Lögberg - 26.03.1942, Qupperneq 4
A
L.ÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942
-----------^lögberg-----------------------
QefiB út hvern fimtudag af
lllh. tUhUMiiiA i'HlaSi., l.iMiTHi)
•i*:> barseut Ave., Wiiíiupo^, Manitot»a
(Jtanáakrift ritstjúrans:
EIiXTOK LOQBEKG, 69 5 Sargent A’-e..
Winnipeg. Man.
Edltor: EINAR P. JÖNSSON
VerO »9.60 um árið — iiorgist fyrirfram
Tne "Eogberg ' ís printea -nd pub-ished Dy
Th« Columbia Press, Lúmited, 69 5 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manltoba
PHONE 86 827
Fegurð íslenzkunnar
Þeir einir, sem af hita hjartans unna ís-
lenzkunni, fá skilið hina óumræðilegu fegurð
hennar. Jónas Hallgrímsson kveður um hana
sitt ódauðlega ljóð: “Ástkæra, ylhýra málið,
og allri rödd fegra.” Einar Benediktsson telur
íslenzkuna það auðuga, að hún eigi “orð yfir
alt, sem er hugsað á jörðu; á öðrum stað
kemst hann þannig að orði um okkar fagra,
sterka mál:
“Það orktu guðir lífs við lag,
eg lifi í því minn æfidag
og dey við auðs þess djúpu brunna.”
Þá er Matthías heldur ekki smátækur, er
hann segir:
“Tungan geymir í tímans straumi
tign og vonir landsins sona.”
Hnignun tungunnar og hignun íslenzku
þjóðarinnar héldust í hendur. Fegrun tungu
vorrar skapaði með íslenzkri þjóð nýtt upp-
risutímabil.
íslenzk málsmenning og íslenzk þjóðmenn-
ing eru í rauninni eitt og hið sama.—
Vér af íslenzkum stofni, er þetta unga
land byggjum, eigum heilög verðmæti að
vernda, þar sem í hlut eiga tunga vor og bók-
mentir. í fyrra var 700 ára afmæli Snorra
Sturlusonar; hann er séreign vor. Stíll hans
er slíkur, að vakið hefir aðdáun hins mentaða
heims. Eitthvað hlýtur að vera á sig leggjandi
til þess, að gerkynnast verkum þessa afburða-
manns á því máli, sem þau voru ritin, á ís-
lenzkunni, og svo er um ógrynnin öll annara
snildarverka, er íslenzkan hefir mótað í heii-
steypt form.—
Enn hníga heilög vötn af himinfjöllum í
íormi hins íslenzka ljóðs, og enn bjarmar frá
vitum þeirra Jóhanns Sigurjónssonar á vett-
vangi leikritagerðarinnar og Gunnars Gunn-
arssonar í “Heiðaharmi.”
Enn er það hin almáttka fegurð vorrar
göfgu tungu, sem oss ber að vaka yfir eins og
líftrúuðum mönnum sæmir.
Mr. J. S. Woodsworth
Síðastliðinn laugardag lézt í Vancouver,
foringi C.C.F. flokksins, Mr. J. S. Woodsworth,
68 ára að aldri; hann hafði átt sæti á sam-
bandsþingi fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið
nyrðra í 21 ár, og var því sem að líkum ræður
um jafn fjölgáfaðan hugsjónamann, vinmargur
hér í borginni. Mr. Woodsworth var jafnaðar-
maður í þess orðs sönnustu merkingu; eigi að-
eins í orði, heldur og miklu fremur á borði;
hann hataðist við stríð, og hélt því einarðlega
fram í ræðu og riti, að það yrði hin víðfeðma
samvinnuhugjsón, er á sínum tíma yrði þess
megnug, að nema á brott þær orsakir, er til
hjaðningavíga leiddu; honum fanst örbirgðin
í heiminum vera með öllu óverjandi, og vitn-
aði tíðum í það, hve Norðurlandaþjóðunum
hefði orðið mikið ágengt í því efni, að útrýma
slíkum óvinafagnaði; hann var sterktrúaður á
þær hugsjónir, er Þjóðabandalagið grundvall-
aðist á, og harmaði mjög þá skammsýni, er
varð þvi að falli.
Hinn langi þingferill Mr. Woodsworths bar
ríkulega ávexti í mannúðarátt; hann var hinn
vökuli málsvari þeirra allra, er vegna öfug-
streymis stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni;
stundum var hann ofsóttur, eins og títt er um
hyggjuheita málafylgjumenn og boðbera frjófg-
andi hugsjóna; en einkum þegar svo var ástatt,
reis hann persónulega hæzt. Mr. Woodsworth
naut djúprar virðingar af hálfu samþingis-
manna sinna án tillits til flokka, og bar slíkt
órækt vitni þess hvað í manninn var spunnið.
Framan af æfi gegndi Mr. Woodsworth
prestsembætti, og hann gaf sig ósleitilega við
köllun prédikarans til daganna enda.
Mr. Woodsworth mun jafnan verða talinn
í hópi hinna stærri spámanna, sinnar samtíðar,
í stjórnmálalífi hinnar canadisku þjóðar.
Skrásetning mannaflans
Verkamálaráðherra sambandsstjórnar hefir
í samráði við atvinnuleysistrygginga nefndina,
ákveðið að skrásetja mannafla þjóðarinnar með
það fyrir augum, að haga þannig til, að eftir
skrásetninguna megi samræma betur starfs-
krafta, en fram að þessu kann að hafa verið,
svo að hver vinnufær þegn verði réttur maður
á réttum stað, eða vinni að þeim starfa, sem
hann er bezt fallinn til, því oft var þörf, en
nú er nauðsyn, að viturlegri skipulagningu sé
beitt, vegna aukinna átaka, sem stríðssókn-
inni óhjákvæmilega eru samfara. Eyðublöð
verða atvinnurekendum send hið bráðasta í
þessu augnamiði, er þeir bera ábyrgð á að fylt
verði vandvirknislega út; skrásetning þessi
nær til allra þeirra, er að iðnaði vinna, hvort
sem þeir koma undir lögin um atvinnuleysis-
tryggingar eður eigi.
Að því er skýrslur sýna eru í landinu yfir
150,000 atvinnurekendur, er hafa í þjónustu
sinni yfir 2,00,000 manna og kvenna, er at-
vinnuleysistryggingalögin ná yfir, þó víst sé
að drjúgum hærri tala verði skrásett en það,
vegna þess, að það fólk, sem utan stendur vé-
banda áminstrar tryggingar verður einnig að
skrásetjast.—
Hlutaðéigandi valdhafar, vænta þess að al-
menningur veiti þeim alla hugsanlega aðstoð
við skrásetninguna til þess, að fyrirbyggja ó-
nákvæmni og tafir.
Ritsjá
Eimreiðin XI. VII. oklóber-
desember 1941. 4. heíli. Rií-
stjóri: Sveinn Sigurðsson.
Það er með Eimreiðina að þessu sinni, eins
og endrarnær, að yfir innihaldi hennar hvílir
hressandi blær andlegrar heiðríkju og hug-
göfgi; efnið er fjölbreytt, og þrungið marghátt-
uðum fróðleik; meðal kjarngrasa má telja
“Skáldið við Skjálfanda,” eftir Böðvar frá
Hnífsdal, “Um uppruna Ásaheita,” gagnmerka
ritgerð eftir séra Guðmund Einarsson, og
“Lyndiseinkunnir fuglanna,” eftir ísleif Páls-
son.
Ágæt smásaga, “Hljómar þess liðna,” eftir
Svein ritstjóra, prýðir hefti þetta. Aðfanga-
dagskveld jóla fyrir fjörutíu árum, endur-
speglast svo ábærilega í sál Kjartans Viðarr, að
atburðirnir verða skýrir sem Ijósmyndir; alt
minnir á hana, ástmeyna, sem .orðið hafði
Hvíta dauða að bráð úti í Danmörku; honum
fanst hann hlusta á sama lagið, sem hún eitt
sinn lék, og nú knúði fram í vitund hans löngu
liðna atburði, þar sem hann einmana eftir fjóra
áratugi “strýkur silfurhvíta lokkana frá enn-
inu og gengur yfir að skáp í einu horninu,
tekur fram tvo bikara, og gamalt vín glitrar í
skálum . . . Saknaðarlagið er nú orðið að lof-
söng. Kjartan Viðarr grípur til hjartans,
skjögrar yfir að hægindastólnum við arininn
og hnígur þar niður. — Glæður kvÖldsins hafa
kulnað út.”
Með sögukorni þessu hefir Sveinn Sigurðs-
son skipað sér sæti á góðskáldabekk.
Eiríkur Hreinn á í hefti þessu frumlegt og
fágað kvæði: “Við vorum smalar,” en Þórður
Einarsson yrkir þessa vísu um tízkuna:
“Hárið stýft við hnakkagróf
höfuðsvipnum stjórnar.
Til að standast tízkupróf
telpan lokkum fórnar.”
Eimreiðin verðskuldar aukna útbreiðslu
vestan hafs; hún þolir samanburð við hin beztu
tímarit, sem gefin eru út með stórþjóðum.
♦ ♦ ♦
Almanak Ó. S. Thorgeirssonar,
1942. Dr. Richard Beck bjó lil
prentunar.
Eins og vitað er hafa þeir synir Ólafs
heitins gefið út Almanakið síðan hann leið, og
hafa þeir með því þarfa verki auðsýnt þakkar-
verða ræktarsemi við íslenzk menningarmál,
sem skylt er að metin sé að fullu. Innihald
er á þessa leið: “Almanaksmánuðirnir, um
tímatalið o. fl. Fyrsti ríkisstjóri* íslands, eftir
Richard Beck. Bellingham og Bellingham-Is-
lendingar, eftir Margréti J. Benedictson. Sig-
urður Helgason tónskáld, eftir Richard Beck.
Höfðinginn og garðyrkjumennirnir, æfintýri
eftir J. Magnús Bjarnason. Einn af frumherj-
unum, Halldór Árnason, eftir G. J. Oleson.
Öldungurinn Björn Þorbergsson, eftir Einar
Sigurðsson. Helztu viðburðir meðal Islendinga
í Vesturheimi, og mannalát.
Báðar ritgerðir Dr. Becks, eru hinar prýði-
legustu, og er hið sama að segja um greinar
þeirra G. J. Olesons og Einars Sigurðssonar.
Æfintýri J. Magnúsar Bjarnasonar, ber á sér
sama snildarblæ og hin fyrri verk hans, slíkrar
tegundar.
♦ ♦ ♦
NÝTT BLAÐ
“Interlake Municipal Observer,” heitir blað,
sem Gísli P. Magnússon, forstjóri Northern
Press í Ashern, Man., er ritstjóri að, og hefir
Lögbergi borist fyrsta eintak þess. Eins og
nafnið bendir til, er blað þetta gefið út á
enskri tungu; það fer vel úr hlaði, og hefir
margvíslegan fróðleik til brunns að bera. Auk
héraðsfrétta, flytur blað þetta að þessu sinni
minningarorð um William R. Garson, lögfræð-
ing, er nýverið lézt. í Ashern, en hann var
bróðir Stuarts S. Garson, ráðherra.
r>
Yfir kvöldroðanum
i.
Kvöldsólin sendi niður ská-
halla, blikandi geislana. Fjöllin
tjölduðu tigninni. Túnin voru
græn. Það rauk i Nesi.
“Já, hún var barnsmóðir hans
Steins í Sveigi.”
Gunnvör sat á rúminu sínu
og gaf ársgamalli dóttur sinni að
drekka af brjósti sér.
Hún var stór og sterkleg, hún
Gunnvör, og hún sagði þessa
setningu eins rólega og að hún
væri að minnast á, að það hefðu
verið bakaðar kökur á glóðinni
sinni. Rétt eins og að það væri
það sjálfsagðasta, sem komið
gæti fyrir unga stúlku, væri að
verða barnsmóðir einhvers.
Gunnvör var fasstilt og svip-
góð, hafði það skapferli, sem
aldrei seilist eftir forboðnum
eplum, né treður ótroðnar braut-
ir.
Gunnvör var prýðilega vel gift.
Hún átti vænan atorkumann,
sem hugsaði um það alla tíma
að sjá heimili sinu farborða og
var vel látinn í hvívetna.
Gunnvör lét af hendi með góð-
um burðum og geði, öll erfiðis-
störf á móts við mann sinn. Hún
gekk á engjar með honum, batt
votaband og lét upp bagga, þeg-
ar því var að skifta, svo sem
ekkert væri; var þó vel sint um
heimilið. Hjónabandið var ást-
úðlegt. Gunnvör var alls ekki
grófgerð, þó erfiðið væri henni
svo innan handar, en hún var
svo sterk, að sársaukinn var
henni ékki fyllilega Ijós.
Jafnvægi skapsmuna hennar
setti samt sem áður sinn stimpi!
blessunar á heimilið og allan hag
þess.
Gunnvör hafði tylt sér niður
á rúmið sitt eftir erfiðan engja-
dag til þess að gefa dóttur sinni
að drekka. Að þvi búnu ætlaði
hún út á stöðul að mjalta.
Grannkona hennar hinumegin
úr tvíbýlinu, sat á tali við hana
þarna.
“Hún dó að barninu,” bætti
Gunnvör við, með sömu rónni.
Jafnvægið sjálft á öllum svið-
um.
Grannkonan hneygði höfðinu
mieð virðulegu samþykki, en
litla stúlkan við móðurbrjóstin
horfði upp í sólargeislann með
brosandi ákefðaraugum og með
fullan munninn af mjólk, sem
•sat í blárri línu á milli rauðra
varanna og rann lir báðum
munnvikjum.
“Það er ekki um að tala, að
hún er merkiskona, maddaman í
Sveigi.”
“Já, ætli hún sé það. Það
sýnir sig nú bezt á því hvernig'
hún fer með barnið, þetta var
þó bara alþýðustúlka, sem Steinn
átti hana með.”
“Jú, eg held það,” sagði grann-
konan.
“Unnusta Steins er að kenna
henni eins og gerist á þessum
meiri háttar heimilum. Hún er
víst nokkuð vel að sér, að minsta
kosti i sumum greinum. Hún
er búin að vera einn vetur á
kvennaskóla. Það segir nú
samt að hénni hafi gengið heldur
il-la, einkum í reikningi, en
henni kvað ganga vel að kenna
telpunni.
“Já, það veit eg. Telpan er
tíu ára. Það hefir kannske ver-
ið lán fyrir hana að móðir henn-
ar dó, fyrst hún fær nú svona
mentaða stjúpu og svo það að
alast upp hjá maddömunni,”
sagði Gunnvör með sömu róleg-
heitunum.
“Skeð getur það,” sagði grann-
konan.
Litla stúlkan klappaði hönd-
um saman upp i sólargeislann,
svo arið þaut í allar áttir, fór
samt ekki úr geislanum.
II.
Það dundi úr loftinu — úlf-
gráu himinhvolfinu, en það var
blæjalogn.
Sveigur var gamalt prestssetur
og stóð i breiðum, stuttum dal
fyrir opnu hafi. Stóð þar eins
og jurtapottur á fersléttri flöt.
Há fjöll mynduðu sveig um dal-
inn á þrjá vegu.
út við sjóndeildarhringinn yfir
hafinu, mættust himin og haf.
Hún Alda, nýja vinnukonan i
Sveigi, barðist þarna við að leysa
reipin, rennandi blaut. Það var
ekki áhlaupaverk.
Þá kom hann Steinn norðan
hlaðið, sjálfur prestssonurinn —
og hann leysti reipin.
Hann honfði á öldu brosandi,
og hún vissi iekki hvert hún gæti
farið, þar sem hann sæi hana
ekki — í svona ljótum fötum.
En það birti upp og þó Alda
gengi að allri erfiðisvinnu, hafði
hún oft fataskifti og þau Steinn
sáust oft.
Alda varð létt í spori og sveif
á vængjum sumarfiðrildanna.
Gullnir heimar brostu við henni
og ársólir ótal kerfa, settu sinn
litinn hver á sál hennar. Hvar
sem Steinn mætti henni — þeg-
ar enginn var viðstaddur, lét
hann ást sína ómælt. skapa hul-
iðsheimana fyrir öldu.-------
Svo kom óttinn yfir hana;
gægðist þar inn eins og grá ill-
viðrisþoka. En það gat ekki
verið að illa færi fyrir henni. —
Ekki Steinn. — Steinn myndi
ekki bregðast henni. Hann, sem
átti svo indælt bros og hlý faðm-
lög. Auðvitað ekki. En skinin
og skuggarnir skiftust á um yfir-
ráðin á huga öldu.
Skinunum fækkaði og skugg-
arnir þyngdust.
Svo lagðist Alda á sæng.
Það gat ekki verið. Það var
miklu óbærilegra en líkamlegu
pyntingarnar, þetta — það, að
hún væri að ala óskilgetið barn.
Smánin vofði yfir sálu hennar,
látlaus eins og eilífar píslir, fer-
leg eins og hræ. Harmurinn nísti
hjarta hennar, kvölin pyntaði
líkama hennar.
i
“Það er naumast að þú gerir
honum föður þínum sóma í
gröfinni. — Eiga barn með
vinnukonu. Ætlarðu alveg að
drepa mig, Steinn minn?” sagði
maddaman í Sveigi við hann son
/
sinn.
Steinn í Sveigi vildi ekki drepa
hana móður sína, svo hann var-
aðist að koma upp á loftið í
baðstofunni á meðan Alda var
að ala barnið.
Vonin var si og æ að bregða
ljósi upp fyrir öldu i kvala-
rökkri hennar. — Hann myndi
koma — núna — bara snöggv-
ast — — — En Steinn kom
ekki upp á loftið. Dóttir hans
var í heiminn borin læknislaust;
þá létti kvölunum af líkama
Öldu, en smánin og söknuður-
inn yfir Steini, héldu áfram að
þyrma skelfingum að höfði og
hjarta öldu. Það gat ekki verið.
Það gat ekki verið. En svona
reyndist það. Og i þessu þján-
ingarökkri slitnaði lífið af öldu.
Steinn hvarf að heiman morg-
uninn, senj átti að jarða um
daginn. Hann kom ekki á vett-
vang heimilisins fyr en uin
kvöldið þegar alt var búið.-----
Steinn hélt áfram að búa með
móður sinni eins og ekkert hefði
í skorist. Það var jú sjálfsagt
að ala barnið upp þar heima.
Telpan var dóttir Steins, sonar-
dóttir mddömunnar. Engin til-
raun var gerð til þess að neita
þvi.
Jú, það var alt. Svo liðu um
tíu ár. Þá trúlofaðist Steinn
heldri stúlku. Unnustan var
látin kenna litlu stúlkunni.
Skömmu eftir viðtal kvennanna
I Nesi, stóð brúðkaupið. Enn
iiðu árin. — Fáein ár.
III.
Það var seyðandi þetta, að
vera svona við hafið. Ná sér í
afla þess.
Steinn í Sveigi mannaði sér
skip, úrvalalið til þess að sækja
sér afla í greipar Ælgis. Bóndinn
frá Nesi, Þorkell eiginmaður
Gunnvarar var með í þeirri liðs-
söfnun. Þeir réru á sexæring í
blíðalogni og sólskini, út frá
Sveigi. Þarna út spegilsléttan
fjörðinn frá fjarðarmynni út á
haíið — þetta sólgylta unaðs-
ríka, auðuga haf. >-----
Hann leið fram yfir miðaftan,
þessi yndisliegi dagur, með sól-
stafandi sjó og ylsveipuðu landi.
—Fram yfir miðaftan. Þá dró
upp örlítinn skýhnoðra yfir
kvöldroðanum, sem bjarmaði
yfir sjóndeildarhringnum, þar
sem saman komu himinn og haf.
Hann var lítill þessi skýhnoðri,
ekki stærri en mannshönd.
IV.
Hún Gunnvör stóð á strönd-
inni og horfði á skýhnoðrann.
Hann skelfdi hana. Hún horfði
áköfum vonaraugum eftir bátn-
um annað veifið, svo á ský-
hnoðrann. Það var undarlegt,
hvernig geigurinn gat gripið
hana, þessa sjálfstæðu, rólyndu
konu. Það breiddist úr ský-
hnoðranum. Aldrei hafði svona
ógn gripið sál hennar. Aldrei
nokkurrntima. Hann Þorkeil
var þarna úti, undir þessu kol-
svarta fletti, sem breiddi úr sér
með eldingarhraða. Nú kom
öskrandi stormurinn og þeytti
skýinu með æðandi afli yfir
himininn. Stormurinn blés upp
hafið og uinturnaði á svipstundu
yfirborði sjávarins í gnýbarið
hafrót.
Það var örstutt stund frá þvi
skýhnoðrinn sást og þar til him-
inn og haf voru i ferlegum ham-
förum.
Hann Þorkell! Hann Þorkell
var þarna úti!
Angist þvílík, sem Gunnvör
hafði aldnei áður þekt, hertók
huga hennar. Það var sem
straumar heljar rynnu henni í
blóð og merg á fáum augna-
blikum. Hann Þorkell var þarna
úti. Þarna einhversstaðar i miðj-
um klíðum, þar sem bylgjur
hafsins og bræði himinsins háðu
fangbrögð. Hann Þorkell stadd-
ur þar sem fyrirbygð var öll
miskunn.-----------
Steinn í Sveigi og inenn hans
komu ekki aftur úr sjóferðinni.
Báturinn fanst á hvolfi bundinn
í seilum, öll segl við topp og
bundin undir röng.
V.
“Eg gleymi því aldrei, er eg
sá þenna svarta skýhnoðra, ekki
stærri en mannshönd, þarna út
við sjóndeildarhringinn, þar sem
saman koma himinn og haf,”
sagði hún Gunnvör. Hún stóð
aftur á ströndinni og ylgeislar
sólarinnar féllu um hana í bylgj-
uin og,rituðu að nýju gullna og
silfraða geislastafi á yfirborð
sjávarins og drógu sígild verk á
grænt skrúðið, gráa klettana og
iðilmjúk fellin.
En Gunnvöru hvarf sýnilegt
skraut og blíða náttúrunnar fyr-
ir endurnýjuðum þjáningum, er
fóru um alla hennar veru, er
hún mintist ástvina missisins.
Hún engdist af harmi og óslit-
inni kvöl.
Þá var eins og ósiegjanlega
blíð, samt þróttmikil rödd kæmi
til hennar á strengjum báru-
bliksins, heiðblámans yfir höfði
hennar, klettanna gráu, fellanna
mjúku og ilmandi blómskrýddr-
ar grænkunnar er greypti um-
hverfið.
“Þetta verða allir að læra,”
sagði röddin.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
Manngæzka er hið eina merki
um yfirburði, sem eg viðurkenni.
Ludwig von Beethoven.
Gerið í öllu hið bezta.
Charles Dickens.
Þar sem góðir menn fara, eru
guðs vegir.
Björnstjerne Björnson.
Friður hjartans er mannsins
Paradis. — Platon.
Vér höfum séð, að framsókn
andans á að vera takmark rík-
isins.—Schiller.
Sá lærir, sem spyr.
Grískur málsháttur.
Sá faðir er vitur, sem þekkir
barn sitt.—Shakespeare.