Lögberg - 19.03.1942, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ, 1942
7
ywwwwwwwvywwvvwvvwwwwwwvvwvyyvv
| \erzlunarskola
I NÁMSSKEIÐ
Það börgar sig fyrir yður
að leita upplýsinga á
skrifátofu Lögbergs, við-
víkjandi námsskeiðum
við beztu verzlunarskól-
ana í Winnipeg . . .
Veitið þessu athygli i
nú þegar/
VAAMMAM*AAAAMAAAAAAAAM*AAAMMA*MWM*M/''
Loftur ríki
Guttormsson
Eftir Jóhann Sveinsson
cand, mag.
AUÐUR, ÁSTIR
OG SKÁLDSKAPUR
Flestir eða allir íslendingar,
sem komnir eru til vits og ára,
kannast við Loft ríka. En það
er líka lítið meira en nafnið eitt,
°o Það jafnvel hjá þeim, er bezl
vita. í blámóðu aldanna hillir
hann uppi, auðmanninn mikla,
volduga höfðingjann og skáldið,
sem kvað ekkaþrungin harmljóö
og mansöngva til ástmeyjar sinn-
ar, sem hann mátti ekki njóta.
Ganga sögur miklar af auði
Lofts og rausn, en flest, sem
fyrri alda sagnaritarar herma
frá æfi Lofts, eru munnmæii
ein, enda ritað tveimur öldum
eftir dauða hans. Eru allar
þessar sagnir um Loft sundur-
lausar og ónákvæmar og erfitt
að hafa hald á þeim. Eigi að
síður hafa nokkrir sannleiks-
molar geymst í þeim, þótt margl
sé þar málum blandað. Það
mesta og elzta af því tagi er að
hafa hjá Jóni Gisurarsyni á Núpi
í Dýrafirði í ritgerð hans um
siðaskiftin, tíirni á Skarðsá i
Skarðsárannál og Jóni Egilssyni
í Biskupsannálum. Nú síðast
hefir dr. Jón Þorkelsson dregið
saman það helzta, sem vitað
verður um Loft í Kvæðasafni
bmf.
Annað er lítið vitað um æfi
Lofts, nema það, sem ráða má
aif annálum og fornbréfum. En
slíkar heimildir eru jafpan magr-
ar og sýna aðeins ytra borð
mannsins, en ekki persónuleika
hans eða skaphöfn, nema hvað
endrum og eins kann að vera
hægt að skygnast undir yfir-
borðið og fylla í eyður stað-
reyndanna.
Vafalaust hefir Loftur verið
mestur auðmaður á sinni tíð á
íslandi. Jón Gissurarson lætur
wjög af rausn hans og höfðings-
skap. Sagt er að hann hafi haft
um sig sveinahirð mikla og riðið
jafnaðarlega með tuttugu sveina,
að sjálfsögðu vopnaða, milli búa
sinna. En jarðeignir voru mikl-
ar og höfuðból mörg. “Einka
hofgarð sinn hélt hann á Möðru-
völlum” í Eyjafirði. Björn á
Skarðsá segir í annálum sínum,
að Loftur ætti áttalíu stórgarða,
°g víst er um það, að hann átti
geysimörg stórbýli. Skal hér
aðeins nefna stórbýlin Möðru-
velli og Lögmannshlíð í E^yja-
iirði, Sjávarborg í Skagafirði,
Másstaði og Ásgeirsá í Húna-
vatnsþingi, Njarðvík og Ketils-
staði á Austurlandi, Mörk og
Efra-Dal undir Eyjafjöllum og
Skarð. Staðarhól og Flatey fyrir
austan. Auk þess hafði hann
Sauðanesstað um stund að léni
af Jóni Vilhjálmssyni Hóla-
biskupi. Af gjafabréfi til laun-
sona sinna og af skiftabréfinu
eftir hann og konu hans, en bréf-
in eru bæði prentuð í ísl. forn-
Tiréfasafni, sézt hvílíkt feikna
jarðagóss og lausafé hann átti.
Þremur launsonum sínum gefur
hann til sainans 9 hundruð
hundraða í fasteign, en eftir lát
þeirra hjóna fá skilgetnir 'synir
hans IÍV2 hundrað hundraða i
fasteign hvor, 2 hundruð hundr-
aða i virðingarfjám og 72 hundr-
uð i smjöri, en dætur hans tvær
skilgetnar fengu hálfu minna en
hræðurnir. Var því engin furða
þótt hann hlyti viðurnefnið hinn
Öki. Ríkur þýddi raunar í fornu
máli voldugur, en Loftur fór
ekki með meiri veraldleg völd en
margir aðrir um hans daga. Að
hkindum er því orðið “ríki” í
merkingunni auðugur. Hitt er
annað mál, auðnum fylgir ávalt
vald, eins og sjá má á vorum
dögum, enda hafa merkinga-
skiftin í orðinu orðið þess vegna.
En þrátt fyrir auð sinn varð
hann ekki gæfumaður ineð öllu,
að þvi er háttalykill hans sýnir
og siðar verður vikið að, og
sagnirnar segja, að hann hafi dá-
ið í aumu koti, og verður einnig
minst á það síðar.
Jón Gissurarson getur þess, að
Loftur hafi þjónað Noregskon-
ungi með fjóra sveina (Eiriki af
Pommern) og verið dubbaður til
riddara af honum, og “færði eftir
það fálka á blám feldi” og til-
færir vísu eftir séra Ólaf Hall-
dórsson á Stað í Steingrímsfirði,
er lifði um og eftir aldamótin
1600:
Færði hannt í feldi hlá
fálkann hvíta skildi á.
Hver inann af því hugsa má
hans muni ekki ættin smá.
Nú er það vitað, að Loftur
hafði ekki fálka, heldur högg-
orm í innsigli sínu.
Skal nú vikið um siyn að því,
sem sannsögulega er vitað um
Loft. Hann var stórættaður í
báðar ættir. Faðir hans, Gutt-
ormur Ormsson, sonur Orms lög-
manns Snorrasonar á Skarði, var
kominn í beinan karllegg af hin-
um fornu Skarðsverjum. i móð-
urætt var hann kominn af hin-
um nafnkunnu Möðruvellingum
í Eyjafirði. Ekki er fæðingarár
hans þekt, en varla er hann
fæddur miklu eftir 1380, en þó
líklega nokkru fyr. Heimildir
benda til, að hann hafi verið
utan 1403 og þar í kring. Árið
1406 getur hans aftur í bréfum.
Síðan finst hans ekki getið þar
fyr en 1414, og er líklegt, að
hann hafi þá einnig verið er-
lendis. Er trúlegt, að hann hafi
í annaðhvort þetta skifti veriö
við hirð Eiriks konungs af Pom-
mern, sem þá var konungur yfir
öllum Norðurlöndum. Á unga
aldri var hann sveinn eða ráðs-
maður auðugrar ekkju, Guðrún-
ar Haraldsdóttur, er gaf honum
Efra-Dal í þjónustulaun. Lofti
tæmdust arfar miklir eftir for-
eldra sína og frændur. Virðast
margir frændur hans hafa látist
um 1403, líklega í svarta dauða.
Loftur mun lengstum hafa setið
á Möðruvöllum, en líklega eitl-
hvað á Skarði. Hann hefir ver-
ið friðsamur og óhlutdeilinn og
ekki auðgast á yfirgangi eins og
þá var títt, en engum hefir þótt
fýsilegt að leita á hann. Hirð-.
stjóri var hann norðan og vestan
á íslandi 1427, þegar Guðmund-
ur Arason á Reykhólum fór með
ránum og óeirðum um Húna-
vatnsþing, og sýnist Loftur ekki
hafa aðhafst að hnekkja yfir-
gangi hans. Virðingar mikillar
hefir Loftur notið, og þar sem
hann er dómsmaður eða gjörn-
ingsvottur, er hann efstur leik-
manna og stundum á undan
klerkum. Loftur kvæntist Ingi-
björgu, dóttur Páls Þorvarðsson-
ar á Eiðum, og gat með henni
mikið fé, meðal annars sjálf-
sagt höfuðbólið Eiða. Hann var
vinur mikill Jóns Vilhjálmsson-
ar biskups á Hólum, og var ráðs-
maður Hólastaðar 1430 — 1431,
en slíkt starf þótti þá hinn mesti
vegsauki. Loftur og kona hans
létust bæði árið 1432.
Það, sem einkum hefir gert
sagnirnar um æfi Lofts, eru ástir
hans og Kristínar dóttur Odds
lepps lögmanns, og við henni gat
hann að minsta kosti þrjá sonu,
Skúla, Sumarliða og Orm.
(Stundum er og ólafur launson-
ur hans talinn sonur Kristínar,
en hann mun hafa átt annað
móðerni). Um hitt er minna
vitað, hvernig sambandi þeirra
var háttað. Loftur orti til henn-
ar háttlykil sinn hinn dýra, en
litlar upplýsingar gefur hann um
þetta. En sjálfsagt hefir Kristín
og ást Lofts til hennar valdið til-
urð kvæðisins, svo að íslenzkar
bókmentir eiga henni þannig
mikið að þakka, og óvíst er, að
Loftur hefði annars mikið ort,
þvi að engin önnur kvæði verða
honum með vissu talin.
Jón Gissurarson segir, að Loft-
uV hafi búið með Kristínu á
Möðruvöllum, þau hafi unnast í
“líf og fjör, en máttu þó ei eign-
ast, því að. þrimennings mein-
bugir voru á með þeim.” Hann
segir enn fremur, að Loftur hafi
látið Kristínu kjósa sér mann,
og hafi hún valið svein hans, er
Höskuldur hét, og yrði Lofti þá
að orði: “Kjörvilt varstu nú,
Kristín. Eg meinta þú myndir
kjósa mig.” Þá getur og Jón
þess, að Loftur kvæði til Kristín-
ar og sendi henni visur með allra
handa bragarháttum, nokkrar i
hvert sinn, er fundist hafi á
honum dauðum. Björn á Skarðs-
á segir, að Loftur “hélt frekt
við” Kristinu Oddsdóttur “að
konu sinni lifandi.” Hann segir
og, að til Kristinar hafi hann ort
háttalykil hinn dýra. f Eyjafirði
hefir gengið einkennileg og fög-
ur munnmælasögn, sem Pálmi
Pálsson irlentaskólakennari hef-
ir skrásett. Aðalefni hennar er
þetta næsturn orðrétt:
Loftur ríki fór endrum og
sinnum skreiðarferðir suður á
land eða í öðrum erindum, því
að víða átti hann ítök og eignir.
Var þá farinn Eyfirðingavegur
eða Vatnahjallavegur. Lá vegur-
inn upp úr vestanverðunr Eyja-
fjarðardal. Lá leið hans þá fyrii
ofan garð á Tjörnum, þar sem
Kristín Oddsdóttir vinkona hans
bjó með Höskuldi manni sínum.
Var hann þá vanur að ríða heim,
hvort sem hann fór suður eða
norður um, og sat löngum á tali
við Kristínu, en manni hennar
þótti slíkt við of og mátti ekki
ráða bót á þessu fyrir ríki Lofts
og vilja konu sinnar. Einu sinni
sem oftar var Lofts von að sunn-
an. Það var snemma á túna-
slætti. Einn morgun árla voru
karlar að verki að Tjörnum. Sjá
þeir lest mikla fara ofan í dal-
inn og þykjast vita, að þar
muni vera þeir Möðruvellingar.
Kemur þá Höskuldi til hugar að
leika á konu sina og “launa
henni lambið gráa.” Gengur
hann þegar inn að hvílunni, þar
sem kona hans svaf, og vekur
hana. Spyr hún hann þá, hvað
sé um að vera, hvort Loftur væri
sunnan kominn. “Hann er nú
riðinn um garð með sveinum
sínum og sendi þér enga kveðju,”
svarar Höskuldur. En er hún
heyrði þessa harmsögu, hné hún
aftur í sænginni og var örend.
Litlu síðar kemur Loftur og vill
hitta Kristínu. En er hann frétti
tíðindi þessi, hélt hann leiðar
sinnar. Fékk alt þetta honum
svo mikils, að hann komst eigi
nema út fyrir Núpufellsá. Þar
varð hann að stíga af hestinum,
og báru sveinar hans hann dauð-
vona heim á leið til Möðruvalla,
en komust ekki lengra en í
Fjósakot. Þar andaðist hann
samdægurs.
Það er auðséð, að þessi hugð-
næma og angurblíða saga er
sprottin upp af rómantík mið-
aldanna. Á miðöldum fyr og
síðar þekkjast áþekkar sagnir og
má þar minna á sögnina um
Tristan og ísold hina björtu, sem
varð skáldum í Evrópu drjúgt
yrkisefni, og er til kvæði um þá
sögu á íslenzku (Tristrams-
kvæði). En sjálfsagt geymir saga
þessi, sem varðveitst hefir meðal
afkomenda Lofts í Eyjafirði,
mjög gömul munnmæli. Hún
kemur lika vel heim við það,
sem elztu sagnaritarar segja um
Loft, en er fyllri. Björn á
Skarðsá segir, að Loftur dæi í
slæmu koti, sem er eflaust sama
kotið og munnmælasögn þessi
segir að verið hafi Fjósakot. Er
það hjáleiga frá Möðruvöllum.
Af orðum Jóns Gissurarsonar,
þar sem hann segir, að vísurnar
hafi fundist í treyjuermi Lofts
að honuin látnum, má ætla að
ekki hafi hann andast á sóttar-
sæng og heldur hafi orðið snögt
um hann.
Líklegt er að Loftur hafi búið
með Kristínu, þar sem hún ól
honum svo‘ mörg börn, en Iík-
legra er, að það hafi verJð á
Skarði og hann hafi kynst henni
vestan lands, þvi að þar var ætt
hennar. En hins vegar eru líkur
fyrir því, að hún hafi ilenst i
Eyjafirði og búið þar með Hös-
kuldi bónda sínum. I ættartöl-
um er þess getið, að þau hafi
búið á úlfá, sém er suður yfir
af Tjörnum, hinum megin Eyja-
fjarðarár. Getur hér verið mál-
um blandað, og er líklegra, að
þau hafi búið á Tjörnum, sem
er miklu betri jörð. En Kristín
var auðugra manna, og talið er,
að Höskuldur ætti 2 hundruð
hundraða, er hann féklt hennar,
og hefir hann hlotið að vera
góðrar ættar að fá svo ættstórr-
ar konu, sem Kristín var. Hefir
þess verið getið til, að bóndi
hennar væri Höskuldur Runólfs-
son á Bakka í öxnadal og í
Gnúpufelli. Þessi Höskuldur er
hinn mesti trúnaðarmaður barna
Lofts. Loftur hefir lniið með
Kristinu og átt með henni öll
börnin, áður en hann kvæntist
Ingibjörgu, enda virðast þau
börn nokkru eldri en skilgetnu
börnin. Að líkindum hefir þetta
verið fyrir 1406 og er trúlegt,
að Kristín hafi verið Höskuldi
gefin, meðan hann dvaldist er-
lendis. Hvers vegna kvæntist
Loftur henni ekki? Ekki gat
ætt né auður staðið í vegi fyrir
hjónalbandi þeirra. Þau máttu
teljast jafnborin. Jón Gissurar-
son segir berum orðum, að þay
væri þrímenningar. Ekki verð-
ur sá skyldleiki nú sannaður og
ekki heldui' afsannaður. Verður
því að láta það liggja á milli
hluta um sinn. Loftur segir
sjálfur:
Meinendur eru mundar
mínir frændur og þínir.
Það verður ekki öðruvísi skil-
ið en frændur þeirra (ef til vill
frændsemi þeirra?) stæðu á
inóti ráðahagnum. En hvað
skyldu frændur þeirra hafa haft
á móti hjónabandi þeirra? Slík-
ur ráðahagur var báðum ættun-
um til trausts En ef þrimenn-
ings meinbugir hafa verið með
Lofti og Kristínu, þá er ekki ó-
líklegt, að frændur beggja hafi
sætt færi og gift Kristinu að
Lofti fjarverandi, til að skirra
frekari vandræðum. Að vísu
voru barneignir þeirra Lofts
saknæmar, en því var um að
gera að stía þeim sundur áðui
en enn ver færi. En um þetta
verður ekkert fullyrt. Það er
grunur minn, að háttlykillinn
eða mikið af honum hefði aldrei
kveðinn verið, ef þau Loftur og
Kristín hefðu fyrirhafnarlaust
hafnað í hjónasænginni. Mikið
af háttalyklinum er auðsæilega
ort eftir að hún er gift. En það
er mjög sjaldgæft að fornu og
nýju, að menn kvæðu um kon-
ur sínar, og í riddarabókinentum
miðaldanna mun það ekki þekkj-
ast.
Loftur ríki er frægasta skáld
íslendinga á 15. öld og raunar
um langt skeið einn af verald-
legum skáldum* sem að nokkru
getur, að undanteknum rímna-
skáldum. Ekki hefir annað varð-
veitst eftir hann en háttalykill
sá, er hann orti um Kristinu.
Raunar eru háttalyklarnir tveir,
hinn skemmri og hinn meiri. Er
örugt, að hann hefir ort hátta-
lykil hinn skemmra, og raunar
mjög líklegt, að hinn meiri sé
einnig eftir, en hér verður, þeg-
ar talað er um háttalykil Lofts,
átt við hinn skemmra. Er kvæði
þetta ort með ýmsum háttum.
Er því mjög líklegt, að hann hafi
sent henni kvæðið smám saman,
eins og Jón Gissurarson segir.
En hann telur, að visurnar eigi
að vera tiu tigir. Nú þekkjast
ekki nema níutíu vísur. Það er
líka auðséð, að visurnar eru ekki
allar ortar á sama tíma og eru
því tækifærisljóð. f sumum
þeirra leitast hann við að ná ást-
um hennar. Berlega kemur fram
í öðrum, að Kristín er gift, og
sé Lofti lítill þokki á því. Yfir-
leitt dáir hann Kristínu mjög og
harmar að fá ekki að njóta
hennar. Merkilegt er það, að
Loftur yrkir ekki kvæði sitt
undir léttum háttum, t. d. hátt-
um dansa og helgikvæða. Dans-
kvæði og helgikvæði með léttum
háttum og næstum rímlaus,
frumort og þýdd, flæddu þá yfir
landið. Er hætt við, ef hin
nýju útlendu áhrif hefðu við-
námslaust fengið að ryðja sér til
rúins, hefði íslenzk tunga og
ljóðagerð aldrei borið barr sitt
eftir það. En Loftur velur rekna
fornhætti. Kvæði hans er að efni
náskylt riddararómantík mið-
aldanna, en byggingarlagið er
alt ramm-íslenzkt. Hann er þvi
merkilegur varði á leið íslenzkr-
ar ljóðagerðar á myrkustu öld-
um fslands. Enda þótt hann yrki
um ástmey sina eru hæftirnir
honum svo mikils virði, að hann
hikar ekki við að gera sumar
vísur sinar að næstum tómri
endileysu til að ná dýrum og
réttum hætti. Vitandi eða óaf-
vitandi, líklega vitandi, kallar
hann fram hætti fornskáldanna
tii að leiða þá til sætis á virðu-
legan bekk.
Kvæði Lofts er injög misjafnt
að gæðum. Mörg brot úr vísum
eru gullfögur og spakleg, Minna
er af heilsteyptum, góðum vís-
um, þótt margar séu mætavel
kveðnar. Frægus.t þeirra hefir
þessi vísa orðið;
Kyssumst, kærán, vissa,
kemur ein stund, sú er meinar,
sjáum við aldrei síðan
sól af einum hóli.
Meinendur eru mundar
mínir frændur og þínir.
öllum gangi þeim illa,
sem okkur vilja skilja.
Ivvæði Lofts sýna mann, er
stendur föstum fótum í inn-
lendri menningu með fornan
menningararf að baki, hefir
kynst erlendri menningu, en vill
ekki kasta innlendum verðmæt-
um fyrri útlent glingur.
—ýJólablað Alþhl.)
—Góði, vertu ekki að hæla þér
fyrir hugrekki. Þú réttir upp
hendurnar eins og hinir, þegar
ræningjarnir réðust á okkur.
Já, en eg krepti hnefana!
•
Hún:—Einu sinni sagðir þú,
að eg væri þér allur heimurinn.
Hann:—Eg hefi lært mikið i
landafræði, síðan eg sagði það.
•
—Hefir þú heyrt þá nýjustu
um Skotann? Hann var svo
nískur, að hann tók orð sín
aftur.
PCINTING
. . . is really a personal service
Most customers have their own ideas
and thoughts which they want expressed
with the aid of printers type, ink and paper.
We believe our service will please your fancy better than the
average. You are invited to test it out.
CCLLHEIA I I LU LIMITED
PHONE 86 327
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG