Lögberg - 19.03.1942, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ, 1942
A SKARÐSHEIÐUM
Á efstu brún skarðsheiðarinnar lét Dale
Linden hina lafmóðu hesta sína nema staðar
og stökk stirðlega niður af vagnsætinu. Þéttur
furuskógurinn, sem eina erfiða míluna af ann-
ari hafði svo þrálátlega teygt úr sér framan í
hestana, er þeir með örðugleikum klifa sig
áfram upp eftir ógreiðum veginum, tók nú
snögglega enda þarna á hinni litlu hásléttu
skarðsins, þótt hann þekti svo aftur snarbratta
hlíðina fram undan svo langt sem auga eygði
niður og út á Idaho-sléttuna.
Linden teygði úr baki og handleggjum,
greip af sér svitablettaðan strítukolls hring-
barða-hattinn og brá fingrum gegnum gisna
grálokkana, nú þvínær alhvíta, er féllu niður
um eyru honum og enni. Hann var stör-
vaxinn maður, við aldur og boginn um herðar
eftir harðsótta og langa lífsbaráttu við jafnt
sólríka sem svalaþrungna háfjallanáttúruna.
Andlit hans var dökkbrúnt af sífeldri útivist
og stórskorið, augun daufblá og þreytuleg
undir ljósleitum brúnum, og litlaust yfirvarar-
skeggið lafði niður um munnvik honum báðu
megin. Hann sneri sér nú við, brá hönd sem
skygni um brúnir og leit gegn upprennandi
morgunsól niður um hinn víðfeðma Wyoming-
dal, er inn í volduga háröð Klettafjallanna
hjúfraði sig eins og djúp heiðarlaut, sem hann
hafði nú með vagn sinn og hesta rétt klifrast
upp úr.
Skógi þakin og snarbrött fjallshlíðin blasti
við augum hans af skarðsbrúninni, alt niður
í dalsbotninn langt fram undan, þar sem dvín-
andi húmskugginn enn lá yfir, en á marg-
kvíslað og lygnt dalsfljótið glitraði sem silfur-
þræði, og endurspeglaði í djúpi sínu sem í
skuggsjá sólgljáandi himingeiminn hið efra.
í fjarlægðinni, við vesturenda dalsins, reis
hver sviprík hæðaröðin af annari og myndaði
bylgjóttar fjallshlíðar, þar sem hinn dimm-
úðgi og tilkomumikli skógargróður hvarf upp
að fannþöktum fjallahnjúkunum, er aftur
hurfu svo upp í hágeim árdegisljómans.
Linden sneri sér nú aftur frá þessari djúpu
og dýrðlegu skuggsjármynd og gekk áleiðis að
bjálkahúsi, er við veginn stóð. Alt hið litia
flatlendi háskarðsins lá umhverfis hús þetta,
þar sem fjósi þess, hlöðu og hrossakví var
fyrir komið í námunda hvað við anuað, því
hér var miðstöð póstvagna og farangurslesta
sem samkvæmt reglubundinni ferðaáætlan
lögðu leið sína þarna um yfir fjöllin. Hér
hvíldu keyrslumennirnir hesta sína eða skiftu
um þá þegar færð var slæm að vetrarlagi; hér
mættu póstvagnarnir frá járnbrautarstöðinm
i austri hinum, er vestan úr dölunum komu til
að skiftast á flutningi og farþegum. Hver sá
maður, er um veginn fór, hinkraði hér við,
þótt ekki væri nema til að heyra nýjustu frétt-
irnar, því um þetta skarð lá eini færi vegurinn
milli dalsins og hinnar víðáttumiklu veraldar
þar fyrir utan.
Er Linden nálgaðist húsið opnuðust dvrnar
og maður á tveimur hækjum beið hans þar.
“Hello, Billy,” sagði Linden.
“Hi, Dale,” svaraði hækjumaðurinn og kall-
aði svo enn um öxl sér: “Adele, komdu með
kaffið.”
“Eg hefi ekki tíma til að tefja neitt,” sagði
Linden og sveigði höfði í átt til forugra hest-
hófanna og útataðs vagns síns. “Vegar ófærðin
tefur mig alt of mikið. Eg verð að halda tafar-
laust áfram, eigi eg að ná járnbrautarstöðinni
áður en lestin kemur þangað.”
“Ó, láttu ekki svona,” sagði Billy. “Kaffið
er alveg til reiðu. Undir eins og eg heyrði þig
koma með stóryrðarausi út af færðinni þarna
neðan veginn, sagði eg Adele að laga kaffið i
skyndi.”
Þeir hlóu nú báðir. “Ferðamaðurinn verð-
ur að þylja hæðunum þarna meiningu sína,
eigi hann að komast nokkuð áfram,” sagði
Linden. “Það hefir hlotið að rigna hér efra í
alla nótt.”
“Já, það segir þú satt.” Billy vék sér
stirðlega til hliðar, er dökkhærð, grannvaxin
ung stúlka kom fram í dyrnar með kaffikönnu
og bolla í höndum. Hún setti bollana á efstu
dyratröppuna og fylti þá með ilmríku, heitu
kaffinu.
“Adele,” sagði Linden, “það er að togna
úr þér, stúlka mín.”
“Eg býst við því. Hvenær er von á Joan
heim aftur,”
“Eg er nú einmitt þessa stundina á hraðri
ferð niður að járnbrautarstöðinni til að mæta
henni.”
Ofurlitlum titringskipp brá fyrir í öðru
munnviki hinnar ungu Adele. “Heppnir.
vefst um sumt fólk,” sagði hún í kergjutón,
og leit til föður síns. “Mér þætti vænt um að
geta klifrast niður af þessum háheiðum ein-
stöku sinnum og heimsótt ókunna staði,” bætti
hún við um leið og hún sneri aftur inn í hús-
ið og skelti hurðinni aftur á eftir sér.
“Þetta er fyrsta sinnið, tvö seinustu árin,
sem Joan hefir farið austur til Salt Lake,”
sagði Linden eins og í ofsökunartón. “Hún
hugðist þurfa að kaupa ýmislegt. Þú veizt
hvernig það er með þessa unglinga.”
“Unglinga, ha? Hvað gömul er Joan nú að
verða?”
“Nítján í næsta mánuði, september. Nei,
tuttugu ára.”
Billy sötraði kaffið sitt. “Adele er tuttugu
og tveggja. Joan líkist móður sinni alt af m'eir
óg meir. Hár hennar er eins, og sami augna-
liturinn. Hún fer nú líklega að gifta sig ein-
hvern næsta daginn. Hvað er að segja um
hana og Ivan Bole?” sagði Billy.
Linden ypti öxlum. “Það virðist ekki nema
rétt eðlilegt, að þau tengist böndum. Þau
ólust upp frá barnæsku á sama staðnum.”
Hann hinkraði við eitt andartak og bætti svo
við: “Ivan er geðugur piltur.”
“Vissulega.” Billy skotraði augum tii
hjarðbóndans. “Eg heyri sagt hann hafi feng-
ið smáþóknun frá stjórninni, eins og freist-
ingar-bita, til þess hann gengi í samning um
að selja henni alt hey sitt til fóðurs handa
elgsdýra-hjörðinni hér niðri á jafnsléttu í vet-
ur.”
“Það hlýtur að vera enn einn af dagdraum-
um Ivans. Hví, í fyrsta lagi, skyldi Ivan vilja
aðhafast slíka heimsku, þar sem hjarðbænd-
urnir taka líka hvort sem er alt hans hey. Og
hvers vegna, í öðru lagi, skyldi stjórnin vilja
ala þessi elgsdýr? Hið eina skynsamlega væri,
að slátra þeim öllum. Við þurfum heysins við
og bithagans líka. Þetta er hjarðland, Billy,
en ekki einhvers konar dýragarður.”
Billy hagræddi sér á hækjunum. “Ojá, eg
skil þetta nú ekki. En maður verður að taka
atvikunum eins og þau gerast; fjölgandi hjarð-
verum efnaðra dundursdrengja, sívaxandx
straum þessara þarna ferðalanga sér til skemt-
unar, sem gaman þykir að hafa elgsdýrin altaf
hér fyrir augum sér, alveg eins og þeir væri
í Guiasteinsgarðinum. Eg þori að veðja um
það, að vegna þess kaupa þeir líka alt heyið
af Ivan.”
“Þá er víst ráðlegast að við flytjum á
brott héðan, það segi eg. Annað hvort er þetta
dundurdrengja dalur eða hjarðbændanna land.”
Linden setti frá sér tóman bollann og stóð upp
af tröppunni, er hann hafði tylt sér á. “En
hvað sem annars er um þetta að segja, þá verð
eg að komast áleiðis, eigi eg að ná að lestinni
í tæka tíð.”
“Ó, seztu niður stundarkorn, Dale, svo við
getum rætt ögn nánar um daginn og veginn.
Þú kemur ekki svo oft upp hingað nú á dög-
um.”
“Eg vildi feginn geta hinkrað lengur við,
Billy, en má það ekki. Eg verð að komast
niður þarna að lestinni.”
“Stattu þá stundarkorn hér við á heim-
leiðinni.”
“Það væri ágætt.” Linden sneri á burtu,
veifaði losaralegri hönd og gekk hratt yfir til
hesta sinna. Aftur af vagninum kastaði hann
út dragkeðju, steig upp á töngina framan við
vagnskassann, sem hann hallaðist upp að með
strengda tauma í hönd, er hann hóf niður-
förina út að járnbrautarstöðinni.
' “Nú er eg komin heim!”
Joan stökk úr hárri dagvagnströppunni
niður á plankatröð stöðvarinnar, setti frá sér
báðar töskurnar, er hún hélt á, og hljóp á
móti föður sínum.
“Pabbi!”
Hún greip um háls honum og þrýsti kossi
á báðar kinnar hans og varir.
“Ó, en hvað mér þykir vænt um að vera
komin heim!” Smá gleðitár glitruðu í bláu
augunum hennar, er hún slepti handtaki sínu
á honum og leit upp til háfjallanna, sem hann
hafði nú rétt komið niður af, til að sækja
hana. “Eg er komin heim!” endurtók hún.
Joan steig eitt skref aftur á bak. “Líttu á
mig,” hrópaði hún.
Faðir hennar tók af sér strítukollshattinn
og leit vandræðalega á dótturina. “Jæja,”
sagði hann í uppgerðar kæruleysistón, “hið
eina sem eg fæ sagt, er það, að þú lítur
býsna—” Hann þagnaði og rýndi gaumgæfi-
lega í andlit henni. “Heyrðu,” sagði hann í
háværum ergelsistón, “þú hefir látið mála þig
eins og einhverja Indíána drusludrós.”
Joan lét handleggina síga með hægð. “Þér
geðjast það ekki?”
“Geðjast það!”
“En það er bara ofurlítil roða-móða, eins
og — á öðru fólki.”
“Öðru fólki! Joan, þú lítur út eins og —
tildurstáta. Þegar við komum heim nær þú
þér í sápu og vatn—”
“Hæ-hó, hvaða þýðingu hefir alt þetta?”
Kevrslumaður póstvagnsins, Jeff Welch, langur
og slánalegur, nálgaðist þau glottandi út undjr
eyru. Hann staðnæmdist gegnt Joan og hallaði
höfði. “Til hvers gagns eru þessir hlutir?”
“Til að klæðast þeim,” svaraði Joan og hló.
“Undir vanalegum fötum eða utan yfir?”
“Nú, Jeff, eg hélt að svona búningur gæti
komið að góðu haldi við nautasmölunina!”
“Sjáðu andlit hennar,” sagði Linden með
hryllingssvip. “Eg var rétt að hafa orð á því
við hana, að hún líktist drusludrós.”
Jeff klóraði hökubrodd sinn. “Jæja, hug-
myndin er ekki svo afleit, Dale. Hví vera að
venja hingað aðsókn tildurslýðsins að austan,
þegar við getum sjálfir alið hann upp hérna i
dalnum okkar?”
“Vagninn er tæmdur,” kallaði einhver.
Iæstarþjónarnir voru að loka flutningsvagna
hurðum, en póstpokarnir og eitthvað af varn-
ingskössum voru í hrúgu á stöðvarpallinum.
Eimvélarstjórinn var að snúa henni við á hring-
sporinu í því skyni að halda á stað með lest-
ina aftur til baka austur á leið. Þegar Jeff nú
sneri burtu aftur til að hirða póstflutninginn,
gekk til hans ungur maður gráklæddur og hatt-
laus.
“Get eg fengið far með póstvagninum upp
í dalinn?” spurði hann.
Jeff nam staðar og leit á manninn. “Komst
þú hingað núna með lestinni?”
“Já.”
“Nokkur farangur?”
“Nei.”
Jeff vritist undra þetta. “Þú ekki með
neinn farangur?”
“Engan farangur. Eg er laus og slippur.”
“Jæja, eg skal segja þér, að alt er undir
því komið hversu þungur póstflutningurinn er.
Vegurinn upp um skarðið er afarslæmur sem
stendur. En komdu með mér, til að yfirvega
póstpokana!” Þeir lögðu þegar á stað út eftir
pallinum áleiðis þangað sem varningshrúgan
lá.
“Eg þarf að gæta að því, Joan, hvort nokk-
ur sending til mín kom með lestinni,” sagði
Linden. Hann gekk svo inn í.litla stöðvarhúsið,
en Joan sá þá Jeff og unga manninn gráklædda
nálgast aftur.
“Heyrðu, Joan,” sagði Jeff, “þessi ungi
maður er frá Chicago, hann heitir Arnold, og
vill komast upp í dalinn, en eg hefi of þungt
hlass allareiðu, og get ekki bætt honum á.
Hann vill komast —” Jeff hikaði við og kink-
aði til Joan — “út í dundursver. Eitthvert
dundara heimkynni. Eg sagði honum að þið
gætið kannske létt honum för upp að Bar M.
Hann hefir engan farangur.”
“Ja, eg veit það nú ekki,” sagði Joan eins
og hálfhikandi. “Pabbi heldur að hann hafi
kannske fengið einhvern flutning með lestinni.
Hversu mikinn, það segir til—” Hún leit á
unga manninn. Hann var hár og herðabreiður,
með úfið hár og horfði nú góðlyndislega til
hennar. “En eg held við getum — eg er viss
um —” Hún leit út eftir pallinum. “Þarna
kemur pabbi.”
Linden kom nú til þeirra.
“Pabbi,” sagði Joan, “þetta er Mr. —”
“Arnold, Philip Arnold,” bætti ungi mað-
urinn við og sneri sér að Linden. “Eg reyndi
að fá far með póstvagninum, en var nú að
hugsa —”
“Eg hafði of mikinn farangur,” greip Jeff
fram í eins og til frekari skýringar.
Linden leit með óánægjusvip á Philip, “Eg
hefi líka of þungan flutning,” sagði hann, leit
á Joan og bætti við: “Keyrðu vagninum upp
að vörubyrginu þarna. Eg þarf að taka þar út
kassa með kornskurðarvélapörtum í.”
“Mér þykir þetta mjög leitt,” sagði Joan
og leit yfir til vörubyrgisins. “Ef til vill gætið
þér hjálpað pabba við að koma vélarpörtunum
út í vagninn?”
“Það er ágæt hugmynd,” sagði Philip.
“Þökk fyrir — bendinguna.”
Hann gekk yfir að byrginu, en Joan kom
afturenda vagnkassans fyrir upp við það sam-
kvæmt beiðni föður síns.
“Ef til vill gæti eg rétt yður hjálparhönd
við að koma þessu út í vagninn?” mælti
Philip.
Linden leit fyrirlitlega til hans. “Þú gætir
óhreinkað á þér hendurnar, eða fengið á þær
rispu. Nei — eg þakka.”
“Eg get varist því,” svaraði Philip og lagði
hönd á kassann. “Ýtið honum nær mérsagði
hann svo. Linden hikaði sig eitt augnablik, en
lagði þá öxl að kassanum og þeir hjálpuðust
þannig að við að velta honum varlega á hlið-
ina. “Einu sinni enn,” sagði Philip. Þéir
settu kassann aftur upp á endann og veltu hon-
um enn á hliðina, mjökuðu honum svo áfram
þumlung af þumlungi þann spottann, sem eftir
var að vagninum og niður í hann.
Philip rétti svo út hendurnar. “Sjáið nú
til, eg fékk enga rispu á þær, og jafnvel enga
óhreinkubletti.” Svo bjóst hann til að fara
sína leið.
“Staldrið við eina mínútu,” sagði Joan.
Philip nam staðar, en hún leit til föður síns
og sagði um leið: “Hann hjálpaði þér við að
koma þunga kassanum út í vagninn, pabbi.”
Svo leit hún aftur til Philips og sagði enn:
“Við léttum yður förina.”
“Linden leit stirðlega við. “Komdu þá upp
í vagninn,” urraði hann.
Philip stökk niður af stöðvarpallinum og
fór upp í afturenda vagnsins. Þar settist hann
á vélparta-kassann.
1 tvær klukkustundir keyrðu þau áleiðis
upp eftir brattalitlum og hrjóstrugum vegin-
um. En þegar skógiklædd fjallshlíðin reis
snarbrött fram undan þeim eins og veggur,
nam Linden staðar framan við skriflislegt og
stormi lúð timburhús.
Joan sneri sér gagnvart Philip og mælti:
“Þetta er O’Briens hressingarstöðin. Hér er
framreidd hraðbúin skyndihressing. Viljið
þér fylgjast hér inn með okkur?”
“Eg hefði ekkert ógeð á dálitlum bita,”
sagði Philip. Svo stökk hann út úr vagninum
og fylgdist á eftir þeim inn í húsið. Þar inn-
an veggja var algeng verzlunarbúð ásamt póst-
afgreiðslu og skyndibita-langborði. Þar keyptu
þau sér kaffi og tvær samfeldar brauðsneiðar
með saltkjötsflísum og smjöri á milli til
smekkbætis.
Þegar þau komu aftur út eftir hressing-
una, sagði Linden: “Þér er bezt, Joan, að sitja
líka þarna aftur í vagninum. Það er mikil
for á veginum fram undan, og þegar hestarnir
fara að skriðka til í aurleðjunni slettist hún
upp um þig alla. Þar sem þú hefir nú þetta
nýmóðins þing á andlitinu—”
“Góði pabbi! Hér er eg nú að koma
heim—”
“Jæja-þá, elsku barnið,” sagði Linden
hlæjandi. Hann lagði handlegg þvert um axlir
hennar, þrýsti henni innilega að sér, og kysti
hana blíðlega á ennið.
Annar Kapítuli
Þau fóru svo öll upp á vagninn, Linden
í sætið en Joan og Philip komu sér fyrir á
kassanum, þar sem seturúm var svona rétt
nógu breitt fyrir tvo farþega. Er Linden svo
keyrði út á veginn litu þau hvort til annars
með bros um varir.
“Það var vissulega vel gert af yður að út-
vega mér þetta far,” sagði Philip.
“Verði það yður að góðu. Eg vona að
yður geðjist dalurinn okkar.”
“Er hann fallegur?”
“Það finst mér. En svo er hann auðvitað
heimaból mitt, og mér myndi líklega þykja
unaðslegur hvaða staður er væri, þar sem eg
hefði alla æfina átt heima. Mér væri sama
þótt eg færi aldrei út héðan aftur.”
“Eg vildi feginn geta hugsað þannig um
einhvern verustað minn.”
“Ef til vill lærist yður það. Eg býst við
þér dveljið hér í dalnum fram í lok dundurs-
vera árstíðarinnar. Þeirra er nú ekki langt að
bíða.”
“Það veit eg nú ekki, og hefi enga fasta
íerða-áætlan Eg var bara að reika um í
Chicago mér til hressingar, kom þá að járn-
brautarstöð, fór um borð í lestina þar og er
nú svo kominn hingað.”
Joan leit framan í hann. “Eruð þér að
gera spaug að mér?”
“Alls ekki. Verkið sem eg var við gekk
eitthvað erfiðlega, svo eg fór út til að fá mér
frískt loft. Þetta var klukkan fimm að morgni,
er eg rakst á stöðina, og duttu þá í hug lesta-
ferðir, svo eg afréð þegar að fara eitthvað
burtu með járnbrautinni. Næsta lestin var á
vesturleið.”
“Það skil eg. En samt sem áður er þetta
langt úr vanaleið. Maður verður að skifta um
lestir á svo langri ferð. Hvernig í ósköpunum
rákust þér — hingað?”
“Yður finst kannske nú aftur að eg geri
spaug að yður.”
“Nei, það finst mér ekki.”
“Jæja þá. Eg yfirvegaði uppdrátt, er hékk
á vegg stöðvarinnar, og tók þar eftir járn-
brautargrein, sem hér endaði. Mér virtist því
að hér myndi ákjósanlegur staður til að'
lenda í ”
Svipurinn á andliti Joan lýsti undrunar-
kend. “Þér hljótið — þér hljótið að vera —
reikull í ráði.”
“Vitskertur, meinið þér.”
“Eg bið afsökunar,” sagði Joan. “En eg
er því óvön, að ræða við fólk, sem tekur sér
far á járnbrautarlest vegna þess það rekst á
stöðvarhús og kemur svo jafnvel berhöfðað
alla leið hingað, af því það yfirvegaði brautar-
uppdrátt á skrifstofuvegg. Þegar við hérna
ætlum að ferðast eitthvað, bollaleggjum við
um það svo árum — eða að minsta kosti mán-
uðum saman. Og úr helmingi þeirra ráða-
gerða verður svo kannske aldrei neitt.”
“Og eg er ekki heldur því vanur að hitta
fvrir fólk yður líkt.”
Joan leit í gaupnir sér, er hún svaraði:
“Við hér hljótum að virðast yður undarlegt
fólk.”
“Nei. Það er nú einmitt alt öðru nær.
Eg er því óvanur, Miss Linden, að hitta fyrir
fólk, sem er með fullu ráði.”
“Miss Linden,” sagði Joan; “Miss Linden.”
“Er það ekki hið rétta nafn yðar?”
“Ójú, það geri eg ráð fyrri, en það er í
fyrsta sinni á æfi minni, sem eg hefi heyrt
það nefnt. Ef nokkur hér heyrði yður ávarpa
mig þannig, myndi hann hlæja að því. Eg
heiti Joan.”