Lögberg - 26.03.1942, Page 6
9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942
Á SKARÐSHEIÐUM
“Jæja þá, Joan.”
“Þetta hljómar betur,” sagði hún og leit
á sessunaut sinn. “Við komumst bráðum upp
á skarðsbrúnina. Þaðan getið þr horft niður
um dalinn.”
Vegurinn var nú orðinn mjög brattur og
Linden nam oft staðar til að hvíla hestana.
Leiðin lá þarna í ótal bugðum og krókum
upp um bratta fjallshlíðina, gegnum skóginn
og hressandi fjallaloftið, og gat ferðafólkið á
ýmsum stóðum litið yfir fimm og sex hjalla
að baki, er leið þess hafði legið um neðan af
jafnsléttu. Þetta var seinfarin leið, brött og
erfið hestunum, svo oft varð að hvíla, halda
þá áfram nokkurn spöl og hvíla aftur; ýmist
varð að keyra með næmri aðgætni á háum
gjárbörmum eða eftri mjóum stöllum utan í
fjallshlíðinni, snúa svo til hliðar um skarpa
beygju þar sem erfitt var fyrir hestana að ná
traustri fótfesti, og svo loks upp beinan bratt-
an vegarspotta, er Linden stóð á fætur og
hvatti hestana til þrautarátaka um síðustu úr-
slitasporin upp á skarðsbrúnina.
Joan horfði með eftirvæntingarsvip fram
um veginn, greip þá um handlegg Philips, og
sagði:
“Eftir einnar mínútu stund fáið þér nú
að líta inn yfir dalinn okkar.”
Gegnum glufu milli trjánna skamt fram
undan virtist Philip hann sjá á leiðarenda.
Þau náðu brátt þangað og voru þá alt í einu
komin á jafnsléttu, þar sem Linden stöðvaði
hestana.
“Komið með mér,” sagði Joan með við-
kvæmnisríkri áherzlu, er hún stökk niður úr
vagninum, greip í Philip og hljóp með hann
hinn stutta spöl þvers um hásléttu skarðsins
yfir á vesturbrún hennar. “Sjáið þetta!” hróp-
aði hún.
Philip horfði fram um dalinn, er þarna
blasti við honum. Enn hvíldu skuggar háslétt-
unnar, er þau stóðu á og fjallanna þar um-
hverfis á dalsbotninum, en mjúkt skin morgun-
sólarinnar baðaði hlíðarnar þar fyrir ofan,
klettariðin og snævitypta fjallahnjúka í fjar-
lægðinni. Silfurþræðir dalsfljótsins glitruðu
enn dauft í djúpi þess; tveir eða þrír hólakollar
í miðju dalnum voru einnig skrýddir geisla-
stöfum upprennandi sólar.
Joan leit eftirvæntingaraugum á Philip.
“Geðjast yður dalurnin?” stamaði húr.
upp.
Philip hló. “Þetta er skollans erfið spurn-
ing,” svaraði hann.
“Komdu nú, Joan,” kallaði Linden. “Adele
og Marta bíða þín með óþreyju.”
“Viljið þér koma snöggvast inn með okkur,
eða bíða hér úti?” spurði Joan.
“Eg ætla að bíða hér.” svaraði Philip.
Joan fór inn í húsið með föður sínum, en
Philip kveikti í vindlingi, settist á grasbal-
ann og leit aftur niður um dalinn.
*
“Hello!” heyrir hann brátt sagt að baki
sér. Hann lítur um öxl og sér unga stúlku
standa þar með fangið fult af villiblómum.
Hún brosti til hans vingjarnlega; dökk augu
hennar og svarta hárið settu einkennilega lag-
legan svip á andlit henni. Philip stóð þegar
á fætur.
“Þér ættið að sjá þetta umhverfi að vetrar-
lagi — og finna áhrif þess,” sagði hún.
“Eg get gert mér í hugarlund, að það sé
þá alveg eins tignarlegt, þótt á annan hátt—”
“Finna áhrif þess, sagði eg. Þá ættið þér
að standa í opnu skarðinu,” sagði hún.
Philip leit yfir að íbúðarhúsinu. “Eigið
þér hér heima?”
“Já. Nafn mitt er Adele Harris. Eg
skyldi nú segja að þetta sé heimili mitt. Og
eg verð að hafa þetta umhverfi fyrir augum
inér vetur, sumar, vor og haust — og mig
hryllir við því. Eg geri ráð fyrir að þér komið
austan að. Hvaðan?”
“Frá Chicago. Það er nú að vísu ekki frá
hinu eiginlega austri.”
“Þangað fýsir mig að komast — til Chi-
cago.”
“Haldið þér að yður myndi geðjast veran
þar?”
Adele hló. “Eg er grafin hér, og þér
spyrjið þó svona.”
“Grafin?” sagði Philip brosandi.
“Ó, en maður getur verið eins og grafinn
jafnvel á efsta fjallstindi. Þér hafið enn ekki
sagt mér nafn yðar.”
Philip Arnold.”
Philip varð eins og hálf hverft við, er hann
tók eftir því að hann starði inn í hin djúpu,
dökku augu þessarar ungu meyjar. Hún mætti
tilliti hans með föstu og laðandi augnaráði,
sem eins og hélt honum föstum og Philip fann
samúðarkend vakna í huga sér gagnvart henni.
Adele valdi hvítt blóm úr bindinu, sem
hún hélt á og rétti honum; og hann tók við
því úr hönd hennar. “Minjagrípur úr skarð-
inu,” sagði hún, gekk svo heim að húsinu og
hvarf inn í það.
Philip lauk við að reykja vindling sinn, og
bráðlega opnuðust húsdyrnar, er Joan og faðir
hennar komu þaðan út, ásamt Adele, manni á
hækjum og smávaxinni aldraðri konu. Þau
staðnæmdust og töluðust við á tröppunum
stundarkorn, áður en Joan og Linden héldu
áleiðis að vagni sínum. Philip slóst í förina
með þeim. Þau kölluðu kveðjuorðum til
Harris-fólksins, og er Linden hafði kastað út
dragkeðjunni aftur af vagninum hófu þau
leiðarför sína niður úr skarðinu.
“Þér hafið náð í blóm,” sagði Joan.
“Minjamerki úr skarðinu. Miss Harris gaf
mér það.”
“Adele. Henni fellur ekki vel að dvelja
hér uppi í skarðinu.”
“Hún sagði mér það.” Philip hikaði sig
eitt augnablik, og sagði svo: “Hún er fremur
lagleg stúlka.”
“Eitt sinn er við höfðum skíðaleiksmót í
þorpinu, var hún kosin sem drotning skíða-
stúlknanna.”
“Það er þá þorp í dalnum?”
“Já, aðeins smáþorp.”
“Förum við þar um núna?”
“Ekki þér. Við skiljum yður eftir við
Bar M, áður en við náum þangað. En þér
ríðið líklega inn þangað einhvern daginn, eftir
að hafa komið yður fyrir í verinu. Allir tild-
urspiltarnir gera það.”
“Það er svo. Eg er þá — einn tildurspilt-
anna.”
“Auðvitað,” sagði Joan og hló. “Hvað
hélduð þér?”
“Eg hafði enga hugmynd um þetta.”
Eftir litla stund minkaði brautarhallinn,
og hestarnir gátu farið að brokka. Linden nam
staðar og tók dragkeðjuna upp í vagninn, enda
lá brautin nú bráðlega um flatar grundir.
Þá kom ríðandi maður utan úr húminu og
hafði söðlaðan hest í taumi.
■“Ivan!” hrópaði Joan.
Ivan nam staðar við vagnshliðina. “Eg
kom með hestinn þinn, Joan, því eg hugsaði
þú myndir verða fegin að komast á hestbak
aftur. Við gætum svo riðið á undan og komið
við í þorpinu til að taka póstinn með okkur.”
“Ó, þakka þér fyrir hugulsemina, Ivan,”
svaraði Joan, og bætti við hélf-hikandi: “En
eg hefi engin reiðföt, álfurinn þinn. Er öll
skrýdd kjólbúningi.”
“Mér datt það í hug,” sagði Ivan. Svo
losaði hann um ól aftan á söðli sínum, dró út
úr henni bláar verkabuxur og kastaði yfir í
vagninn til hennar. “Eg gerði fyrir þessu.”
“Það var vel hugsað af þér, Ivan. Ó, en
þetta er Mr. Arnold, Philip Arnold, frá Chicago.
Við erum að létta honum för upp að Bar M.
Og þetta, Mr. Arnold, er Ivan Bole, næsti ná-
búi okkar.”
“Eg veit nú ekki hvernig eg fæ klæðst
þessum yfirbuxum utan yfir kjólinn minn,”
sagði Joan.
“Farðu bara út úr vagninum og láttu
föður þinn keyra áfram sína leið; svo getur
þú klætt þig úr kjólnum og smeygt þér í bux-
urnar,” sagði Ivan óþolinmóðlega. “Komdu
nú; þú getur svo fest kjólinn með ólinni aftan
á söðulinn.”
Joan steig nú gætilega niður úr vagnin-
um. Svo sneri hún sér að Philip og mælti:
“Verið þér sælir. Heimsækið okkur á hjarð-
búinu, ef þér hirðið um að ríða svo langt upp
um dalinn.”
“Það geri eg víst, þakka yður fyrir,” sagði
Philip.
Linden keyrði þegar á stað upp veginn.
Brátt heyrði Philip hófaskelli að baki
þeim, og áður en hann fékk tóm til að líta um
öxl riðu þau Ivan og Joan á harðabrokki fram
hjá með hávaða ískri og handasveiflum, sitt
hvoru megin vagnsins. Þau héldu sína leið
beint fram götuna og bráðlega gat Philip séð
aðeins á kolla þeirra hossast upp og niður, er
þá bar við daufan glampa á fjarlægum hæð-
unum.
Svo sá hann Joan teygja hönd yfir höfuð
sér og halda henni þar stundarkorn eins hátt
og hún gat með flatan lófann, þar til þau
hurfu fyrir vegarhorn í fjarlægðinni.
Þriðji Kapítuli
Joan og Ivan hægðu nú galsareið sína,
beygðu út af veginum og héldu þvers um frjó-
samar haglendisgrundir og riðu fót fyrir fót.
Joan lýsti fyrir Ivan ferð sinni austur fyrir
fjöllin — hvað hún hefði séð og aðhafst, hvað
fata hún hefði keypt sér og hreyfimyndasýn-
ingum, sem hún hefði séð.
Ivan sagði: “Sé nú um þenna nýja fatn-
að þinn að ræða og alt hitt er þú hefir látið
gera að þér þarna austur frá, þá skal eg veðja
um það, að eg hefði naumast kannast við þig
þótt eg hefði rekist þar á þig um hábjartan
daginn. Mér fanst þú sóna þér fullvel eins
og þú áður varst.”
“En eg er nú að reyna að sýnast sem full-
tíða stúlka, Ivan. Eg var að hugleiða það rétt
núna á leið yfir skarðið, hvers vegna eg hefði
fyrirorðið mig með sjálfri mér þarna austur í
Salt Lake borginni. Alt fólkið þar umhverfis
mig var önnum kafið við að framkvæma eitt-
hvert starf og taka þátt í — gangi hlutanna.
En hér er eg (19 ára) þeytandi um alt hjarð-
lendið á hestbaki í fylgd með nautasmölunum.
Eg reyni enn að vera — unglingstelpa. Ham-
ingjan góða, og eg verð bráðum tvítug, Ivan.”
“Við erum víst bæði að verða fulltíða
Joan. Taktu því með mér í —” hann hikaði
við, eins og í miðri setningu,
“Hvað áttu við?”
“Eg hefi nokkuð að segja þér, seinna.
Hver var hann, þessi náungi á vagninum með
ykkur?”
“Philip Arnold? Eg veit ekkert hver hann
er, en hann fékk í sig þá meinloku um miðja
nótt, Ivan, að fara upp f járnbrautarlest og
komast hingað, farangurslaus og ekki einu
sinni með hatt á höfðinu. Hann var að ganga
um göturnar sér til hressingar, rakst þá á
járnbrautarstöð, fór upp í lest á vesturleið og
lenti svo hingað.”
“Hvernig veiztu þetta?”
“Hann sagði mér það.”
Ivan rak upp hláturskell. “Hann hlýtur
að vera þöngulhaus.”
“Ekki held eg það. Hann virtist mjög
skýr og viðkunnanlegur í samtali.”
“Hittir þú hann á lestinni?”
“Nei. Hann ætlaði að taka sér far með
póstvagninum, en Jeff hafði svo mikinn flutn-
ing, að hann gat ekki bætt honum á, kom því
með hann til okkar, og hann hjálpaði pabba
við að koma þungum kassa með vélapörtum í
út í vagninn, og pabbi bauð honum svo sæti í
vagninum með okkur yfir hingað.”
“Maður þarf að gæta allrar varúðar, og'
getur aldrei vitað neitt um þessa náunga ”
“Hvaða náunga?”
“Eins og þennan. Einhvern, sem maður
þekkir ekkert til.”
Þau riðu nú áfram þegjandi um hríð. En
svo spurði Joan: “Hvað var það, sem þú ætl-
aðir að segja mér, Ivan?”
“Eg sagði ‘seinna.’ ”
“Þú mættir eins vel segja mér það núna.”
“Jæja, ef þú lofast til að minnast ekki á
það við nokkurn mann, ekki jafnvel hann
föður þinn. Annars segi eg þér það ekki.”
“Nú, jæja þá.”
“Eg er að gera samninga við lífeðlisfræða-
nefnd landsstjórnarinnar um að láta hana fá
alt hey mitt til að fóðra elgsdýrin á í vetur.”
“En í þessu skil eg ekkert, Ivan,” sagði
hún dapurlega. “Pabbi og hinir hjarðbænd-
urnir reiða sig á að þeir fái hey þitt í vetur,
eins og vanalega. Færð þú hærra verð fyrir
það hjá stjórninni, eða hvað? Og hvers vegna
er henni ant um að fóðra þessi elgsdýr?”
“Það er vissulega nógu einfalt mál. Hún
vill ala upp elgsdýrahjarðirnar, það er alt og
sumt.”
“En — pabbi og hinir dalsbændurnir hafa
verið að berjast gegn þessum elgsdýrahjörðum
svo lengi — svo mörg ár, — reynt að halda
þeim frá heystökkum okkar, barist gegn tak-
mörkun á bithagasvæðunum okkar þeirra
vegna, reynt að sporna við því að dýrahjarð-
irnar hér ykist að neinum verulegum mun.
Og nú ætlar þú — þetta er undarleg ráð-
stöfun af þér, Ivan.”
“Eg hefi verið að búa mig undir þetta öll
nú hin síðari árin,” sagði Ivan næstum grimm-
úðlega. “í mörg ár. En hefi ekki minst á það
við nokkurn mann hér í dalnum. Eg þori að
veðja um það, að eg sé búinn að skrifa þúsund
bréf og senda út um alt landið þessu viðvíkj-
andi. Austur til Washington, til náttúrufræða-
félaga og villilífsverndunar-bandalaga. Hefi nú
vakið áhuga fyrir þessu hjá umsjónarmönnum
þjóðgarða og hinum ríku dundurvera—”
“En hvers vegna? Hví þá það, Ivan?”
“Það eru um tuttugu þúsund elgsdýr í
þessari hjörð hérna. Það er stærsta hjörðin,
sem til er í öllu landinu, og hana verður að
vernda, segja þeir. Og — svo er nú nokkuð
annað auk þessa, sem eg hefi þegar sagt þér,
Joan. Það er þýðingarmesta atriðið fyrir mig.
Eg ætla á næsta vori að selja stjórninni alt
heyland mitt og bithagana. Umboðsmenn
hennar eru reiðubúnir til að taka á móti tilboði
mínu. Öllu er þannig nú ráðstafað.”
“Ó, Ivan!”
Ivan hló. “Þú heldur eg hyggist að rífa
mig upp héðan og yfirgefa dalinn. Nú, en það
dettur mér ekki í hug að gera. Eg á að verða
— og það er, Joan, þýðingarmesta leyndarmál-
ið nú — eg á að verða umsjónarmaður elgs-
dýra-verndunarsviðsins, eins og það á að nefn-
ast. Seinna kaupa þeir önnur hjarðver til við-
bótar. Eg verð þá einn af deildarstjórum
stjórnarinnar, Bandaríkjastjórnarinnar sjálfr-
ar, ekki aðeins ríkis- eða sveitar-embættismað-
ur. Eg fæ dökkgrænan einkennisbúning, eins
og yfirumsjónarmenn þjóðgarða og skóglenda
bera, og leðurbelti er spenna má utan um yfir-
höfnina, ef manni lízt svo við að horfa. Eg
hefi þá menn í þjónustu minni, til að heyja
handa eldsdýrunum, líta eftir þeim og fóðra að
vetrarlagi, og eg bara segi þeim hvað gera
skuli. Sérstaka stofu fæ eg til umráða, þar
sem eg sit við eigin skrifborð mitt, og fylli út
eyðublöð og staðfesti með eigin undirskrift,
vikulegar og mánaðarlegar skýrslur númer svo
og svo, embættislegar tilkynningar um að “Sex
þúsund elgsdýr hafa verið á fóðrum í dag, og
annað slíkt. Eg er með öðruvísi innræti, Joan,
en hitt fólkið hér umhverfis. Hefi brennandi
framsóknar- og metorðaþrá. Nú, og einhvern
tíma verður —” hann þagnaði, en sagði svo
enn: “Eg hygg betra sé fyrir mig að segja
ekkert meira um þetta sem stendur. En hvort
sem er, Joan, þá eignumst við álit í félagslíf-
inu hér, verulega hefðarstöðu.”
Joan var þögul. En Ivan sagði: “Mér
virðist, Joan, að þú hafir ekki tekið vel eftir
því, sem eg var rétt að segja. Eg sagði ‘við,’
Joan: Þegar við giftum okkur, þá eignumst við
áberandi afstöðu hér, Joan. Og ekki aðeins
sem víðlendra heylanda eigendur. Eg sagði
‘við,’ Joan.”
Þessi orð hans virtist Joan berast sér tii
eyrna eins og úr mikilli fjarlægð.
“Þú verður þá kona háttsetts embættis-
manns Bandaríkjastjórnarinnar. Eins og eg
lít á þetta alt frá byrjun, er eg hefi nú komið
hugsjónum mínum í framkvæmd, að þareð
náið samband hefir haldist við milli okkar,
Joan, síðan við vorum börn, þá ættum við að
tengja þau vináttubönd énn nánar fyrir fram-
tíðina með því að gifta okkur. Eigum við ekki
að gera það, Joan?”
“Ivan, þetta hljómar alt svo — svo undar-
lega. Eg verð gð reyna — að átta mig betur
á því. Það er andstætt öllu og öllum hér í
dalnum. Hvað myndi pabbi—”
“Joan! Eg elska þig, þótt eg hafi aldrei
fyrri en nú sagt eitt einasta orð um það við
þig. En þegar eg gerði þetta, var eg að hugsa
um okkur bæði. Eg hugsaði ætíð um þig.
Þegar eg var að brjótast í þessu, gerði eg það
að mestu leyti þín vegna. Eg hefi ætíð elskað
þig, Joan, var líka altaf viss um að þú elskaðir
mig, og við svo einhvern tíma—”
“Góði Ivan, við skulum ekki tala meira urh
þetta núna í kvöld. Eg er þreytt. Eg er svo
— undur þreytt.”
Phliip opnaði augun og yfirvegaði bjálka-
veggina er umkringdu hann, en óljóst blöstu
við augá í drungalegri dagsbirtunni frá glugga,
er út að dalnum vissi. í fyrstu gat hann ekki
gert sér grein fyrir því, hversvegna hann
þyrfti að vakna svona snemma þenna morg-
uninn, hinn tíunda sinn að Bar M. En svo
kom honum það skyndilega til hugar — heils
dags útreiðarför inn um hæðalandið til þess
að sjá elgsdýrahjörðina þar.
Hann flýtti sér fram úr rúminu og fór í
snjáðar og fyrrum bláar bómullarbuxur, er
einn útreiðarþjarkurinn lánaði honum til ferð-
arinnar, og þá í sína eigin skyrtu sem efra fat.
Svo skundaði hann snarlega niður í borðstof-
una í aðalhúsi verbýlisins, þar sem flestir aðrir
gestir þess höfðu allareiðu hópað sig saman.
Er þeir voru að lúka morgunverðinum,
kom hár hrossahirðir inn í stofudyrnar, hróp-
aði: “Hestar!” og hvarf svo út aftur, með fyrir-
litningarsvip á andlitinu, að því er Philip
virtist.
Allir hröðuðu sér nú út. Hestarnir stóðu.
í röð upp við girðingu í námunda við hrossa-
kvína. Gestirnir, konur og karlar af öllum
stærðum, þutu þangað. Eftirvæntingarsvipur
lýsti sér í hverju andliti; í höndum héldu þeir
á ýmiskonar dóti — myndavélum, smákíkirum,
andlitsrjóma staukum og öðru slíku. Nú voru
endalok tildursvertíðarinnar 1 nánd og þetta
skyldi vera hin seinasta allsherjar útreiðarförin
þarna, það sumarið.
Philip athugaði hitt útreiðarfólkið, sem alt
var búið að vestursins venju, með eftirlíking
hjarðsmala hatta húkandi í ýmiskonar tilgerð-
arstellingum á höfðum þeirra.
Philip nálgaðist aðal reiðfararstjórann.
Gerið svo vel að leiða minn hest út úr
þvögunni,” sagði hann. “Eg ætla að ríða einn
míns liðs utanhóps.”
“Það er ágæt hugmynd,” sagði hann eins
og út um annað munnvikið.
Philip hinkraði við þangað til reiðfólks
hópurinn var lagður á stað, steig þá á bak
sínum hesti og reið í öfuga átt.
I eitthvað tvær klukkustundir þræddi
hann leið sína gegnum lundi titrandi eskiviðar-
trjáa, yfir litla salvíugróðursbala og um kaf-
gresisteiga, unz hann kom að all-voldugu skóg-
arbelti á árbakka. Hann hélt þegar yfir ána á
vaðinu sem þarna var, og uppi á hinum ár-
bakkanum hitti hann fyrir götuslóða, er með-
fram ánni lá upp að dálítilli klettumkringdri
grund, í gljúfursmynni.
Þarna kom hann auga á bjálkahús. Aftan
við húsið var dálítil hlaða og hrossakví undir
þverhníptum gjúfursveggnum; framan við hús-
ið rann lækur með gjálfursnið ofan í dálitla
laut og myndaði þar lygnan smáhyl í sléttum
húsbalanum. Bjálkahús þetta var mjög snyrti-
legt á að líta, með gljákvoðuborna veggi að
utan, og í kringum það var snotur grasbali,
skrýddur velhirtum blómabeðum meðfram
hreinlegum malarstígum.