Lögberg


Lögberg - 05.03.1942, Qupperneq 5

Lögberg - 05.03.1942, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ, 1942 5 Þá gáfu vísindin honum stór- ar imixtúrur og töflur og sendu hann í tukthúsið aftur.” IV. Ekki vil eg skilja við þetta vfni ón þess að minnast á sögu- hetjuna, sjálfan Ljósvtíkinginn. Framan af æfi ihans gat eg vor- hent honum og fundið til sam- úðar með honum, en nú finst mér hann alveg fnamúrskarandi leiðinleg persóna, jafnvel verri en Pétur þríhross. Skil eg ekki hvrnig nokkrum getur komið til hugar að “fí-gúra” þessi verði ódauðleg í hugum manna. Þetta sálarvankaða og siðlausa vingul- dýr, stynjandi undir ofurþunga sinnar dáðlausu góðvildar og fegurðar dýrkunar. Hann á.að vera ósigrandi vegna auðmýktar hjartans, en honum verður þó lítið fyrir að ljúga þ<%ar hann er að reyna að komast undan hegningu og hnesna þegar hann er iað koma sér í mjúkinn hjá heru, og þegar hann hefir loks- ms fu-ndið hina sönnu ást, trúir hann ekki meir á hana en svo Uð hann hyggur Reimar nvuni ná henni frá sér. Þetta, sem hér hefir verið sagt um ólaif Kárason er miðað við þá heimsskoðun, sem viðurk'enn- lr verðmæti eður gildi, i vana- legum skilni-ngi, bæði andlega og efnalega, og að hann eigi að skoð- ast sem hver annar maður. Það er ekki auðfylt þuð skarð sem verð- ur í manndóminn þegar burt er hipt bæði dáð og ábirgðartilfinn- lngu. En það er hægt að líta a ólaf frá öðru sjónarmiði, s'koða hann sem persónugerfi eða tákinmynd mannlifsins eins °§ það lítur út fyrir auguin sögu höfundarins. Til er sú heims- skoðun eður speki, sem ekiki á I hugmyndasafni sínu neitt það, sem við í daglegu tali nefnum verðmætii, og -skyldu. Þar er Jalnrétt að “gera og að gera ekki.” Lifið er “sjúkdómur eða skemd i efninu,” “bilun eða misskilningur í tóminu,” slys- farir i Ijósvakianum”, (á máli sögunnar). Atheiinurinn nokk- II rs konar risavél, sem hreyfist eltir órjúfanlegu lögmáli, og k"etiir sig engu skiifta slikan hé- góma sem -lífið. En hvað verður SVo um ólaf skáld og fegurðina, ef brugðið er á þau ljósi þessar- ar speki. ólaifur hara lifði. Naut fegurðar 1-ifsins, og þjáðist sainkvæmt eðli sjúkdómsins i efninu. Hann var hvorki verri eða betri iheldur en þeir, sem Pindu hann. Og hverfur svo i faðm dauðans uppi i jöklinum, an þess að fá neina hlutdeild í ffamtíðar fegurð himinsins. ^agan er að vísu að burðast við að gera fegurð himinsins að ein- hvers konar yfirskilvitlegri goð- veru. En eg sé ekki hún eigi meiri rétt á sér en aðrar slíkar verur, sem mennimir -hafa búið til. Uppi á jöklinum býr dauð- inn, lengra kemst ekki skáldið með óskabarn sitt. En hv-að er svo um fegurðina? Sú feg-urð, sem tilheyrir vorum heimi, þ. e. lífinu, er tálfegurð, sem lifir á sinni eigin andstæðu, því sem iljótt er eða andstyggi- legt. Verður því “töfra fyllri, sem vébönd hennar nálgast meir ofurefli sinnar eigin andstæðu,” segir sagan. Þetta útskýrir ef til vill að einhverju leyti alla þá andstygð og ófegurð, sem höf. rogast með inn á sögusviðið i upphafi, og eins hina miklu hrifning surnra lesenda, sem nú ekki finst þeir geta lifað án þess að hafa þessar ódauðlegu verur: Bjart frá Suimarhúsum og Ljós- víking skáld sinn til hvorrar handar. Fegurð himinsins aftur á móti tekur við þar sem -lífinu með öllum sinum þjáningum, sleppir. Það er i algeru líifleysi: dauða. Því allar trúarhugsjónir eru hugarburður sem á rót sína i einhverjum dulartengslium milli þess sem við nefnuim sálarlif og kynhvöt. Stíltæ-kni höfund-arins og ritlist er viðhrugðið og það með réttu. Nát-túrulýsingar hans eru oft gerðar af óvenjulegri snild. Hann hefir nærri ótrúlegt iag á því að gera frásögnin broslega. Glettni hans er ýmist látlaus og blátt áfram, eins og þar sem skáldið gleðst af því að vinur hans dvel- ur í Kaupmannáhöfn “þeim eina stað, sem var betri en -að vera hjá guði,” og þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að stúlkan muni vera of gömul til að byrja á kristindómi. “Lík- lega þarf maður að læra krist- indóm á óvitaaldri.” Eða klár- geng og hrossabrestleg, minnir á Gharlie Chaplin þegar hann skók hausinn frainan í áhorf- endur eftir að steypt hafði verið yfir hann úr grautarfati eða eplaköku kastað í andlit hon- um. iÞessu lík er t d. viðureign skáld&ins við ritstjórann og hina tvo “heildri menn” o. fl. Þrátt fyrir það, að saga þessi er bölsýn og lítiltrúuð á framtíð mannkynsins andar í gegnum hana samúð ineð þeim, sem verða undir i baráttu lífsins, og er það hennar höfuð kostur, að undanskildri frásagnalistinni, sem eg hefi áður -getið. Eg hefi litla trú á að lestur slíkra sagna sé til andlegrar uppbyggingar og tel það illa farið að slíkur hæfiileikamaður sem höf. er. brauðs að fitla við söguskrif, i stað þess að beita sér fyrir hald- betra viðreisnarstarf. Hjálmar Gislason. Ment er máttur Ræðukafli Hannesar Hafstein er hann lagði horsiein að Landsbókasafninu. Síðustu einkunnarorðin: Ment er máttur, verða höggvin inn í grunnsteininn, sem verður þann- ig fyrirkomið, að hann sézt að innan úr kjallaranum. Á stein- inn verður og höggvið, að hann sé lagður á árstíðardag Snorra Sturlusonar, snillingsins snjalla, sem, eins og kunnugt er, lézt að- faranótt þessa dags ifyrir 665 árum. Nefndinni, sem aðstoðar stjórnina við bygginguna, þótti vel til fallið, að þessi athöfn færi fram einmitt þennan dag, því að vissulega er li-fsstarf Snorra grundvöllur og hyrningarsteinn undir mentafrægð og orðstír ís- lands, sem er þess fegursta fjöð- ur enn fram á þennan da-g, og vonin um, að sú stofnun, sem sérstaklega er helguð fortíðar, nútíðar og framtíðar mentun þessa lands, megi koma að til- ætluðu gagni með tilætluðu magni, er óefað greinilega sam- einuð minning hans. Því fátt sannar öllu áþreifanlegar, hvílík- ur máttur fylgir mentinni en það, hverja þýðingu þær mentir, sem Snorri Sturluson er íulltrúi ifyrir og frömuður að, hafa haft fyrir hina islenzku þjóð, líf hennar og viðhald, álit og alla þróun. Tími og veður bannaa- að rökstyðja -þetta ýtarlegar hér, en þeir, sem þekkja sögu fslands vita, að þetta er satt. Bókasöfnin hafa tvennskonar ætlunarverk. í fyrsta lagi geyma þau bókmentir og sögu þjóðar- innar og erú þannig varðkastali og forðabúr þjóðernistilfinning- arinnar, sem aftur er skilyrði fyrir samheldni, vilja og krafti til þess að efla og hefja þjóðina sem þjóð. Eg vona að þessi bygging, sem hér á að rísa, verði trúr og tryggur geymslustaður fyrir alt gott í íslenzkum bók- ^mentum að fornu og nýju,’ örugt vígi fyrir minningu þeirra manna, sem auka og efla mentir og þar með inátt þessa lands. Vona eg, að í þessu húsi verði sýnilegur staður, þar seirf nöfn slíkra manna verða höggvin í stein að þeim látnum, þeim til lofs og öðrum til eftirbreytni. En bókasöfnin hafa einnig annað ætlunarverk, og það er að vopna hinn lifandi lýð i fram- sóknarbaráttunni á hverjum tíma, með því að fá inn í iland- ið jafnóðum hinar beztu bækur og rit í öllum visindagreinum, svo að þeir, er mentir stunda, geti fylgst með í þeim framförum þekkingarinnar, sem fleygja menningunni áfram. Hvervetna og í öllu er það nútímans reynsla, að þekkingin er það sem sigrinum ræður Það er þekkingin og visindin, sem finna upp vopnin og áhöldin til varnar og sóknar í lífsbaráttunni, bar- áttunni fram á við og upp á við til meira ljóss, meira frelsis, meira inanngildis, sem er tím- ans krafa. Það er gamalt spak- madi, að blindur sé bóklaus maður. En blindur maður getur ekki beitt vopnunum, hann er vopnlaus, máttlaus, ófær í bar- áttunni, og er því ment máttur, sem ekki má án vera. Einnig þetta síðarnefnda ætl- unarverk vona eg að verði leyst af hendi eftir föngum og af góð- um vilja í hinu nýja húsi, sem hér á| að reisa, húsinu, sem ætl- ast er til að stækki eins og skelin með skelfiskinum, eftir því sem árin líða. Eg veit eigi aðra betri ósk, er eg geti bundið við þesSa athöfn, en |iá, að æskulýður fslands festi sér í huga þann sannleik, að ment er máttur og að mentaleysi skulii þurfa að vinna sér það til ®reskir fallhlífarhermenn, sem nú eru í æfingum til þess að jafna á Þjóðverjum. r<‘t<ir eru nú óðum að æfa öflugar sveitir fallhlifarher- (lnna, e.r á sínum iíma mnnu reynast Þjóðverjum alt annað n auðsveipar viðurcignar; þcssi tekund hermanna, ver til töngum og ströngum æfingatíma að læra að fatla og i h '- ('^ ne/fa; þeir koma niðu-r úr fallhlifunum með byssu sé tnáttleysi. Hver sem eykur mentun sína, eykur mátt sinn, og þar með mátt þess lands, sem á hann. Um leið og eg bið allsvaldandi guð að blessa þessa mentabygg- ingu, sem hér á að standa, legg eg í nafni þings og stjórnar þessa lands hyrningarsteininn á- samt menjum þeim, er eg áður hefi frá skýrt. Blessist og varðveitist ibók- mentir, tunga og þjóðerni fs- lands. —(Lögrétta 26. sept., 1906). DÁNARFREGN Föstudagsmorguninn 27. febr. andaðist Erlendur G. Erlendson á heimili Mr. og Mrs. Henry Schaffer í 'Cavalier, eftir all-lang- an og strangan sjúkdóm, sem hafði varað um fjögurra ára skeið. Erlendur Gísli Erlendson fæddist 12. maí 1862 -í Litlugröf í Langholti í Skagafjarðarsýslu; foreldrar hans voru Erlendur Jónsson og Guðrún Jóhannsdótt- ir Faðir hans dó áður en hann fæddist, en móðir hans 'fluttisi til Ameríku meðan hann enn var á ungum aldri. Hann fór i fóst- ur til frænda síns, Jóhannesav Thorkelssonar á Dýrfinnustöðum í Hofstaðasókn í Skagafirði. En eftir fermingaraldur vann hann fyrir sér á ýmsum stöðum, Árið 1884 giftist hann Sigriði Jóns- dóttur frá Skálá í Sléttuhlíð. Þau eignuðust 4 börn. Tveir synir dóu í æsku, en sonur og dóttir lifa föður sinn, Gunnar og Lilja (Mrs. S. Einarsson), bæði búsett í Akrabygðinni. Eftir 12 ára sambúð á Lóni i Deildardal, misti Erlendur konu sína. Flutt- ist hann þá að Glæsibæ í Skaga- firði, og þaðan til Ameriku með börn sín árið 1900.«Settist hann þá að hjá ólafi Jóhannesíyni móðurbróður sinum í Akrabygð og hafði þar fyrst um sinn sama- stað, en vann fyrir sér við ýmsa bændavinnu. Hefir hann svo síðan er aldur færðist yfir, búið á ýmsum stöðum hér bæði hjá dóttur sinni og víðar. Síðustu 4 árin var hann mest af til heim- ilis hjá Mr. og Mrs. S. T. Björn- son, Hensel. Var hann þá far- inn að kenna sjúkdómsins og var með k-öflum á sjúkrahúsi i Cavalier, N.D. Og seinustu 3—4 mánuðina dvaldi hann á heimili Mr. og Mrs. Henry Schaffer, þar sem hann nú andaðist eins og áður er -sagt. Erlendur sál var þrekmaður mikill. Það sem hann tók að sér að gjöra, vann hann ávalt með sérstakri trúmensku, og var í fylsta máta áreiðanlegur í öll- um viðskiftum. Má því segja að trúmenska, þrek og dugnaður hafi auðkent hann á starfsskeiði lífsins. Jarðarför Erlendar sál. fór frain frá ikirkju Vidalínssafnað- ar. Mánudaginn 2. marz var hann lagður til hvíldar í graf- reit þeirrar kirkju. Séra H. Sigmar jarðsöng. Siprini1 Þegar Sigur fæst, gerið yður ljósa þýðingu hans — frambúðar frjálsræði fyrir yður og börn yðar ^il þess að lifa, hugsa og biðja á þann hátt, er yður og þeim þóknast. Öryggi fyrir heimili yðar — sparifé yðar — og ellitryggingu. Frelsi þeirra þjóða, sem nú eru i þrælahaldi. Ný lækifæri fyrir alla. Þér getið flýtt fyrir sigrinum með því að kaupa Sigurláns Veðbréf — sem er aðeins önnur leið lil þess að lána stjórn yðar peninga. Sérhvert ceni verður endurgreitt, og í viðbót fáið þér 3% ársvexti, sem greiðast sex- mánaðarlega. Það er enginn vísari vegur til að spara peninga, og láta þá vinna samtímis og berjasi fyrir yður. Canada hefir veitt yður frelsi og öryggi. Canada hetir verndað yður. Nú þarfnasi Canada hjálpar YÐAR. Lánið stjórninni hvert cent, sem. þér framast megið án vera til þess að hjálpa henni til þess að utbúa hermenn- ina, stöðva og koma á kné hinum sam- vizkulausu harðstjórum, sem ógna öryggi yðar. Lánið til þess að kaupa fyrir Sigur- inn, sem yður er svo áríðandi. Kaupið Sigurláns Veðbréf NÚ ÞEGAR. HVAÐ ER SIGURLÁNS VEÐBRÉF? Pað er loforð Canadastjðrnar um að endurgreiða hvert cent, sem þðr lánið henni. pér getið selt Veðbréfið fyrir peninga, hvenær sem þér þarfnist þeirra. Af hverju Veðbréfi eru greiddir 3% ársvextir. Við hvert Veðbréf er festur arðmiði. Tvisvar á ári getið þér tekið arðmiða til bankans, og fengið and- virði hans í peningum. pér getið fengið Sigurlánsbréf fyrir $50, $100, $500, $1,000 eða $5,ooo upp- hæðir. Pér getið keypt Veðbréf ^gegn afborgunum — aðeins 10% öt í hönd, og afgangi má dreifa yfir marga mánuði með síðustu borgun 15. ágúst 1942. Fðlk kaupir Sigurláns Veðbréf af viðurkendum umboðsmanni, sem heimsækir yður, hjá ölliim bönkum eða Trust félögum, eða á aðalskrifstofu Sigurlánsins f umhverfi yðar. Sala hinna nýju Sigurláns Veðbréfa stendur nö yfir. kaupa alt, sem þér megnið. Verið viðbflnir að »

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.