Lögberg - 19.03.1942, Síða 3

Lögberg - 19.03.1942, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ. 1942 3 Fréttabréf frá Ontario “Viðar er Guð en í Görðum,” sögðu Norðlendingar, þegar séra Árni Helgason þrumaði reiði- prédikanir sinar yfir höfði Álft- nesinga á öndverðri 19. öld. Þá sat gamli Satan í magt og miklu veldi, enda hafði séra Árni hann ætíð á oddinum þegar hann þurfti að mýkja sinn forherta söfnuð, sem þó voru áðens sauð- meinlausir sjómenn. Það hafa vitrir menn sagt, að umhverfi og uppeldi skapi og merki mjög lífsstarf manna, og hefir það sýnt sig glögt á oss íslendingum. Af því ,að vér vorum margir aldir upp við fiskiveiðar á Fróni, staðnæmdumst viÍ5 margir við tiskivötnin í Vestur-Canada, og höfum kannað þeirra undirdjúp svo rækilega, að 'þar er nú ekki orðið um auðugan garð að gresja lengur. Og nú eru fslendingar farnir að fiska vestur við Kyrra- haf og norður með Alaskaströnd- um með góðum árangri, og aust- ur við Atlantshaf; sækja þeir nú fast fiskiveiðar með togurum frá Boston. Og oft hafa þeir sungið á sænum vísuna hans Árna Eyjafjarðarskálds: “Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk °g undirdjúpin að skyri, lfjöll og hálsar að floti og tólk en Frónið að kúasméri. uPPfyllist óskin mín: öll vötn í hrennivin, ákavít áin Rín, eyjar í tóbaksskrín °g Grimsey að grárri meri.” Sigríður Bjarnadóttir Johnson 1864— 1941 Það hefir dregist lengur en skyldi að verða við tilmæl- um harna þessarar góðu konu, að rita nokkur minningar- orð um æíiferil hennar. Mérg látlaus æfin lífsglaum fjær sér leynir einatt, góð og fögur, en guði er hún alteins kær, þó engar fari af henni sögur. Svo dylst oft lind und bergi blá og bunar tárhrein skugga falin. Þó veröld sjái ei vatnslind þá í vitund guðs hver dropi’ er talinn. (Stgr. Thorsteinsson). Sigríður var fædd á Stóru-Ásgeirsá í Viðidal í Húna- vatnssýslu á íslandi 22. marz 1864. Foreldrar hennar voru Bjarni Helgason frá Gröf í sömu sýslu og Helga Jónasdóttir, ættuð úr Eyjafirði. (Einhverra orsaka vegna hefir sú mis- sögn slæðst inn í þessa árs Almanak Thorgeirsons, að Sig- ríður hafi fæðst í Gröf, og að faðir hennar hafi verið Hall- dórsson). Foreldrar hennar hjuggu lengst af á Hrappsstöð- uni í Víðidal, þar til 1887 að þau brugðu búi og fór þá Sigríður með móður sína og ygsta bróður sinn til Ameríku. Faðir hennar og hin systkinin komu seinna, nema einn bróð- ir, Trvggvi, sem seinna varð þingmaður lrá Húnavatnssýslu, og dó á íslandi 1929. Systkinin, sem hingað fluttu voru: ósk Johnson, nú ekkja eftir Þórð Johnson frá Akranesi, nú til heimilis hjá fósturdóttur sinni að Linton, N. D.; séra Jóhann Bjarnason, dáinn 18. jan. 1940; Helgi, bjó nærri Addingham, Man., dáinn 1931; Bjarni, dáinn 10. apríl 1900; Björn, bóndi nærri Víðir, Man.; Mrs. Thorbjörg Eyjólfsson í Mountainbygð, N.D., ekkja Páls Eyjólfssonar, sem seinast átti heima að Wynyard, Sask., ættaður úr Suður-Múlasýslu; Sgurður, áður nefndur, til heimilis í San Diego, Calif. Áður en Sigriður flutti til Vesturheims fór hún einn vetur á kvennaskóla á Blönduósi í Húnavatnssýslu. Var Þórdís Eggertsdóttir (seinna Mrs. Eldon) þá kennari þar, og »rðu þær vinkonur upp frá því; sjálf varð Sigríður að vinna fyrir kenslunni, og hefði fegin viljað halda áfram námi, því það var hennar mesta unun; en erfiðar kringumstæður heimilisins ollu því, að það gat ekki orðið. Hún kom vestur um haf, eins og áður er sagt, 1887; vann fyrst i Winnipeg, og giftist þar 27. sept. 1889, Guð- mundi Jónssyni snikkara frá Elliðavatni nálægt Reykjavík, föður Stefaníu leikkonu og Jóns gullsmiðs, er lengi bjó á Mountain, N.D., og síðar i Rugfoy, N.D., nú vestur á Kyrra- hafsströnd. Þessi tvö börn frá fyrra hjónabandi Guðmundar og fyrri konu hans, önnu Stefánsdóttur prests að Viðvík í Viðvíkursveit.— Um haustið 1889 fluttust þau til Mountain, N.D.; næsta sumar voru þau til heimilis á foújörð, sem undirritaður átti í HalIsond>ygð og kyntist hann þeim þar fyrst vel og hélst sá kunningsskapur ætíð síðan. Næst náðu þau í heimilisrétt á foújörð í Svoldarfoygð, N.D. Seldu það svo eftir 6 ár, og fluttu til Mountain í annað sinn. Voru þar í 9 ár. Þá fluttu þau til Hallsonbygðar og bjuggu þar i 3 ár, síðan til Moun- tain í þriðja sinn og dvöldu þar í 5 ár. Fluttu þá enn hurt frá Mountain 1914 og norður til Canada, ásamt fleirum héðan úr bygðinni; náðu i tvær bújarðir, heimilisrétt og “pre-emption,” 10 mílur þaðan sem nú er bærinn Climax, Sask. Bjuggu þar í 6% ár, fluttu þá enn á ný til Mountain * hygðina, þar sem þau höfðu unað sér foezt, og hér dvöldu þau þar til vegir þeirra skildust hérna megin grafar. 1. júní Í926. Eftir það var Sgríður hjá börnum sínum á víxl um- vafin ástríki og umönnun. Þau Sigríður og Guðmundur eignuðust 9 foörn, mistu tvö í æsku og það þriðja 19 ára að aldri, mjög efnilega stúlku, sem Jensína hét, dáin 27. marz 1920. Þau sem eftir En mikið harðræði þarf til að fiska úti á vetrarís á vötnum í Vestur-Canada og þar hafa eng- ar þjóðir reynt að keppa við ís- lendinga i því efni, og marga góða geddu hafa þeir dregið á land í 70 stiga frosti á Faren- heit, þegar aðrar þjóðir hafa setið inni við eldinn, og oft við rýran kost. Til gamans vil eg tilgreina víkingshátt íslendinga í Vestur- Canada með eftirfarandi smá- sögu: Veturinn 1926 var sérlega veðurmildur, var eg þá staddur vestur í St. Valfoorg í Sask. og sá menn vera að flytja inn þang- að hvítfisk til sölu með lágu verði. Fékk eg þá flugu í höf- uðið að kaupa vagnhlass af hvít. fiski frá Waterhen vatni, sem fiskimenn fluttu inn sjálfir, sitt tonnið hver. Eg spurði þá hvort þetta væri öll þeirra vetrarveiði, og játuðu þeir því, og sögðust aðeins mega hafa 7 net hver, og fá eins mikið af sukker og keilu, sem væri hið bezta fóður fyrir srín og alifugla, og voru ánægðir með veiði sína. En svo sögðu þeir, að áður en skollinn sendi íslendinga hingað vestur fyrir nokkrum árum, var mikill fisk- ur í Waterhen og Flattern vötn- um, þó þau séu lítil, því í stað- inn fyrir að hafa 7 net hver, lögum samkvæmt, höfðu þeir 200 net, 50 faðma löng, og örógu þau upp hvernig sem veður var, og þeir höfðu einhvern “gikk” eða “giggir”, sem þeir sendu undir isinn og gátu með því fært netin allan veturinn, og fiskuðu ótrúleg feikn. Og íslendingar hafa nú varla haft svona mörg? spurði eg. ó-jú, það höfðu þeir reyndar, því þó þeir væru aðeins fjórir eða fimm, þá höfðu þeir eina 10 Indíána, sem allir höfðu veiðileyfi, og það gjörði 100 net, en þeir höfðu helmingi fleiri net. Og þegar þeir voru klagaðir, seinni veturinn sem þeir fiskuðu hér, fengu þeir einhvern pata af för fiski-eftirlitsmanna, og voru búnir að taka upp helming- inn af netjum sínum, og þótt- ust þurfa að hafa tvöfaldan “stock” af netjum, svo þeir gætu dregið ný net undir ísinn jafn- óðum og hin gömlu slitnuðu, og sluppu þeir alveg við sekt, og fluttu hurtu alfarnir um vetur- inn, enda voru þeir búnir að tæma þessi vötn að mestu. En þó að vatnadisin hafi heill- að íslendinga hér i álfu, sem í Norðurálfu, hefir skógardisin ekki unnið ástir þeirra, og er þó afarmikill auður í skaut hennar, svo eg hygg að timburtekja þessa lands sé önnur mesta auðlind þess. Það kostar minna fé en margur hyggur að draga auðæfi úr skógum þessa lands, til að mynda járnforautarbönö og “cord”-við til pappírsgerðar. þvö víða er gnægð af góðum við nærri járnbraut í Norður Mani- toba, og hefi eg séð menn draga mikinn auð úr skógunum, og hefi þó ekki viða farið, og vil eg því vekja athygli íslendinga á þessari atvinnugrein, því hún er að öllu leyti við þeirra hæfi, hún kostar hara dugnað og hagsýni; viðurinn er til og markaður op- inn fyrir hann. Eg er nú staddur við vinnu í einum “cord”-viðar flokk J. Mattin félags, þeir eru að enda við að flytja til vatns 7 þúsund “cord” af “pulp”-við til pappirs- myllunnar í Fort Francis, Ont. Þeir, sem saga niður viðinn í skóginum fá $2.50 fyrir corðið, og Norðmenn saga vel 2 corð á dag til jafnaðar, og það kostar ekki meira en $1.00 að fiylja corðið til árinnar, sem fleytir ríðnum alveg til myllunnar í Fort l’rancis, og taki stjórn vor 50 cent á corðið, sem viðarleyfi, kemur corðið upp á $4.00, eða Iitið meira, en pappírs myllan borgar meira en 10 dollara fyrir hvert corð af sprúsvið. Nú hefir. þetta félag hér 8 viðartekju flokka í grend við ána, sem rennur til Fort Francis, og tekur í ár út, eftir því sem eg kemst næst, 40 þúsund corð af við til myllunnar; er það lagleg- ur skildingur sem félagið tekur inn þetta árið. Þetta er enginn hégómi, það getur hver maður séð sem vill, viðurinn er nægur til, markað- urinn líka, og nógir menn til að fella hann og flytja til flóðs eða járnbrauta, en framkvæmdar- mennina vantar til að byrja að vinna skógana. J. Mattin Co. tekur 100 þúsund dala Victory Bond árlega; hann getur það. íslendingar ættu líka að geta gert vel á skógarvinnu, ef þeir aðeins snúa sér að henni og kynna sér vel vinnuaðferð henn- ar‘ —Ritað i Camp No. 8, • Flander, Ont. Sigurður Baldviusson. i lifa, talin eftir aldursröð eru: Anna Kristrún, gift óla Bjarnasyni Dalsted, foúsett í Grand Forks, N.D.; Bjarni Valtýr, kvongaður Málmfriði Kristjánsdóttur Halldórssonar, búa nálægt Langdon, N.D.; óskar Tryggvi, kvongaður Elízu Magnúsdóttur fsfeld (Brazilíufara), búa skamt frá Mozart, Sask.; Guðrún Ingibjörg gift Victor Crowston frá Hailson- bygð, eiga heima á Cando, N.D.; Sólveig Aldís gift Victor Ásbjarnarsyni Slurlaugsson úr Svoldarbygð, formanni á búnaðartilraunastöð ríkisins nærri Langdon, N.L.; Elín Thorbjörg (Mrs. Nagel) til heimilis í Sacramento, Calif. öll börn þeirra hjóna vel gefin og myndarleg. Sum af þeim gædd góðum leikarahæfileikum. Sigríður var bráðmyndarleg kona, bæði í sjón og á velli; tíguleg í allri framkomu, gestrisin og glöð heim að sækja, hvernig sem á stóð; skemtin í samræðum og hafði ákveðnar skoðanir um öll þau almenn mál, sem hún hafði kynt sér nokkuð til hlýtar, og gat varið mál sitt vel, ef svo bar undir. Hún fylgdist undursamlega vel með stjórn- málum, bæði hér og heima fyrir konu, sem hafði eins mikl- um heimilisstörfum að gegna, en mestan áhuga bar hún fyrir öllu, sem gerðist heima á gamla landinu, þvi þangað stefndi hugurinn mest. Hún notaði allar mögulegar frí- stundir til að auðga andann. Hún hafði unun af skáld- skap, bæði í bundnu og óbundnu máli, en þó sérstaklega öllu íslenzku af því tægi. Samt var hún umhyggjusöm hús- móðr, ástrík móðir og fyrirmyndar eiginkona. Þetta vita allir, sem þektu vel til, að ekki er oflof. Þeir, sem þekkja nokkuð ítarlega til frumbýlingsáranna. á þeim tima, sem Guðmundur og Sigríður voru að koma upp þessum barnahóp, fara nærri um hversu mikla um- hyggju og erfiði það útheimtir að sjá um alt, utan húss og innan, þegar húsfaðirinn þurfti að vera í vinnu, oft og tíðum svo langt frá heimilinu, að hann gat ekki komið heim nema um helgar. Gegnuin alt þetta komst hún með óbilandi kjarki og þrautseigju, þrátt fyrir fátækt og marga flutninga aftur og fram, og svo heilsuleysi mannsins síns síðustu 5 eða 6 ár æfi hans. En auðvitað voru þá börnin þeirra farin að leggja þeim lið. Sigriður Bjarnadóttir var einlæg trúkona á lúterska vísú, þó hún væri ekki að flagga með það, fyrir hverjum sem var, og aldrei heyrði eg hana hallmæla nokkrum þeim, sem hún vissi að voru þó á öndverðum meið í þeim efnum, en leitaðist við að lifa samkvæmt sinni trú. Allir, sem þektu hana vel, munu minnast hennar með hlýhug og þakklæti fyrir ánægjulega og góða samfylgd. Eg á enga betri ósk til ykkar, barnanna hennar, en þá, að minningin um hana og það sem hún lifði fyrir verði ykkur leiðarvísir til æfiloka. Því trú sem hennar flytur fjöll, hún framtíð vígði spor sin öll. Hún kveikti eld á arni nýjum, svo auðnin bygðist vonum hlýjum, hún vöggu nýrri valdi stað, og vögguljóðið fyrsta kvað! (Jakobína Johnson). úr kvæði hennar til landnámskvenna á 50 ára afmæli ísl. bygðarinnar í N. Dak.; Sigríður var ein af þeim. Sigríður lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. Dalsted í Grand Forks, 9. apríl 1941. Útfararathöfnin fór fram á Mountain þann 19. sama mánaðar. Séra H. Sigmar flutti kveðjuorð á bæði islenzku og ensku. Mrs. Sigmar söng einsöng, “Hærra minn Guð til þin.” Miss Marian Hainilton frá Langdon söng: “I Love to Tell the Story of Jesus and His Love.” Mr. Jess Crowston söng: “The Old Rugged Cross.” — Auk þess söng stór söngflokkur marga af hennar uppáhaldssálmum. Hún hafði óskað þess að það yrði sung- ið meira en vanalega við útför sina. Líkmenn voru Halldór K. Halldórsson, H. J. Hallgrímson, Jón Sturlaugson, Kristján og Jens synir Bjarna Johnson og Leonard Dalsted. Thorl. Thorfinnson. Gimli, Manitoba Við hér á Gimli höfum gist Um hálfrar aldar stand; Hér lentu aðeins fáir fyrst, Þeir féllu á sand og báðu Krist Að gefa sér hér góða vist Og gæða auðugt land. Hallar sumri, kári kvein Og kuldinn aukast vann. Hér.fundust hús ei fyrir nein, En fuglar sungu á viðargrein Og dýrin ríktu ennþá ein Um allan skógar rann. Með landnema þor og þrótt Og þrek er reynir á, Þeir bygðu hús af bjálka gnótt, Og býlin smá fjölguðu ótt; Þeir veiddu fisk úr vatni hljótt Er var þeim nærri hjá. Engum gengur alt í vil, Eflaust telja má. Svo þá kom hér, þá sögn eg þyl, Sótt og dauði um árabil; Var og fátækt víst hér til Er vildi fólkið þjá. Áfram tíminn altaf rann Og árin liðu hjá. Þungt var ok á einvirkjann að yrkja úr skógi reit stórann, Og þrautseigjunni þurfti hann Þráfalt taka á. Nú mun Gimli nej'ð ei þjá; Nú margt prýðir hann. Rafurmagnið auðugt á, Einnig skipin stór og smá, Élli og sjúkrahælin há, Hærri skóla rann. Eftir liðin árin mörg ítar munu sjá, Að Gimli vex úr bæ í borg, Breið og fögur sjást hér torg, Yndið grær en eyðist sorg, Auður safnast þá. G. B. Jónsson, (Betel) Gimli, Man. Dxrtdor, Agrxetdlural Depariwunl North-Weet Line Elevator* Association FARMERS AND MAXIMUM PRICE REGULATIONS All of us are now subject to regulations which would have seemed imposible three years ago. Undoubtedly we shall be required to conform to many more; and who will complain? It is quite a job keeping posted on regulations affecting lnisiness transactions, and many farmers must be uncertain as to their own resposibilities when selling tþeir own produce or buying from others. Farmers should know that transactions between primary producers of agricultural prod- ucts, involving their own pro- duce, are exemiit from price ceiling regulations of the War- time Frices and Trade Board. Order No. 102 defines these ex- emptions and, in ])art, reads as follows: “1 (a) sales, exchanges, or bar- ters of hay, grain, seed, seed potatoes, o n i o n bulbs, farm implements or repair parts, machin- ery or repair parts, sacks, fencing, l'ence p o s t s, milk cans, stecklings, nursery stock, cordwood, fertilizers, bees, hee sup- plies, livestock, meats, poultry, poultry products, farm-made dairy pro- ducts, wool, hides and other agricultural pro- ducts and supplies; “1 (b) c u s t o m-milling, seed cleanings and other agri- cultural services.” \ V The above provisions, however, do not applv to sales, exchanges or barters made for purposes of resale. All resales of products or articles are subject to max- imum price regulations. Innköllunarmenn LÖG6ERGS Anuirauth, Man......... Akra, N. Ilakota ....... Arborg, Man............ Árnes, Man............. Baldur, Man.......... Bantry, N. Dakota ...... Bclllngham, Wasli....... Blaine, Wash........... Brovvn, Man............ Cavalier. N. Dakota .... Cypress Rlver, Man..... Dafoe, Sask............ Kdinburg, N. Dakota .. Elfros, Sask........... Foam Ijake, Sask....... Garðar, N. Dakota ..... Gerald, Sask........... Geysir, Man............ Gimli, Man............. Glenboro, Man.......... liallson, N. Dakota ... llayland P.O., Man..... Hnausa, Man............ Husavick, Man.......... Ivanhoe, Minn.......... Kandahar, Sask......... I,angruth, Man.......... DesUe, Sask............ Lundar, Man............. Minneota, tfinii, ....„ Mountain, N. Dakota .. Mozart, Sask........... Otto, Man.............. Point Roberts, Wash. . Reykjavík, Man......... Riverton, Man.......... Seattle, Wash........... Selklrk, Man........... Sigliines P.O., Man..... Svold, N. Dakota ....... Tantalion, Sask........ Upham, N. Dakota .... VíSir, Man.............. Vogar, Man............. Westboume, Man......... Winnipeg Beach, Man. Wynyard, Sask........... ...B. G. Kjartansou ...B. S. Thorvardson .......Elías EUasson ...Magnús Einarsson ........O. Andcrson ....Elnar J. Brelðfjörð ....Ami Símonarson ....Arni Símonarson ..........J. S. GUUs ...B. S. Thorvaldson ........O. Anderson .......S. S. Anderson .....Páll B. Olafson ...Mrs. J. H. Goodman .......S. S. Anderson .....Páli B. Olafson ..........O. Paulson ........Elías EHasson ........O. N. Kárdal ........O. Anderson .....Páll B. Olafson Magnús Jóhannessou .......EUas Elíasson ........O. N. Kárdal ...Miss Palina Bardal .......S. S. Anderson ...John Valdimarson .........Jón ólafsson, ..........Dan. Iiindal Jfflas Palina Bardai .....Páll B. Olafson .......S. S. Andcrson .........Dan. Ldndal ........S. J. Mýrdal .........Ámi Paulson .......Elías Elíasson .........J. J. Middal .........S. W. Nordal .Magnús Jóhannesson ...B. S. Thorvardson ......J. Kr. Johnson ...Einar J. Breiðfjörð ........EUas Elíasson ..Magnús Jóhannesson ...Jón Valdlmarsson .......O N. Kárdal .......S. S. Anderson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.