Lögberg - 20.11.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.11.1941, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1941 ------------Hösberg----------------------- GeflB út hvern íimtudag af THJ£ COL.UMBIA PRESS. IJMITKD <05 Sargent Ave., Wicnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjfirans: KOXTOK LáJGJJEKG, 6tfa r.argent A>e., Winnipeg. Man. Kditor: EINAR P. JÓNSSON V erO <3.00 um árið — Borgíst fyrirfram Tne ‘‘Eögberg" ís printea -nd pub.ished by Th« Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Meðferð bæjarmálefna og norraemr menn Um næstkomandi áramót víkur ór bæ.j- arstjórninni í Winnipeg Mr. Paul Bardal, er átt hefir þar sæti í tíu ár samfleytt við hinn ágæ'tasta orðstír; hann hefir á þeim vettvanyi, sakir glöggskygni og prúðmann- legrar framgöngu, aukið allverulega á veg íslenzka þjóðarbrotsins vestanhafs, og er. ]»að vel; við kosningu hans til fylkisþings, víkkar að sjálf’sögðu verkahringur hans tii muna, og ef alt skeikar að sköpuðu, ætti þess ekki að verða næsta langt að bíða, að hann tæki sæti í fylkisstjórn sem ráðherrasveitar- og bæjarmálefna; hann hefir á því sviði aflað sér slíkrar þekkingar, að tiltölulega fáir standa honum þar á sporði. Islending- ar harfa alla jafna fylkt sér vel um Mr. Bardal, og tekist þar giftusamlega til; enda er það þjóðrækni á fegursta og fullkomnasta stigi, að styð'ja til vegs og valda þá menn af íslenzkum stofni, sem líklegastir eru til með drengilegri framkomu sinni, að verða menn með mönnum, og auka á hróður vors vestræna þjóðarbrots. Það hefir einkent norrænar þjóðir, að kunna að stjórna sér; þær þjóðir, þó um stundarsakir eigi við villimannlega kúgun að búa, hafa vakið á sér aðdáun vítt um Jieim fyrir viturleg mannfélagssamtök, og voru lengst allra þjóða komnar í þá átt, að útrýma með öllu örbirgðinni úr ríkjum sín- um; af þessu má margt og mikið læra, og víst er það, að arfþegar þessara þjóða, þó skotið hafi rótum í annari mold, hafa með lífi sínu og starfi sannað, að enn búa þeir yfir erfðakostum þessum í ríkum mæli; nor- rænar fyrirmyndir eru þessvegna hollar hvaða þjóðfélagi sem er; hvaða bæjarfélagi sem er." Margt gæti íslendingar, hér sem annar- staðar, lært af samheldni Skotans á vett- vangi mannfélags samtakanna. Við kosningar þær til bæjar- og skóla- i-áð's í Winnipeg, sem nú fara í hönd, leita kosningar í 2. kjördeild þrír menn af nor- rænum stofni, þeir Victor B. Anderson bæj- arfulltrúi, Ernest Hallonquist, sænskur blaðaútgefandi, og Bergþór Emil Johnson, fyrrum skólakennari, en nú í þjónustu Lnion Loan and Investment félagsiris. — Alr. Anderson hefir átt sæti í bæjar- stjórn í sex ár við vaxandi traust; hann er velviljaður maður, tillögugóður og sam- vinnuþýður, er aldrei telur eftir sér nein þau spor, er á einhvern hátt geta greitt götu }>eirra mörgu kjósenda, sem hann fer með umboð fyrir. Mr. Anderson er eini Islend- ingurinn, sem að þessu sinni býður sig fram til bæjarstjórnar I Winnipeg, og framkoma hans hefir í þeim verkahring verið slík; að hann verðskuldar óskift fylgi íslenzkra kjós- enda í kjördeild sinni.— Eins og þegar hefir verið vikið að, leit- ar kosningar til skólaráð's í 2. kjördeild, Bergþór Emil Johnson, maður vel að sér ger og áhugasamur um mannfélagsmál; þetta er í fyrsta skiftið, sem hann býður fram krafta í þjónustu úmboðsstjórnar bæjarfé- lagsins. Mr. Johnson er prýðilega mentur maður með allmargra ára skólakenslustarf- semi að baki; oft og einatt hefir, illu heilli, hinn og annar vonarpeningurinn, sneyddur gerþekkingu í skólamálum, slambrast í skóla- ráð vegna klíkusamtaka, og hefir slíkt af skiljanlegum ástæðum, venjulegast endað með skelfingu. Góður yfirsmiður tekur einungis í þjónustu sína menn, sem kunna að smíða, og hlutfallslega það sama gildir, eða ætti að gilda á öðrum sviðum mannlegra athafna. Skólaráð WJnnipegborgar þarfnast manna, sem vita af reynslunni hvað kensla er, og háfa sjálfir lært að kenna. Skólahald í Winnipeg kostar gjaldendur ærið fé, og þar af leiðandi sýnist ekki ósanngjarnt að ætla, að þeir léti sér í alvöru ant um hvernig skólaráðið sé mannað. Mr. Johnson er vel til þess fallinn, að taka sæti í skólaráði, en til þess að tryggja það, að svo megi verða, þurfa kjósendur 2. kjördeildar að verða sam- taka, og greiða honum forgangsatkvæði. Mr. Ernest Hallonqujst hinn sænski, sá, er fyr var getið, býður sig fram til bæjai- stjórnar í 2. kjördeild fyrir eins árs tíma- bil; hann er maður rúmlega fertugur að aldri, fa>ddur og uppalinn í þessarí borg; hann hefir frá æsku staðið framarla í fylk- ingum Liberalflokksins, og gegnt ýmissum trúnaðarstöðum fyrir hönd sambandsstjórn- ar; hann er meðal annars kjörstjóri sam- bandskosninga fyrir Mið-W7innipeg kjördæm- ið hið nyrðra, og hafði með höndum umboðs- sýslan í því kjördæmi við manntalið í sumar, sem leið. Mr. Hallonquist er vinsæll maður. og glöggur í bezta lagi; þarf því ekki að efa, að hann yrði liðtækur starfsmaður í bæjar- stjórn. Samvinna norrænna manna í þessari borg, hefir fram að þessu verið hvergi nærri eins náin og skyldi, þó nokkuð hafi hún glæðst hin síðari ár; stofninn er góður, og i rauninni einn og hinn sami. Hví ekki að láta bæjars'tjórn og skólaráð þessa bæjar- félags verða aðnjótandi aukins hollstrúymis úr þeirri átt? ---------y-------- Islenzkur valdamaður íCanada [Frú Gerður Steinþórsson, sem nú dvelur í þessari borg, lét Lögbergi í té til birtingar þá ágætu og vinsamlegn ritgerð, sem hér fer á eftir um Thorson ráðherra; er greinin eftir föður hennar, Jónas alþingismann Jónson, og vár prentuð í “Timanum” þann 13. október síðastliðinn, Lögberg kann frúnni beztu þakk- ir fyrir hugulsemina.—Ritstj.]. 1 sumar gerðust þau tíðindi í Car.ada, að' íslenzkur merkismaður vestan hafs varð ráðherra í styrjaldarstjórninni í Canada. Það var Joseph Thorson, lögmaður í Win nipeg ættaður úr Biskupstungum í Ánes- sýslu. Þetta er ■ sérstakt ánægjuefni fyrir alla Islendinga, því að síðan Canada fékk sjálfstjórn liafa engir orðið þar ráðherrar nema úr tveim stærstu þjóðflokkunum, sem byggja landið. Fram að þessu liafa engir, nema menn af frönskum eða enskum ættum gegnt ráðherrastörfum í Ottawa. íslending- ar eru fámennastir allra þjóðarbrota í Canada. Það er þess vegna ánægjulegt fyr- irbrigði að maður úr þeirra hópi nái svo miklum og óvenjulegum trúnaði í landinu. Faðir Thorsons var steinsmiður í Win- nipeg, og sonur hans lærði iðn föður síns. Þegar hann á tómstundir, sem því miður eru ekki margar, skemtir hann sér við að fegra steina til að prýða garðinn sinn. Frægðarferill Thorsons byrjaði snemma. Hann var afburða námsmaður í skóla og vann þá þegar þau námsverðlaun, sem unt var að fá í átthögum hans. Skömmu eftir að hann hafði tekið lögfræðipróf í Winni- peg, vann hann æðstu námsverðlaun, sem unt er að fá í brezka heimsveldinu. Hann varð styrkþegi úr hinum fræga sjóði Suður- Afríkuauðmannsins Cecil Rhodes. Úrvals- menn úr Bretaveldi og Bandaríkjunum fá um 8,000 kr. ársstyrk til framhaldsnáms í Oxford um nokkurra ára skeið. Thorson og Skúli Johnson prófessor við báskólann í Winnipeg munu vera einu Islendingar, sem unnið hafa þessi verðlaun. Joseph Thorson notaði vel tíma sinn og fé í Oxford. Þegar hann kom aftur heim til átthaga sinna í Manitoba, þótti öllum, sem til hans þektu, líklegt, að hann myndi á sínum tíma verða merkilegur áhriíamaður í landinu. Thorson kom á fót lögmannsskrif- stofu í Winnipeg, og naut fljótlega mikils trausts í borginni. Islendingar áttu jafnan hauk í horni, þar sem hann var. Ekki leið á löngu áður en Thorson tók að gefa sig við stjómmálum og fylgdi frjáls- lynda flokknum. Hann hafði augastað á Nýja Islandi sem væntanlegu kjördæmi. Þar voru margar rótgrónar Íslendingabygðir á vesturströnd Winnipegvatns. Þar var Gimli, hinn andlegi höfuðstaður Islendinga í Mani- toba. En í þessu kjördæmi var mikið' fjök menni úr Öðrum löndum, bæði enskumælandi og úr kornlöndunum í Suðvestur-Rússlandi. Thorson var mikill ræðumaður á enska tungu. Auk ]»ess hafði hann numið frönsku prýðilega. Hann hafði talað og lesið ís- lenzku í heimaliúsum, en orðið enskan tam ari í kap.præðum við langt nám í enskum mentastofnunum. Tók hann nú að æfa ræðu- gerð á móðurmálinu og var það auðvelt verk. Hitt var erfiðara, en þó tókst Thorson það, að verða vel fær til að flytja ræður á rúss- nesku. 1 kjördæminu mælti hann, eftir því sem við átti, á f jórum tungumálum: Islenzku, ensku, frönsku og rússnesku. Leika fáir slíkt eftir, enda hefir hann reynst sigursæll í kjördæminu. Islendingum þótti sómi að hafa slíkan foringja og hafa menn í Nýja íslandi veitt honum alt það lið, er þeir máttu og ekki farið eftir flokkslínum. Thorson er nálega sex fet á hæð, bein- vaxinn og hinn karlmannlegasti maður í allri framgöngu. Hann hefir marga þá eigin- leika, sem prýða forgöngumann í lýðræðis- landi, mikla orku, líkamlega og andlega, mik- inn lærdóm, fjölbreytta lífsreynslu og víð- taíkan áhuga í mannfélagsmálum. íslend- ingar sem þekkja Thorson vona, að hann flytji inn í stjórnmálalíf síns friálsa ætt- lands nokkuð af því frjálslyndi, sem for- feður hans á íslandi hafa unnað heitt um margar aldir. íslendingar á íslandi munu taka undir með löndum sínuin vestan hafs, og óska þess að í hinu nýja starfi í stjórn Can- ada megi Thorson reynast hinn mesti fremdarmaður, og að hon- um megi auðnast að vinna fyrir land sitt, og fyrir málstað lýð- ræðisins á þann hátt, sem vinum hans þykir hæfa mannkostum hans og yfirburðagáfum. 3. J. --------V-------— Úr bréfum frá Íslandi frá 12. jan. til'5. okt. þ. á. [Útdrættirnir eru úr bréfum mannúðarstarfs frömuðarins S. Á. Gíslasonar i Reykjavík, til kunningja hans í Winnipeg, sem dregið hefir þá saman og léð Lögbergi til birtingar (í Bessa- leyfi þó, og hr. S. Á. CtT beðinn velvirðingar á); lýsa bréfkafl- arnir glögt einni hlið samstarfs- ins við og fyrir setuliðið og aðra útlenda “gesti” þar heima, þörfum þeirra og viðhorfi, og ýmsu öðru, er telja má víst að íslendinga hér vestra* fýsi að heyra um — því margir þeirra spyrja enn: Hvað er að frétta að heiman? Þá geta og þeir, er styrkja vildi áminst starf með blaða- og tímaritasendingum, séð hvert slikt má senda.—s. s.] Hér fylgja bréfakaflarnir: R.vík 12. jan. 1941 . . . Eins og kunnugt er, eru hér hjá oss nokkrir norskir hermenn og í förum allmargir Norðmenn og Danir, alilir að því leyti illa komnir, að þeir fá engan póst frá ættjörðinni, gleypa því við þeim fáu blöðum, sem hingað koma vestan um haf. Við reyn- um að gefa þeim gamlar skandi- naviskar bækur og blöð, höfum ekkert nýtt. — Komi slík blöð út i Winnipeg, mætti segja af- greiðslum þeirra, að það væri góðverk að send'a hingað ©itt- hvað á norsku eða dönsku — (blöð og kristileg tímarit helzt), og skrifa utari á til: The Sailor Mission, c/o S. Á. Gíslason, Box 62, Reykjavík, Iceland. Auðvit- að gildir ekki þetta nema meðan stríðið stendur — og hér er fult af einangruðu norsku fólki. — En hver veit hvað það verður lengi? . . . ófriðurinn er hræði- ileg eyðilegging á öllu góðu — hinar sí-endurteknu fréttir um manndrápin virðast sljófga til- finningar manna — og það er ekki gott. . . . Hins vegar virð- ist svo, ef trúa má erlendum blöðum, að hörmungarnar verði Viða til þess að koma mönnum á kné gagnvart guði. — Er ekki reynslan sú líka í Ameríku, eða eruð þið of fjarlægir til að knýj- ast til bænar nú? . . . . . . Eg hefi alt af meira að starfa, en eg kemst yfir. Hefi útbreitt guðspjöll o. fl. góð rit meðal hermanna og sjómanna erlendra, — hafa yfir 4 þús. guðspjöll, flest ensk, farið gefins um minar hendur síðan í maí f. á. . . . Þú getur imyndað þér hvað mikit breyting er orðin í smákauptúnunum, sem þú þekt- ir fyrir löngu, þegar þangað eru komnir til vetrarsetu miklu fleiri útlendingar en ibúar þeirra eru. — “Maður mætir þar fs- lending við og við,” segja ferða- menn. . . . 4- R.vík 24. marz. . . . Bréf þitt frá 15. nóv. ’40, kom til min 8. jan. þ. á., — bækurnar ókomnar enn, varla þeirra von úr þessu, þótt margar póstsendingar séu nokkuð lengri á leiðinni í seinni tíð, — þrjá mánuði bréf frá Danmörku — fara kringum jörðina til að komast hingað. Gera má ráð fyrir að bréf séu 40 daga á leið hingað “óraleið- ina” frá Winnipeg, kannske lengur. Annars hefii eg síðan um áramót fengið um 50 blaða- sendingar eða meira frá Can- ada og U.S.A., mest kristileg blöO og rit handa hermönnum. Lét ritstjórinn að The Evangelical Christian, Toronto, þess getið, að eg myndi greiða hér fyrir slíkum blöðum til “The Boys,” og síðan koma fleiri bréf að vestan, en eg get svarað, en eg er samt í þann veginn að eignast bréfavini um alla N.-Amieriku og eyði um 10 kr. á viku í fri- merkjuin undir bréfin min. Annars greiða enskir herprestar hér, og þó einkum yfirmaður þeirra, ágætur, duglegur maður, fyrir sendingum mínum norður og austur til fjarlægra staða; en eg hiefi mestu ánægju af að geta nú lagt eða látið leggja krislileg blöð frá Can. og U.S.A. inn á kaffihúsin hér í bæ — en þau eru mörg nú — þar sem hermenn koma, og gef ©ða læt gefa auk þess slík blöð til spitala og búða hermanna hér í bæ. . . . Eru langflestir enskir og cana- diskir fegnir blöðunuin, — en sumir eru hálfhissa, að íslend- ingar skuli hafa svona góð sam- bönd. . . . Fyrirspurnir koma að viestan um einstaka menn, “ein-x hversstaðar-á íslandi,” sem er fremur ónóg áritan, þó nafnið sé rétt og glögglega skrifað, er ba>ði vantar nr. og’ herdeild. — En eitt hefi eg séð af þessu “uppátæki,” að kærleikur og fyrirbænir fjölmargra, bæði fyr- ir norðan “línu” og sunnan, vestan frá hafi og austur á New- foundland, fylgja “piltunum”, en blöðin sýna að það er trúaða fólkið, sem telur ómaksins vert að borga undir slík gjafablöð; um 30 tímarit hafa komið til mín í febr. og marz. Einstaka hefti af almennu timariti kemur og er vel þegið, einkum sé það með myndum. — Ein blaðasend- ing kom frá Manitoba (619 Langside St., Wpg.), nokkrar frá Sask. og B.C., en flest frá Austur-Canada og einar 10—20 sunnan úr U.S.A. Hefi síðan um nýár fengið frá Englandi, og nokkúð frá Chicago: 150 Nýjatestamenti, 4,350 guðspjöll og biblíurit, og auk þess nokkur hundruð smárit — og mestalt frá mér farið; tækifærin enda óteljandi, því hér koma menn og fara í hópum.— Þú verður fyrir löngu búinn að frétta hvernig kafbátarnir þýzku koma fram við togarana íslenzku, fer því ekki að lýsa þeim morðum; — en i liðinni viku hefi eg komið til 24 ekkna hér í bæ, sem menn sína áttu á þessum skipum, og þekki þvi sorgina, sem þessu stríði fylgir, einnig hér heima.— -f R.vík 7. ág. ’41 . . . Fyrrum voru erlendir kunningjar okkar að stríða oss á að fslendingar héldi að fsland væri hálfvegis miðdepill heimsins, sem allir ætti að taka eftir. — En nú er ekki fjarri að svo sé. Við heyrðum undanfarið í útvarpinu að vestan, að fsland væri út- vörður Ameríku, en Þjóðverjar sögðu aftur, að það væri útvörð- ur Evrópu. — Bara að þeir berj- ist ekki um landið, og þá allra sízt á íslandi sjálfu. . . . Ekki er eg enn farinn að kynnast Bandaríkjamönnunum, sé bara að þeir eru myndarmenn flestir. — Vona að þeir verði svo öflugir hér, að Hitler sjái fsland í friði. -f R.vík 5. okt. ’41. . . . Loks fékk eg fæðingarvottorðið, siem þú baðst mig að útvega. Sat um ferð þjóðskjalavarðar aust- ur þangað sem merkustu skjöl rikisins o. fl. eru geymd nú — til varúðar ef vondar heimsóknir verða hingað (í R.vik) . . . Ekk- ert tíðinda frekar ©n blöðin segja frá. Reykjavik er mannfleiri miklu en nokkru sinni fyr og Mosfellssveitin Jika af skiljan- legum ástæðum, þó, — enda yfir 50 fjölskyldur húsnæðislausar hér . . . Á Elliheimilinu okkar eru 170 vistm/enn, — og um 50 starfsfólk, — hefir líka 20 kýr í fjósi i Laugarnesi og á öðru býli; svínabú mikið, og þvotta* hús, sem meðal annars þvær fyrir um 1500 hermenn. 14 manns vinna að þvi öllu þar. . . . Peninga eða seðlastraumur er “Fljótt,gerið svo vel”! Nú þegar . . . meðan flutn- ingar eru auðveldastir . . . er bezt að senda inn jóla- pantanir. ★ Semjið listann samkvæmt EATON’S Haust og Vetrar Verðskrá þegar í stað. Þar er úr miklu að velja af við- eigandi gjöfum fyrir sér- hvern meðliin fjölskyldunn- ar. Sendið oss JÓLAPANTANIR yðar snemma ! 'T.EATON C«í_ winnipeo cmm EATO N’S ___[_i_._ hér mikill, kaup mjög hátt að tölunni til, verkamienn fá 600 til 800 kr. á mánuði; vinna þá líka sunnudaga sumir, en svo er alt annað Jíka afardýrt, “hringavitleysa” í allri dýrtíð- inni, segja margir, og sem stend- ur sundurþykki milli stjóm- málaflokkanna og óvist um lang- lífi “þjóðstjórnarinnar.” . . . Mörg góð og ill öfl togast á i þjóðlífinu, og alt óvíst um hvað sigrar í svip — þótt Kristur sigri að lokum. . . . Held áfram að gefa hermönnum og sjómönnum kristileg rit, eins og sjá má í “The Evangelical Christian.” Toronto í ág. sJ. ----i—.—v------— Til athugunar Point Roberts, Wash., 4. nóvember, 1941 Heiðraði ritstjóri! f ritgerð minni “Hvað er þyngdaraflið?” sem birtist í fer- tugasta og fjórða tölublaði Lög- bergs, eru þrjár úrfellingar og tveggja lína endurtekning. En þar sem þetta er alt í þriðju grein í fyrsta dálki, vil eg vin- samlegast biðja þig að ©ndur- prenta þessa þriðju grein, sem hér fylgir: Hinn frægi stærðfræðingur, ísak Newton, uppgötvaði þyngd- arlögmálið. Samkvæmt því draga tveir efnishlutir, hverjir sem eru, hvorn annan að sér m©ð afli, sem er í beinu hlutfalli við marg- faldið af rúmtaki þeirra og í öfugu hlutfalli við fjarlægð- ina milli þeirra í öðru veldi. Af því að hreyfingum jarðstjarn- anna er óbrigðilega þannig hátt- að, að umferðartími (ár) hverr- ar jarðstjörnu er í jöfnu hlut- falli við ferrótina (kvaðratrót- ina) af meðalfjarlægð hiennar frá sólu í þriðja veldi, virðist sem afl, er beinist að sólu, og sem er í nákvæmu hlutfalli við efnis- magnið og í öfugu hlutfalli við 'fjarlægðina frá sólu i þriðja veldi, sé á hverri jarðstjörnu. Og afl þetta geislar út frá sól- inni í allar áttir m©ð jöfnum styrkleika og dregur hvern hlut að sér með afli, sem er í beinu hlutfalli við .þyngd hans, hvaða jarðstjörnu sem hlutur- inn kann að vera á. Þar sem afl þetta er ætíð i beinu hlutfalli við efnismagn (rúmtak) þess hlutar eða líkama, sem fyrir á- hrifum þess verður, og leiðir af sér sömu hraða hreyting, hvað svo sem efnismagn hans kann að vera, getur hraða breytingin

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.