Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR. 1942 Afdalalœknirinn “Marijuana-grasið í þessum vindlingum er hann lét ykkur reykja,” sagði Lance til skýr- ingar. “Þið voruð óðir.” “Það meinleysislega efni, ha? Maður lif- andi, það er vissulega magnað. Lætur skógar- hérann reka pardusinn á flótta! Foringinn gaf okkur slíka vindlinga af og til áður og var þá svo með eitthvert óljóst tal um fórnfærslur og annað slíkt„ sem eg býst við hann hafi gert tii að festa hugmyndirnar um þetta í heilabúi okkar. En við litum ekki á þetta mas hans sem neitt alvörumál, eða aðhyltumst þær hug- myndir hans, þegar við vorum allsgáðir.” “Hann var að búa hugarakur ykkar tii sáningar sæðisins, það er ljóst,” mælti læknir- inn. Svo spurði hann: “Vitið þið um nokkurn annan leynistað hans en þennan, hér á eyði- landinu?” “Einn annar er fáar mílur héðan úti í hæðunum. Við vorum þvínær komin þangað, þegar þið sluppuð frá okkur um daginn, þér og stúlkan.” Fimm mínútum eftir þessa samræðu, voru þeir lagðir á stað áleiðis út úr hellinum. Er þeir nálguðust kletthurðirnar, stanzaði leið- sögumaðurinn, og benti fingri að dökkum díl eða bletti á einum stað innan á klettveggnum “Hver, sem leita færi hér að handfangi til að grípa í eða hnapp er styðja mætti á. eða nokkru öðru slíku, myndi lenda í álfavillum,” benti hann þeim á. “En til hægri handar um sex fet — komið og ýtið þarna á með mér,” Einhverju hafti var hrundið frá, kletthurð- irnar opnuðust. Þegar út kom stefndi Lance förinni umsvifalaust í áttina inn til Windspur. “Hafið þér ekki í hyggju að litast um í hinum leynistaðnum?” spurði Randall. “Nei. Ef nokkrir hafa verið þar, þá væri þeir nú lagðir á stað þaðan. Og eg hefi hugboð um það, að grímumannaforinginn hafi sagt það satt, að Linda væri komin aftur til bæjarins. Við skulum komast þangað eins fljótt og okkur er unt.” “En hvað er um hina mennina að segja? Trúið þér sögusögn þeirra?” “Um það mætti hugsa. Við höldum þeim sem vitnum — þótt eg efist um að við þurf- um nokkurn tíma á framburði þeirra að halda. Þegar þessu umstangi nú lýkur, þá hygg eg við getum slept þeim.” “Ef því lýkur þá nokkurntíma,” stundi Randall upp þunglega. “Um hvað snýst það eiginlega alt saman? Eg hefi aldrei trúað neinu um áhrifin af bannfæringum Danny Darrels. En þau virðast þó sanni nær, en þeir atburðir sem verið hafa að ske í seinni tíð.” “Eg er hræddur um að þetta alt sé of sennilegt — jafnvel svo mjög rökrétt að það sé fjarstæðara réttu ráði, en nokkurntíma fyrri,” stundi Lance. “Látum okkur hraða för til bæjarins.” Þótt þeir riði alt hvað af tók, var komið liðlega fram yfir miðnætti, er þeir náðu tii Windspur. Eftir að setja sumt af fylgdarliði sínu til að fara með fangana í steininn, héldu þeir Lance og Randall beina leið til skrifstofu læknisins. Andlit Randalls var þrungið af hugarangri. “Það virðist svo, læknir, sem eg hafi haft rangt fyrir mér um margt,” stundi Randali upp. “Um yður hafði eg bæði rétta og ranga hugmynd í senn. Eftir það sem þér hafið framkvæmt — jæja, eg fylgi fyrirmælum yðar, hver sem þau eru. Og haldið ekki, að eg ekki sé yður þakklátur fyrir það sem þér hafið gert.” “Gleymið því,” sagði Lance. “Við siglum allir á sama farinu. Og það virðist svo, sem við eigum enn langa leið til lands.” “Talið um að ríða prjónandi ótemju, þá gríp eg þetta betur — en eg renni þó grun í við hvað þér eigið,” mælti Randall. Á þessum tíma nætur var bærinn dimmur og kaldranalegur, líkast því sem þar hefði aldrei nein mannvera dvalið. En uppi yfir vínstofunni var að líta daufan ljósglampa eins og til vitnis um að þar biði læknisins einhver þrekraun. Lance tók tvær tröppur í hverju spori, og Randall fylgdi fast á eftir honum. Áður en hann náði haldi á hurðarsnerlinum var hún opnuð og vandræðalegt andlitið á Dr. Griggs starði uglulega út þaðan. “Svo þér eruð kominn, Lance?” sagði hann í feginstón. “Og líka þér, Randall? En, læknir, hvað mér þykir vænt um það! Hvar hafið þér verið svona lengi?” “Utanbæjar,” svaraði Lance styttingslegá. “En Linda?” “Hún er rétt hérna,” svaraði Griggs og gekk um leið að rúmi, þar sem Linda lá með náfölt andlitið. “Hafið gát á yður, Randall. Hún þjáist, læknir, af því sama eins og hin stúlkan áður í Rimrock — það er botnlanginn. Hann er illa farinn, eins og í hinni stúlkunni.” Níljándi Kapítuli. Veikin var áköf, og Lance sá þegar eftir skjóta rannsókn, að uppskurð hefði átt að gera á Lindu klukkustundum áður. Nú myndi sú athöfn jafnvel undir beztu hentugleikum, verða örðugt verk fyrir lækni með ljáhafann starandi um öxl hans eftir hverri smáhreyfing skurðhnífsins í hönd honum. Og nú í kvöld var Lance þreyttur — dauð- þreyttur, eins og hann hafði verið hitt kvöldið, vikum áður — er virtust nú í huga hans sem árabil — hitt kvöldið, þegar ljáhafinn einnig stóð að baki honum og kuldagusturinn af nær- veru hans lagðist Lance að hálsi. Kvöldið það, er ljár dauðans vann, en læknir tapaði. Hann gat ekki framkvæmt þetta læknis- verk á Lindu — eins og honum leið nú, og vissulega ekki á því stigi er veiki hennar hafði náð. Það yrði ekkert annað en endurtekning þess, er skeð hafði í Rimrock. Og með Lindu—” Er hann horfði niður í hið dauðbleika, máttvana andlit henni, venjulega svo rjótt og þrungið áhuga í annara þjónustu, skildist hon- um það, sem hann ekki hafði þorað að viður- kenna fyrir sjálfum sér, þótt það hefði, þessa síðustu kalda vetrartíð, verið að brjótast um í undirvitund hans til að ná fullum blóma í vermireit hjartans. Hann elskaði Lindu. Með þvínær villimannlegu viðbragði sneri hann sér að Dr. Griggs. “Hví framkvæmduð þér ekki uppskurð- inn?” sagði hann hastur. “Fyrir mörgum klukkustundum síðan?” Griggs rétti upp hendurnar með alla fing- ur útspenta eins og í ráðaleysis vandræðum. “Eg hefði auðvitað átt að gera það,” viður- kendi hann. En fyrir því að eg ekki gerði það eru þrjár ástæður — allar fullgildar. Hin fyrsta er sú, að eg hafði verið á ferðinni allan daginn, fram á nótt; komst ekki inn til bæjar fyr en fyrir eitthvað hálfri klukkustund. I öðru lagi veigraði eg mér líka við að fram- kvæma svona uppskurð, því eg átti ekki -ráð á handlægni yðar við hnífinn, Lance, og vissi það fullvel. Og í þriðja lagi — þetta er hér- umbil alveg eins og á stóð fyrir mér í Rimrock. Eg datt af hestinum í gær, þegar hann rann til á svellinu, og meiddi mig illa í handleggn- um.” Hann fletti upp skyrtuerminni til að sýna Lance meiðslið. Á handleggnum var dökkur blettur og bólguvottur. “Svona áfelli, skömmu eftir gamla brotið, gerir mér ill-mögulegt að nota handlegginn. Eg vildi þó geta það — en þér sjáið hvernig hann er.” Lance kinkaði kolli. Gamla gremjan ólg- aði upp í huga hans. Þarna var þá hin illa afleiðing bannfæringarinnar enn að sýna sig. Einhvern veginn fanst honum það vafalaust. Hann hlaut að gera uppskurðinn eins illa og hann var þó nú til þess hæfur. í tuttugu klukkustundir hafði hann þvínær stöðugt setið í söðlinum á hestbaki, þol hans og kraftar úttauguð af bitrum kuldanum. Þar áður, eftir svo sem fimm stunda svefn, hafði hann líka orðið að þola jafnvel enn örðugri útivist, sem lyktaði með hinum ægilega upp- skurði á bróður Lindu. Jafnvel þótt hann hefði nú verið í-sínu bezta ásigkomulagi, þá lá enn yfir honum hin illa bannfæring — og svo var ásigkomulag Lindu. En hér var um ekkert að velja fyrir hann. Lance sá að heita vatnið stóð á ofnin- um; alt var til reiðu. Svo mikið hafði Dr. Griggs afrekað. Með alvörusvip í augum og nú aftur styrk- um taugum fór Lance asalaust úr yfirhöfn sinni og fletti upp skyrtuermunum. Er hann svo leit við, sá hann Dave Randall standa við hlið sér. Andlit hjarðbóndans var nú eins áhyggju- þrungið á að sjá og Lance hafði nokkru sinni veitt þar eftirtekt áður. “Þér búist þá til að gera uppskurðinn, Lance?” sagði hann lágt. “Já. Það er eina vonin um hana, Dave.” “Býsna alvarlegt, er það? Eins vonlítið og um Sam — í gærkveldi?” “Hérumbil, er eg hræddur um, aldni mað- ur.” “Eg reiði mig á yður, hr. læknir,” sagði Randall, sem nú kastaði sér alt í einu þung- lamalega niður á stól, og mælti enn: “Aldrei datt mér í hug að eg myndi reiða mig svona af- dráttarlaust á nokkurn Prescott — en faðir yðar var ávalt sá maður sem hægt var að treysta þegar sem mest reið á.” Lance spurði nú í ákveðnum tón: “Hvar er Mrs. Tripp?” “Ja, nú veit eg ekki,” svaraði Griggs. “Hún ætti að vera hér, er það ekki? Hún hefir líklega farið út eftir einhverju. En hvað um það, við getum þó komist af.” “Já — við getum komist af.” Lance sneri sér að Randall. “Dave, þér reyndust í gær að vera mjög góður hjálparmaður. Þér verð- ið að gera eins nú.” Randall spratt forviða á fætur. “Eg — eg efast um að eg geti það, læknir,” stamaði hann og rendi augum þangað sem hans náföla Linda hvíldi. “Svo er líka Dr. Griggs hér —” “Dr. Griggs,” greip Lance kuldalega fram í, “á að fara til eigin herbergis síns og njóta nokkurrar svefnstundar. En þér eigið að að- stoða mig, Randall.” “En, hvað er að?” Griggs færði sig nær með undrandi augnaráði. “Það er ekkert að mér, Lance. Eg þarf ekkert frekar á svefn- hvíld að halda heldur en þér. Get verið hér og hjálpað —” “Hindurvitni, kanske,” sagði Lance. “En það vildi nú svo til að þér voruð líka nálægur við hinn uppskurðinn — og gátuð þá ekki lieldur framkvæmt hann. Stúlkan dó — þér kölluðuð það morð. í kvöld get eg ekki liðið návist yðar hér í stofunni.” “Alveg eins og yður þóknast, Lance.” Rödd Griggs var kyrlát og gremjulaus. Eg held mér skiljist hugarþel yðar. Og eg get ekki ásakað yður fyrir það. Eg tapaði stjórn á tungu minni það kvöld, og sagði ýmislegt sem eg hefði ekki átt að segja — og meinti ekki — já, mér væri víst betra að njóta nokkurrar svefnstundar. Hepnist yður verkið vel.” Hann lokaði hurðinni á eftir sér, og þeir heyrðu hann pjakka niður frosinn útistigann. Það skíðlogaði í hitunarofninum, og þægilegan yl lagði um alla stofuna, þótt allar gluggarúð- urnar væri þaktar þykkri héluhúð. Randall var að fletta upp ermum sínum, eins og kveldið fyrir, og þvo sér um hendurnar. “Eg vissi ekkert hvað þér hefðið út á Griggs að setja sem aðstoðarmann,” sagði hann og kinkaði kolli. “Eins og á stendur, lái eg yður þetta ekki. Eg hygst nú reiðubúinn. Svo virðist sem maður uppgötvi hjá sjálfum sér hæfileika til að gera ýmislegt, þegar í nauðir rekur, sem hann aldrei áður hafði hugmynd um að hann gæti gert.” Lance hóf tafarlaust líknarstarf sitt. Hönd hans var stöðug sem steinnin og taugarnax sem stáli slegnar. Þreytukendina, er greip hann þefar hann fyrst kom inn í stofuna, hafði hann nú hrist af sér, og Randall horfði á það með aðdáun hve hiklaust hinir lipru fingur læknisins léku með hnífsbrögðin, honum eins og að óvörum. Á þessari næturstund virtist hann sem eitthvað minna og eitthvað meira en aðeins maður — snillivél, sem verk sitt vann hafin yfir og ósnortin af hinum lamandi mætti viðkvæmninnar. Lance hnyklaði brýnnar eftir því sem verk- inu miðaði áfram. Botnlanginn var enn ekki sprunginn, eins og hann hafði óttast, en var fast að því kominn og alt ásigkomulag sjúkl- ingsins mjög bágborið. En þó ekki vonlaust. Langt frá því. Og á þessari næturstund skyldi hnífsbragðinu ekki skeika á tvísýnis-augnablik- inu — Utan af strætinu barst nú fjarlægt og sí- hækkandi orðagjálfur. Þetta drundi Lance við eyra, án þess þó að fá truflað athygli hans á uppskurðarverkinu. Þá virtist skvaldurslið þetta hafa numið staðar rétt fram undan stofu- glugganum og raddirnar hækkað og magnast eins og æðandi vindhviður. Lance hleypti brúnum. Hér var hann rétt kominn að úrslita- augnabliki starfs síns og mátti ekki verða fyrir hindran. Nú heyrðist klunnalega þrammað upp eftir útistiganum, hátt kallað og hönd brugðið um hurðarhúninn. Rahdall leit upp og hnykti við, en Lance hafði ekki augun af því sem hann var að gera. Hann vissi samt sem áður af því, þegar hurð- inni var hrundið upp og kuldagusturinn streymdi inn í stofuna með reiðstígvéla búnum og loðfeldi huldum hönnum, er fyltu ganginn og þrömmuðu klunnalega inn úr dyrunum. Og að baki þeim var Dr. Griggs. “Lokið þið dyrunum! Fljótt!” kallaði Lance í byrstum tón. “Það er vissulega hann,” murraði einhver. “Lokið dyrunum og farið héðan!” urraði Randall og stóð á fætur. “Getið þið ekki gripið það, að læknirinn er önnum kafinn í miðju uppskurðarverki? ” Hurðin hafði lokast að baki komumanna, en þeir hreyfðu sig ekkert til burtfarar aftur. Þarna voru fimm menn, auk Griggs. Og þótt Lance liti ekki við þeim, þá vissi hann hvers- konar menn það væri — vissi að það .voru ekki Windspur-menn né frá hjarðlendasvæðinu. Herzlumagn læddist um taugar lækninum, eins og aðvífandi eggjan næturnepjunnar fyrir utan um að framkvæma það sem hann yrði að gera þessar næstu lokasekúndurnar. “Hann er vissulega að gera uppskurð,” urr- aði einn aðkomumannanna. “Að myrða aðra stúlku, þótt læknisleyfið væri af honum tekið, hundinum!” “Setjið handjárnin á hann, hr. fógeti!” bætti annar við. “í þetta sinn sleppur hann ekki.” “Ókunnu menn,” kallaði Dave Randall í bænarróm, “þetta er dóttir mín. Burt með ykkur! Hví í ósköpunum létuð þér, Griggs, þessi mannflón hingað inn? Farið tafarlaust út með þá aftur.” “Hví ætti eg að gera það?” Þetta var annarlegur Griggs, sem nú hafði orðið. “Hann er alt, sem þeir segja — morðingi, án læknis- leyfis. Seinustu stúlkuna, sem hann gerði uppskurð á við sama meininu, myrti hann — alveg eins og hann gerir í kvöld. Þetta er lögreglan, komin hingað frá Rimrock til þess að sækja hann.” Lance heyrði hvert orð, sem talað var. Hann hafði frá því fyrsta vantréyst Dr. Griggs og vitað, að fyr eða síðar myndi maðurinn sæta færis til að svíkja sig eins og hann hefði áður gert. Og nú þrengdi Dr. Griggs, í broddi mann- hóps, sér þarna inn, þegar mest var í húfi með uppskurðinn, ákveðinn í að hefna sín og án þess að skeyta þess nokkurs hvað af því kynm að leiða fyrir Lindu Randall. Lance lét þetta ekkert á sig fá og hönd hans skeikaði ekki með hnífsbragðið. Þetta var loka-augnablikið — fyrir Lindu og honum sjálfum. Hann leit ekki upp, en skipandi rödd hans barst út um stofuna; i “Randall, komi Van Scoy einu feti nær, þá sláið í höfuð honum með bysunni yðar!” Van Scoy! Við að heyra þetta nafn stanz- aði Griggs eins og hann hefði skyndilega orðið að ísstöngli, og hinir mennirnir hreyfðu sig heldur ekki. Randall leit með hvössu gremju- auga á þenna hinn lækni og teygði óðara með snöggu viðbragði úr hinum stóra líkama sínum. “Sem eg er lifandi maður trúi eg því að þetta sé Van Scoy!” sagði hann hastur. “Skegg- lausan þekti eg hann aldrei — en hann er svikarottan, sem læddist á burt, þegar böndin bárust hér að honum.” “Auðvitað er hann Van Scoy,” viðurkendi Lance. “Umrennings læknir, sem aldrei stanz- ar lengi neinsstaðar — menn leggja fljótt grun á hann. Færið yður fjær, Griggs.” “Þetta — þetta er fjarstæða,” frussaði Griggs óðamála út úr sér. “Þessir menn komu hingað til að handtaka yður, sem farið hafið nú nógu lengi bak við lögin —” “Hr. fógeti,” sagði Randall, “þetta er dóttir mín á uppskurðarborðinu og ef nokkur tefur fyrir lækninum meðan hann er að ljúka við það verk, þá drep eg þann mannhund. Sé nokkur ærleg taug í ykkur, piltar, þá haldið ykkur í fjarlægð héðan.” “Það skulum við vissulega gera,” mælti fógetinn. “Við höfðum í upphafi enga hug- mynd um að við værum að þrengja okkur inn á nokkuð þessu líkt. Komið, Griggs, hér aftur í stofuna með okkur. Mér þætti nú annars vænt um að vita hvað alt þetta hefir að þýða — þetta tal um Griggs og Van Scoy og alt hitt. Það kemur mér mjög skrítilega fyrir.” “í því er ekki nokkurt orð af sannleika, fógeti,” sagði Griggs í mótmælatón. “Eg—” “Þér mættið eins vel spara yður ómak,” sagði Randall í viðvörunartón. “Þar sem Lance hefir bent mér á það, þá get eg staðhæft það afdráttarlaust, að þér séuð Van Scoy — þótt eg geri á hinn bóginn ráð fyrir, að það geti ekki skoðast sem neitt ódæði að þér hafið breytt um nafn yðar.” Lance andvarpaði fenginslega um leið og hann rétti úr sér. Hann hafði barist fyrir þessum seinustu lokasekúndum, er honum reið svo mjög á að fá, og náð þeim. Eftir þetta þurfti aðeins á venjulegu hjúkrunarstarfi að halda. Góð von var um að uppskurðurinn hefði hepnast vel. En þegar þessu væri lokið myndi þessir utanaðkomandi lögreglusendlar sækja að honum á ný að áeggjan Griggs. Þetta yrði úrslitabarátta, og úr því svo væri, þá var enginn tími hentugri til orustunnar en hin líðandi stund. Hugsan hans er hárbeitt eins og eggin á uppskurðarhnífnum, er hann hafði nú slept úr hönd sér. “Ónei. Að breyta unl nafn er ekkert ó- dæði,” viðurkendi hann. “En það er til ýmis- legt annað, sem því nafni mætti nefna. Þér minnist þess, Randall, að fyrirliðinn í jarðfalls- skálar-hellinum sagði okkur að Linda væri komin aftur hingað til bæjarins. Að ekkert hefði verið gert henni til meins. Þess hefði ekki verið nein þörf. Hann sagði að ekki þyrfti nú annars við en láta náttúruna halda sitt strik, þangað sem hún nú stefndi. — Og í það sinnið, Griggs,” bætti Lance við og sneri sér í snatri að honum, “hygg eg að þér hafið sólundað mannspilunum yðar.” Andlit Griggs var nú orðið öskugrátt Hann reyndi að segja eitthvað, en gat ekki eitt augnablik komið upp nokkru orði. Og alt ókunna sendiliðið hlustaði á þetta með ein- beittu athygli' “Þér — þér eruð genginn af vitinu,” stam- aði Griggs og saup hveljur. “Eg veit ekkert um hvað þér eruð að tala.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.