Lögberg - 05.03.1942, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ, 1942
7
Um kvöld
Eftir Loft Guðnuindsson.
Það er síðla kvölds um mið-
sumarskeið, og sólin á aðeins
örskamman spöl ófarinn að öldu-
djúpum Ægis. ' i
Lognsléttur fjörðurinn og
fjaliahlíðarnar ívrir botni hans
loga í rauðgullnum bjacma frá
hnígandi sól, en giljadrög og
hamraskorur hverfa í húmbláa
skugga. Aftankyrðin, boðfari
næturinnar, fer um dalinn, svíf-
ur niður aif silfurroðnum tind-
um, niður hlíðarnar, þar sem
slegin og nýhirt tún, blika sem
rauðgulir silkireflar við græn-
dökkan flosgrunn óslegins engis.
Úti í vallendismóunum hljómar
stakt og angurvært kvak lítillar
heiðlóar, sem enn finst ekki
kominn tími til þess að taka á
sig náðir, og ofan úr dimmuni
'gljúfrunum fyrir ofan bæinn á
Hömrum, hljómar þungur foss-
niður,------annars er alt hljótt.
Við baggadyr heyhlöðunnar á
Hömrum, stendur aldurhniginn
maður. Hann styðst fram á hrífu
sína og horfir gráleitum, róleg-
um augum til vesturs, — í átt
til sólarlagsins. Hann er snögg-
klæddur, andlit hans er magurt,
sólbrent og veðurtekið en hraust-
legt; mótað djúpum dráttum er
gefa því svip þreks og festu. Hár
hans er tekið að grána, það er
þvalt af svita og ógreitt og ekki
laust við að heystrá og mosakusk
ioði við lokka þess. Skyrtan
Hakir frá sterklegum, sinaber-
uni hálsinum og hvelfdum, loðn-
um barminum, þar sem svita-
öroparnir glitra eins og dögg á
grasi. Hann kreppir hendurnar
gljáfægðu hrífuskaftinu, —
stórar þrekrammar hendur með
þörðum, hnúamiklum fingrum
°g þykku siggi í lófum. Þær
þendur lýsa æfi hans og skap-
gerð, stórum betur þó að með
þóglum hætti sá, en mörg orð
^engju gert.
Og Björn bóndi horfir til vest-
Urs, — j átt til sólarlagsins. f
óag hefir hann lokið við að koma
töðunni undir þak; heitur ilmur
þennar berst til hans út úr hlöð-
Unni, sem nú er jafnfylt að
Veggsillum. Þessi dagur hefir
Verið erfiður, — erfiður að átök-
Uln, en þó um Leið gleðirikur
uPpskerudagur ótal handtaka,
oska og vona. í kvöld, er hann
lauk við að sópa baggaflána og
l’ar síðustu heystráin milli handa
S'nna, inn i hlöðuna, hafði hann
^engið tuttugu og fimm töðu-
^öplum meira af túninu, en
nokkru sinni fyr og rösklega
H’eim hundruðum fram yfir það,
sem það gaf af sér, er hann,
lyrir hartnær fjörutíu árum, tók
við jörðinni af föður sínum.
Nú er sól hnigin að hafi.
Jallahlíðarnar, sem fyrir
skammri stundu loguðu í báli
nftanbjarmans, hjúpast nú húm-
h'nimum bláifta. Yfir hafsrönd
renna þó skýjajaðrarnir enn I
e öi sólarlagsins og gullna, kvik-
andi geislaröst leggur inn eftir
'rðinum. Loftið verður svalara
°g dögg tekur að falla. Lóan
er bögnuð og lögst til hvíldar í
VaHlendismóaftum. Fossinn í
gljúfrunum fyrir ofn bæinn, er
einn um þá dirfsku að rjúfa
næturkyrðina. Það er skylda
ans að vaka, — hann hefir
staðið vörð um sveitina frá ó-
jnnnatíð. — Ef til vill finnur
ann seiðmagn friðar og hvíld-
^r’ iæðast umhverfis sig í kyrð
Voldsins og knýr þess vegna
nrpustrengi sina til hærri
Jóma en áður.
Án efa finnur Björn bóndi
Homrum til hins sama seið-
Ulagns en þó stendur hann kyr
°g hal]ast fram á hrifuna. Ann-
aö heimilisfólk var fyrir nokkru
gengið til bæjarins, ef til vil!
^ofnað, .— þag hlaut að vera
veytt eftir erfiði dagsins. í
er leið, vakti það lengi við
sæta upp töðuna og vaknaði
Po elHc«„.___i_________
þe:
gat
eldsnemma í morgun, sökuin
88 að. veðurútlit var tvírætt.
eins brugðist til regns, sem
fí amhaldandi þerris. . En taðan
var líka öll komin undir þak. Á
morgun fengi það að sofa út og
-hvíla sig, hátíðarbrigði dagsins
mundi kona hans sjá um að öðru
leyti en því, að hann ákvað að
lána fólkinu hestana fram í dals-
botna. Hann mintist þess nú,
að hann hét á Jónsa litla i sláttu-
byrjun að lána hojium þann
brúnskjótta, töðugjáldadaginn, eí
töðuheyskapurinn gengi vel.-----
Björn Ieggur frá sér hrífuna,
gengur að hlöðukampinum, tek-
ur peysuna sína, sem hann lagði
þar í morgun, en hún er köld og
rök af dögg, svo að hann hættir
við að fara í hana, en leggur
hana lauslega um axlir sér. Síð-
an heldur hann af stað, — ekki
þó í átt til bæjar, heldur stefnir
hann upp túnbrekkuna í átt til
fjalls.
Fyrir ofan túnhrekkuna er dá-
lítill hvammur. f honum nemur
Björn bóndi staðar og lítur til
baka, yfir túnið, bæjarhúsin og
engjarnar. Það er venja hans,
ef hann er léttur í skapi, og eins
ef hann er þreyttur og þarfnast
aukins þreks og kjarks, að ganga
þá þennan spöl, sem hann nú
hefir markað beinni slóð á dagg-
arfeld grænnar brekkunnar, og
nema síðan staðar um stund i
hvamminuin þar sem hann stend-
ur nú. Þá venju hafði faðir
hans einnig haft, Björn man þeg-
ar hann í fyrsta skifti trítlaði
upp brekkuna við hlið hans. Þá
var Björn lítill snáði, og þá var
brekkan honum hærri og bratt-
ari en nú. Þá hafði honum
virzt, sem hann sæi veröld alla
þaðan úr hvamminum. Síðar
varð hvammurinn leikvangur
hans, þar átti hann fjárhús full
af sauðaleggjum, hornum og
kjálkum og var ríkasti bóndi
landsins. Er hann eltist, varð
hann að láta sér nægja minni
auðæfi, en hvammurinn var þó
altaf staðurinn, sem hann leitaði
til, ef hann fýsti að vera einn
um gleði sína eða sorgir.
Björn leit yfir túnið, — næst
hvamminum þótti honum vænst
um túnið. Það var honum ekki
aðeins sláttur og ræktaður völl-
ur er gaf af sér svo og svo marga
töðukapla og kýrfóður.
Túnið var honum' alt annað
og meira, það var helgur reitur,
vígður striti, baráttu og sveita
hans og feðra hans, — fyrir þrot-
lausa stýrjöld við grjót og
þúfnakarga, höfðu þeir hrifið
það úr viðjum móa og gróður-
snauðra mela. Á hverju vori og
hverju hausti höfðu þeir lagst
í viking og herjað hið seinunna
riki fjallaihlíðarinnar fyrir ofan
Hambrabæinn, borið vopn sín til
sigurs í vinnulúnum, sigghörð-
um, hnýttum höndum, til sigurs
gróandanum og lífinu.
Björn hefir herjað í aðra átt
með betri og fljótvirkari vopn-
um og glæstari árangri. Hann
herjaði á fúaflóka mýrarinnar,
fyrir neðan túnið. Er hann leit
þangað, blasti stór og fögur sáð-
slétta við augum hans. Já, hann
hafði barist og unnið sigra,----
enda bera hendur hans þess
merki, að ekki hafi þær oft legið
hvitþvegnar og hreyfingarlausar
í skauti. Enn á hann vonandi
mörg ár framundan til frekari
átaka, en jafnvel þótt að svo
yrði ekki, er hann ánægður með
dagsverk sitt. Hann hefir altaf
notað hvert liðandi augnablik til
hin,s ýtrasta, hann getur því,
hvenær sem vera skal, hlýtt þvi
kalli, er alla kveður frá orustu
fyr eða siðar.
Birni verður litið út eftir firð-
inum, til norðvesturs. Eldar sól-
arlagsins eru nú með ðllu
slokknaðir, — geislarákin inn
eftir firðinum,------hin gnllna
braut, sem hinstu geislar hníg-
andi sólar lögðu frá eilífðarsviði
dagsins til húmblárrar strandar
hverfuls veruleika eftir kvikum,
blikandi bárum, er horfinn og
bleikfölv skýjadrög hylja hvarf-
rönd sjóndeildarhringsins, þar
sem haf og Ihiminn mætast. f
skugga strandarinnar liggja tveir
dökkir stálnökkvar, dulir og
uggvænlegir og Björn getur ekki
dulið áhyggjusvip sinn er hon-
um verður litið til þeirra. Þarna
hafa þeir legið í tvö sólarhringa,
án ■ þess að hafa nokkurt sam-
band við íbúa sveitarinnar. Et'
til vill fara þeir i nótt, með jafn-
hljóðlegum og leyndardóms-
þrungnum hætti og þeir komu.
— —r — Ef lil vill liggja þeir
þarna svó dögum eða mánuðum
skiftir.--------
f vor frétti Björn eins og aðr-
ir landsbúar, um ótrúlega og
geigvænlega atburði, sem gerð-
ust í höfuðstað landsins. Er-
lendur her hafði tekið sér að-
setur þar og víða í næstu héröð-
um. Herdeildir gengu með al-
væpni um allar götur þar, vél-
knúin hernaðartæki brunuðu um
alla vegi en vopnaðar flugvélar
svilu i loftinu yl'ir húsþökum
borgarinnar.
Og Björn hafði fundið mar-
tröð kvíðans og óvissunnar iæð-
ast ineð skotum og kimum.
Drápsæði styrjaldanna,-------4—
þessi kalda iheiftþrungna vitfirr-
ing, sem öðru hvoru geysaði um
hinar víðu lendur stórveldanna,
þarna langt úti í heimi, — gat
það verið, að það hefði í raun
og veru teygt sína blóðgu arma
hingað. Það var jafn ótrúlegt.
eins og það var eðlilegt, að heyra
fréttir af hamförum þess á meg-
inlandinu handan hafsins. En
nokkrum dögum eftir að þessar
fregnir bárust, hafði Björn með
eigin augum séð risavaxna, er-
lenda hernaðarflugvél svífa uin
sólbjart heiði yfir sveitinni og
fjöllunum og þá,-----— þá varð
geigur óvissunnar í huga hans að
kaldri, hótandi vissu.
Og nú lágu þessi skuggalegu
skip skamt undan ströndinni,
þar sem hann lék sér í æsku og
týndi skeljar og kufunga í vasa
sína. Hvaða erindi áttu þau
hingað, — upp að strönd hins
friðsæla starfs, þar sem sólin
hneig til viðar á hverju kvöldi,
eftir að hafa séð nýja sigra í
þjónustu lífs og gróanda, unna á
vígvöllum engja og túns. Það
afl, sem stýrði för þessara skipa,
var ekki í þjónustu gróandans og
lifsins. Að þeim lögu örlög,
þyngri en nokkur mannlegur
máttur fengi við ráðið,------- —
örlög, sem villuráfandi mannkyn,\
öflugt til eyðileggingardáða fyrir
sinn sjúka vanmátt, hafði bund-
ið sér og niðjum sínum. —
En hverjum dugði að vera að
hugsa um þessi skip. — Ef til
vill yrðu þau farin á morgun
Og til hvers var það að vera að
ergja skap sitt ineð heilabrotum
um öfugstreymi nútíðarinnar og
uggvænleik framtíðarinnar? —
Hvaða áhrif gat einn afdalabóndi
haft á rás viðburða þeirra, sem
gerðust utan við landamörk á-
býlisjarðar hans? — Mátti hann
ekki þakka fyrir, á meðan hann
fékk að ganga óáreittur að starfi
sínu, þakka fyrir aukinn töðu-
feng og hagstætt veðurfar? —
Jú, vissulega.
Birni er orðið hrollkalt. Næt-
ursvalinn leikur um fáklæddan
likama hans, rakan af svita eftir
erfiði dagsins. Hann hrindir frá
sér öllum döprum heilabrotum
og heldur af stað til bæjar. Hann
er þreyttur,---------hann finn-
ur það nú að einnig honum er
þörf hvíldar og svefns. Hann
verður var máttleysislúa í hnés-
bótunum, er hann gengur niður
túnbrekkuna, sem hann áður
fyr hafði hlaupið niður í gáska-
fenginni dirfsku unglingsins, sera
finnur ótamda krafta titra í
hverri taug og hverjum vöðva
síns vaxandi líkama. Hann er
tekinn að lýjast og eldast, en sú
tilfinning veldur honum frekar
ánægju en angurs. Hann veit
að hann hefir hvorki þreyzt eða
elzt til einskis.
Skyndilega nemur hann stað-
ar og hlustar. úr norðurátt,
utan frá ströndinni, berst veikur
titrandi niður að eyrum hans.
— Þessi niður færist óðfluga nær
og eýkst að styrkleika. Nú
heyrir hann glöggt að hann kem-
ur utan frá þjóðveginum.--------
Vélargnýr bifreiðar. — — Nú,
ékki annað! Og Björn heldur
áfram göngu sinni niður brekk-
una.
En á næsta augnabliki nemur
hann enn staðar og hlustar. Það
er eitthvað óeðlilegt við þenna
vélagný, — eitthvað óeðlilega
þungt og sterkt. Hann hlaut að
stafa frá mörgum bifreiðum.
Bezt að hinkra aðeins við og sjá.
Og hann þarf ekki að bíða
lengi. Nú eykst gnýrinn um
helming. —--------Stór, grádökk
bifreið kemur brunandi á hæð-
inni, yztu sem til sézt út itteð
ströndinni, — á næsta augna-
bliki er hún horfin niður í laut,
en á sama vettvangi kemur önn-
ur í ljós á hæðinni og ekur i
hvarf með .sama hraða.----------
Og enn ein, — — sú þriðja —
fjórða — fimta og sjötta.
Nú sézt sú fyrsta aftur á næsta
leyti og síðan hjnar sex. Þær
færast óðfluga nær eftir þjóðveg-
inum, svo að Björn getur innan
skamms nokkurnveginn greint
lögun þeirra og lit þó að húm-
skyggt sé; — þetta eru hvorki
venjulegar áætlunarbifreiðar né
einkabifreiðar, — — þetta eru
skuggadökkir, háreistir kassar.
— “Að einhverju í ætt við
diminu stálnökkvana, sem liggja
undan ströndinni,” — flýgur
Birni í hug, og skilur í sömu
andrá, hverskonar farartæki þar
fara. — — — Herflutningabif-
reiðar.
“Hvert skulu þær ætla?” spyr
liann sjálfan sig með nokkurri
undrun.
Hann fær svarið fyr en varir.
Forystubifreiðin hægir á ferð-
inni um leið og hún beygir af
þjóðveginum, inn á afbrautina,
sem liggur heim að Hömrum.
Og hinar sex koma á eftir henni.
Er þær koma á móts við nýju
sáðsléttuna fyrir neðan túnið,
nema þær staðar.
Björn stendur grafkyr, þögull
og starandi í sömu sporum. Þó
að líf hans lægi við, myndi hann
ekki megna að hreyfa sig úr
stað; hann ifinnur til nístandi
kuldakendar í barmi sínum,
viljalamaður og vitundarbundinn
heyrir hann háreysti og skipandi
köll kveða við úr bifreiðunum
og sér fjölda manns stíga út úr
þeim Nokkurir af þeim ganga
inn á sáðsléttuna; skipunarköll-
in kveða við á ný, og þeir, sem
beðið hafa hjá bifreiðunum, taka
þaðan allskonar byrðar og hafur-
task og bera inn á sléttuna. Enn
kveða við köll og skipanir,-----
köll og skipanir. —- — Innan
fárra augnablika, sem Birni finst
lengri en öll sín fyrri æfi, eru
þessir óboðnu gestir teknir að
reisa tjöld inni á miðri sléttunni.
Þung, dimm högg hljóina út i
kvöldkyrðina, —--------högg frá
hömrum, er knýja tjaldhælana
niður í mjúka og raka gróður-
inoldina, — moldina, sem hann
hefir vakið til lífsins, plægt, herf-
að og blandað frjóefnum. Sú
gróðurmold var honum nátengd-
ari sifjaböndum starfsfórnar og
starfsárangurs, en nokkur annar
blettur jarðarinnar. Það finn-
ur hann bezt nú. Við hvert högg
er hann heyrir finst honum, sem
sársauki moldarinnar nisti sjálf-
an hann gegnum merg og bein.
í einni svipan hverfur kuld-
inn frá harmi Björns bónda;
hann hitnar allur við og hjarta
hans berst, sem þvi liggi við að
bresta, er það knýr aflþrungnar
blóðbylgjur út um líkama hans.
Æðarnar á enni hans þrútna.
nasir lians titra og hann kreppir
hendurnar svo fast, að hnúarnir
hvítna en neglur fingranna sker-
ast inn í sigghert hörundið í lóf-
um hans. Honum hverfur öll
hugsun, gripinn óstjórnlegu æði
þrífur hnn sprettinn, hleypur
fjaðurmögnuðum skrefum niður
brekkuna, fram hjá bæjarhúsurt-
um, niður gamla túnið og nemur
ekki staðar fyr en á sáðslétt-
unni þar sem gestirnir eru að
reisa tjöld sín. —-
Hann hvorki sér þá eða heyrir
til þeirra. Hann er enn á valdi
æðisins, er hann beygir sig niður
STÓRFENGLEG SAMSTÆÐA FYRIR BÆNDABÝLI . . .
Cockshutt Tiller-Combine Dráttarvél
COCKSHI’TT TII.LrEH <'<)_M liI\!■'.: Búáhaldií, sem rækir þrennar
skyldur, flýtir sáningu . . . vinnur betur. Einu sinni klárað — Alt
klárað — snýr viS jarSvegi og sáir fræi í einu. Skjðtari og jafnari
frjðfgun fylgir þessari sáningaraSferS. Verndar jarSveg og raka.
Stærð fyrir hvern búgarS. Vélar fyrir hesta eSa dráttarvélar.
COCIÍSIIl’TT DRÁTTAKVÉIí: Cockshutt býtSur yöur fullkomið úr-
val dráttarvéla fyrir allar tegundir vinnu . . . fimm stæröir í alt.
Þær hafa forustu á búgöröum i dag . . . Spara reksturskostnaÖ, ávalt
ábyggilegar! Þær komast yfir ðtrúlegan ekrufjölda meÖ lítilli olíu-
neyzlu. SpyrjiÖ hinn viöurkenda Cockshutt umboösmann um frekari
upplýsingar!
COCKSHCTT BÚNAÐARÁHAIiDA ENDCRBÓTA ÞJÓNUSTA: Stjðrn-
inni er þaö mikið áhugamál, aö canadiskir bændur geri alt, sem í
valdi þeirra stendur til aö halda núverandi áhöldum i gðöu lagi, svo
ekki þurfi að snúa sér frá hergagnaframleiðslu til framleiðslu nýrra
búnaðaráhalda. Meö þetta fyrir augum leggjum vér alt kapp A aö
Cockshutt umboðsmenn yðar geti látið yður fá það, sem nauðsynleg-
ast er til aögerða. . . . Finnið hinn viðurkenda Cockshutt umboðs-
mann strax . . . og látið hann sýna yður hvernig gera má við
Cockshutt verkfæri fyrir lítið verð.
VERNDIÐ NÖVERANDI BOVERKFÆRI YÐAR
Málið þau vel og gætið þess að allir málmpartar, sem áveðurs standa
sé vel smurðir til þess að varna skemdum.
FRRm EQuiPmEnT
VViiinI|H-g. lU'gina. Saskatoon, Calgary, Edmonton
og rífur hvern tjaldhælinn á
eftir öðrum upp úr jarðveginum
og kastar þeiin út fyrir girðing-
una, út í mýrina. —
Skyndilega finnur hann eitt-
hvað snerta öxt sina, það er
ekki kalt járn, — ekki þungl
byssuskefti sem staðnæmist við
hold hans í lamandi höggi. Það
er heit, róleg og styrk hönd, —
------vingjarnleg, lifandi snert-
ing veru, sem er eins og hann.
Snertimg manns, sem hugsar,
gleðst, þráir og þjáist.
Æðið rennur af Birni jafn
snögglega og það kom. Hann
réttir úr sér og horfir í blá, ró-
Leg og athugandi augu, sem
virða hann fyrir sér með ein-
kennilegri, hlýrri undrun.------
Og þarna standa þeir í húmkyrð
næturinnar, hermaðurinn og
bóndinn og virða hvorn annan
fyrir sér, — — — tveir menn,
sem óskiljanleg örlög hafa knúið
til að hittast. Tveir menn, sem
finna yl gagnkvæmrar samúðar
í augnaráði hvors annars.-------
Ráðþrota og óttasleginn yfir
athæfi sínu og dirfsku, stendur
Björn þarna, án þess að mæla
orð frá vörum, — ekki þó sökum
þess, að hann fciugi að orð hans
inyindu hinum framandi, ein-
kennisklædda manni, óskiljanleg
ineð ÖIIu, heldur aðeins vegna
þess að hin óvænta hlýja sam-
úð og skilningur, sem skein hon-
um úr augnaráði erlenda her-
mannsiins, lama huga hans. —
Hann finnur ofurþunga þreyt-
unnar eftir hamfarir æðisins,
leggjast á sál sína og líkama, sem
óhærilegt farg. — — Hann er
gamall og lúinn maður.--------
Skipunarorð fyrirfiðans kveða
við á ný, hvell, annarleg og ó-
skiljanleg. — — — Hermenn-
irnir, sem hann nú fvrst veitir
athygli, taka að bera tjöldin og
hafurtask sitt út af sáðsléttunni,
—• út á valllendisflesjuna, sem#
liggur upp með gamla túninu,
utan girðingarinnar. Björn star-
ir á þá.--------Þetta eru einnig
meinn í engu frábrugðnir honum
sjálfum, þrátt fyrir hinn annar-
lega klæðaburð og byssurnar,
sem þeir bera með sér.
Skyndilega uppgötvar Björn,
að hann hefir sigrað. — Sigrað,
— — — varið gróðurjörðina,
sem hann hefir ineð baráttu
sinni skapað úr fúamýri, fyrir
árás vopnaðrar hersveitar.-------
En, —--------hann finnur ekki
til neinnar ofsakendrar sigur-
gleði, — aðeins til þreytu og sljó-
leika. — — — Þessi vopnaða
hersveit var aðeins hópur fram-
andi manna, er báru byssur og
voru klanldir einkennilegum liún-
ingum. Og þeir fóru ekki lengr/
en út fyrir túngirðinguna. Á
morgun myndi hann sjá tjalda-
þyrpingu þeirra á valllendisflesj-
unni.-------
Fyrirliðinn gengur til hans,
segir einhver orð óskiljanleg, sem
Björn þó skilur af hljómi þeirra
og raddblæ, að eiga að túlka af-
sökun.-------— Afsökun á ein-
hverju, sem grimm örlög neyði
þennan mann til þess að vinna,
— ----Björn tekur i framrétta
hönd hans. Og fyrirliðinn geng-
ur út fyrir túngirðinguna, á eftir
inönnum sínum.
Björn bóndi á Hömrum gengur
til bæjar. Hann er sljór og
þreyttur, og þráir þð eitt að
mega hvilast við gleymskutöfra
svefnsins.
f dag alhirti hann tún sitt og
fékk af þvi meira heyfeng, en
nokikuru sinni áður.------
Hann heyrir þungan hljóm frá
hamarshöggum, er hann gengur
inn í bæinn, þar sem hjú hans
sofa þreytt eftir erfiði dagsins.
Fyrir utan túngirðinguna vinnur
hópur framandi, vopnaðra
manna að því að reisa tjöld sin.
Hópur einstaklinga,, sem garldir
eru sömu tilfinningum, sömu
þrám, sama styrk og vanmætti,
sem hann og hjú hans.------------
Ekki óvinir — aðeins menn, sem
eru á valdi þungra, válegra ör-
laga. — — — —(Vísir).
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARCYLE STREET
Winnipeg. Man. - Phone 95 551
¥