Lögberg


Lögberg - 27.11.1941, Qupperneq 4

Lögberg - 27.11.1941, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1941 -----------Hbgberg---------------------- QefltS út hvern fimtudag af TiUhi COUUMiiLA PBE8S, IdMITKLi «»5 Sargent Ave., WUmipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent A' e., Winnipeg. Man. Edltor: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið — Borgist fyriríram The "Lögberg" ís printea -nd pub-ished Dy The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Einn loddaraleikurinn enn Öræfi mannlegra þjáninga eru breið, löng, og illa vörðuð; sæluhús fá, og langt á mihi þeirra; þess vegna veitist vegfaranda oft örðugt um áttir, og það því fremur, sem mannleg hermdaröfl beita sór fyrir um það, að blekkja, og slá ryki í augu hans; það er því í rauninni lítil furða þó mannkynið, eða að minsta kosti allverulegur hluti þess, finni fejálft sig á krossgötum, og viti lítil áttaskil eins og búið hefir verið í pottinn; eins og undirferlis- og blekkingaröflunum hefir vax- ið fiskur um hrygg.— Fyrir fimm árum, bundust sex þjóðir fyrir atbeina Þvzkalands samtökum um það, að vinna sem ein samstæð heild gegn út- breiðslu rússneska kommúnismans, er þær töldu til hinna átakanlegustu tortímingarafla, þó vitund breyttist um stundarsakir hljóðið í "stokl/num við vinfengissamning þeirra Hitlers og Stalins frá í fyrra; nú er það komið á daginn, eins og í rauninni altaf var vitað, að þar var einungis um fyrirlitlega lævísi að ræða af hálfu Hitlers og annara þýzkra undirhyggjumanna til þess að komast eins nálægt því og auðið yrði, hvernig Rúss- ar væri undirbúnir til viðnáms, ef á þá yrði ráðist; ekki er óhugsandi, að Hitler ,sé nú nokkru fróðari en áður í þessu efni, því Rauðu hersveitirnar hafa reynst honum alt annað en þægur ljár í þúfu. En blekking- unum varð vitaskuld að halda uppi eins fyrir því, og með það fyrir augum, lét Hitler kveðja til fundar í Rerlín á þriðjudaginn, þar sem þrettán þjóðir, að Þýzkalandi með- töldu, undirskrifuðu, eða réttara sagt voru látnar undirskrifa samning *til varnar rauðu hættunni, eða rússnesku ráðstjórnarríkjun- um, sem nú standa í fullu varnarbandalagi við Breta og aðrar lýðræðisþjóðir. IJpp- nmalega stóðu að þessum 'áminstu haturs- samtökum gegn Rússlandi sex þjóðir; Þýzka- land, Italía, Japan Spánn, Ungverjaland og Manchukuo; en á þessari síðustu loddara- leiksýningu bættust í hópinn Búlgaría, Rú- menía, Croatia, Slovakía, Finnland, Dan- mörk, og sú stjórnarmynd, eða ómynd, sem Japanir að nafni til komu á fót í Nanking með tilstilli kínversks Quislings, eða drottin- svikara, Wang Ching-Wei. QuisUngs-nafnið er kunnugt frá Noregi um þessar mundir. Með þessum nýju kúgunarsamningum, hygst Hitler að ryðja braut ‘ ‘ skipulaginu nýja,” eða hvíta þrælahaldinu í ríkjum Norðurálfunnar, þeim, er hann þegar hefir klófest. Geta má nærri hvernig jafn frelsiselskri þjóð, sem danska þjóðin jafnan hefir verið, hafi verið innanbrjósts, er hún var kúguð til að undirskrifa þenna loddarasamning með exi böðulsins yfir höfði sér. -------y-------- Ragnar H, Ragnar Eftir því nær tuttugu ára dvöl í þessari borg, er Ragnar H. Ragnar, hljómfræðingur og söngstjóri, horfinn á brott úr íslenzka mannfélaginu á þessum slóðum og kominu suður til Bandaríkja, þar sem hann hyggur á framtíðardvöl; árna vinir hans honum góðs lirautargengis og giptusamlegs starfs í þágu söngmenningarinnar á hinum nýja vettvangi. Mr. Ragnar leysti af hendi hér nyrðra mik- ið og margháttað verk, sem píanisti og söng- stjóri, íslendingum til gagnsemdar og gleði; liann var ávalt boðinn og búinn til aðstoðar við samkomuhöld, og lagði fram feikna tíma við æfingar og forystu Karlakórs Islendinga í Winnipegr þó öfug væri hlutföll launa og vinnu; en slíkt sýnist, því miður, oftar brenna við innan vébanda mannfélagssam- taka vorra en skyldi, þá um vúðleitni á hinu andlega menningarsviði ræðir, og er þar gagngerðra umbóta þörf. Það var ekki einasta, að Mr. Ragnar væri vakinn og sofinn að iðju í þjónustu þeirra mála, er sérstaklega að hljómment lutu, heldur lét hann og mikið til sín taka á öðrum sviðum þjóðrækninnar, og gegndi við góðum árangri um langt skeið, forsetaem- bætti í þjóðræknisdeildinni “Frón,” og mun íþess lengi minst, hve hann lagði sig í líma um að gera Frónsmótin sem ánægjulegust; þetta ber að þakka og muna. Hver tekur nú við forystu Karlakórsins, þar sem Mr. Ragnr hætti við! Sú stofnun má hvorki veslast upp né deyja. Þjóðlegt leikrit og tilkomumikið Eftir prófessor Richard Beck. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Gullna hliðið. Sjónleikur. Útgef- andi: Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri, 1941. Leikrit það, sem hér er um að ræða, er eigi nýsamið, þó að það komi nú í fvrsta sinni út á íslenzku. Það var þýtt á norsku fyrir nokkru síðan, og ætlaði ríkisleikhúsið í Usló að taka það til meðferðar um það leyti sem Noregur var hertekinn, en eigi er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um afdrif þess síðan. Davíð skáld Stefánsson hefir ort snjalt og myndauðugt kvæði út af þjóðsögunni al- kunnu, “Sálin hans Jóns míns.”' Upp úr þessari sömu sögu hefir hann nú samið þetta leikrit sitt, og veitist honum þar, eins og liggxir í augum uppi, drjúgum meira svig- rúm til að vinna úr söguefninu, taka það fastari tökum og túlka það á víðtækari grundveUi. Leikritið, sem er í fjórum þáttum, liefst á kröftugu inngangskvæði (“Urolog-us”), en annars er ritið að mestu levti í óbundnu máli. Lýsir kvæðið eftirminnilega aldar- fari þeirrar tíðar, sem efni leiksins á rætur í, sérstaklega hinu andlega andrúmslofti, og varpar því ljósi á þá atburði, sem eru uppi- staða efnis hans. Bn þessi eru niðurlags- orð kvæðisins: Hér verður grýttur götuslóði rakinn, og gömul kynslóð upp frá dauðum vakin, svo þeir, sem ungir eru, megi skilja hið innra stríð, sem liðnir tímar dylja. Því þar á trú vor, ef að líkum lætur, í leyndu djúpi sínar megin-rætur. Aldirnar líða. Kynslóðirnar hverfa. En hvað er það, sem börnin erfa? Þér hneykslist ei, þótt djarft sé mvndin dregin, og dánir látnar tala — liinum megin. Sízt er vort mark að særa þá, sem trúa, en samt skal djúpið mikla reynt að brúa. Vér blásum lífi í sálma og sagnaspjöldin og sýnum yður heiminn — bak við tjöldin, Leikrit þetta, sem er í þjóðsögustíl í ágætu samræmi við efni þess og blæ, er þvi hreint ekki ómerkileg þjóðlífslýsing, eins langt og hún nær, enda þótt það gerist alt utan vébanda þessa heims, nema fyrsti þátt- urinn, sem lýsir banalegu Jóns bónda og viðskilnaði hans við þennan heim. Hinir þættirnir segja svo frá ferð kerlingar Jóns með sál hans í skjóðunni upp að hinu gullna hliði himnaríkis, Verður kerlingu sú leið seinfarin, enda er um langan veg að fara og á brattann að sækjan, en atburðarík og æfintýraleg er ferðin, því að margt fólk og sundurleitt verður á vegi kerlingar, áður en hún nær í hinn langþráða áfangastað og kem- ur af sér hinni þungu byrði — sál bónda síns. Óneitanlega er einnig vel á efninu hald- ið, því að hér er dramatískur stígandi í frá- sögninni, stíllinn kvikur og litbrigðaríkur, svo að hann speglar á listrænan hátt geð- brigði höfuðpersónanna og atburðina sjálfa. Sögulokin, þegar kerling f>eygir skjóðunni með sál Jóns inn fyrir himnahliðið, eru vel undirbúin og sett í mikilfenglega umgerð; en ekki verður of mikil áherzla lögð á það, að vandfarið er með þetta atriði á leiksviði, svo að það njóti sín til fubs og hafi tilætluð áhrif á áhorfendur. Takist það, verður þar bæði um svipmikla og hrífandi sýningu að ræða. Persónulýsingarnar eru prýðisgóðar, og kennir hér þó eigi lítillar fjölbreytni í þeim efnum; hefir höfundur komist sérstaklega vel frá því að gera persónurnar nógu lif- andi, án þess að svifta þær þrim einkenn- um, sem aldarandinn og þjóðsagan hafa sniðið þeim.. Einkum er kerling Jóns, sem. réttdega má skoða sem táknmynd fórnandi ástar, minnisstæð persóna, enda kemur hún mest við sögu. En það, sem gæðir persónur leibsins svo miklu lífi, er ekki sízt samtölin, sem höfund- urinn leggur þeim í munn; þau eru löngum bæði gagnorð og hitta ágætlega í mark. • Þjóðsögublænum er trúlega haldið að því leyti, að á yfirborðinu má virðast sem hér sé um skopleik að ræða, enda er mark- viss ádeila, þó eigi sé hún hávaðasöm, þar víða auðsæ hverjum athugulum lesanda. Eigi að síður er það vafalaust rétt athugað, að höfundurinn hefir ekki verið að rita hér skopleik; þar er jafnan grunt á alvörunni, og gefur það leiknum aukið gildi og áhrifa- magn. Beri maður leik þennan saman við fyrsta leikrit Davíðs, Mimkarnir á Möðruvöllum (192fi), verður það fljó'tt augljóst, hversu miklu fastari og frumlegri eru hér lista- mannstökin, þó að sitthvað væri vel um frumsmíð hans í leikritagerð. Davíð Stefánsson hefir um margra ára skeið verið vinsæl- asta ljóskáld íslands; með hinni miklu og merkilegu skáldsögu sinni Sólon Islandus (1940) hef- ir hann aflað sér aukinna vin- sælda, og með henni og þessu nýja leikriti sínu unnið sér heiðursess meðal þeirra skálda islenzkra, sem bezt rita í ó- bundnu máli. --------V-------- Rauða Kross fjársöfnun til handa Rússum Á mánudagskvöldið 17. nóv. var haldinn fundur í Auditorium undir forsjá “Winnipeg Council for Allied Victory” er saman- stendur af fulltrúum frá ýmsum félögum í borginni — og manna félagsskapar er nefnist “Inter- national Group.” Frú Laura Goodman Salver- son, sem er forseti stærra fé- lagsins var einnig forseti sam- komunnar. Flutti hún ræðu í fundarbyrjun og gerði grein fyrir markmiði þessa félagsskap- ar, sem væri meðal annars, að vekja fólk til meðvitundar á þeirri hættu, sem vofir yfir þeifu þjóðum, er nú berðust fyrir mannréttindum og frelsi, og reyna að koma fólki í skilning um það, að nú má enginn liggja á liði sínu. Að aleflis átak til sigurs lýðræðishugsjónum verð- ur að leggjast fram, ef vel á að fara. Það er þessi hugsun og sann- færing sem hefir haldið við kjarki og viljafestu fólksins á Englandi, sem hefir með dæma- fáu hugrekki staðið og varist ó- skelft gagnvart grimmustu árás- um óvina, er einskis svífast. Þessi sannfæring Bretanna er borin af frelsisást þeirra, og af því að þessi sannfæring þeirra er réttmæt og raunveruleg og af því þeir hafa glöggan skilning á hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir frelsisins, þá hafa þeir boðið velkomið hið frelsis- unnandi fólk Sóviet-lýðveldanna í bræðralag lýðræðisþjóðanna sem samherja og bandamanna. Það var fordæmið frá Eng- landi, sem kom okkur hér á stað til að leita samskota í Rauða Kross sjóð til hjálpar Sóvíet- lýðveldunum. Mrs. Churchill hefir allareiðu safnað 500,000 sterlingspundum til hjálpar Rússum og brezki Rauði Kross- inn hefir lýst yfir því, að hann skifti til helminga við Rússa. Alþýðan á Englandi hefir Ijós- an skilning á þvi að ef rauði herinn fellur, þá sé henni bú- inn þrældómur og angistar framtíð. Rauði herinn er sá eini sem hefir staðið í hersveitum Nazista. Vér viljum aðstoða hann eftir megni, en félagsskap- ur vor vill einnig hjálpa sem unl er hvaða annari þjóð, sem er, er verður fyrir ofbeldis árásum Nazista.” ' Frúin skýrði þá markmið “International Group”, er nokkr- ar konur hefðu myndað. Þær á- litu að framtið þessa lands væri komin undir því, að hér ríkti jafnrétti, kynflokka eining, eins og framtiðarfriður væri kominn undir alþjóða eining. Þær líta Við ávörpum sérstaklega norræna fólkið. Stofnþjóðir þess hafa átt forgöngu um samvinnumál, og samvinnu-lifnaðarháttu. Vinnið að sama markmiði í Canada; styðjið þann flokk, sem hefir það á stefnuskrá sinni, að stofna hér samvinnuþjóðfélag. Greiðið C.C.F.-I.L.P. atkvœði í 2. kjördeild Fyrir bæjarfulltrúa; Fyrir bæjarfulltrúa; tveggja ára tímabil: eins árs timabil: VICTOR B. 1 STANLEY H. 1 4 ANDERSON 1 KNOWLESI 1 Það eru tvennir seðlar fyrir bæjarfulltrúa. Gætið þess að merkja 1 fyrir ANDERSON og KNOWLES Fyrif skólaráð merkið 1 og 2 í þeirri röð, er þér æskið, fyrir Harry A. Chappell og Andrew N. Robertson KOSNINGAR Á FÖSTUDAGINN 28. NÓVEMBER Kjörstaðir opnir frá kl. 9 f. h. til 8 e. h. C.C.F. isími 97 066 svo á, að engin þjóð geti talist siðuð þjóð, sem leyfir kynflokka og þjóða hatri að eitra félags- lífið, sem gerði þjóðlega ein- ingu ómögulega i landinu. Þær vilja hylla lýðræðið og viðhalda hugsjónum þeirra, sem grund- völluðu lýðræðið í þessari Vest- urálfu. Þessi frelsis, mannrétt- inda og mannúðarhugsjón spratt upp af engelskri rót og þess- vegna er það ofboð eðlilegt að brezkt alþýðufólk finni til skyld- leika við fólk Sóvíet-lýðveldanna. Það má að mörgu finna hér hjá oss, en samt er hér meira frelsi, meiri mannúð, en í hinni hatursþrungnu Evrópu. Það má að ýmsu finna í hinni rússnesku tilraun — sóvíet-draumnum — en það er stórhuga draumur — hugsjón fólks, sem hefir sett sér það markmið að eyða kynflokka fordómum og ofsóknum í eitt skifti fyrir öll — að hefja alþýð- una úr niðurlægingu smánar- legrar fátæktar, þrældóms og fá- fræði; koma á meiri jöfnuði, gera landið hæfilegt fyrir frjálsa menn og konur. Jafnaðarmensku hugsjónin er sögð af sumum að vera bara draumur, en eitthvert lífsafl hlýtur að vera í þessari hugsjón, annars myndi Sóvíet-lýðurinn naumast standa svo þétt um hana. > Nú stæði upp á okkur að veita Sóvíet-fólkinu alla þá hjálp, sem er á okkar valdi. Þá talaði sr. IJ- D. G. Freeman, guðfr. kennari við Wesley Col- lege um væntanlega stjórnar- stefnu að stríðinu loknu; lagði hann til að lýðræðiskerfið í Norður Ameriku yrði tekið til fyrirmyndar. Um Rússana sagði hann, að þeir væru hugsjóna- menn, hefðu séð sýnir. For- göngumenn byltingarinnar þar hefðu þeir komist til valdá með bæta hag alþýðunnar, fátækari stéttanna, koma á jöfnuði. Þeir höfðu lýðræðishugsjón. Að vísu hefðu þeir kmist til valda með ofbeldi, en í góðum tilgangi. Til þess lágu söguleg rök. Lýð- urinn óupplýstur; lýðræði ó- mögulegt i byrjun. Stjórnin hefði svo lagt alla stund á að upplýsa lýðinn, og gera hann hæfan til sjálfstjórnar. Sóvíet jafnaðarmensku lýðvedin stefndu að fullkomnu lýðræði. Virtust skoðanir sr. Freemans um Rússana koma mjög saman við rit H. K. Laxness um sama efni. Lesið var þá upp bréf frá Hon. J. T. Thorson, er mælti með söfnuninni, og kvað hann söfn- un í Rauða Kross sjóð til hjálp- ar Rússunum myndi fara fram um alla Canada að undirlagi “War Services” deildar, er hann veitir forstöðu. Þá flutti R. C. Mc Cutchan skorinorða tölu og hét á fund- armenn að gefa riflega í þennan líknarsjóð til Sóvíet-lýðveldanna. Fyrstur gaf sig fram Dr. B. A. Victor, er lagði fram ávísun upp á $1000.00 frá deild Gyðinga i “Winnipeg Council for Allied Victory” og mælti nokkur orð. Næstur kom Wm. A. Kardash, þingmaður með ávísun upp á $1000.00 frá úkraníu-deildinni; komu svo smærri ávísanir frá smáfélögum og einstaklingum. Gyðingur afhenti $25.00 frá sér og gat þess um leið að ef Hitler sigraði, væri ekkert líf í vænd- um fyrir Gyðinga. Alls námu samskotin í ávís- unum og peningum $3,159.34 og nokkuð að auki í loforðum. Gyðingar hafa orð á sér fyrir að vera örlátir til liknarsjóða og virtist það sannast á þessum fundi. $25.00 gjöf var afhent frá Kommúnista flokknum. Mrs. Edyth Rogers, sem er vara-forseti Rauða Krossins í Canada tók á móti sjóðnum og flutti þakklætistölu til gefend- anna og þeirra, er til funflarins stofnuðu; endaði hún ræðu sina með: “Lengi lifi Rússland!” Sr. Philip M. Pétursson flutti þá stutta tölu; kvaðst vera glað- ur að taka þátt i þessu mann- úðar starfi; kvaðst vera sam- mála þeim er talað hefðu á fund- inum. íRauða Kross líknarstarf- ið næði til allra jafnt — áður safnað handa Finnum, Póllend- inum. Rauða Kross liknarstarf- skylda að hjálpa Rússum nú — samherjum vorum, sem hefðu sýnt svo d'æmafáa hugprýði og sjálfsfórn, þetta væri mannúðar mál en ekki pólitískt. Var ræð- unni vel tekið. Lúðrasveit St. Boniface-bæjar lék nokkur lög á samkomunni. Rússneskur blandaður kór söng nokkur rússnesk lög. úkranískur blandaður kór og úkranisk "lf elected I shall not falter or fail in my duty“ B. E. JOHNSON A former School Teachcr and a community Wort^er in IVard 2 for 20 years I advocate: 1. Character building and discipline suitable to our changing times. 2. Teaching of good citizenship, love of country and democratic principles. 3. Economic management; value for our expenditures. 4. Less drudgery for teacher and pupil by scrapping out- moded subjects and methods. VOTE FOR B. E. JOHNSON 1 FOR SCHOOL TRUSTEE WARD TWO

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.