Lögberg - 16.04.1942, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942
5
Gagntekinn af skelfingu horfði
eg á hann, dinglandi í loftinu
nokkur augnablik, en skipstjór-
inn hló hrottalega og skipverjar
skopuðust að honum. En Allan
náði fljótlega fótfestu í reiðanum
og komst klakklaust upp í siglu-
körfuna.
“Þarna skaltu nú sitja, ræfili-
inn, meðan gorgeirinn frýs úr
þér,” muldraði skipstjórinn uiu
leið og hann gekk til káetu sinn-
ar.
Af því að eg þekti skapsmuni
og ónærgætni skipstjórans, þá á-
ræddi eg ekki að ónáða hann
fyr en honum var runnin mesta
reiðin.
Þegar kvöld var komið heim-
sótti eg hann í káetu hans. Sat
hann þar við borð og stóð hálf-
full kampavinsflaska á borðinu
fj'rir framan hann.
Eg vissi að hann hafði drukk-
ið mikið, og 'hafði iþvi mjög d'auf-
ar vonir um að Allan yrði náð-
aður. Samt sem áður ávarpaði
hann á þessa leið:
“Eg bið afsökunar á því, herra
skipstjóri, að koma hingað óboð-
inn, en eg er hræddur um að
káetudrengurinn veikist af kulda,
ef Ihann verður þarna miklu
lengur.”
“Veikist! hu! Engin hætta á
þvi, hann er of þverinóðskufull-
ur og fastur fyrir til þess, að láta
sér slíka heimsku til hugar
koma. Á skipi mínu verður
euginn maður veikur. Mienn
niínir þekkja mig of vel til þess,
uð leika þess konar grikk. En
eg skail koma með yður, og vita
hvernig snáða líður.”
Þegar við komum upp á þil-
farið, kallaði hann til Allans i
hæðisróm: “Hvernig líkar þér
uýja rúmið þitt, drengur minn.”
“Mér geðjast betur að þvi en
spíritusblöndunni eða whisky,”
svaraði Allan einbeittlega.
Skipstjóri hé'lt á glitrandi vín-
glasi, rétti það í áttina til Allans
°g mælti: “Viltu drekka úr
þessu glsai, ef eg leyfi þér að
koma ofan.”
“Eg hefi unnið þess dýran eið.
uð bragða aldrei á áfengum
drykkjum, og eg vil ekki rjúfa
þann eið þótt eg ætti lif mitt að
leysa, herra minn!”
“Þetta svar hans ræður úrslit-
unum,” sagði skipstjóri og leit
til mín um leið. “Hann verður
nð vera þarna í nótt; hann verð-
nr farinn að auðmýkjast með
niorgninum.”
Árla næsta morguns skipaðí
skipstjóri að kalla drenginn nið-
ur; það var kallað, en nú kom
ekkert svar. Skipstj óra setti
hljóðan.
Heitt vinglas var til taks hjá
skipstjóra, sem jþá var ódrukk-
lnn, þegar drengurinn var bor-
inn inn, og hann sá hve útlit
hans var veiklulegt, þá mildaðist
hann dálitið, og ávarpaði Allan
i þíðum róm, og mælti: “Drekk
þú þetta, driengur minn, og þá
skal eg ekki hryggja þig oftar.”
Allan bandaði frá sér glasinu
með þeim svip og látbragði, er
iýstu átakanlegum sársauka og
hugarstriði, um leið og hann á-
varpaði skipstjóra i veiklulegum
tón:
“Herra skipstjóri, leyfið mér
að segja yður brot lir æfisögu
niinni.”
“Talaðu þá,” mæílti skipstjóri,
en lát þér eigi til hugar koma,
að eg haggi áformi minu. úr
'þessu glasi læt eg þig drekka til
þess að sýna þér, að eg líð eng-
um að sýna óhlýðni á skipi
mínu.”
Allan hóf þá sögu sína, en
útti erfitt með að tala:
“Tveim dögum áður en eg sté
hér á skipsfjöl, stóð eg hjá lík-
kistu móður minnar. Eg sá
prestinn kasta fyrstu moldar-
rekunni á kistuna og heyrði tóm-
leikahljóðið þegar moldarrekurn-
ar féllu ein eftir aðra, og huldu
með ÖIlu hinar síðustu járð-
nesku leifar minnar ástkæru
nióður. Eg sá líkfylgdina fjar-
hi'gjast og hverfa. Eg stóð einn
eftir — aleinn — því að hún,
sem unni mér svo heitt og bar
svo ástríka umhyggju yrir mér,
var horfin. Eg kraup þá niður
á leiði móður minnar og gaf tár-
um minum og tilfinningum laus-
an taum, og þá, á þeirri stund,
sór eg þess dýran eið, við minn-
ingu móður minnar, að bergja
aldrei á áfengum drykkjum, þvi
að þeir höfðu eyðilagt og kramið
hjartafrið hennar — og algerlega
eyðilagt ‘framtið föður míns, og
af hans völdum var móðir mín
komin í gröfina. Og þegar eg,
tveim dögum siðar, stóð hjá stál-
grindum fangaklefa föður míns,
sagði eg honum að eg hefði af-
ráðið að verða sjómaður.”
“Gjörið við mig hvað sem yð-
ur þóknast, herra skipstjóri. Lát-
ið mig frjósa í hel uppi í siglu-
körfunni; kastið mér útbyrðis,
eða bvað annað, sem yður kann
að hugkvæmast, — en neyðið
mig ekki til þess að drekka þetta
eitur, sem hefir eyðilagt líf föð-
ur míns, og myrt móður mína,
Látið það ek'ki líka eyðileggja
einkasoninn hennar. — Eg bið
yður sökum móður minnar.”
Allan hné nú máttvana aftur
á bak og brast í ofsafenginn
grát.
Skipstjóri gekk þá til hans og
lagði titrandi höndina á höfuð
honum um leið og hann ávarp-
aði skipshöfnina, sem hafði þá
safnast þar saman:
“Látum oss, sökum mæðra
vorra, bera lotningu fyrir skuld-
bindingareiði Allans Banfield.
“Og,” bætti hann við með eld-
móði, “ef nokkur ykkar misbýð-
ur honum á einhvern hátt, —
hann á mér að mæta.”
Að svo mæltu gekk hann burt,
og svo hver af öðrum. Innau
stundar var eg einn eftir hjá
Allan.
“Herra herforingi, hverju sæt-
ir þetta? Er það mögulegt að”—
Eg tólc fram í fyrir honum og
sagði: “Það merkir það, að þú
ert frjáls, — og að enginn mun
sýna þér áreitni.”
“ó, ef eg væri ekki eins kald-
ur og veikur og eg er núna, þá
skyldi eg hrópa þrefalt húrra
fyrir skipstjóra Harden.”
Eftir þetta þjónaði hann á
skipi þessu í þrjú ár, og var
hvers manns hugljúfi. Að skiln-
aði gaf skipstjóri honum vandað
gullúr til minja um nóttina i
siglukörfunni, og hlessun og
bænir skipstjóra, er fylgdu hon-
um ávalt síðan.
—Þýtt i/r ensku.'
Hótel Þrastalundur
brennur
Hótel Þrastalundur í Þrasta-
skógi, skógi ungmennafélaganna
við Sogið, brann til kaldra kola
ofan af setuliðsmönnum í fyrra-
kvöld.
Um klukkan 9 um kvöldið sást
frá Selfossi bjarmi bera við him-
in við Sog, og þótti mönnum
sýnt, að eldsvoði væri þar. Menn
frá Selfossi tóku bifreið og hröð-
uðu sér upp efttr, en er þeir
komu þangað, eða tæpum hálf-
tíma seinna, var Þrostalundur
fallinn. Hann hafði brunnið til
kaldra kola á þremum kortérum
eða rúmlega það.
Þegar Alþýðuhlaðið hafði i
morgun tal af sýslumanninum i
Árnessýslu gat hann þess, að
ekkert væri vitað um upptök
eldsins, enda væri mikið vafa-
mál, að íslenzk stjórnarvöld
mýndu hafa nokkur afskifti af
rannsókn málsins. Ástæðan er
sú, að brezkir foringjar höfðu
húsið algerlega til umráða og
notuðu það til hvíldar og dvalar-
héimilis fyrir sig. Höfðu þeir
haft það til umráða síðan í fyrra
vor.
Eigandi hótelsins var Páll Mel-
sted stórkaupmaður. Keypti
hann það af Sigurði Jónassyni
forstjóra. Eins og kunnugt er
bygði Elin Egilsdóttir hótelið
fyrir allmörgum árum og hafði
þar greiðasölu, en hún var áður
vinsæl greiðasölukona hér í bæn-
um.—(Alþbl. 3. marz).
Bezti borgarinn
í Chicago
Eftir Milton S. Mayer :
Eg ætla að segja ykkur sögu
af ltonu, sem er betlari. Hún
heitir Louise De Koven Bowen
og byrjaði að betla, þegar hún
var átta ára gömul. Nú er hún
orðin áttræð, og ennþá er hún
að betla.
Þetta er engin gamansaga
fremur en aðrar betlarasögur,
því að hún fjallar um örbirgð,
hungur, vonleysi og dauða. En
þótt undarlegt megi virðast, er
þetta falleg saga, því að hún lýs-
ir hugrekki og brennandi trú lít-
illar, ríkrar stúlku, sem gaf auð-
æfi sín í góðgerðarskyni og hélt
því næst áfram baráttunni fyrir
veröld, sem ekki þóttist þurfa á
ástúð að halda.
í 50 ár hefir frú Bowen verið
eins konar félagsmála-samvizka
Chicagoborgar, og nafn hennar
hljómar sem töfraorð í þessari
viðsjálu og kaldrifjuðu, ame-
rísku stórbrg. Hún hefir barist
fyrir öllum þeim umbótum borg-
urunum til hagsbóta, sem síð-
ustu tvær kynslóðir hafa orðið
aðnjótnadi. Þar af leiðandi er
hún nú fremsti borgarinn í
Ohicago, og þó alis ekki vegna
þess, að einu sinni endur fyrir
löngu vildu lýðveldissinnar gera
hana að borgarstjóra þar, né
heldur fyrir þá sök, að öðru
sinni fékk hún sprengikúlu
senda í pósti!
í 50 ár hefir hún kreist pen-
inga út úr ríka fólkinu og þving*
að stjórnmálamennina tii að
skajia heiðarleg lög. Upphaflega
barðist hún ein síns liðs, en nú
nýtur hún öruggssfulltingis alls
þess fólks í Chicago, sem vii!,
að borgin verði betri og hollari
dvalarstaður. Á unga aldri, þeg-
ar ekki er gert ráð fyrir, að
fallegar stúlkur hafi verulegt
hugboð um félagsleg vandamál,
tókst henni eftir mi'kla baráttu
að fá samþykkt fyrstu lög, sem
bönnuðu vinnustofur fátæklinga
í Ameríku. Þá útvegaði hún
lagaheimild fyrir stofnun fyrsta
drengjafélagsins í Chicago, fyrir
opinberum barnaleikvöllum, fyr-
ir kvenlögreglu, fyrir fyrsta
barnahælinu. Ef samin væri
skrá yfir nöfn beztu kvenna í
Ameríku, er enginn vafi á þvi,
að nafni frú Bowen yrði ætlaður
þar staður.
Amma hennar ferðaðist vestur
yfir grssléttur álfunnar með
riffilinn sinn í kjöltunni. Fjöl-
skyldan nam land og auðgaðist
vel. ,Lulu De Koven ólst upp í
miklu eftirlæti. Það leit út fyr-
ir, að hann mundi verða hæ-
veikkur og athafnalítill maður,
og hann stóð til að erfa margar
miljónir. Frú Bowen hefir eng-
um salgt frá því, hvers vegna
hún fetaði ekki í fótspor sam-
tíðarmanna sinna. En í Chicago
gengur sá orðasveimur, að hún
hafi á unga aldri hneigst mjög
til guðsdýrkunar. Hún dýrkaði
guð af mikilli alvöru og einlægni,
ekki þann guð, sem menn fundu
í kirkjum álfunnar heldur þann
guð, sem hafði skapað heiminn
og alla hluti handa því mann-
kyni, er ihann hafði fengið bú-
stað í heiminum.
Dag nokkurn, þegar hún var
aðeins 8 ára, sá hún ólman
strokhest fella litla telpu fyrir
utan hús föður síns. Hún elti
mennina, sem báru litlu telpuna
heim til hennar. Þegar hún sá
heimili telpunnar, dámaði hana
ekki að. Þar blasti hvarvetna
við ægileg fátækt. Aldrei hafði
hana órað fyrir, að til væri jafn
ömurleg örbirgð. Þegar hún
gekk út úr þessu hreysi, hugs-
aði hún ekki framar eins og
átta ára gamalt barn. Án þess
að hafa tal af foreldruni sínum,
fór hún raklieitt út — tii að
betla. Hún betlaði við bakdyr
al'lra stórhýsanna við Michigan
Avenue, og fólkið, sem kom ti!
dyra, þekti hana og gaf henni
peninga. Klukkutíma seinna
kom hún aftur til fátæku stúlk-
unnar í hreysinu — með 57 doll-
ara i kápuvasanum.
Mierttun hennar hófst, þegar
henni liefði átt að vera lokið.
Sextán ára gömul lauk hún burt-
fararprófi úr kennaraskóla og
tók því næst að sér að kenna
bekk með vandræða-drengjum I
sunnudagaskóla. Fyrst af öllu
varð hún að koma þessum
drengjum í skilning um, að hún
hiefði í fullu tré við þá. En þeg-
ar hún hafði áunnið sér virð-
ingu drengjanna, heimsótti hún
þá, sem vinur, og útvegaði þeim
störf. Kjallaranum heima hjá
sér breytti hún í samkomusal
handa drengjunum, og mun sú
framkvæmd þá hafa verið eins
dæmi i heiminum. í 10 ár
kiendi hún þessum bekk, og
kveðst hún á þeim árum hafa
sannfærst um, að drengjasam-
komurnar hafi skarað fram úr
sumum all-virðulegum samkom-
um.
Því næst kendi hún ungum
stúlkum handavinnu og kyntist
þá oft ægilegum skorti, sem fjöl-
skyldur þeirra urðu að þola.
þóttst hún þá geta skilið. að þess
háttar fólk gripi stundum til
þess óyndisúrræðis að stela.
Einnig kynti hún sér ýmislegt
fleira, m. a. líknarstarfsemi. Við
það komst hún að raun um, að
gjafir, sem auðugt fólk lét af
hendi rakna til góðgerðarstarf-
semi, urðu oft fremur til þess að
friða samvizku gefiendanna en ti!
þess að bæta líðan hinna snauðu.
Eg spurði frú Bowen, af
hverju hún teldi sig hafa lært
mest á sinni viðburðaríku æfii
Hún sagðist halda, að ekkert
hefði haft jafn djúp áhrif á sig
og atvik nokkurt, sem ihún sagði
frá með þessum orðum.
“Dag nokkurn kom eg inn í
eldhús, þar sem 20 konur voru
að festa tölur í buxur, fyrir
mesta smánarkaup. Móðirin,
sem eg var að finna, fór með
mig inn í svefnherbergiskytru.
Þar lá stúlkubarn, sem ekkert
var ofan á, nema eintóm dag-
blöð. Þetta barn var svo mag-
urt, að það var eins og beinin
stæðu út úr hörundinu. Á stól
við rúmfletið, siem barnið lá í,
lá brauðbiti. Annað hafði barnið
ekki til að nærast á. Andlit telp-
unnar var óhreint, og hár henn-
ar var úfið. Hún hélt á löngum
nagla, sem hún hafði vafið um-
búðarpappír utan um. Það sagði
hún, að væri brúðan sin.”
Frú Bowen hefir gefið einni
mannúðarstofnun í Chicago
meira len eina miljón dollara,
auk alls annars. Mörg hundruð
drengjum hefir hún kent á
drengjasamkomum sínum og
þannig lyft þeim upp úr hugar-
víli og ófremdarástandi þvi, er
örhirgðin híýtur að skapa. Þús-
undir fátækra barna hafa notið
hollra sumarleyfa uppi í sveit
á vegum þessarar frábæru konu.
Enn fremur hefir ihún veitt araT
%
grúa af stúlkum fræðslu í kven-
félagi, sem hún hefir komið á
fót. óteljandi eru þeir Chicago-
búar, sem hún hefir veitt tæki-
færi til að sækja hotlar skemt-
anir, er þeir hefðu annars farið
algerlega á mis við.
Frú Bowen er hugdjörf kona
og fer jafnan sínu fram, hverju
siem tautar. Hún hefir oft rétt
verkalýð Chicago-borgar hjálp-
arhönd. í vinnudteilu, sem reis
milli vinnufataverksmiðju-eig-
enda og verkafólks þeirra árið
1910, gekst frú Bowen fyrir fjár-
söfnun, til þess að forða börnum
verksmiðjufólksins frá hungur-
dauða. Einnig barðist hún fyr-
ir afnámi 12 stunda vinnudags i
stáliðjuverum Bandaríkjanna.
Klúbbur einn í Chicago hafði
boðið konu nokkurri að halda
ræðu á samkomum í klúbbnum.
En þegar foykólfar klúbbsins
komust að raun um, að kona
þessi var róttæk i skoðunum sin-
um, heyktust þeir á boðinu. Frú
Bowen frétti af þessu, boðaði
þegar í stað til fjölmenns fund-
ar og ileiddi sjálf hina róttæku
konu upp á ræðupallinn.
Það er langt síðan frú Bowen
trúði forráðamönnum Chicago-
borgar fyrir því, að nær væri að
bæta kjör fátæklinganna en að
sletta við og við í þá ölmusu á
ameriska vísu. Hún vill láta
stemma hér*á að ósi, en ekki
varpa einum og einum sandpoka
út í óstöðvandi straummagn
eyðilieggingarinnar. Hún hefir
sagt amerískum stjórnmálamönn-
um, að ef þeir á annað borð
þykist hafa heiðarlega stefnu-
skrá, verði þeir fyrst og fremst
að vinna bug á hinni sáru fá-
tækt þar i landi og allri þeirri ó-
hollustu, er siglir í kjölfar henn-
ar. Og stjórnmálamennirnir
hafa óttast þessa einörðu konu,
af því að hún hefir aldrei óttast
þá. Þeir hafa ekki þorað annað
en láta undan kröfum hennar, og
þannig hafa fengist lagaheimildir
fyrir barnagörðum, leikvöllum
og ótal mörgum þjóðfélagslegum
umbótum. Dæmi eru til þess,
að hún hafi kallað áhrifamikla
þingmenn á sinn fund og skip-
að þeim að greiða fyrir því, að
mikilsverð frumvörp yrðu taf-
arlaust afgreidd sem lög — og
þingmennirnir hafa gert það,
sem ihún sagði þeim.
Að sjálfsögðu hefir þessi ame-
riski kvenskörungur ekki farið
varhluta af hatri og fyrirlitningu
samborgara sinna, einkum
þeirra, sem sjálfir hafa þóttsí
vera að starfa að mannúðarmál-
um. Slíkt fólk þolir sjaldan, að
aðrir fái tækifæri til þess að láta
gott af sér leiða. Það vill uin-
fram alt gefa sjálfu sér dýrðina,
svo að mikið beri á. Við þess-
háttar vanmeta-lýð hefir frú
Bowen að sjálfsögðu einatt orð-
ið að heyja dulda baráttu bak
við tjöldin.
á hverju ári siendir þessi
dæmalausa kona, sem nú stend-
ur á áttræðu, frá sér 100,000
sendibréf, þar sem hún biður
ekki um, heldur heimtar fé,
framkvæmdir og betri og mann-
úðlegri löggjöf. Litla betlistúlk-
an /er fyrir löngu orðin betli-
drötning heillar heimsálfu. Það
brennur eld'ur úr augurn henn-
ar, og hún geysist áfram eins og
unglingur, sem ekki ræður sér
fyrir svellandi fjöri. í návist
hennar man enginn, að hún sé
orðin gamalmenni. Börn henn-
ar, barnabörn og barna-barna-
börn vilja láta hana hátta
snemma á kvöldin. Þau óttast
hana öll — ein og stjórnmála-
mennirnir. En þau eru jafn-
framt hreykin af henni eins og
íbúar Chicagoborgar, sem eru
vanir að segja: — Ja. hvað ætli
verði um okkur, þegar hún frú
Bowen sezt í helgan stein.
En ‘hún mun aldrei setjast i
helgan stein.
Hún segist ekki vera nema-
áttræð og álitur, að enn sé nóg
ógert. —(Samtíðin).
Ágœt brúnkol finnast
í Botnsnámu
í Súgandafirði
Talið er, að í Botni í Súg-
andafirði haifi nýlega fundisl
brúnkl, sem séu að minsta kosti
jafngóð og hin kunnu færeysku
brúnkol, sem séu að minsta kosti
kolanámunum við Tvöroyre við
Trangisvág.
Efnagreining hefir að visu
enn ekki farið fram á þessuin
kolum, en færeyskur námuverk-
stjóri, sem vinnur i Botns-nám-
unni, hefir látið þessa skoðun i
/ljós.
Þessi nýju kol fundust i
Botnsfjalli, og er kolalagið um
60 cm. þykt og virðist ná til
Mikil bók
Og
fjretnt liötaberfe
pér munuð hafa nautn af að
gerkynnast yðar EATON
Verðskráú ánægju, sem bend-
ir til sparnaðar við heimilis-
haldið.
Hér er bók, sem snillingar í
sinni grein hafa unnið að —
allra nýjustu aðferðir I ljðs-
myndun, og listaverk í sam-
ræmi við kröfu tímans — fag-
urlitar myndir, og fullkomn-
ustu prentunaraðferðir, sem
pekkjast — alt hjálpast að
þvf, að gera verzlun fyrir til
stilli E A T O N’S Verðskrár
jafn ánægjulega og hún er
ábatavænleg.
Kynnið yður EATON Verð-
skrána og sannfærist með
eigin augum.
Verzlið gegnuin EATON’S Verðskrá
— “BÍ’ÐIN MII/IiI SPJAIjDANNA’’
■^T. EATON Cí—
EATON'S
beggja hliða. Eru.kolin fallega
svört og injög eldfim.
Botnsnáma í Súgandafirði var
starfrækt nokkuð í síðasta striði
og unnið þar nokkuð af brúnkol-
um, sem aðallega voru notuð i
Önundarfirði og Súgandafirði og
gáfust þá sæmilega, að minsta
kosti eins og góður mór.
En 1939 var stofnað hlutafé-
lagið “Brúnkoil” á ísafirði. Var
fyrst ráðgert að vinna Gilsnámu
í Bolungavík. Sú náma var
starfrækt af ísafjarðarbæ og
Hólshreppi á stríðsárunum síð-
ustu, en reksturinn gekk illa,
enda þekking manna á námu-
vinslu mjög lítil og tæki ófull-
komin. — Var hafist handa í
Botnsnámu. Náman er rétt fyr-
ir utan Botn, i hlíðinni, vestan
Súgandafjarðar. —- Létti það
mjög undir við þessar framkv.,
— að vegur til Súgandafjarðar
var lagður, en félagið lagði auk
þess veg af aðalveginum og upp
til námunnar, og er sá vegur
um 750 metra langur.
Fullkomin nýtízku tæki hafa
verið ifengin til námunnar, að
visu eru þau ekki stór eða mið-
uð við mikinn námarekstur, en
þau eru talin góð. Þá var og
ráðinn til verkstjórnar í nám-
unni færeyskur maður, sem
unnið hefir í kolanámunum við
Tvreyre. Þarna var komið upp
bráðabirgðaskýlum fyrir verka-
menn, en aðeins 3 menn hafa
unnið þarna undanfarið. Er nú
í ráði að fjölga verkamönnum
og ráða meðal annars nokkra
vana námumenn frá Færeyjum
og láta þá kenna islenzkum
verkamönnum.
— (Alþbl. 26. febr.)
DÝRT ELDHÚS
Fyrverandi höfðingi (Sha)
Uersa átti hið dýasta eldhús i
heimi. Diskar, hnífar og gafflar
voru úr skíru gulli, alsettir
demöntum; pottar og pönnur og
sópar og burstar o. fl. var jafn-
vel skreytt gulli og gimsteinum.
Allur þessi útbúnaður var met-
inn á 20 miljónir króna.
KAUPIÐ ÁVALT
LLMBCC
hjá
THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg. Man. - Phone 95 551