Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. MARZ. 1942 Erindi flult á afmælissamkomu Beteis 3. marz 1942, af Gissuri Elíassyni. Herra forseti, Háttvirtu tilheyrendur: Þegar eg var strákhnokki var eg, eins <5g aðrir jafnaldrar míní ir, áhugasamur meðlimur barna- stúkunnar og á þeim tima, sem eg var í alsherjar útbreiðslu- nefndinni, dvaldi hjá foreldrum minum gömul kona nokkurH er Steinunn hét. Hún var að bíða eftir að pláss losnaði á Betel. Eg vissi harla litið um Betel þá, varla hvað eða hvar það var. Nú kom eg heim af stúkufundi eitt sinn, og er varla kominn inn fyrir dyrnar þegar eg heyrði Steinunni vandræðast yfir því, að hún hefði nýlega frétt, að alt væri fult á Betel ennþá. Það er óinögulegt að alt sé fult á Betel, hugsaði eg. Það er óttalegt til þess að vita, og eg aðgerðarlaus í útbreiðslumálanefndinni. Hvar er presturinn og æðstitemplar- inn, ætli þeir séu fullir lika. Síðan hefi eg fengið betri skiln- ing á hvað átt er við með þeirri afspurn að “alt sé fult á Betel,” og þarafleiðandi hefir álit mitt á heimilinu mikið hækkað eins og heyra má af því, sem á eftir kemur. Mér þykir vænt um Betel, og þsesvegna lofaðist eg til að flytja þetta erindi, og ykk- ur þykir vænt um Betel, og þess- vegna eruð þið hér samankomin. Eins og þið hafið oft tekið eftir, þá erum við þannig úr garði gerð að þegar hlutirnir at- vikast á þann hátt, sem okkur fellur vel í skap, þá eru litlar lík- ur til þess að við brjótum heil- ann mikið um það hvort við eig- um nokkuð tilkall til slíks happs eða hvort við höfum nokkuð tii þess unnið. Mér kom þetta til hugar þegar eg fór að reyna að átta mig á því hvernig það heíir atvikast að eg ætti að stíga í ræðustólinn alveg svona upp úr tómu En úr því það eru ástæð- ur til alls þá getur það ekki ann- að verið en að samkomunefndin hafi séð þessi þrjú gráu hér, sem eg hefi að erfðum, og sem altaí eru að koma mér í vanda úr því þau eru álitin sámferða ellinni ok spekinni. Þessum þremur gráu hárum hefir mikið fjölgað síðan eg fór að fást við þennan ræðustúf og fór það vel að hann þurfti ekki að vera lengri. En svo þarf inaður ekki að vera gamall tii þess að hugsa um Betel ef.maður umgengst fs- lendinga, og er glaður að vera hér viðstaddur, þótt eg hafi ekk- ert til þess heiðurs unnið annað en að öðlast þrjú grá hár og fasta sannfæringu fyrir ágæti þess málefnis, sem þessi sam- koma styður að. Þessar árssamkomur Betels eru ávalt vinsælar og vel sóttar, eins og eðlilegt er. Þær gefa almenningi gott tækifæri til að kynnast sögu, starfi og skýrslum elliheimilisins, endurnýja skyldu- rækni sina við það og sannfær- ast á ný að hér sé uin þá félags- stofnun að ræða sem hafi hið þarflegasta verk ineð höndum, sem íslendnigar hafa náð tökum á, og að þetta hlutverk sé leyst af hendi með prýðilegum og blessunarríkum árangri. Allir ís- lendingar sem um það- hugsa hljóta að bera Betels málefnið fyrir brjósti og þeim hlýtur að vera ant um að stofnunin fái lengi að starfa af fylsta megni eins og hún hefir gjört að und- anförnu, þeim til gagns og þjóð- inni til sóma. Eg veit að það er mikið kappsmál fyrir þá að láta engan skugga falla á starfrækslu- svið heimilisins þótt víða sé skuggsýnt yfir menningar- og mannúðarfyrirtækjum nú sem stendur. Ef fjárhags-skórinn kreppir nú meir en áður, eins og húast má við hann geri, þá verða undirtektirnar að vera hlutfalls- lega því ineiri og notadrýgri því sízt er þörfin minni. Það þarf ekki að óttast að þessu málefni verði ekki æfinlega borgið, þvi það hús, sem stendur á jafn- góðum grúnni og Betel er, fær staðist í gegnum storma lífsins óhaggað. Hefði þetta heimilí verið sjálfu sér sundurþykt, er öldungis ó- víst að það hefði verið eins rót- fest og það nú er. En sem betur fer, hefir það verið sú fé- lagsstofnun, sem íslendingai hvarvetna, án tillits til mannfé- lagsstaða eða stétta eða triiar- skoðana, gátu sameinast uin. Þetta er nærri einsdœmi á meðal Islendinga og kemur ef til vill út af því, að við sjáum að við verðum allir einhvern tíma gamlir (ef við deyjum ekki fyr) og að allir fari ekki í mann- greinarálit, heldur eftir þvi hvað mennirnir eru vel undir ellina búnir, andlega heilsufarslega og efnalega. Allir vita hve þessari Þrenningar kröfu til þolanlegs viðurværis í ellinni er nákvæm- lega sint með áhrifum og hlunn- indum Betels til allra þeirra er rúmast þar. Já, þeim er ekki í kot vísað gamalmennunum á Betel og er það þörfin og hús- rýmið sem ræður þar lögum, en ekki hvort fólkið hafi einhvern- tima verið “labbakútar” eða “spenamenn.” Ekki þarf að ítreka það hér, að það sé heilög skylda æskunnar og þeirra, sem í fullu fjöri standa, að ábyrgjast þeim öldr- uðu og ósjálfbjarga tryggingu i ellinni. Það er ýmislegt, sem mætti telja upp þessu til stað- hæfingar, en þess gerist ekki þörf hér og nú, því þar sem allir eru sammála, spyr enginn að röksemdum. Þið eruð flest málkunnugri sögu og starfi Betels en eg, því þið hafið lengur fylgst með aðal söguþræði þess. Það er ykkar heiður að hafa látið ykkur varða um öll opinber mál þess frá því fyrsta. Að tala um þetta efni frá þessari hlið væri eins barna- legt ifyrir mig eins og að reyna að kynna Jóni sagnfræðingi þjóðarsögu íslands. í stað þess að hreyfa mikið við aðal þræð- inum langar mig að fara fram hjá honum og minnast lítillega á sumt, sem mér kemur til hug- ar um Betel og ellina yfirleitt. Það er tilmælst að þetta verði tekið sem spaugileg alvara, eða alvarlegt spaug, hvort sem ykk- ur sýnist geðfeldara. Það fyrsta, sem hugurinn stað- næmist við er orðið Gimli, og kemur manni strax til hugar, að þetta sé vel kjörið nafn fyrir þann stað, sem Betel stendur á, eftir uppruna þess og þýðingu að dæma. I fornri norrænni goðafræði var Gimli, eins og þið munið, bústaðarheiti það er goð- in bjuggu og þar sem réttlátra manna sálir sveimuðu um í hinni eilífu sælu söngs og hörpuspils. Staðarheitið i meðferð nútímans hefir færst norður og niður, eins og þið getið séð af landafræð- inni, og er það nú borið frain Gimli en ekki Gimle. Er sá staður nú orðinn heimsfrægur fyrir sitt “Summer Resort Busi- ness,” holdugar hafmeyjar og Business and Pri ofessional Cards J. J. SWANSON & CO. LIMITED ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • 308 AVENUE BLDG, WPEG. • FaatelKiULsalar. Lelgja húa. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgC, bifreiðaábyrgð o. s. frv. PHONE 2« 821 Pœpileffur og rólegur bú staóur i miöbiki borgarinnar Herhergi $2.00 og >ar yfir; maö baöklefa $3.00 og þar yfir. Agætar má.ltíöir 40c.—60c Free l'arking for Queutu DR. B. J. BRANDSON 21S-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8tt. Phone 21 834—Oífice tlnrnr 3-4.30 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • • Heimili: 214 WAVERLEY 8T. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manitoba 40« TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 2« 545 WINNIPEG Peningar til útláns j Office Phone Pp1' Phone s 87 292 72 409 Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. : í Ðr. L. A. Sigurdson INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg | 109 MEDICAL ARTS BLDG. : Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsaU Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljöt afgreiðsla. DR. ROBERT BLACK Sérfræðlngur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdúmum 216-220 Medical Artt Bldg. Cor. Graharn & Kennedy ViðtalSUml — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 HelmllUsIml 401 191 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilissími 46 341 SérfrœOlngur í öllu, er aO húOsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. DR. A. V. JOHNSON Islenzkur lögfrasOingur Dentist Skrlfstofa: Room 811 Mcíárthur • Bulldlng, Portage Ave. »06 SOMERSET BLDG. P.O. Box 1656 Telephone 88 124 Phones 95 062 og 39 043 Home Telephone 27 702 DR. A. BLONDAL Thorvaldson & Physician & Surgeon Eggertson LögfrœOingar 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 300 NANTON BLDG. Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Talslmi 97 024 Dr. P. H. T. Thorlakson A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE 8T 305 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Stt. Selur llkklstur og annast um út- Phone 22 866 farlr. Allur útbúnaður sá beati. Ennfremur selur hann allskonar mlnnievarða og legstelna. Rea. 114 GRENFELL BLVD. Skrifstofu talsimi 86 607 Phone «2 200 Heimills talstmi 501 5(2 hvítfisk. En gamla þýðingin heldur sér, eins langt og mig snertir, því hún hljóðar svo dá- samlega vel upp á tilgang Betels. Tökum þessa vísu úr Völuspá til lihugunar. Sal sér hon standa sólu fegra, gulli þakaðan, á Gimlé; þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldrdaga yndis njóta. Síðustu tvær hendingarnar heim- færa ineð snildarleik hávamáls- ins þá hugsjón, er við höfum um öldungasetrið á Gimli: Og um aldrdaga yndis njóta. Finst ykkur ekki eins og mér að þessi orð eigi húsgengt á Betel. Flestir telja þessa vísu orta fyrir kristin áhrif og að Gim sé dregið af táknkenningu Gim, sem þýðir eldur eða logi, og að lé stemmi við hlé, svo að saman- sett þýði orðið orðið Gimlé eld- hlé, eða í hlé við Surtarlogann er eflaust átt vð upphaflega. Af þessu mætti segja, að á Gimli sé engin von á Surtarloga, og þess- vegna engin þörf á vörnum gagn- vart eldi. Annað er áreiðanlegt, að í goðafræðinni var átt við að staðurinn hafi heitið Gimlé, en ekki salurinn sjálfur. Mér kom þessi síðasta uppgötvun sérlega vel, því nú þarf aðeins að sýna að Betel sé nútímans tákn- mynd af hinum tforna sal, þá getur þessi samlíking átt við upp á punkt og prik, og Betel og Gimlé verið samastað'ar, þótt annað sé úr goðafræðinni en hitt kent við kristnina. Ekki þarf lengra aftur í mann- kynssöguna en til Abrahams hins gamla. Á hans tíð var pláss í Palestínu, sem kallað var Luz. Á þessum stað, eða í grendinni, dreymdi Jakob drauminn, eins og þið munið, og skýrði staðinn Betel, sem þýðir og líka hús guðs. Það þarf ekki að fjöl- ræða þetta meir, nema að segja, að það heimili, sem við erum að T minnast með þessari samkomu, beri með sóma réttnefnið. Þar er hörpuspil og söngur ís- lenzkra ljóða og laga og þangað koma söngdísir (ein er ógleym- anleg, sem María Markan hét), og fylla salinn með töfrandi gyðjusöng og allir verða glaðir og öllum Iíður vel. Finst ykkur ekki að þetta geti verið svipað þeirri dýrð, sem himinsælan sjálf býður, eða hafið þið aðra hugmynd um himnaríki en eg? Þangað koma og líka ræðumenn, og þá er maður ekki eins viss um að þetta sé himnariki, eftir alt saman. Stundum kasta allir ellibelgnum lengst út í Winni- pegvatn og dansa létt og liðugt eins og engin nótt kæmi og for- stöðukonan, Inga Johnson, brosir yfir því hve mikið fjör og funi kviknar i gömlum birkibeinum hvenær sem hvásarvals nefndur er. Mig skal ekki furða þótt það sé eins erfitt að koinast inn á Betel eins og fyrir lítinn úlf- alda að smjúga i gegnum nálar- augað, því aðsóknin er mikil en plássið þröngt og takmarkað. Þegar við hugsum alvarlega um fólkið á Betel, verður okkur stundum óvart á að hugsa um það sem örmagna gamalmenni, sem eiga ekki annað eftir en að iðrast syndia sinna og bíða sendi- herra dauðans. Ekki er hægt að hrekja það, að eftir þvi, sem árin fjölga eftir því færist lokaþátt- ur æfinnar nær, en er það ekki einmitt sá þátturinn, sem sögu- ríkastur er. Fólkið er eins og gott vín, það batnar með aldr- inum og verður áhrifameira. Það eru fjórar megin ástæður til þess að almenningur kviðir ellinni, og get eg ekki betur séð en að þær séu allar sprottnar af hvað fólkið er jarðbundið og undir- orpið efnishyggju lögmáli. Fyrsta ástæðan hygg eg sé sú, að ellin gerir það ilt mögulegt að fylgjast með straumhraða og þrasi hvers- dags lífsins eða eiga fulla þátt- töku i félagsmálum og annríki þess önnur ástæðan er sú, og er hún gildari en hinar, finst mér, að hold og bein lýjast og stirðna og lifskraftarnir minka Jafnvel þessi ástæða er ekki svo ægileg þegar tekið er til gíeina að löngunin til að geta flogið dofnar smám saman með aldr- inum. Þriðja ástæðan, sem stundum er framlögð, er sú, að engin ánægja geti fylgt ellinni. Þetta er óþarfur kvíðbogi, ef vel er hirt um æskuna. Um síðustu ástæðuna, sem er að aldurinn færir manninn nær dauðans dyrum, vil eg ekkert um segja, því það er of viðkva&mt mál til að flytja opinberiega, og verður hver einstaklingur að friðast við dauðann sjálfur, hvort sem hann er ungur eða gamall. Hvað sem aðrir kunna að hugsa um ellina, get eg ekki bet- ur séð, en að hún geti verið eins fögur eins og kveldroðinn, sem er litfegursta stund dagsins, (hér er auðheyrt að átt er við hina andlegu hlið mannsins, vona eg, því það er sú hlið, sem eg vildi helst ræða). Þegar fólk er orðið gamalt, fer það í raun og veru fyrst að lifa og teygja úr þvi efni, sem það hefir ofið um langa lífdaga. Þá losnar það fyrst við þessa annríkis mæðu og strit, sem áhyggjumanninum fylgir, eins og skugginn hans. Ekki má gleyma, að bogið þak felur oft unga og lífsglaða sál. Aldrað l'ólk ætti aldursins vegna að skipa æðsta ses í mannheim- inum, því það hefir útskrifast með beztu einkunn úr reynslu- skóla lífsins. Hverjir gætu ver- ið betur til þess fallnir að vera kennifeður þeirra, sem yngri og óreyndari eru? Hver maður eða kona, sem hafa náð sjötugsaldri, áttu að fá prófessors nafnbót í ofanálag við ellistyrkinn, þvi hann er ekki svo mikill, að bæta mætti vel við hann ofurlitlum heiðri í uppbót. Aldurinn þrosk- ar skilninginn á lífinu og verð- mætum þess og það fólk, sem er á Betels aldri er sannarlega vel til þess fallið að geta lætt ein- hverju listaverki undan tóskapn- um, sem gæti verið komandi kynslóðuin til leiðbeiningar, ynd- is og fróðleiks. Sumt af allra mestu listaverk- um heimsins á liðnum öldum hafa komið frá mönnum, sem við hefðum sagt væru orðnir elli- ærir. Þið hafið heyrt mikið um Goethe, heimsfræga, klassiska skáldið, lönguliðna. Hann var hartnær áttatíu ára gamall þeg- ar hann lauk við skáldverkið fræga, “Faust.” Verdi, ítalski tónsnillingurinn var rétt um nírætt þegar hann kvaddi heim- inn, og á fimm síðustu árunum samdi hartn þessi undurfallegu sönglög og óperur: Ottello, Fal- staff, Ave Maria, Stabat Mater og Te Deum. Ekki iná lást að nefna í þessari tölu enska lista- skáldið Tennyson.er orti sitt síð- asta og e. t. v. fallegasta kvæði “Crossing the Bar,” þegar hann var 83 ára gamall. Ykkur kem- ur sjálfsgat til hugar eitthvert stórskáldið islenzka, er orti sitt bezta kvæði undir kveld æfidags- ins. Já, vissulega er háaldraður maður sú mesta prýði, sem heimurinn getur eignast, ef hinn andlegi vísir tilveru hans hefir aukist og þroskast við hvert ár. “Svo lengi lærir sem lifir,” stend- ur þar, og eftir því sem maður- inn lærir og lifir lengur, eftir því færist hann nær vitra manna tölu. Ef æskan gæti vitað alt, sem ellin býr yfir, væri skyn- semin ugglaust á hærra menn- ingarstigi en hún nii er. Áður en eg lýk máli mínu, og úr þvi eg fór að nefna á nafn Goethe, Verdi og Tennyson, verð eg að minnast á annað atriði. Við hugsum oft og mikið um það, sem mennirnir hafa fært okkur, en lítið eða ekkert um mennina sjálfa. Við horfum í kringum okkur og sjáum alstað- ar stórkostleg mannvirki og al- staðar verklegar framfarir. Við berum saman í huganum á með- an hann er móttækilegur hin misjöfnu lífskjör, endurbættu The Watch Shop Diamonds - Watches - Jeweiry Agents for BULOVA Watche* Marriage Dicenses issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera and Jexoeller» 699 SARGENT AVE., WPQ. lífsþæginda og hagsmunnlegar umbætur nú og á landnámstið íslendniga hér vestra. Okkur er sagt, að á síðustu fimm áratug- unum hfai átt sér stað meiri framfarir en á fimm heilum öld- um þar áður. Og þótt við trú- um að breytingarnar séu gífur- legar, getum við ekki verið að öllu ásátt með að þetta séu fram- farir, verulegar, á meðan þekk- ingin eða þekkingarleysi á þeim stjórnar þeim til eyðileggingar mannfélaginu, en ekki til upp- bygingar þvi. Og svo lengi sein heimurinn nötrar eins og hrædd skepna undir vængjaþyt “um- bótanna” getur ekki verið um framfarir að ræða. En eg ætlaði að tala um alt annað. Þessum uppfyndingum hefir flestum ver- ið ætlað til góðrar notkunar, og hugvitsmennirnir, eins og Edi- son, Marconi og Wright eru stór- menni í sinni röð fyrir það, sem þeir lögðu heiminum til. Nöfn þeirra og frægð eru virðulega skráð og lofuð. Verkin lifa mennina og mennirnir lifa í yerkum þeirra; það er af þessu séð. En það góða (og hér á eg við hina hæglátu, islenzku frum- byggja, sem nú á Betel eru). Það góða er oft grafið með beinum þeirra. Vegna þess að frægð þeirra var ekki skráð í skýru og skornu letri. Þeirra verk voru engu siður nauðsynleg en Edisonis eða Tennysons, þótt máske væri vandaminni og stað- bundnari. Hvar eru þeirra nöfn að finna, eða eru þau glevmd? Þeirra frami ætti að vera og er okkur heiður, því með sínum dygðum, trúmensku og dug, skrifuðu þeir nöfn sin í hjörtu allra þeirra, er kunna að lesa og meta gæði, sem geymd eru í þeim ótöldu handaverkum, sem eftir þá liggja. Lengi megi verk þeirra standa í minningu um þá og til fyrirmyndar okkur, sem á eftir komum. Þessir menn og þessar konur lifðu i gegnum einn æfintýra- mesta mannsaldúrinn, sem fæðst hefir í heiminn, og eg á enga betri ósk þessu fólki til handa en þá, að þær endurminningar, sem það nú geymir um æfiferil sinn, megi vera eins tær og ánægju- legur eins og starfrækslutímabil þess var trúverðugt og nota- drjúgt. Þetta er afmælissamkoma Betels. Eg get ekki látið þetta tækifæri sleppa úr greip minni, án þess að árna heimilinu allrar blessunar «á ókomnum árum. Með ári hverju bætist við þakk- lætisskuld íslendinga til for- stöðufólks Betels og vildi eg hafa æskt þess að vera því verki vax- inn að geta þakkað þeim öllum persónulega, eins og vera skyldi. Eitt nafn er þó á vörum allra viðstaddra, og þarf eg varla að nefna það. Alt það, sem Dr. Brandson hefir fyrir Betel gert, verður ekki fljótlega talið upp, og er óvíst að forsetanum væri mikil þægð i, að byrjað væri á þvi hér. Stundum held eg að öll hans hugsun hafi verið til- einkuð Betel og mig grunar að hann hafi skorið upp margan íslendinginn og komið honum til heilsu bara til þess að geta látið hann seinna meir njóta Betels. Lengi megi Betel njóta Brand- sons og starfskrafta hans! Það verður bráðlega safnað afmælisgjöfum ykkar til Betels. Það eru minsta kosti þrjár á- stæður til þess að við ættum að láta þær vera eins riflegar og okkur er unt; þannig getum við sýnt Betel góða viðleitni og alúð, forstöðunefndinni þakklæti og virðingu og sjálfum okkur göf- uga tryggingu fyrir ellinni, sem læðist eins og þjófur að nóttu á eftir okkur öllum, hvort sem okkur likar betur eða ver. Þakka ykkur fyrir ágæta á- heyrn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.