Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1942 3 Guðmundur Sveinbjörnsson F. 18. júlí 1861 D. 25. nóv. 1941 við Churchbridge Sask. Hann var fæddur að Odda- görðum í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Snorrason og Guðrún .Jónsdóttir; fór hann fjögurra ára í fóstur til Guð- Guðmundur Sveinbjörnsson niundar Jónssonar, móðurbróður sins, að Stórafljóti i Biskups- tungum. Var hjá honum í 20 ar; stundaði þar fjármensku og sjómensku, og þótti vel gefast. Árið 1886 giftist hann Guð- rúnu Þorsteinsdóttur, Jakobs- sonar Snorrasonar, prests að Húsafelli; l>juggu foreldrar hénn. ar lengi að Haugshúsum á Álfa- nesi. Munu þau Guðmundur og Guðrún hafa kynst þegar þau v°ru lílt af æskuskeiði, og þá skapast sú trygð, sem reyndist þeim traustur förunautur á sam- leiðinni. Þau byrjuðu búskap að Akra- h°Hi á Álftanesi; fluttu þaðan að Króki og voru þar i níu ár; eftir það héldu þau til hingað og Þangað á nesinu. Stundaði Guð- oiundur sjómensku eins og áður. Árið 1900 l'luttust þau Guð- •nundur og Guðrún vestur um haf, til Þingvallabygðar í Sas- katchewan. Guðmundur byrjaði vinna hjá Magnúsi Hinriks- syni, sem átti fyrir konu Kristínu systur Guðrúnar. Magnús lánaði honum ,fé til þess að komast á vestur; vann hann af sér þá shuld. Guðmundur festi sér bráðlega heimilisrétt og fór að búa upp á e'M*n reikning; bætti hann við 'andareign sina, og tók efnahag- Ur þeirra hjóna að blómgast; 'oru þau samhent i ráðdeild og ntorðu. iveruhús var reist gott, og peningshús sömuleiðis; land var Plægt til akurs, og aðrar um- hætur gerðar til framfara og bú- Prifnaðar. Börn eignuðust þau hjón •imm: eitt stúlkubarn, sem þau •nistu á íslandi. Hérlendis eru hörn þeirra: Guðmundur, sem hýr góðu búi í grendinni; Kristín Álfheiður, gift Ásmundi Lofts- syni; Þorsteinn Sveinbjörn, gift- Ur konu af þýzkum ættum og hýr á föðurleifð sinni; Guðbjart- llr óskar, smiður í Churchbridge. Gll eru þau börn mannvænleg °g 'hafa þegið drjúgan skerf af mannkostum foreldra sinna. 1 maí 1929 flutti eg guðsþjón- nstu i kirkju Konkordiasafnað- arJ að lokinni guð&þjónustu 8ekk eg fram kirkjuna til að heilsa upp á menn; innan við hirkjudyrnar stóð maður, sem hróg að sér athygli mína; skift- mnst við á nokkrum orðum; Greindi hann skilmerkilega frá uPpruna sínum og fæðingarstað; Serði hann þetta 'blátt áfram og svo yfirlætislaust, að eg minnist t»ess æ síðan. Mér mun hafa dottið í hug eitthvað á þá leið: “Hér mun lýrir gott efni”; enda reyndist það svo. Maður þessi var Guðmundur Isveinbjörnsson. Vart mun að finna háttprúð- ar> mann en Guðmund; eg veit ekki hvort vóg meir hjá honum ýfirlætisleysið eða stillingin: vel var hnn fjáður af hvorutveggja. Býst eg ekki við, að honum nokkurntima hafi fundist mikið um verk sín; var þó verkmaður góður. Oft hafði eg ánægju af því að tala við Guðmurtd; rólegt við- mót og hógleg framsetninig kom manni til þess að láta sér liða vel. Eitt sinn sagði Guðmundur við mig það, sem benti til skap- gerðar hans, og var saingróið hugsunarhætti hans: “Það er bezt að taka öllu með ró; það þýðir ekkert að æðrast.” Enda mun Guðmundur hafa numið þá list mörgum fremur. Eg hygg að skapgerð Guð- inundar sé vel lýst af skáldinu, Jóni Þorleifssyni: “Logn, sem kemur lífi af, þá lífið veit af mætti sinum; þekkir sig og þann, sem gaf — það vil eg eiga í huga mínuin.” Hið rólega lundarlag Guð- mundar var bygt á styrkleika hans eins qg sagt er: “í rósemi og trausti skal styrkur yðar vera.” (Jes. 30; 15) og “Farðu luegt, þá kemstu vel.” Tæpast get eg hugsað að Guð- mundur hafi nokkurntíma bak- að sér óvildar nokkurs manns; svo var hann útsláttarlaus og grandvar í garð annara, heyrðist aldrei leggja neitt misjafnt til nokkurs; latti öllu fremur, el' það var gert af öðrum í návist hans. Með Guðmundi leyndist þétt- leiki í lund oig festa í skoðunum; alt var það án yfirlætis. Það eitt mátti maður reiðqt sig á, að ef honum yrði eitthvað að orðum, að þar fylgdi hugur máli; og ekkert tvírætt. Gestrisni var talin sjálfsögð skylda á heimili þeirra Guð- mundar og Guðrúnar; hafa börn þeirra þegið þann göfuga arf eftir þau. Gott var að leita lið- sinnis þeirra hjóna i örðugleik- um; var þeim ljúft og eðlilegt að liðsinna að þörf og brýnustu getu. Stór þáttur i lífi Guðmundar var trúin á guð sinn og frelsara; hér sannaðist einnig: “Orð voru fá, en athöfn mörg.” Trúin veitti honum þrek og hugrekki í því mótdræga, og heildarsýn og sáttsemi við við- burði þess. Hann var ágætuv meðlimur Konkordiasafnaðar; studdi þau málefni fjármunalega qg með þ\i að sækja guðshús reglulega; mátti nokkurnveginn reiða sig á það, að sæti hans væri skipað þegar messað var. Það stríddi allmikið heilsu- leysi á Guðmund á siðari árum, og gerði honum örðugt um gang; var hann vanur að hafa göngustaf sér til stuðnings. En nú er komið dagsetur; holdið þreytta nýtur nú værðar i skauti hinnar mjúkhentu móð- ur. Göngustafurinn er lagður af- siðis; hans gerist ekki þörf lengur. “Þar fanstu ró, þar fékstu hvíld og feldir loks þinn staf” — í skjóli við húsið, þar sem hann var vanur að ganga til fundar við Guð sinn, og það sem hann hjálpaði til að reisa. “Úr heiminum, þar sem ljósi likt, þú leiðst fram í breytni þinni, Þín örtd', sem hafði sig himni viigSt er horfin í ljóssins inni.” “Hné þitt höfuð hægt og rótt — hægt og rótt. Hvíl i Guði; góða nótt — góða nótt. —Mamma biður kærlega að heilsa yður, hera kennari, og biður yður að sýna það lítillæti að þiiggja þennan kæfubelg. —Berðu mömmu þinni alúð- arkveðju mína, góði, og segðu henni, að belgurinn hafi verið miklu stærri en eg verðskulda. —Það sagði pabbi minn líka. Hann sagði, að þú verðskuldaðir ekki meira en svo sem naglsrót- arstærð eða eins og upp í nös á ketti! SEEDTIME asticL 'HARVEST* By Dr. K. W. Neatby 4 Dirtctor, Agrxcvltural Departmenl North-West Line Elevators Association CEREAL VARIETY RECOMMENDA TIONS No less than eight varieties of wheat are officially recoinmend- ed in the prairie provinces. Due to the striking differences in soil and climate found in various regions, it is natural that some varieties should be particularly well adapted to certain regions. Each year standard and new varieties áre tested at widely separated points. Hundreds of such tests are conducted, and the results carefully examined by provincial cereal variety zonation committees. On the basis of experimental results, official recommendations are published; and these are distributed to all grain buyers of line elevator companies as- sociated with the Agricultural Ðepartment of The North-West Line Elevators Association. Re- commendations respecting oats, barley and flax are, also, in- cluddd. In order to achieve the besl results in grain próduction, the farmer must be sure to grow the variety best suited to his local conditions, and he must have reasonablv pure seed which will germinate nd grow vigorously. Crop Improvement Associa- tions are now functioning in each of the three prairie pro- vinces and through them the country elevator grain buyer be- comes the recognized distributor of registered and certified cereal seeds. He will be glad to advise respcting recommended varieties, and will place seed orders with te Crop Improvement Associa- tion. Several new varieties of oats and barley have been released during the past few years. The emphasis now placed on live- stock products justifies more attention to securing the best varieties or coarse graiús. Also, the Government is asking for more and more flax. Sow only good seed of a good variety. Fyrir skömmu síðan ákvað ríkisstjórnin að kaupa alt síldar- mjöl, sem síldarverksmiðjur rik- isins eiga eftir í landinu. Mjöl þetta er um 1400 smálestir og er fyrirhugað að gjeyma það þangað til seinna, ef grípa þyrfti til þess af einhverjuin ástæðum. Það var mjög auðvelt að selja þetta mjöl á erlendum markaði, en ríkisstjórnin taldi heppilegra, að í landinu væri til einhver forði af sildarmjöli. sem grípa mætti til,. ef slíkar aðstæður sköpuðust hér innanlands, að þess væri þörf. * * * Helgi Benediktsson, forstjóri 'í Vestmannaeyjum, hefir sagt tíðindamanni blaðsins þessar fréttir úr Eyjuin: Þessa dagana er Fisksölusamlagið að greiða uppbót á fiski frá fyrra ári. Nemur uppbót þessi um 10 kr. á hvert skippund. Áhugi fyrir aukningu skipastóls Eyjanna er mjög mikill meðal manna hér. Mun veiðiskipaflotinn aukast um alt að 700 smálestir, þegar ný- smíðuð og aðkeypt skip eru tal- in. Eitt skip er í smíðum. En auk þess er í ráði að smíða tvö 70 sinálesta skip, annað hjá Vig- fúsi Jónssyni og sonum hans, en hitt hjá Þorvaldi Guðmundssyni og ennfremur verður smiðað eitt 200 smálesta, á mínum vegum. Þá hafa nú alveg nýlega verið keypt hingað mörg skip. Eru þau þessi: “Bolli,” kaupandi Sig. Sigurjónsson, “Bragi” eigandi hans er Gísli Magnússon, “Birg- ir” eigandi Sigurjón Sigurbjörns- son, “Vestri” eigendur Ágúst Bjarnason og Júlíus Ingibergs- son. Ennfremur línuv. “Málm- ey,” eigendur hennar eru Kjart- an Guðmundsson og Þorvaldiu- Guðjónsson. ★ * * Hreppstjórinn í ólafsfjarðar- kauptúni sagði blaðinu þessi tið- indi í simtali í gær: Það, sem af er vetri, hefir verið mjög snjó- létt hér. Þessa dagana er að- eins föl á jörð. Vegna hinnar hagsta'ðu veðráttu hefir verið hægt að vinna stöðugt að raf- veitu þeirri, sem verið er að gera hér fvrir kauptúnið. Lokið er við að reisa vélahús og stíflu- garð rafveitunnar. Og þessa dagana er verið að leggja há- spennulínuna frá rafstöðinni til kauptúnsins. Hús fyrir skifti- stöðina innanbæjar er þegar til- búið og leiðslur fyrir rafmagnið innanba'jar eru til frá fyrri tíð. Sjálfar aflvélarnar eru ókomnar ennþá, en búist er við að“ þær komi áður en langt um líður til landsins. Alt annað efni til raf- veitunnar mun þegar vera feng- ið og mestur hluti þess kominn til ólafsfjarðar. Ef alt gengm að óskum er sennilegt að orku- verið verði fullbúið til notkunar um áramót. í haust voru al- hugaðir möguleikar fyrir grjót- námi, sem fram þarf að fara i stórum stil í sambandi við vænt- anlega hafnargerð hér. Yfir- maður við þessar framkvæmdir var Kristján Sölvason frá Sauð- árkróki. Möguleikar fyrir hafn- argerð hafa verið athugaðir að öðru leyti og er mjög mikil! á- hugi ríkjandi meðal íbúa kaup- túnsins fyrir því að þetta mann- virki komist upp í náinni fram- tið. Til þess að byrja með gæti stuttur hafnargarður orðið til mikilla tgjóta. Meðal annars myndi hann, koma í veg fyrir að möl berist utan af firðinum og valdi tjóni á bátalaginu. * * * Sveinn Guðmundsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Hall- geirseyjar, tjáði blaðinu þessi tíðindi í gær: Veðrátta hefir verið nijög umhleypingasöm undanfarið. f þessum stormum hefir rekið kynstrin öll af viði hér á sandana. Þessi viður er yfirleitt mjög góður. Svo að segja alt plankar og unninn við- ur. Má telja líklegt að skip, sem hlaðið hafi verið timbri, hafi farist nálægt landi. * * * Um síðustu helgi bilaði lands- siminn allvíða, en þó einkum á Austurlandi. í öræfum slitnaði síminn á 4 km. löngu svæði og 6 staurar brotnuðu. Þá slitnuðu vírar á þessari sömu línu á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Talsímalínan fyrir austan Vík í Mýrdal slitnaði og á Norður- landslinunni slitnaði síminn á milli Ketilsstaða og Fagradals. Smáskemdir urðu á nokkrum stöðum. Álitið er að ísing á vír- unum sé orsök þessara símabil- ana. ★ ★ * Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefir skýrt blaðinu svo frá : Mjög lit- ið ber nú orðið á tundurduflum á reki. En eins og menn rekur vafalaust minni til, þá var mik- ið um þau fyrir Austurlandinu fyrir skömmu síðan. Nokkur þeirra dufla, sem ráku í land. sprungu. En tjón varð þó hvergi mjög tilfinnanlegt af þeim sprenginguin. Einna mestu tjóni ollu duflin við Skála á Langa- nesi. Á næstunni mun brezka herstjórnin fjölga mjög þeim mönnum, sem fást við að eyði- leggja tundurdufl, sem kunna að reka á land.—(Tíminn 16. des.). On Ihe Pine Ridge Trail, Kenora Ski Club

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.