Lögberg - 12.02.1942, Síða 7
/
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12, FEBRÚAR, 1942
7
Voltaire
(*. E. Eyford færöi í letur.
(Framhald)
Eítir að Voltaire var sestur að
á Ferney, veittist honum meira
næði til ritstarfa og vísindalegra
iðkana, sem hann notaði vel; en
það gat ekki varað lengi, því
hann fékk bráðlega önnur við-
fangsefni að glíma við.
Skamt frá landamæruin Sviss,
°g ekki langt frá Ferney, er
borgin Toulouse á Frakklandi.
Þessi borg, eins og Frakkland
ytirleitt, var algjörlega háð yfir-
raðum katólsku kirkjunnar og
hinu takmarkalausa klerka og
biskupavaldi. Enginn þorði að
hrófla við né veita nokkra mót-
stöðu valdi kirkjunnar, nema
eiga á hættu hinar miskunnar-
°g mannúðarlausustu píslir og
smánarlegasta dauðdaga. Fáfræði
alþýðunnar var takmarkalaus og
var prestunum því auðvelt að
láta lýðinn trúa hverju sem þeim
sýndist, hversu fáránlegt sem
það var.
í borginni Toulouse, og sjálf-
sagt víðar um Frakkland, voru
haldnar stórhátíðir, með skrúð-
göngu og allra handa gleðskap
°g fáránlegum fagnaðarlátum, í
minningu um St. Bartholomus
morðin í París, og ofsóknirnar
gegn prótistöntum á Frakklandi.
önnur lík hátíð var haldin i
minningu þess að Nantas samn-
tngurinn var brotinn. (Með þeim
samningi hafði prótistöntum ver-
gefin réttindi til að hafa sínar
guðsþjónustur út af fyrir sig,
öáreittir). f Toulouse voru afar-
strangar reglur, eða lög gegn
protistöntum, og voru þeir sízt
betur farnir þar en Gyðingar,
bæði á Frakklandi og í öðrum
lönduni. í Toulouse mátti eng-
mn prótistant vera: lögmaður,
læknir, lyfsali, bóksali, matvöru-
haupmaður né prentari, og
hatólskum mönnum var ekki
Jeyfifegt að hafa prótistanta í
þjónustu sinni. Árið 1748 vildi
það til, að katólsk kona, sem var
1 barnsnauð, naut hjúkrunar og
hjálpar yfirsetukonu, sem var
Prótistant, og var hún sektuð
fyrir vikið um 3,000 franka.
Skömmu eftir að Voltaire var
seztur að á Ferney, vildi það til
1 Toulouse að ungur mður, sem
hét Calas hafði fyrirfarið sér.
Hann og foreldrar hans voru
Protistantar, en það voru lög i
borginni, að lík allra er fremdu
sjálfsmorð skyldi lagt nakið á
Hmlagrind, og þannig dregýð
eftir strætum borgarinnar, og að
Því loknu hengt upp á gálga.
Til þess að lík piltsins kæmist
hjá þessari meðferð, beiddi faðir
hrengsins vini sina og trúbræður
að bera það með sér, að pilturinn
hefði dúið náttúrlegum dauða;
en þá var sá orðrómur brátt
breiddur út, að faðir hans hefði
Jyrirfarið drengnum, til að koma
i veg fyrir að hann snerist til
hatólskrar trúar; var faðirinn þá
iekinn til fanga og píndur á alla
Vegu til að játa á sig glæpinn,
en 'hann stóðst ekki pislirnar til
'engdar og dó eftir skamma
stund. Fjármunir hans voru
gerðir upptækir og fjölskyldan
hrakin úr borginni, sem i vand-
r*ðurn sínuin flúði á náðir
Toltaires.
Hessir atburðir og margir lík-
lr> höfðu afar mikil áhrif á
Toltaire og svo að hann einsetli
ser að verja þyí sem eftir var
æfinnar til að brjóta niður hið
menningar. og mannúðarsnauða
hlerka- og kirkjuvald á Frakk-
liindi, sem var með öllu óþol-
andi. Þessi léttlyndi og lífsglaði
hiaður varð nú svo alvarlega
^igsandi, að ekki fór bros yfir
Varir hans, enda safði hann í
réfi til kunningja síns: “Þetta
ern ekki timar til gleðskapar;
eilhrjjrg skynsemi, morð og
verskyns níðingsverk, eiga enga
samleið.” Það var með Voltai
Um þessar mundir, líkt og m
^ola og Anatole P'rance í Dreyf
málinu; þetta þrælslega óréttlæ
Sem hann sá alt í kringum s
vakti hann til alvaruegrai; m
hugsunar og athafna, og löngun-
in til að brjóta hlekki fáfræðis
og villu, sem fjötruðu þjóð hans;
hóf hann upp ogí gaf honum á-
ræði og djörfung til að segja
spiltri kirkju og ofbeldislullu
klerkavaldi stríð á hendur. Vol-
taire ræðst ekki á grúndvallar-
kenningu kristindómsins, heldur
á hið ómannúðlega vald, sem
kirkjan hafði tekið sér yfir
hugsana- og samvizkufrelsi
manna. Hann segir á einum
stað. “Sá maður, sem segir við
mig, ef þú trúir ekki eins og eg
trúi, þá útskúfar Guð þér; er
líklegur til að segja; trúðu eins
og eg, eða eg drep þig.” Hundr-
uð þúsunda smáritlinga voru nú
send út frá Ferney, um all
Frakkland. Voltaire sagði, að
til þess að fræða fólkið þýddi
ekki að skrifa stórar bækur,
heldur að taka eitt og eitt spurs-
mál fyrir í einu, útskýra það
sem bezt, slíkt yrði fremur lesið
af þeim fáu, sem læsir væru.
Þessi aðferð hafði brátt tilætluð
áhrif, menn tóku að hugsa og
ræða um þessi mál; það var eins
ojg ofurlítið skýjarof í nátt-
myrkri fáfræði og hleypidóma.
Þegar hér var komið sögunni sá
kirkjuvaldið að eitthvað varð til
bragðs að taka, til að þagga nið-
ur i Voltaire, og koma í veg
fyrir þau áhrif sem rit hans
voru farin að hafa á þjóðina.
Að fara að skrifa á móti honum
vissu þeir að var með öllu þýð-
ingarlaust, svo einhver önnur
ráð varð að finna upp, og í sam-
ráði við páfann og aðra kirkju-
höfðingja var Madama de
Tompador fengin til að fara á
furtd hans með tilboð um, að
hann yrði gerður að kardínála,
ef hann vildi hætta árásum á
kirkjuna og prestana; en Vol-
taire var ekki upp á þau skifti
kominn, og neitaði þessu glæsi-
lega tilboði með öllu; en hélt á-
frarn að dreifa blöðum og smá-
bæklingum út um landið, með
enn meiri dugnaði en nokkru
sinni áður. Kirkjuvaldið var
ráðalaust, þorði ekki að beita
ofbeldi við hann, því að baki
Voltaires stóð sem múrveggur til
varnar allflestir menta- og
menningarfrömuðir Evrópu, á-
samt konungum og valdhöfum
ýmsra þjóða. Rödd hans barst
ekki einungis um Frakkland,
heldur um öll menningarlönd
Evrópu og viðar, og varð það
ljósblik í myrkri vanþekkingar
og hindurvitna, sem að siðustu
rauf skýluna frá augum miljón-
anna, og skapaði nýtt tímabil á
þróunarbraut mannsandans.
Eftir að Voltaire sneri sér af
atefli að því að vinna að hugs-
ana sainvizku og málfrelsi þjóð-
ar sinnar, go annara, skifti hann
sér lítið af stjórnmálum, þó virð-
ist hann hallast helzt að lýðræð-
isfyrirkomulaginu, sem á þeirri
tíð var meir hugsjón en veru-
leiki. Hann hafði séð hvernig
hið lýðræðislega fyrirkomulag
frumkirkjunnar var komið, og
hann efaðist um að betur mundi
fara með pólitiskt lýðræði. Á
þeirri tíð var konungseinveldi
hið almennasta stjórnarfyrir-
komulag, og almenningur var
orðinn því svo vanur að fáir
hugðu að annað betra væri
mogulegt, auk þess kendi kirkj-
an að konungsvaldið væri guð-
leg stofnun. Þegar inenn héldu
fram einvalds fyrirkomulaginu
við hann, sem því bezta, svaraði
hann: “Með því móti að
Marcus Aurelius sé einvaldinn,
getur það verið gott. En hvaða
mismun gerir það allsleysingjan-
um, hvort hann er etinn upp af
Ijóni eða hundrað rottum.”
Voltaire var háður sinum tíma,
og hugði alls ekki á jglyltingu.
bygði von sina á því, að með
meiri upplýsinguð hugsana- og
málfrelsi, mundu mennirnir
þroskast; verða réttlátari og um-
burðarlyndari hver við innan, og
sinámsaman útrýma kúgun og
ofbeldi í viðskitum sín á meðal,
og læra að lifa ^anjan i friði og
glóðvild hver til annars. Hann
þekti ástríður og óstýrilæti
mannanna, að minsta kosti úr
sínu eigin lífi, og bjóst alls ekki
við neinni skyndibreytingu á
mannlegum hugsunarhætti.—
í einu riti sínu “The World As
It goes” segir hann sögu um
engil (líklega Gabriel) sem hafði
heyrt margar ljótar sögur um
spillingu Persapólis borgarbúa og
hafði þegar ákveðið að afmá
borgina og alla íbúa hennar; en
áður en slíkt yrði framkvæml
hugðist hann að fá greinilegri
skýrslu um hegðun og framferði
borgarbúa, og afréð að senda
trúnaðarmann (engil) sinn til
borgarinnar. Þegar sendimaður-
inn kemur til Persapolis, verður
hann óttasleginn að sjá allan
þann ólifnað sem þar átti sér
stað. En er hann fór að kynn-
ast i borginni, fór honum að lika
vel við fólkið, sem var kurteist
i umgengni, viðfeldið, vingjarn-
legt, greiðvikið og góðgerðasamt,
en þrátt fyrir þessa kosti, var
það hverflynt, ósannsögult, ó-
áreiðanlegt, talaði illa hvað, um
annað, öfundaði hvað annað, var
hégóagjarnt, drykkfelt, svallaði
úti á nóttunni, o. s. frv.
Þegar sendimaðurinn hafði
kynt sér háttu borgarmanna,
sem honum líkaði, fór hann að
verða óttasleginn um, að ef hánn
gæfi skýrslu um hegjðun borgar-
manna, eins og hann kyntist
þeim, að þá yrði borgin afmáð,
en skýrslu átti hann að gefa, svo
það var ekki hægt að komast hjá
því, svo honum datt í hug að
safna saman gulli og allslags
dýrmætum gimsteinum, ásamt
mold og allra handa rusli, bæði
lélegum málmum og öðru. Síðan
fer hann með þessi svo óliku
efni til bezta likneskju steypar-
ans í borjgánni, og biður hann að
búa til líkneski úr þessum efn-
um.
Þegar líkneskið var fullgert,
sem leit aðdáanlega vel út, lagði
sendimaðurinn á stað með það
til engilsins, setti það niður fyr-
ir framan hann og sagði: Vilt
þú brjóta þetta fallega líneski,
þó það sé ekki að öllu leyti gjört
úr gulli og gimsteinum?”
Engillinn horfði á það um
stund, sagði ekkert, en eftir það
mintist hann ekki framar á að
eyðileggja Persapólis.
Voltaire var einn hinn mesti
mannvinur, hann skildi allía
manna bezt hin andstæðu eða
mótstríðandi öfl i eðli mann-
anna, og hans trú var sú, að með
meiri þekkingu á eðli mannsins,
og náttúrunni í kringum hann,
þroskaðist maðurinn til hærri
menningar, réttlátari breytni við
aðra menn. Hann trúði ekki að
þessi jörð yrði gerð að neinni
Utopiu, með eintómum lögum og
vladboðum, slíkur heimur yrði
að skapast í gegnum stöðugan
þroska mannanna, og útrýmingu
þess er stæði í vegi slíkrar
þroskunar. f fám orðum sagt,
Voltaire var umbótastefnumaður,
en ekki byltingamaður. Þess-
vegna fóru þessir tveir miklu
boðberar nýrri tíma, 18. aldar-
innar á Frakklandi, Voltaire og
Rousseau svo algjörlega hvor
sina leið. Annar var talsmaður
skynseminnar (Voltaire), hinn
talsmaður tilfinninganna (Rous-
seau). Skynsemin krefst þekk-
ingar og reynslu. Tilfinningin
krefst fullnæginga þess, sem
hugúrinn þráir, án nánari athug-
unar. Báðir voru mennirnir
mikilhæfir, og voru viljandi eða
óviljandi, valdir hinna stærstu
straumhvarfa í sögu þjóðar
sinnar, og fleiri landa, í lok 18.
aldarinnar, og langt fram á 19.
öld.
Voltaire var hinn mesti starfs-
maður, svo fáir eða engir eru
hans jafningjar. Eftir hann eru
99 rit, mörg stórar fræði- og
vísindabækur, auk alls fjölda
smárita. Hann hafði oft sagt, að
það eina sem hann kviði fyrir
væri það, að Hfið entist sér ekki
til að inna af hendi þá þjónustu
í þarfir rrfánnanna, sem hann
þráði. Góðgjörðasemi hans og
hjálpfýsi var takmarkalaus.
Fjöldi fólks, fjær og nær, leitaði
A Humble Tribute
It rings from the heart of Hong Kong,
The epic of gallant men,
For Valour has dipped her pen in blood
And written the story again.
Of peace-loving men and gentle
Who dropped the plow and oar,
The shovel, the hammer, the ardent pen,
For guns on a distant shore.
Not fighting for gold or power
Or coveted foreign sod,
But guarding that cherished way of life
Dear-bought with toil and blood.
It broke into flame at Hong Kong
And shines to the final goal,
That glowing spark of the living God
That burns in a free man’s soul.
Caroline Gunnarsson.
til hans, bæði fyrir hjálp og ráð-
leggingar á ýmsum vandamál-
um. Hann var ávalt boðinn og
búinn að rétta hlut þeirra sem
orðið höfðu fyrir ranglæti, bæði
með skrifum sínum og persónu-
legum áhrifum. Umkomulaust
fólk, sem hafði orðið á einhverj-
ar smá yfirsjónir, tók hann sér-
staklega undir vernd sína, og út-
vegaði þvi náðun, frá hinum ó-
mannúðlegu dómum er þá tiðk-
uðust, fyrir hverja smá-yfirsjón;
og kom því í heiðarlega atvinnu,
og| leit eftir því, og leiðbeindi þvi,
Það er saga um, að er ungur
maður og kona, sem höfðu stol-
ið einhverju frá honum, komu á
fund hans, féllu á kné fyrir
honum og beiddu hann fyrir-
gefningar, að hann laut niður
að þeim, rétti þeim hendur sínar
og reisti þáu á fætur og sagði:
“Mín fyrirgefning er ykkar, en
fallið ekki fram fyrir neinum
nema Guði.” Hann tók og að sér
umkomulaus börn, sem hann ól
upp og kom til menta, og ánafn-
aði þeim lífeyri. Hann sagði um
sjálfan sig: “Þegar á mig er
ráðist, berst eg eins og djöfull-
inn; eg gefst ekki upp fyrir nein-
um; en í grunninn er eg góður
djöfull, og að lokum með hlátri.”
Árið 1770 tóku vinir hans sig
saman um að safna loforðum til
að láta gjöra brjóstmynd úr
bronzi af honum. Þeim ríku
var sagt að þeir mættu ekki
leggja til meir en mite (c. 0.25),
því svo margar þúsundir langaði
til að njóta þess heiðurs að
leggja til sinn litla skelf. Fredrik
Prússakonungur spurðist fyrir
um hversu mikið að hann mætti
leggja til; honum var sagt, “að-
eins eina krónu, herra, og nafn
yðar.” Voltaire vildi ekki láta
gera þessa mynd af sér, af þeirri
ástæðu, að hann hefði orðið ekk-
ert andlit til að láta móta. “Þið
vitið ekki hvar andlitið ætti að
vera. Augun eru sokkin þrjá
þumlunga inn í höfuðið, kinn-
arnar eins og gamalt pergament,
og þessar fáu tennur sem eftir
voru, eru farnar.” Svarið var:
“Við mótum genius.”
Þegar hér er komið sögunni
var hann 83 ára gamall, og þá
vaknaði ómótstæðileg löngun i
huga hans, að sjá Paris áður
hann dæi. Læknarnir ráðlögðu
honum að takast ekki svo langa
Perð á hendur, en hann svaraði
þeim því, að það væri sín á
kvörðun, sem ekki væri til neins
að ætla að koma í veg fyrir.
Hann hafði nú notið langra líf-
daga, og afkastað miklu starfi,
og honum hefir ef til vill fund-
ist að hann hefði fullan rétt til
að deyja, þar sem hann helzt
kysi, og það helzt í Paris, hvað-
an hann hafði verið svo lengi
útlagi.
Leiðin til París var löng og
vegir slæmir, en ferðinni vildi
Voltaire halda áfram hvað sem
kostaði, þó hann fyndi að slíkt
var honum um megn. Svo loks
er hann kom til París mátti
segja að beinin skröltu laus inn-
an í skinnbjórnum, og var hann
mjög af sér genginn. Hann fór
til fornvinar síns, d’Argental:
“Eg gat ekki látið vera að sjá
þig, áður en eg dey, því tókst eg
þessa erfiðu ferð á hendur,”
sagði Voltaire. Daginn eftir er
fréttin barst út að Voltaire væri
kominn til Paris komu þrjú
hundruð manns til að sjá hann,
<en Louis konungur XVI. 'þorði
ekki að banna vinum Voltaires
að heimsækja hann og fagna
honum, þó slíkt væri mjög á
móti vilja hans. Benjamín
Franklin, sem þá var sendiherra
Bandaríkjanna i París, var einn
af þeim er heimsóttu Voltaire, og
hafði sonarson sinn ineð sér til
þess að láta Voltaire leggja
blessun sina yfir hann. Voltaire
lagði sína þunnu og máttförnu
hendi á höfuð drengsins, og bað
hann Ihelga líf sitt Guði og frels-
inu.”
Heilsa hans var á förum, og
daginn eftir var hann svo veik-
ur, að hann fór ekki á fætur.
Einhver hafði fengið prest til að
koma til hans, til að heyra og
skrifa játningu hans.
“Hver sendi þig, M. l’Abbé?”
spuFði Voltaire. “Guð sjálfur,”
svaraði presturinn. “Jæja, jæja,
hera minn,” sagði Voltaire, “sýn-
ið mér erindisbréfið.”
Presturinn fór sem fljótast
án þess að lesa nokkra bæn. Síð-
ar sendi Voltaire eftir öðrum
presti til þess að beyra skrifta-
játningu sína. Þessi prestur,
sem hét Gaulier, kom og heyrði
játningu Voltaires, en neitaði
honum um aflausn, nema að
hann gæfi skriflega yfirlýsingu
uin að hann stæði stöðugur i
fullri og efasemdalausri trú á
katólska kirkju og kennisetning-
ar. Voltaire þverneitaði að gjöra
neina slika yfirlýsingu, en í þess
stað lét hann Wagner, skrifara
sinn, skrifa þessa yfirlýsingu til
birtingar fyrir öllum heimi: “Eg
dey tilbiðjandi Guð, elskandi
vini mína, hatandi engan, for-
smáandi hjátrú og hindurvitni.”
Þessa yfirlýsingu undirritaði
Voltaire, ineð sinni máttförnu
hendi 28. febrúar 1778.
Næsta dag, þó veikur væri, var
hann keyrður í vagni til háskól-
ans, gegnum troðfull stræti af
fólki, sem þrengdi sér að vagn-
inum, til að geta slitið tytlur úr
hinum afar dýrmæta loðfeldi,
sem Catherine Rússadrotning
hafði gefið honum, og haft til
ininja um hann. Engum manni
hafði verið fagnað i Paris með
meiri almennum fögnuði.
Daginn eftir var síðasti leikur
hans sýndur í leikhúsinu, sem
var fremur lélegur. Voltaire fór
þangað, þvert á móti aðvörun
læknanna. Fólkið fagnaði Vol-
taire með þeim gleðilátum að
ekki heyrðist til leikendanna.
Þegar Voltaire fór eim til sín,
þetta kvöld, var hann svo mátt-
farinn að hann var nær dauða
en lífi. Hann vissi vel að nú
mundi hann ekki eiga langt eftir.
Hann hafði notað til siðustu
stundar í fylsta mæli hið mikla
þrek, sem náttúran hafði gefið
honum, ef til vill i fyllri mæli
en nokkrum öðruin manni.
Hann varðist dauðanum eins
lengi (jjg hægt var, en dauðinn
vann sigur á Voltaire sem öðr-
um. Hann andaðist 30. maí 1778.
Vinir hans fengu ekki leyfi til
að jarða hann að kristinna
manna sið í vígðum grafreit í
Paris, svo þeir fóru með líkið
úr borginni. Þegar þeir komu
til Scelliéres fundu þeir prest
sem annað hvort vissi ekki um
bannið, eða áleit að slíkt bann
næði ekki til slíks genius sem
Voltaire var, og jarðaði hann að
kristinna manna sið i vígðri
mold.
Yrið 1791 neyddi þjóðþing
stjórnarbyltingarinnar L o u i s
að láta grafa upp lik Voltaires
og flytja það til Panthéon. Likið
var flutt til París í skrúðgöngu
100,000 manna og kvenna, og
600,000 manns raðaði sér með-
fram strætunum, þar sem farið
var með líkamsleifar þessa mikla
Ijósbera b'rakklands. Á likvagn-
inum stóðu þessi orð: Hann
var hið mikla hreyfiafl mann-
legra hugsana; hann undirbjó
(vakti) okkur til frelsis.” Á
grafsteininum eru aðeins þrjú
orð:
“Hér hvílir Voltaire.”
nrmtinq...
distinctrJe and persuasrýe
T^UBLICITY tliat attracts and compels action on
• the part of the cusitomer is an important factor
in the development of busiijess. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
The COLUMBIA PRE5S LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8