Lögberg - 23.04.1942, Síða 2
2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1942
Asgrímur
Jónsson
liálmálari
Þann' 4. marz árið 1876 fædd-
ist austur í FJóa einn af beztu
listamönnum þessa lands, en það
er Ásgrímur Jónsson listmálari.
Hann er fæddur i Rútsstaðahjá-
leigu í Gaulverjabæjarhrepp',
sonur hjónanna Jóns Guðnason-
ar og Guðlaugar Gísladóttur. Er
Jón ættaður norðan úr Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum en Guð-
laug úr Árnessýslu, og var hún
allmikið skyld Einari Jónssyni
myndhöggvara. Kemur list-
hneigðin því greinilega fram í
ættinni.
Að því er Ásgrimur listmálari
hefir sjálfur sagt, segist hann
tkki muna eftir neinu, er hafði
dýpri og varanlegri áhrif á lisl-
hneigð hans, en náttúrunni
sjálfri. Litir hennar og litbrigði,
blámi fjarlægra fjalla, hvitir og
hvelfdir jökulhjálmar, brim í
haustrokum, skepnur á beit í
víðáttumiklum gróðurlendum
Suðurlandsundirlendisins og ó-
teljandi margt annað, hafði þau
áhrif á litla drenghnokkann með
dökku, ska»ru, dreymandi aug-
un, að hann ákvað að líkja eftir
henni á pappírnum með tau-
blákku og krit og rauðum og hlá-
um blýanti.
Þá var Ásgrimur enn barn að
Idri, og þegar hann var fimin
ára, eignaðist hann bibliusögur
með myndum og tók þegar að
teikna eftir þeim.
Fullorðna fólkið á bæjunum
hældi myndunum, þótti þær vel
gerðar, en Ásgrimur lét ekki
lokkast af hólinu. Hann fann
sjálfur að unt var að gera betur,
og hann var óánægður á meðan
hann fann nokkurn ágalla á
verki sínu.
Þeir, sem kunnugir eru Ás-
grími persónulega, vita að þessi
vandvirkni og þessi gagnrýni á
eigin störf hafa einkent alt lií
Ásgríms og öll hans störf frá
því fyrsta til þessa dags. Hin
glögga sjón hans á því sein er
gott og ekki gott, á því sem er
list og ekki íist, hefir valdið því,
að Ásgrímur lætur aldrei frá sér
fara mynd, sem ekki er lista-
verk. Hann er það vandur að
sjálfsvirðingu, að hann vill ekki
láta annað lifa eftir sig en það,
sem er gott. Stundum villir ást
á verkefninu listamönnum sýn,
þannig að þeir greina ekki sund-
ur ilt frá góðu og ekki list frá
því sem ekki er list. Þótt Ás-
grímur beri djúpa ást í brjósti
til verkefna sinna, verður hún
aldrei á kostnað vandvirkni né
gagörýni á getu hans né starfi.
En það var óteljandi margt
annað, sem dró athygli Ásgrims
að sér, en myrtdir í biblíusögum
og blánandi fjöll á bak við iðja-
græn graslendi. Með gjörhugulu
auga og listrænni eðlisskynjan,
veitti Ásgrímur litli iniklu fleira
athygli, en flestir aðrir menn.
Hann skygndist inn í sál hlut-
anna, skoðaði þá í Ijósi morgun-
sólar, hádegissólar og i bjarma
hnígandi kvöldsólar. Ásgrímur
veitti því athygli að hlutirnir
breyttust eftir þvi hvernig ljósið
féll á þá. Það er á sama hátt
og inennirnir taka stakkaskift-
um og breyta um svip og skap-
lyndi eftir þvi, hvernig ytri að-
stæðurnar skifta um ham, sem
þeir bærast daglega í.
Hlutimir eru í einu orði sagt,
miklu fallegri eitt skiftið en
annað, og þessu veitir listamað-
urinn athygli. Hann finnur að
hiutirnir hafa sál, og það er
þessi sál hlutanna, sem hann
langar til að draga fram. Þegar
í æsku gerði Ásgrímur eftir-
myndir af öllu því, sem honuni
fanst athyglisvert, ýmist i leir
eða hann málaði það með hinum
frumstæðu litarefnum sínum,
taublákku eða litblýöntum á
pappír.
En það var margt fleira. sem
bar á góma þessi árin, og Ás-
grímur vár alls ekki við eina
Ijölina feldur. Hann gaf út blað
—skrifaði blað i félagi með öðr-
um jafnöldrum sínum í nágrenn-
inu. Sennilega ier þetta blað glat-
að og sennilega hafa ekki nein
verðmæti farið þar forgörðum
En viðleitnin ein bendir til þess,
að hinir ungu drengir hafi verið
fullir af þrá til að tjá sig, skoð
anir sínar og viðhorf, að þeir
hafi haft eitthvað það í sér, sem
allur þorrinn hafði ekki.
Ásgrímur hefir sjálfur sagt
svo frá, að á þessum árum hafi
sér ekki fundist aðrir inenn vera
auðugri, en menn, siem áttu
bækur. Það voru einu verðmæt-
in, einu sönnu auðæfin í aug-
um Ásgríms. Og það var helcfur
tkki nein furða, því einmitt
þessi árin lifði hið unga lista-
mannsefni í æfintýrabeimi þús-
und og einnar nætur, í stórbrot-
leik íslendingasagnanna og
sveitarómantík Björnsons. Þessi
heimur var voldugri og örlaga-
þrungnari fyrir hina verðandi
sál, en hann hefði flestum öðr-
um orðið á þeim aldri.
i barnaskólanum varð Ásgrím-
ur ergilegur yfir því að teikning
skyldi ekki vera kend í skólan-
um, því að í vitnisburðarbókinni
var hún skráð sem eitt fagið.
Og einmitt það fagið, sem Ás-
grím langaði mest af öllu til að
læra. En þorsti hans í þessa
dýrðlegu námsgrein fór einmitt
vaxandi fyrir það, að honum
varð ekki svalað. Þrá hans mátti
líkja við sterkan straum i jökul-
hlaupi. Straumurinn gat stíllast
— en ekki nema um stundar-
sakir. Hann hlaut að fá fram-
rás, og þá voldugri en áður. Hann
sótti í sig orku við hverja nýja
raun. Þannig var listhneigð Ás-
grims varið. Hún gat iekki anu-
að en sótt fram, og af þeim mun
meiri orku sem þröskuldarnir
urðu fleiri, isem lögðust í veg
lýrir hana.
Á barnsárum sínum vann Ás-
grímur að ölium venjulegum
sveitastörfum, störfum, sem
drengir á hans reki sinna æfin-
lega. Hann sótti hesta og kýr,
fór sendiferðir og rak yíirleitt
öll þau erindi sem honum var
sagt, og hann gat af hendi leyst.
Frá foreldrum sínum fékk hann
ekki aðra örvun en þá, að faðir
hans sagði einhverju sinni: “Þú
ættir að verða málari, strákur!”
Þegar faðir Ásgrims mælti
þessum orðum til sonar síns,
fanst syninum ekkert athyglis-
vert við þau, enda þótt honum
finnist það nú, þegar hann minn-
ist þessara spámannlégu orða
föðursins. En þá, þegar orðin
voru töluð, skildi Ásgrímur ekki
mikilleik þeirra, hann vissi
naumast hvað það var, að vera
listmálari, og á þeim aldri hafði
hann ekki löngun til neins sér-
staks. Tilfinningin yfir því að
vera til var honum nóg. Honum
fanst gaman að leika sér, og ó-
neitanlega var það alveg sérsták-
lega skemtilegur leikur að mála.
Hvernig sem á því mun hafa
staðið, veitti séra Jón Stein-
grímisson, er þá var prestur í
Gaulverjabæ, Ásgrími alveg sér-
staka athygli, tók hann raun-
verulega undir verndarvæng sinn
og var honum vinveittari en öðr-
um drengjum á Ásgríms reki
Síra Jón var óvenju mikilhæfur
og gáfaður maður, og mjög
sennilegt að hann hafi fundið
hjá Ásgrími eitthvað það, sem
benti til glæsilegra hæfileika.
Fimtán ára að aldri hvarf
Ásgrímur að heiman. Dvaldi
hann þá um þriggja ára skeið á
Eyrarbakka við allskonar snún-
inga, svo sem hestavörslu og
margt fleira. Þótt þessi breyt-
ing ylli iekki neinum straum-
hvörfum hið ytra í lífi piltsins,
því störfin voru að miklu leyti
hin sömu og áður, þá kyntist
hann þessi árin ýmsu því, sem
hann hafði ekki áður haft mögu-
leika á að kynnast. Þá sá hann
t. d. í fyrsta sinn myndir af
góðum Jistaverkum og með því
opnaðist honum nýr heimur,
fullur af töfrum og dásemdum.
Það má í raun og veru segja,
að þetta hafi verið lykillinn að
þeim huliðsheim, sem hugur Ás-
gríms hafði frá öndverðu beinst
að, þó honum hafi ekkí verið
það ljóst fyr en nú.
Því má heldur ekki gleyma,
að þarna á Eyrarbakka kyntist
Ásgrímur í fyrsta sinn hafinu.
Og þó hann hafi fyrst og fremst
verið inálari fjallanna, hinna
miklu, voldugu drottna íslenzks
lands, hafði særinn sín áhrif á
listamannsefnið. Þar kyntist það
hamfara og óstjórnlega ægimögn-
uðu náttúruafli, blindri orku,
sem var hvorttveggja í senn tígu-
leg og hrajðileg, og fegurst þegar
hamfarirrtar voru viltastar og
æðisgiengnastar. Þessu kyntisl
Ásgrimur þó enn betur þégar
hann fór frá Eyrarbakka, því þá
gerðist hann sjómaður og stund-
aði þá sjómensku frá Reykja-
vík.
Sjómaður var Ásgrimur ekki
nema eitt ár. Þá fluttist hann
til Bíldudals í Arnarfirði, og þar
dvaldi hann á þriðja ár. Arnar-
fjörður er falliegur og breiður,
fjöllum girtur fjörður norðan-
vert við Breiðafjörð. Þar hefir
gömul þjóðtrú, fornir hættir og
gamlar sagnir lifað lengur með
fólkinu en viðast hvar annars-
staðar hér á Iandi. Það er ékki
ósennilegt, að einmitt þarna hafi
Ásgrimur orðið fyrir varanleg-
um áhrifum af þjóðlegri menn-
ingu og þangað eigi ást hans til
þjóðsagna og þjóðlegra fræða að
einhverju leyti rót sína að rekja.
Á Bildudal stundaði Ásgrím-
ur í fyrstu lein eða önnur almenn
störf, án þess að leggja nokkuð
sérstakt fyrir sig. Þó komusl
húsbændur hans von bráðar að
því, að honum lét betur að mála,
en önnur störf, og upp frá því
fékkst hann nær eingöngu við
húsamálningu, unz hann tók þá
veigamiklu ákvörðun að sigla til
myndllistarnáms.
Það þarf naumaist að taka
það fram, að Ásgrimur var blá-
fátækur og vann baki brotnu fyr-
ir litlu kaupi, sem hann reyndi
ár frá ári að draga saman í ofur-
litla fjárhæð, er hann gæti not-
fært sér til að framkvæma hina
einu mikilvægu lífshugsjón sína,
þá að læra að mála. Að henni
hafði hann stefnt frá þvi hann
komst nokkuð á legg, og í hverri
einustu frístund sinni tók hann
til að mála og teikna eftir því
sem hann bezt kunni.
Hafi Ásgrímur verið fátækur
áður en hann sigldi, þá varð
hann það fyrst fyrir alvöru er
hann kom til Kaupmannahafnar.
Til þess að geta lifað, varð hann
að vinna fyrir sér á málningar-
vinnustofu, en kvöldin notaði
Ásgrímur til að læra. F’yrst lærði
hann í teikniskóla, en seinna á
Akademíinu.
Hafnarár Ásgríms er saga fá-
tæktarbasls og erfiðleika. Lista-
maðurinn ungi átti ekkert til að
lifa af, en hann átti volduga
hugsjón til að lifa fyrir. Það.
var þessi hugsjón, sem hélt hon-
um uppi þegar fátæktin var allra
átakanlegust og hugurinn reik-
aði heim, þar sem hann hefði þó
getað setið í upphitaðri stofu að
afloknu dagsverki, og þar hefði
hann líka getað borðað sig mett-
an af sæmilega góðum mat. En
öllum þvílíkum hvarflandi hugs-
unum vísaði Ásgrímur á bug,
hann hafði sett sér ákveðið mark
og stefndi að því með óbifandi
viljafestu, sama hversu mikla
erfiðleika það kostaði.
Þrátt fyrir fátæktina og margs-
konar erfiðleika, sem steðjuðu
að hinum unga listamanni er
hann kom til Kaupmannahafnar,
var þó hinsvegar hamingju-
draumur hanis rættur, að því
leyti, að héðan af varð ekki aftur
snúið. Hin erfiða listamanns-
braut var þar með mörkuð, og
hálfnað er verk þá hafið er.
Þarna úti sá Ásgrímur í fyrsta
sinn listaverk erlendra meistara,
og það þarf ekki að lýsa þvi, hve
mjög þau höfðu áhrif á hina
opnu og hrifnæmu listamanns-
sál. i fyrstunni voru það hol-
lenzku málararnir klassisku, sem
drógu að isér athygli Ásgríms og
heilluðu hann, en seinna voru
það þó frönsku málararnir, sein
varanlegust áhrif höfðu á Ás-
grím og unnu æ meir hug og
hjarta hans.
í fimm ár samfleytt dvaldi
Ásgrímur í Höfn, og síðan alla
vetur til 1908, en á sumrin
dvaldi hann hér hieima og mál-
aði. Árið 1903 fór Ásgrimur i
kynningarferð víða um Þýzka-
land og skoðaði söfn í öllum
helztu listaborgum Þýzkalands.
Árið eftir fór hann aftur ti!
Þýzkalands i samskonar erind-
um.
Þessi ferðalög höfðu mikil og
varanleg áhrif á Ásgrím, lista-
feril hans og stefnu. Þetta var
leinskonar vakning eftir langa
kyrstöðu, því þarna opnuðust
honura ný viðhorf bæði í málara-
list samtiðar og fortíðar.
Þó hafði ferð, sem hann fór
til ítalíu árið 1908 enn djúp-
tækari áhrif á Ásgrím, listþróun
hans og listaferil.
Svo var mál með vexti, að
konungsárið 1907, hlaut Ásgrím-
ur ríflegan fjárstyrk. Fór orð-
stír hans þá vaxandi með hverju
ári sem leið.
Var Ásgrími vieittur 3000
króna fararstyrkur suður til
ítaliu. Fór hann víða um land-
ið, dvaldi þó mest í Flórenz, Fen-
eyjum og Róm, ji^r sem úrval
af myndum kiassisku meistar-
anna frá endurvakningartíma-
bilinu eru geymd. Vetursetu
hafði Ásgrímur í Róm, en vorið
eftir hélt hann norður um aftur
og alla leið til fslands.
Hér hefir hann átt heima síð-
an, og dvalið hér i Reykjavík.
Síðastliðin tíu ár hefir hann haft
Skrifstofa aðal atkvœðagreiðslu yfirmannsins
TILKYNNIR ALMENNINEI
SÉRHVERJUM CA.NADISKUM BORGARA GEFST HÉR MEÐ TIL
VTTUNDAR:
(1) AÐ tilskipun ríkisstjórans á ráðherrafundi, dagsett 9. marz 1942,
lagði fyrir að þjóðaratkvæði færi fram í hverju kjörhéraði í
Canada um spurningu, sem í eftirgreindu formi stendur á kjör-
seðlinum:
Greiðið atkvæði með krossi, þannig
eftir orðið 'No'.
eftir orðið 'Yes' eða
Are you in favour
of releasing the gov-
ernment from any
obligation arising
out of any past com-
mitments restrict-
ing the methods of
raising men for mili-
tary service?
YES
NO
(2) AÐ atkvæðadagurinn fyrir áminsta atkvæðagreiðslu hefir verið
ákveðinn mánudaginn 27. apríl, 1942.
(3) AÐ kjörstaðir í hverri kjördeild opnast kl. 8 f. h. og eru opnir til
klukkan 8 e. h. (Dagsbirtu sparnaðartími).
(4) AÐ nýir kjörlistar hafa verið útbúnir sérstaklega fyrir áminsta
atkvæðagreiðslu.
(5) AÐ listar þessir mega teljast opnir, að því leyti sem að kosninga-
bær þegn í bæjum og sveitum, sem ekki hefir komið nafni sínu á
lista í hlutaðeigandi kjördeild, getur greitt atkvæði með því að
fullnægja þar að lútandi eiðstaf, og með eiði kjósanda í þeirri
kjördeild, sem skrásettur er á listanum.
(6) AÐ skrásetningarspjalds verður krafist af þeim kjörgengum kjós-
endum, er eigi hafa komið nafni sínu á kjörskrá, áður en þeir
fá að greiða atkvæði.
(7) AÐ atkvæðagreiðsla á kjörstöðum, sem valdir eru til atkvæðis fyrir
hinn tiltekna atkvæðagreiðsludag, verða með s^ma hætti og á
sömu stöðum, og viðgekst í síðustu, sambandskosningum.
(8) AÐ meginreglan er sú, að sérhver manneskja, sem átt hefir búsetu
í Canada síðustu tólf mánuðina, er tuttugu og eins árs, og nýtur
brezkra þegnréttinda, hefir rétt til atkvæðis.
# /
(9) AÐ kjósendur eiga atkvæðisrétt í þeirri kjördeild, þar sem þeir
áttu almenna búsetu þann 30. marz síðastliðinn. *
(10) AÐ kjósendur í bæjum hafa fengið tilkynningu um það, hvar þeir
skuli greiða atkvæði frá opinberum skrásetjurum.
(11) AÐ kjósendum til sveita hefir verið tilkynt með auglýsingnm í
pósthúsum, og með munnlegu samtali milli skrásetjara og kjósenda,
hvar þeir greiði atkvæði.
(12) AÐ kjörstaðir fyrir áminsta atkvæðagreiðslu verða á sama stað, eða
næst þeim stað, sem notaður var í síðustu sambandskosningum.
(13) AÐ ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að safna úrslitum at-
kvæðagreiðslunnar sama kvöldið, eins og viðgengst í Sambands-
kosningum.
(14) AÐ Sérhver Canadaþegn, í herþjónustu eða við heræfingar í þjón-
ustu Hans Hátignar í Canada, eða utan, á fullan rétt til þess að
greiða atkvæði á kjörstað, sem opnaður verður fyrir hinn tiltekna
kjördag, samkvæmt þar að lútandi ákvæðum.
Dagsett í Ottawa þann 20. apríl, 1942.
JULES CASTONGUAY,
Yfir-atkvæðagreiÖslu kjörstjóri.