Lögberg - 12.06.1941, Síða 8

Lögberg - 12.06.1941, Síða 8
8 LOUBÍSÍtGh FJMTUDAGINN 12. JÚNÍ, 1941 Látið Kassa í Kæliskápinn Úr borg og bygð Dr. Ingimundson verður stadd- ur í Riverton þann 17. þ. m. ♦ ♦ ♦ Mr. S. B. Benedictsson skáld frá Langruth, Man., dvelur i borginni þessa dagana. ♦ ♦ ♦ Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, Man., kom til borgarinn- ar í byrjun yfirstandandi viku, og dvelur hér í nokkra daga. ♦ ♦ ♦ Mr. Jón Gíslason frá Breden- bury, Sask., kom hingað i lok fyrri viku með son sinn, Gísla Franklin, til lækninga. ♦ ♦ ♦ Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði ólafssyni í Selkirk þann 7. júní, Benjamín Franklyn Guðmundsson, frá Árborg, Man., og Grace Sesselja Jónasson frá Rivsrton, Man. Framtíðarheim- ili ungu hjónanna verður í Ár- borg, Man. ♦ ♦ ♦ Júlíus Hólm frá Húsavick, Man., og Lára Aðalheiður Árna- son, dóttir Mr. og Mrs. Guðjón W. Árnason, Giinli, Man., voru gefin saman í hjónaband þ. 7. júní af séra Bjarna A. Bjarna- son á heimili hans í Gimli. Heimili ungu hjónanna verður við Húsavick. ♦ ♦ ♦ Fundur verður haldinn í sam- komuhúsinu í Árborg á föstu- daginn kemur, að tilhlutan Canadian Co-operative Imple- ments Limited, kl. 2 e. h. Vara- forseti þessa samvinnufyrirtæk- is, Mr. John B. Brown, flytur erindi á fundi þessum, og skýr- ir tilgang og nytsemi þessa unga fyrirtækis, sem í rauninni er enn á tilraunastigi, ♦ ♦ ♦ Á safnaðarfundi Fyrsta lút- erska safnaðar sem haldinn var að aflokinni messu á sunnudags- kvöldið voru eftirgreindir kosnir erindrekar fyrir safnaðarins hönd til að mæta á 57. ársþingi Hins ev. lút. kirkjufélags: Dr. B. J. Brandson, Mr. G. F. Jonas- son, Mr. Emil Gillies, Mr. J. J. Swanson. ♦ ♦ ♦ Veitið athygli! Samtali um ísland og íslenzk málefni, milli þeirra Thor Thors, aðalræðis- manns íslands í Bandarikjunum, og Valdimars Bjömsonar út- varpsþuls í Minneapolis, verður útvarpað yfir WCAL útvarps- stöðina kl. 9.30 að morgni á fimtudaginn 12. þ. m. Bylgju- lengdin er 770 kilocycles. Að kveldi þessa sama dags, kl. 8.45, verður þessu fróðlega samtali útvarpað yfir KSTP útvarps- stöðina; bylgjulerigd 1500 kilo- cycles.— íslenzkri guðsþjónustu, er séra Guttormur Guttormsson flytur, verður útvarpað á sunnudaginn þann 15. þ. m. yfir WCAL stöð- ina frá kl. 6 til 7 Gentral Stand- ard Time, og aðstoðar þar kvennasöngíflkkur Hjartar Lárus- sonar. Um “picnicið” er það að segja, að það hefst í Minnehaha skemtigarði um hádegisbil, og er til þess ætlast að fjölskyldur komi þangað með matföng sín. ♦ ♦ ♦ I N MEMORIAM In Loving ' memory of our dear inother, Kristine Benson. Vvho passed away June 12th, 1935. Her life was one long sacrifice, Her heart was true and tende-r. She toiled so hard for those she loved, Then left us to remember. Upright and just in all her ways, Faithful and true to the end of hcr days, To a beautiful life came a sudden end, She died as she lived, everyone’s friend. God’s greatest gift, remembrance. Inserted by her loving children, Anne, Jean, Sylvia, Barney and William. Frú Andrea Johnson frá Ár- borg var stödd í borginni á mánudaginn. ♦ ♦ ♦ Guðmundur Helgi Björnson og Helga Svanhildur Loftson, bæði frá Lundar, voru gefin saman í hjónaband þann 7. þ. m. af séra Valdimar J. Eylands á heimili hans, 770 Victor Street. ♦ ♦ ♦ Þann 5. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband þau Sveinn ólaf- ur Sigfússon og Beatrice Thelma Goodman, bæði frá Lundar. Brúðguminn er sonur Skúla þingmanns Sigfússonar og frú Sigfússon. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjóna- vígsluathöfnina að heimili sínu, 770 Victor Street. ♦ ♦ ♦ / minningu um Einar G. Martin frá Garði. Fæddur 10. jan. 1880 Dáinn 10. júni 1940 Hvert spor sem við- göngum í “Garði” þín handtök við sjáum þar, og minnumst með söknuð og þakklæti þin, sem frá okkur tekinn var. Sigrún Martin og börn. ♦ ♦ ♦ Erindrekar á hið 57. kirkju- þing Hins ev. lút. kirkjufélags, sem halda skal í Winnipeg 20.— 24. júní, eru vinsamlega beðnir að láta Mr. Albert Wathne, 700 Banning Street, Winnipeg, i té. hvert að þeir æski eftir að þeim sé séð fyrir verustað á meðan á þinginu stendur. Það skal einnig vera tekið fram hvort það eru hjón eða einstaklingur sem sækja þingið. Ákjósanlegast væri, að skrifarar safnaðanna tilkyntu Mr. Wathne hverjir erindrekarnir væru og hverjir æsktu eftir verustað. Erindrek- ar eru beðnir að mæta klukkan 3.00 e. h. fyrsta þingdag, i kirkju Fyrsta lúterska safnaðar og mun þá vera reynt að koma þeim á þá staði, sem þeir eiga að dvelja á meðan á þinginu stend- ur. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eytands Heimili: 770 Victor Street. Sími 29 017. Sunnudaginn 15. júní:— Ensk messa að morgninum kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15 e. h.; islenzk messa að kvöldinu kl. 7. ♦ ♦ ♦ LÚTERSKA KIRKJAN í SELKIRK 15. maí, 1. sd. ie. Tr.:— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. S. ólafsson. ♦ ♦ ♦ Messað verður í kirkju Breiðuvíkursafnaðar í Hnausa næstkomandi sunnudag, þann 15. júní, kl. 2 siðd. — Væntan- lega verður safnaðarfundur eftir messu. — S. ólafsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 15. júní messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11 f. h., i Hallson kl. 3 e. h. og í Fjallakirkju kl. 8 að kvehli. Messan í Fjallakirkju á erisku. Allir boðnir og velkomnir. ♦ ♦ ♦ LúTERSKA PRESTA KA LIAfí i VATNABYGÐUM Sunnudaginn 15. júní:— Leslie (S.S.) kl. 11 f. h. Foam Lake, kl. 3 e. h. Leslie kl. 7 e. h. Altarisganga í báðum kirkj- unum. Sunnudaginn 29. júní:— Mozart kl. 11 f. h.—ísl. Wynyard kl. 3 e. h.—ísl. Kandahar kl. 7.30 e. h. Carl J. Olson. ♦ ♦ ♦ MESSA Afí LUNDAR Sunnudaginn 15. júni:— Otto, messa og safnaðarfund- ur kl. 11 f. h. Lundar, messa og safnaðar- fundur kl. 2.30 e. h. B. A. Bjarnason. ALÚÐARÞÖKK Þeir Mr. Arni Eggertson, K.C., forseti Karlaklúbbs Fyrsta lút- erska safnaðar, og Mr. Björn Pétursson, forseti Junior Ice- landic League, sýndu nýlega á elliheimilinu Betel, kvikmyndina “Iceland on the Prairies,” öll- um viðstöddum til ógleyman- legrar ánægju. Seinna létu þeir sýna myndina á öðrum stað í Gimlibæ, og nam arður af þeirri sýningu $29.85, er þeir gáfu Betel. Fyrir þetta hvorttveggja er hér með leinlæglega þakkað. J. J. Swanson, féhirðir Betels. ♦ ♦ -* Mr. og Mrs. Bert Clarke frá Los Angeles, Cal., dvelja í borg- inni um þessar mundir. Mrs. Clarke var fyrir giftingu sína Clara Oddson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Oddson. Þau Mr. og Mrs. Clarke dvelja hér í gistivináttu Mrs. Kristján J. Austman, en þær Mrs. Clarke og Mrs. Austman eru systur. Til fróðleiks, gamans og ánægju Vil eg taka hér upp ofurlitla grein úr “Ganglera” frá 1931; hún er á þessa leið: “Hér á landi hefir allmikið verið ritað og rætt um það, sein nefnt er “aura” mannsins —- það er þokukent egglaga ský, sem skygnir menn sjá umhverfis lík- ama mannsins. Skygni þarf ekki að vera á háu stigi, til þess að menn verði þessa varir. Þús- undir manna um allan heim sjá þessa “aura” — og nú hefir jafnvel vísindamaður einn ensk- ur fundið áhald til að gjöra blik- ið sýnilegt óskygnum augum. Litirnir sem í blikinu eru, eru misjafnlega fagrir og bjartir — en þeir eru á sífeldri breytingu, eftir því sem hugsanir og geðs- hræringar fara í gegnum huga mannsins. Þegar inaðurinn sofnar, losn- ar þlikið frá likama hans. Má því athuga það nákvæmlega undir þeim kringiumstæðum; í miðju bliksins er nákvæm íftir- mynd af jarðneska líkamanum — sú mynd er meira áberandí en blikið sjálft. Þessvegna sjá- umst við stundum eftir dauða líkamans nákvæmlega eins að útliti og við vorum í lifanda lífí. Það hefir fundist við nánari rannsóknir, að blikið eru þrir likamir, hver í öðrum, sem allir hafa sitt sérstaka líf. Efni þeirra er af mismunandi þétt- leik, svo það smýgur hvað í gegn- um annað, eins og loft gegnum vatn og vatn gegnum jörð.” . . . “Heilinn er aðeins milli- liður eða móttökutæjci fyrir sveiflur, sem þessir líkamir framleiða — móttökuhæfileiki hans er mjög takmarkaður. Þess- vegna veit hann um minst af því, sem hrærir sig í sálarlíf- inu. Dagvitundin er mjög tak- markaður hluti sálarlífsins.” Nútima sálarfræði er smátt og smátt að komast i dásamlegt samræmi við innri kjarna eldri og yngri trúarbragða og útrýma þeirri meginvillu, að ytri hjúpur jarðar, jurta og dýra, sé heili osturinn í alheimstilverunni. Raunverulega erum vér að líða fram en tíminn er kyr. Augna- blikið og eilifðin er raunveru- lega eitt og hið sama. Þessvegna geta sýnir fram eða aftur átt sér stað. Alt, sem verður til eða skeður, er til og skeð nú þegar — frá alvizkulegu sjónarniiýi. Þetta mun almenningur ekki geta gripið eða skilið svo ljós- lega, sem þyrfti enn sem komið er. M. I. BÆNDUR. KAUPMENN FLUTNINGSBÍLASTJÓRAR Mu.ikrat, Iladr/cr og Beaver óskam Verð hrásklnna og annara tegunda. sem vlS verzlum með, hafa allmjög hækkað I verði; yður mun undra hve hátt vér greiðum. Sendið oss hráskinn í dag. Nákvæm vigt, og peningaávísun send um hæl. American Hide&FurCo.Ltd. 157-159 RUPERT AVENUE, WINNIPEG, MAN. Kirkjan okkar Ræða til barna eftir séra Jón M. Guðjónsson. Ungu vinir mínir! Mér er það gleðiefni, sem fyr, að eiga fund með ykkur hérna i kirkjunni okkar. Og eg veit, að ykkur er það gleðiefni líka að eiga fund saman hér á þessum stað. — En nú langar mig að spyrja: Hvað er kirkjan okkar, og til hvers komum við hingað fyrst og fremst? Við skulum reyna í sameiningu að svara þessari spurningu. Kirkjan okk- ar er hús, það er hún, að mörgu leyti lík og önnur hús, með veggjum og þaki, gluggum og dyrum. En hún er líka meira. Kirkjan er Guðs hús. í huga hvers kristins barns, þess barns, sem langar að lofa Kristi að leiða sig á vegum bænarinnar til Guðs, í huga þess barns er kirkjan þess fyrst og fremst — og allar kirkjur — heilagur staður. Þegar barnið, æsku- maðurinn og æskustúlkan horfa á kirkjuna sina, horfa til henn- ar úti frá, þar sem hún með turninum sínum bendir til him- ins, þá gjöra þau það með sér- stakri virðingu og hlýleik, og þau finna til þess þá, að þeim þykir vænt um hana. Og þegar þau svo' koma saman i tienni, þá gjöra þau það með lotningu. Þau eru sér þess meðvitandi, að þau eru stödd í helgidúmi Guðs, helgidómi Jesú Krists, og þau finna þá til þess frekar en endranwr, að þau eru líka börn, sem er þörf á að biðja til þess að geta orðið stór, stór í öllu góðu. Svona á það að vera, og svona er það með mjög mörg börn og æskumenn og æsku- stúlkur. Það eru til margar fallegar sögur um það. Og víða er það svo, að einmitt börnin og þeir ungu hafa fundið mikla gleði í því að vilja mikið á sig leggja fyrir kirkjuna sína til að prýða hana sem bezt. En til hvers kemur þú, barnið mitt, hingað fyrst og fremst? Þú kemur til að hitta jafnaldra þinn eða jafnöldru, til að tala við þau og til að gleðjast með þeim, og það er gott. En þú kemur til meira. Þú kemur til að tala við Guð og frelsarann í barnslegri bæn þinni. f þeirri bæn þakkar hún honum fyrir svo margt. Guði og frelsaranum er svo margt að þakka. Þú þakkar honum fyrir árin, sem hann hefir lofað þér að lifa, fyrir allar gleðistundirnar, fyrir góðu og hlýju sólskinsstundirn- ar, fyrir litlu blómin, sem breiða út marglitu, fallegu kollana sína í sumarblíðunni til þess að gleðja þig, fyrir kvakið í bless- uðum fuiglunum, fyrir tryggar og góðar skepnurnar, sem eru altaf að hjálpa okkur með kröft- uin sínum og gæðum. Alt eru þetta gjafir til okkar mannanna frá góðum Guði. En sérstak- lega þakkið þið Guði fyrir hann pabba og hana mömmu og aðra vini, sem eru altaf að hjálpa okkur og vilja öllu fórna ykkar vegna. Já, það er svo margt að þakka. En í bæninni ykkar biðjið þið Guð líka um það, að þið megið sjálf þroskast að vizku, vexti og náð hjá Guði og mönnum, eins oig sagt er að Jesús hafi gert. Þið biðjið Guð að gefa ykkur það, að hjá ykk- ur, í hjarta ykkar, megi hið góða frækornið, sem þar hefir verið sáð, vaxa æ meir og meir, svo að öll störfin vkkar já, meira að segja hvert einasta orð, sem þið talið, beri því vitni, að Guð sé með ykkur og kærleiki hans. Kærleiki Guðs er stærri en alt annað, og meira virði okkur mannanna börnum en alt ann- að. Hugsið ykkur: Hann gefur okkur það að bera hlýjan hug til allra, þykja vænt um alla. Hann gefur okkur það að hjálpa þeim, sem erfitt eiga og bágt, og hugga þá, sem gráta. Hvað ættum við að biðja um, sem okkur væri betra að eiga en þetta? Það er ekkert betra en kærleikurinn. Og að biðja Guð um hann, ásamt því að þakka honum fyrir gjafirnar góðu, á að vera — og er — aðalerindi okkar í hvert sinn hér á þennan stað, í Guðs hús. Við eruin öll óstyrk börn, líka við, sem stærri erum, og við erum hrösul. Okkur verður oft á að gera það, sem er ekki gott. En biðjið þvi Guð af öllu hjarta með barns- legri einlægni og treystið hon- um af öllu hjarta til að gera þig stóran í öllu því, sem gott er, þá verður þú styrkur og stór.— “Kirkjan er oss kristnum móð- ir.” Þannig byrjar einn sáhn- urinn í sálmabókinni okkar. Og þetta er rétt. Hvað gerir góð móðir? Hún breiðir út ástríkan faðm sinn móti barni sinu og þrýstir því að hjarta sínu, hún vakir yfir þvi, hún gefur þvi það bezta, sein hún á til, og hún vill því það bezta. Likt er þvi farið með móður okkar kirkjuna. Það, sem hún í raun óg veru vill með boðskap sinum um Guð og frelsarann, er að veita okkur það, sem er i ætt við ástina hennar mömmu. Hún vill leiða börnin sín. Hún breiðir út ástríkan faðminn sinn og þrýstir hverju barni sinu að móðurhjartanu, en þar sem það slær, slær Guðs hjarta, Börnin mín! Það er innileg ósk mín, að í hugum ykkar og hjarta sé og verði kirkja Krists ykkur móðir, og að í faðmi hennar finnið þið ykkur jafn örugg og glöð ávalt, einnig þeg- ar starfsárin koma og erfiði lífsins, jafn örugg og glöð og í faðminum hennar mömmu, þeg- ar þið voruð lítil og ósjálfbjarga börn. Virðið kirkjuna ykkar, elskið hana, því hún vill gefa ykkur meira en allir aðrir. Lát- ið. aldrei neinn eða neitt slíta ykkur úr faðmi hennar. Ef aðr- ir sýna henni litilsvirðingu, þá sýnið henni enn meiri virðingu og elsku. Haldið áfram á þeirri braut, sem þið eruð byrjuð að ganga. Syngið áfram Guði og frelsaranum lof og þakkir með samstiltum röddum ykkar. Eg þakka ykkur áhugann. Megi sá áhugi stækka með ykk- ur. Þá farnast ykkur vel. Guð blessi ykkur. —(Kirkjuritið). Gullafmælisbörn íslendingadagsins Sem undanfarin ár útbýtir ís- lendingadagsnefndin gullafmæl- isborðum til allra þeirra, sem dvalið hafa hér í landi fimtíu ár og meir. óskar nefndin eftir að allir, sem hafa aldur til, sendi inn greinilega skýrslu um sig og sína, því þess greinilegri upp- lýsingar, sem gefnar eru, þess hægri er aðstaðan fvrir þá, sem skrifa sögu Vestur-íslendinga. Og helzt þyrftu upplýsingarnar að vera svo nákvæmar að þær verðí einskonar manntals skýrsla. Annað, sem eg vil biðja fólk að minnast, ier að rita skýrt og greinilega það, sem það setur niður í skýrslu sína, því það sparar nefndinni fyrirhöfn með bréfaskriftir. Hér á eftir fara nokkur atriði og spurningar, sem óskað er eftir að sé svarað og sett niður3 skýrsluna: 1. Futt skírnarnafn, foreldra' nöfn og nafnbreytingar. 2. Fæðingarstað á fsland1 fæðingardag og ár. 3. Hvar þið voruð síðast á ís' landi. 4. Hvaða ár þið koniuð t* Canada og helzt mánaðardag>nn eða mánuðinn. 5. Til hvaða staðar komuð Þ1^ fyrst? 6. Hvar settust þið fyrst a hér vestra? ' Mj 7. Hvaða ár fluttuð þið þessa og þessa staðar og hva lengi voruð þið i hverjum sta^ 8. Hvaða atvinnu stundið Þ>®' 9. Ertu giftur? GiftimgavdSn og ár. i I 10. Ekkjumaður (eða konsú Hvenær maður þinn eða kofl andaðist. 11. Nafn eiginmanns eða o1?’ inkonu. 12. Hvað mörg börn og barna' börn og nöfn og aldur þeirra allra. Og svo auk þessa ýmsar aðra* upplýsingar sem þið hafið 1 huga og hafdið að komi að gag1”' Gullafmælisborða sendi eíl hverjum, sem giefur mér alla þessar upplýsingar og hel" dvalið hér vestan hafs fiinh11 ár. Bregðist vel við þessu, gó®a menn og konur, þið hjálpið me^ þessu til að skrásietja sem flesla íslendinga hér í álfu og styðj1^ að söfnun sannra heimilda 1 landnámssögu ykkar. Davíð Björnsson, 702 Sargent Ave., Wp»' Minniál BETEL í erfðaskrám yðar SENDIÐ FATNAÐ YÐAR TIL ÞURIIREINSUNAR TIL PERTII’S pér sparið tlma og peninga. Alt vort verk ábyrgst að vera hið bezta I borginni. Símið 37 261 eftir ökumanni vorum í einkennisbúningi. Perflrs Cleaners - Dyers - Launderers Til þess að tryggja yðar skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI AND TRANSFER FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARUENT and AQNES EATON S "Glider de Luxe" Bicycle Made bv one of England’s leading makers especially for Eaton’s, and featuring frames of seamless steel tubing with all bright parts chromium-plated. Steel rim wheels with Perry coaster brake, WHITE-WALL, HEAVY DUTY BULLDOG TIRES AND TUBES, ELECTRIC LAMP, strong coil spring padded saddle, dropside mud guards with rear reflector. Complete with tool bag, wrench and pump. BUDGET PLAN AVAILABLE MEN’S MODELS $36.00 GIRLS’ MODELS $36.50 Sporting Goods Section, Third Floor, Hargrave. *T. EATON WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.