Lögberg - 20.11.1941, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1941
5
ekki gefið neitt til kynna um
efnismagn hlutarins, heldur ein-
ungis um efnismagn þess hlutar,
sem áhrifunum eða aðdráttinum
veldur. En ef vér aftur á móti
berum saman vaxandi hraða, ler
aðdráttarafl annara líkama valda,
eins og til dæmis aðdráttaráhrif
sólar á jörðina við aðdráttar-
áhrif jarðar á tunglið, eða hreyf-
ingarbreyting hinna ýmsu jarð-
stjarna, er aðdráttur þeirra veld-
ur, þegar þær nálægjast eða fjar-
tægjast hver aðra, getum vér þá
borið saman efnismagn þeirra og
vegið eina móti annari og hverja
um sig móti sólinni.
Mér er umhugað um að efni
ritgerðarinnar verði eins ljóst
og auðið er; því margir virðast
hafa áhuga á málefninu. En i
jafnstuttri grein um slíkt efni
verður að hnitmiða hvert orð,
svo að þeir sem litið hafa fræðs* *
um grundvallaratriði þessa máls,
verði ekki jafnnær eftir lestur-
inn sem áður.
Með vinsemd og virðing,
þinn einl.
Árni S. Mýrdal.
P.S.—*-Þeir sem kunna að vilja
láta greinarkorn þetta í útdrátt-
arbók sína eða varðveita hana á
annan hátt geta, ef þriðja grein-
in er þannig prentuð i heild
sinni, límt úrklippuna á sinn
stað í aðalritgerðinni.
---------V----------
SEEDTIME
a/ncL
'HARVEST'
By
Dr. K. W. Neatby " «
* ) Dirtctor, Affricullural Dtparlmenl
North-Weat Line Elevators Amociation
EROSION AGAIN
Last summer, the writer en-
countered a district in southern
Manitoba in which erosion,
probably by both wind and
water, had gone so far that the
top-soil had been entirely lost
from the uplands. The crops
were stunted and unhealthy. A
letter was addressed to Dr. J. L.
Doughty, Soil Rexearch Labora-
tory, Swift Current, suggesting
that he visit the area and at-
tempt to ascertain the loss in
fertility suffered by the eroded
areas.
Dr. Doughty surveyed the dis-
trict and collected soi! samples
from the ‘white’ eroded patches
and from adjacent dark areas at
a distance of not more than
fifteen or twenty feet. The re-
sults of laboratory analyses
showed that the samples from
eroded areas had an average of
45% less organic matter and
39% less nitrogen than samples
ifrom apparently undamaged
areas. Samples of the crops
were also taken, and' it was
found that those growing on
eroded soil contained 28% less
nitrogen than those on uneroded
soil and, of course, the yields
would be substantially reduced.
Dr. R. D. Bird secured, in thc
same area, an excellent colour
photograph of a yield of sum-
merfallow which is practically
ruined by erosion.
The Results of Dr. Doughty’s
experiments, together with Dr.
Bird’s photograph, are repro-
duced in a circular just puh-
Jished by the Agricultural De-
partment of the Line Elevators’
Association. Copies may be
secured through grain buyers of
line elevator companies asso-
ciated with this Department, or
from the North-West Line Eele-
vators Association, Winnipeg or
Calgary.
SENDIÐ FATNAÐ YÐAR
TIL MJRIIREINSUNAR
TIL PERTH’S
pér spariS tlma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst að vera hið
bezta I borginni.
Símið 37 261
eftir ökumanni vorum
I einkennisbflningi.
Plcfflá
Cleaners - Dyers - Launderers
Selur bjargar lífi þriggja
skipbrotsmanna
Færeysk fiskiskúta “Silaeris”,
frá Sandvaag fórst á tundurdufli
fyrir austurlandi síðastliðinn
mánudagsmorgun. Átta manns
vru á skipinu og fórust fimm
þeirra, en þrír björguðust á
ffleka og fundust í gær út af
Djúpavogi. Segja þeir að selur,
sem skreið upp á fleka þeirra
hafi raunverulega bjargað lífi
þeirra.
Fréttaritari Alþýðublaðsins á
Djúpavogi skýrir þannig frá
þessum atburði í morgun:
Mjög þjakaðir.
Síðdegis í gær fann trillubátur
héðan af Djúpavogi skipsfleka a
reki nokkuð út af Djúpavogi og
voru þrír menn á honum, allir
mjög þjakaðir og reyndust þetta
vera skipbrotsmenn af færeyskri
skútu og var skipstjórinn meðal
þeirra.
Trillubáturinn tók þegar
mennina og fór með þá í land,
þar sem þeim var veitt öll nauð-
synleg hjúkrun, enda voru þeii
svo aðframkomnir að það varð
að styðja þá upp fjöruna.
í gær voru þeir svo þjakaðir.
að lítið var hægt að tala við þá,
en í morgun voru þeir farnir að
hressast, nema skipstjórinn, sem
er enn töluvert þjakaður, og gátu
sagt sögu sína í aðaldráttum.
Frásögn skipbrotsmanna.
Þeir skýrðu svo frá, að þeir
hefðu verið á leið hingað til
lands en hrept þoku, vilst af
leið og lent inn í tundurdufla-
heltið, sem lagt hefir verið út af
Austfjörðum. Siðastliðinn mánu-
d'agsmorgun rakst skútan á
tund.urdufl, að því er þeir álitu,
einhversstaðar út af Seyðisfirði,
en þeir gátu ekki vegna þokunn-
ar glöggvað sig á því nákvæm-
lega hvar þeir voru.
Skipið sprakk samstundis í
loft upp og malaðist mjölinu
smærra að framan — og fórust
við sprenginguna 5 af áhöfninni,
sem staddir voru fram á skip-
inu.
Hinir þrír, sem eftir voru og
af komust á björgunarfleka,
voru ó reki á honum undan
stormum og straumum þangað
til trillubáturinn frá Djúpavogi
fann þá eins og áður er skýrt
frá.
Selur bjargar lifi þeirra.
Á björgunarflekanum voru
engar birgðir, hvorki vatn, vist-
ir né fatnaður —■ og kvöldust
skipbrotsmennirnir mjög af
iþorsta, hungri og vosbúð.
En i mestu þrengingum
þeirra vildi þeim það ótrúlega
happ til, að selur skreið upp á
flekann til þeirra. Tóku þeir
honum fegins hendi, drápu hann,
drukku úr honum blóðið og
hresstust mjög við það. Telja
skipbrotsmennirnir sjálfir, að
þetta hafi orðið til þess, að þeir
héldu lífi þar til þeim var bjarg-
að.
Eins og áður er sagt, voru
skipbrotsmennirnir mjög þjak-
aðir, en enginn þeirra hafði slas-
ast við sprenginguna.
Skipið var 300 smálestir að
stærð og talið gott skip.
—Alþbl. 22. ág-
--------V---------
FRÁ ÍSLANDI
Síldveiðin hefir nú örfast á
ný, og var í gær búið að salta
um 18 þúsund tunnur á Siglu-
firði siðan á laugardag. Til sild-
arverksmiðja ríkisins á Siglu-
firði höfðu borist um 13,000 mál
síðan fyrir helgi og 4 til 5 þús-
und 'mál til hinna verksmiðj-
anna, Rauðku og Gránu, eða alls
um 18 þúsund mál. Síldin er
mest á Grímseyjarsundi, en held-
ur gisin. Vegna þess, hve lítið
veiddist undanfarið, voru mörg
skip hætt veiðum og farin heim
eða á fiskveiðar. f sumar voru
um 67 skip, sem lögðu upp sild
hjá síldarverksmiðjum ríkisins
á Siglufirði, en mörg þeirra
hættu veiðum fyrir fult og alt,
þegar sildin hvarf af miðunum
á dögunum. Munu nú aðeins
30 skip vena eftir af þeim, sem
leggja upp síldina hjá síldar-
verksmiðjum ríkisins. Til Rauf-
arhafnar hefir engin síld borist.
um allangt skeið, og er bræðslu
lokið þar. Er búist við, að sú
verksmiðja starfi ekki ineira á
þessu sumri. Alls hefir ríkis-
verk»miðjunum á Siglufirði bor-
ist um 370 þúsund mál i sumar,
en heildaraflinn, sem bræddur
var í fyrra, nam 750,160 hl.
* * *
ólafur Sigurðsson fiskiræktar-
ráðunautur dvelur hér i bænum
þessa dagana. Hann hefir verið
á fierðalagi um Dalasýslu og
Norður-ísafjarðarsýslu síðastlið-
inn hálfan mánuð. Tíðindamað-
ur blaðsins innti ólaf eftir þessu
ferðalagi, er hann átti tal við
hann í gær. — Eg var að vinna
að stofnun veiðifélaga við árn-
ar, sagði ólafur, og jafnframt
að koma bændum i skilning um
það, hvíljkt verðmæti þeir hafa
undir höndum, þar sem árnar
eru. í Hvammssveit er félags-
Mig langar
Mig langar að una við blómskreyttan beð
hjá blástraumum tærustu lindar,
hvar risa úr hafinu hugdjörfung með
hringaðir fjallborga tindar;
mig langar að sitja um sólarlag
hvar svellur við ströndina bára,
mig langar að eygja hvern einasta dag
i andríki svalandi tára.
Mig langar að finna þá frjálsbornu lund,
sem feykir burt launskuggum nætur,
mig langar af hlýlegu hjarta og mund,
að hugga hvert barn sem að grætur,
mig langar það grúfi ,sig glatt mér við brjóst
og geymist þar nætur og daga,
eg veit það er fjöldanum lifandi ljóst,
þáð er lífið og veraldar saga.
Mig langar að elska hyað loftið er hreint
hvar hið lága er fallið í valinn,
hvar höfðingslundin frá hjartanu beint
vill hreinsa hvern almennings salinn,
mig langar að geislar hins guðlega valds
gleðina beri í fangi,
mig langar að fullkomnun hugar.og holds
hrasi ekki lengur á gangi.
Mig langar að svifa með söngradda-klið
í sólbjörtum vonarlifs geimuin,
Mig langar að eygja mitt andlega svið
í öðrum og batnandi heimum,
mig langar að safni hver sálarlífs eind
þeim sig’ri, sem fæðist með tárum,
mig langar að biðja um glaðværð og greind
og guðsdýrð á komandi árum.
Indo.
stofnun í uppsiíþingu. Ákveðið
hefir verið að gera tvo fossa i
ám, er mynda Laxá i Hvamms-
sveit, fiskgenga, en það eru
Hólafoss og Geirmundarfoss. Er
áætlað, að sú viðgerð kosti tvö
til þrjú þúsund krónur. Sá
kostnaður er ekki lengi að vinn-
ast upp, þegar laxinn er farinn
að ganga í ána. Á Arngerðar-
eyri var stofnað veiðifélag. Voru
stofnendur þess veiðieigendur i
Langadals- og Hvannadalsá.
Undanfarið hefir nokkur lax
gengið í þessar ár, en því inið-
ur verið veiddur í nety En nú
verður þeirri veiði hætt, og hygst
félagið að byggja klakhús við
Hafnardal á Langadalsströnd. f
Laugardag í ögurhreppi eru ágæt
skilyrði til fiskiræktar. Þar er
starfandi fiskifélag. Þar í ánni
er allstór foss niðri undir sjó.
Hafa bændur þar í nágrenninu
hug á að láta gera fossinn lax-
gengan á þessu hausti. Tals-
verður lax hefir veiðst fyrir neð-
an fossinn. og er sennilegt, að
það sé að þakka laxaseyðum,
sem Jón heitinn Baldvinsson lét
flytja í ána fyrir nokkrum ár
um. Yfirleitt er mikill áhugi
rikjandi meðal manna fyrir fisk-
friðun og aukinni fiskrækt.
■k -k -k
Undanfarna daga hefir húsa-
leigunefnd skráð húsnæðislaust
fólk í Reykjavík. Alls hafa 664
húsnæðislausar fjölskyldur gefið
sig fram. Og ennfremur voru
204 einhleypir menn skráðir
húsnæðislausir. Talið er að um
10% af þesisu húsnæðislausa
fólki séu nýgift hjón. Er yfir-
leitt álitið að þetta mikla hús-
næðisleysi stafi meðal annars af
því að húseigendur taki nú meiri
hluta af húsum sínum til eigin
afnota en áður og erT því sam-
bandi athyglisvert að óvenjulega
mörgum fjölskyldum er sagt
upp húsnæði. Sú ástæða er gef-
in af húsráðendum fyrir þessum
uppsögnum að þeir þurfi á hús-
unum að halda fyrir skyldfólk
eða venslafólk sitt. Langflestir
einstaklingarnir eru menn utan
af landi, sem dvelja hér um
stundarsakir við atvinnu. Giskað
er á að um 2600 manns sé i
þeim fjölskyldum, sem nú eru
húsviltar í bænum. Er talið að
sumt af því fólki hafi engan
samastað átt síðan 14. maí í
fyrravor. _
—Tíminn 2. sepl.
* * *
Faxaflóabátar, sem hafa selt
fisk í fisktökuskip, hafa ekki
getað stundað veiðar undanfar-
ið. Samkvæmt fisksölusamning-
num sjá Bretar einir um þessa
flutninga frá Suður- og Vestur-
landinu, en enginn fisktökuskip
frá þeim hafa verið þar að und-
anförnu. Vekur þetta að von-
um mikla óánægju fiskimanna,
þar sem íslenzk skip hafa verið
reiðubúin að sigla, en ekki feng-
ið leyfi til þess. Viðskiftanefnd-
in mun nú hafa fengið vilyrði
Breta fyrir því, að íslenzk skip
megi flytja bátafisk frá stærra
svæði en áður, en formlega er þó
ekki frá því gengið. Umboðs-
menn Breta hér munu telja, að
sá dráttur, sem hefir orðið á
komu fisktökuskipanna, muni
verða stuttur og megi vænta
þess, að fiskflutningarnir kom-
ist fljótt i eðlilegt horf. Hafi
ófyrirsjáanlegar ástæður valdið
drætti þessum.
* k k
á fundi bæjarstjórnar Reykja-
víkur í gær var samþykt að bær-
inn skyldi beita sér fyrir bygg-
ingu 100 bráðabirgðaíbúða. Sam-
vinnu verður leitað við ríkis-
stjórnina og mun sennilega
verða farið fram á að ríkið taki
á sig helming kostnaðar. Þá hef-
ir ríkisstjórnin í undirbúningi
bráðabirgðalög, sem munu m. a.
banna húseigendum að segja upp
húsnæði án leyfis húsnæðis-
nefndar, jafnvel þótt þeir ætli
að taka það til eigin afnota.
* * ★
Benedikt Tómasson læknir
hefir verið settur skólastjóri,
Flensborgarskólans í Hafnar-
firði. Mælti skólanefnd og
fræðsluinálastjóri .eindregið með
honum. Benedikt er rúmlega
þrítugur, lauk læknisprófi fyrir
þremur árum og hefir síðan
starfað við Landsspitalann og
Kleppsspítalann. Hann hefir
verið kennari við Mentaskólann
á Akureyri og Samvinnuskólann.
— Þórir Steinþórsson hefir verið
settur skólastjóri Reykholts-
skóla, en hann hefir verið þar
kennari. og ráðsmaður um all-
langt skeið. —Timinn 5. sept.
FLESK handa BRETUM
VA MILJON SVÍNA
fer að líkindum á markað
í NOVEMBER OG DESEMBER
Detta er helmingi hærri tala, en
i nóvember og desember 1939
• Meira af syínum er sent til markaðar á
þessum tveimur mánuðum, en á öðru tímabili
ársins.
Ef að svín streyma þannig á markað (með
eðlilegum þunga frá 200—210 pund) þá fer
það langt með að fullnægja þeim kröfum um
svínsflesk til Bretlands, er samið hefir verið
um.
SELJIÐ SÉRHVERT SVlN Á RÉTTRI ÞYNGD
OG RÉTTILEGA UNDIRBÚIÐ
Til frekari upplýsinga, skuluð þér ráðfæra yður við Land-
bunaðarráðunegtið i fijlki yðar, Landbúnaðarháskólann,
næsta Tilraunabú Sambandsstjórnar eða Griparæktar-
skrifstofu landbúnaðarráðuneytis Sambandsstjórnarinnar.
1481
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
Dominion Department of Agriculture, Ottawa
Honourable James G. Gardiner, Minister