Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Coí' Servioö and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines O.o’t aoA , vte< 4 D2 et* Nfí^* For Better Dry Cleaning and Laundrv á4. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1941 NÚMER 48 Rt. Hon. Ernest Lapointe, dómsmálaráðherra sambandsstjórnar látinn RT. HON. ERNEST LAPOINTE Bretar hefja f dögun á þriðjudaginn 18. nóv., hófu Bretar leiftursókn gegn öxulríkja hernum í Norður- Afríku, í þeim tilgangi, að mynda aðrar vígstöðvar og þann- ig draga úr krafti öxulríkjanna á Sóvíet-vígstöðvunum og í öðru lagi til að hreinsa ítali og Þjóð- verja alveg burt úr Norður- Afríku. Og að lokum, berja svo á ítölum að þeir hröklist alger- lega úr stríðinu. Þegar Bretar eru búnir að ná yfiráðum á suðurströnd Miðjarðarhafsins geta þeir bygt flugvélastöðvar í nálægð við ítalíu og þannig gert stöðugar loftárásir á það land. Bretar hafa verið að undirbúa sig s.l. 5 mánuði á þessum stöðv- um, og eru nú í fyrsta skifti eins vel vopnum búnir og óvin- irnir, og er það mikið Banda- ríkjunum að þakka, því flutn- ingsskip þaðan hafa komið jafnt og þétt gegnum Suez, hlaðin skriðdrekum, sprengjuflugvéluin, byssum og öðrum hergögnurh, og er þetta í fyrsta sinn sem séð verður hvernig Bandaríkja her- gögnin reynast. Bretar hafa safnað þarna að sér 750,000 manna her, þeim stærsta, sem nokkurn tíma hefir sézt í Norður Afríku; menn þessir eru úr flest- um löndum Bretaveldis: Canada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður- Afriku, Indlandi og Brezku eyj- unum. Sókn þessi er undir forystu Lieut. General Sir Allan Cun- ningham; en sjóher Breta, sem veitir landhernum öflugan stuðn- ing með því að skjóta á víg- Ráðuneyti Hermanns Jónassonar fer áfram með völd Stjórnarfarið á fslandi hefir verið ærnum erfiðleikum bund- ið upp á síðkastið, eins og ráða má at' þvi, að ráðuneyti Her- manns Jónassonar baðst tvisvar lausnar með skömmu milibili; i seinna skiftið þann 6. þ. m., eftir að frumvarp Framsóknarflokks- ins í sambandi við dýrtíðarmál- in, var felt í þingi, að því er símfregnir frá Reykjavík herma; nú hefir þó þannig ráðist úr, að þingi hefir verið frestað fram um miðjan febrúarmánuð næst- komandi, og hefir stjórnin, fyrir tilstilli ríkisstjóra, gengist inn á að fara með völd að minsta kosti til þess tíma. —------V------- Sir Wilfred Lauriers minst Fyrir hundrað árum siðan fæddist i Canada einn af mestu leiðtogum þjóðarinnar, Sir Wil- fred Laurier. Hundrað ár er langur tími í sögu ungrar þjóð- ar, en margir Canadamenn, sem eru enn á bezta aldri eiga ljós- ar og lifandi endurminningar um hinn mikla Laurier og undr- ast að hundrað ár skuli vera lið- in frá fæðingu hans. Þann 20. þ. m. fóru fram hátíðarhöld í litla þorpinu St. Lin, þar sem hann var fæddur. Forsætisráð- herrann, Mr. Mackenzie Kjng, sem var sem uppeldissonur Sir Wilfreds var viðstaddur. Það var aðeins einn skuggi yfir þess- ari athöfn: fjarvera annars mik- ils Canadamanns, Rt. Hon. Ernest Lapointe, sem nú ligg- ur fyrir dauðanum i Montreal. sókn í Lybíu stöðvarar á ströndina og varna her og hergagnaflutningi óvin- anna frá Evrópu, er undir for- ystu bróður Sir Allans, Admiral Sir Andrew Cunningham. Bræð- ur þessir eru orðlagðir fyrir her- kænsku og harðfylgi. Leiftursókn þessi kom auð- sjáanlega óvinunum á óvart og fyrsta daginn komst herinn 50 mílur áleiðis, án þess að mæta mikilli mótpsyrnu. Varnarlið Tobruk, sem haldið hefir víg- inu í 7 mánuði eða síðan 7. apr-íi, braust út úr umsátrinu s.l. föstu- dag og síðan hefir æðisgenginn bardagi haldið áfram suðaustur af Tobruk. Fréttir eru mjög þokukendar en það virðist sem óvinirnir veiti nú meira viðnám en búist var við. Sagt er að í fyrstu hafi þetta verið að mestu skriðdreka bardagi, en nú er farið að tefla fram fótgöngu- liðinu; mannfallið á báðar hliðar kvað vera ægilegt, því þarna eru engar skotgrafir né önnur varn- arskýli. Nazistar berjast eins og djöfulóðir menn, ítalir aftur á móti ekki eins harðskeyttir. Bretar hafa enn yfirburði í loftinu en Nazistar eru nú að auka flugvélakost sinn og senda altaf flutningsflugvélar og svif- flugur hlaðnar hergögnum og mannafla til Lybíu. Þrátt fyrir sterka mótspyrnu, hefir Bretum tekist að ná á sitt vald', Bardia og fleiri borgum, en þeir láta þess jafnframt getið, að land- vinningar sé ekki aðalatriðið, heldur hitt, að tortíma hersveit- um óvinanna og hergögnum þeirra. Frá austurvígstöðvum Þjóðverjar hófu í lok fyrri viku eina árásina enn á Moskva, þar sem mælt er að þeir hafi haft á að skipa sex hundruð þúsundum vígra manna, auk skriðdreka, sem staðhæft er að numið hafi þúsundum; svo er að sjá af nýjum símfregnum, að Þjóðverjúm hafi unnið nokkuð á í sókn sinni að Moskva að norðan og sunnan; segja sim- fregnir frá Ankara á Tyrklandi, að þeir sé, á ónefndum Stað, að- eins um átján mílur frá borg- inni; þetta viðurkenna rúss- nesk hervöld ekki, þó þau játi að þýzkum hersveitum hafi á einstöku stað skilað litillega á- fram. Á hinn búginn hafa Rúss- ar hrakið Þjóðverja stórvægilega ■til baka í Donár-héruðunum, og eins á vígstöðvunum við Lenin- grad. -------y-----— Weygand General Maxime Weygand, yfirhershöfðingi franska hersins í Norður-Afriku var kvaddur heim s.l. viku af Marshal Petain og sviftur embætti sínu. Wey- gand hefir altaf verið talinn þröskuldur í vegi fyrir þvi, að Hitler næði tangarhaldi á ný- lendum Frakka í Norður-Afríku, því þar er öflugur her, sem var undir stjórn hans. Með aðstoð Pierre Lavál er nú talið að Naz- istar taki til sinna ráðstafana þar suður frá. Bandaríkin létu vanþóknun sina í ljósi á þessari uppgjöf Petains við Nazista, með því að banna sölu og flutning á vörum til hinna frönsku nýlenda, því eins og koniið er, er eins víst að þær myndu lenda í hönd- um Nazista. Hjálmar Björnson á leið til islands Þær fregnir hafa Lögbergi nýverið borist, að Hjálmar Björnson, elzti .sonur þeirra Mr. ogi Mrs. Gunnar B. Björnson i Minneapolis, Minn. sé lagður af stað til íslands |til þess að hafa þar með höndum fyrir Bandaríkja- stjórn yfirumsjón ineð láns og leigu ílöggjöf Banda- ríkjaþjóðarinnar varðandi fsland. Hjálmar var um nokkurt s k e i ð einkaritari sena- tor Shipsted frá Hjdlmar Björnson Minnesota, en er nú i þjónustu landbúnaðarráðu- neytisins i Washington. Fulltrúar fslands, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Vilhjálmur Þór og Björn ólafsson, sem dvalið hafa í Bandaríkjum fyrir hönd ís- landsstjórnar, hafa nú komist að viðskiftasamningum fyrir ís- lands hönd við Bandaríkin, er hafa verið undirskrifaðir at’ Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkja, og Thor Thors, sendiherra íslands; samningar þessir hljóða upp á 25 mi^ónir dala. Eins og vitað er, gengust Bret- ar inn á að kaupa af fslending- um svo að segja alla fiskfram- leiðslu íslands; nú hefir svo skipast til, að Bandarikin láta fiskkaup þessi koma undir láns og leigu aðstoð þeirra við Breta, ng greiða sjálf fslendingum and- virði fiskframleiðslunnar. Með Hjálmari fer til íslands amerískur yfirskoðunarmaður, er aðstoðar hann í hinu nýja og vandasama starfi. Hjálmar Björnson er, éins og hann á kyn til, gáfumaður mikr ill og drengur góður; hann er útskrifaður af háskóla Minne- sota ríkis, eins og systkini hans öll. --------V--------- Sitt úr hverri áttinni Fyrir nokkru kom gamall Norðmaður í matsöluhús í Berg- en. Hann var líkur Neville Chamberlain í sjón; það var rigning, svo hann hafði regnhlíf eins og gamli Chamberlain. Inni í matsöluhúsinu voru margir þýzkir hermenn að drekka bjór; þegar þeir komu auga á gamla manninn með regnhlífina var þeim mjög skemt, kölluðu hann Mr. Chamberlain og hlógu mik- ið. Gamli maðurinn þagði og drakk bjórinn sinn. Þegar hann hafði tæmt glasið, þá stóð hann á fætur, steig upp á stól, spenti upp regnhlífina og steypti sér af stólnum og sagði: “Rudolf Hess.” Núzistarnir hættu að hlæja og fóru skömmustulegir út. w « w Lækkun framleiðslunnar á þvottavélum ofan í 75 prósent af framleiðslu ár<úns 1940, mun á tólf mánuðum spara svo mikið stál til hergagna, að hægt verð- ur að byggja úr því 350 “yni- versal Carriers”, nóg aluminum fyrir 30 “Hurricane” flugvélar og nóg togleður fyrir 100,000 gas- grímur. * * * Sagt er að margir þýzkir her- menn séu illa útbúnir gegn frost- hörkunum á Rússlandi, sumir hafi klæðst kvenloðkápum og öðrum bráðabyrgða fatnaði. Canadiskar hersnekkjur láta til sín taka Flotamálaráðherra sambands- stjórnar, Mr. Macdonald, gerði heyrinkunnugt á þriðjudaginn, að tvær canadiskar hersnekkjur, Chambly og Moose Jaw, hefði ný- verið sökt í Norður-Atlantshafi þýzkum kafbát; varð Chambly fyrst var kafbátsins, og varpaði að honum djúpsprengjum; kom hann þá upp á yfirborð, og sætti snarpri skothríð frá hinni her- snekkjunni, Moose Jaw. Lauk viðureign þessari með því, að kafbátnum var sökt, en áhöfnin, 47 að tölu, var tekin til fanga. -------V---------• Hon. N. W. Rowell látinn Þjóðkunnur lögmaður og stjórnmálamaður, Hon. N. W. Rowell, lézt að hehnili sínu í Toronto 22. þ. m., 74 ára að aldri. Hann var um eitt skeið foringi Liberal flokksins í Ont- ario. Síðan varð hann hægri handar maður Sir Robert Bor- dens í ráðuneyti hans. Hann átti mikinn þátt í “Statute of Westminster.” Árið 1936 varð Mr. Rowell há- yfirdómari í Ontario og ári seinna formaður Rowell-Sirois nefndarinnar, sem skipuð var til þess að rannsaka samböndin milli fylkjanna. -------V--------- Elzta lýðrœðisþjóðin og mesta lýðrœðisþjóðin Dagurinn i gær var merkis- dagur í sögu íslenzkrar blaða- mensku, því þá höfðu íslenzkli' blaðamenn í fyrsta skifti tæki- færi til þess að fagna starfs- bræðrum sínum frá Stóra-Bret- landi. i árdegisveislu þeirri, sem ís- lenzkir blaðamenn héldu í gær að Hótel Borg, að tilhlutun rík- isstjórnarinnar, fyrir hina brezku og aiherísku blaðamenn, sem hér eru staddir, kom það greinilega í ljós, að hinir erlendu gestir voru alshugar glaðir yfir komu sinni hingað, að þeim finst hér margt frásagnarvert, og þeir vilja vinna að því, að land okk- ar verði kunnu,gra umheiminum, en það hingað til hefir verið. Um 50 manns sátu árdegis- véislu þessa. Mun óhætt að segja, að hún hafi verið ánægju- leg bæði erlendum og innlend- um. Árni Jónsson frá Múla bauð gestina velkomna í nafni ís- lenzkra blaðamanna. Kvað hann sér sérstaka ánægju að því að fagna hinum erlendu blaðamönn- um vegna þess, að hann hefði verið einn í hópi þeirra íslenzku blaðamanna, sem farið hefðu til Englands nú i sumar. Myndi Bretlandsförunum öllum verða sú för ógleymanleg, bæði vegna þess, hvað þeir hefðu hlotið al- liðlegar viðtökur og eins vegna þess, að þeir hefðu fengið tæki- ifæri til þess að ferðast nokkuð um landið í fegursta sumar- skrúða. Kvaðst hann vona, að þótt íslenzk veðrátta væri dutl- ungafull, þá gæfi erlendu blaða- mönnunum vel á ferð sinni um landið. —Þótt heimsókn hinna erlendu blaðamanna væri auðvitað fyrst. og fremst í því skyni gerð, að kynnast aðstöðu hinna erlendu herafla í landinu, hélt Á. J. á- fram, kvaðst hann vænta þess, að blaðamönnunum þætti einnig fróðlegt að kynnast þjóðinni að nokkru eftir því sem tök væru á. ísland væri um þessar mund- f gærmorgun lézt á sjúkrahúsi í Montreal, Rt. Hon. Ernesl Lapoinlte, dómsmálaráðherra sambandsstjórnar, rúmlega 65 ára, einn hinn inikilhæfasti maður canadisku þjóðarinnar sinnar saintíðar; hann hafði leg ið rúmfastur í tiu daga. Mr. Lapointe var hiklaust mestur á- hrifamaður Quebec-fylkis siðan Sir Wilfrid Laurier leið, og var mestan þingferil sinn þingmað- ur fyrir East Quebec kjördæmið; en það var kjördæmi Sir Wil- frid. Þegar frjálslyndi flokkurinn, undir forustu W. L. Mackenzie King, kom til valda 1921, gerðist Mr. Lapointe fiskiveiðaráðherra, en var þremur árum seinna val- inn til þess að veita forystu ir oftar nefnt í fréttum út um lönd en nokkru sinni fyr í sögu þess. Ástæðan væri hin land fræðilega lega landsins, eins og öllum væri kunnugt um. Land- iðvsjálft væri orðið þýðingar- mikið í málefnum heimsins. Hinsvegar væri þjóðin, sem það bygði svo lítil, að áhrifh henn- ar myndi sennilega aldrei gæta að marki þar sem alþjóðamáluin væri ráðið. Kvaðst hann telja sennilegt, að fsland hefði verið í heimsfréttunum um þessar mundir, þó það hefðj verið ó- i>ygt- —En þótt þessi þjóð væri lítil, gæti samt verið fróðlegt fyrir hina erlendu gesti að kynnast henni. Nú stséði yfir hin harð- asta barátta fyrir lýðræðinu í heiminum. Hann kvaðst halda því fram, að íslendingar væri í rauninni mesta lýðræðisþjóð dómsmálaráðuneytinu; gegndi hann því embætti jafnan síðan, er frjálslyndi flokkurinn fór með völd, og naut vaxandi þjóð- hylli með ári hverju. Þeir Mr. Lapointe og Mr. King, voru eins og fóstbræður, er engin öfl önn- ur en dauðinn, gátu aðskilið; var Mr. King tíðförult til sjúkra- hússins, þar sem vinur hans lá banaleguna. Mr. Lapointe var höfðinglegur maður ásýndum, og drengilegur yfirlits; hann var mælskur, og fyltist jafnan aukn- um eldmóði, því lengra sem leið á ræður hans. Mr. Lapointe lætur eftir sig ekkju, ásamt tveim börnum, syni og dóttur; gegnir sonurinn um þessar mundir foringjastöðu í canadiska hernum. heimsins. Ætti hann ekki ein- ungis við það, að hér væri elzta löggjafarþing, sem um væri vit- að, og ekki heldur það, að stjórn- arskrá okkar vræi bygð á frelsi og jöfnuði, heldur fyrst og fremst hitt, að öll bygging þjóðfélags- ins væri í anda þess lýðræðis, sem nú væri barist fyrir. Hér væri minni stéttamunur en í nokkru öðru landi a. m. k. hérna megin Atlantshafsins. Arfgeng forréttindi þektust hér ekki. Þessvegna væru hér miklu minni félagslegar tálmanir en annars- staðar. — Ef einkenna mætti ís- lenzku þjóðina i tveimur orðum, þá væri það með frelsisást henn- ar og “d'emokratiskum” háttum. Forfeður okkar hefðu komið hingað vegna þess, að þeir hefðu ekki viljað beygja sig undir ok harðstjórnarinnar. Þeir hefðu (Framh. á bls. 8) Tears Tears I have shed as the dim shadows thicken Tears in the white of my pillow’s soft arms When soft footed sleep creeps away in the darkness, And night and a memory weave dreaded charms. Tears I have felt when great beauty struck me My soul understood, but my tongue could not speak. Tears of impotency — feelings of rapture A prayer on my lips for the knowledge I seek. Tears I have known when some careless word spoken Re-opened old wounds, made them tingle and smart Tears for a broken faith-dreams long since shattered, Tears of regret are the tears of my heart. Lenora A. Johannson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.