Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBEB, 1941 5 hljómsveit í skrautbúningum söng og lék nokkur úkranísk þjó&lög, af list. Gertrude Newton söng einsöng. Að lokum var sungið O Can- ada og God Save the King. Friðrik Sveinsson. Sóttvarnandi fóðurgras Eftir Thomas R. Henrij, ritstj. vísindabl. North. Am. Newsp. Alliance^ Þúsundir ferhyrningsmílna lands á norðurströnd Suður- Ameríku og í Mið-Ameríku verð- ur ef til vill opnað sem nýlendu- svæði fyrir flóttafólk frá Mið- Evrópu löndunum vegna upp- götvunar brezks læknis, i Vene- zuela-bænum Caracas, á ein- kennilegum grasvexti, er flæmir burtu mývarg, færilús og snáka. Fræ af grasi þessu hefir Dr. Edward Morgan allareiðu hirt í stórum' stíl fyrir Venezuela- stjórnina, sem lætur sá því um- hverfis nýbýli danskra innflytj- enda, er tekið hafa sér bólfestu þar inni í landinu. Bústaðirnir eru því strax frá byrjun óhultir fyrir sóttveikinni, snáksbiti og hálfri tylft ágengra kvilla á fólki og fénaði, sem kunnugt er að stafi frá lúsinni. Samkvæmt fréttum, er nýlega hafa borizt Pan-American heil- brigðisnefndinni hefir Dr. Mor- gan vandlega rannsakað eigin- leika þessa grasgróðurs og sann- færzt um, að þar sé um að ræða eitt hið kraftmesta bithagagras fyrir nautfé og hross — þó ef til vill ónothæft til sauðfjáreldis. Fyrstu skýrslu um þessa upp- götvan sína tilkynti brezki lækn- irinn lyfjafræðisfélaginu i Lon- d!on fyrir eitthvað sex mánuðum, þegar til tals kom að stofna mið- stöð handa landviltu flóttafólki Gyðinganna á upplendum í brezku Guiana — tillaga, sem fékk mörg og ákveðin mótmæii <vegna þess haldið var að Gyð- ingar frá Þýzkalandi, Austurríki og Czechoslovakíu þyldi ekki loftslagið þar í hitabeltinu. Gras þetta er þeirrar tegund- ar, sem nefnist Melinis Multi- % flora. Heimaland þess er Vene- zuela, og segir Dr. Morgan að lúnir ,ein|ken|iilegu öiglinlei'kar þess haífi lengi verið kunnir fá- eínum þarlendum bændum, er gerst hafi frumherjar á þeim svæðum landsins, sem taldir voru alls-óbyggilegir. Aðal- bölvunin, er fylgdi stórum vot- lendisflákum landsins, var sótt- veiki, sem talin er að hafa riðið að fullu hinu volduga keisara- dæmi Maya-'þjóðflokksins á Yucatan skaganum í Mið-Ame- ríku fimtíu árum áður en Spán- verjarnir komu þangað. Sama sýkin segir Dr. Morgan að haml- að hafi fólksfjölgun i Vönezuela, svo að þar búi nú aðeins fjórar miljónir manna, í landi, sem framifleytt gæti tíu sinnum fleira fólki. Stór svæði, sem annars væri fyrirtaks griparæktarland, eru alsett þéttvöxnum skógar- gróðurs flákum og að nokkru Ieyti undir vatni um rigninga- tímann frá apríl til nóvember ór hvert. Mýflugnavargurinn, sem hitasýkina ber með sér, er þá alls-óþolandi. Þetta er grassins vaxtartíð. Meðan það er grænt, eru áhrif þess öflugust gegn Mývargnum. Varla ein einasta mýfluga sézt þá flögra um haglendi, sem þvi hefir verið sáð í. Hinn hræði- legi “fer-de-lance” og skóglend- issnákur, sá eiturmagnaðasti, er hitabeltið elur, kemur ekki í þefsnálægð við slíkt engi. En gripirnir háma í sig grasið og hlaupa í spik. Grasið hefir að geyma, að þvi er Dr. Morgan skýrir frá, oliu- kendan ýökva, sem vætlar út úr stöngli þess, einkum á blómstur- tíðinni, ög gefur af sér, einkuin að morgni dags, einkennilega hrifandi og unaðslega angan. Skór manns verða allir löðrandi af vökva þessum, ef gengið er um slíkt gróandi haglendi. Gras þetta skrýðist blómum snemma í nóvember, að sögn Dr. Morgans, og fellir fræ skömmu síðan. I hagstæðri gróðrartíð skýtur það frjóöngum á þremur vikum. Sá má því í grunnan jarðveg og það breiðir sig fljót- lega út. Nauðsynlegt er þó í byrjun að hreinsa landið vel at' trjágróðri og illgresi. Gras þetta telur Dr. Morgan vaxa sérstaklega vel á þurlendi, en njóta sín ekki í mýrum — svo að ræktun sliks mývargs- lauss beitilands hyggur hann að líkindum óframkvæmanlega i umhverfi Amazon-fljóts Brazilíu. Álitlegustu svæðin til slíkrar ræktunar hyggur hann ríkin Venezuela, Columbia, Equador og Guiana-urnar þrjár. “Gor- dura”-haglendin — eins og inn- lenda fólkið nefnir gras þetta — mætti einnig rækta norður um Mið-Ameríku alt til Mexico að líkindum. Aðallega er það, að sögn Dr. Gordons hentugt sem bithagagras handa stórgripum, jafnvel þótt tilraunir hans sýni, að sé það verndað gegn ágangi gripa, gef- ur það einnig af sér ríkulegan heyfeng. Áhrifamagn þess reyndi Dr. Morgan með því, að sá því á hinar stóru þúfur Bechagós- maursins illvíga, sem morar af í Venezuela. Ágangur þeirra eyði- leggur maísakra á fáeinum dög- um. Grasið þroskaðist þar á- gætlega, og maurinn hypjaði sig á brott. “Það ætti,” segir Dr. Morgan, “að sá því kringum hvert ein- asta heimili í hitabeltislöndun- um.—(Lausl. þijtt. —s.). -------V------- Sólskinsmót Það var glatt á hjalla hjá Van- couver fslendingum föstudaginn 14. þ. m. Þá fjölmentu þeir í stóra salnum í svenska sain komuhúsinu á East Hastings St. að boði kvenfélagsins, sem nefn- ir sig Sólskin. Nafnið fer félags- skapnum vel, því hann hefir flutt mikið af sólskini inn á heimili þeirra fslendinga í Van- couver, sem af einhverjum or- sök áttu við erfiðleika að búa. Félagið heldur þessháttar sam- komu einu sinni á ári og eitt hið sérkennilegasta við þær sam- komur er íslenzk máltíð. Þar er framreiddur alislenzkur mat- ur. fslendingar í Vancouver eru þessu kunnugir og sækja mótið vel, sömuleiðis fslendingar frá nærliggjandi stöðum, jafnvel sunnan frá Blaine og Bellingham í Washington-ríkinu. Máltíðin í þetta sinn var að vanda al- islenzk og góð. Mr. G. F. Gíslason skipaði for- sæti á þessari samkomu, ineð röggsemi og lipurð öllum til á- nægju. Mrs. A. C. Orr, forseti félagsins, ávarpaði samkomuna, bæði á islenzk,u og ensku: skýrði tilgang samkomunnar. Átti hún fulla samhygð samkomugest- anna. Sönglistin var mönnum mikið til ánægju á þessu móti. Söng- flokkur fslendinga í Vancouver, sem Mr. L. H. Thorlakson stýr- ir, söng mörg lög, öll á íslenzku. Mrs. Beatrice Frederickson er píanisti flokksins. Bæði hún og Mr. Thorlaksson hafa mikla hæfileika og ágæta þekkingu í list sinni, enda eru þau bæði ótrauð að leggja þessu máli sitt bezta lið. Söngflokkurinn hef- ir sungið bæði í kirkjunni og á íslendingadögum, ásamt fleiri tækifærum. Flokkurinn er vel æfður og skipaður fólki, sem hefir fögnuð af þvi að syngja. Hann skemti að vanda vel í þetta sinn. Mr. Thorláksson veitti samkomunni einnig mik- inn unað með því að láta fólk- ið heyra söng Miss Maríu Mark- an á nýrri hljómplötu. Hann hefir pantað mikinn forða af þessum hljómplötum, og selur þær til arðs fyrir Rauða Kross- inn. Það málefni verðskuldar almennan stuðning. Mr. Dorothy Limpus, dóttir Mr. og Mrs. G. J. Sanders, lék yndislega á píanó. Miss Anna Johnson, dótturdóttir Árna heitins Fred- ericksson, söng sóló. Hún hefir fagra, sterka rödd og leysti hlut- verk sitt vel af hendi. Mr. Leon Bjarnason, sonur Páls skálds Bjarnasonar, skemti mönnum ágætlega með hreinum, fögrum fiðlutónum sínum, kornungui maður, skóladrengur. Hann er óefað efni í listamann. Miss Anna Pearson, sænsk í föðurætt en íslenzk í móðurætt, skemti með enskri framsögn. Það var saga um kvenpersónu, heimska og hégóinlega, sem fór um borð á skipi til að ferðast til Norðurálfunnar. Lék hún þetta af mikilli list. Aðal-ræðuna á þessari sam- komu flutti séra Rúnólfur Mar- teinsson, og talaði hann um Vancouver-borg. Flutti hann mál sitt að mestu leyti á is- lenzku, en ávarpaði yngra fólk- ið með stuttri ræðu á ensku. Bjarni Lyngholt frá Blaine á- varpaði samkomuna nokkrum orðum. Þórður Christie, sem oft hefir skemt mönnum með ljóðum sínum, bæði í Winnipeg og hér vestra flutti gamankvæði, m sem hann orti fyrir þessa sam- komu. Dans var stiginn langt frapi eftir kvöldi. Samkoman hófst með því að syngja “O Canada,” en í sam- komulok voru sungnir þjóð- songvarnir, “Eldgamla ísafold” og “God Save the King.” Rúnólfur Marteinsson. --------V-------- Kveðjusamsæti á Gimli við burtför frú Ölmu og séra Bjarna A. Bjarnasonar, þann lí nóvember. Lúterska kirkjan á Gimli var þéttskipuð á ofangreindum aftni. Tilefni samkomunnar var að kveðja hin ungu presthjón, séra Bjarna og frú hans, er voru í þann veginn að flytja til Árborg- ar, og eru nú byrjuð að þjóna lútersku söfnuðunum í norður- hluta Nýja íslands, þó enn um hríð inni séra Bjarni af hendi þjónustu í Gimli prestakalli. Sá .er þetta ritar stjórnaði samsi^t- inu er hófst með því að allir viðstaddir sungu O Canada. Þá bauð samkomustjóri fólk vel- komið með nokkrum orðum, sungu svo allir “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur.” Þá flutti Mrs. Ingibjörg J. ólafs- son ræðu fyrir minni frú ölmu • Bjarnason, túlkaði hún einnig þakklætisorð fyrir hönd tveggja af kvenfélögum prestakallsins og afhenti gjöf. Gjafir, ásamt þakklætis og árnaðaróskum voru fluttar af Mrs. Láru Tergesen fyrir hönd samstarfsfólks i sunnudagaskólanum. Miss J. Halldórsson mælti þakklætisorð fyrir hönd söngflokksins og bar fram gjöf. Miss María Joseph- son bar fram ávarp og gjöf fyr- ir hönd unga fólksins. Miss Inga Johnson forstöðukona á Betel fór hlýjum og vinsamleg- um og skilningsríkum orðum um starf séra Bjarna, sem sókn- arprests á Betel. Mr. B. Egils- son bar fram gjöf ásamt ávarps- orðum til séra Bjarna af hálfu “Curling Clubs” á Gimli. Mrs. Sæunn Bjarnadóttir Ias einkar i vingjarnlegt og ítarlegt ávarp tif séra Bjarna frá Mr. M. Borg- fjörð, er verið hefði samverka- maður í safnaðarráði Gimli- safnaðar en gat ekki verið við- staddur. Mr. Jón Laxdal skóla- stjóri fór hlýjum orðum um starf séra Bjarna og frúar hans á Gimli, og kynningu jreirra út á við í umhverfinu og vinsamlega afstöðu til þeirra er annari eða þá engri kirkju tilheyrðu. Ein- söngva sungu Mrs. Pauline Ein- arsson, Mr. ólafur N. Kárdal og Mr. Hunt frá Winnipeg. Loks afhenti veizlustjóri heiðursgest- unum gjafir frá fólki umhverf- isins, “Chesterfield Set,” gólf ábreiðu og “China Cabinet.” Fór hann lofsorðum um starf heið- ursgestanna og þakkaði þeim fyrir hönd hlutaðeigandi safnaða 5—6 ára þjónustu vel af hendi leysta, oft undir erfiðum kring- uinstæðuin. Að lokum tóku I N M E M O R Y O F Gerða Laxdal Thorláksson who passed away in her 77th year at the home of her daughter Bcatrice, wife of Einar Thorsteinson, Leslie, Sask., on the líth day of November 194-1. By GORDON ALEX PAULSON rPhe sparkling eyes are closed, The joyiful heart is stilled. The soul that was so big It loved the world and all. That’s in it, sleeps not, but bright As when it’s earthly hall Gleamed radiant through the night, Lives on, and looks writh eyes New found, upon the earth And loves it still. Think not rPhat such an one can die, She lives in things that live For eye; the kindly deed; The aid bestowed; the word That helped a troubled kind; The cheer; the veiy warmth That flowed from out her mind. This being, this spark of God, That lived for all too brief A space upon this sod, For me she is not dead. I shall with thankfulness and pride keep her alive within my heart, to love, To emulate and strive To be a light that shines In darkest moments well above the pits of life, That comfort brings and help To ease the pain of strife. For such was she in truth Delightful person, gay, But wise, that had in youth And all through life, the love Of living, that makes for man This earth a home, a place Where may be found a queen His earthly home to grace. Good bye, Good Scout, amen, Until we meet again. KJÓSENDUR 2. KJÖRDEILDAR E R N E S T HALLONQUIST, frambjóðandi ifyrir eins árs tímabil í 2. kjördeild1, er fram- gjarn og áhugasamur iðnaðar- forstjóri af sænskum ættum. Hann nýtur mikils álits og trausts i viðskiftalifi og mann- félagsmálum, og verðskuldar að fullu traust kjósenda. Eg mæli hiklaust með honum við kjósendur 2. kjördeildar. PAUL BARDAL, bæjarfulltrúi. MERKIÐ KJÖRSEÐILINN H A U Lt INQ UIS1 r, ERNEST ] 1 L heðiursgestir báðir til máls og vottuðu innilegt þakklæti fyrir hlýhug sýndan og samstarf lið- ins tima. Auk Mrs. P. Olson, tengdamóður séra Bjarna og sumra barna hennar og tengda- fólks, sátu Mrs. Helga Bjarna- son, móðir séra Bjarna og Stefania systir hans frá Winni- peg samsætið. Sungnir voru svo að lokum þjóðsöngvar og fóru þá fram ríkulegar veitingar, er kvenfélag safnaðarins stóð fyrir. Hin ungu prestshjón eiga ítök í margra hugum. Nú hefir séra Bjarni tekið við prestsþjónustu i hinu víðlenda og fólksmarga lúterska prestakalli Norður Nýja íslands. Hefst hann þar til handa tæpuin 14 árum eftir að séra Jóhann faðir hans lét af þjónustu þar, eftir meira en 20 ára ágætt starf, er háð var mörg- um erfiðleikum. Sá er þetta ritar varð eftirmaður séra Jó- hanns, og þjónaði þar i nærri full 12 ár, og árnar söfnuðum síns fyrra prestakalls allra heilla með ungu presthjónin, er nú hefja starf þar, jafnframt og hann biður þeim allrar blessun- ar á hinu nýja starfssviði þeirra. Sigurður ólafsson. ---------V--------- 1. Skoti: Hefirðu séð unnust- una hans MacTavish? 2. Skoti: Nei, en eg hefi frétt, að hún sé svo lagleg, að í gær- kvöldi, þegar þau óku saman í leigubílnum, gleymdi hann stundum að horfa á gjaldmæl- inn, svo hrifinn var hann af henni. y ■k * -k —Unnustinn minn segist ætla að giftast fallegri stúlku hér í þorpinu. —Geturðu ekki kært hann fyrir bort á hjúskaparloforði? ÍSIÆNDINGAR í 2. KJÖRDEILD! Greiðið forgangsatkvæði "yðar með Ernest Hallonquist, er býð- ur sig fram til bæjarstjórnar fyrir eins árs tímabil; hann mun reynast yður vel! Þjóðfrœgt fyrir Efnisgæði Og Sannvirði Þrátt fyrir úrvalsgæði . .. þrátt fyrir hið mjúka og undurljúfa bragð, og hressandi áhrif, kostar Branvin ekkert meira en algeng vín. Og þessvegna ræðir þar um beztu vín- kaupin, sem i Canada fást. JORDAI ' WINE COMPANY, LIMITED Jordan, Canada galLon flagon $2— 26 OZ. BOTTLE—60c ,M JORDIM BRANVIN Redí>White WINE KJÓSENDUR t 2. KJÖBDEILD: Kjósið á FÖSTUDAGINN ÞESSA HÆFU, ÓHÁÐU FRAM B J ÓÐENDUR Bæjarfnlltrúar: 2 ára tímabil 1 árs tímabil James Black E. Hallonquist Skólaráðsmenn: Adam Beck J. Campbell Haig NEYTIÐ LÝÐRÉTTINDA YfíAR Greiðið atkvæði snemma CIVIC ELECTION'COM MITTEE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.