Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 Kvœðin hans eru engum torskilm, sem hluáta vilja á hann Frú Valgerður Benediktsson segir írá ýmsu um skáld- skap og æfi Einars Bene- dikissonar. Fyrir löngu síðan hafði eg farið fram á það við frú Vhlgerði Benediktssön að hún segði mér eitthvað um æfi Einars manns hennar. Enginn, sem nú er ofan jarðar veit vitaskuld eins mikið um hann eins og hún. Nema það sem kvæðin segja sjálf. En alt það, sem þau bera með sér um manninn verður líka á vörum manna um langa framtíð. Þegar eg hér á dögunum hitti frú Valgerði í lítilli ibúð hennar á Sólvallargötu, bað hún mig þess lengstra orða, að ef eg skrifaði eitthvað af frásögn hennar, skyldi sem minst á henni sjálfri bera þar, því frá- sögnin væri um Einar og kvæðin hans, en ekki um hana. Eg lofaði að gera mitt bezta í þessu efni, en efaðist um hve vel mér tækist það. Hann var lengi að fága kvæðin sín Eg spurði frú Valgerði hvern- ig vinnulag Einars hefði verið við ljóðagerð, og sagði hún svo frá: Einar var venjulega lengi með hvert kvæða sinna, var dag eftir dag og jafnvel viku eftir viku að breyta kvæðunum og fága þau. Hann vann aldrei nema að einu kvæði í einu. En það kom fyrir að hann lagði hálfgerð kvæði á hilluna og tók þau ekki fram, fyrri en kannskc löngum tíma seinna. — Sum kvæði sín full- gerði hann aldrei, en birti þó stundum þau brot, sem hann hafði lagt til hliðar. Eg man t. d. ei'tir kvæðinu “Fimta tröð,” sem hann orkti í Ameríkuferð- inni. Það átti að verða mikið meira. En hann kunni ekki við að fara lengra út í þá sálma. Kafla úr kvæðinu Stórisandur orkti hann mörgum árum áður en hann lauk við það til birt- ingar eins og það er, en hann hafði ætlað að gera úr þessu efni mikinn kvæðabálk. —Mér ier forvitni á að vita hvaða ferðalag það hefir verið, sem hann lýsir í upphafi þess kvæðis. Hann virðist hafa verið á norðurleið að haustlagi, og þá mjög ungur að árum. —Hann talaði oft um þá ferð. Það var haustið 1874. Foreldrar hans höfðu slitið samvistum þá um sumarið, Bemedikt nýbúinn að missa dómaraembættið, orð- inn sýsluinaður Þingeyinga, var að flytja norður. Vosbúð mikil og stórviðri á fjöllunum, og hafði alt, sem fyrir Einar bar, miki! áhrif á hann. — Hann var þá 10 ára gamall. í hvert skifti, sem Einar hafði lokið við eitthvert kvæða sinna, var sem honum létti við. Hann las þá kvæðið upphátt fyrir mér, var glaður og reifur. En ef langt leið á milli þess, sem hann fékst við Jjóðagerð, var sein hann týndi gleði sinni. Þangað til hann fann nýtt yrkisefni. Þegar hann vann að kvæði, var hann þar með hug allan. Hávaði og ónæði hafði ltíil áhrif á hann. En oft þótti honum það iéttir að hlusta þá á hljóðfæra- slátt. Hann sagði að þá miðaði sér hetur áfram. Brúðkaupsferð —Hvenær kyntust þið Einar Benediktsson? —Kemur það nokkuð málinu við, segir frúin og brosir. Þegar hún sér að mér er al- vara með spurninguna heldur hún áfram: —Eg var 17 ára er við trú- lofuðumst. Við giftum okkur á afmælinu mínu, þegar eg varð átján ára. Hann var þá rétt helmingi eldri. Við fórum brúð- kaupsferð til Þingvalla, vorum þar í tjaldi i mánaðartíma. Við tjölduðum vestan við ána á gainla þingstaðnum gegnt kirkj- unni. Þá orkti hann m. a. kvæði sitt "A Njálsbúð.’’ Augasleinn föðursins Þetta var um svipað leyti og Bemedikt faðir hans dó. —Benedikt hafði mikið dálæti á Einari syni sínum. —Já. Einar var augasteinninn hans. Það leyndi sér ekki. En mér virtist Benedikt ekkert sér- liega gefið um ljóðagerð Einars. Hann var allur í pólitíkinni. Hann hefir víst helzt ætlast til þess, eða vonast eftir að Einar legði eindregið út á sömu braut. Kveðskapnum var í hans augum lítið leggjandi upp úr, sKoð&ði það meira eins og dægradvöl, en ekkert aðal atríði lífsins. Einar hafði þá um nokkur ár fengist við ritstjórn blaðsins Dagskrá, en var hættur því og skipaður málafærslumaður við yfirréttinn. Við áttum heima i Glasgow fyrstu árin okkar hér í Reykja- vik. Einar átti það hús J á. Hann efnaðist vel á þeim árum, sem hann rak hér máJafærslu.— Hafði um hönd miklar fasbeigna- sölur. — Þá keypti hann jarðir og aðrar fasteignir. Eignir hans frá þeim árum urðu honum drýgst efnahagsleg stoð síðar í lífinu. "Handrilsbrol á hillu lá" Hinn fyrsta vetur okkar í Glasgow vann hann aðalverkið við að þýða Pétur Gaut Ibsens. Á Hafnarárum þeirra Hannesar Hafstiein og Einars voru þeir báðir miklir aðdáendur Ibsens. Þeir ræddu þá um að þýða úr leikritinu. Einar byrjaði á því. Mig minnir að hann segði mér, að Hafstein hafi líka byrjað að þýða einhverja parta úr leikrit- inu. Einar átti kafla af fyrsta þætt- inum, er hann hafði þýtt á þeim árum. Hann var einu sinni að blaða í gömlum plöggum og þá barst þetta hrot upp í hendur honum. Eg segi svona við hann, hvort hann ætli aldrei að ljúka við þýðingu þessa, þýða alt leik- ritið, úr því hann var byrjaður á þessu. Hann taldi öll tor- merki á því. Sagði m. a. að það væri svo erfitt að láta bragar- háttinn halda sér allsstaðar. En það sagði hann nauðsyn. Hann þýddi aldrei, mér vitanlega kvæði, svo hann héldi ekki upp- runalegum bragarhætti. E!g hafði vitanlega litla hugmynd um hve inikið þrekvirki þýðing slík væri, og hélt áfram að halda mínu máli fram. Hann yrði að Ijúka við þetta verk. Þegar þýðingin var fullgerð og bókin komin út, skrifaði hann lítið Ijóð á mitt eintak. Safnaði yrkisefni á ferðalögum Fyrstu árin eítir að við giftum okkur vorum við búsett hér í Reykjavík og hélt Einar áfram málafærslustörfum sínum. — Stundum fórum við í ferðalög á sumrin. Mesta ferðalagið var til Norð urlands sumarið 1904. Þá fór um við um Þingeyjarsýslur. — Kvæðin hans I Slútnesi, Detti- foss, Hljóðaklettar og Skógar- ilmur eru úr þeirri ferð. — Frú Ragnheiður systir hans var með okkur, og fylgdarmaður. Við fengum dýrðlegt veður alla leið- ina. —Orkti hann kvæði þessi meðan þið voruð á ferðalaginu? —Það er hægt að svara þessu bæði játandi og neitandi. Hann fékk uppistöðuna i kvæðin, hug- myndina, vissi í aðalatriðum hvernig þau áttu að vera, hrip- aði í vasabókina sína meira og minna af áhrifum þeim, sem hann varð fyrir á hverjum stað. Er heim kom, tók hann svo hvert kvæði fyrir sig, orkti það og; fágaði unz það var fullgert. Hann hafði lofað mér því, að við skyldum koma að Héðins- höfða í þessari ferð. En er til kom, þá eyddi hann því. Þar var þá komið honum ókunnugt fólk og alt breytt frá því. sem var á æskuárum hans. — Hann vildi ekki koma þangað. • Við fórum frá Reykjahlíð út í Slútnes í skínandi veðri. Hann hafði víst komið þangað áður, því hann var svo kunnugur þar um slóðir. En f þetta sinn varð kvæðið til í huga hans. Síðan fórum við sem leið lá að Detti- fossi og niður Hólmatungurnar að Hljóðaklettum. En einna glegst man eg eftir kjarrinu í Axarfirðinum, þar sem við áð- um, og kvæðið “Skógarilmur” er orkt um. Eitt sinn fórum við upp i Borgarfjörð í heiinsókn til ibaróns Boilleau á Hvítárvöllum. Hann hafði lítinn gufubát, sem hann sigldi alla leið milli Reykjavíkur og Hvítárvalla. Við fórum með þeim bát. Hann var voðalegur farkostur. Við vorum í viku á Hvítárvöllum. Úr þeirri ,ferð er kvæði Einars Hauga- eldar. Á þesum árum fór Einar eitt sinn í langa utanlandsferð. — Hann fór þá í fyrsta sinni tii ítalíu og eru ítalíukvæði hans í Hafblikum úr þeirri ferð. Hann hefir þá, sem endranær, lítið gert af kvæðunum þar á staðnum. En sum þeirra lauk hann við i London eftir að hann kom að sunnan. Hann var þar um kyrt alllengi hjá kunningja sínum. Þar orti hann m. a. Geleste, þar sem einn kaflinn heitir “Úr bréfi.” Hann sendi mér það frá London. í fótspor íöður síns —Eg hefi heyrt menn furða sig á því, að maðurinn yðar skyldi nokkurntíma hafa kært sig um að verða sýslumaður Rangæinga. —Það var ekkert undarlegt, segir frúin. Aldarandinn var sá í þá daga. úr því hann var lög- fræðingur, þá skyldi hann líka verða sýslumaður. Með þessu móti gekk hann líka í fótspor iföður síns. Annars var litið þannig á, að menn hefðu ekki komist alla leið þangað sem fyrirhugað var. Hann var reglu- lega glaður, er hann fékk veit- ingu fyrir Rangárvallasýslu. Hann hafði tvisvar sótt um sýslu áður, í annað skiftið um Rangár- vallasýslu, þegar Magnús Torfa- son fékk embættið. Annað mál var það, að em- bættið og öll aðstaða þar eystra reyndist máske nokkuð erfiðari fyrir hann, en búist var við að óreyndu. Fyrsta veturinn vorum við að Stórólfshvoli, að nokkru leyti hjá Ólafi Guðmundssyni lækni, hin- mu ágæta manni og konu hans Margréti Olsen. Við fengum þinghúsið til íbúðar. Var sett í það skilrúm, svo við fengum stofu úr innri hlutanum, en eld- hús og geymslu fyrir framan. — Það var ágætt. Búskaparumsiang Næsta ár byrjaði svo búskap- urinn á Stóra-Hofi. Hann varð nokkuð umsvifamikill. Altaf 20 —30 manns í heimili. Og eilíf- ur gestagangur. Einar vildi að allir gestkomandi fengju mat. — Kaffidrykkja, sagði hann, væri ekki annað en til óhollustu fyrir ferðamienn. Fundi vildi hann helzt hafa heima hjá sér, bæði sýslufundi og aðra. Við kynt- umst mörguin þar eystra. Méi er Eyjólfur í Hvammi minnis- stæðastur. Hann var mikill inað- ur, stórgáfaður höfðingi. Eitt sumarið bygði Einar mikið íbúð- arhús. Þá var altaf um 30 manns í heimili. Þá komum við okkur fyrir í hesthúsi. Það var vond vistarvera. Miklar rign- ingar það siumar. Hesthúsið lak altaf þegar dropi kom úr lofti. En aldrei fann eg til leiðinda þar eyst’ra. Hafði ekki tíma til þess. Fánakvæðið —Þá hefir verið lítill tími eða tækiifæri til Ijóðagerða fyrir mann yðar. -—Já, þar var alt á fierð og flugi. Þó eru nokkur kvæði frá þeim árum, svo sem Heklusýn og Hillingar og Fánakvæði sitt orkti hann þar. Frúin bætir við: Það er hið eina, sem eg hefi áhuga fyrir í stjórnmálum, að íslenzki fáninn fiengi að vera eins og Einar lýsti honum með ís- lenzku litunum, þar sem hann segir: Meðan sumarsólir bræða svellin vetra um engi og tún, skal vorl ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp, sem blámi himin hæða, hriein, sem jökultindsins brún. Fánakvæðið orti hann seint á árinu 1907. Á sama ári fórum við úr Rangárvallasýslu. Orsök- in til þess er sú, að hann slas- aðist á hestbaki, lærbein brákað- ist, svo hann gat ekki eftir það setið í hnakk. Þá fékk hann leyfi til að sigla, til þess að mieiðslið yrði rannsakað, rönt- genmyndað, því engin slík tæki voru hér til þess. Þegar við komum til Hafnar, hafði blaðamaður við “Politiken,” Kr. Dahl tal' af honum og sá þá hjá honum Fánakvæðið sér- prentað. Sagði Einar blaðinu þá frá fánamálinu, eins og það horfði við frá hans sjónarmiði. fJn út af því viðtali varð úlfa- þytur í Höfn og ritaði Edvard Brandes mjög óvingjarnlega grein um kröfur ísliendinga til fána. Vakti sú grein mikla al- hygli, þar sem harin m. a. líkti fánakröfum fslendinga við það, ef Amegerbúar vildu fá sérstak- an fána. Á þeim fána yrði að vera “gulrót,” til merkis um garðyrkju þeirra á Amager. Utanlandsveran Á Ranglárvallaárunum kormu fyrirætlanirnar til sögunnar um Þjórsárvirkjunina. — Eftir að við fluttum frá Stóra Hofi vor- um við tvö ár í Höfn. En ann- ars búsett í London að mestu leyti ifrá því árið 1909—4921. —Yfir utanlandsdvöl ykkar er í augum almennings einhver dularfullur æfintýraljómi. —Maður hefir heyrt ýmislegl um það, siegir frúin. En alt, sem fólk hefir ofið um eitthvert undralíf okkar í útlöndum, er eintóm vitleysa. Sannleikurinn er, að (á þeim árum var oft þröngt í búi hjá okkur. En Einar var þannig skapi farinn, að hann kannske bar sig bezt, þegar hann átti erfiðast. Eina skiftið, sem hann fékk mikið fé milli handa var, er hann fékk sinn part í Þjórsárfélaginu. Það fé eyddist ifljótt. Hann vildi búa í London, inesl vegna uppeldis barnanna, svo þau fengju þá skóla, sem honum líkaði. Annars hiefði það verið eins hentugt fyrir hann að vera t. d. í Noregi, því þar voru flest- ir þeir, sem voru við Þjórsár- félagið riðnir. Á þessum árum komum við altaf heim á hverju sumri. Svo mikill tími fór í ferðalög. Einar þurfti líka tilbreytingu. Hann undi því ekki að vera lengi á sama stað. Það* átti ekki við hann. Hann þurfti ný áhrif og yrkisefni, bæði í heimi Ijóða og framfaramála. Framfarir Islands Hann hafði, eins og allir vita, alveg bjargfasta trú á því, að landið okkar ætti mikla fram- tíð. En hann vissi líka, að það mundi koma við sögu í átökun- um um yfirráðin á heimshöfun- um. Eg lifi það kannske ekki, sagið hann við mig oftar en einu sinni. En þú lifir það. Sannaðu til. Þegar byrjað var að tala um símasamband til íslands, þá vildl hann loftskeyti. Þau voru þá að vísiu ófullkomnari en þau eru nú. En hann vildi heldur ófull- komið sanrband, heldur en ekk- lert. — Hann vildi fá sambandið strax. öll biði var honum erfið. Hann átti sinn þátt í því, að Marconi-félagið setti upp til- raunastöðina hérna við Rauðar- árvík. — Hann var upphafsmað- ur þess. Það mun sannast þeg- ar skjölin verða rannsökuð ofan i kjölinn. Og að þetta frum- kvæði hans studdi það að koma símamálinu áfram til skjótra endalykta. Hann hitti í London einn af forstjórum félagsins og fékk hann á sitt mál, að reist yrði tilraunastöð þessi. Vetur- inn eftir andaðist Kristján IX. Kvöldið, sem sú ifregn var send, var vont veður. Það var að þvi komið að loftskeytamaðurinn treysti sér ekki inn að Rauðará. Eri hann fór samt og náði i fregnina uin andlát konungs. Það þótti mierkilegt, að hægt var að byrja að syrgja konunginn hér i Reykjavík, sama daginn, sem byrjað, var á því í Dan- mörku. —Og svo voru fyrirætlanirnar um höfnina við Skerjafjörð? —Já. En þær fyrirætlariir allar voru í sambandi við Þjórs- árvirkjunina. Þetta hékk alt saman. Hin torskildu kvæði —Hverju svaraði maðurinn yðar til, þegar menn kvörtuðu undan því, að kvæðin hans væru torskilin? —Hann sagði blátt áfram pð það væri heliber vitleysa. Þar væri ekkert, sem hver maður gæti ekki skilið. Hann hafði jafnvel nokkuð stór orð um þá stundum, sem skildu ekki, eða þóttust ekki skilja kvæði hans. Hann átti það til að nota þyngri orð í garð manna, en hann eig- inlega ineinti. Stundum sagði hann að aðfinslur manna og út- ásetningar á kvæði hans, væru sprottnar af illgirni o. s. frv. En eins og hann sagði: “Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál eg er i sátt.” Eg skil aldrei hvernig á þessu umtali öllu stóð með hinn Ósigraður (Invictus — eftir W. Henley) Þó ljúkist nótt um lífs míns ár, og leyfi ei glætu um svellin hál, þér þakkir geld eg, Herra hár, — hver helzt sem ert, — fyrir trausta sál. Mig læsa grimmar krumlur kífs og kreista þrátt, ei vægðar bið. Við svipuslög og sverðshögg lífs, eg særist djúpt, ei heyktist við. Að baki þessum harmleik hér býr huldan yfir skuggans dal. — En hvar sem árin mættu mér þeim mætt eg hef, þeim mæta skal. Það gerir minst hvar máttur dvín, og mín sé lífsbók refsimál. — Eg aleinn ræð um örlög mín, er eigin herra þinn, mín sál. T. T. Kalman. 'WYVWVYWVWWWYYWWWWvVVVVVVWWWWYVW’> \ef ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg . . . Veitið þessu athygli f nú þegari XVAMMAAAAMAAAAAMMAAAMMAAAAMMAAAAMAAMX' Out west in the forests, hauling, like everything else, is done in a big way. On each of the trailers shown here is a 60-ton load of lumber. Each of these loads has 15,000 feet of logs. These big Fruehauf trailers are busy day-in and day-out in one of the biggest lumber operations on the continent.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.