Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 5
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 5 Séra Hans B. Thorgrimsen Merkum þætti er lokið í kirkjusÖgu Vestur-íslendinga við fráfall séra Hans B. Thorgrimsen í Grand Forks, North Dakota, þann 7. febrúar þ. á. Hann var hinn síðasti af frumherjum þeim í prestastétt, er lögðu grundvöllinn tii framtíðarstarfs á nýlenduárunum fyrstu fram að 1885. Skerfurinn, sem hann lagði til vel- ferðar kirkjumálum vorum, var bæði tímabær og merkur. Þó æfistarf hans skiftist milli norsku kirkjunnar í Ameríku og íslendinga þannig að að- eins um fimti partur af lífi hans, eftir að hann hóf starf í víngarði kirkjunn- ar, félli beint í þágu íslenzkrar kristni, voru áhrif hans og framkvæmdir þó mjög ákvarðandi fyrir framtíðina. < Hann átti upptökin að formlegri stofn- un kirkjufélags vors, þó séra Jón Sr. Hans s. Thorgrimsen Bjarnason tæki við forystu þegar frá byrjun og yrði áhrifamestur um fram- tíð þess, eins og sagan ber vitni. Upphafssporin voru tekin af séra Hans, en sameiginlega lögðu þeir grundvöllinn. Þeir hafa réttilega verið nefndir frumstofnendur kirkjufélags- ins. Hvor um sig átti þar mikilvægan hlut að máli. Það er íslenzkt að meta mikils ætt og uppruna. 1 því efni átti séra Hans öruggan bakhjarl. Hann var fæddur að Eyrarbakka 21. ágúst 1853. Foreldrar hans voru hin al- kunnu merkishjón Guðmundur Thorgrimsen kaupmaður og frú Sylvía kona hans. Urðu þau þjóðkunn fyrir glæsi- mensku, höfðingskap og risnu. Heimili þeirra var viður- kent höfuðból. Æskuheimilið og æskuárin munu hafa átt mikinn þátt í að móta líf hins efnilega sonar, eins og oftast vill verða, þó snemma færi hann úr foreldrahúsum. Hann var tólf ára gamall sendur til Kaupmannahafnar til náms, og upp frá því var hann aldrei langdvölum heima. Mintist hann ætíð æskuheimilis og foreldra með miklum hlýleik. Æfintýraþrá hefir verið sterk í upplagi hans, því ekki fékk hann, eftir Hafnardvölina, fest yndi á Islandi. Aðdráttar- afl Vesturheims seiddi hugi manna, og ekki sízt æskunnar, á þessum árum um Norðurálfuna alla. Það hefir oft ekki verið nægilega tekið til greina, að þessi áhrif bárust einnig' til íslands og hertóku þá, sem mestan áttu næmleik. Á meðal þeirra var Hans Thorgrimsen. Erfið kjör lágu þar ekki til grundvallar, því faðir hans kostaði hann til áfram- haldsnáms í Ameríku síðar. Ekki heldur var þetta ræktar- leysi við ættjörðina, því til dauðadags bar hann fasta trygð til Islands. Það var heilbrigð útþrá, sem forsjónin hér notaði í sína þjónustu til heilla þeim yfirleitt, er af henni voru leiddir og ættjörðinni einnig, þó bíða þyrfti þess að árin og atburðirnir leiddu hvorttveggja í ljós. I fyrsta hópnum, er til Ameríku fór eftir 1870 voru tíu manns, ein kona og níu karlmenn. Það var sumarið 1872. Þeir frændurnir Páll Thorláksson og Hans Thorgrimsen, er síðar urðu prestar, voru báðir í förinni. Það hefir geymst mynd af þessum fyrstu útflytjendum, er tekin var í Leith á Skotlandi. Lýsir hún því betur en langt mál að hér var heilbrigður æskulýður að hlýða eðli sínu, áð brjótast út úr þröngum sjóndeildarhring og keppa mót framtíðinni eftir eigin leiðum, án þess að slíta sambandi við verðmæti hins liðna. Það er frjálsmannlegur myndarblær yfir þessu fólki, sem lýsir djarfri framsókn en ekki flótta. Hinn nítján ára gamli Hans Thorgrimsen skipar sess með sóma í fremstu röð þessara frumherja. Hann hafði það til að bera, er dró að sér athygli í hvaða mannhópi sem var. Borgin Milwaukee í Wisconsin ríki var fyrsta miðstöð íslendinga í Bandaríkjunum. Þangað lenti einnig þessi hópur. Þó þessi staður hyrfi fljótt úr sögu Vestur-fslend- inga, geymir hann endurminningar, er aldrei fyrnast. Þar var þjóðhátíðin haldin 1874 og hófst með fyrstu íslenzku guðsþjónustunni er flutt var í Ameríku — af séra Jóni Bjarnasyni. Að líkindum hafa aldrei jafnmargir atkvæða- menn fundist í jafn fámennum hópi og hér var um að ræða meðal Islendinga í Vesturheimi. Hámark fólkstölu íslendinga á þessum stöðvum var sem næst sjötíu manns. Þar, sem margir eru atkvæðamenn, er gjarnan mikið af stórhug og íkveikju. Þannig reyndist það einnig hér. Þeir sóttu fram, sem hér lentu. Þeir frændurnir Hans og Páli komust í kynni við norskan kirkjulýð, og fanst mikið til um þann kraft og áhuga er lýsti sér í frjálsri kirkju, sem ekkert sótti til ríkisins. Fyrir það varð það úr þegar um val á skóla til framhaldsnáms var að ræða fyrir Hans — en að því stefndi hugur hans ákveðið — varð kirkjuskóli Norð- manna — Luther College — í Decorah, Iowa, fyrir valinu. Faðir hans studdi hann við námið og gat hann því haldiö áfram án uppihalds þar til hann lauk Bachelor of Arls prófi vorið 1879. Við námið skaraði hann einkum fram úr í tungumála kunnáttu, söng og hljómlist. Hreim og tungutaki náði hann á ensku með ágætum, norska var honum sem móður- mál og á þýzku náði hann því valdi að hann prédikaði iðulega á því máli eftir að hann varð prestur. Þeir eru tiltölulega fáir, sem ná þeim tökum á fjórum tungumálum að þeir óhindrað flytji erindi á þeim öllum svo vel sé. En þá kvað ekki síður að honum við hljómlist. Hann var frumstofnandi hornleikaraflokksins við Luther College (Luther College Band), sem síðan hefir getið sér orðstír sem hljómsveit í fremstu röð í öllu landinu. Söngrödd átti hann líka undra fagra og kraftmikla, sem hann hélt alveg merkilega til hárrar elli. Er það margra mál, er heyrðu hann syngja þegar hann var upp á sitt bezta, að þeir hefðu aldrei hlustað á jafn fagra karlmannsrödd. Var hann hvattur til þess mjög af ýmsum á skólaárum sínum að gera sóng að lífsstarfi, og er vafalítið að hann hefði átt glæsilega framtíð á því sviði. En hugfanginn eins og hann var af listinni, vildi hann að hún félli inn í annað lífsstarf. Þegar í skóla gat hann sér mikinn orðstír fyrir söng, og ávalt síðar var hann kjörinn forvígismaður á því sviði, hvar sem hann starfaði. Varð það honum ekki að litlu liði við prestskap- mn. Á síðari prestskapartíð sinni í íslenzku bygðinni í Pembinasveit í Norður Dakota frá 1902—1912 efldi hann mjög sönglist í bygðinni og veitti forystu stórum söngflokk, er gat sér góðan orðstír. Á þeim árum myndaðist einnig fyrir hans tilstilli alsherjarsamband milli söngfélaga innan safnaða kirkjufélagsins. Einu sinni á ári var haldið als- herjar söngmót og var séra Hans söngstjórinn. Hepnaðist þetta mjög vel og bar mikinn árangur. Það fyrnist ekki auðveldlega endurminningin um þá forystu, er séra Hans veitti á sviði sönglistar. Að loknu mentaskólanámi hneigðist hugur hans að því að lesa guðfræði og að undirbúa sig undir prestskap. Norðmenn áttu þá byrjunar prestaskóla sjálfir í Madison, Wisconsin, en sendu prestsefni sín á Concordia prestaskóla Missouri sýnódunnar í St. Louis til fullnaðarnáms. Séra Hans stundaði guðfræðinám við báða þessa skóla frá 1879— 1882 er hann útskrifaðist í St. Louis. Tók hann vígslu það sama sumar. Einu sinni fékk hann heimsótt ættjörðina eftir að hann flutti þaðan 1872, og hygg eg að það hafi verið þetta sumar. Voru foreldrar hans enn á lífi og naut hann ferðarinnar hið bezta. Vakti hún á ný og glæddi æskuminningar þær hinar dýrmætu er hann geymdi með sér og mat til dauðadags. En hið nýja fósturland átti hann orðið þannig, að ekki gat verið um annað að ræða fyrir hon- um en að snúa þangað aftur. Átti hann í því efni sammerkt með allflestum samtíðarmönnum sínum af íslenzkri ætt hér á vesturslóðum. Hvað mikla rækt sem þeir báru til íslands, áttu þeir hér orðið heima. Fáir mimdu hafa metið það meira en séra Hans að geta heimsótt Island aftur á alþingis- hátíðinni 1930. Söknuðu margir vinir hans þess, að af því gat ekki orðið. Það voru ekki góðar horfur með kirkjulegt starf hjá Vestur-íslendingum um þetta leyti. Séra Jón Bjarnason fór til Islands 1880, séra Páll Thorláksson dó 12. marz, 1882, og séra Halldór Briem fór alfarinn til Islands um haustið 1882. Þetta vbru þeir einu prestar er starfandi höfðu verið meðal Vestur-lslendinga fram að þessu. Það virtust allar bjargir bannaðar í kristilegu starfi. Menn gátu freistast til að spyrja hvort það gæti átt nokkra framtíð. Það, sem lofaði mestu, var að söfnuðirnir gáfust ekki upp. Séra Hans var eini Islendingurinn í Ameríku er hlotið hafði prestslega mentun. Til hans sneru sér söfnuðirnir í Norður Dakota, sem séra Páll hafði þjónað, og sendu honum köllun. Honum hefði verið vorkunn þó hann hefði ekki treyst sér til að gerast eini starfandi presturinn meðal Vestur-ís- lendinga, þegar aðrir voru horfnir frá. Þetta var örlaga- þrungið tímabil. Ef það drægist að nokkur starfsmaður fengist, gat svo farið að menn og söfnuðir töpuðu von og kjarki. Það skifti miklu máli hvernig þessi ungi guðfræð- ingur tæki kölluninni. Sterk bönd tengdu hann Norðmönp- um. Hann hafði hlotið mentun sína hjá þeim og var kvænt- ur norskri prestsdóttur, Matthilde Stub. Voru faðir hennar og bræður atkvæðamenn í norsku kirkjunni. Það hefði verið auðveldast að falla þar inn í farveg og leiða hjá sér kröfur fátækra íslendinga. En séra Hans fann sig knúðan til að taka kölluninni, og þó dvöl hans meðal íslendinga að þessu sinni væri stutt — aðeins tvö ár — þá beið hans þar það þýðingarmikla hlutverk að hrinda af stað stofnun alsherjar kirkjufélags meðal Islendinga í Vesturheimi með því að kveðja til fundar fyrir erindreka frá öllum söfnuðum er því vildu sinna í janúar 1885. Átti hann samvinnu í þessu með séra Jóni Bjarnasyni, er kom aftur vestur um haf 1884. Það var örlagaríkt spor, er séra Hans tók við prestsembætti að Mountain um haustið 1883. Naut hann þar mikilla vinsælda sem prestur og reyndist hjálpar- vættur þegar mest reið á. Það barð auðveldara um kirkju- félagsstofnun þegar starfandi prestar voru beggja megin landamæralínunnar. En sama árið og kirkjufélagið var stofnað andaðist tengdabróðir hans er var prestur í Sioux Falls, þar sem nú er Suður Dakota. Var séra Hans kallaður til að verða eftirmaður hans. Gat hann nú ekki staðið á móti sterkum áhrifum í þessa átt, einkum þegar nú voru bjartari horfur með prestsefni fyrir Islendingum. Varð hann nú starfandi prestur með Norðmönnum í 17 ár eða þar til 1902, fyrst í Sioux Falls og síðar í Milwaukee. Skal ekki út í það farið að lýsa starfi hans þar. Hann var vinsæll og virtur, en átti oft í fátækt og stríði, einkum vegna langvarandi veik- inda konu sinnar, er andaðist seint á þessu tímabili. Var hún góð kona og merk í hvívetna. Árið 1902 tók hann köllun frá söfnuðunum út frá Akra í norðurhluta íslenzku bygðarinnar í Norður Dakota, sem áður var þjónað af séra Jónasi A. Sigurðssyni. Síðar bættist söfnuðurinn að Mountain inn í prestakallið, og var prests- setrið þar lengst af. Sama árið og hann kom í bygðina kvæntist hann seinni konu sinni, Doru Halvorson, er nú lifir mann sinn. Var hún ágæt heimilismóðir og sönn stoð í starfinu. Ávann það henni fljótt vinsælda hve vel henni gekk að komast niður í íslenzku, þó hún væri af norskum ættum, og hve alúðlega hún tók öllum er að garði bar. Margir í sókninni þektu séra Hans frá fyrri dvöl hans þar og tóku honum nú aftur með fögnuði. Sá, er þetta ritar tók við af séra Hans hjá þessum söfnuðum 1912 og getur vitnað um þann hlýhug og þá virðingu er hann og fólk hans naut á þessum slóðum. Einhver hefir sagt að það væri talsverður mælikvarði á starfi prests hve auðvelt það reyndist eftirmanni hans að taka við af honum. Þessi aðferð mundi veita starfi séra Hans háa einkunn, því sá er fylgdi í spor hans naut að einhverju leyti þeirrar velvildar er hann skapaði umhverfis sig. Þetta voru óeirðar ár kirkjulega, en það haggaði ekki persónulegu áliti og vin- sældum séra Hans innan safnaða sinna eða utan. Hann var ætíð kærkominn gestur aftur á þær stöðvar þar sem hann áður hafði starfað. Að starf hans skiftist þannig milli Norðmanna og Islendinga átti rót sína að rekja til þess hve sterk ítök hann átti hjá báðum. Árið 1912 tók hann köllun frá söfnuði Norsku kirkj- unnar í Grand Forks, N. Dak. Upp frá því var alt starf hans á vegum þeirrar kirkju, fyrst sem safnaðarprestur og síðan sem innsöfnunarmaður fyrir ýmsar stofnanir og málefni. Lét honum það vel að afla hverjum þeim mál- stað, er hann beitti sér fyrir, vinsælda. Það var erfitt að neita honum um nokkuð er hann fór fram á. Lengst af var hann til heimilis í Grand Forks. Aðeins nokkur síðustu árin var hann laus við öll störf. Eins og að ofan er getið, var séra Hans tvíkvæntur. Fyrri konu börn hans eru þessi: Sylvia (Mrs. Storaasli), gift herpresti í liði Bandaríkjanna; Esther, ekkja Guðmund- ar læknis Gíslasonar í Grand Forks; Sigrid (Mrs. Solstad), ekkja í Grand Forks; Gudmund, læknir í Grand Forks; Astrid (Mrs. Midthun) í Thief River Falls; og Ingeborg (Mrs. Hulteng) í Grand Forks. — Yngri börnin eru: Hans, Elin og Agnes. Er Hans kennari við School of Forestry í Bottineau, N. Dak., en þær systurnar báðar giftar konur í Minneapolis, Minn. — Ættleggurinn allur, sem telur einnig fjölda barnabarna, er hinn mannvænlegasti. Séra Hans Thorgrimsen var tilkomumikill og höfðing- legur í sjón, eins og allar myndir af honum bera vott um. Hann var fjörmaður mikill og gleðimaður. Þó hann sjálfur væri aldrei fjáður maður, voru örlæti og gestrisni honum meðfædd einkenni. Hann mátti ekkert aumt sjá, nema verða að liði. Hann var stjórnsamur og vandlátur heimilis- faðir, en átti engu síður ást og virðingu barna sinna í ríkum mæli. Hjá honum samrýmdist það að vera einbeitt- ur og ákveðinn í skoðunum, en þó tilhliðrunarsamur og vægur gagnvart einstaklingum. íhaldssemi í skoðunum og frjálsleg framkoma voru honum engar andstæður. Hann átti hlýhug og vináttu samferðamanna sinna á lífsleiðinni í ríkum mæli. Guðfræðilega var hann mjög íhaldssamur, en mannlega mjög víðfeðmur. Eg hygg að mörgum hafi verið farið eins og mér að finna til metnaðar er þeir sáu hann, yfir því, að þessi glæsilegi höfðingi væri af íslenzkri ætt. Útförin fór fram í Grand Forks mánudaginn 9. febrúar. Var hún hin virðulegasta. Meðal samhygðarskeyta er bár- ust ekkjunni og fjölskyldunni var eitt fyrir hönd kirkju- félags vors sent af forseta. Það átti að tákna sanna sam- hygð og þakklæti fólks vors andspænis minningu vors látna bróður og hluttekningu með ástvinum hans. K. K. Ó. <rr M. (Sameiningin) Hvenær? (Eftir A. L. Salman) Við sögðumst ætla að sigla af strönd, við sjávarföll um hádag jöfn. En aftanstjarnan lýsir lönd, — — ei lagt er enn úr höfn. Við horfðum flóðin fjara í sæ, og fundum svalan unnarþey. Og skipin sigldu sí og æ, — en samt við fórum ei. Mörg sagan okkar seiddi önd, af sæförum — og þeysibyr, um numin lend af hug og hönd, -----en heima sátum kyr. Og enn er dreymt, og báta ber í burt, — þeir kveðja’ í utanför. Að nóttu húma óður er, — en ekki er siglt úr vör. T. T. Kalman. Lausavísur Kaupahéðinn Röddin orðin rám og hás, réttlætinu slitið; harðlæst er með hespu og lás hjarta bæði og vitið. Á mannamólum Þitt er lélegt þankabú, þótt þú sért að gala. Góði, bezti, þegi þú, það eru menn að tala. Þökk Hvernig sem að annars er æfidaga brekka, altaf lifnar yfir mér ef eg fæ að drekka. Húm Þeir, sem ekki þarfnast margs, þoraj varla að lifa, eru í dundi æfisargs ekki mest til þrifa. Þingvísa Þeir eru að baða þrútna kinn þeir eru að hlaða belginn, þeir eru að raða í þoskhaus sinn þeir eru að vaða elginn. Betra en ekki Þegar ekkert er að gera, okkur langar þrátt í dropa, má þá ekki minna vera en maður fái kaffisopa. Elliglöp Mér er orðinn koddinn kær, karli í rúmi þröngu, enda færist nær og nær nóttinni þeirri löngu. Manni óðum förla fer, fjörs þó glóðin nagi, þegar blóðið orðið er ekki í góðu lagi. T. T. Kalman. TILKYNNING UM SKRASETNING MANNAFLA Að kröfu liins hæztvirta, Humpbrey MitvlieH vcrka- málaráðherra <>« samkvæmt stjómarráðssamþykt í anda War Measure Lnganna, lœtur Atvinnuleysistrygginga nefndin skrásotja alt fólk. setn að iðnaði vinnur, sem kemur undir Atvinnulcysistryggingarlögin frá 1940. Það er lögskylda, að skrásetningarspjöidin. sem nú lerða senda vinnuveitendum. sé fylt inn með nöfnum ATjI.RA vinnuþiggjenda. trygðum eða ótrygðum, og send á skrifstnfu Nefndarinnar á staðnum fyrir 31. marz. Þetta er Mikilvœg Stríðsráðstöfun Sérþekking og æfing hvers starfsmanns í Canada þarf að vera kunn, til þess að beita, megi starfskröftum hans til hinna bey.tu hags- muna. Þetta er fyrsta skrefið í áttina til fullkominnar skrásetningar mannaflans. Endurnýið Atvinnuleysis Trygginga Bœkur fyrir 1. Apríl Til þess að útiloka endurtekningu verka. er skrá- setningin sammml við endumýjun Atvinnuleysls Trygg- inga Bóka. Birgðir nýrra lióka verða póstaðar greiðlega jafn- skjótt og þær bcrast i;mployment og Claims skrlfstofunni á nágrenni yðar, og að útfyltum eyðubUiðum. og hinar gömlu Iwekur stlmplaðar í sambandi við síða.sta greiðslu- tímabil í marz. Ráðgist við Commission’s Boeal Office nú þegar í sambandi við nánari fyrirmæli. SAMVINNU YÐAR ER BRÝN ÞORF Unemployment Insurance Commission Ottawa, Canadit. 23. marz, 1942

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.