Lögberg - 16.04.1942, Side 1
55. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942
PHONES 86 311 Seven Lines
Service
coí- ^ and
Satisfaction
NÚMER 18
Indlandsmálin
Samningsumleitanir Sir Staf-
ford Cripps við leiðtoga ind-
versku stjórnmálaflokkanna,
hafa með öllu farið vt um þúf-
ur; er meginástæðan sú, að Ind-
verjar settu þau skilyrði til sam-
komulags, að fá að ráða yfir
landvarnarmálum sínu á eigin
ábyrgð; á þetta gátu Bretar ekki
fallist, og létu Sir Stafford draga
til baka tilboð þeirra um aukin
Þjóðréttindi Indverjum til handa,
að loknu stríði.
Um sömu mundir lýsti Breta-
stjórn yfir því, að hún myndi
verja Indland með oddi og egg,
ef á það yrði ráðist.
Laval fær aukin völd
Þaer fregnir bárust frá Vichy
a þriðjudaginn, að erki-óvinur
Breta og sameinuðu þjóðanna,
Laval, en önnur hönd Hitlers,
hefði verið skipaður aðstoðar for-
sætisráðherra í stjórn þess htuta
h rakklands, er Frakkar að nafn-
Jnu til enn ráða yfir; tíðindi
bessi hafa vakið mikinn óhug í
höfuðborgum sameinuðu bjóð-
anna, sem ekki er mót von, þar
sem vitað er að Laval hefir alla
jafna barist af kappi miklu fyrii
nánari samvinnu milli Þjóðverja
°g Frakka; er þess jafnvel getið
til, að nú geti svo farið, að
Frakkar láti af hendi sjóflota
sinn við Þjóðverja.
BRETAR HERÐA Á SÓKN
f hálfan nymuð _ „jpmJJJey 11,
hafa Bretar sent ógrynni af
orustuflugvélum yfir Ruhrhér-
uðin á Þýzkalandi, og hinar svo-
nefndu innrásarhafnir Frakk-
lanids; hafa skemdir á ýmissum
vopnaverksmiðjum og samgöngu-
tækjum orðið feikna milkar; á
aðfaranótt mánudagsins, gerði
brezki loftflotinn snarpa árás á
borgina Turin á ítalíu, en þar
er stórfengleg vopnaframleiðsla,
auk þess sem framleidd eru þar
ógrynnin öll af vöruflutninga-
bílum.
AUSTURVÍGSTÖÐVAR
Þrátt fyrir itrekaðar gagnsókn-
*r af hálfu Þjóðverja, hafa
Hússar yfirihöndina svo að segja
a öllum víglínum austur þar;
einkum hefir þeim þó unnist
mikið á í grendinni við Lenin-
grad, þar sem sagt er að Þjóð-
verjar hafi mist 9,000 hermanna
á einni viku.
Skipaður
í ábyrgðarátöðu
Samkvæmt frásögnum i Norð-
ur Dakta blöðum, hefir forseti
ríkisháskólans þar fyrir stuttu
siðan skipað dr. Richard Beck,
prófessor i Norðurlandamálum
og bókmentum, umsjónarmann
með upplýsingarstarfsemi há-
skólans í samhandi við stríðs-
sókn Bandaríkjanna (Coordina-
tor of Civilian Morale Service).
Hefir hann með höndum tor-
stöðu upplýsingarskrifstofu há-
skólans í þessu tilliti og annars
Dr. Richard Beck
fræðslustarfs hans í þessa átt,
svo sem útvarpsræðuhöldum og
fyrirlestra-ferðum háskólakenn-
ara; jafnframt hefir hann yfir-
umsjón með hliðstæðri fræðslu-
starfsemi í öðrum æðri menta-
stofnunum norður og norð-vest-
ur hluta rikisins.
Af blaða-umsögnum að dæma,
er hér um víðtækt og margþætt
starf að ræða, og ihefir dr. Beck
útnefnt heilan hóp kennara og
forystumanna stúdenta sér til
aðstoðar.
Hann hefir flutt ræðu um
þessi mál á kennarafundum viðs-
vegar í ríkinu, og er meginmál
hennar prentað i april-hefti The
North Dakota Teacher, siem
kennarafélag Norður Dakota
ríkis stendur að.
íslenzk kona sleppur
frá Sumatra
Nýkominn er hingað til borg-
arinnar frú Aðalbjörg Oberman,
er um hríð dvaldi á Sumatra á-
samt manni sínum, Mr. Fred
Oberman, en slapp þaðan úr
klóm Japana. Frú Aðalbjörg er
dóttir Friðriks heitins Guð-
mundssonar rithöfunds.
Póstflutningur
til íslands
Fyrir skömmu lét Hon. Thor
Thors, sendiherra Islands í
Washington, Lögbergi þær upp-
lýsingar í té, að beinir póstflutn-
ingar milli Bandarikjanna og ís-
lands, væri komnir í ábyggilegt
horf, og þóttu slíkt góð tíðindi,
að því er þau tvö ríki áhræri;
á hinn bóginn höfðu póstsend-
ing milli Canada og fslands geng-
ið treglega, vegna þess að slíkur
póstur varð að fara til Englands,
og ganga þar í gegnum ritskoð-
unar hreinsunareld. En nú er
svo komið fyrir atbeina Hon. J.
T. Thorson’s, National War Ser-
vices ráðherra, að póstmálaráð-
herra Canada hefir hlutast til um
það, að borgaralegur póstur
(civilian correspondenoe), skuli
fluttur beint frá Halifax til fs-
lands, þegar ferðir gefast, en að
öðrum kosti verði hann sendur
til New York og þaðan beina
l.eið til Reykjavíkur.
Þegar Árni G. b)ggertson, K.C.,
var í Ottawa á dögunum, tók
hann mál þetta upp við Mr.
Thorson, er samstundis setti sig
í samband við póstmálaráðuneyt-
ið með þeim árangri, sem nú er
orðinn kunnur. Þetta ber að
þakka og meta.
FRÁ BURMA
Japönum skilar þar enn óð-
fluga áfram, og eiga nú ekki
eftir ófarnar nema eitthvað um
átján mílur til hinna auðugu
olíubrcnna á þeim svæðum.
FRÁ ISLANDI
Hælt við að Fróði
eyðileggist
Horfur uin björgun línuveið-
arans Fróða, sem strandaði á
Grundarfirði um helgina, hafa
nú versnað til mikilla muna. Er
jafnvel ihætt við að skipið eyði-
leggist.
Sagði Pálmi Loftsson fram-
kvæmdarstjóri Skipaútgerðar
ríkisins blaðinu í morgun, að
mikið brim hefði verið á strand-
staðnum í gær og hefði Fróði
verið næstum alveg í kafi. Sœ-
Björg hefir enn ekki getað kom-
ist nálægt línuveiðaranum, en
hún er með dælu og kafara, til
að vinna að björgun, ef þess
verður nokkur kostur.
•
Góður afli í Hornafirði
Góður afli er á báta, sem róa
ifrá Hornafirði um þessar mund-
ir.—«
Þrjátíu liátar róa frá Horna-
firði núna, en búist er við að
þeim fjölgi jafnvel eitthvað á
næstunni. Flestir þessara báta
eða rúmlega 25, eru aðkomu-
bátar.
Bátarnir verða varir við rek-
dufl á hverjum degi, sem þeir
róa.—(Vísir, 12. febr.).
Nýjar grjótvinsluvélar
keyptar í Ameríku
Á fundi bæjarráðs s.l. föstu-
dag var samþykt að kaupa ný
vinnutæki fyrir sandnám og
grjótnám, samkvæmt tillögu
bæjarverkfræðings, er hann
hafði sent símleiðis heim frá
Ameriku.
Hér er um að ræða tvennskon-
ar vélar, mulningsvél, sem myl-
ur grjótið og sigtar í grjótnámi
bæjarins, og sandsigtivél fyrir
sandnám bæjarins.
Áætlað er að mulningsvélin
Úr borg og bygð
Hr. Guðmundur Jónsson frá
Húsey, er staddur í borginni
þessa dagana.
♦ ♦ ♦
Karlakór íslendinga i Winni-
peg efnir til skemtifundar, “At
Home,” 29/ apríl i Goodtemplara-
húsinu. Nánar auglýst í næsta
blaði. — Nefndin.
•f -f -f
í þetta sinn, eins og mörg
undanfarin ár, minnist kvenfélag
Fyrsta lúterska safnaðar sumar-
dagsins fyrsta með samkomu i
samkomusal kirkjunnar á fimtu-
daginn, hinn 23. þ. m. Hefst
hún með borðhaldi (supper) kl.
6.30 að kveldinu. Gestrisni og
rausn kvenfélagsins er svo al-
kunn í Winnipeg, að óþarft er
að llýsa því, hvernig veitingarnar
verða. En þarna verða ekkt
bara veitingar, he'ldur líka vönd-
uð og vel undirbúin skemtiskrá
—- söngur, ihljóðfærasláttur, upp-
lestur og ræða. Ræðuna flytur
Dr. Eggert Steinþórsson og mun
marga fýsa að heyra hvað hann
hefir að segja. Hann er fyrir
skömmu komin frá íslandi, að
manni finst að hann muni flytja
manni eitthvað að “heiman” sem
er annaðhvort nýtt, eða farið að
fyrnast hjá þeim, sem hér hafa
lengi vierið. Hann er einnig tal-
inn góður ræðumaður. Sumar-
dagurinn fyrsti er alveg sérstak-
lega íslenzkur tyllidagur og öll-
um góðum íslendingum þykir
það vel farið og vel viðeigandi,
að finnast og skemta sér sam-
eiginliega þann dag. Tækifærið
til þess verður ágætt í samkomu-
sal Fyrstu lútersku kirkju á
ifimtudaginn, hinn 23. þ. m. —
á sumardaginn fyrsta. Kvenfé-
lagið býst við mikilli aðsókn og
verður við þvi búið að taka móti
fjölda gesta. Flestar kvenfélags-
konurnar hafa aðgöngumiða til
sölu, sem kosta aðeins 35 oents.
Vinnuhæli S.I.B.S.
Nefndin, sem á að annast
undirbúning á stofnun vinnu-
hælis S.Í.B.S., var skipuð Yyrir
jólin og hafa allir mennirnir
fallist á að starfa i henni.
Miðstjórn sambandsins kaus
fjóra mennina, en einn er skip-
aður af ríkisstjórninni. Það var
Sigurður Sigurðsson, yfirberkla-
læknir, en hinir eru: Vilhjálmur
Þór, bankastjóri, Guðinundur
Ásbjörnsson, t'orseti bæjarstjórn-
ar, Haraldur Guðmundsson for-
stjóri og Oddur ólafsson, læknir
á Vífilsstöðum.
Þessir menn eiga að vinna að
undirbúningi undir framkvæmd-
ir, ákveða stað og fyrirkomulag
í aðalatriðum, væntanlega hvaða
verk verða unnin og hvaða
flokkur sjúklinga eigi að vera í
hælinu. Er um þrjá flokka að
ræða — fyrst og fremst sjúkl-
inga, sem hafa verið brottskráð-
ir af heilsuhælum og er hælið
aðallega ætlað þeim, berklaör-
yrkja, sem eru útskrifaðir, en
faylama, og loks er um króniska
sjúklinga að ræða, sem annars
muni kosta um 110 þús. krónur,
en sandsigtivélin um 50 þús. kr.
Þessar vélar eru hrðavirkari
miklu en þau áhöld, sem notast
hefir verið við til þessa. Meðal
annara kosta má telja, að vél-
arnar moka á bílana sjálfar,
þannig að hleypt er úr einskon-
ar hólfum eða skúffum niður á
bílana, likt og gert er hér við
kolakranann.
—(Vísir 11. febr.).
Ungum Islendingi
hlotnaál sæmd
Ánægjuefni er iþað mikið, er
ungir íslendingar í þessu landi
ryðja sér braut til frama, eins
og sá ungi maður, sem hér um
ræðir, nú hefir svo augljóslega
gert; hann er Grimur S. Laxdal,
sonur þeirra Þórðar E. Laxdals
og Jóhönnu Guðmundsdóttur,
sem búsett eru í Kuroki > Sas-
katchewan, en þar gegnir Þórð-
ur friðdómara embætti, auk þess
sem ihann gefur sig að korn-
kaupum fyrir hveitisamlag Sas-
Grímur S. Laxdal
katchewanfylkis. Grímur er
Ifæddur i grend við Kristnes í
Saskatchewan, þann 27. desem-
ber árið 1920; mentun sína
hlaut hann vestra, að undan-
skildu einu ári, er hann stund-
aði nám við Wesley College i
Winnipeg.
Um vorið 1941 innritaðist
Grímur við Technical Institute
i Saskatoon, og lauk þar prófi
með fyrstu ágætiseinkunn i
októbermánuði það sama ár; því
næst gekk hann í flugherinn
canadiska, var fyrst við æfingar
í Brandon, en fór þaðan til flug-
skólans í St. Thomas í Ontario-
fylki; lauk hann þar prófi 2.
apríl, 1942, sem “AdVanced Air
Frame Mechanic,” einnig með
fyrstu ágætiseinkunn, og var
auk þess sæmdur heiðurs-
medalíu úr gulli.
Um þessar mundir, er þessi
ungi og efnilegi maður búsettur
í Winnipeg, og gefur sig þar að
hinu þýðingarmikla starfi sínu.
Lögberg árnar honum allra heilla
í framtíðinni.
Japanir ná Batan
Eftir þriggja mánaða meira
og minna látlausar árásir, hafa
herskarar Japana náð Batan á
vald sitt, og tjást hafa tekið um
leið 40 þúsundir Bandarikjaher-
manna og Filippseyinga til
fanga; dýrkeyptur mun Japön-
um hafa orðið þessi sigur, því
við Batan-sund mistu þeir ó-
grynni flugvéla, fjölda smáskipa,
auk þess sem mannfall þeirra í
landorustum á stöðvum þessum
var gífurlegt.
mundu vera á hæli, þótt þeir sé
sæmilega vinnufærir.
S.f.B.S. á nft í sjóði um 170
þús. kr., en þegar söfnun hófst
í haust, voru rúmlega 30 þús. kr.
í sjóði. Ætlunin var að hefja
framkvæmdir á þessu ári, en
miðstjórn sambandsins er altaí
að sjá betur og betur að 170 þús.
kr. munu hrökkva skamt.
Má búast við, að horfið verði
að því ráði, að þyrjað verði i
tiltölulega smáum stíl, en auk-
ið síðar við, eftir þvi sem efni
og ástæður leyfa.
—(Visir 28. jan.).
Dr. Jón Helgason
látinn
Farþegar, sem komnir eru
hingað til borgarinnar úr síðustu
ferð með Goðafossi til Vestur-
heims, létu þess getið, að nokkru
eftir að skipið fór frá íslandi,
hefði íslenzka útvarpið flutt dán-
arfregn Dr. Jóns Helgasonar,
fyrrum biskups íslands.
Dr. Jón var fæddur 1866; var
hann stórmerkur maður í hví-
vetna, og mikilvirkur rithöfund-
ur.
Alþingi sezt á rökstóla
16. febrúar
Alþingi ltemur saman til
funda að þessu sinni mánudag-
inn 16. febrúar n.k., og eru
nkkrir þingmenn úr sveitakjör-
dæmum þegar komnir til bæjar-
ins.
Þau mál, sem þingið mun sér-
staklega fjalla um að þessu sinni
eru dýrtíðarmálin og nauðsyn-
legar ráðstafanir í sambandi við
þau. Þá má og búast við að
ýms önnur þýðingarmikil mál
liggi fyrir þinginu að þessu sinni.
Unnið hefir verið að því að
undanförnu, að breyta Alþingis-
húsinu allverulega. Hefir and-
dyri hússins nú verið breytt á
þann veg, að fatageymslur þing-
manna verði niðri í anddyrinu,
en þar innan við verður einskon-
ar setustofa. Skilrúm “Kringlu”
hefir verið rifið, þannig að gran-
itsúlurnar einar standa eftir.
Verða þarna vejtingasalir fyrir
þingmenn.
í norðvesturenda Alþingishúss-
ins á neðstu hæð verða skrif-
stofur ríkisstjóra, en í suðurhlið
hússins fundaherbergi flokk-
anna.
Að vestanverðu er inngangur
fyrir áheyrendur og ganga þeir
nú beint upp á áheyrendapalla,
án þess að hafa viðstöðu i salar*
kynnum þingsins sjálfs.
Eru allar þessar breytingar
mjög til bóta frá því, sem áður
var.—(Vísir 13. febr.).
Við eld og átraum
Eftir Þorstein Jónsson
frá úlfsstöðum
Þeir bera ei rósir,
sem blysunum skarta,
en brenda fingur
og blæðandi hjarta,
því hamingju sinni
og helgasta draum
þeir hentu á bál
eða hrynjandi straum.
í gránuðum feyskjunum
gnestur og logar.
1 gljúfrinu straumurinn
gnýr og sogar.
Þar frelsisvonunum
fagnar sá,
sem framar vorið
ei fær að sjá.
Og vörpum á eldana
visnuðum greinum
og fornum draumum
og fornum meinum,
því eldinum veitist
aldrei nóg
og aldrei friður
og aldrei ró.
Og horfum á bálið
og hlustum á strauminn,
þá aftur finnum
við æskudrauminn.
Hvar endurminst er,
fæst aldrei ró.
Og eldi og sjó
veitist aldrei nóg.
—(Jólablað Vísis).
Leysing
Það er sumar og sól bak við skóginn,
eg sé að hann lyftir nú brúnum,
sem væri hann hyllingum hrifinn
af himinsins lifgjafa rúnum.
Alt hýrnar við hjartaslátt vorsins —
það hlýnar við jörðina sjálfa,
og andrúmsloft frjómagni fyllist, —
af fögnuði hríslurnar skjálfa.
Og blærinn með læknandi lófum
af lækjunum klakaþök brýtur,
svo strýkur hann stýrur úr augum
af straumnum, um leið og hann þýtur.
Og geislar og skuggar um skóginn,
í skiftinga dansbylgjum ganga,
en hlíðarnar barnslega brosa
og bregða upp sólelskum vanga.
Og söngfuglar syngja á greinum —
við sönginn mér léttist um sporið —
þeir komu frá suðri og sumri,
en syngja um norðrið og vorið! •
—Pálmi.