Lögberg - 12.06.1941, Page 6

Lögberg - 12.06.1941, Page 6
6 L/OGBEKG, FIMTUDAGliNN 12. JCNf, 1941 Orsmiðurinn í Kristinehamn Eftir Astrid Ehrencron Kidde. Lm 1870 átti heima í Kristinehamn, sunnarléga í Varmlandi, maður að nafni Samúel Eberling. Afi hans hafði verið þýzkur innflytj- andi, úrsmiður frá Bæheimi, og hafði komið til landsins um Danmðrku, og haft ofan af fyrir sér með því, að gera. við úr og klukkur manna, þar sem hann kom. Hann stóð sjaldan lengi við' í borgunum, eða aldrei lengur en hann þurfti nauðsynlega. Honum leið betur úti í guðsgrænni náttúrunni, eink- um í hinum víðlendu sænsku skógum, sem minstu liann vingjarnlega á skógana heima á bernskustöðvunum, — Svörtuskóga. En eí hann var að því spurður, hvers vegna hann hefði ekki verið kyr heima, svaraði hann því, að sér væri flakkið í 'blóðið borið, og- að hann hefði þráfaldlega, þegar hann var drengur, strokið að heimau og flækst um skógana dögnm saman, og að hvorki hefði dugað tár móður hans né hótanir föður hans, til að aftra því, að hann styrki að heiman á ný, strax er tækifæri bauðst. Sonur hans hafði ferðast um eins og hann, rnn allar sýslur Sví{)jóðar þverar og endilangar. En sonarsonurinn hafði ekki erft þessa flakksýki, — sennilega af því, að móðir hans hafði verið rólynd og ráðsett kona, ættuð úr Dalabygðum. Hann hafði sezt að' og gerst borgari í Kristinehamn, systu borginni í Varmlandi. Hann hafði einnig gifst sænskri stúlku, ættaðri úr dal þeim, sem kendur er við Tærá, og búið um sig í litlu húsi, yzt við Sjögatan. og sá þaðan vel út yfir Vanarn og skógana, sem að vatninu liggja. Þetta var snoturt hús, grænt á lit, með hvíturn gluggakörmum, anddyris útskoti, blómagarðskríli götumegin, en á bak við húsið var matjurtagarður, þar sem Kajsa ræktaði allskonar kálmeti, hind- ber og ribs. Stærsta herbergið í húsinu, sem vissi út að þessum garði, var vinnustofa Samúels Eberling. Þangað fóru viðskiftamennirnir, um malborinn gangstíg, þegar þeir annað- hvort komu með úr sín til viðgerðar, eða sóttu þau. Og viðskiftamennirnir voi*u margir, því að Samúel var talinn snjallastur maður í bænum, á sínu sviði. Og aldrei hafði það komið fyrir, að hann gæti ekki komið viti í úr, sem honum hafði verið feng- ið til meðferðar. Hann gerði þau sem ný, þó að þau væri orðin eldgömul og af sér gengin. Þarna sat hann mestan hluta dagsins, við stórít vinnuborð, út við gluggann, sem vissi út að matjurtagarðinum. Og á veggj- unum umhverfis hann tifuðu og hömruðu ótal klukkur, — sumar átti hann sjálfur. Þær höfðu einhvernveginn orðið innlygsa hjá honum, en aðrar hafði hann erft eftir föður smn, — en aðrar áttu viðskiftamennirnir. Það voru klukkur, sem hann vildi hafa hjá sér til eftirlits, að lokinni viðgerð. Þær voru þarna eins og sjúklingar í afturbata, — hann slepti þeim ekki í hendur hins fáfróða °g g'álausa fólks, fyr en honum þótti trvgt, að þær væri ‘ ‘ al!>ata. ’ ’ Hann hafði yndi af starfi sínu og hann hafði yndi af því að heyra úrin og klukk- urnar hamra og tifa, eins og ofurlítil hjörtu, umh\ erfis sig, og stundum fanst honum hann vera sjálfur eins og dálítill guð, þegar einhver klukkan hætti að ganga, og hann þurfti þá ekki annað, en að snerta á henni, með lægnum fingrum sínum, til þess að koma litla hjartanu á hreyfingu aftur. Honum fanst það líkast því, sem hann gæfi líf því, sem dáið hafði verið um stund. En hversu annríkt sem hann átti, gaf hann ser þó altaf tíma til að líta öðru hvoru inn í stofuna, þar sem konan hans sat við sauma sína, eða inn í eldhúsið, þar sem hún var að búverkum, eða að opna gluggann og kalla til hennar einhver vingjarnleg orð, ef hún var að sýsla eitthvað í garðinum, við berin sín eða matjurtirnar. Og á kvöldin, hætti hann jafnan vinnu sinni á ákveðnum tíma og gekk frá verkfærunum á sínum stað. Og síðan gengu þau sér til skemtunar um skógargöturnar, meðfram vatninu, eða þau reru út á Vanarn, út f einhvern hólmann og horfðu á daginn fjara út og sólina kyssa skógana brennandi og blossandi kossum, að skilnaði. Og þau fóru þá ekki heimleiðis, fvr en stjórnurnar voru teknar að blika á himinhvolfinu, leiddust þá heim að húsinu, glöð og þakklát fyrir það, að Guð skyldi unna þeim þess, að lifa og njótast í svona fögru umhverfi, hamingjusöm með hlatskifti sitt, en þó var sú hamingja mest, að leiðir þeirra skyldu hafa legið saman, og að þau máttu nú unnast og njótast. Og á hverjum nýjum morgni var þeim hamingjan ný og unaðslegri en daginn áður. Þau voru yfir- leitt svo ánægð, sem orðið gat, og {>eim fanst eins og Guði forðmn, að alt vera harla gott. Þangað til dag einn, snemma sumars, þegar þau voru búin að vera samvistum rúmt ár. Daginn sem Samúel fann af hendingu, í ruslakistu, innan um ýmislegí skran, sem faðir hans bafði átt, ákaflega 'Sakleysislega bók. Bókina hafði afi hans átt upphaflega. Það var einskonar dagbók, þar sem í var krotað sitt hvað, sem fyrir hann hafði komið á ferðalögum hans, þar var sag't frá alls- konar æfintýrum, hættum, gleðilegum við- burðum og ömurlegum, jöfnum höndiun, en eins og rauður þráður, í gegnum alla bókina, voru ofnar inn í frásagnirnar sífeldar harm- tölur yfir því, að honum hafði aldrei tekist að koma saman gangverki í klukku, ákaflega margbrotnu, sem hann hafði verið að fást við að brjóta heilann um, frá því hann var unglingur. Þetta var hugmynd, sem átti að gera mannfólkið forviða, ólík öllu því, sem áður þektist. Það átti að vera sigurverk eður gangverk, sem mældi ekki aðeins klukkustundir, mínútur og seíkúndur, heldur átti hún líka að sýna mánuði og árstíðir þannig, að í hana átti að fella útskornar líkneskjur úr tré, sem kæmu fram, hver á tilteknum mánuði, og áttu að vera tákn- myndir, um hvem einstakan mánuð. Þessar mvndir áttu að koma fram á fleti, fyrir ofan töluskífuna, en uppj. yfir þessum fleti, átti að vera líkneskja af frelsaranum. Hann át'ti að standa þar, eilífur og óumbreytan- legur, en fvrir neðan stallinn var þessi áletrun: “Á meðan heimurinn er við lýði, skal ekki linna vetur og vor, sumar og haust. ’ ’ Af bókinni gat hann ennfremur ráðið það, að afi hans, sem hafði verið slvngur tréskeri, eins og margir í ætt þeirra, hafði skorið út ailar líkneskjurnar, sem áttu að vera í klukkunni. En að honum hafði aldrei tekist að koma saman þeim vólbúnaði, sem til þess þurfti, að skjóta myndunum fram á pallinn, fyrir ofan töluskífuna, á réttum tíma, — nema myndinni af frelsaranum, — og láta þær, á klukkutíma fresti gera hreyf- ingar, sem áttu að vera táknrænar og ein- kenna hvern mánuð sérstaklega. Hann hafði ekki getað látið sáðmanninn sá vorsæðinu, né fiskimanninn draga upp netið með ágúst- síldinni o. s. frv. Alt hafÖi þetta mistekist, þegar komið var að aðalkjarna hugmyndar- innar. Hann átti myndimar, en náði ekki valdi yTir þeim. Samúel varð þegar mjög hugfanginn af þessu. Og þegar hann fór að aðgæta betur, fann hann líkneskjurnar í kistunni, mjög haglega gerðar. Og hann varð altekinn af þeirri hugsun, hvort hann myndi nú ekki geta fullgert það, sem afi hans hafði orðið að hætta við. Og upp frá þeim degi hvarf Samúel bæði heiminum og Kajsu. Hann sat á vinnuistofunni frá morgni til kvölds, og var að bjástra við gamla og ryðg- aða klukkuverkið, sem hann hafði fundið um leið og myndirnar. Viðskiftamennimir komu hvað eftir annað, árangurslaust, til þess að vitja um úrin sín. Kajsa varð að kalla á hann hvað eftir annað til hverrar máitíðar. Hann kom aldrei fyr en á seinustu stundu, og reif þá í sig matinn, annars hugar, eins og hann hefði ekki hugmynd um, hvað það var, sem hann var að borða. Upphaflega henti Kajsa gaman að þess- um algleymis áhuga. En smámsaman fór brosið að stirðna á vörum hennar og gleðin að fjara út, eftir því sem tíminn leið og maðurinn sinti henni minna. Hvað stoðaði það, þó að Samúel héti henni því, að hann aátlaði að gefa henni klukkuna, {ætta mikla listaverk. Henni hefði verið það miklu meira virði, ef hann hefði viljað ganga með henni út, einstöku sinnum, á kvöldin, eins og fyrrum, eða að hann hefði komið inn til hennar og setið hjá henni stundarkorn, öðru hvoru, og rabbað við iiana, eins og þegar alt lék í lyndi. En hið venjulega viðkvæði hans var þetta: “ Eg hefi engan tíma, — skilurðu það ekki, bless- að barn. Eg hefi ekki tíma!” Og hana tók J>að svo undur sárt, að heyra óþolinmæðina í raddhreimnum, svo að hún hætti alveg að ganga á eftir honum. Kajsu fanst hún vera meiri einstæðing- ur, en hún hafði nokkru sinni verið. Ein dundaði hún við húsverkin og ein sýslaði hún um garðana vsína. Ein og gleðivana. Því að nú hafði hún enga ánægju af nokkr- um hlut, úr því maðurinn hennar gat ekki tekið þátt í því með henni. Og þó að Samúel brosti altaf vingjarnlega til hennar, þegar hann sá hana, og spyrði hana oft, hvort hana vanhagaði ekki um eitthvað eða hvort hana vantaði ekki peninga, og þó að hún vissi, að hann væri þarna rétt hjá henni, og hún gæti heyrt tifið og hamrið í úrunum og klukkun- um, þá datt henni oft í hug: ‘ ‘ Skyldi noklcur manneskja í heiminum vera svona einmana, eins og eg?” En Samúel isá ekki hrygðina í augum hennar, hann heyrði hana ekki í röddinni hennar, þegar liún yrti á hann. Því að í huga hans rúmaðist ekki nema ein liugsun: Hið erfiða viðfangsefni, klukkuverkið, sem enn hafði ekki tekist að fullgera. En þetta viðfangsefni varð að leysa, og hann, Samúel Eberling, ætlai að leysa það, hvað sem það kostaðj. Sumarið kom og leið. Blómin sprungu út og fölnuðu, berin í garðinum urðu þrosk- uð og voru hirt, hauststormarnir æddu yfir Vanarn, svo að glamraði í gluggarúðunum. En Samúel sat við vinnuborð sitt, og vissi ekkert, hvað leið árstíðunum, altekinn j)eirri hugsun, að sigrast á þessu viðfangsefni, að ge!ta látið árstíðirnar koma og hverfa, á vél- rænan hátt, — ef svo mætti að orði komast. Það sem var lifandi, var honum dautt og óviðkomandi. En dauðu hlutirnir einir höfðu gildi. Hann vildi sjálfur verða til þess, að blása í þá lífi. Hann vildi þetta og hann hugðist geta það. Á því reið aðeins, að gefast.ekki upp. Þá var það eitt kvöld, seint á árinu, að Kajsu leið eitthvað ónotailega. Ilún var ýmislt funheit, svo að hana sveið í augun og vangana, eða {>á, að henni var svo kalt, að henni fanst hún aldrei geta verið nógu ná- lægt ofninum. Hún hafði ekki orð á þessu við mann sinn, en háttaði snemma og sagðist vera með höfuðverk. Hún vildi sem allra minst trufla hann eða tefja. Henni var hver stundin og hver dagur dýrmætur. Því fyr, sem hann gat lokið þessu vandaverki, því fyr átti hún von á að heimta hann aftur. En daginn eftir var hitasóttin svo mögnuð, að henni fanst sálin og líkaminn sitt í hvoru lagi. Líkaminn byltist í rúm- inu og gat enga hvíld fengið. En sálin var á flökti um alla heima og geima, villuráfandi og í sífeldum vandræðum. Samúel sa!t við rúmið hennar og starði á hana, undrandi og óttasleginn. Upphaf- lega var hann fremur undrandi en eiginlega kvíðinn. Undrandi yfir því, að svona óvænv atvik skyldi geta komið fyrir, sem vrði til þess að tefja starf hans við liina mikilvægu uppfyndingu. Kajsa! Fríska og hrausta konan hans, sem aldrei hafði orðið misdæg- urt, aldrei hafði kvartað, aldrei gert honum neitt til ama. . . . En þegar fyrsti dagurinn var liðinn, varð undrunin að ótta, sem ágerðist er hann sat þarna og var að hlusta á hina einkenni- legu og ókuimugiegu og drafandi rödd, sem hann kannaðist ekki við, — það var eins og Kajsa talaði eitthvert annarlegt tungumál. “Kajsa,” kallaði hann örvita af angist, Kajsa, elsku Kajsa mín, {ækkir þú mig ekki?” Hún hristi höfuðið, án þess að opna augun. “Nei,” sagði húu, “eg þekki þig ekki. En — við megum ekki tala hátt — við megum ekki trufla — hann Samúel. Sam- úel — er maðurinn minu. Það má ekki trufla hann. llann er að vinna. Hann er altaf að vinna. Altaf! Altaf! Þú mátt ekkv trufla hann. Því að þá verður hann svo lengi, — þá verður svo iangt þangað tii hann er búinn og kemur til mín aftur. Hann er svo langt í burtu, — svo ákaflega langt i ■burtu, en hann h^yrir samt til okkar. Það er svo langt, langt síðan hann fór frá mér, — hann kemur ef til vill aldrei aftur — aldrei — aldrei ...” L'yrst voru setningarnar stuttar og sundurlausar og það var eins og að hún ætti enfitt með að ná andanum. En svo fór hún að tala hratt, eins og hún væri að þylja utan að iærða þulu. Þá stóð Samúei upp og gekk út úr her- berginu. Hami þoldi ekki að heyra meira. Og nú kom langt og erfitt tímabil, — hver klukkustund var sem eilífð. Læknirinn kom á hverjum morgni. Og þegar Samúel spurði hami, hvernig lionum litist á líðan sjúklingsins, ypti hann öxlum og jafnan var sama vonleysis viðkvæðið: “Eg kem aftur í fyrramálið. Gerist einhver breyting, þá látið mig vita um það strax.” Það var svo sárt, að hann skyldi altaf bæta við þessum orðum. Þessi óvissa var svo skelfileg. Það var dauðaþögu í húsinu. Klukk- urnar í vinnustofunni voru stanzaðar Samúel gleymdi að draga þær upp. Hann þorði það ekki vegna Kajsu. Og á vinnu borðinu, undir glugganum, lá gamla, ryðgaða úrverkið, og umhverfis það stóðu allar litlu, útskornu líkneskjurnar, — allir titlu verka- mennirnir aðgerðarlausir, — fiskimaðurinn með netið sitt, sáðmaðurinn með sáðpokann um öxl sér og útrétta hendina. Þeir biðu I allir, tólf að tölu, þolinmóðir, að maðurin11 blési í {)á lífi og léti þá fara að starfa. E° á hillunni, uppi yfir borðinu stóð Krists- myndin. Lausnarinn horfði yfir lærisveina' hópinn, hrygg-ur í bragði og þjáður. En inni í stofunni sat Samúel. Hann laut ofan að konunni og lagði eyrað að lijarta hennar, öðru hvoru. Og honum fanst hjarta- slögin verða æ þróttminni. Ef hjartað yrði nú hætt að slá, h*s1 þegar hann hlustaði? Bf það yrði liætt aö slá . . . Guð minn góður, hvað átti hann að gera. Með einu handtaki, gat hann koffliö af stað aftur hjarta hverrar einustu klukkn í vinnustofunni, þó að það hætti að starfa um stund. En hinu lifandi hjarta konunnar, hinu heita og ástríka hjarta, sem hann átti þó einn, — því myndi hann aidrei getað komið af stað aftur, ef það hætti að starfa- Þá bar svo við eina nóttina, að Samúe1 sofnaði út af, í stólnum þar sem hann sab hjá rúmi konunnar. Hann var orðinn yfiþ kominn af vökum og harmi. Hann dreymdi þá einkennilegan draum. Hann dreymdi, að dyrnar voru opnaðar- Og þegar hann leit við, sá hann fyrst engan- En þegar hann fór að gæta betur að, sá hamt að litla Kristismyndin, sem staðið hafði á hillunni í vinnustofunni, stóð nú þarna á þrepskildinum. Og myndin tók að hækka og stækka, þangað til hún náði upp undií dyrakarminn. Þá tóku varirnar að bærasti og Samúel heyrði greinilega þessi orð: “Ef liægri hönd þín hneykslar þig, þá högg liana af. ’ ’ Og í því vaknaði Samúel. Hurðin var lokuð, en konan var eitthvað að bylta sér 1 rúminu. Hann leit til hennar kvíðinn. E» hún hafði þá aðeins snúið sér við í rúminu- Hún haifði legið á bakinu síðustu dagana, ekki megnað að hreyfa sig neitt. En nú svaf hún vært og dró andann rólega. Og mí heyrist engin hrygla. Hrygluhljóðið hafði verið svo ákaflega óhug’nanlegt. Það vaf eins og hún væri að dragast með hlekki, s&m væni henni ofurefli. Samúel strauk hendinni um enni sér,— og alt í einu mundi hann drauminn greiQ1' lega. Hann spratt á fætur, fór fram í eldhús og tók hamarinn, sem var þar á bak við hurðina. Síðan fór haim inn í vinnustofuna* og án þess að hika andartak, lót hann hamar- inn ríða á gamla, ryðgaða úrverkinu, sem lá {>ar á vinnuborðinu, — þessum margbrotna vélbúnaði, sem hann hafði setið yfir, daginU út og daginn Inn, í meira en misseri. Og sem hanii hafði verið að brjóta heilann um á næturnar líka. Og síðan reiddi hann hanl' arinn aftur til höggs, og máibraut hverja líkneskjuna á fætur annari. Þær stóðu í röð, efs4 á borðinu. En þegar hann var búinn að eyðilegg’F þær allar, varð honum litið á litlu KristS' myndina, sem stóð uppi á hyllunni, ein sér, myndin, með hrygðar- og þjáningasvipinn- Og hann lét hendina síga og hamarinn fall® á góltfið. Samúel fór aftur inn í svefnherbergið' Hann var yfirkominn af þreýtu eftir þessa miklu raun, sem reynt hafði meira á hann eiJ alt stritið og öll heilabrotin undanfarim mánuði. Og þegar hann sá, að Kajsa sVftf enn værum svefni, hallaði hann sér í rúmið SJJff> — en það hafði hann ekki gert í langa’1 tíma. Hann einsetti sér þó, að láta ekki sverfninn yfirbuga sig aftur, því að hann bjós't við, að Kajsa myndi ef til vill vakm1 og þarfnast einhvers. Hann lét þó aftur augun, — aðeins augnablik, sagði hann við sjálfan sig. EJ1 l>á opnuðust dyrnar aftur, samstundis, þegar hann leit þangað, var myndin {m1 aftur. En að þessu sinni stóð hún ekki kýr> heldur gekk hún rakleitt að rúmi konunnaÞ settist á rúmstokkinn og tók í hendina á henni. I m Samúel fór fagnaðarstraumur. HoU' um fanst von og traust vakna í brjósti séf- “Hvað það var gott, ” bugsaði hann, “ að eg skvldi hlífa Kristsmyndinni, — að eg skyl^* ekki mölva hana, eins og hinar myndirna1’; Nú er eg viss um að Kajsa fer að hressasf.’’ En í })ví vaknaði hann af blundinum opnaði augun. Sá hann þá, að konan uppi í rúminu, — já, hún brosti, — og hanj1 haíði ekki séð hana brosa svo óra, óra leng1, “Kaj'sa,” varð honum að orði, “hvers' vegna ert þú sezt upp?” “Eg skal segja þér það. Kristur k<>m til mín, rétt áðan, og sagi mér að bera það- Samúel starði á hana., undrandi. Glep' tárin glóðu í augum hans. En í gegnum ta.r' in mátti lesa í augunum sárt samvizkiib1^ Hann var hálfblindaður, og þreifaði eftJl hönd hennar, en hún spurði ofur lágt: “Hefi eg verið -*• verið ósköp veik? er eins og að mig hafi verið að dreyma líot an og óendanlega langan draum. En sV

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.