Lögberg - 20.11.1941, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1941
Afdalalæknirinn
Um klukkan þrjii eftir hádegið fékk
Lance nýja heimsókn, er Linda Randall kom
inn til hans kafrjóð, másandi ögn af ákafa-
mæði og með tindrandi glampa í augum.
“Eg hefi rétt fengið frétt af því sem þér
gerðuð í g-ærkveldi — hvernig þér þeystuð
inn til þorpsins á Frosty, og hvernig þér
áttust við þá báða, Turkey og Skalla, er þeir
yður að óvörum voru komnir hingað á undan
vður,” sagði hún. “Eg á engin orð til reiðu,
er mér finnast við eiga til að tjá yður vel-
þóknan mína vegna þessa — þótt slíkt megi
virðast býsna óviðurkvæmilegt og líkast því
að eg væri óeinlæg gagnvart pabba — en eg
held þér skiljið það.”
Aftur, í annað sinn á jafnmörgum dög-
um, kom hið sjaldgæfa bros fram á andlit
Lance, er hann leit nú enn í augu henni og
hélt eitt augTiablik um framrétta hönd henn-
ar.
“Eg skil þetta,” viðurkendi hann. “Og
þótt faðir yðar geri ekki svo nú sem stendur,
þá er eg sannfærður um, að fyr eða síðar
opnist hugarsjón haus fyrir því. ”
“ó, eg — eg vona það,” samsinti hún.
“1 gær sendi hann mig í fárra daga heirn-
sókn til vinafólks okkar — mér datt þá ekki
í hug hvers vegna. Hvernig líður Mr. Mac-
Veigh?”
“Honum er mikið að skána. ”
“Það gleður mig.” Hún hinkraði við
eitt augnablik, sneri svo fram að stiganum
meðan hún lét á sig vetlingana. “ Jæja, ver-
ið þér sælir, hr. læknir,” mælti hún enn titr-
andi rómi, brosti til hans og var þegar
horfin.
Lance stóð kyr í sömu sporum og starði
á eftir henni andartaksstund. Hana langaði
til að segja eitthvað meira við liann, en
hætta við það. Eitthvað fleira lá á huga henni
en aðeins afstaða, ioður hennar gagnvart
þessum banaráðum við Mr. MacVeigh. Hann
gekk yfir að framglugganum, til að yfir-
væga hana í 'köðlinum, þar sem hún átakan-
lega nettvaxin reið með höfðingsbragði í
hægðum sínum út eftir götunni.
Nú opnuðust dymar á ný og í þeim birt-
ist Dave Randall. Lancé til undrunar var
hann með breitt bros á andlítinu. Hann
þrammaði inn í stofuna, stanzaði til að láta
hurðina gætilega aftur á eftir sér, kastaði
sér svo niður í stól og sat þar hálfboginn
með Jiossandi herðum í þögulli hláturs-
hviðu. Brátt leit hann upp aftur, þerxaði
tárin úr augunum og starði glettnislega
framan í Lance.
“Svei mér þá, læknir, ef þér eruð ekki
verri en suðandi mývargur, þegar maður
reynir að sofa,” hrópaði hann. “En eg
hefi ekki í marga mánuði náð að hlæja svona
ánægjulega — jafnvel þó það nú sé á minn
eiginn kostnað. Þarna þjótum við allir út
á engi, til að' slökkva eldinn, er þar bálaði,
og skiljum yður ' eftir hjá Slim Linegran,
sem álitinn er að vera eins harður í horn að
taka eins og nokkur annar nautariddaranna
hér. Og komum svo aftur að honum hrjót-
andi eins og fjörutíu-mílna-á-klukkutíma-
gjólu, en yður horfinn—og það með Frosty.”
“Eg vona að eldurinn hafi ekki valdið
miklu tjóni,” mælti Lance.
“Nei, okkur hepnaðist að hefta hann —
en mér þætti þó vænt um að geta haft hend-
ur í hári þess náungans, hver sem það var,
er kveikti bálið. Engið er að verða sprek-
þurt, en svo eigum við von á að snjór legg-
ist yfir nú hveni daginn sem er. Og er eg
nú kem til bæjarins segja þeir mér hér, að
þér hafið komið heim ríðandi á Frosty fol-
anum, tömum eins og lambi. Sv’b virðist,
la»knir, sem þér séuð töluvært vænlegur reið-
maður. ”
“Frosty er mjög vænlegt reiðhestsefni. ”
“Geðjast vður að honum?”
“Hver myndi ekki dást að folanum?”
Randall gretti sig brosandi.
“ Jæja, en eg gæti bent yður á allmarga
svokallaða hestamenn, sem reynt hafa að
sitja á baki apalrauðs, og af orðalagi þeirra
að dæma, eftir að þeir stuinruðu á fætur til
að dusta af sér göturykið — ja, þá virtist
þeim hann ekki beinlínis aðlaðandi. Eg var
að'ala hann til nautsmala veðreiðanna í þeirri
1 rú að hann vræri ekki til neins annars nýtur.
Nú hafið þér gert liann óhæfan til slíks, svo
þér mættuð þá eins vel hafa hann. Þér eruð
eini maðurinn, sem á honum fær setið. Hann
sé nú yðar eign.”
Lance starði á hjarðbóndann eitt augna
blik, dyljandi undrun sína bak við svipleysis-
grímu á andlitinu. Kinkar svo kolli og ber
fram þökk fyrir gjöfina.
“Yerði yður að góðu. Eíg tel yður hafa
unnið fyrir henni,” svaraði Randall og
spurði svo: “Hvernig líður MacVeigh nú í
dag?”
“Hann er að koma til.”
“Jæja, með yður til eftirlitsins undrar
mig það ekki. — En meðal annara orða, þá
heyri eg yður nefndan Prescott. Ef til vill
er það ástæðan til þess, hvað mér kom svip-
ur yðar kunnuglega fyrir um daginn. Nokk-
ur ættartengsl við Gunning Prescott?”
“Hann var faðir minn.”
“Mig grunaði það. Yður svipar mjög
til hans — þrár eins og múldýr. Hann var
bezti vinurinn minn — og bitrasti óvinur. Og
svo komið þér hingað aftur á fornar stöðvar,
þar sem öll vandræðin áttu upptök sín. ”
“Svo virðist sem eg hafi mér ósjálfrátt
leiðst hingað.” Lance gekk yfir að glugg-
anum, starði út um hann eitt augnablik, kom
svro aftur til gests síns, og mælti ennfremur:
“Eins og þér skiljið kemur mér alt þetta
stríð milli ykkar hér fyrir sem fásinna ein
og einhver misskilningur. Þið voruð fjórir
nágrannar hér — góðir vinir. Svo allir
fjórir sem bitrir óvinir. Pabbi er nú dáinn
fyrir mörgum árum. Sömuleiðis Danny
Darrel. En þér og MacVeigh enn lífs hér og
nábúar. Þið ættuð að vera vinir.”
Skuggasvip brá fyrir á andliti Randalls
er hann svaraði:
“Til slíks eru lítil líkindi.”
“Hví ekki? Eða rekur bannfæring
Danny Darrells ykkur enn út í vandræði, eins
og okkur hin?”
“Hvað vitið þér um bölbænirnar! ”
“Margt. Danny Darrel bannfærði
yður — og Reese MacVegih — og pabba.
Hann kvað óbænir sínar myndi fylgja ykkur
öllum þremur til dauðadags og öllu skyldu-
liði ykkar — að vandræði og dauðinn myndi
elta hvem sérstakan meðlim þess til síðustu
stundar — dauði og smánarorð. Jæja, lítum
svo á hvað skeð hefir. Þér hafið verið efna-
lega happasæll, og hvað hefir það fært vður?
Sonur yðar hverfur —”
“Myrtur!” urraði Randall.
“Ef til vill. En hvað um það? Er það
ekki eitt ólánið. Dóttir yðar þjáist af hug-
arangri—”
“Hvað kemur yður til að halda það ?”
“Hví að þræta um það? Hún vill ekki
vita af föð'ur sínum sem morðingja. En að
því stefnir.”
Randall þaut á fætur, en kastaði sér
niður aftur með sollnar æðar um háls og
enni. *
“Þangað mun leiðin stefna, svo lengi
sem banamenn Sams leika eins og úlfar laus-
um hala hér um,” sagði liann gremjulega.
Lance ypti öxlum.
“Hafið það eins og yður þóknast. A
oinu ætla eg að taka yður vara — þér eruð
að leita vandræðanna, og á þeim mun enginn
hörgull verða, heldur miklu fremur meira
hér um hjarðahæðimar, á þessum vetri, held-
ur en nokkurn nú grunar.”
“Skuggi Danny Darrells að sveima hér
um, líklega?” sagði Randall glottandi.
“Hver eruð þér að vera með slíkt hjal?”
“Má vera að þetta hljómi skringilega í
yðar eyrum, en það var bannfæringin, sem
hratt mér aftur hingað. Þér trúið því ekki,-
og varúðarhvöt mína hafið þér að engu.”
Randall stóð á fætur og gekk fram að
dyrunum. Þar sneri hann sér við.
“Ef til vill geri eg það,” sagði hann.
“Bf til vill ekki. Hver faðir yðar var breyt
ir í engu tilliti afstöðu minni. Eg borga
skuldir mínar, hr. læknir, eins og þær birt-
ast mér. Sem ekki heldur breytir neinu.” .
Tveim dögum seinna kom Dave Randall
aftur, og með engin hlátursmerki á andlit-
inu í þetta sinn. Heldur virtist það nn dreg-
ið og ellilegt.
“Heyrið, læknir, það munu því miður
engin líkindi til þess að þér getið sagt mér
hvar eg eigi að leita dóttur minnar?” sagði
hann formálalaust.
“Ó-nei,” viðurkendi Lance og fanst
alveg eins og einhver kulda-andi læddist um
herbergið, utan af strætinu. “Látum okkur
nú sjá: fyrir tveimur dögum staldraði hún
hér við dálitla stund, rétt áður en þér heim-
sóttuð mig. Síðan hefi eg ekkert af henni
frétt.”
“Eg ekki heldur. Svo virðist sem þér
hafið verið seinasti maðurinn til að tala við
hana — og svo mintust þér á það við mig,
að margskonar vandræða mætti eiga von
hér um slóðir á þessum vetri. Þér ættuð að
gera mér nánari grein fyrir því.”
“Að skýra það, er nógu auðvelt. Ilver
einasti óblindur maður getur séð hvert þessi
andúðarvofa milli yðar og MacVeighs stefnir
á harða brokki. Við það átti eg — hafandi
einnig í huga bölbænir Danny Darrells—”
“Þarna byrjið þér aftur,” hrópaði Ran-
dall gremjulega. “Eg hefði haldið, að mað-
ur með yðar dómgreind væri hafinn yfir
slíkan hégóma.”
“Það myndi eg líka halda — ef eg hefði
ekki þreifað á honum,” viðurkendi Lance.
“Eg er að reyna til að ná fyrir rætur þessa
orðróms — til*þess að fá skilið í hverju áhrif
bölbænanna er fólgin. En hvað Lindu
snertir, þá legg eg heiður minn í veð fyrir
því, að mér sé algerlega ókunnugt um hvar
hún nú er niður komin. Hún bara reið upp
götuna út úr bæuum.”
Ahyggjusvipurinn birtist nú aftur í aug-
um hjarðbóndans. En rödd hans var þó
mildari er hann mælti:
“Eg veit að henni geðjast ekki að -—
sumum aðgerðum mínum. Kvenfólk hefir
venjulegast engan sliilning á slíkum efnum.
En henni þykir vænt um mig —• og eg get
ekkert skilið í því, hví hún ekki kemur heim.
Eg gerði ráð fyrir, að hún hefði farið í heim-
sókn til vinstúlku sinnar — en spora hennar
sjást engin merki neinsstaðar. Ekki eins
einasta spors, segi eg yður. Mér er órótt
í huga hennar vegna, Prescott. Bg var að
brjóta heilann um það, hvort hún hefði ef
til vildi sagt' eitthvað við yður um fvrir-
aúlanir sínar—”
Lance liristi stillilega höfuðið, eins og
annars hugar. En mintist þá hiksins, er kom
á Lindu áður en hún að lokum fór út, án
þess þó að segja hvað á huga hennar lægi,
og með hve mikilli hægð hún reið niður veg-
inn út undir kuldalegt rökkurtjald grá-
brýnds haustdagsins. Og svo, að því er
virtist, inn í huliðsheim fjallageimsins.
Næsta dag var fréttin um hvarf Lindu
Randall á livers manns tungu, og þvínær
hver einasta manneskja í Windspur lét opin-
berlega í ljós hrygð sína út af henni. Hópar
leitarmanna voru sendir í allar áttir — og
nokkrir þeirra, er riðu út um auð'nina, komu
aftur með áhyggjusvip og hristu höfuðin.
Nú var meira en hálft ár liðið síðan Sam
Randall liafði horfið með leyndum hætti —
myrtur, að því er Dave Randall hélt, af
Reese MacVeigh eða að lians tilhlutan. Og
þaðan hafði sprottið og þróast hinn bitri
haturs og morðsandi, sem nú hélt afdala-
bygðinni í heljarklóm sínum.
En Dave Randall var jafnvel ekki sá
eini, sem gat þess til, að MacVeigh gæti hafa
átt einhvern þátt í þessu. Það var alkunn-
ugt, að dóttir Randalls var óánægð út af
stefnu þeirri er hann fylgdi, og að út at’
þessum seinustu viðburðum hefði hugur
liennar hneigzt til samúðar við MacVeigh
fólkið. Og hve einlæga hrygð og áhvggju
Reese MacVeigh lét í ljós er hann frétti um
livarf stúlkunnar, var Lance næg sönnun um
það, að hann gæti engan þátt oða vitneskju
hafa haft um þessa atburði.
“Hún hefir verið næstum eins og mín
eigin dóttir,” sagði hann raunalega. “Hún
og Mavig hafa verið beztu vinstúlkur. En
það er eins og einhver fítungs-andi sé á
sveimi liér um alla bygðina upp á síðkastið
—eitthvað, sem setur hroll að manni.”
Reese MacVeigh hafði náð skjótum aft-
urbata seinustu fáa dagana. Eins og hann
komst sjálfur að orði, gat ekki aðeins eitt
skammbyssuskot haldið honum lengi í lama-
sessi.
Lance hafði riðið út með leitarliðinu.
Auðvitað gat Linda hafa af eigin livöt farið*
eitthvað burtu, og líklega gert það. En svo
gat hún líka hafa orðið fyrir einhverju slysi
úti í eyðilegum afkima þessa hrjóstur-
lands, er svo virtist sem gleymst hefði—”
Eins og á stóð hafði Lanee um nóg ann-
að að hugsa. Eftir þrjá drungalega kulda-
daga skein sólin nú aftur í heiði og hýrgaði
alt með heitum geislum sínum.
“Þetta mun eklri vara lengi,” spáði
Reese MacVeigh. “Eiftir einn eða svo sól-
arhring fáum við líklega beljandi liríðarbyl
— nú er slík árstíð gengin í garð. Og þegar
veturinn legst á hér um afdalina — þá sýnif
hann enga vægð. Þess vegna bið eg yður
að koma mér í dag út á mitt eigið heimili,
áður en veturinn nær mér hér. Eg get ekki
gert mig ánægðan með að vera þá hér inni
í bæ.”
Á t t u n d i Kapítuli
Lance hafði samsint flutningnum. Mac-
Veigh gat að líkindum þolað ferðina án þess
að hljóta mein af. 0g ef til vildi gat honum
líka liðið betur heima hjá sér heldur en í
þorpinu, einkum er vetur legðist nú fljótlega
yfir.
Ferðin varð nú auðvitað að gerast á
fjalavagni. En með vel-þykku heylagi á
vagnkassa-botninum og MacVeigh vel vafinn
í ullarteppum, ætti hann að geta komist
þrautalítið heim til sín. Til þess að sjá um
að hann yrði ekki að þola óþarflega mikinn
hristing og kast til og frá ætlaði Lance að
keyra sjálfur hestana, er fyrir fjalavagninn
væri beitt.
Ferðin var ákveðin þá eftir hádegið, og
Mavis liafði riðið heim á undan, til þess að
hafa alt þar til reiðu fyrir föður sinn. Veður
var liið ákjósanlegasta. Um hádegið var
glaða sólskin með hita, ekkert ský sjáanlegt
í lofti og enginn andvari bærandi á sér.
Undir umsjá læknisins var MacVeigh
borinn niður á bedda og komið vel fyrir í
vagnkassanum, en Lance keyrði þegar á stað
út úr þorpinu.
Það var fimtán mílna vegalengd út til
Broken Chain og myndi taka þvínær allan
eftirmiðdaginn að komast þangað. I^ance
liafði allan fyrri hluta dagsins verið í ann-
ríki við læknisstörf sín — athafnir, sem
hann gerði sér í hugarlund, að koma myndi
fólkinu til að draga pung á augu og verða
óðamála af ofboði, ef það vissi hvað hann
hefði verið að liafast að. Og kaldhæðnin í
þessu var sú, að öllum hlaut að verða það
bráðlega ljóst.
Jæja, hann hafði gert hvað hann gat —
alt, sem honum var mögulegt þá að gera í
því efni. Hann hafði allmörgum dögum
áður sent frá sér skyndipöntun um meðala-
forða og hjúkrunartæki, og þessa átti hann
von með pósti hvenær sem var. Hefði hann
haft þessar meðala- og aðrar birgðar hand-
bærar þegar frá byrjun, gæti hann hafa fram-
kvæmt meira þá til bráðabirgða. Þar eð
hann g-at framkvæmt svo lítið án þessa, þá
var, eins og á stóð, betra að bæjarfólkið
vissi ekkert um hina hræðilegu vofu, er lædd-
ist um bak við hinar lágu hæðir sjóndeildar-
hringsins og starði rauðum augum úr glott-
andi dauðans ásjónu niður yfir Windspur-
þorpið. Ótta-æði hefði aðeins gert vont verra.
Homun til undrunar mætti Mavis þeim
rétt utan við bæinn, ríðandi á harðastökki,
með langa rykslæðu í eftirdragi, en nam svo
staðar fast við vagnhliðina og brosti niður
til föður síns.
“Alt gengur ágætlega,” sagði liún. “Og
eg myndi nú vissulega, væri mér boðið,
staldra við stundarkorn og setjast í vagninn
til að tala við tvo heiðursmenn þar áður en
eg riði í skyndi heim aftur.”
“Það þarf enga endurtekning slíkrar
bendingar um tilboðið, Miss MacVeigh,”
lirópaði Lance og þreif ofan hatt sinn. “Ekk-
ert gæti verið okkur ánægjulegra, eða sjúkl-
ingnum liollara, en að þér keyrið með okk-
ur á vagninum nokkurn spöl.”
Hlæjandi steig hún af baki, batt liest-
inn aftan í vagninn, klifraðist léttiiega upp
vagnhjólið, og í sætið, áður en Lance fengi
færi á að rétta henni styðjandi liönd. Hún
var nú létt í lund, með föður sinn á góðum
batavegi, og á heimleið. Vandræðasvipur-
inn, sem ávalt virtist læðast um í djúpi
augna hennar, duldist nú að mestu.
“Mér þykir æfinlega vænt um að komast.
burtu frá Windspur,” sagði hún í feginstón.
“Það er eins og allur auðnarsvipurinn um-
vefji bæinn — en Broken Chain er mér eins
og paradís eftir dvöl í þessari eyðimörk.
Mér er það óskiljanlegt hvernig snjall læknir
eins og þér gat rifið sig upp og flutt í
slíkan stað eins og Windspur — þótt okkur
væri dauðans nauðsynlegt að fá lækni hing-
að, og eg mun aldrei liætta að vera yður
l>akklát fyrir að koma einmitt þegar mest
lá við — og gera það sem þér þá gerðuð.”
“Mér þykir vænt um að eg skyldi geta
komið á réttri stundu hingað, hvort sem
var,” sagði Lance og breytti um samræðu-
efnið.
“Jæja, eg ætti að komast heim á leið
aftur,” sagði Mavis bráðlega. “bara til að
fullvissa mig um, að alt sé þar til reiðu, eins
og vera ber. Þér virðist, læknir, hafa góða
stjórn á keyrsluförinni. ”
Svo var liún óðara þotin á stað í þykkum
rykmekki, en leit skynclilega aftur til þeirra
og veifaði áður en liún hvarf fyrir bugðu á
brautinni.
Til hliðar öðru megin vegarins var all-
stór á — Stórablanda var hún kölluð, þótt
nú væri hún krystalstær, hér og þar með
djúpum hyljum, sem virtust mætti hafa að
geyma silungs mergð. Þarna lá vegurinn í
bugðum meðfram lágum hæðum á aðra hönd,
en ánni liinu megin undir þverliníptum bökk-
um — alt frá 10 til 100 feta háum yfir lienni,
eftir því sem vegurinn lippaðist um laut og
hól uppi á þeim. Stórablanda var þarna
töluvert vatnsfall, slíkt, sem nokkrum hundr-
uðum mína auátar hefði verið nefnt fljót.—
Reese MacVeigh sperti upp eyrun, er
vagninn hröklaðist fram um veginn, og leit
yfir landslagið umhverfis sig, úr vagnskassa-
s.júkrabeð'num að sjá.
“Hér um bil, sex mílur nú að fara,”
sagði hann í ánægjutón. “Eg kannast við
hvert fet á þessum vegi — hefi sannast að
segj legið hér með aftur augun og getað átt-
að mig á hverjum bletti haíis af að hlusta á
hjólaskröltið, eða hljóminn þegar við fóruin
yfir sérhverja lækjarbrú, eða af árniðnum
hér fyrir neðan.”