Lögberg


Lögberg - 23.04.1942, Qupperneq 1

Lögberg - 23.04.1942, Qupperneq 1
55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL. 1942 NÚMER 17 Þióðeinir iffin í Canad a krefst iákvæðs svars við atkvæðagr eiðsluna á máni ídaginn FRETTIR Á laugardaginn var iheimsóttu amerískar orustuflugvélar í fyrsta skiftið í núverandi stríði, höfuöborg Japana, Tokyo, og sendu Japönum ineð því nokkr- ar sprengj'ukveðjur; ihve miklum skemdum árás þessi olli, er enn eigi vitað, þó talið sé víst, að þær hafi orðið allverulegar. • Forsætisráðherrann í Ástralíu. John Curtin, hefir opinberlega tilkynt, að ástralski tundurspill- irinn Vampire, hafi verið sprengdur til agna í Bengalflóa i árás af hálfu Japana. Svo að segja í sömu andránni, söktu Ameríkumenn japönsku beiti- skipi skamt undan eynni Cebu. • Frá Rússlandi hefir fátt eitt borist af markverðum tíðindum þessa siðustu daga; snarpar or- ustur hafa þó verið háðar í grend við Leningrad, og eins á miðvígstöðvunum í námunda við Smolensk, án þess að til raun- verulegra úrslita halfi komið, þó Rússum hafi vegnað nokkru bet- ur en Þjóðverjum; en nú er staðhæft, að hersveitir Rússa hafi á ýinsum stöðum víglínunn- ar, unnið sigra mikla yfir Finn- um. • í Libyu má segja, að all hjakki í sama farinu, þó líklegt ]>yki, að innan skamms dragi þar til stórvægilegra vígaferlia, sakir batnandi veðurfars og umferð- ar; siðasta hálfan mánuð hefir verið svo inikið sandrok í eyði- inörkum Libyu, að lítt kleift hefir reynst að komast um; þó hefir nokkuð verið um loftárás- ir á_stöðvum þessum af hálfu beggja hernaðaraðilja. • (Frá Vígstöðvunum í Burma, hafa iliðsveitir sameinuðu þjóð- anna enn verið knúðar til þess að hörfa undan innrásarfylking- um Japana, er svo að segja dag- iega hafa fengið aukinn liðsstyrk að heiman, og eins frá Singapore og Austur Indlandseyjum; er það einkum loftfloti Japana, sem á svæðuin þessum hefir yfirhönd- ina fram að þessu. • Brezkir árásarflokkar gerðu á þriðjudaginn tveggja stunda snarpa atrennu að ýmsum míkil- vægum varnarlínum í hluta hins óhernumda Frakklands, og gerðu þar margvislegan usla; kom heimsókn þessi innbyggjum mjög á óvart, og varð þessvegna lítið um viðnám; sá hluti Frakklands, er Laval nú ræður yfir, nýtur ekki frelsis nema þá að nafni tiil, þvi Þjóðverjar ráða þar öllu, að því er varnir áhrærir. • Ekki batnaði í búi á Frakk- landi þegar Laval kom til sög- unnar á ný; hafði valdataka hans í för með sér rán og grip- deildir, auk þess sem gerðar voru tilraunir til þess að sprengjá upp járnbrautarlestir, er fluttu þýzka herinenn frá einum stað til ann- urs; var ein slik lest sprengd i loft upp, og fórst þar margl manna. Þýzk hernaðarvöld hafa látið taka af lífi 80 manns á Frakklandi þessa síðustu daga, er sakaðir voru um, að hafa ver- ið valdir að æsingum gegn Hitler og öðrum foringjum Nazista. • Sir Stafford Cripps tjáist enn eigi úrkula vonar um það, að takast megi að koma Indlands- málunum í viðunanlegt horf. Hlýtur hetðursvtðurkenningu Séra Vnldimar J. Eylands, R.I). Á glæsilegri árslokahátíð United Coliege, sem fram fór í St. Stephens-Broadway kirkjunni á fimtudagskveldið þann 16. þessa mánaðar, var séra Valdi- inar J. Eylands, prestur Fyrsta túterska safnaðar, sæmdur Bacihelor of Divinity gráðu l'yrir ihina gagnmerku og fræðimann- legu bók ,sina. “Lutherans in Canada,” er Lögberg fyrir nokkru vék að; er séra Valdimar manna maklegastur þeirrar sæmdar, er honum með þessu hefir fallið i skaut; hann er maður djúpvitur og vandvirkur með ágætum; víst má telja, að þess verði eigi langt að bíða unz séra Valdimar hljóti doktorsgráðuna í guðfræði. Kennimönnum bannað málfrelsi í þeim löndum, þar sem Hitler- isminn hefir náð sér niðri, hefir mannfrelsið verið kistulagt; bik- ar ihinnar ægilegustu áþjánar hefir þar þegar verið yfirfyltur; það er ekki einasta að öllu fé- inæti hafi verið ruplað og rænt, og mergurinn soginn úr fólki, heldur er og svo um hnúta bú- ið, að málfrelsinu hafa verið stungin svefnþorn; frá Noregi hafa þær ömurlegu fregnir ný- lega borist, að norskir biskupar hafi verið syiftir málfrelsi, og mörgum þeirra varpað í þræla- kvíar; svipaðri meðferð hafa einnig margir norskir prestar sætt, er flytja vildu í kirkjum sínum fagnaðarerindi kristninn- ar; það er á orði haft, hve þessir norsku kennikenn sé viljasterkir, og staðráðnir í því, að láta frem- ur lífið, en kyssa á vönd þeirra tortímingarafla, sem nú leika lausum hala í Noregi. Stórfengleg fjárveiting Sambandsstjórn hefir nýlega lagt fyrir þing frumvarp til laga. er fer fram á $80,000,000 fjár- veitingu í því augnamiði, að gera hermönnum kleift, er komn- ir eru til baka úr herþjónustu, eða koma síðar, að hefja land- búskap. Frumvarpi þessu hefir verið vísað til 2. umræðu; er stjórninni kappsmál, að fá það alfgreitt áður en núverandi þingi slítur. FISKAR BREYTA LIT Það er alkunna, að suinir fisk- ar breyta um lit eftir umhverfi sínu, og munu margir hafa veitt þessu athygli, Ameríslcur fiski- Ifræðingur, próf. F. B. Summer hefir gert tilraun í þessa átt með því að setja fiska í vatn undir litað gler, og eftir skamman tíma höfðu þeir öðlast sama lit og glerið, sem var grænt. Greiðið jákvætt atkvæði-— Canadafólk má ekki láta það bregðaát að neyta atkvæðis síns og greiða það játandi I>etta ávarp er samið af nefnd þeirri. er gengst fyrir þvi að játandi ntkvæði sé greitt í Manitobn; formaður nefndnr- innar er Sidncy E. Smith forseti Manitba háskólans. 1. STRÍÐ ÞESSA LANDS: Canadamenn eru að berjast fyrir lífi sínu og tilveru þjóðar sinnar. Hvar sem hermenn, sjóliðsmenn og flugmenn eru að berjast fyrir frelsi, eru þeir í stríði fyrir hönd Canada. Þetta er stríð frjálsra manna og Canadamenn verða að leggja fram alt, sem í þeirra valdi stendur. Greiðið jákvætt atkvæði 2. STRÍÐ VESTUR-CANADA: Vestur-Canada er hið síðasta mikla vesturland og Hitler hugsar sér að ná yfiráðum yfir því. Frum- byggjar þess eru enskir og frakkneskir, en við þá hafa bæzt innflytjendur frá öðrum þjóðum. Vér höfum leitað frelsis og fundið það hér. Vér ætlum oss ekki að þola sömu örlög og Danir, Hollendingar, Norðmenn, Belgíumenn, Frakkar, Grikkir, Pólverjar, Júgóslavíumenn eða Czecho-Slóvakar. Vér ætlum oss að kynda frelsiseldana í landi voru: Greiðið jákvætt atkvæði 3. ÞETTA ER STRÍÐ ALÞÝÐUNNAR: Alþýðan á Bretlandi hefir gert þetta stríð að sínu eigin stríði. Brezkir menn og konur hafa heldur viljað láta lífið en lifa sem Hitlers þrælar. Er ekki álþýðan í Canada eins hugrökk og tápmikil eins og alþýðan á Bretfandi? Greiðið jákvælt atkvæði 4. VEITIÐ STJÓRNINNI FULLKOMIÐ VALD: Þess er óskað að þér leysið stjórnina og þingið frá öllum hindrandi loforðum. Það að greiða JÁTANDI ATKVÆÐI þýðir ekkert annað en að leyfa stjórninni að reka stríðsmálin af fullum krafti og nota bæði mannafla og auðæfi á þann hátt, sem mest og bezt má að liði koma. Greiðið jákvætt atkvæði 5. ÞETTA ER FRELSISSTRÍÐ: I þúsund ár hafa forfeður vorir bæði hér í landi og annarsstaðar unnið, barist og strítt fyrir því frelsi, sem þeim var meira virði en lífið sjálft: málfrelsi, trúfrelsi, samkvæmisfrelsi, og um fram alt frelsi til* þess að lifa samkvæmt þeim lögum og reglum, er þeim fundust sér hagkvæmust, sem frjálsum mönnum. Eigum vér að vinna, stríða og berjast fyrir þessu frelsi? Greiðið jákvætt atkvæði 6. EF?: Ef vér bíðum ósigur, er úti um alt frelsi vort. Það væri illa farið vegna sjálfra vor. En hvað getum vér sagt um börn vor og barnabörn í því sambandi? Börn vor eiga heimting á því að vaxa upp við frelsi eins og vér sjálf höfum gert. Getum vér látið það koma fyrir að vér bregðumst þeim? Greiðið jákvæit atkvæði 8. HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ GREIÐ JÁKVÆTT ATKVÆÐI: (a) Fyrir Bandamenn þýðir það, að vér stöndum í fylkingunni með þeim á móti sameiginlegum óvini vorum. AÐ GREIÐA JÁKVÆTT ATKVÆÐI þýðir að lönd þeirra verði frelsuð; að land vort haldi áfram að verða frjálst. Greiðið jákvætt atkvæði (b) Fyrir hermenn vora þýðir það að vér ætlum oss að styrkja þá af alefli. Greiðið jákvætt atkvæði 9. HVAÐ NEIKVÆTT ATKVÆÐI ÞÝÐIR: (a) Fyrir Bandamenn vora þýðir NEIKVÆTT AT- KVÆÐI það, að Canada taki vetlingatökum á stríðs- málunum á sama tíma sem Bandamenn vorir berjast af alefli. Greiðið jákvætt atkvæði (b) Fyrir hermenn vor þýðir það svik. Greiðið jákvætt atkvæði 10. JÖFN FÓRNFÆRSLA, EINING, SIGUR: Að greiða jákvætt atkvæði þýðir það að byrði stríðs- ins fellur jafnara á allra herðar. Það er lýðræðisleg- asta aðferðin til þess að heyja fullkomið stríð. Það er sigurvænlegasta leiðin til þess að yfirvinna óvini vora. Greiðið jákvætt atkvæði 11. Neikvætt atkvæði þýðir þjóðarsundrung. Greiðið jákvætt atkvæði Jákvætt atkvæði þýðir þjóðareining. Greiðið jákvætt atkvæði Neikvætt atkvæði leiðir til ósigurs. Greiðið jákvætt atkvæði til sigurs og þjóðheilla. Greiðið jákvætt atkvæði! YFIRLÝSING "Með hliðsjón af því hve nú horfir alvarlega við á vett- vangi stríðssóknarinnar, og hve mikilvægt það er að canadiska stjórnin hafi óbundnar hendur, leyfir stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi sér að mæla með því við íslenzka kjósendur í þessu landi, t að þeir leysi með jákvæðu atkvæði sínu stjórnina undan J gefnum skuldbindingum frá 1940, er að einhverju leyii | kunna að standa í vegi fyrir sigursælli sókn stríðs- ' málanna." —STJÓRNARNEFNDIN. Norsk-amerískur fyrirlesari á ferðalagi Dr. Frank Nelson, norsk-ame- rískur fyrirlesari, sem var á leið til ýmissa staða í Saskatchewan, leit inn á skrifstofu Lögbergs á laugardaginn. Maður þessi, sem nú er stöðugt á fyrirlestraferð- um um Bandarikin og Canada i þjónustu norsku sendiherraskril- stofunnar í Washington, kann frá mörgu að segja. Hann var sendikennari í ensku við háskólann í Osló og varð starfsmaður við amerísku sendi- herrasveitina þar, er Þjóðverjar réðust inn á Noreg. Vörpuðu þeir honum i fangelsi og sai hann þar mánuðum saman þang- áð til hann komst burt úr landi þar í júlí í fyrra. Hann kvað fréttir þær, sem norsku stjórninni í London bqpr- ust með ýmsum hætti úr Noregi, ábyggilegar. Sýna þær, að frels- isandi Norðmanna lætur eigi hugast. Dr. Nelson kvað sér það mikið ánægjuefni, ef hann ætti ein- hverntíma kost á því að láta fs- lendinga til sín heyra. FYRIRBRIGÐI Nýlega hafa verið gerðar ná- kvæmar mælingar á Eiffelturn- inum í París. Þær leiða það i ljós, að sólskinið ihefir meiri á- hrif á turninn en stormur. Þeim piegin, sem sólin skín á turn- inn, hitnar málmurinn og þenst út. Þetta verður því til þess aö turninn svignar frá sól. Morgun- sólin er lang-öfilugusit, enda flyt- ur hún turntoppinn um 15 cm. til vesturs. Um hádegið færist hann 10 cm. til norðurs og á kvöldin um 7% cm. til austurs. KREFST JÁKVÆÐS SVARS Allir helztu leiðtogar stjórn- málaflokkanna í Quebec hafa krafist þess, að kjósendur þess fylkis greiði jákvætt svar við atkvæðagreiðsluna á mánudag- inn. REYNDU jafnan, er þú átt við örðugl við- fangsefni, að deila því niður í smærri viðfangsefni. Glímdu svo við hvert þeirra út af fyrir sig og hugsaðu ekki um nema það, sem þú ert að fást við í þann og þann svipinn. Slikt er eitt af meginatriðum í þeirri tegunil vísinda, sem nefna mætti: List- ina að lifa. ♦ GRÆNN LITUR er talinn óhollur augunum. Ef menn horfa lengi á grænan lit, er talið, að þeir “sjái grænt” all- löngu eftir að þeir höfðu græna Jítinn fyrir framan sig. Ame- ríkumenn hafa því sumsstaðar tekið græna áklæðið af billiard- borðunum og sett öðru vísi litt áklæði í staðinn. Sigrar í samkepni Birgir Halldórsson Þessi ungi og raddfágaði tenórsöngvari, Birgir Halldórs- son, ihlaut á mánudagskvöldið var, hæztu einkunn í hljómlist- arsamkepni Manitobafylkis, þeirra, er í óperusöngvara flokkn- um keptu; hlutverk hans var E Luvevan le Stelle i óperu Puc- cini’s La Tosca. Það er ekki ein- asta, að Birgir hafi óvenju tæra tenórrödd, heldur býr hann jafn- framt yfir undurnæmum tjáning- arhæfileikum; og þegar þetta tvent fer saman, má góðs árang- urs vænta. Glæður Eftir Jörgen frá Húsum. Sat við eldinn, fleytti flotið, föl á svip, en gullna hárið hrundi um hvarma hæruskotið hjartað mæddi tregasárið. Augun, sem að eitt sinn skýldu æskugleði, fjöri og þori, á, eldsins föla fölskva hvíldu. Fagra mundi’ hún drauma á vori. Mundi sveit í sumarklæðum, sveipta vorsins bláu móðu. Blóðið svall í ungum æðum. úti tvö þau fangin stóðu. Sveinninn ungi, guminn glæsti, gengið hafði mentaveginn, vinnukonu-hugans hæsti, hennar sálar drauma-megin. Léttur á fæti, ljúfur í svörum. Ljóma varp af glæstum hvarmi. Blíðmál hans sem blær á vöruin bættu trega, eyddu harmi. Þráði hann yfir hafið halda, hljóta frægð og vizku snjalla, aftur leita landsins kalda, ljá henni sína blíðu alla. Enn hún situr, sér í elda: Sveinninn hennar kemur bráðuin með trygðahringa handa báðum. í huganum mun ei framar kvelda. Feigðar sýn i fölskvans glóðum. —'Flotið sýður niður í eldinn.— Það hentar ei hjá öskuhlóðum ástardrauma að rekja á kveldin. —(Samtiðin).

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.