Lögberg - 19.03.1942, Síða 5

Lögberg - 19.03.1942, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ, 1942 5 næstum frá öllum stjörnum, sem eru á flagginu; miljónerar frá New York og kvikmyndastjörnur frá Hollywood koma hingað í veiðihug og borga háan toll fyrir veiðiréttinn. Sagt er að ríkið hafi tekið inn tuttugu og fimm hundruð þúsundir dollara fyrir veiðar í haust, og er það styrkur með dropanum, eins og þar stendur. Þetta minnir mann á hana góðu og gömlu Drangey, sem allir kannast við síðan á dögum hins saklausa fanga, hans Grettis. Æ, sorglegt að þar var úthelt saklausu blóði, eins og áður og síðan og af sömu ástæðu hatri og skilningsleysi á því rétta. En Drangey með sína fulaþyrping er bjargvættur sveit- ar sinnar. í báðum þessum stöð- um, Suður Dakota og Drangey, hlýtur að vera eitthvert hulið sælgæti jarðar, sem fuglarnir sækjast eftir. Marga fleiri kosti mætti telja rikinu til gildis, svo sem veðurblíðuna í vetur og gestrisni fólksins á öllum tímum. Já, Drottinn blessi ríkið okkar, Suður Dakota, þetta farsældar “Frón”, ásamt öllum rikjum heimsins, en einkum litla ríkið, sem hefir hana Drangey og hana Heklu. Kristín í Watertown. Undrabarnið Wolfgang Mozait (Brot) Eftir Theodór Árnason Það, er ekki víst að Wolfgang Mozart hefði orðið sá ódauðlegi sniHihgur, sem raun varð á, ef hann hefði ekki einmitt átt for- eldrana Leopold Mozart og önnu Mariu Hertlin. Drengurinn var þannig af Guði gerður, að það hlaut að vera ákaflega mikill vandi að ala hann upp. En þessi hjón sýndu þegar frá upp- hafi undrvaerðan skilning á af- burða gáfum drengsins og hæfi- leikum, og þau voru sjálf svo góðum gáfum gædd og mann- kostum og Leopold Mozart svo mikilli og góðri imentun og hæfi- leikum búinn, sem til þess þurfti að ala drenginn upp einmitt á þann hátt, sem hezt varð á kosið og veita honum þá mentun í heimahúsum, sem honum nægði. Svo viðkvæmur og ííngerður var drengurinn, andlega og lík- amlega, að það er við búið, að ef hann hefði t. d. átt við annað eins harðrétti að búa og Beet- hoven, á bernskuárunum, þá hefði hann orði að aumingja og vér hefðum þá aldrei heyrt hans getið. En bernskuár Wolfgang Moz- arts voru sem fagurt æfntýri. Hann var undrabarn og gáfur hans og hæfileikar nutu ástríkr- ar aðhlynningar og svo skynsam- legrar þjálfunar, að hvorttveggja náði þeirri mestu fullkomnun, sem náð verður. Svo langt er komið þroska hans, þegar hann er rétt sex ára gamall, að farið er að hugsa til að láta heiminn vita af honum. Hafði þó aldrei verið lagt að honum meira, en hann vildi sjálfur, og jafnvel stundum hald- ið aftur af honum, þegar for- eldrum hans fanst úr hófi keyra kappið og þau voru hrædd um, að hann mundi ganga fram af sér og bíða tjón af. Það geymast enn margar sögur um undrabarnið Wolfgang Moz- art. Það er skemtilegur lestur. Skal nú hér greint frá tveim atvikum, sem gerðust í fyrstu hljómleikaför hans. Þau eru tekin af handahófi, en þau lýsa drengnum nokkuð. Ferðinni var þá heitið til Vinarborgar og fór fjölskyldan öll, hjónin og syst- hinin, Nannerl, eða María Anna, og Wolfgang. Nannerl var fjór- um árum eldri en Wolfgang og prýðisvel gefin líka, þó að ekki stæði hún bróður sínum á sporði. Að því leyti var það erfiðara °g flóknara fyrir hljómlistar- uienn að koma sér á franrfæri Þá, en nú er, að í raun og veru sinti almenningur þeim alls ekki, fyr en þeir voru búnir að afla sér hýlli í sölum þjóðhöfðingj- anna, eða annara há-tiginna manna. Það var eins og að inenn þyrðu þá ekki að dást að neinu, fyr en álit var úrskurðað á slíkum stöðum. Það gat verið alláhættumikið, að leggjast undir slíkan úrskurð — eins og það er nú, að eiga alt undir misjafn- lega vönduðum og skilningsgóð- um blaðadómurum. Raunar fanst Mozart sjálfum, að hér gæti ekki verið um neina áhættu að ræða, ef hann aðeins fengi áheyrn börnnnum til handa. Wolfgang litli var tæpra sex ára, þegar þetta ferðalag var ráðgert. En svo mikluin tökum var tónlistin búin að ná á hon- um á þessum unga aldri, að hann sinti varla öðru. Eftir að faðir hans byrjaði að veita honum reglubundna tilsögn, mátti heita að hann hætti að hafa gaman al' barnaleikjum. Ekki dró þó úr giaðværðinni, og ekki íbar á því að hann væri að neinu leyti veiklaður. Þó hefir taugakerfið eflaust reynst nokkuð, þegar á þessum árum og verið ákaflega viðkvæmt. Má t. d. marka það af því, að hann átti mjög erfitt með að þola að vera þar nærri, sem blásið var í lúðra. Jafnhliða tilsögninni sem fað- ir hans veitti honum á slag- hörpuna byrjaði hann snemma að segja honuin til í stafrófi hljómfræðinnar, svo og d ýmsum námsgreinum öðrum, sem börn- um eru kendar. Hann varð fijótt ótrúlega glöggur og skiln- ingsgóður á hljómfræðina og gaman hafði hann einnig af að fást við reikning, en honum hætti við að slá slöku við aðrar námsgreinar og var þó sízt gáfna- skorti um að kenna. Ymsir glöggir rnenn og góðir vinir Mozarts höfðu hvatt hann til Vínar-fararinnar, og þó mest Herbensten greifi, eftir að hann hafði haft kynni af Wolfgang Jitla. Og hann studdi Mozart með ráðum og dáð til þess að koma þeirri fyrirætlan í fram- kvæmd. Og þegar farið var að undir- búa ferðalagið, virtist Wolfgang hlakka mikið til og bar ekkert á því, að hann kviði fyrir, að eiga að koma fram fyrir hið tignasta fólk landsins.. Var þó búið að segja honum, að hann myndí eigá von á að þar yrði vandlátir dómarar og jafnvel gikkir. En hann lét það ekkert á sig fá. Er til þess teldð hvað hann var frábærlega öruggur, og þó ekki þannig, að það kæmi fram sem hreykni. Loks kemur svo að því, að lagt er upp í ferðina, og fór fjöl- skyldan öll, vel út búin, svo sem föng voru á, og meðal ann- ars hafði Mozart í fórum sínum meðmælabréf mætra manna, til háttsettra höfðingja í Vínarborg, sem líklegir þóttu til að geta út- vegað homim aðgang að keisara- hirðinni. Leiðin lá um Linz, og þaðan niður eftir Dóná, með venjulegu kaupfari. Það lá vel á fólkinu, því að þau gerðu sér öll beztu vonir um giftusamlegan árangur af förinni. Einkum var Wolf- gang litli nú kátur. Hann gekk á milli farþeganna á skipinu og gaf sig á tal við hvern sem var, og varð brátt “hvers manns hug- Ijúfi.” Hann varð jafnvel vinur hrjúfra hásetanna, þessi elsku- legi, glaði og skrafhreifi snáði. Það spilti ekki fyrir, að hann var frábærlega orðheppinn. Er þetta Satan sjálfur Skipið hafði nokkra viðdvöl 1 lítilli hafnarborg einni við Dóná, sem Ips heitir. Notuðu ýmsir farþegarnir þetta tækifæri til þess að skoða fagra dómkirkju, sem þar er og slógust þau í för með þeim, Mozart og fjölskylda hans. Kirkjan var mannlaus þegar gestirnir komu, og hvíldi hátíðleg þögn og helgi yfir hinni stórfenglegu byggingu. En munk- arnir voru að matast. Wolfgang litli virtist vera snortinn af þeim hátíðleik, sem þarna rikti og virti hann fyrir sér, það sem fyrir augu bar, ineð alvörusvip. Þegar þau komu upp á söngloft- ið og Wolfgang sá hið mikla orgel, komst hann allur á loft. Hann sá þó brátt, að þarna myndi þurfa eitthvað meira til, heldur en þegar leikið er á slag- hörpu, og bað hann föður sinn að segja sér það helzta um “ganginn i þessu galdraverk- 'færi.” Gerði Mozart það fús- lega og drengurinn tók vel eftir. En Wolfgang nægði ekki þessi fræðsla, og vildi hann nú fá að reyna hljóðfærið líka. Bað fað- ir hans þá kirkjuþjón, sem þarna var, að stíga belginn og jlyfti síðan drengnum upp á bekkinn, sem var fyrir framan orgelið. En hann fór þegar að leika á hljóðfærið, eins og hann væri því alvanur, og er sagt, að dásamlegt hafi verið að heyra til hans í það sinn. “Hver getur það verið, sem þannig leikur á okkar gamla orgel-skrjóð!” sögðu munkarnir felmtraðir hver við annan, þegar þeir komu til kirkjunnar. Og líkast var þetta þvd, að hér væri galdur í tafli, því að það var eins og að orgelið væri sjálf- spilandi — enginn sást orgelleik- ^rinn, neðan úr kirkjunni. Og einhverjum varð jafnvel að orði: gÞað er þó aldrei Satan sjálfur, se.m hér er kominn.” Aðrir héldu, að hér væri að gerast himneskt kraftaverk. Einhverjir hertu nú samt upp hugann og hröðuðu sér upp að orgelinu, með ábótann í broddi fylkingar. Og þeir urðu þá heldur en ekki forviða, þegar þeir sáu barnið, sem var að leika á hljóðfærið. En Wolfgang litli hafði þá alveg gleymt sér og varð þeirra alls ekki var. Loks vakti faðir hans hann af þessum dvala og þyrptust þá allir, sem í kirkjunni höfðu verið, umhverfis hann og keptist hver við annan um að votta þessu undrabarni aðdáun sina. Og hinn heilagi faðir, orgelleikarinn, lagði hægri höndina á höfuð drehgsins og blessaði hann með þessum orð- um: “Viss er eg um það, að ein- hverntíma vinnur þú stórvirki Guði til dýrðar!” , En Wolfgang litli stóð þarna brosandi og stóreygur, eins og hann skildi ekki, Iivers vegna all- ir voru svona góðir við hann. Vald hans var mikið, en hann þekti það ekki og hafði ekki hugmynd um þýðingu þess. Aft- ur kom þetta vald hans i ljós, þegar komið var til Vínarborgar, en þá var það þannig, að tilefni gat gefið til aðhláturs. Wolfgang litli og iollþjónninn Áður en ferðafólkinu var leyft að fara inn í borgina, urðu allir að flytja farangur sinn inn i todlbúðina, þar sem tollþjónar rannsökuðu hann. Fólkið tafð- ist allmikið við þetta, og sumir Jentu í þrætum og þrasi. Wolf- gang litli varð óþolinmóður yfir því að verða að bíða þarna. Hann tók það því upp hjá hjálfum sér að skálma rakleitt til eins yfir- tollþjónsins og ávarpa hann hispurslaust: “Góði maður, hvers vegna eruð þið að tefja okkur á þvi að opna allar þessar kistur og kassa? Við komumst aldrei á- fram með þessu háttalagi.” “Við erum nú að þessu, ljúfur- inn, af því að það er skylda okkar,” svaraði maðurinn liros- andi. “En hvað ætlar þú nú svo sem að vilja til höfuðborg- arinnar, sem liggur svona mikið á?” , “Eg? Eg ætla að leika á hljóð- færi fyrir keisarann!” svaraði Wolfgang viðstöðulaust. “Það er nú svo! Þú, svona lítill ketlingur, ætlar að leika á hljóðfæri, Og fyrir keisarann? Ekki mátti það minna vera! Gaman hefði eg af að heyra þig leika á hljóðfæri. Þú mættir vera dálítið minna montinn, — en líklega slumar nú í þér þegar þú kemur til höfuðborgarinn- ar.” “Við getum nú séð það strax, hvort ekki er hægt að láta GÆTIÐ ÞE8S AÐ GEYMA PENINGA YÐAR í YÐAR EIGIN ÖRYGGISHÓLFI Þér þarfnist öryggisliólfs fyrir Borgarabréf yðár, Eignarbréf, Lífsábyrgð'arskjöl o. s. frv. Trygt öryggishólf í yðar eigin öryggisskáp — enginn annar en þér getur opnað það — og það kostar innan við lc á dag. Spyrjist fyrir lijá næsta útibúi. THE ROYAL BANK OF CANADA ===== Total Assets $950,000,000 — Blindir sjá Hve þung er kyrð, með dimman dag og nótt, Sem dregur skugga yfir sólarlöndin, Þá hver ein smáögn sýnist sofa rótt, Samt er að verki eilíf máttarhöndin. Að gera bjartan þennan dimma dal, Því dásemd lífsins sér um það og hyggur; Og heimurinn skilur Guða gyðju hjal, Og glæðir margt, sem annars falið liggur. í gegnum sortann glaða sólin skín, Sem gefur næði til að hugsa og skoða, Og yfir sárin boðar þörfin brýn, Að breiða fagran sálar morgunroða. Indó. “sluma” í einhverjum,” svaraði Wolfgang gletnislega. “Líttu á — í stóra kassanum þarna, er píanóið okkar. Þú mátt opna hann ef þú vilt, og eg skal svo lofa þér að heyra til inín. Þú segir mér það á eftir, hvort þér finst þá, að eg vera voðalega montinn.” Það kom hilt á manninn. En drengurinn var svo einbeittur, að tollverðinum fanst ófært að gugna á þessu. “Jæja — reyna má það-” varð honum að orði. Síðan skipaði hann einum verkamanninum, sem þarna var, að opna kass- ann að framan. Og þegar þvi var lokið opnaði Wolfgang sjálf- ur hljóðfærið, settist á kassa fyrir framan það, og tók að leika á það fögur og fjörug lög, hvert á fætur öðru, af mikilli prýði. En tollþjónninn stóð þarna eins og álfur. Fyrst varð hann frá sér numinn af undrun, en síðan iðaði hann allur af ánægju og klappaði saman lófunum eins og kátur krakki. Fólkið, sem statt var í toll- búðinni, þyrptist umhverfis Wolfgang litla og hljóðfærið: ferðamennirnir, tollþjónarnir og verkamennirnir, og hlýddu hug- fangnir á leik litla drengsins. Og þegar Wolfgang hætti, vék hann sér að kunningja sínum, yfirtollþjóninum, og sagði glað- lega: “Jæja, hvað finst þér nú, — heldurðu að mér verði óhætt að láta keisarann heyra til mín? Eða heldur þú enn, að þá muni “sluma” í mér?” “Nei, drengur minn, þér er víst óhætt að láta heyra til þín,” sagði tollþjónninn og klappaði á kollinn á Wolfgang. “Þú ert sá mesti galdra-karl, sem eg hefi nokkurntíma hitt. Eg gleymdi mér alveg, — og eg þakka þér kærlega fyrir skemtunina. Og nú skal eg sannarlega sjá til þess að þið, þú og foreldrar þín- ir, þurfið ekki að bíða lengi eftir farahgrinum ykkar, svo að þið getið fljótlega komist á gisti- húsið. Ykkur veitir ekki af hvild, eftir ferðavolkið.” Og hann stóð við þetta. Far- angur þeirra var nú afgreiddur sem skjótast, og þau Mozart og hans fólk, voru búin að njóta hvíldar góða stund, á gistihús- inu, þegar seinustu farþegarnir voru að koma út úr tollbúðinni. — Þetta var sigur listarinnar. Eins og sagt er að Orfeus hafi hrært steinana með hljómrist sinni, þannig hrærði Wolfgang hjörtu hinna ströngu og skyldu- ræknu tollþjóna, svo að þeir urðu hjálpfúsir og eftirlátir. í Vínarborg vann Wolfgang litli hina glæsilegustu sigra, — en það er nú önnur saga. —(Lesb. Mbl.) FLESK HANDA BRETUM Á HVERJU SVÍNI ER ÞÖRF. MÖRG MÁ VERNDA MEÐ NÆRGÆTNI VIÐ FÆÐINGU ÞEIRRA OG HJÚKRUN. Burðarskýli þurfa að vera hlý og þur, og útbúin öryggisrimlum. Nærgæini um burðartímann, og notkun gerfihita, ef þörf krefur, bjargar mörgu svíni; jafnvel heilli hjörð. Óþrif má fyrirbyggja með góðum heilsuskilyrðum í svínastíum og umhverfi þeirra. Blóðveiklun má koma í veg fyrir með notkun járnefna þegar eftir burð. Skynsamleg fóðrun gyltunnar um meðgöngutímann útilokar meltingaróreglu, og veitir svínahvolpunum eðlileg þroskaskilyrði. Fóðurblanda framleiðir þriflegri svín, og dregur úr þeim sársauka, sem frá- færum er samfara. SÉRHVERT UNGT SVÍN, SEM HELDUR LÍFI, OG ÞROSKAST UPP í 200 PUND, ÞÝÐIR 115 AUKAPUND AF FLESKI HANDA BRETUM, OG HAG- VÆNLEGRI FRAMLEIÐSLU. Frekari upplýsingar fást hjá landbúnatSarrátSu neyti fylkis yðar, I.andbúnaðarskðla, næsta Til- raunabúi Sambandsstjðrnar, eða griparæktarumboðsmanni Landbúnaðarráðuneytis Sambands- stjðrnar. ____ ______________ __________ ____ 151-1 AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department* of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.