Lögberg - 30.04.1942, Qupperneq 4
*
t
l
LÖGBERG, FIMTUDAGJNN 30. APRÍL, 1942
------------HösötrS------------------------
GefiB út hvern fimtudag af
TH-E COJLiUMBIA PltESS, IdMITEK
6Wö Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ricstjírans:
EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÖNSSON
VerC $3.00 um árið — Itorgist fyrirfrana
The ‘'Dögberg'’ ís printea -nd pub.ished by
The Columbla Press, Uimited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Svar þjóðarinnar
Kjósendur þessa lands, leystu sambands-
stjórn við atkvæðagreiðsluna á mánudaginn
frá öllum fyrri skuldbindingumí er að því lutu,
að beita eigi herskyldu utan canadiskrar land-
helgi; hið jákvæða svar, að undanteknu
Quebecfylkinu einu, var það skýlaust, að um
vilja kjósenda verður eigi vilst; þeim var það
ljóst, að stjórnin, með hliðsjón af breyttu við-
horfi á sviði stríðssóknarinnar, yrði að hafa
frjálsar og óbundnar hendur, til þess að geta
komið fullu bolmagni við; þeim var það ljóst,
hvern skilning einvaldsherrarnir í Norður-
álfunni og Japan hefði í það lagt, ef svo illa
hefði tekist til, að neikvæða hliðin hefði gengið
sigrandi af hólmi; þetta er þeim mun auð-
særra, sem vitað er hve ant Nazistar létu sér
um það, að blekkja Quebec, að því blöð skýrðu
frá. En nú ætti þeir, þrátt fyrir útkomuna í
Quebec, að geta nokkurnveginn slysalítið, les-
ið letrið á veggnum, að því er Canada áhrærir;
þeir ætti nú að sannfærast um það, að hin
canadiska þjóð finnur hvorki til hiks eða efa;
að hún er staðráðin í því að berjast til þrautar,
og skiljast eigi fyr við mál, en bundinn hefir
verið endi á þann djöfladans, er Hitler hratt
af stokkum 1939, en ítalir seinna, og nú síðast
Japanir, gersamlega brjáluðust af; hjá því
getur ekki farið, að svar canadisku þjóðarinnar
á mánudaginn, blási stríðssókn sameinuðu þjóð-
anna byr í segl, og er það vel, því á þeim vett-
vangi er fylztu hjartastyrkingar þörf, jafnvel
þó eitthvað sé bjartara upp á síðkastið, en áður
var.
Eftir að heyrinkunnugt varð um úrslit at-
kvæðagreiðslunnar á mánudagskveldið, gaf
King forsætisráðherra út svonefnda yfirlýs-
ingu; “Að því er úrslit hafa leitt í ljós, er það
sýnt, að átta fylki af níu, hafa greitt jákvætt
svar við þeim tilmælum stjórnarinnar, er
greidd voru atkvæði um; á þessu stigi málsins,
verður ekki með fullkominni vissu sagt um
það, hver hlutföll sé á milli jákvæðra og nei-
kvæðra atkvæða, þó víst sé að jákvæða hliðin
hafi borið sigur úr býtum; en um það verður
ekki efast, að úrslitin sé næsta mikilvæg; hér
er um að ræða alþjóðaryfirlýsingu um alþjóðar-
mál, og í slíku ljósi verða úrslitin að skoðast.
1 öllum fylkjum féllu atkvæði með og móti
tilmælum stjórnarinnar; atkvæðagreiðslan fór
fram samkvæmt hinum ströngustu lýðræðis-
reglum, og hér sem fyr, eins og í þeim löndum
öðrum, er lýðræðis njóta, verður það meiri-
hlutinn, sem ræður.
Stjórnin fór fram á það við kjósendur, að
mega hafa óbundnar hendur til þess að mæta
því breytta viðhorfi, sem vegna stríðsins óhjá-
kvæmilega skapast frá degi til dags; hún hefir
eftir þetta óbundnar hendur, og þingið hefir
líka óbundnar hendur, til þess að taka sér-
hverjar þær ákvarðanir, er að beztu yfirsýn
beggja aðilja þykja líklegastar til áhrifa í
hverja'þá átt, sem ætla má, að canadisku þjóð-
inni verði fyrir beztu.
Þó að stjórninni sé það mikið ánægjuefni
hvernig atkvæðagreiðslan féll, þá vill hún
hvorki að úrslitin verði skoðuð sem trausts-
yfirlýsing á ráðuneyti það, sem um þessar
mundir fer með völd, né heldur megi skoða
þau sem sigur fyrir nokkurn stjórnmálaflokk;
fram á það var hvorki farið, að kjósendur
greiddi atkvæði með eða móti stjórninni, því
ekkert slíkt lá fyrir; atkvæðagreiðsluna ber að
skoða sem aðferð, er stjórnin, eftir nána íhug-
un valdi, til þess að grenslast eftir vilja kjós-
enda í sambandi við vissa og ákveðna spurn-
ingu, er fyrir þá yrði lögð, án tillits til flokks-
legrar afstöðu jafnt utan þings sem innan; nú
hefir þessari spurningu verið svarað á þann
hátt, að um vilja kjósenda verður eigi efast.”
Foringi C.C.F. flokksins, M. J. Coldwell, lét
birta eftirgreinda yfirlýsingu, er sýnt þótti um
úrslit atkvæðagreiðslunnar;
“Þjóðin í heild, hefir gefið þjóðþinginu á-
kveðrrár bendingar um það, að fylgja fram
stríðssókninni af öllum mætti; atkvæðagreiðsl-
an í dag styrkir samherja vora, og gefur jafn-
framt óvinum vorum það til vitundar, að cana-
diska þjóðin sé staðráðin í að berjast til sigurs
í yfirstandandi styrjöld; þetta felur í sér það,
að teknar verði þegar vandlega íhugaðar á-
kvarðanir um það, hvar og hvernig átökum
vorum verði beitt á sem allra áhrifamestan
hátt; þetta verður þingið að láta til sín taka
umsvifalaust. Og næst, með fullkominn fórn-
jöfnuð fyrir augum, ber oss að beita öllum
þeim orkulindum, sem vér eigum yfir að ráða
til fullnaðarátaka í þeim stórfenglega hrikaleik,
sem framundan bíður.
C.C.F. flokkurinn leggur fúslega fram
krafta sína til útrýmingar þeim ofbeldisöflum,
sem við er að etja, og vill vinna af öllu afli, að
stofnun skipulags, sem tryggir félagslegt' og
efnahagslegt réttlæti; af þessari ástæðu, er það
nauðsynlegt, að kveðja til þjónustu allan iðnað
og alla auðlegð þjóðarinnar; hlutverk vort,
kjörinna fulltrúa fólksins, er það, að flýta fyrir
fullnaðarsigri, og tryggja ævarandi frið.”
Eftirminnilega fögur
kveldátund
Þó lokasamkoma Laugardagsskólans í Win-
nipeg hefði mátt vera, og átt að vera betur
sótt en raun varð á, þá blandast engum þeim,
er samkomuna sótti hugur um það, hve sá
bragur, sem yfir henni hvíldi, var hátíðlegur,
og samboðinn í öllu því göfuga menningarhlut-
verki, er skólinn hefir með höndum, fram-
tíðarvernd vorrar óviðjafnanlegu tungu; virðing
fyrir skólanum fer árlega vaxandi, og sann-
gildi hans kemur jafnt og þétt skýrar í ljós;
enda stendur að honum alvörufólk, sem í eng-
um efnum á skylt við dægurflugur; að um á-
bærilegar framfarir í þekkingu hins íslenzka
máls sé að ræða hjá þeim börnum og unglingum,
er skólann sækja, verður ekki vilst, það sannaði
hinn tæri málblær barnanna, og túlkan þeirra
í framsögn, leik og söng; skemtiskráin var
auðug áð litbrigðum, hlutverk prýðilega valin,
og vel af hendi leyst; þá var og tillag þeirra
fullorðnu, er í samkomunni tóku þátt, hið
vandaðasta að efni og frágangi, og gagnmótað
hollri örfun til foreldra og barna í sambandi
við menningarlega nytsemi íslenzku kenslunn-
ar; þeir, sem að skólanum standa, verðskulda
einhuga þökk þeirra allra, er í einlægni láta
sér ant um viðhald “ástkæra ylhýra málsins,”
og einhverju raunverulegu vilja fyrir málstað
þess fórna.
Einhver óeðlilegur sljófleiki hefir grafið
um sig í sálum þeirra manna og kvenna, er
eigi telja það ómaksins vert, að hlusta á raddir
æskunnar; raddir þróunarinnar, raddir þess
ríkis, sem koma á, og það því fremur, sem
þessar raddir eiga íslenzkan hljómgrunn aö
baki; að daufheyrast við slíkum röddum, kem-
ur einhverjum óvægilega síðar í koll, því hver
sá, er glatar virðingu fyrir uppruna og and-
iegum menningarerfðum feðra sinna og mæðra,
verður veginn og léttvægur fundinn; það er
traustið á slíkum verðmætum, og lífrænni
þróun þeirra, er skapar holla og heilsteypta
menn; menn, sem vita hvað þeir vilja, og hafa
áræði til þess að halda því fram. —
“Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd,
þá ertu á framtíðarvegi.”
Alt það, sem fagurt er í eðli mannanna,
er eilífs eðlis; hitt fúnandi og feigt; fegursti
eðlisþáttur íslendinga, er íslenzk tunga, og
þessvegna hlýtur hún að eiga fyrir höndum
albjarta eilífð.
“Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að
ganga, og þegar hann eldist, mun hann eigi af
honum víkja.”
Kennið börnum yðar íslenzkuna; það verð-
ur þeim til víðtækrar blessunar, auk þess sem
þakklátsemi þeirra í yðar garð verður, þegar
fram í sækir, margfalt víðfeðmari, en ella
myndi verið hafa!
Vandamál
íslendingasögurnar eru eigi aðeins sígild-
ar perlur í vorum eigin bókmentum, heldur
og jafnframt á vettvangi heimsbókmentanna
yfir höfuð; það liggur því í augum uppi, hve
mikils það er um vert, að eigi sé hrapað að því,
að snúa þeim, eða sérstæðum köflum þeirra á
erlend tungumál; að á því sviði verði ekki alt
tekið gott og gilt, og það engu síður fyrir þá
sök, að slíkar tilraunir komi frá íslendingum
sjálfum, eða þeim, er í þann og þann svipinn
kunna að telja sér nokkurn vegsauka í því, að
vera af íslenzku bérgi brotnir. Hlutfallslega
það sama gildir um vor beztu kvæði; í nokkr-
um tilfellum hefir lánast að ganga frá þeim
þannig í erlendum búningi, að vel sé. og er
slíkt þakkarvert; en á hinn bóginn verður
því ekki neitað, að ljóð vor hafa þráfaldléga í
enskum þýðingum tapað svo sál og sérkenn-
um, að jafnvel þaulkunnugum gæti auðveldlega
hafa orðið það á, að spyrja þau að heiti.
Vér íslendingar megum ekki við því, að
bókmentir vorar sé afskræmdar í þýðingum á
erlend tungumál; það eru bókmentirnar, öllu
öðru fremur, sem gert hafa garð vorn frægan,
og við blómin í þeim garði, ber oss að leggja
alla hugsanlega rækt.
Minningar
ömmu
(Saga lesin upp á hjónadansleik,
sem konur héldu bændum sín-
um til heiðurs, í samkomuhús-
inu á Hólmavaði í Aðaldal,
veturinn 1934—35).
“Mér birtir fyrir augum, þeg-
ar eg hugsa um alla þá ágætu
karlmenn, sem eg hefi þekt um
dagana,” sagði Ásdís Arnardóttir
við sonardóttur sína, Sólveigu
Sveinsdóttur, 18 ára ungmey,
sem sat andspænis henni.
Sólveig leit hálf vandræðalega
til ömmu sinnar. Hún var rétt
búin að skýra henni frá því, að
það hefði dæmst á sig að mæla
fyrir minni karla á næsta mál-
fundi i félagi ungra kvenna, og
hún gæti ekki sagt neitt gott um
þá, sér /yndust allir karlinenn
vera eins, drembnir oflátungar.
Jú, pabbi var að vísu ágætis-
maður. en hann væri bara und-
antekning frá því almenna.
Fleira hafði hún sagt þessu líkt,
aðeins dálítið öfgakendara. —
Amma hennar hafði horft á hana
rólega, lofað henni að masa út,
en þegar hún hélt að litla stúlk-
an sin væri búin að segja alt,
sem hún vildi og þyrfti að segja,
varð henni þetta að orði, um
leið og hún lagði prjónana stilli-
Jega i kjöltu sér: “Mér birtir
fyrir augum, þegar eg hugsa um
alla þá ágætu karlmenn, sem eg
hefi kynst á lífsleiðinni.” -—
Það var því engin furða, þó Sól-
veig litla yrði hálfskömmustuleg,
þegar amma hennar tók þetta
svona alvarlega, en hún áttaði
sig fljótlega, gekk til hennar, tók
báðum höndum um hvítlokkaða,
fallega höfuðið, kysti ömmu sína
blíðlega á ennið og sagði bros-
andi: “Það er víst engin til-
viljuní elsiku amma mín, að eg
leitaði fyrst til þín með þetta
vandamál mitt, heldur mikið
fremur vegna þess, að þú hefir
æfinlega hjálpað mér, þegar mér
hefir legið mest á, síðan eg man
fyrst eftir mér. Segðu mér nú
eitthvað fallegt um karlmennina
þina, góða amma mín, eg vil svo
gjarnan vita eitthvað mikið gott
um þá. Og það sem þú segir er
æfinlega sannleikur, ekkert nema
sannleikur.”
Gamla konan brosti innilega
til sólargeislans síns, greip prjón-
ana sína á ný og mælti: “Allar
ungar stúlkur bera leynda þrá í
brjósti að heyra eitthvað mikið
gott sagt um karlmennina, ann-
aðhvort þor þeirra og dug eða
drenglyndi þeirra og gáfur, og
þetta er mjög eðlilegt- Öll þeirra
framtíðarhamingja veltur á því,
að lífsförunauturinn, sem þær
dreymir um, og sem þær að síð-
ustu velja sér, hafi sem mest af
þessum karlmannlegu dygðum
til að bera. — Fyrsti karlmaður-
inn, sem konan elskar er, að öllu
sjálfráðu, faðir hennar, og um
það hefir þú sjálf vitnað, barnið
mitt. —- Ást og umhyggja föður
mins til ökkar barnanna væri
efni i heila bók, en eg var orðin
eldri en þú, þegar eg gerði mér
Ijósa grein fyrir fórnarlund hans
og kærleika. Sjálfur gekk hann,
svo að segja, alls á mis, til þess
að geta veitt okkur þá mentun,
sem við urðum aðnjótandi, og
sem í þá daga þótti næstum ó-
þarfa dekur — jafnvel hlægi-
leg heimska. Alþýðufólk hefði
ekki með slíkt að gera. — Hvað
eg man það vel enn þann dag
i dag, þegar það rann fyrst upp
fyrir mér, hve óendanlega mikið
pabbi hlyti að elska okkur börn-
in sin. — Þú heldur nú líklega
vina mín litla, að hann hafi gef-
ið mér einhverja stórgjöf. Nei,
ónei, i þá daga hafði hann ekki
efni á slíku*
Það var eitt yndislegt vor-
kvöld, eg var á heimleið, hafði
verið á Laugalandsskóla allan
veturinn. Eg átti aðeins eftir
spölkorn heim til mín. Leið
mín lá meðfram ánni, sem renn-
ur fyrir neðan gamla bæinn
minn. Alt í einu kem eg auga
á tvo menn, sem eru að draga
ifyrir silung í ánni. Annar mað-
urinn var á pramma fram á
miðri á, en hinn hélt í togið og
óð upp í mitti í vorköldu vatn-
inu- Það var faðir minn. —
Aldrei gleymi eg þeirri ástúð og
blíðu, sem ljómaði á andliti hans,
’þegar hann heilsaði mér, og
aldrei gleymi eg, hve eg fann
sárt til þess að geta ekki laun-
að honum alt hans strit og fyrir-
höfn mín vegna. En upp frá
því fanst mér eg skilja til fulls
alla hans föðurlegu ástúð, sem
hélst jöfn og óslitin til æfiloka.
— Móðurástin er æfinlega dá-
söm, en mér hefir oft fundist
að föðurástin sé engu ógöfugri.
Og faðir barnanna minna sann-
aði mér það á ýmsa lund. Minn
ingrnar, sem eg á því viðvíkj-
andi, eru mér margar hverjar svo
helgar, að eg get tæplega greiní
þér frá þeim, Ijúfa min. Samt
held eg verði að sgeja þér frá
nokkrum, sem gætu ef til vill
orðið til þess að leiðrétta þá
hugmynd þína, að karlmenn eigi
ekki til djúpar ög hreinar til-
finningar. — Það var um það
leyti, sem von var á honum
pabba þínum í heiminn, lambið
mitt. Maðurinn minn þurfti
endilega að bregða sér að heim-
an, en meðan hann er í burtu
hleypur þessi ógnar forátta í
hana Gljúfurá, sem fellur fyrir
neðan túnið i Hlíð, við bjuggum
þar í nokkur ár. — Þegar afi
þinn kemur að ánni um kvöldið,
er hún ófær, bæði mönnum og
skepnum. — Hann vissi að þessa
nótt var lítil vera að berjast við
að komast í heiminn á kotbæn-
um hans, en svo vissi hann ekki
meir, fyr en daginn eftir, að
hann loks komst með naumind-
um yfir ána. Alla þá nótt hafði
hann gengið fram og aftur á ár-
bakkanum. — Þegar hann kraup
við rúmið mitt og grúfði sig ofan
að litla syninum og kysti mig
með tár í augum, þá fanst mér,
að hann mundi hafa átt miklu
erfiðari nótt en eg. —■ Heldur þú
nú, barnið mitt, að tárin í augum
afa þíns hafi komið frá drembnu
og köldu hjarta? Eða heldurðu
að það séu ekki fleiri en hann,
sem viðurkenna að þeir öfundi
næstum móðurina af því að næra
hvitvoðunginn við brjóstið Og
þú mátt trúa því, að það eru
ifleiri en maðurinn minn .sæli,
sem ganga um gólf með börnin
á nóttunni, þegar þau eru veik
eða óvær, svo móðirin geti sofið.
En það lá Jíka við að eg öfundaði
hann afa þinn, þegar börnin vildu
æfinlega læra að lesa hjá honum,
en aldrei hjá mér.”
Ásdís Arnardóttir hafði talað
af nokkrum hita upp á siðkastið.
Nú þagnaði hún. — Sólveig hafði
setið þögul og horft með aðdáun
á ömmu sína. Eftir litla stund
ræskir hún sig lítið eitt og brá
fyrir glettni í rómnum: “Segðu
mér, amma mín, varð ykkur afa
aldrei sundurorða. Ekkert ei
eins leiðinlegt eins og að hlusta
á hjónadeilur.”
“Jú, góða mín, altof oft sýnd-
ist sitt hvoru, og hélt })á hvort
okkar fyrir sig fast við sína
meiningu, því máttu trúa. —
Það er hverju orði sannara, að
það er ömurlegt að hlusta á
hjónadeilur, ekki sízt fyrir ung-
linga eins og þig, en það er at
því að þú hlustar á sennuna, en
ekki á sættina, vina mín. “Hjóna-
senna er eins og maímjöll,” hefir
einhver vitringur sagt, og það er
hverju orði sannara.” — Sólveig
hló lítið eitt, en segir síðan:
“Elsku amma mín, geturðu ekki
sagt mér eitthvað af honum
pabba mínum, þegar hann var
lítill?” — “Hvort eg get, jú, eg
held nú það,” og nýjum ljóma
brá fyrir í augunum. “Yndis-
legra barn hefi eg aldrei þekt,
nema þá þig, geislinn minn.
Svör hans og spifrningar, þegar
hann var lítill, líða mér síðast
úr minni. það er eg viss um. —
Eg átti stundum erfitt, þegar eg
var að hjálpa eldri börnunum að
klæða sig á morgnana, en varð
jafnframt að sinna yngsta barn-
inu Einu sinni man eg, að eg
sagði til þess að gera mig og
börnin rólegri: “Við skulusn
vera góð, elskurnar litlu, Guð
hjálpar þeim, sem hjálpar sér
sjálfur.” Pabbi þinn var þá
þriggja ára og var einmitt á leið-
inni til mín til þess að biðja mig
að hneppa axlaböndunum sinum.
Um leið og hann leggur hendur
um háls mér, segir hann blítt og
barnalega: “Já, mamma er minn
Guð.” Þú hefðir átt að sjá
yndislega andlitið hans þá og
fögru augun, sem skinu eins og
stjörnur á hJeiðum vetrarhimni.
Oft kom hann til mín þar sem
eg var við verkin mín, kysti mig
á augun, ennið og hendurnar og
sagði: “Mamma er engillinn
minn.” — Margir drengir vaxa
upp úr því að vera “mömmu-
drengir,” þegar þeir eru full-
orðnir. En jafnvel nú, eftir að
hann á sjálfur fullorðin börn,
bíður hann þess með lotningu,
að eg signi hann í hvert skifti,
sem hann fer eitthvað fengra til.
Máske Guð hafi leitt hann úr
margri hættunni, sem hann hef-
ir lent i, einmitt vegna þess, að
hann forsmáði ekki signandi
hönd móður sinnar. Eg veit
það ekki, góða mín, en eg trúi
því. — Já, bllessuð stúlkan mín,
mér birtir fyrir augum, þegar eg
hugsa um marga góða feður,
bræður, syni og eiginmenn, sem
eg hefi þekt, bæði af eigin reynd
og af afspurn. Lof mitt um
drenglyndi þeirra, dáð og kur-
teisi væri efni í nokkrar sögur.
Ástúðin vefji þá örrnum, eldri og
yngri.”
Sólveig litla, fagra og blíð-
lynda ungmeyjan, gekk til gömlu
konunnar, tók báðar hendur
hennar í sínar, kysti þær og
sagði mteð tár i augum: “Hjart-
ans þökk, elsku amma mín, þú
hefir opnað mér nýjan heim.
sem eg horfi til með fögnuði, en
hræðist ekki framar.”
Hildur Baldvinsdóttir■
Klömbrum i Aðaldal,
S.-Þingeyjarsýslu.
Æfintýri
(Þýtt).
Þorpið lá á afskektum stað.
Fyrir norðan það var fjallaklasi.
Fyrir sunnan það voru vötn og
sikógar. í þorpinu bjuggu bæði
ríkir menn og fátæklingar. Ríka
fólkið yfirgaf þorpið sitt á hverju
sumri, til þess að ferðst til fram-
andi landa og sjá fegurð og tign
náttúrunnar. Þegar það kom
aftur heim til þorpsins, hélt það
margar veizlur. í veizlu- og
gildaskálum sagði fólkið frá öllu
því fagra, sem fyrir augu þess
hafði borið. Það lýsti hinni
tignarlegu ró fjallanna, fossum,
er féllu fram af hengiflugum og
stráðu úða sínum yfir nágrenn-
ið, vötnunum tæru og heiðu, sem
gáruðust, þegar blíður andvarinn
strauk yfirborð þeirra.
Fátæka fólkið sat heima, það
hafði hvorki tíma né fé til að
iferðast til annara landa, en þó
fýsti það jafnmikið í fegurðina
og rika fólkið. — Heima sá ekk-
ert nema leiðinleg fjöll, leiðinleg
vötn, leiðinlega skóga. —
En einu sinni gerðist merkur
viðburður í sögu þoi'psins —
Þángað kom málari, er kvaðst
hafa undra fagurt inélverk að
sýna. — Hann tók sal á leigu á
efstu hæð í stærsta gistihúsi
þorpsins. Þorpsbúar stóðu á
öndinni af eftirvæntingu. í þrjá
daga fékk enginn að koma inn
til málarans, en brak og bar-
smíðar heyrðust frá honuin næt-
ur og daga. —
Að lokum fékk fólkið að koma
en aðteins á kvöldin, hann sagði,
að stóra málverkið sitt nyti sin
ekki nema í ljósaskiftunum.
Allir, sem vetlingi gátu valdið,
komu til að sjá listaverkið. —
Og allir urðu undrandi. Yndis-
lega fögur fjöll, skrúðgrænar
brekkur, grasigrónar hlíðar, vötn,
fossar og skijgar blöstu við aug-
um manna.