað það sé, sem á útlendu máli er nefnt “folklore.” Eg man eftir því, að þegar ólafur Davíðs- son dó (en hann var einn hinn fróðasti maður sinna tima í þess- um efnum á fslandi), þá lét Axel Olrik þess gietið í eftirmæl- um eftir hann, að hann hefði ekki ifremur en aðrir fslendingar lagt neitt af mörkum til vis- indalegra rannsókíia á þessu sviði, en bara safnað. Slíkt verður ekki sagt lengur, sem betur fer. Nú eigum við þjóðsagnafræðing eða “folklore- ista,” sem hefir tekið sér þetta fyrir hendur. Dr. Einar ólafur Sveinsson birti fyrir nokkrum árum á þýzku visindalega rann- sókn á islenzkum æfintýrum i ritum Folldore Fellows. Og nú er komið út heildaryfirlit á ís- lenzku um þjóðsögurnar og æfintýrin, fróðlegt og þarft verk, sem ætti að geta gefið mönnum góðan skilning á þessum efnum. Vmsar þjóðsögur og mikið af æfintýrunum eru sameiginlegar með mörgum þjóðum; þetta berst land úr landi, en tekur á sig ýmsar myndir og er lagað eftir hugsunarhætti og lífi þjóð- anna í hverju landi. Og svo hef- ir hvert land altaf eitthvað nýtt til brunns að bera i þessum efnum. Margt hafa landnáms- mennirnir flutt með sér frá sin- um fornu heimkynnum, og sumt að því hefir smámsaman breyzt. Alt er þetta tekið til greina í bókinni og hinar ýmsu myndir hjátrúarinnar skilgreindar, trú- in á drauga, álfa, og útilegu- menn. Eg þykist viss um, að flestum muni þykja þetta fróð- Iegur lestur, og á bæði höfund- ur og Bókmentafélagið miklar þakkir skilið fyrir verkið. Það er gefið út á kostnað sjóðs sem stofnaður var með erfðaskrá þýzkrar konu, Margrétar Leh- mann-FiIhés, sem þýddi þjóð- sögur Jóns Ámasonar á þýzku, og hefir Bókmentafélagið stjórn sjóðsins. En Dr. Einar leggur fleira á görva hönd. Hann hefir samið mjög ítarlegt rit um Njálu og hann hefir gefið út þrjú bindi af islenzkum fornritum, sem eru mjög vel af hendi leyst eins og öll bindin í þvi safni. Það er næsta merkilegt, hvað lítið hefir verið ritað um þetta safn í blöð- unum.. Það má með sanni kalla það hið mesta þjóðþrifafyrir- tæki, því að með þessum útgáf- um er islenzkum lesendum fvrst gert verulega skiljanlegt gildi fornbókmentanna. Það má segja, að það gefi mönnum lykilinn að þeim. Nú heyrir auðvitað mikið af efninu í fornsögunum og með- ferð þess þar undir þjóðsagna- fræðina. Þær eru færðar i let- ur nálega þrem öldum eftir að þær gerðust, og margt hefir skeð á skemmri íeið. Það er því hætt við, að hið sannsögulega í þeim hafi á svo löngum tíma færst úr lagi, verið aukið við það og því undið við; ineð öðr- um orðum orðið fyrir sömu eða líkum áhrifum eins og þjóð- sögur, sem lengi hafa gengið manna á milli i munnmælum. Hér er því þörf nákvæmra rann- sókna á hverri sögu til þess að finna kjarnann. Prófessor Knut Liestöl tók sér fyrir hendur fyr- ir nokkru að rannsaka norskar munnmælasögur frá seinni öld- um og bera þær saman við rit- aðar heimildir, þar sem þær voru til. Kpmst hann að merki- legri niðurstöðu i þeim efnum, og þótti líklegt, að heimfæra mætti hana að ýmsu leyti upj> á fornsöguftnar. Samskonar rannsóknir eru nú gerðar á ís- landi, og vil eg benda mönnum á grein um það efni í síðasta “Sldrni” eftir mag. Guðna Jóns- son. En að beita sömu aðferð við Jornsögurnar er næsta erfitt, þvi að þar vantar samtiðarit, sem hægt sé að bera efni þeirra saman við. Eitt er það timabil i miðalda- sögu okkar, sem við þekkjum bezt, af þvi að þar höfum við samtiðarrit að styðjast við. Það er Sturlungaöldin. En Sturl- ungasaga er ekki sem auðlesn- ust almenningi, því að frá mörgu er þar sagt svo nákvæmlega, að mönnum hættir við að kafna i nöfnum og smáatriðum, enda er hún óþýðanleg á útlend mál i heilu liki, svo að útlendir les- endur hafi fult gagn af. En saga tímabilsins og einstakra manna þess hefir oft verið end- ursögð í nýrri ritum bæði á is- lenzku og öðrum málum. Og frá bókmentalegu sjónarmiði hefir Sturlunga verið itarlega rann- sökuð af Birni M. ólsen, Pétri Sigurðssyni o. fl. Einstöku hlið- um Sturlungatímabilsins hafa verið gerð góð skil, og má þar til telja rit Andreas Heuslers um vígaferlin. Sturlungaöldin hafði þann sorglega endi, að þjóðin misti sjálfstæði sitt, og þar sem sá atburður hefir snert pólitísk deilumál dagsins, hefir allmikið verið um hann ritað, aðdrag- anda hans og afleiðingar. En menningarsögulegt yfirlit yfir tímabilið hefir vantað. úr því hefir nú dr. Einar bætt með bók sinni, sem hann gefur aukatitil- inn: “Drög um islenzka menn- ingu á þrettándu öld.” Efnið er mikið og margbrotið, og hefir hann stundum fara nokkuð fljótt yfir. En honum hefir tekist að sýna, hve merkilegt og afdrifamikið þetta tímabil er i sögu þjóðarinnai- Það er á öllum sviðum, að hér mætast stríðir straumar, inn- lent og útlent berst um tökin á þjóðinni, fornar og nýjar dygðir og lestir, innlendar venj- ,ur 0(g útlendar kenningar, út- lendur smekkur og innlendar mentir, innlent höfðingjavald samfara miklu lýðræði og út- lent konungsvald og kirkjuvald- og verður hið fyrra að lokum að beygja sig fyrir hinum báð- um. Sérstaklega eru athyglis- verðir kaflarnir um baráttn kristninnar og kirkjunnar og á- hrif þeirra á lif og menningu þjóðarinnar, og minnist eg ekki að hafa séð betur um það ritað á íslenzku fyr. Þrátt fyrir allar skuggahliðar tímabilsins er það blómöld bókmentanna, því að flestar sögurnar munu þá hafa verið ritaðar. Það er eins og menn hafi mitt i öllum svaðil- förunum fundið huggun og hug- svölun í því að horfa aftur í tímann og dvelja við minningai' og afrek forfeðranna og varð- veita það frá gleymsku. Menn hafa borið saman gamla tímann og hinn nýja. Draumvisa Jó- reiðar Hermundardóttur í Mið- dal getur þvi átt við fleiri svið en bara það pólitiska: Þá var betra, er fyrir baugum réð Brandr hinn örvi ok burr Skata. En nú er fyrir löndum ok lengi man Hákon konungr ok hans synir. Þessa bók dr. Einars ættu sem flestir að lésa og athuga vel. Hún mun gera mönnuiu Ijóst margt, sem þeir hafa veitt litla eftirtekt. Hún er íhugun- arefni fyrir alla fslendinga hvai' sem þeir lifa á hnettinum, e> þeir annars vilja halda fast við uppruna sinn eða vita deili á forfeðrum sínum. Hér er reynt að skifta ljósi og skugga, og það mest dregið fram, sem hefir gefið okkur þá sérstöðu, sem þessi smáþjóð hafði frá upphafi og henni hingað til hefir tekist að mörgu leyti að varðveita þrátt fyrir alt og alt. Ekki sízt á bók- in erindi til fslendinga hérna megin hafsins, eftir allan hrak- fallabálkinn, sem nýlega hefi>’ verið á borð borinn fyrir þá. f formálanum getur höfundur þess, að Menningarsjóður haf* neitað að taka bókina til útgáfu- Á sama tíma gefur þessi stofnun út og reynir að koma inn á sem flest heimili á landinu ritum eins og “Sulti” eftir Hamsun. bók Straohey’s um Viktoríu drotningu, frásögn Lawrences um störf hans meðal Araba, og dægurflugur eftir Aldous Hux- ley. Það er erfitt að skilja, að þessi rit eigi brýnt erindi ti' bænda og sveitafólks, og enn síður til hins hvarflandi og rót- litla bæjalýðs, sem myndast hef- ir á síðustu tímum og hneigðist að hverjum útlendum hornriða og hvirfilvindi, sem af hafi ber- Þessi merka og tímabæra bók <R* einmitt af því tag>’ ef þ!»ð þvi Einars er orðið að sem ríkið ætti að gefa út,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.