Lögberg - 26.03.1942, Síða 1
55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 NÚMER 13
Flytur ræðu um
Rússland
Dr. Anna Louise Strong, ame-
rísk kon* að uppruna, en gift
rússneskum landbúnaðarsérfræð-
ing, flutti ræðu í Women’s
Canadian Club á Fort Garry
hótelinu á laugardaginn var; hún
sagðist vera sannfærð um það,
að Rússar myndi litla sem enga
tilraun gera til tæss að loknu
stríði, að beita áróðursstarfsemi
til 'útbreiðslu kommúnismans
með öðrum þjóðum; þeim væri
fyrst af öllu umhugað um það,
að búa að sínu, og halda áfram
i næði umbótaviðleitni sinni. Dr.
Strong lét þess getið, að um þess-
ar mundir væri i vesturhluta
Rússlands, pólskur, vel æfður
her, er næmi 100,000. “Fyrir
hvað er þessi her geymdur?”
spurði Dr. Strong; hún svaraði
sér sjálf á þessa leið: “Að sjálf-
sögðu er þessi pólski her ætlað-
ur til innrásar á Pólland.”
Flugárás á brezka
hafnarborg
Nazistar hafa ekki gert skæðai
flugárásir á brezkar borgir síðan
síðastl. maí, en á þriðjudagsnótt-
ina vörpuðu þeir sprengjum i
kilukkustund á borg við suð-
austurströnd Englands og ollu
allmiklu tjóni. Ekki er talið
liklegt að Þjóðverjar muni hefja
á ný næturárásir i eins stórum
stíl og fvrir ári síðan; þeir eru
of önnum kafnir á austur-víg-
stöðvunum, en með þessari árás
oru þeir sennilega að gefa Bret-
um til kynna, að ennþá sé Bret-
land ekki óhult fyrir sprengju-
flugvélum þeirra.
Queen’s Canadian Fund
Sjóður sá, sem undir nafni
þessu gengur, hefir bækistöðvar
út um alt brezka veldið, og er
úr honum veitt fé til líknar þvi
fólki, sem orðið hefir harðast
leikið af völdum sprengjuárása
úr lofti; hefir sjóður þessi þegar
unnið ómietanlegt gagn; en mik-
il nauðsyn er á, að sjóðurinn
stæklti, iþví telja má víst, að
kröfurnar um aukin fjárframlög
fari vaxandi jafnt og þétt.
Margt smátt gerir eilt stórt;
smátillögin draga sig saman.
Tillög sendist Royal Trusl
Gompany, 105 St. James St.,
Montreal, eða útibúum þess í öll-
um helztu horgum landsins.
Liberalar vinna
aukakosningar
Síðastliðinn mánudag fóru
fram fjórar aukakosningar til
ifylkisþingsins í Quebec, og lauk
þeim öllum með ákveðnum sigri
fyrir Liberalflokkinn undir for-
ustu Adelard Godbout. Á móti
frambjóðendum Liberala sóttu i
kjördæmum þessum öllum, á-
hangendur Union Nationale, eða
flokksins, sem Duplessis fyrrupi
forsætisráðherra sællar minning-
ar eitt sinn stofnaði; töpuðu þeir
allir að einum undanskildum,
tryggingarfé sinu.
Ellefu óvinaskipum sökt
Á mánudaginn smugu 4 brezk-
ir kafbátar upp að strönd ítaliu
þrátt fyrir tundurdufl og aðrar
neðansjávargildrur. Þar fundu
þeir ítalska skipalest, sem var á
leið til Lybiu með flutning og
liðsauka fyrir Rommel. Þeim
tókst að sökkva 11 skipum; tvö
af þeim voru kafbátar. Bnezku
kafbátarnir komust til baka til
stöðva sinna heilu og höldnu.
ATSÓKN GEGN BURMA
Að þvi er síðustu fregnir
herma, hafa Japanir hert mjög
á sökn sinni í Burma; einkum
standa yfir mannskæðar orust-
ur eitthvað um 'sjö mílur suður
af Toungoo, en sú borg hefir
mikilvæga, hernaðarlega þýð-
ingu; hafa á stöðvum þessum
illvígar loftárásir verið daglega
háðar, og hafa Japanir tapað
margfalt fleiri loftförum en hin-
ar sameinuðu þjóðir, er vörn-
inni halda uppi.
FRÁ LYBIU
Síðustu ifregnir þaðan herma,
að í aðsigi muni vera sókn all-
mikil af hálfu Þjóðverja austur
þar; er líklegt talið, að þrátt fyr-
ir stórkostliegt skipatjón í Mið-
jarðarhafinu, muni Þjóðverjum
og ítölum engu að síður hafa
lánast, að koma auknum her-
styrk inn á Lybiu.
Kafbálar Bandaríkjanna Sökkva
Sex Japönskum Skipum
Samkvæmt fregnuin frá Wash-
ington á þriðjudaginn, söktu
amerdskir kafbátar sex japönsk-
um skipum i námunda við jap-
anska landhelgi; fimm þessara
skipa voru allstór kaupför, en
eitt þeirra herskip miðlungs-
stærðar.
Merkur stjórnmálaforingi
látinn
J. S. Woodsworth
Eins og frá ler skýrt á öðrum
stað hér í blaðinu, lézt hinn mik-
ilhæfi foringi C.C.F. flokksins,
og þingmaður fyrir Mið-Winni-
peg kjördæmið hið nyrðra, i
Vancouver-borg síðastl. laugar-
dag.
Islenzk 10 farþega
flugvél
örn Johnson flugmaður, fram-
kvæmdarstjóri Flugfélags Islands
hefir fest kaup á stórri farþega-
flugvél í Ameríku, fyrir félagið.
Tók örn við vélinni í gær.
Blaðamenn voru í gær kvadd-
ir á fund Bergs G. Gíslasonar,
formanns Flugfélagsins og Sig-
urðar Jónssonar flugmanns.
Skýrðu þeir frá að borist hefði
skeyti um þessi flugvélakaup frá
Erni, en hann dvelur nú í New
York.
Flugvélin er tveggja hreyfla
“Beechcraft”-vél og getur tiekið
alt að 10 farþega á styttri flug-
leiðum. Vélin er lítið eitt not-
uð, en örn kemst svo að orði i
skeyti sínu, að flugvélin sé hin
ákjósanliegasta. ókleift var að
festa kaup á nýrri ífugvél, þar
sem verð er komið upp úr öllu
valdi sökum ófriðarins og sívax-
andi dýrtíðar.
Um verð á þessari flugvél er
ekki hægt að segja að svo
stöddu, en gera má ráð fyrir, að
það verði nokkuð hátt, að minsta
kosti á okkar mælikvarða.
Á 1 klst. til Akureyrar
Flugvél þessi verður aðallega
notuð í ferðum milli Reykjavík-
ur og Akureyrar og væntir félag-
ið, að innan skamms bætist við
viðkomustaðir á Austurlandi og
Suð-Austurlandi.
Venjulegur flughraði vélarinn-
ar ler um 315 km. á klukku-
stund. Mun ferðin milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur taka um 1
klukkustund. Hraði flugvéla
þeirra, sem félagið á nú, er
miklu minni, sem kunnugt er,
eða um 185 km. á klukkustund.
Vélar af þessari tiegund, sem
hin nýja íslenzka vél hafa mikið
verið notaðar til farþegaflugs i
Kanada og víðar og gefist mjög
vel.
—Erfitt er að svo komnu að
lýsa iflugvélnni Þó skal þess
getið, að flugvélin er svo að segja
eingöngu smíðuð úr málmi og er
gert ráð fyrir sætum fyrir alt
að 10 farþega, ef um styttri flug
er, að ræða. Hreyflar eru smíð-
aðir af sömu vierksmiðju og þeir
sem fyrir eru, en eru lítið eitl
stærri.
Þrjár flugvélar
Það er ekki nokkur vafi á, að
framtíðarsamgöngur hér á landi
munu byggjast á fluginu. Flug-
Reykjavík er
skuldlaus bœr
Skuldlausar eignir um
27 miljónir króna
Fimtudaginn 8. janúar var
fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæj-
ar afgreidd í bæjarstjórninni.
Bjarni Benediktsson borgar-
stjóri gerði grein fyrir fjárhags-
afkomu bæjarins í ítarlegri ræðu,
sem bæjarbúar hefðu allir átl
að heyra. Það kom i ljós, að
fjárhagur bæjarirts hefi.r batnað
svo mikið síðustu tvö ár, að
skuldir bæjarsjóðs eru að heita
má úr sögunni.
Skuldalusar eignir bæjarsjóðs
voru í árslok 1939 samtals kr.
20,994,000. En i árslok 1940
voru eignirnar orðnar kr. 23,-
405,000, og munu nú vera ná-
lega 27 miljónir króna.
í árslok 1939 voru skuldir
bæjarins kr. 7,405,000. Af því
voru lausaskuldir kr. 3,590,000.
En tveimur árum síðar voru
skuldirnar kr. 5,700,000, en kr.
1,700,000 greitt af skuldunum á
þessu tímabili. Upp í skuldirn-
ar á bæjarsjóður nú um áramót-
in i reiðufé kr. 3,400,000, en hjá
ríkissjóði um eina miljón, sem
er meðal annars hluti bæjarsjóð.s
af stríðsgróðaskatti, loftvarna-
kostnaði o. fl. og töluvert fé hjá
brezku stjórninni, 2—300 þús.
Skuldir bæjarsjóðs umfram
reiðufé og tryggar kröfur eru því
nú um ein milión. en 700 þús.
krónur af skúldunum eru við
sjóði bæjarins, svo eftir eru þá
einar 300 þúsund krónur.
Skuldabréfalánið, sem bærinn
tók í fyrra, er var hið fyrsta
hagstæða innanlandslán, er hér
hefir verið tekið, vildi borgar-
stjóri ekki hreyfa við, því að
það væri, sagði hann, grundvöll-
ur að heilbrigðum verðbréfavið-
skiftum í landinu, en reiðufé
bæjarins skyldi notað sem rekst-
ursfé. — (Mbl. 25. jan.).
HREINN ÁGÓÐI $224,986
Samkvæmt skýrslu, siem fylk-
isféhirðir, Hon. Stuart S. Gar-
son, hefir lagt fram í Manitoba
þinginu, nam hreinn rekstrar-
ágóði Manitoba raforku sam-
bandsins, $224,986 fyrir árið,
sem leið; er þetta hærri ágóði,
en stofnun þessi hefir nokkru
sinni áður haft af starfrækslu
sinni á leinu ári.
félag íslands mun nú brátt hafa
3 flugvélar í gangi. Samgöngu-
bæturnar, sem þessar flugvélar
wita, verða ómetanlegar. Það
er ekkert ölmusufé, sem ménn
löggja í fyrirtæki eins og Flug-
félag íslands. Hvernig sem. tím-
arnir verða, sem framundan eru,
getur ekki hjá því farið, að slík
félög geri sitt mikla gagn.
Fáa dreymdi um, þegar Eim-
skipafélag fslands var stofnað, aö
það ætti eftir að verða þvílíkt
risa- og þjóðþrifafyrirtæki, sem
raun er nú orðin á. Nú er ann-
að óskabarn þjóðarinnar að fæð-
ast. Það mun dafna og þrosk-
ast og verða “vel að inanni” eins
og “stóri bróðir.”
En þegar minst er á Flugfélag
íslands má ekki gleyma áhuga-
mönnunum, sem lagt hafa fram
mikla vinnu og sýnt óþrjótandi
áhuga fyrir að koma upp örugg-
um flugsamgöngum hér á landi.
Mun síðar koma i ljós, hve starf
þeirra hefir verið og er mikils-
vert.—(Mbl. 2. janúar).
Cripps á Indlandi
Sir Stafford Cripps er nú kom-
inn til Indlands og situr daglega
á ráðstefnum með indverskum
leiðtogum. Hann býst við að
dvelja á Indlandi um tveggja
vikna tíma; á þeim tíma vonast
hann til að ráðstefnur hans beri
>ann árangur, að indverska
jjóðin muni taka frjálsan og
fullkominn þátt í stríðssókninni
við hlið Bretlands, Rússlands,
Kina og Bandarikjanna.
Aldurstakmark til Herþjónustu
Hækkað úr 21 Árs
Aldri til 30 Ára
Forsætisráðherrann, Mr. King,
gerði heyrinkunnugt í sam-
bandsþinginu á þriðjudaginn, að
aldurstakmark til herþjónustu í
Canada yrði frá 21 árs aldri til
30 ára aldurs; gildir þetta um
einhleypa menn og ekkjumenn.
Stjórnin getur að vild, fært menn
úr einni stöðu í aðra, ef svo býð-
ur við að horfa, og slíkt er nauð-
synlegt talið vegna stríðssókn-
arinnar. Menn, sem vinna að
búnaðarframleiðslu, mega ekki
skifta um starf nema ineð
fengnu leyfi hlutaðeigandi stjórn-
arvalda.
Frá Rússlandi
Allar fregnir þaðan bera það
með sér, að sókn hinna rúss-
nesku hersveita miðar greiðlega
áfram svo að segja á öllum víg-
stöðvum; leinkum er mælt, að
Rússar hafi unnið allverulega á í
grend við Leningrad, og jafnvel
endurnumið borgina Novgorod,
þú sú frétt sé enn ekki opinber-
lega staðfest. Frá Moskva er
símað á þriðjudaginn, að þess
sjáist nú nokkur merki, að Hitler
muni hafa bæzt allmikill lið-
styrkur, og að þess megi vænta,
að hann hefji áður en langt um
líður hina margumræddu vor-
sókn sína eftir að vegir taka að
batna.
Nú ler það vitað, að Hitler hafi
fyrir skemstu lagt mjög að
stjórnum Rúmeníu og Ungverja-
lands í þá átt, að fá frá þeim
þjóðum aukinn liðsstvrk til
sóknar gegn Rússum
BILJÓN DOLLARA GJÖF
Sambandsþing hefir afgreitt
frá þriðju umræðu frumvarp
stjórnarinnar um biljón dollara
virði af vörum, sem gjöf til Bret-
lands hins mikla. Allir þing-
flokkar voru á leinu máli um
nytsemi þessarar stórfenglegu
gjafar.
Krossfeátingin
Á aftökustaðnum var óróasamt,
af ópum og háreysti nóg.
En sakamanns andlit heilagt og hreint
bar himneska mildi og ró,
því sálin af kærleik og fegurð var full,
og friður í hjartanu bjó.
En svipuhögg dundu úr hermanna hóp
og háðung og brígslyrði með.
Svo flettu þeir klæðum hinn fátæka mann
og festu hann nakinn á tréð.
—Að dauðasök fyndist hjá leiðtoga lýðs,
það landstjórinn gat ekki séð.
Þeir reistu á jörðu hinn rammgjörva kross,
hið rómverska píningartól,
sem breyttist í kraftsins og kærleikans tákn,
því Kristur er mannanna sól,
er flytur oss blessun og fögnuð í sál
og færir oss gleðileg jól.
—Hið rómverska stórveldi’, er reisti þann kross,
í rústum nú burtnumið er,
en sannleikans ríki hins saklausa manns
með sigri um jörðina fer.
Hann konungur rómverskra keisara var
og kórónu himnsins ber.
Einar M. Jónasson.
—(Eimreiðin).
Hauát
Fálát og köld rís foldin mót nýjum degi
og framandi á þessum hnetti dagurinn vaknar.
Hann horfir á jörðina kvíðinn, eins og hann eigi
þar einskis framar að vænta af því, er hann saknar.
Því höfin seilast óraveg eftir þeim skeljum,
sem áður voru leikföng glaðværra barna,
og austan um heiðar fer haustið grátt fyrir éljum,
og himininn sortnar að baki fjarlægra stjarna.
Og stálgráir drekar af stálgráu hafi snúa.
—Það er stormur í lofti og framandi véladynur.
Og óttaslegnir himinsins fuglar fljúga,
en fölt til moldar laufskrúð garðanna hrynur.
Og jörðin sjálf er gripin geigvænum ótta,
sem gangi henni örlög lífsins til hjarta.
Hún flýgur áfram á einmanalegum flótta.
án athvarfs og hvíldar, sinn veg út í nóttina svarta.
Svo týndist í fyrnsku, sem helgisögn, horfin í móðu,
sá heimur, sem eitt sinn var leikvöllur sólskins og blóma.
Þó lögðum við þaðan upp, og álengdar stóðu
ungir, prúðbúnir dagar í heillandi ljóma.
En smátt varð alt, er við fengum úr býtum borið
á borð við mikilleik þess, er sál okkar dreymdi,
er lögðum við ungir leið okkar út í vorið,
og lífið tærast og ferskast um hjörtun streymdi.
Og hugurinn spyr: Hvort vorum það við, sem brugðumst
þeim vængjuðu draumum, sem aldrei flugu til baka?
Svo fátt er eftir til vitnis um verk, er við hugðumst
að vinna, Guði til dýrðar. En hvern er að saka?
Vor bernska tók við heimi, sem var að hrynja,
og hennar framtíð skein í blóði og tárum.
Og bráðum eignast önnur kynslóð til minja
um æsku sína, veröld flakandi’ í sárum.
Hví lagði vor kynslóð á sig örlögin hörðu?
Hví unnum vér ei sjálfum oss þeirrar gleði,
að búa sáttir saman að þessari jörðu
unz sál vors stutta lífs er hnigin að beði?
Hví máttum vér ei byrðar hvers annars bera
og böli hvers annars í fögnuð og gleði snúa?
Nei, þetta er ekki sú veröld, sem átti að vera!
Það var ekki þetta mannkyn, sem hér átti’ að búa!
Og þó er það máske í angist og umkomuleysi,
sem okkur mannanna börnum, er lífið kærast.
Því stíga bænir um frið yfir hallir og hreysi,
frá hjörtum, sem þjást, og mállausum trega bærast.
Og kallar ei sérhver nótt eftir nýjum degi?
I nekt sinni á jörðin draum um foldina græna.
Og myndum vér beygja vor kné til ákalls ef eigi
yrði neins vænst af þeim himni, sem knýr oss til bæna?
Og mun þá ei aftur lífið öðlast þann ljóma,
sem leiftraði forðum í augum glaðværra barna, ,
og jörðin okkar var athvarf sólskins og blóma
og æfi hennar var skemtiferð meðal stjarna?
Og æskan, sem loks fær okkar sögu í hendur,
mun einhverntíma spyrja í fávizku sinni:
“Hver botnar í því öllu, sem hérna stendur?
Var einu sinni barist í veröld minni?”
Tómas Guðmundsson.
—(“Norræn Jól”)