Lögberg


Lögberg - 30.04.1942, Qupperneq 6

Lögberg - 30.04.1942, Qupperneq 6
6 / LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. APRÍL. 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Slim Clarke og Alvarez fóru með markaðs- gripina til Omaha, en hitt heimafólkið gekk með ákveðnum huga að undirbúningi vetrar- starfanna. Verkinu var skift í þrjár deildir — fóðrun og eftirlit geldneytisins, er nú var eftir heima- við kúa og kálfa; viðarhögg og heimflutning; og svo — mestmegnis að kvöldi til og í frí- stundum frá öðrum störfum — undirbúning póstflutninganna tilvonandi. Philip keyrði hestaparið við heimflutning eldiviðarins, eins og til æfingar tilvonandi starfi hans við póstflutninginn. Um fyrirkomulag og starfrækslu póst- flutningsins gerði Bob Crew fasta áætlan, og var því öllu skift í þrjá flokka. Fyrst var flutningurinn frá járnbrautarstöðinni austan úr Idaho upp í skarðið með viðkomustað í litlu póststöðinni hjá O’Briens á miðri leið upp íjallshlíðina. Þenna leiðaráfanga átti Alvarez að annast og hafa bækistöð sina í bóndaveri nálægt járnbrautar endastöðinni. Annar á- fanginn skyldi vera frá Harrisarstöðinni í há- skarðinu til Barston þorpsins, með viðkomu- stað í skiftistöð neðan við skarðsbrekkurnar, og þessa leið átti Philip að annast um. Þeir Alvarez og Philip skyldi leggja upp að morgni dags, hvor frá sinni endastöð, í austri og vestri. og hittast svo í háskarðinu hjá Harris, skiftast á póstsendingum og snúa þaðan aftur við, hvor sína leið. Þriðji áfanginn var frá Barston. upp eftir dalnum, fram hjá Ivans-landinu og heimili Lidens, um þrjár litlar póststöðvar og svo langt sem bygð náði efst í norðvesturenda dalsins. Á þessum áfanga varð einnig að hirða um aukapóstkassa hér og þar meðfram veginum, annast töluverðan fólksflutning að auki, sem útheimti að hafa sífelt lengstu leiðina að fara daglega á tilsettum tíma. Fyrir þessum áfang- anum var Clarke trúað, og hafði hann aðal- bækistöð sína í heimaverinu. Yfirumsjón alls verksins var auðvitað í höndum Bobs Crew, sem einnig leit eftir heimaverkinu, sem ætlað var ungu hjarðverspiltunum, þeim Herron og Malmquist. Að viðgerðum áhalda til póstflutningsins var nú unnið á hverju kvöldi í hlöðunni. Þrjá tjaldsleða þurfti að hafa til verksins, tvo til ciaglegra afnota og einn til vara. Þetta voru vanalegir fjórmeiða sleðar, sem á þurfti að setja járnbenta planka-kassa, með hærri hlið- um en venjulega gerðust, og málmsveiga beygða á milli háu hliðanna undir tjaldhettuna, sem allan sleðann huldi og gerði hann að eins- konar húsi, ekki ólíku “huldu”-ferðavögnunum gömlu. í hverjum þessara sleða var járnþynnu hitunarofn með rörstromp upp úr tjaldsþakinu gegnum tvísetta málmhringa. Auk þessara þriggja kassahússleða urðu að vera til aðrir tveir opnir til afnota yfir skarðið sjálft, eins og Joan hafði lýst fyrir Philip, með engu skýli fyrir keyrslumann eða farþegana, vegna hættunnar á því að alt lenti út af veg- inum og steyptist svo að líkindum um koll, en ferðafólkið hefði þá betra tækifæri á að stökkva í tíma niður af sleðanum. Á þessum sleðum var ekki heldur neitt hitunartæki. Linden átti, frá fyrri tíð, enn einn tjalds- sleða með háum kassa og einn opinn sleða, en alt annað varð nú að tilreiða á ný. Á þeim hluta leiðarinnar, sem Philip var úthlutuð, varð hann að nota báða þessa sleða í hverri ferð, tjaldsleðanna frá Barston til George Haights-versins, þar sem var skiftistöð póstvagnanna neðan við skarðsbrekkuna. og opna sleðann þaðan til áningarstöðvanna hjá Harris gamla í háskarðinu. Nú var aðeins komið fram í síðari hluta nóvembermánaðar, en að næturlagi varð frost- harkan þó alt frá núlli í 15 til 20 gráður þar fyrir neðan, og fannfergið var allareiðu orðið um eitt fet á dýpt á láglendi, en frá f jögur til fimm fet á hæðalandinu þar rétt ofan við. Tíminn til póstflutninganna kom svo brátt, og póstspjald frá Linden, enn í Idaho, sem til- kynti að hann væri á heimleið. Daginn áður en við póstflutningnum skyldi taka frá þeim er hann hafði áður stundað, var Alvarez sendur austur að járnbrautarstöðinni, svo hann væri þar þess albúinn að flytja póstinn þaðan upp á skarðið, og alt var til reiðu þeim er þaðan skyldi keyra póstvagnana hina tvo efri áfang- ana upp um dalinn. Um hádegisbilið stakk Joan upp á því, að Philip og hún tæki sér frístund það sem eftir væri af deginum og skryppi niður í þorpið til þess að kaupa honum sauðskinnsúlpu, þykka vetlinga og annan útbúnað er hann þyrfti að hafa sér til skjóls gegn frosthörkum og nepju- næðingnum á leið hans upp um hæðirnar og skarðið; svo kvaðst Joan þurfa að fá ýmislegt til búsins, “Eg minnist á þetta við Bob til að vita hvað hann segir um það,” sagði Philip. Hann talaði svo við Crew, sem hvatti hann til að gera þetta; kvaðst sjálfur geta unnið að aktýgjunum og Philip gæti notað éér seinni- part dagsins eins og honum þóknaðist. Svo þau Joan og Philip söðluðu því hesta sína og riðu til Barston, gegnum nbkkurt snjóföi, er fallið hafði og enn lá yfir öllu. Þau riðu á harðastökki út á veginn og snjórinn þeyttist í allar áttir undan fótum hest- anna, sem eftir innistöðuna frísuðu af áhuga yfir því að geta nú hreyft sig aftur utan- dyra, og Joan, glöð eins og barn í skemtiför. hóaði og veifaði hatti sínum í háaloft í eins - konar kappreið við Philip. En er á veginn kom hægði hún ferðina. “Þetta er hvíldardag- ur okkar, Philip,” sagði hún; “eg vil ríða í hægðum mínum.” Hún leit til hans með ein- kennilegu brosi á vör, einskonar titrings- mjúku hugarbrosi, er hún bjó æ yfir, og þau létu nú hestana fara fót fyrir fót, sem gáska- fullum reiðskjótunum virtist vera miður tii geðs. “Við gætum svo ef til vill,” sagði hún enn, “takist okkur að teygja tímann, fengið okkur kvöldverð í hótelinu og sloppið svo viö diskaþvottinn heima. Og ef til vill verður hreyfimyndasýning í salnum uppi yfir lyfja- búðinni.” Philip viðurkendi að þetta væri ágæt hugmynd. Þau riðu svo héluskálduðum hestunum inn í þorpið, og komu þeim fyrir í hesthúsinu aftán við litla hótelið. “Eg fer nú í búðina, til að kaupa mér yfir- höfn og annað, sem mig vanhagar um*” sagði Philip er þau gengu út á þorpshyrninginn; “en þér getið farið yðar erinda og við hittumsl, svo aftur í hótelinu.” “Nei. Eg vil aðstoða yður við kaupin, Philip, ef eg má.” “Það er ágætt,” svarað hann glaðlega. Þau fóru svo inn í fjölvarnings-búðina; Joan gekk fyrir inn eftir búðargólfinu. Hún nam svo staðar við grind, þar sem á héngu sauðskinnsfóðraðar yfirhafnir. “Við þurfum að kaupa yfirhöfn,” sagði hún við búðarþjón- inn, “góða og hlýja, til skjóls við póstflutn- inginn í skarðinu.” Hún tók niður af grind- inni sterklega og alfóðraða úlpu. “Eins og þessa.” Hún sneri sér að Philip og sagði enn: “Er það ekki?” “Vissulega,” svaraði hann glottandi. “Reynið þá hvernig hún fer á yður.” Philip klæddi sig í kápuna. Joan spenti um hann beltið, færði sig svo fjær og yfir- vegaði hann með geislandi velþóknunarbrosi í augum, og hallaði höfði út á aðra hliðina eins og alvanur sérfræðingur í sinni grein. “Mér geðjast þessi úlpa ágætlega. Hún er falleg, Philip. Fer yður vel og er — veruleg. Og hlý.” Philip leit á verðspjaldið. “Sjötíu og fimm,” sagði hann. “Hún er þess virði,” sagði búðarþjónninn. “Það efast eg ekkert um.” Philip afhnepti kápuna og yfirvegaði fóðrið. “En hún er að- eins ætluð til stuttrar notkunar, ^eins vetrar. skiljið þér. Ef til vill hafið þér aðra yfirhöfn ekki alveg eins — verulega. Eg myndi aldrei nota hana, eftir þenna eina vetur.” Búðarþjónninn tók af grindinni aðra úlpu. “Jæja, hérna er önnur yfirhöfn alveg eins hiý. Hún er ekki eins vönduð að gerð, en dygði vel eina vetrartíð.” Philip smeygði sér úr fyrri úlpunni og í hina síðari. “Átta dollara,” sagði búðarþjónninn. “Hún er ekki nógu vönduð að öllum frá- gangi,” sagði Joan. “Eg held hún ætti að duga mér, Joan,” sagði Philip. “Sem þér þóknast,” svaraði Joan. Brosið hafði horfið af andliti hennar og allur áhugxnn yfirgefið hana. “Ójá,” sagði hún í deyfðartón. “Eg hugsaði ekki út í það, að hún ætti að notast aðeins skamma stund.” Hún sneri sér við og mælti um leið: “Eg fer nú að gera mín kaup og'hitti yður aftur í hótelinu.” Þegar hún var farin, borgaði Philip fyrir úlpuna og hélt á stað út úr búðinni. Viö dyrnar stanzaði hann og gekk aftur inn um búðargólfið.” “Eg vil fá fyrri kápuna,” sagði hann. Tíundi kapíluli Þegar Joan kom til hótelsins var þvínær alrökkvað. Þetta var fremur óverulegt gisti- hús. Stór hitunarofn mátti heita hið eina, sem rúm var fyrir í litlu forstofunni, er inn var gengið. Þau Joan og Philip höfðu naumast tekið sér sæti við þann enda matstofuborðsins, er næst var ganginum, þegar dyrnar opnuðust og stór maður með rautt nef, sem í grilti milli uppbrettu hornanna á sauðskinnsúlpu hans, kom inn í stofuna. “Pósturinn er kominn; það er að draga úr kuldanum. Snjóhríðarbylur sjálfsagður,” hróp- aði hann hástöfum, alt í einni lotu. Hann bretti niður kraganum, smeygði af sér úlpunm og kastaði henni af hendi út í horn. Þetta var Jeff Welch. “Joan!” kallaði hann. Svo hallaði hann sér áfram, greip utan um hana og þrýsti að henni rembingskossi. “Við Joan erum trúlof- uð,” sagði hann í gáskatón svo allir í stofunni gátu heyrt. “Eg hætti nú í kvöld að keyra póstvagninn, hefi fengið þægilegt inniverk yfir veturinn, og við Joan giftum okkur núna ein- hvern daginn. Hvað segir þú, Joan?” “Þetta virðist ákveðið hjá þér, Jeff.” Joan kysti á nef honum svo í brast. “Hæ-hó!” sagði Jeff, “þetta er alvarlegt’. Farðu varlega með nefið á mér, Joán. Það gæti hæglega brotnað, þegar því er duglega kalt.” “Hvernig er umhorfs í skarðinu, Jeff?” spurði einhver. “Ekki sem verst. Mikill snjór, en Adele braut fyrir mig slóðina alla leið hingað með hinu nýja sleðadjásni sínu.” Hann leit um öxl sér. “Hvar er Adele?” “Eg er að taka af mér yfirskóna,” kallaði hún framan úr ganginum, og kom svo inn í stofuna þvínær samstundis. Hún hafði líka smeygt af sér loðfóðraðri úlpu, er skýlt hafði henni á leiðinni niður úr skarðinu, en var nú eftir yzt fata í dökkleitum kjól, skreyttum hvítum blúnduleggingum í hálsmáli og framan á ermum. “Halló, allir,” sagði hún. Þá tók hún eftir þeim Joan og Philip, og tók sér sæti í auðum stóli við hlið hans. “Alt til reiðu fyrir morgundaginn, Philip?” spurði hún. “Alvarez kom í skarðið um hádegisbilið,” sagði hún við Joan. “Hann virtist hálfstirðnaður af kulda-. Eg þori að veðja um það, að hann endist ekki við þetta í allan vetur. Philip gerir það. Philip geðjast vel útsýnið úr skarðinu. Er það ekki satt?” Hún hnipti í hann. “Mér hafði aldrei dottið í hug, að eg myndi sjá það að vetrarlagi. Eg vona að veðurlagið sé ekki eins slæmt þar uppi og þér látið af því.” Adele hló. Verið hughraustur, Philip. Eg læt yður ekki verða kalt. Þér getið yfirvegað útsýnið gegnum gluggann meðan við erum aö máltíðum. Mest af tímanum, sem þér standið þar við, verðið þér þó að skemta mér. Eg vi! fá að heyra alt, sem hægt er að segja um Chicago. Við getum því notið glaðra stunda í vetur. Mér þykir vænt um að þér skyldið fá póstflutnings-áfangann upp í og niður úr skarð- inu.” Er Philip nú leit til Adele, varð hann á- skynja hinnar gagnkvæmu samhygðar milli þeirra, sem hann hafði veitt eftirtekt er þau upphaflega hittust í skarðinu. Aftur héldu augu hennar honum eins og í læðingi; enn á ný virtist honum sem hann sæi inst inn í hyl- dýpi þeirra. “Annað kvöld verður dansleikur að O’Briens,” sagði hún. “Eg kom hingað til að ná mér í sokka. Það kom þráðslit í mína sokka meðan eg var — að æfa mig í dag. Ef til vill gætið þér þá hinkrað við, og sótt dansleikinn. Fylgt mér þangað, á eg við.” “Það þætti mér vænt um að geta gert, Adele, en eg er hræddur um eg yrði að koma póstinum áfram í tæka tíð.” Adele hló glettnislega. “Ef þér vissið hve oft pósturinn hefir setið —” Hún skotraði hrafnsvörtu augunum til Jeff Welch. “Hvað sem er um það, þá sjáum við til. Þér verðið víst kominn upp eftir um hádegisbilið?” “Áreiðanlega. Ef ekkert hamlar því.” “Jæja, eg fer heim aftur í kvöld. Við hittumst þá þar.” Joan flýtti sér að ljúka máltíðinni. “Okk- ur væri víst betra að komast á stað heimleiðis,” sagði hún við Philip. Philip leit undrandi til hennar. “Er ekki myndasýning hér í kvöld?” “Það veit eg ekki. En hvort svo er eða ekki, þá vil eg nú fara héðan. Langar til að komast heim.” Þau hurfu svo frá borðinu áður en eftir- maturinn var borinn fram, þrátt fyrir mótmæli Adele. í ganginum greip Philip yfirhöfn sína með hróðurssveiflu niður af snaganum og kast- aði henni yfir sig í þeirri von að Joan tæki eftir því að hann hefði keypt þá yfirhöfnina, sem henni gðejaðist betur, en hún veitti þessu enga athygli. Þau fóru út í hlöðuna, lögðu 4 hestana og riðu svo, með kaupskap sinn reyrð- an aftan á söðlana, áleiðis út úr þorpinu. Loftið var kyrt og drungalegt, en ekki kalt. Philip leit til Joan, sem við hlið honum reið eins og hálfgerð hulduvera í næturhúm- inu. , “Höfðuð þér gaman af hálfsdagsleyfinu?’' sagði hann. “Eg — já.” “Við lékum á aumingja Hector um diska- þvottinn.” “Já.” “Við hefðum átt að bíða eftir myndasýn- ingunni; ef einhver var. Hví grensluðust þér ekki eftir um það?” “Ó, en Philip, mig langaði til að komast heim. Var orðin þreytt.” Þau riðu svo þegjandi áfrom leiðar sinnar. Philip var nú svo hróðugur og léttur í lund, að hann langaði til að hlæja, blístra og syngja. Og hann vissi vel hvers vegna. (Sein- asti efinn um tlifinningar hans gagnvart Joan var nú fokinn út í veður og vind. Hann vissi að ef ást hans á henni væri ekki einlæg, ef hún stjórnaðist einvörðungu af áhuga fyrir henni sem ímynd töfrandi meyjar — þá gerði hann sér nú ljósa grein fyrir því, að hann gæti ekki verið ástfanginn af henni, heldur af Adele. Hann fann sig einkennilega tengdan Joan, sem þrýst enn nær henni vegna kynn- ingar hans af Adele. “Halló, Joan,” kallaði hann; hann þráði að heyra rödd hennar. “Halló,” heyrði hann svarað mjúklega frá húminu við hlið sér. “Joan—” “Já.” “Mér datt rétt í hug — ekkert athyglisvert, býst eg við. Mér þykir gaman að ríða heim- leiðis svona í næturhúminu.” “Eg hefi líka gaman af þvi. Við skulum herða á reiðinni.” Þau létu hestana, sem nú voru mjög heim- fúsir, fara á mjúku stökki og halda því alla leið unz heim var náð. Þau sprettu af hest- unum og gengu svo í hægðum sínum heim að húsinu. Ljós í eldhúsinu kastaði glampa á snjóinn í námunda við húsdyrnar, og er þau stönzuðu þar dálitla stund áður þau héldu hvort sína leið, Joan inn í húsið, en Philip til svefnhýsis síns, steig harin yfir 1 ljósglampann og ieit a nýju vfirhöfnina. “Joan,” sagði hann, “svo virðist, sem hér hafi misgrip skeð; eg hefi víst tekið öfuga yfir- höfn. Þetta er auðsjáanlega fyrri yfirhöfnin, sem við skoðuðum.” Joan færði sig nær til að gæta betur að þessu, en Philip hnepti frá sér úlpunni til að horfa á fóðrið, og þegar hann leit svo framan í Joan starði hún á hann með ráðgátusvip á andlitinu. Er hann nú brosti við henni, breytt- ist svipurinn á andliti hennar alt í einu alger- lega. ! “Philip!” Philip hló. “Nú, yður geðjaðist þessi betur, Joan, og þér verðið líka að hafa hana stöðugt fyrir augum. Svo eg vildi reyna að þóknast yður.” ’ Joan gaf af sér eins og krampakent og nið- urbælt hláturshljóð, fól andlitið í höndunum og sneri sér frá honum. “Geðjast yður þetta?” Joan svaraði honum ekki; hún vai með grátekka. Philip greip um axlir hennar og sneri henni gegnt sér aftur. “Hvað i ósköpunum gengur að yður, Joan?” Hún tók hendurnar frá andliti sér og leit upp til hans. “Ekkert. Ekkert, Philip. Eg — gæti ekki lýst því fyrir yður. En méi’ geðjast vel að yfirhöfninni. í henni lítið þér út —” Hún þagnaði. “Jæja?” “Eins og einn af okkur. Eins og partur af dalsfólkinu. Eins og einhver ekki hér aðeins til stundardvalar. Eg —ó, hamingjan góða, eg veit ekki hvað. Mér fellur þungt —” Philip tók hana í fang sér og kyssti hana. Hún hikaði sig, stóð kyr eitt augnablik, svo hjúfraði hún sig innilega við brjóst honum, og jafnvel gegnum þykku yfirhöfnina fann hann titring fara um hana alla. “Joan, eg ætla ekki að fara héðan. Eg er hér, Joan, og eg elska yður. Eg elska yður; eg — Með eiriu flogskendu viðbragði færði hún sig fjær honum og stóð þar starandi óttasleg- in á hann. “Nei, Philip, mér þykir slæmt — fellur þetta mjög illa. Segið það aldrei framar — verið svo vænn!” Hún sneri sér við skyndilega og fór inn í húsið. Philip stóð einn eftir þarna í snjónum og fann kuldaloftið leika um sig eitt augna- blik; svo steig hann eitt spor áfram í átt til húsdyranna, en breytti þá stefnu og gekk hröð- um skrefum yfir til svefnklefans. ♦ + + Joan vaknaði meðan enn var aldimt i svefnherberginu hennar. Hún leit út um gluggann og sá fyrstu dagsbrún vera að gægj- ast upp yfir dökka fjallahnjúkana í austri. Hún heyrði Philip vera að tala við hest- ana til að koma þeim í stellingar framan við tjaldhettu-póstsleðann, sem hún vissi hann ætlaði nú að hefja för sín í sem póstkeyrari. Hún kannaðist líka við raddir þeirra Clarkes og Bobs Crew, er til hennar bárust að utan. Hún steig út úr rúminu, smeygði á sig sauðskinns morgunskóm, kastaði yfir sig yfir* höfn sinn og færði sig fast út að glugganum Tveir póstvagnanna stóðu þarna úti með tjald- hettunum, sem á glampaði í húminu vegna luktarljósa er undir þeim höfðu verið kveikt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.