Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27* NÓVEMBER, 1941 t Vancouver Samkomuerindi efiir séra Rúnólf Marteinsson, “þá hugsjónir íæðast fer hitamagn um önd, þá hugsjónir rætast fer þrumurödd um lönd. Pví gæt þess vel sem göfgast hjá þér finst og glæddu vel þann neista sem liggur inst.” GuOm GuOm. Flesitir þeirra, sem hér koma saman í kvöld eiga heima í einni stærstu, athafnaríkustu og unaðslegustu borg Canada. Að- eins tvær borgir eru mannfleiri en hún í þessu landi: Montreal og Toronto. Hvað er að baki? Hver “vann hér svo að með orku?” Fyrst og fremst sá, sem skapaði lög og láð og myndaði hér eina hina dásamlegustu höfn jarðarinnar. Hér hvílir hún, na^gilega djúp fyrir stærstu skip veraldarinnar, í skauti fjalla að norðan en fagurra hæða að sunnan. Við mynni hennar heldur Stanley Park, lystigarð- urinn útbúinn af Guðs hendi, vörð, mynnið djúpt og óyggj- andi, en vel varið af landi hversu íturborið sem skipið er. En enginn veit, hve margar árþúsundir Burrard Inlet baðaði sig í sólskininu, svalaði sér i úð- anum, áður en nokkur mann- legur fótur steig á þessa grund eða hve mörg árhundruð sáu barkarbáta Squmaish Indíán- anna liða áfram eftir þessum vötnurn án þess nokkrar stór- stigar framfarir ættu sér hér istað. Til þess að það gæti orðið, þurfti hitamagn að fara um önd einhvers manns, hitamagn, sem hugsjónir höfðu kveikt. Má vera að þér segið engan einn mann færan til að orka slikum frainkvæmdum, til þess þyrfti marga menn að verki. Ekki dettur mér í hug að neita þörf samverkamanna í öllum mikl- um athöfnum mannkynsins; en hitt vil eg staðhæfa, að hugsjón- ir fæðast ávalt fyrst hjá ein- hverjum einum manni, en hann aflar sér samverkamanna til þess að færa hugsjónina i mynd veruleikans. Siðbótin fæddist i sálu fátæks munks sem kvald- ist af sálarangist i klefa sínum. Columbus fékk þá hugmynd, að jorðin væri hnöttótt og þess- vegna væri óhætt að sigla í öfuga átt, eftir þvi sem menn vissu þá, til að ná Indlandi. Um alt þetta land ferðuðust menn, með hug- sjónir, sem höfðu ylað sálum þeifra. fmyndunaraflið varpaði bjarma yfir hugsanir þeirra og knúði viljakraft þeirra til dáð- ríkrar orku og hugrakkrar fórn- fýsi. Áður en þeir vissu, hvað breið þessi hcimsálfa er, leituðu þessir hugsjónamenn, hver eftir annan, að hinu mikla hafi, sem þeir töldu vist að lægi fyrir vestan hana. Ueir ferðuðust ó- trauðir, eftir ám sem þeir höfðu aldrei séð, gegnum dimma skóga og geigvænlegt fjallaland, sem þeir vissu engin deili á. Á þenn- an hátt fann Alexander Mc- Kenzie fljótið mikla, sem enn ber hans nafn og ferðaðist eftir því alla leið til Norðuríshafs, ár- ið 1789. Annað þrekvirki og miklu meira vann hann, er hann fyrstur hvitra manna í Canada náði ströndum Kyrrahafsins, landveg að austan, árið 1793, 6g sá loks hafið mikla, sem Cham- plain, LaVerandry og Henry Hudson ásamt fjölda annara landkönnunarmanna h a f ð i dreymt um, og þeir höfðu leitast við að finna. Hér voru æfin- týramenn að verki, sem sáu i anda unaðsrík afrek. Hitamagn andans gaf þeim hvötina, og þeg- ar draumurinn rættist og hug- sjónin varð að veruleik fór “þrumurödd um löndl” Á engap hátt þykist eg vel að mér í sögu þessarar borgar, en svo mikið hefi eg í hana skygnst, að eg veit að hér liafa margir ótrauðir hugsjónamenn verið að verki. ‘óefað voru einnig óæðri hvatir á sveimi. Menn voru ó- fullkomnir hér eins og annars- staðar; en um hitt er eg sann- færður, að hér lifði mikið af hug- rekki, fórnfýsi, drenglyndi. Árið 1728 fór Rússakeisari fyrir alvöru að hugsa um að færa út ríki sitt í norðaustur hluta Asíu og flytja það yfir sundið þangað sem nú er Alaska. í þvi skyni sendi hann út af örkinni danskan inann, Vitus Bering og rússneskan mann, Chirikoff. Fundu þeir Bering- sundið og námu Alaska fyrir Rússland. Þá fór Spánverjum, sem drotnuðu yfir miklum hluta Suður-Ameríku og öllum suður- hluta Norður-Ameriku ekki að lítast á blikuna. Þeir urðu hræddir um að Rússar yrðu þeim hættulegir. Þessvegna varð það, að árið 1774 sendu þeir nokkur skip undir stjórn Don Juan Perez og Don Estevan Martinez norður að ströndum þess lands, sem nú nefnist Brit- ish Columbia. Þeir fundu bæði Queen Charlotte og Vancouver eyjarnar og slóu eign sinni á þær í nafni Spánar. Tveimur árum seinna ákvað konungur Englands að senda hinn frægu ferðamann, Captain James Cook, norður í þessi höf. Hann stofn- setti verzlunarstað við Nootka Sound á Vancouver-eyjunni í marz, 1778, og kannaði strönd- ina að nokkrum mun. Með þvi var komin snurða á samkomu- lagið milli Breta og Spánverja, en þeir höfðu ráðstefnu með sér og gerðu,' 1790, samning sem nefnist “Nootka Convention.” Með þessum samningi afsöluðu Spánverjar sér öllu tilkalli til þessa lands hér um slóðir og eftirlótu það Bretum. Nokkur ‘töf varð á því, að þeir uppfyltu samninginn, en að því kom þó, að þeir hurfu héðan algerlega. Á þessu tímabili, eftir að Bretar og Spánverjar höfðu sam- ið, en áður en hinir siðarnefndu voru með öllu horfnir héðan. kemur Vancouver ofurlítið inn í myndina. Sólríkan sumardag árið 1791 horfðu Squamish Indíánarnir, sem hér dvöldu þá, út á English Bay og sáu furðu- Iega sjón. Fram hjá Point Grey og inn í flóann sáu þeir fara eitt- hvert óskapa ferlíkan. Þeir höfðu aldrei séð stærra skip en barkarbát, en hvað var þetta? Þegar þeir horfðu á siglurnar sýndist þeim helzt, að skógar- trén hefðu verið rifin upp og sett þar. Indíána mæðurnar urðu hræddar og kölluðu á börn- in sin til að flýja með þau upp i Capilano Canyon. En forvitn- in varð hræðslunni yfirsterkari hjá ungu mönnunum. Þeir fóru, hver og einn, að ná sér í fleytu til þess að sltoða þetta furðu- verk, en það var spánverskt skip, Santa Saturnina, undir stjórn Don Jose Maria Narvaez. Ein- hvern veginn tókst hvítu mönn- unum og Indíánunum að skilja hlýleik hvers annars. Indíán- arnir færðu Spánverjum vatn. dýrakjöt og ávexti, en Spánverj- arnir færðu hinum ýms áhöld úr járni. Á maður að segja, að þetta hafi verið upphaf verzlun- ar i Vancouver? Þá hefir orðið nokkur framför síðan. Árið 1791 kom þetta eina skip, en árið 1940 voru 24,000 skipkom- ur. Eitt nafn er enn notað i Van- couver, sem Narvaez landfesti hér. Hann hélt, að hæðin milli New Westminster og Vancouver væri eyja og nefndi hana “Isla del Langara,” en Langara-nafnið kannist þér vel við. Hann sá ekki Lions Gate og vissi þaraf- leiðandi ekki um Burrard Inlet. Næsta ár koin hingað sendi- boði Englapds, Captain Van- couver, og átti hann að taka þetta land til eignar í nafni þjóð- ar sinnar, samkvæmt samningn- um við Spánverja. Hann kann- aði mikið strendúr þessa fylkis, sigldi inn um Lion’s Gate, fann Burrard’s Inlet og gaf því nafn- ið eftir enskum sjóliðsforingja. Samt liðu mörg ár áður en hér varð nokkur hvitra manna bygð. Árið 1802 kom hingað. ásarnt tveimur félögum sinurn Englendingur að nafni John Morton. Víst í félagi keyptu þeir 550 ekrur af landi í vestur- hluta Vancouver, eins og nú er, og bygðu þeir fyrsta íveruhúsið, bjálkahús, í þessari borg. Nokkru seinna kom maður frá Alberni og bygði Hastings myll- una, sein að sögn enn stendur, að sunnanverðu Burrard Inlet. Umhverfis hana varð svo ofur- lítil bygð sem nefnd var Gran- ville eða Gastown. Þar koin fyrsti skólinn og var hann opn- aður 12. febrúar 1873 en kenn- arinn var Miss Sweeny. Það hefir orðið mér til mikill- ar ánægju að kynnast lttillega skjalaverði Vancouver-borgar, Major J. S. Matthews, og hefii hann sýnt mér mynd af þessum fyrsta kennara ásamt öðrum konum og mönnum, sem fremsL hafa verið í flokki að byggja upp göfugt mannfélag í þessari borg. Hann hefir mikið gott um það fólk að segja. Hann hefir meðal annars sagt mér frá bókasafni, sem stofnað var í sambandi við fyrstu mylluna sem sýnishorn af þeim and- lega áhuga er rikti meðal þess- ara frumherja. Einu sinni kom upp eldur í þessu safni, og engu varð bjargað nema einni bók, sem kona ein gat náð í, en bókin var um ísland. Árið 1885 var C.P.R. fullger, en endastöðin hér vestra vár í Port Moody. Fólk hér fór þess á leit við félagið að lengja brautina. Van Horne, s'em var einn æðsti embættismaður fé- lagsins, kom hingað vestur, skoðaði það, sem þá var. kallað Coal Harbor (nú Vancouver- höfnin). leizt afar vel á, afréð að láta hér vera endastöðina, og nefndi borgina, sem hann bjóst við að risi hér upp, Vancouver. Þetta gerðist árið 1886. En þetta var örlagaþrungið ár fyrir þetta mannfélag. Hinn 6. dag apríl-mánaðar fékk það borgar- réttindi, en 13. júní það sama sumar kom upp eldur, sem eyði- lagði því nær alla borgina. Sagt er að 600—1000 hús hafi brunn- ið, en um það hvað margir biðu bana varð aldrei vissa. Hug- rekki Vancouver-manna hefir aldrei verið augljósara en þá. Ekki var fyr búið að slökkya eldinn, en tekið var til óspiltra mála að reisa bæinn að nýju, og áður en árið var liðið voru komin upp heimili hér . fyrir 2500 manns. Til er mynd af bæjarráðinu rétt eftir brunann þar sem það situr á fundi úti undir beru lofti,_ að baki þeirra er tjald, en á tjaldburstinni standa orðin “City Hall.” óbil- aður og óbilandi kjarkur er þar augljós. Þegar svo að fyrsta járnbrautarllestin kom hingað, 23. maí árið 1887, voru skugg- arnir horfnir en björt framtíð blasti við. Og nú! Hugrekki og hugsjón- ir gáfu hitamagn þeim sem hér lögðu hönd á verk, og þrumu- rödd1 fór um lönd þegar hugsjón- irnar rættust, sem sagði öllum heimi frá Vancouvler. Árið 1881 var Vancouver ekki til í mann- talsskýrslum Canada. Nú eru í þessu umhverfi áreiðanlega 300,- 000 manns. Flokkar anda þöktu forðum False Creek, en nú er á bökkum þess alt í iði af stór- stígum nútíðariðnaði. Þar sem bjarndýrin þrömmuðu í frum- skógi, ris nú hin dásainlega bæj- arráðshöll, tilkomumikill minn- isvarði samtaka og dugnaðar. Risavaxnar umsýsluhallir svala nú liöfði sínu “i himinblámans fagurtærri lind” i stað laufa- króna furutrjánna. Þar sem að áður akrar huldu völl ólgandi Þverá veltur yfir sanda,” var sagt um landsvæði eitt á íslandi. Hér er það öfugt. Á þessu svæði hefir eyðimörkin orðið að aldin- garði, að friðarheimkynni. Her- virki voru engin reist, en nV?nn- ing og framtakssemi gjörðu garðinn frægan. f Vancouver er nú fögur heimili á grænum hllð- um og grundum, með dásam- legum blómreitum og margvís- legum trjám, með tign og prýði. Hér eru 150 kirkjur, 100 lysti- garðar, 75 opinberir skólar, 100 aðrir skólar, og kóróna allra skólanna, háskóli British Colum- bia. Árgyðja friðar og fram- fara hefir unnið ummyndunar- verk sitt í kyrþey, mannheimi til aðdáunar. “Hingað í sælunnar iSeit” komu á sínum tima einnig fs- lendingar, og hygg eg að sumir þeirra hafi séð hér eitthvað sem þeir könnuðust við, að eitthvað í sálum þeirra hafi fundið til skyldleika við það sem þeir sjálfir áttu. Menn geyma mynd- ir i sálum sínum. Sumar þeirra blandast því sem fyrir er i sál- arlifinu, svo þær verða nokkur hluti af manninum sjálfum, og hvert sem hann fer, flytur'hann þessar myndir með sér. Allir íslendingar kunna hin frægu orð Stephans G. Stephanssonar: “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þins heimalandsmót.” Eg veit, að vísu, að margt er liér öðruvísi ien það sem menn þektu á fslandi, en hér voru að minsta kosti sjór og fjöll eins og þar og eg veit, að mörgum íslendingi fanst þeir hér vera nær því að vera komnir heim en þar sem þeir áður voru. Vil eg því leggja þeim þessi orð i munn í sambandi við höfn Van- couver og umhVerfið hér: “Fjallgirða fagra vík fösturlands stöðvum lík, vorsólin veki þig, vorblómin þeki þig.” (H. H.) Því miður veit eg ekki, hvenær fyrsti íslendingurinn settist að i þessari borg, en alt það, sem liðið er af þessari öld hafa þeir dValið hér og óefað lengur. Ekki dettur mér í hug, að líf þeirra hér hafi verið laust við erfið- lieika, en það vil eg segja, að þrátt fyrir erfiðleika, hafa fs- lendingar í Vancouver unað lífi sínu. Loftslag og umhverfi hér flytur mönnum töfrandi unað, sem gerir tilfinningalandið bjart eins og sólaruppkomu á sumar- morgni. Erum vér þá hér aðeins til að njóta? Er vor leina köllun aðeins sú að þiggja? Sjálfsagt er að njóta og þiggja, á allan þann hátt sem nauðsyn krefur og er manndómi og drengsltap samboðið. Það er rétt að þiggja atvinnu, ef maður getur ekki skapað hana sjálfur. Sömuleið- is er rétt að nota á allan hátt, eftir itrustu kröftum og bezta viti öll þau tækifæri, sem mann- félagið hefir hér að bjóða, til þess að auka menningu vora og göfgi. Þar vil eg nefna, meðal annars enskt mál og allar þær dásamlegu bókmentir, sem það tungumál hefir framleitt. Eg hefi heyrt fáfróða hrokagikki segja, að enskan væri hrogna- mál. Þvi íniður hafa sumir menn svo smáar sálir, að þeir geta, með engu múti hrósað einu atriði nema að níða annað. Ensk tunga heffr annað eðli og aðra sál en sum önnur tungumál, en með því er ekki sagt að hún hafi enga sál. Tungumál það, sem Shakespeare og Milton, Tlennyson og Browning sömdu sín ódauðlegu listaVerk á, er ekki andlaust mál. Ensk tunga er lykill að mörgu því heilbrigð- asta og listfengasta, sein til er i bókmentum mannkynsins. En þó vér, að rétitu, viljum njóta ríkulega af forðabúrum annara hljótum vér að >eiga eitt- kvað sjálfir, sem vér höfum heilaga skyldu til að rækta. Sem einstaklingar og félög leitumst vér við að leysa þetta af hendi. Meðal ísl'endinga í þessari borg eru nú 5 félög, sem hafa verið stofnuð í þessum tilgangi: lestrarfélag, fslendingafélag, kvenfélag, félag ungra kvenna og söngflokkur. Eitt þeirra veitir forstöðu þessari samkomu. Aðal hlutverk þess félags, sem er “Sólskin,”- er það að hlúa að þeim sem bágt eiga. Enn- fremur er það tilgangur þess- arar samkomu að leggja dálítinn eld á arin íslenzkrar þjóðrækni. Ef það er satt að “jafnVel úr hlekkjunum sjóða má sverð i sannleiks og frelsisins þjónustu- gerð,” hlýtur það að vera rétt. að matur er mannsins megin, og islenzkur matur vekur íslenzkan smekk. f Winnipeg var jafnvel talað um þjóðræknis-pönnukök- ur. Eg hefi það líka fyrir satt, að Sólskin hafi unnið mikið og gott líknarstarf meðal fslend- inga í þessari borg. En öll hafa þessi félög það sameiginlegt að leggja rækt við það sem vér ís- lendingar eigum. Ekki vil eg gera lítið úr þessu siem gert hefir verið og sízt af öllu draga úr því að við gerum meira. Mér er sagt, að ekki séu allir fslendingar í þessari borg sam- mála um kirkju og kristindóm. Á þessari samkomu, sem ætlast er til að allir fslendingar hér um slóðir sæki, er þess vænst, að eg flytji ekki úein flokksmál, en það er eitt, sem mér finst að vér allir getum unnað og þá unnið að ef kostur er á nokkr- um framkvæmdum. Eg drap á dýrð hins enska máls, sem 'er nú sameign vor og allra annara í þessu landi, en það væri hinn löðurmannleg- asti aumingjaháttur að hugsa, að vér mættum ekki kunna nema eitt tungumál. Allir menn í öllum löndum heims ættu að kunna að minsta kosti tvö tungumáþ þvi það víkkar hinn andléga sjóndeildarhring og örf- ar skilning og umburðarlyndi gagnvart öðrum þjóðum. Eg vil mæla með því að þér, eftir beztu kröftum, leggið rækt við íslenzka tungu. Hversvegna ættum vér að gera það í þessu landi? 2. Af þvi að islenzkan er fag- urt mál, en í því felst að það sé hljómfagurt, sé gott verkfæri listfengum anda og hafi að geyma auð af orðatiltækjum, sem eru smellin, hrifandi og vel til þess fallin að ge^mast í minni. Eitt islenzkt skáld, Grimur Thomsen, segir um ann- að íslenzkt skáld, Jónas Hall- grímsson: “Þú gast látið lækjarnið i ljóðum þinum heyra, sjávarnið og svanaklið, sanda bárur keyra.” íslenzk snildarskáld hafa leikið sér að háttum og orðum. Fáum mönnum er víst léttara að yrkja en íslendingum. fslenzka málið hefir verið þeim hentugt verk- færi og þeir hafa fegrað og bætt málið. 2. Málfræðilega hefir íslenzk tunga ailmikið gildi. Hún er merkur liður í hinu germanska tungumálakerfi, ein af þremur systrum, en þær eru: þýzka, is- lenzka og engil-saxneska. Móðir þeirra allra er go>tneskan. Mik- ill fjöldi orða i íslenzku og engil- saxnesku eru samstofna. f þvi efni hefir hvorugt málið tekið til láns frá hinu. En auk þess eru hiit- miklu áhrif, sem dönsk tunga, þá sama og íslenzkan, hafði á enskuna þegar Danir lögðu undir sig mikinn hluta Englands. Eg er ekki alveg viss um að nokkur heil opna sé til i stórri enskri orðabók, svo að þar sé ekki eitthvað minst á islenzk orð. 3. Tungan geymir í sér steypt mót íslenzkrar hugsunar. Tung- an er því afar gott meðal til sjálfsþekkingar. Tungan geyin- ir mynd af íslendingnum og ef nokkuð er af fstendingnum i mér hlýt eg að finna eitthvað af þvi í íslenzku máli, eins og þetta ber með sér: “Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum. Eg hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum min- ____ »> um. Eg trúi samt ekki á neinar særingar eða fordæmingar í sam- bandi við þetta mál. Eg vil, að vér séum allir frjálsir og glaðir menn, sem leita að þvi, sem betur má fara á þessu sviði á- samt öllum öðrum. “Þvi gæt þess vel, sem göfgast hjá þér finst og glæddu vel þann neista sem liggur inst.” >. ■IIIM ..M ■ ■ ■l'!l ■!i»llllB:; ■IWIIIi«IIIMIIIil printing... aistincti^e and persuasn)e f UBLICITY tliat attracts and compels action on the part of the customer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us help you with your printing and advertising problems. ('The COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8 ■ii:m;iiM:i'.«ii'.ii

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.