Lögberg - 16.04.1942, Síða 2
2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. APRÍL. 1942
Par ís undir oki
nazismans
Eftir franskan flóttamann
Eílirfarandi grein um lífið í
Parísarborg undir oki naz-
ismans, er eflir frægan,
franskan blaðamann, Paul
Simon að nafni. Hann gaf
út áróðursril gegn Þjóðverj-
um í París og slapp með
naumindum til Englands,
þar sem hann gekk í lið með
frjálsum Frökkum.
Eg hefi nú notið frelsisins í
hálfan mánuð á Englandi, en
dvöl mín í París undir oki
nazismans hefir haft hin furðu-
legustu áhrif á mig.
Þvi var líkt farið um mig og
márga aðra föðurlandsvini, að
eg tók virkan þátt í hinni skipu-
lagsbundnu andstöðu gegn áþján
nazistanna. Altaf varð eg^ að
vera við öllu búinn og aldrei
vissi eg, þegar eg fór út á morgn-
ana, hvort eg kæmi heim á
kvöldin eða ekki.
Eg vandi mig á ýmsa siði, sem
eg hefi ekki getað vanið mig af
aftur. Þegar eg kem inn i
veitingahús, á eg það til að
skima í kringum mig, til þess
að ganga úr skugga um, hvort
eg 'haifi verið eltur. — Stundum
nam eg staðar við götuhorn og
svipaðist um.
Þeir, sem hafa ekki kynst því
af eigin reynd, eiga erfitt með
að skilja hvað iþað er að eiga
heima i löndum, sem eru undir
oki nazismans. Það, að sjá dag-
lega einkennisbúninga og merki
nazistanna, tekur svo á taugarn-
ar, að manni liggur við að missa
vitið.
•
Þegar þýzkar herd<eildir gengu
um Champs Elysees með hljóm-
sveit í broddi fylkingar, sá eg
Parísarbúa oft horfa upp í loft-
ið, kreppa hnefana og tauta: —
Bara að brezku árásarflugvélarn-
ar kæmu nú og sölluðu niður
allan hópinn með vélbyssum!
Það eru ennþá margir Þjóð-
verjar — bæði einkennisbúnir
og borgaraklæddir — í Paris og
umhverfi hennar.
Þegar nazistarnir réðust á
Rússa voru þrjár herdíeildir í
setuliðinu í Paris, en skömmu
seinna var þeim fækkað niður í
tvær. Á siðustu mánuðunum
hafa hæfustu mennirnir verið
vaidir úr þessum tveimur her-
deildum og s/endir austur á vig-
stöðvarnar.
En hermennirnir, sem eftir
eru í París, eru annaðhvort
komnir um fimtugt, eða drengir
rúmlega fermdir. Hinir síðar-
nelfndu eru nýliðar, sem sendir
eru beina leið úr föðurhúsunum
og fá einkennisbúninga, og voru,
þegar þeir komu á staðinn. Æf-
ingarnar fara fram á ýmsum
stöðvum í útjöðrum Parísar-
foorgar.
•
Af ótta við loftárásir Breta
þora Þjóðverjar ekki að nota
hermannaskóla Parísarborgar,
hieldur nota þeir stór gistihérs.
Einnig er mikið um þýzkar
konur i einkennisbúningum. Þær
eru nærri þvi jafnmargar og
þýzku hermennirnir.
Auk þess eru eiginkonur yfir-
manna hersins og þýzku embætt-
ismannanna og auk þess margir
gestir. Því að París hefir orðið
miðstöð ferðamanna frá Þýzka-
landi — þeirra, sem geta leyft
sér þann munað, að ferðast.
P!ngin þýzk kona ber duft á
andlit sér eða roða á varir. Það
er bannað.
Konurnar, sem eru í einkenn-
isbúningunum, eru skrifstofu-
stúlkur, simastúlkur og póst-
þernur. Þá eru þar einnig kon-
ur, sem til þess eru ætlaðar að
skemta hermönnunum. Flestar
þeirra eru laglegar og ungar.
Auðvitað er þeim stranglega
bannað að viðlagðri þungri refs-
ingu, að eiga mök við franska
menn. En sérhver stúlka, sem
eignast barn, fær verðlaun og
langan leyfistíma. En nazista-
flokkurinn sér um uppeldi barns-
ins.
Þá eru í París margar þýzkar
hjúkrunarkonur. Nazistarnir
hafa komið sér upp stóru
sjúkrahúsi í París, þar sem að
veitt er hjúkrun hermönnum,
sem særast á rússnesku vígstöðv-
unum. Skömmu áður en eg fór
frá París, sá eg stóra sjúkra-
lest koma með særða hermenn,
sem lagðir voru inn í þetta
sjúkrahús.
Mörg fleiri sjúkrahús í ýms-
um borgum hins hertekna hluta
Frakklands, eru full af her-
mönnum, sem særst hafa á aust-
urvigstöðvunuin. Og eg hefi
frétt það frá góðum heimildum.
að nazistastjórnin í Berlín hafi
farið þess á leit við Vichystjórn-
ina, að hún leyfði þeim að nota
sjúkrahús í hinum frjálsa hluta
Frakklands fyrir særða þýzka
ihermenn.
Þjóðverjar láta konurnar ekki
aka foílum. Venjulega aka her-
foringjarnir sjálfir bílum sínum.
Allir Þjóðverjar aka með stræt-
isvögnum, án þess að borga öku-
gjald og stundum eru eingöngu
Þjóðverjar í vögnunum.
• v
Aðalstöðvar þeirra í París eru
við Rue de Rivoli. Þar er stórt
svæði, sem Frökkum er foannað
að stiga fæti sínum á.
Þá hefir þýzka leynilögreglan
einnig aðsetursstað í Paris og
eru aðalstöðvar hennar við Quai
d’ Orsay. Menn, sem leynilög-
reglan þýzka tekur fasta — og
þeir eru margir — eru yfirheyrð-
ir í stóru húsi við Avenue Foch,
sem er algerlega í höndum
Gestapo. Þar virðist Vera mikið
að gera — bæði nótt og dag. Auk
þess hafa Þjóðverjar stórar skrif-
stofur annarsstaðar í borginni.
Þjóðverjar eru mjög drykk-
feldir, og er þeim laus höndin.
þegar þeir eru við skál.
Og flestir Parisarbúar eru
þeirrar skoðunar, að morðin á
nazistaforingjunum, sem hafa
valdið svo mörgum fangelsunum
og ógnunum, séu ekki framin af
Frökkum, heldur séu Þjóðverj-
arnir íþar sjálfir að gera upp
reikningana sin á milli. Að
minsta kosti á Iþjóðin við nægi-
legar hörmungar að búa, þó að
hún sé ekki að egna á sig kúg-
arana. Frakkar trúa á skipu-
lagða mótstöðu undir forystu de
Gaulles hershöfðingja.
En þýzku herforingjarnir, sem
skortir allan sálfræðilegan skiln-
ing, álíta að þeir styrki aðstöðu
sína með því að slátra sem flest-
um andstæðingum.
Gestapo hefir erindreka sina í
öllum skrifstofum Parísarlög-
reglunnar. Og sjálf hefir hún
stóra skrifstofu á neðstu hæð
aðalstöðvar Parisarlögreglunnar,
og þangað fær ekki einu sinni
lögreglustjórinn í Paris að koma.
•
Á hverjum morgni koma er-
indrekar Gestapo í eftirlitsferð
í allar lögreglustöðvarnar í París.
Og fjöldamargir menn úr lög-
regluliði Parísar hafa verið rekn-
ir, grunaðir um að vera hlyntir
de Gaulle. Margir þeirra voru
hneptir í varðhald og sumir
skotnir.
Handtökur eru venjulega
framkvæmdar af frönsku lög-
reglunni undir eftirliti Gestapo-
manna kl. fimm á mrgnana.
•
Sdðustu mánuðina hafa Gyð-
ingaofsóknirnar farið mjög í
vöxt. Þegar nazistarnir höfðu,
rekið alla ríka Gyðinga úr em-
bættum og frá heimilum þeirra
og rænt eignum þeirra, sneru
þeir sér að hinum fátækari Gýð-
ingum. Fyrir fáeinum vikum
síðan var fjöildi Gyðinga tekinn
höndum að næturlagi, menn,
konur og börn, — flutt í fanga-
búðir og þar eru Gyðingarnir nú
hálfsveltir.
I dlesembermánuði síðastliðn-
um sá eg um hundrað Gyðinga,
þar á meðal ungbörn, standa í
nístingsfrosti í garði einum. Þeir
höfðu verið reknir frá heimilum
sínum fyrir fáeinum klukkutim-
um. Þýzkir hermenn héldu vörð
um hópinn með brugðnum
byssustingjum og ef einhver
hreyfði sig var óðara otað að
honum byssusting.
Parísarbúar hafa, vegna þess-
ara atburða meiri samúð með
Gyðingum en nokkru sinni áður.
—Alþbl. 5. marz.
Matterhorn hefir
reynát frekur
til fórna
I þúsundir óra hafði Matter-
horntindurinn gnæft við himin
ósnortinn, — enginn menskur
maður hafði þar nokkru sinni
fæti stigið. Það voru aðeins ern-
irnir, sem undu sér í þessu fer-
lega fjalli. Jafnvel steingeitun-
um virtist óa við þessari ógna
hæð. Og þeim, sem heima áttu
i dölunum, ítalíu megin fjalls-
ins, stóð einhver hjátrúar hland-
inn stuggur af risa þessum með
hvíta skallanri, sem skýin klauf
og oft hvarf alveg sjónum, —
og mæðurnar hræddu krakkana
sina á tröllinu frá la Bacca, en
svo nefna ítalir Matterhorn. Og
Matterhorn er ekkert smáræðiá-
tröll, því að tindurinn gnæfir
14,782 fet i loft upp, yfir sjávar-
mál. En fjallið er á landainærum
SvissOands og Italíu.
Það er álit sumra manna, að
Rómverjar hafi komist upp í
Theodul-skarðið og yfir það, —
en það er um 10,000 fet yfir
sjávarmál. Sú ályktun styðst þó
við það eitt, að einhverntíma
höfðu fundist einhverjar fornar
myntir i skriðjöklinum. En til-
gátuna verður að telja mjög
hæpna — eða ekki annað en til-
gátu. Engirin veit með nokk-
urri vissu, hvar Hannibal fór
yfir Alpafjöll. Og á frásögn
Liviusar um hina frækilegu för
yfir fjöllin, með grenjandi fíla
og trylta ihesta í ægilegum ófær-
um, er ekki hægt að byggja
neina sennilega ályktun um það,
hvaða leið hafi farið verið. Enda
var þetta sá sami Livius, sem
kom á kreik sögunni um líflækni
Phyrrusar, sem átti að hafa boð-
ið Rómverjunum að ráða kon-
ungi sínum bana með eitri, gegn
hæfilegri þóknun. Því að, eins
og Vóltaire sagði: Líflæknisstað-
an *hjá Phyrrusi hefir vissulega
verið betur launuð, heldur en
Rómverjar launuðu “konsúluin”
sínuin.
En hvað sem um alt þetta er,
þá ier hitt víst, að Alpafjöllin
voru alveg eins í sjón og reynd
og þau eru enn í dag. Þau hafa
þó sennilega verið jafnvel enn
hrikallegri, því að alt af er Matt-
erhorn t. d. að rýrna, vegna þess
að lir honum hrynja öðru hvoru
björg, sem ryðja með sér ‘stór-
skriðum af aur og grjóti í hvert
sinn. En hann var sennilega
Apex Alpafjalla. Fjöllin hafa
ekki breyzt neitt verulega á
tveim áraþúsundum, og manns-
augað þaðan af minna, — þann-
ir, að fornaldarmenn hala eflausL
haft fyrir augum sér þá hina
sömu tignarlegu sjón, er þeir Iitu
til Alpafjallanna, og nú gleðui
auga ferðalanganna, sem sjá í
fyrsta sinni glampa á snævi
þakta tindana, sem hreykja sér
uppi í skýjarekið.
Ekki er hægt að ganga út frá
því sem sjálfsögðum hlut, að
aldrei hafi verið reynt að klífa
hina frægu tinda, eins og Jung-
frau, Schreckhorn, Mont Blanc og
Matterhorn, á miðöldunum. Því
að jafnvel þó að aldrei hafi
fundist nein varða né önnur
vegsummerki á tindíunum, er ó-
hætt að álykta að á þeim tímúm,
sem til var svo mikið af kappi,
hrifningu og áhuga á að koma
af stað fyrirtækjum eins og
krossferðunum og hernámi Mexí-
kóríkis, þá hafí menn ekki látið
sér fyrir brjósti brenna að kanna
hvernig umhorfs væri fyrir ofan
snjómörk, né ofbjóða hætturnar,
sem slíku tiltæki kynni að vera
samfara.
Þegar Jacques Balmat var bú-
inn að komast upp á Mont Blanc
í ágústmánuði 1786, tóku ýinsir
djarfir fjallgöngumenn að leggja
til atlögu á aðra hátinda Alpa-
fjalla, og “sigra” þá, hvern af
öðrum. Það var aðeins hinn
%
ferlegi Matterhorn-tindur, sem
virtist vera algerlega ósigrandi,
og hinar misheppnuðu tilraunir,
sem gerðar voru til þess að klífa
þenna ægilega tind, virtust vera
“víti, sem varast skyldi.”
Fyrstu tilraunina gerðu þrír
ítalir 1858, og var einn þeirra
Jean Antoine Carrel, sem síðar
varð frægur fylgdarmaður þeirra,
sem freistuðu að ganga á Matter-
horn, og nefndur il bersaglier.
Þeir höfðu ekki fullnægjandi út-
búnað og skorti 2400 fet á, að
þeir kæmust upp á tindinn.
Tveim árum síðar komust ensk-
ir fjallgönguinenn um 200 íetuin
ihærra. Fyrir þeirri för stóð vís-
indamaðurinn Tyndall.
Á meðan þeir Tyndall og fé-
lagar hans voru á fjallinu, ítaliu-
miegin,, kom Edward Whymper
á sjónarsviðið. Hann var alveg
ókunnugur Alpafjöllunum, en
hann hafði einsett sér, að verða
fyrstur allra til þess, að komasl
upp á Matterhorn, hvað sem það
kostaði. Á þeim áruin var ekki
einn einasti Alpafylgdarmaðuv
til, sem áleit gerlegt að kom-
ast upp á tindinn, — nema Car-
rel. En hann vildi sjálfur hafa
heiðurinn af því að verða fyrst-
ur upp á tindinn, iþó það kostaði
hann lífið. —
Það var einmitt slíkur maður,
sem Whymper þurfti á að halda,
og Carrel fór aðeins fram á aö
fá tuttugu franka á dag, svo aö
kaupið var ekki óaðgengilegt. En
Carrel setti tvö skilyrði: í fyrsta
lagi, að Iþeir gengju á fjallið
ítalíu-megin, og í öðru lagi aö
Whymper tæki félaga Carrels
með þeim í förina. En Whymper
leizt illa á þann náunga, og þeg-
ar hann tregðaðist við að ráða
manninn þeim til aðstoðar,
strönduðu samningarnir við Car-
rel. Á næstu þrem árum gerði
Wlhymper hvorki meira né
minna en sex tilraunir til þess
að komast upp á tindinn. í eitt
skiftið komst hann, einn síns
liðs allmiklu hærra en nokkur
maður hafði áður komist. E:i
þá varð honum fótaskortur.
hann rann fyrst öfugur, spöl-
korn, hentist síðan fram af
hengju um tvö hundruð feta
hárri, en kom niður í snjóskafl
á öðrum stalli, nákvæmlega tíu
fet frá brún, þar sem var um
2000 feta lóðrétt fall niður á is-
breiðu, — og bani vís, ef illa
hefði tekist til og Whymper ekki
stöðvast í skaflinum. En það
gefur nokkra hugmynd um það,
hvers konar málmur var i
Whymper, þegar frá því er sagt,
að viku eftir þenna atburð var
hann lilbúinn gera nýja at-
lögu að hinu ægilega fjalli.
En nú var verið að brugga
ráðagerðir um það á ítalíu, að
leika á Englendinginn og verða
á undan honum. Nokkrir reynd-
ir fjallgöngumenn í Turin stofn-
uðu með sér félag, en þátttak-
endur sóru þess eið að ítalía
skyldi hljóta heiðurinn af því að
sigra Matterhrn. Tveir kunnir
vísindamenn voru forgöngumenn
þessa félagsskapar, en Carrel var
valinn til fylgdar. En þó að
leynt ættu að fara þessar ráða-
gerðir, komst Whymper samt
á snoðir um þær. Þá voru Ital-
irnir þegar langt á veg komnir
með undirbúningsráðstafanir sín-
ar. Höfðu þeir meðal annars
komið fyrir forðabúrum hér og
þar í fjallshlíðinni. Vildi þá
svo til að Whymper hilti Francis
Douglas lávarð (11. júní), sem
nýkominn var til Zermatt urn
Theodul-skarðið. Whymper trúði
Douglas fyrir þeirri fyrirætlan
sinni, að freista þess að komast
úpp á Matterhorn frá Svisslandi,
því að nú hefði hann, — eins og
hann skýrir frá í hinni mjög svo
læsilegu bók sinni: Scrambles
among the Alps, gert þá athug-
un, að þó að sjálfur jökullinn
virtist vera svo að segja lóðrétt-
ur, frá Zermatt og Riffel að sjá,
þá væri þetta ekki þannig raun-
verulega, því að frá hlið séð,
hefði hann komist að raun um,
að hallinn væri alt að 30 gráð-
um upp á fjallsbrún, — eða
herðar Matterhorns, en þaðan
og upp á sjálfan skállann hvergi
minni en 50 gráður.
Þessir tveir menn lögðu svo á
fjallið hinn 12. júni 1865. Dag-
inn eftir gengu þeir fram á ann-
an leiðangur, undir forystu Mr.
Hudsons og hins fræga Alpa-
fylgdarmanns Michel Croz. Þess-
ir tveir leiðangrar slógu nú sam-
an pjönkum sínum og vinur
Hudsons, 19 ára gamall ungling-
ur, Mr. Hadow að nafni, fékk
að vera með í förinni, fyrir þrá-
beiðni sína. Whymper var þvi
mótfallinn, vegna þess að mað-
urinn væri svo ungur og óreynd-
ur. En Hudson gat þá svarað
því til, að Hadow hefði komist
upp á Mont Blanc á skeminri
tíina en margur þaulvanur Alpa-
göngu-maður. Fóru þeir nú allir
til Zermatt aftur, þar sem
Douglas réði annan fylgdar-
mann, Peiter Taugwalder að
nafni, og í dögun morguninn
eftir var svo lagt af stað.
Þetta var hinn 13. júní og
föstudagur, sem hjátrúarfullir
menn voru fljótir að benda á.
þegar fregnin um harmleikinn
barst til bygða.
Veður var bjart og alt gekk
að óskum. Þeir komust upp í
11,000 feta hæð, svo að segja í
einni lotu, — og þar bjuggu þeir
um sig, um hádegisleytið. Allan
siðari hluta dagsins notuðu þeir
Croz og Taugwalder til athug-
ana g komu til félaganna með
þær gleðifréttir, að þeir hefðu
fundið leið fram hjá öllum tor-
færum, því að hægt væri að
komast það sem eftir var leiðar-
innar upp á tindinn eftir sjálf-
gerðum þrepum, sem neðan frá